Lögberg - 12.06.1952, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚNÍ, 1952
Langt í Burtu
frá
HEIMSKU MANNANNA
Eftir THOMAS HARDY
J. J BILDFELL þýddi
örlögin,'duttlungafull og glettin, réðu því,
að Bathsheba skyldi taka blæjuna og hattinn
af höfðinu á sér og láta á höíuðið á honum.
Tray henti sinni húfu í berjarunna þar rétt
hjá. Svo þurfti að festa blæjuna að neðan um
hálsinn á honum og setja hanzkana á hendurn-
ar á honum.
Hann leit svo skringilega út í þessum bún-
ingi, að Bathsheba gat ekki annað en skelli-
hlegið, sem varð til þess að draga enn eina
stoð undan andúð hennar til hans. Hún horfði
á hann á meðan að hann var að sópa og hrista
bíflugurnar af trénu og hélt bíflugnabúinu
uppi með annari hendinni, svo að flugurnar
gætu farið inn í það. Bathsheba notaði þá stund,
sem hún var úr augsýn hans, td að snyrta sig
dálítið. Svo kom hann ofan og hélt bíflugna-
búinu eins langt frá sér með annari hendinni
og hann gat og á eftir því kom mökkur af
bíflugum.
„Ég segi alveg satt“, sagði Tray í gegnum
blæjuna, „að það þreytir mig meira í hand-
leggnum að halda þessu bíflugnabúi uppi, en
að vera við sverðsæfingar í heila viku.“ Þegar
að hann var kominn niður og búinn að setja frá
sér bíflugnabúið, fór hann til hennar og sagði:
„Viltu vera svo góð að leysa mig, svo að
ég komizt úr þessari prísund? Ég var nærri
kafnaður innan í þessu silki.“
Til þess að hylja vandræðin, sem hún var í,
þegar hún var að leysa blæjuna af hálsinum
á honum, sagði hún: „Ég hefi aldrei séð það,
sem að þú varst að tala um.“
„Hvað þá?“
„Sverðsæfingarnar.“
,?Ó! þætti þér gaman að sjá þær?“
Það kom hik á Bathshebu. Hún hafði heyrt
undraaögur af og til frá fólki, sem átti heima
í Weatherbury, nálægt hermannabúðunum, af
þessum undraverðu sverðsæfingum. Menn og
unglingar, sem höfðu horft inn um rifur á girð-
ingunni í kringum búðirnar eða klifrað upp
á þær komu til baka með leiftrandi lýsingu af
þeim; búningar og sverð blikuðu eins og stjörn-
ur — hér og þar og alls staðar — en þó með
hinum stökustu reglum. Svo að hún sagði hæ-
versklega það, sem að hún brann af löngun
eftir: „Já, mér þætti mjög gaman að sjá það.“
„Og það skaltu líka fá að gera.“
„Nei! Hvernig?“
„Ég skal athuga það.“
„Ég vil ekki sjá það gjört með göngustaf —
það verður að vera með sverði.“
„Já, ég veit það, en ég hefi ekkert sverð
með mér hér, en ég held, að ég gæti fengið
eitt í kveld. En vilt þú gera dálítið fyrir mig?“
Hann laut að henni og hvíslaði einhverju
að henni.
„Ó, nei, vissulega ekki!“ sagði Bathsheba
og roðnaði. „Þakka þér innilega fyrir, en ég
get það ekki undir neinum kringumstæðum."
Vissulega gætir þú gert það. Enginn þyrfti
að vita það.“
Hún hristi höfuðið, en þó með þverrandi
neitunarafli. „Ef að ég gerði það,“ sagði hún,
„þá yrði ég að hafa hana Liddy með mér. Má
ég ekki gjöra það?“
Tray horfði út í loftið. „Ég sé ekki hvers
vegna að þú ættir að koma með hana,“ sagði
hann kuldalega.
