Lögberg - 12.06.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚNl, 1952
5
AHLGAMAL
IWENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
ERU ALLAR JAFNRÉTTISKRÖFUR KVENNA
RÉTTMÆTAR?
í>ótt konur í vestrænum lönd-
um hafi öðlast meiri og víðtæk-
ari réttindi heldur en þær hafa
nokkru sinni áður notið, og þótt
starfssvið þeirra hafi víkkað á
,alla vegu og þær eigi þess kost
að stunda margs konar atvinnu
utan heimilis, sem þær áður áttu
ekki aðgang að, eru margar
stúlkur og konur ennþá sár-
óánægðar yfir ýmiskonar órétti,
er þeim finnst þær vera beittar.
Þeim finnst að karlmaðurinn sé
ávalt tekinn fram yfir konuna,
er þau sækja um stöðu, sem
bæði eru jafnhæf til að skipa
hvað snertir menntun og hæfi-
leika; ennfremur fái konur ekki
sama kaup fyrir sömu vinnu; þá
sé og meiri örðugleikum bund-
ið fyrir konur að fá aðgang að
læknis- lögfræðinga- og guð-
fræðinámi og að ýmissu öðru
námi heldur en karlmenn; þetta
mun rétt vera að miklu leyti.
En hver er þá orsökin?
Þetta mál hefir fleiri en eina
hlið, eins og flest önnur mál, og
ekki er hægt að komast að réttri
niðurstöðu nema því aðeins að
öll rök og allar aðstæður séu
teknar til greina.
Eins lengi og heimili eru við
líði, sú stofnun, sem þjóðfélagið
grundvallast á, má ganga út frá
því sem sjálfsögðu, að mikill
meiri hluti kvenna gerist hús-
mæður og konur njóti þeirrar
tryggingar, að eiginmenn þeirra
sjái þeim og börnum þeirra far-
borða eftir að þær giftast. Svo
lengi sem þetta fyrirkomulag
viðgengst hlýtur þjóðfélagið að
veita karlmönnum betri aðstöðu
bæði til menta og atvinnu. Það
virðist sanngjarnt.
Það er satt, að til eru konur,
sem ekki giftast og enn aðrar,
sem halda áfram starfi sínu utan
heimilis eftir að þær giftast, en
það er enginn vegur að greina
þær frá hinum, er munu taka
að sér húsmóðurstörf, að minsta
kosti ekki á ungdómsárum
þeirra. Fyrir þessar ástæður fara
atvinnurekendur varlega í það,
að veita konum ábyrgðarmiklar
stöður; þeir segja sem satt er,
að þeir geti ekki reitt sig á, að
konur starfi hjá þeim til lengd-
ar, að þær einbeiti ekki hugan-
um að störfum sínum eða leggi
allan hug á, að fullkomna sig
svo í starfsgreinum sínum að
þær verði hæfar til að taka að
sér ábyrgðarmestu stöðurnar.
Þetta er eðlilegt, því flestar
stúlkur hafa að minsta kosti
hálfan hugan við það að giftast
góðum manni og stofna eigin
heimili, og verða þeirri stundu
fegnastar þegar þær losna við að
fara dagsdaglega í vinnu í skrif-
stofum, verzlunum, verkstæðum
eða í gðra utan heimilisvinnu.
Þótt pólitískir öfgaflokkar
reyni að telja konum trú um að
þær séu nokkurs konar píslar-
vottar þjóðfélagsins, þá er það
víst, að kjör kvenna yfirleitt á
þessu meginlandi eru betri en
nokkurs staðar annars staðar á
hnettinum og jafnvel betri en
karla, ef allt er tekið til greina.
— Hin svokallaða kvenréttinda-
barátta hefir farið út í öfga og
gert margar konur eigingjarnar
og heimtufrekar. Þær heimta
ýmis konar réttindi, en taka
ekki með í reikninginn þau
hlunnindi, sem þær njóta sem
konur.
Konur eru til dæmis ekki her-
skyldaðar, þótt konur geti leyst
af hendi ýmisleg störf í sam-
bandi við herinn og geri það
líka margar af sjálfsdáðum, en
þær eru ekki skyldaðar til þess. ser
Þær eru ekki skyldaðar sam-
kvæmt lögum að sjá mönnum
sínum farborða, ef þær skilja við
þá og oftast fá mæðurnar að
hafa börnin hjá sér þegar hjónin
skilja. Konur og börn hafa og
forgangsrétt að björgun, ef um
lífshættu er að ræða, eins og til
dæmis af sökkvandi skipi. Flest
ar kurteisisvenjur eru konunni
í vil og tillit tekið til þess að
hún er minnimáttar líkamlega.
