Lögberg - 12.06.1952, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚNÍ, 1952
Lögberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUB, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENTJE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Oííice Department, Ottawa
Sveinn Björnsson, forseti íslands
Eftir prófessor RICHARD BECK
Ræða flutl við minningaralhöín í sambandi við ársþing
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, Winnipeg,
mánudaginn 2. júní 1952.
Það hefir verið haraingja íslenzku þjóðarinnar, að
hún hefir á örlagastundunum í sjálfstæðis- og fram-
sókrfarbaráttu sinni átt foringja, sem voru þeim vanda
vaxnir að verða vel og farsællega við tímans kröfum
og beina þjóðinni braut til nýrra afreka og sigra í at-
hafna- og menningarlífi hennar.
í þeirri fríðu fylkingu stendur Sveinn Björnsson,
fyrsti forseti hins endurreista íslenzka lýðveldis, fram-
arlega, og skipar þar virðulegan sess og varanlegan.
Hann var um forustuhæfileika og mannkosti verðugur
arftaki Jóns Sigurðssonar forseta og annarra braut-
ryðjenda í stjórnfrelsisbaráttu íslendinga, enda hafði
Sveinn Björnsson unnið sér slíkar ástsældir með löngu
og þjóðnýtu starfi sínu, og ekki sízt í forsetasessinum,
að það var þjóðarsorg heima á ættjörð vorri, er sú
fregn barst, að hann hefði látist snemma morguns
þ. 25. janúar síðastliðinn. Fjallkonan draup höfði í djúpri
sorg yfir missi eins sinna ágætustu sona. Um Svein
Björnsson mátti hið sama segja og skáldið sagði í fögr-
um erfiljóðum um föður hans, Björn Jónsson, hinn
mikilhæfa foringja í frelsisbaráttu íslendinga:
„Saga við brjóst hans byrgir hvarm og grætur,
býður í nafni íslands góðar nætur.“
Og lát Sveins Björnssonar vakti söknuð víða um
lönd utan íslandsstranda, eins og fram kom eftirminni-
lega í hinum fjölmörgu hlýju samúðarkveðjum frá þjóð-
höfðingjum, ríkisstjórnum, félagssamtökum og ein-
staklingum, kveðjur, er jafnframt báru því órækan vott,
hversu víðtækrar virðingar og vináttu forseti íslands
naut bæði sem þjóðhöfðingi og persónulega.
Sviplegt fráfall hans snerti einnig, að vonum, sér-
staklega næma strengi í brjóstum vor íslendinga vestan
hafsins, því að hann átti í vorum hópi fjölda vina og
aðdáenda; hafði hann og með mörgum hætti látið í ljósi
vinarhug sinn í vorn garð. Það er því í alla staði sæm-
andi, og í rauninni bein þakkarskylda, að hans er minnst
með þessari minningarathöfn. Engum stóð það heldur
nær, að efna til slíkrar athafnar, en Þjóðræknisfélagi
íslendinga í Vestrheimi, því að Sveinn Björnsson for-
seti hafði, eins og kunnugt er, sýnt félaginu þann mjkla
sóma að gerast Heiðursverndari þess, og lýsti það, eins
og svo margt annað af hans hálfu, skilningi hans á þjóð-
ræknisbaráttu vorri samhliða hlýhug hans til vor landa
hans hérna megin hafsins. Honum var það full Ijóst,
að íslendingar, hvar sem þeir eru í sveit settir, og meðan
þeir eiga það nafn skilið, eru allir þegnar í hinu íslenzka
ríki andans og hluthafar í hinum sameiginlega menn-
ingararfi. Hinum látna forseta lýðveldisins íslenzka, er
var maður vitur og þjóðrækinn, skildist það mörgum
betur, að skáldið hafði rétt að mæla, er hann fór þessum
fleygu orðum um náið samband ættjarðar vorrar og
barna hennar:
„Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra,
tár þín líka tárin vor,
tignar landið kæra!“
Og nú, þegar mér hefir fallið í skaut hið veglega
hlutverk, að minnast forseta íslands, Sveins Björns-
sonar, verður mér eðlilega efst í huga mynd hans, eins
og ég sá hann á hátindi glæsilegs æviferils hans, á há-
tíðlegustu stund lífs hans, að Lögbergi þ. 17. júní 1944,
er hann á hinum mikla frelsis- og fagnaðardegi íslenzku
þjóðarinnar hafði verið kosinn fyrsti forseti hins endur-
reista lýðveldis hennar. Mér hljóma í eyrum fagnaðar-
ópin frá mannfjöldanum, er gullu við, þegar forseti sam-
einaðs Alþingis lýsti því yfir, að Sveinn Björnsson væri
réttkjörinn forseti íslands, og mátti þar heyra rödd ís-
lenzku þjóðarinnar.