Óafvitandi samþykki í augnaráði Bathshebu
gaf til kynna, að eitthvað, auk kaldsinnis Tray,
kom henni til að fallast á, að Liddy mundi
verða ofaukið á þessum væntanlega samfundi.
Hún hafði fundið til þess jafnvel á meðan að
hún var að fara fram á að Liddy væri þar líka.
„Jæja, ég skal ekki koma með Liddy — og
ég skal koma; en aðeins fyrir stutta stund,“
bætti hún við ; „örstutta.“
„Það tekur ekki meira en fimm mínútur,“
sagði Tray.
XXVIII. KAPÍTULI
Á móti húsi því, sem Bathsheba átti heima
í, var hæð um mílu á lengd og náði annar endi
hennar inn í óræktað svæði, sem var alvaxið
burkna glitrandi í fagurgrænum vexti sínum.
Klukkan átta þetta sama miðsumarkveld,
þegar sólin í vestri baðaði burknann og hæðina
í lækkandi geislum sínum, hefði mátt heyra
hreyfingu í þessari hljóðu hásumar dýrð, og
Bathsheba kom í ljós. Hún stansaði, sneri við
og fór yfir hæðina og miðja vegu heim að húsi
sínu og leit oft til baka þangað, sem að hún
hafði snúið við og ráðið við sig að bíða ekki.
Hún sá eitthvað sérkennilegt cg rautt hreyfast
og hverfa yfir hæðina. Hún beið í mínútu —
tvær mínútur og fór að hugsa um vonbrigðin,
sem að Tray mundi verða fyrir ef að hún héldi
ekki loforð sitt um að mæta honum, þangað til
að hún var aftur farin af stað og hljóp við fót
upp hæðina og til staðar þess, sem að ákveðinn
hafði verið. Hún var nú orðin óttaslegin og
skjálfandi út af þeirri fífldyrfsku að ráðast í
þetta; hún var orðin móð og það var óvanaleg-
ur glampi í augunum á henni. En hún varð að
gjöra þetta. Hún kom fram á lautarbrún, sem
var í miðri burknabreiðunni. Tray stóð ofan í
lautinni og horfði upp til hennar.
„Ég heyrði til þín koma og sá þig,“ sagði
hann og kom upp til hennar, rétti henni hend-
ina og leiddi hana ofan í lautina.
Lautin var í laginu eins og undirskál og
var þannig löguð frá hendi náttúrunnar og hún
var hér um bil þrjátíu feta víð að ofan, en ekki
dýpri en það að sólargeislarnir léku um höfuð
þeirra. Þegar þau stóðu í miðri lautinni bar
burnakranzinn fyrir ofan þau við heiðan him-
inn allt í kring og burkninn náði eða óx í laut-
arbrekkunum niður undir botn. En botn lautar-
innar, inn í þessu jurtaskrúði, var vaxinn mosa
og grasi, svo að þau sukku í hann upp undir
ökla.
„Nú,“ sagði Tray og dró sverð sitt úr slíðr-
um og rétti það upp í geislandi sólina, sem að
sindraði frá því, eins og kveðja frá lifandi veru;
„fyrst höfum við fjögur högg til hægri og fjög-
ur til vinstri, fjögur lög til hægri og fjögur iög
til vinstri handar. Högg fótgönguliðs og varð-
mannaliðs eru eftirtektarverðari en okkar að
því er mér finnst, en þau eru ekki eins djarf-
tæk. Það eru sjö högg og þrjú lög. Jæja, þetta
er nú byrjunin. Næst kemur fyrsta högg okkar,
það er eins og að þú værir að sá korni, svona —
og Bathsheba sá eins og öfugan regnboga í loft-
inu, og svo var hendi Tray aftur kyrr. Högg
númer tvö er eins og að þú værir að hörfa —
svona. Högg þrjú, eins og þú værir við upp-
skeru — svona; og svo hið sama til vinstri.