Þá er það og venja, að piltar
upp á þann hugunarhátt, sem
er að ná yfirhöndinni. Til dæmis
birtast nú oft í auglýsingum um
eldavélar og önnur innanhúss
tæki myndir af hjónunum og er
karlmaðurinn klæddur svuntu
og er að aðstoða konu sína við
matreiðsluna eða við uppþvott-
inn. Þetta getur nú verið gott og
blessað einstöku sinnum, en það
gengur nokkuð langt, ef konur
ætlast til þess, að heimilisfaðir-
inn striti allan daginn fyrir
þeim og heimilinu og eigi síðan,
eftir að hann kemur heim, að
aðstoða þær við húsverkin. —
Kröfur og heimtufrekja slíkra
kvenna spillir málstað kvenná
ýfirleitt, því að karlmenn eru
ekki þær dulur, að þeir þoli
slíkan yfirgang til lengdar.
En svo er annar hópur kvenna,
er skiptir þúsundum og ef til
vill miljónum — konur,
hafa gifst illa, og þurfa að taka
til sinna ráða til að sjá heimil-
inu farborða, og fátækar ekkjur
með börn og hinn mikli fjöldi
ógiftra kvenna, sem þurfa að
vinna utanheimilis fyrir sjálfum
og skyldmennum sínum;
þessar konur eiga rétt á því, að
sérstakt tillit sé tekið til þeirra,
að þær fái að njóta fullkominna
réttinda á við karlmenn í at-
vinnulífinu, því þær leysa sams
konar skyldur af hendi og karl-
menn; þær viðhalda heimilun-
um, en þau eru og hafa verið
frá alda öðli máttarstólpar hvaða
þjóðfélags sem er. Það er fyrir
réttindum þessara kvenna, sem
við verðum að berjast, en ekki
fyrir kröfum hinna, sem færa sér
gefi stúlkum, sem þeim líst vel
MINNINGARORÐ:
Magnús Sigurðsson
F. 5. ágúst 1883 — D. 4. maí 1952
í nyt öll þau hlunnindi, sem
á, gjafir og þeir borgi fyrir allan
kostnað, er þau fara á skemtanir.
Margt fleira mætti telja í þessu
sambandi, en þetta nægir til að um
sýna, að konur njóta nokkurra
forréttinda -og sumra ekki lítil-
vægra, að minsja kosti ættu
konur að hugsa sig um tvisvar
áður en þær varpa þeim frá
sér fyrir þau vafasömu réttindi
að taka að sér karlmannsstörf á
öllum sviðum atvinnulífsins fyr-
ir sama kaupgjald og karlmenn.
Kjör húsmæðranna hafa farið
síbatnandi á síðustu áratugum.
Tækni nútímans hefir látið þeim
í té allskonar tæki er létta þeim
hússtörfin; læknavísindin hafa
dregið úr hættunni í sambandi
við fæðingu barna þeirra; skól-
arnir hafa að miklu leyti tekið
að sér uppeldi barnanna; þær
hafa nú miklu meiri tíma en
áður til að taka þátt í félags-
lífinu. Konur eiga nú yfirleitt
við betri kjör að búa en menn
þeirra; þessu til sönnunar eru
skýrslurnar, sem sýna, að aldur
kvenna er nú að meðaltali hærri
en aldur karla; meðalaldur
kvenna í þessari álfu er nú kom-
inn upp í 71.5 ár, en aldur karla
aðeins 65 ár.
Hópur þeirra kvenna, sem ger-
ist æ heimtufrekari, og hægt er
að segja um, að ekki réttlæti til-
veru sína á nokkurn hátt með
starfi sinu í þágu heimilis eða
í þágu mannfélagsins, fer sífelt
vaxandi. Þær hafa einhvern
veginn komist upp á lagið með
það, að láta eiginmenn sína trúa
því, að þeir eigi að láta þeim
allt í té, sem þær krefjast, og
að þær hafi að öllu leyti gegnt
skyldum sínum við þá og lífið
með því aðeins að vera kven-
menn. Myndir, sem birtast í aug-
lýsingum, eru oft táknrænar
konur hafa notið sem konur og
heimta síðan ekki aðeins jafn-
rétti við karlmerin á öllum öðr-
sviðum heldur og síaukin
forréttindi.