Festa og virðuleiki svipmerktu Svein Björnsson, er
hann vann forsetaeiðinn á hinum fomhelga stað þjóð-
arinnar á þeim söguríka degi, og auðséð var, að þess-
um manni var treystandi til giftusamlegrar forustu í
málum þjóðarinnar á örlagaþrungnum umbrotatímum.
Jafnframt ljómaði af svip forsetans sú ljúfmennska og
hógværð, sem honum voru jafn eiginlegar sem glæsi-
mennskan og virðuleikinn í framkomu. Samruni þess-
ara eiginleika í fari Sveins Bjömssonar gerðu hann
einnig um annað fram eins ástsælan af alþjóð manna
og raun bar vitni.
Jafn ríkt í hug verður mér á þessari minningar-
stundu fyrsta ávarp hins nýkjörna forseta til þjóðar-
innar, er hann flutti að Lögbergi, og var íturhugsað og
drengilegt, alvömþrungin lögeggjan til dáða og hjarta-
heit bæn fyrir fósturjörðinni.
Hóf forseti mál sitt með því að minna á það, að
þegar hann var af Alþingi kjörinn ríkisstjóri í fyrsta
skipti réttum þrem árum áður, hefði hann lýst því yfir,
að hann liti á það starf sitt „framar öllu sem þjónustu
við heill og hag íslenzku þjóðarinnar.“ Síðan mælti
hann: „Ég bað Guð að gefa mér kærleika og auðmýkt,
svo að þjónusta mín mætti verða íslandi og íslenzku
þjóðinni til góðs. Síðan eru liðin þrjú ár, sem hafa verið
erfið á ýmsan hátt. En hugur minn er óbreyttur. Ég
tek nú við þessu starfi með sama þjónustuhug og sömu
bæn.“
Hvatti forseti þjóðina síðan til sameiningar og
samstarfs, með því að minna hana á hið fagra fordæmi,
sem forfeður hennar gáfu henni með friðsamlegri
kristnitökunni að Lögbergi 944 árum áður, þegar ann-
ars horfði til fullkominnar innanlandsstyrjaldar milli
heiðinna manna og kristinna.
Lauk forseti þessu fyrsta ávarpi sínu með eftirfar-
andi bænarorðum: „Nú á þessum fornhelga stað og á
þessari hátíðarstundu bið ég þann sama eilífa Guð,
sem þá hélt verndarhendi yfir íslenzku þjóðinni, að
halda sömu verndarhendi sinni yfir íslandi og þjóð þess
á þeim árum, sem vér nú eigum framundan.“
Fagurt og eggjandi ávarp forsetans snart djúpa
strengi í sálum þúsundanna, se'm á hann hlýddu, og
hylltu hann örlátlega að málalokum; menn vissu, að
hér fylgdi hugur máli, að orð hans voru sprottin beint
undan hjartarótum hans, áttu sér sterkar rætur í
traustri skapgerð hans og fastmótaðri lífsskoðun.
Sveinn Björnsson hafði áratugum saman, með víðtæk-
um og mikilvægum störfum í þjóðar þágu, sýnt í verki
þjónustulund sína og trúnað við málstað þjóðarinnar.
Þess vegna var það einnig í hennar augum, að minnsta
kosti alls þorra hennar, eðlilegt og sjálfsagt, að hann
yrði fyrsti forseti lýðveldisins.
Margt stuðlaði einnig að því, að Sveinn Björnsson
var um aðra fram sérstaklega vel til þess fallinn að
skipa þann virðingarsess fyrstur íslendinga.
Hann var kvistur á meiði kjarnmikilla íslenzkra
ætta, svo sem fyrr getur, sonur Sveins Björnssonar,
ritstjóra og síðar ráðherra, eins hins ótrauðasta og
dáðasta forustumanns í stjórnfrelsis- og menningar-
baráttu íslendinga; í móðurætt stóðu að Sveini Björns-
syni jafn traustir stofnar. Hann varð því fyrir hinum
heilbrigðustu og þjóðlegustu áhrifum í föðurfarði; á
hinu mikla menningarheimili foreldra sinna glæddist
honum í brjósti ættjarðarást og framsóknarhugur, trú
á framtíð íslands og trúfesti við málstað þess.
Sveinn Björnsson naut einnig ágætrar menntunar
til undirbúnings margþættu og mikilvægu ævistarfi, en
hann lauk lögfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla
rúmlega hálf-þrítugur, og stundaði málafærslustörf
framan af árum í Reykjavík.
Þá ber þess eigi síður að geta, að Sveinn Björnsson
var úr hópi hinnar bjartsýnu og framsæknu aldamóta-
kynslóðar íslendinga, en hugsjónir og stórhugur hennar
enduróma í svipmiklum og eggjandi aldamótaljóðum
íslenzkra öndvegisskálda. Aldamótakynslóðin gerði að
kjörorði sínu þessa lögeggjan Hannesar Hafsteins:
„Aldar á morgni vöknum til að vinna,
vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna.
Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna,
takmark og heit og efndir saman þrinna.“
Jafn minnisstæð urðu þeirri kynslóð þessi spöku
áminningarorð Mnars Benediktssonar:
„Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,
á Guð sinn og land sitt skal trúa.“
Föðurminning
Ég hugsa til þín hljóður í dag,
helmóða legst yfir bæinn.
Alt hjúpað er dimmum drunga brag,
og dauflega færist hvert hjartaslag,
er saknaðar sorginni eyðir.
Mér finst að sál mín sé fjötrum fest
eins og fley, sem er strandað við æginn
eða vængteptur fugl, er að lokum legst
og lengur ei þreytir við heiminn né verst,
þá feigð honum friðinn greiðir.
Tíminn hylur tára döpur ár,
trega þrunginn vonarleysis blæinn,
andans græðir dýpstu sveðju sár.
og sorgum mæddar vermir þreyttar brár,
og helmyrkri í heiðríkju breytir.
☆ ☆ ☆ ☆
í æsku þú skildir við ættjarðar láð,
eldmóði þrungin var framsóknar vonin.
Og víkingsins arfleifð, hin dugandi dáð,
til drenglyndis studdi fjalldala soninn.
Þú áttir stefnufestu og þrekgott þor,
að þola nepjugustinn ævidagsins.
Þótt tíðum væru af kulda kalin spor,
þinn kjarkur skein til hinzta sólarlagsins.
Á „Odda“ þínar orkulindir runnu
sem óstöðvandi foss til marks að ná.
Þar allar þínar vonir bjartast brunnu,
þar brautin ein til hinztu hvíldar lá.
Frá sálu þinni boðar blíðum glampa
og björtum geislum stafa í hjarta mitt.
Þar afrek þín á skærum loga lampa
í ljúfri minning eftir nafnið þitt.
Franklin Johnson
í þessum anda hóf Sveinn Björnsson þegar snemma
á árum störf sín landi og lýð til heilla, sem bæjar-
stjórnarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður höfuð-
borgarinnar árum saman, og sem forgöngumaður stofn-
unar fjölmargra félaga til framfara og þjóðþrifa, meðal
þeirra Eimskipafélags íslands og Rauða kross íslands,
er lýsir annars vegar umbótahug hans í atvinnu- og
viðskiptamálum og hins vegar djúpstæðan áhuga hans
á mannúðarmálum.
Með sendiherrastarfi sínu í Danmörku, og fulltrúa-
starfi miklu víðar um lönd, í nærri tvo áratugi, gerðist
Sveinn Björnsson brautryðjandi á því sviði og lagði
traustan grundvöll að íslenzkri utanríkisþjónustu, jafn-
framt því sem hann vann þjóðinni aukna virðingu og
vináttu út á við; en það er samhljóma dómur allra
þeirra, sem til þekktu, að hann hafi verið frábær full-
trúi Íslands á erlendum vettvangi, virðulegt prúðmenni
í allri framgöngu og snillingur við samningaborðið.
Það var því hreint engin tilviljun, að Alþingi kaus
Svein Björnsson einum rómi ríkisstjóra Islands 17. júní
1941, og endurkaus hann næstu tvö árin; né heldur
hitt, að hann var við endurreisn lýðveldisins að Lögbergi
17. júní 1944 kosinn fyrsti forseti þess, og sjálfkjörinn
1945 og 1949.
Auk margra og þjóðnýtra starfa sinna á fyrri árum
innan lands, hafði Sveinn Björnsson með fjölþættri
starfsemi sinni á erlendum vettvangi bæði unnið þjóð
sinni ómetanlegt gagn og hlotið í því starfi þá reynslu,
sem gerði hann framúrskarandi hæfan til þess að skipa
æðsta og virðingarmesta sess landsins. Hann gat litið
málin af hærri sjónarhæð en almennt gerðist, því að
hann hafði staðið fyrir utan og ofan erjur og flokkaríg
á ættjörðinni og vanist á að hugsa og starfa sem full-
trúi þjóðarheildarinnar. Hann reyndist einnig hinn far-
sælasti maður í forsetasessinum, ávann sér traust og
virðingu þjóðarinnar, og varð henni mikilsvert sam-
einingartákn og samhuga. Honum tókst, eins og rétti-
lega hefir sagt verið, að skapa forsetaembættinu al-
þýðlegan tignarsess í hugum íslendinga. Naut hann
þar að sjálfsögðu aðstoðar hinnar ágætu og vinsælu
konu sinnar, er lifir hann, ásamt sex mannvænlegum
börnum þeirra.