Safan á hraðfrystum
fiski gengur vel
Rætt við
ELÍAS ÞORSTEINSSON
Elías skýrði svo frá að á síðast-
liðnu ári hefðu verið flutt út til
Bandaríkjanna um 6000 tonn af
karfaflökum. Óseld eru nú rúm-
lega 1000 tonn, sagði hann, af
fyrra árs afla. Vegna þess að
sumarið fer nú í hönd, og sala á
fiski þar vestra minnkar mikið
yfir sumartímann, þá teljum við
rétt, að hætta í bili að verka
karfa fyrir Ameríkumarkað.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMU N DSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK
Salan hefir gengið vel
Salan á karfaflökum hefir
annars gengið mjög sæmilega
undanfarin missiri og karfinn
líkar mjög vel. Gerum við því
fyllilega ráð fyrir, að geta fram-
vegis selt mjög mikið af þess-
ari vöru ef karfaflökin verða
ekki of gömul þegar þau koma
á markað, og verkunin verður
eins góð og hún hefir hingað til
verið.
Karfinn er seldur á stóru
svæði um miðbik Bandaríkj-
anna. Verður reynt að víkka
þann markað á næstunni. En
vegna þeirra birgða, sem nú eru
óseldar, býst ég við, að við byrj-
um ekki að útbúa karfa fyrir
Ameríkumarkað fyrr en komið
er fram í júní.
„Þolinmæðin gjörir mórberja-
blaðið að silki.“ (Orðskviður í
Austur-álfu). En í íslenzka ríkinu
hljóðar hann þannig: Þolinmæð-
in þrautir vinnur allar.“
„Grisjast skógurinn!“ Þau orð
hafa hljómað fyrir eyrum mér
síðan dauðinn burtkallaði úr
okkar fámenna íslenzka þjóðar-
broti hér í Keewatin okkar
vænsta og dygðaríkasta mann
sinnar samtíðar, Magnús Sig-
urðsson.
Dauðinn gjörir oss alment
skygnari á manngildi og störf
samferðamanna vorra á lífsleið-
inni, ekki sízt þegar um er að
ræða vellátna menn gædda
sem kostum dygða og þolgæðis. —
Sannur sómamaður ávinnur sér
traust og virðingu allra þeirra,
er hann hefir kynni af, og sann-
ir mannkostir eru máttugt vald
engu síður en þekkingin — vér
dáumst að gáfunum, en virðum
mannkostina. Þessa eiginleika
átti okkar góði samtíðarmaður,
Magnús Sigurðsson, 1 ríkum
mæli, og þess vegna stóðu hon
um allar dyr galopnar og menn
sóttust eftir að hann notaði þær
sem oftast til þess að hann mætti
þannig flytja inn í híbýli þeirra
yl sinn og hið þolinmóða dagfar.
Smámunir daglega lífsins
sýna glögglega hvað í hverjum
manni býr. Bezt má þekkja
hvern mann af breytni hans við
aðra menn. Hógværðinni er líkt
farið og ljósinu, það varpar
fögrum lit og blíðum blæ á alla
hluti. Það megnar meir en há-
reystin. Hver maður getur verið
prúður og vinsamlegur í fram-
komu við samtíðarborgara sína
og starfsfélaga, þó eigi hafi úr
veraldlegu góssi verið að spila,
en það mun oftast nær hafa verið
takmarkað. En Magnús hafði
samt safnað auðnum bezta
huga og hjörtum allra sinna
samtíðarmanna, en það var hlý-
hugur og einlægt vinarþel allra,
því enginn vissi til að Magnús
ætti nokkurn andstæðing.
Sannleiksást, ráðvendni og
þýðleg umgengni við alla menn
eru einkunnir hins sanna sóma-
manns. Sá, sem hefir þessa kosti
sameinaða þreki og einbeittum
vilja, er sannarleg hetja. Spill-
ingin getur ekki lokkað hann,
erfiðleikarnir ekki bugað hann.
Hann þorir að gera það, sem
hann veit að er satt og rétt, og
hann hræðist ekki að segja sann-
leikann hver sem í hlut á.
Magnús Sigurðsson var gáf-
aður maður, þó að hann nyti lít-
illar ef nokkrar skólagöngu á
yngri uppvaxtarárum sínum. En
hann aflaði sér allrar sinnar
mentunar með lestri góðra bóka.
Hann las jafnt ensku sem ís-
Magnús Sigurðsson
álita stundum, hvort að hann og
heimili hans liði ekki fyrir, ef
menn notuðu sér um skör fram
þennan góðvilja hans. Það var
ekki einasta að til hans væri leit-
að í verklegum efnum heldur
þurfti einnað að sækja hann ef
misklíð kom upp manna á milli
til þess að slétta yfir og koma
kyrð á.
Alla sína góðu eiginleika not-
færði sér vel hinn látni vinur
vor, Mr. Sigurðsson, eins og hann
var nefndur í daglegu tali, í sam-
búð sinni við samferðasveitina
og umhyggju fyrir sinni stóru
fjölskyldu. En oft var á bratt-
ann að sækja í gegnum heilsu-
brest, missir konu sinnar og
sumra barnanna á tímabili hinn-
ar óþjálu kreppu, sem mörgum
er minnisstæð enn þann dag í
dag.
Magnús Sigurðsson frá Knarra
nesi á Vatnsleysuströnd í Gull-
bringusýslu var fæddur 5. ágúst
1883 og skorti því rétta 3 mán-
uði til að vera 69 ára, þegar við-
skilnaðinn við hérvistartilver-
una bar að 4. maí 1952. Foreldrar
hans voru þau hjónin Sigurður
Sigurðsson og Margrét Magnús-
dóttir, sem bjuggu á Knarra-
nesi. Móður sína misti Magnús
þegar hann var 12 ára, og þá
byrjaði fyrir honum skóli sjálfs-
b j ar garviðleitninnar.
Magnús fluttist til Canada
árið 1904 og settist að í Keevatin,
Ontario, og þar vann hann að
mestu leyti hjá hveitimyllufé-
laginu, Lake of the Woods, til
sinnar síðustu stundar.
Árið 1910 kvæntist Magnús
Margréti Valgerði Þorvalds-
dóttur frá Berufirði í S.-Múla-
sýslu. Móðir Margrétar var
Ragnhildur Eyjólfsdóttir Odds-
sonar gullsmiðs í Reykjavík. —
Árið 1930 misti Magnús konu
sína frá átta börnum, en það 9.
höfðu þau áður mist fárra mán-
aða gamalt, og síðar varð Magnús
að bera einn saknaðarþungan af
barn; Sylvía, Mrs. Joe Bynski,
fjögur börn; Ingibjörg, Mrs.
Elgen Phinney, á þrjú börn;
Guðrún, Mrs. James Margitts,
á eitt barn; og svo einn sonur,
Tómas Þorgrímur Hafstein, nú
nýverið útskrifaður af flugskóla
með ágætum orðstír. Tveir
bræður Magnúsar eru á lífi: —
Sigurður, býr hér í Keewatin og
hefir unnið fyrir hveitimyllu-
félagið, en er nú mjög farinn að
heilsu, og Þorgrímur i Reykja-
vík, sem er þar framkvæmdar-
stjóri vátryggingarfélags.
Fáum mánuðum fyrir sitt út-
rennandi lífsskeið, og þá sjáan-
legt að hverju stefndi, veittist
hinum vinsæla og dygðuga
dreng, Magnúsi Sigurðssyni, sú
ánægja, að sjá sinn fjórða ættlið
bætast við hinn fríða hóp barna
og barna-barna er fyrir var, en
það var dóttur-dóttir hans Mrs.
Douglas Jackson, sem eignaðist
son er markaði þennan merka
viðburð, sem nú er að verða tíð-
ari í hinu íslenzka landnáms-
þjóðarbroti í þessari álfu, — að
fjórir ættliðir mætast við sólar-
upprás og sólsetur.
Þessi góði Keewatin-íslend-
ingur og trúi íslandsþulur var
jarðsettur 6. maí s.l. í grafreit
Lake of the Wood, Kenora, að
mörgu fólki viðstöddu. Minning-
arorð við kveðjuathöfnina fram-
kvæmdi prestur Sambands-safn-
aðar í Keewatin, Rev. W. T.
Brady.