En íslenzka þjóðin minnist hins fyrsta forseta lýð-
veldis síns eigi aðeins sem glæsilegs þjóðhöfðingja,
viturs stjórnmálamanns og mikilvirks athafnamanns,
sem markað hafði mörg og varanleg framfaraspor í
þróunarsögu hennar um hálfrar aldar skeið og ritað
nafn sitt ógleymanlega í sögu hennar; íslenzka þjóðin
minnist forseta síns eigi síður fyrir frábæra ljúfmennsku
hans og hjartahlýju, mannkostamannsins, sem var
friðarberi og sáttasemjari í þjóðlífinu, við vaxandi vin-
sældir almennings.
Göfug og há-kristileg lífsskoðun Sveins Björnsson-
ar forseta lýsir sér fagurlega í þessum orðum úr síð-
ustu áramótaræðu hans til íslenzku þjóðarinnar:
„Ef vér tileinkuðum oss meira af kjarna kristin-
dómsins, þá myndi ferill mannkynsins ekki sýna eins
miklar, sjálfskapaðar hörmungar og raun ber vitni. Vér
þurfum að tileinka oss meiri sanngirni, meira umburð-
arlyndi, meiri góðvild, meiri mildi. Vér þurfum að læra
að bera meiri virðingu fyrir skoðunum hvers annars
þótt oss sjreini á, en ætla okkur ekki að dæma eða ráða
einir.
Það er trúa mín, að þau vandamál séu fá, sem eigi
er unnt að leysa með góðvild og gætni.“
EJins og vænta mátti um jafn sann-þjóðrækinn
mann og Sveinn Björnsson forseti var, lét hann sér
annt um hag og framtíð hins íslenzka kynstofns í
Vesturheimi, og kom það fram með mörgum hætti. Má
sérstaklega á það minna, að það var eitt af fyrstu
embættisverkum hans eftir að hann var orðinn ríkis-
stjóri íslands að tala á hljómplötu ávarp til vor Vestur-
íslendinga, er lýsti miklum hlýleik og drengskaparhug
í vorn garð, og dró athyglina að þeim böndum blóðs
og sameiginlegra erfða, sem tengja oss við heimþjóð
vora. Megum vér á þessari stundu vel minnast eftir-
farandi orða úr þeirri kærkomnu kveðju:
„Ykkar saga er saga íslands. Þá sögu er ekki lokið
að skrifa ennþá. Og þið eigið ykkar þátt í að skrifa
þá sögu. Eigum við ekki að koma okkur saman um að
reyna að skrifa hana sem bezta, íslandi til gagns og
sóma?“
Hér hefir Sveinn Björnsson vitanlega í huga þann
grundvallar sannleika, að hver íslendingur, hvar sem
hann á dvöl, er með lífi sínu og starfi að skrifa blað í
sögu ættþjóðar sinnar. Það skyldum vér íslandsbörn
í landi hér ávalt bera í minni.
í þeim ræktarhug minnumst vér með virðingu og
þakklæti hins mikilhæfa og ástsæla fyrsta forseta ís-
lenzka lýðveldisins; samúðarhugur vor streymir á þess-
ari stundu heim um haf til ástvina og ættmenna hins
látna þjóðhöfðingja, til íslenzku ríkisstjórnarinnar og
ættþjóðarinnar allrar. Mætti fagurt fyrirdæmi forsetans
verða oss áminning um frjósamt starf í þágu þeirrar
þjóðar, sem vér erum hluti af og eigum þegnskuld að
gjalda, og jafnframt áminning um framhaldandi trúnað
við hið bezta og lífrænasta í menningararfi vorum.
Guð blessi minningu Sveins Bjömssonar, fyrsta
forseta hins endurreista íslenzka lýðveldis! Jafnframt
því sem vér óskum þess, að ættjörðin megi eignast sem
flesta sonu honum líka um drenglund og dáðríki, biðjum
vér henni blessunarorða í bænarorðum skáldsins:
• «
„Yfir voru ættarlandi,
alda faðir, skildi halt.
Veit því heillir, ver það grandi,
virstu’ að leiða ráð þess allt.
Ástargeislum úthell björtum
yfir lands vors hæð og dal.
Ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum,
ljós, er aldrei slokkna skal.“