Öll skyldmenni Magnúsar nær
og fjær og fjöldi vina blessa
minningu síns göfuga samtíðar-
félaga og góðs íslendings —
Magnúsar Sigurðssonar.
B. Sveinsson
Þegar
vinir og frændur
handan hafs
þarfnast peninga
lengu, en lét sér þó þau orð um missi tve^a ungþroska og
myndarlegra barna sinna, en
Til ísrael
— Hefir ekki verið reynt að
senda karfaflök á nýja staði?
— í janúarlok sendum við 670
tonn til ísrael. Var sá karfi, sem
þangað var sendur í 7 punda
pergament-pökkum. Ekki er enn
fengið nákvæm vitneskja um,
hvernig þessi sending líkar þar
syðra, en við gerum okkur vonir
um vaxandi markað þar.
Fyrir 180 milljónir
— Hve mikið flutti Sölumið-
stöðin út af hraðfrystum fiski
árið, sem leið?
Útflutningur Sölumiðstöðvar-
innar nam um 30.000 tonnum. —
Verðmæti han var um 180 millj.
munn fara, að lestur íslenzkra
bóka væri undirstöðubetri og
endurminningaríkari. Magnús
lét lítið yfir vísdómi sínum. En
í hógværum viðræðum við hann,
því öðruvísi var ekki hægt við
hann að ræða, þurfti sá, er með
íonum sat og við hann ræddi, að
vera víða heima, ef skilja skyldi
við jafntefli. Sá, sem þessar
línur ritar, getur hér dálítið iim
sagt, því hann hefir verið læri-
sveinn Magnúsar um 30 ára
skeið.
Greiðvikni Magnúsar Sigurðs-
sonar var viðbrugðið, því hann
gat engum manni neitað, sem
til hans leitaði, og þar kom til
þau voru: Ásdís Thelma, er dó
rúmlega tvítug og Hermann, er
lézt á 17. ári.
Börn Magnúsar, sem á lífi eru:
Margrét, Mrs. Donald Johnson,
er ekkja og á 2 börn; Ragnhild-
ur, Mrs. Frank Crawdes, á eitt
Canadian Pocific
Express
Greiðslur til
útlanda
•
Heimsækið hvaða Can-
adian Pacific skrifstofu,
sem er. Greiðið þá upp-
hæð, er þér viljið senda
og fáið kvitteringu.
Skrifstofan setur sig þeg-
ar í samband við Can-
adian Pacific umboðs-
mann handan hafs og
greiðir hann vini yðar
eða frænda upphæðina
við gildandi gengi. Þetta
er auðvelt og ábyggilegt.
Umboðsþóknun er lítil
og þér eruð trygðir gegn
tapi.
CoAUuCiðM Qacifac
króna. En útflutningur á hrað-
frystum fiski alls var á því ári
um 35 þús. tonn.
Til Bandaríkjanna seldum við
auk karfans 3200 tonn af þorsk-
flökum og gerum okkur vonir
uki að útflutningurinn á þessari
vöru þangað geti numið í ár um
5000 tonnum. Höfum við gert
ráðstafanir til að hafa umbúðir
fyrir Ameríkumarkað sem því
nemur.
—Mbl., 2. apríl
FLUGPÓSTUR YFIR HAFIÐ
Nýir Canadamenn, hafið þetta hugfast,
er þér skrifið heim —
1. Flugpóstur yfir hafið, er veginn í kvartúnzum. Burðargjald
er 15 cents fyrir hverja kvartúnzu til Evrópu, Bandaríkj-
anna og brezku ejanna; 10 cents fyrir hverja kvartúnzu til
Suður-Ameríku; 25 cents fyrir hverja kvartúnzu til Afríku,
Asíu, Austurlanda eða Ástralasíu.
2. Látið pósthúsið ávalt vega þann póst, er þér sendið yfir
hafið. Fyrir hverja kvartúnzu, sem eigi er borguð í Canada,
verður að greiða tvöfalt verð hinum megin.
3. Ódýrasti flugpóstur yfir hafið, er Canada Air Letter. Slík
bréf fara eins fljótt á milli og annar flugpóstur. Kostar að-
eins frá 10 cents til 15 cents að pappír inniföldum eftir því
hvert þau eru send. Spyrjist fyrir á pósthúsinu.
CANADA POST OFFICE*
ALCIDE COTE,
Q.C., M.P.,
Postmaster General
W. J. TURNBULX,,
Deputy
Postmaster General