Lögin eru þessi: eitt, tvö, þrú og fjögur til
hægri, eitt, tvö, þrjú og fjögur til vinstri.“ Hann
endurtók þetta. „Hafðu þetta yfir aftur,“ sagði
hann. „Eitt, tvö.........“
Hún greip fram í fyrir honum og sagði:
„Ég vil síður gera það; ég fæst ekki svo mikið
um tvö og fjögur, en eitt og þrjú eru óþolandi!"
„Nú, jæja. Ég skal sleppa fyrsta og þriðja
laginu. Næst sýni ég þér högg, stungur og varn-
arlög til samans.“ Eftir að hann var búinn að
því, sagði hann: „Svo eru áframhaldandi æfing-
ar þannig.“ (Hann lék sama sverðsleikinn og
áður). „Þettar eru hinar fastákveðnu sverðs-
reglur. Tvær stungur upp á við, eða lög, sem
fótgönguherdeildir nota, eru djöfulleg. Þau eru
lík þessu — þrjú, fjögur.“
„Hvílík blóðvarga grimmd!“ sagði Bath-
sheba.
„Þau eru frekar skaðleg. Nú ætla ég að
vekja meiri áhuga og sýna þér dálítið af laus-
legum sverðsleikjum — með því að endurtaka
högg og lög riddara og fótgönguliðsherdeild-
anna fljótar en leiftur og eins og af handahófi,
en þó nógu reglubundið til þess að tempra
eðlishvötina, án þess að þvinga hana. Þú ert
mótstöðumaður minn, með aðeins þeim mis-
mun frá reglulegri hersókn, að á milli högga
minna og laga og þín verður eins og hársbreidd,
máske tveggja hárabreidd. Mundu eftir að vera
ekki hrædd.“ ^
„Ég skal muna eftir því,“ sagof hún einbeitt.
Hann benti á blett, svo sem þrjú fet fyrir
framan hann.
Bathsheba, sem var farin að finna til ofur-
lítillar ævintýrahrifningar í sambandi við
þessar afar nýstárlegu athafnir, fór þangað, sem
að hann benti henni og sneri sér að honum.
„Nú ætla ég að gjöra nokkrar undirbúnings
tilraunir til þess að vita hvort þú hefir hug-
rekki til að standast það, sem ég ætla að gjöra.“
Hann sveiflaði sverðinu eins og til reynslu.
Það næsta, sem Bathsheba vissi, var það, að
oddurinn og eggin á sverðinu kom glampandi
með flughraða að vinstri hliðinni á henni rétt
fyrir ofan mjaðmirnar og eftir augnablik við^
hægri hliðina á henni, og það var engu líkara
en að sverðið hefði smogið í gegnum hana.
Það næsta, seni að hún varð vör við, var, að
hún sá sverðið hreint og spegilfagurt í hend-
inni á Tray. Þetta hafði skeð með leifturhraða.
„Ó!“ hljóðaði hún upp og þrýsti höndun-
um á síður sér. „Hefurðu rekið mig í gegn?
Nei, þú hefir ekki gert það! Hvað var það, sem
að þú gerðir?“ .
„Ég hefi ekki snert þig,“ sagði Tray stilli-
lega. Þetta er ‘aðeins handfimi. Sverðinu var
brugðið á bak við þig. Þú ert ekkert hrædd
núna, ertu ? Því ef að þú ert það, þá get ég
ekki haldið áfram.“
„Ég held að ég sé ekki hrædd. Þú ert viss
um, að þú grandir mér ekki?“
„Alveg viss.“
„Er sverið beitt?“
„Ó, nei — stattu aðeins kyrr eins og mynda-
stytta. Nú!“ —Jl augabragði breyttist allt fyrir
augunum á Bathshebu. Ljósgeislar frá bliki sól-
arinnar og sverðinu í hendinni á Tray glömp-
uðu allt í kringum hana og yfir höfðinu á henni
og huldu nærri alla útsýn hennar, og allt var
þetta framleitt með sveiflunum af sverði Tray,
sem alls staðar sýndist vera, en þó hvergi sér
staklega. Þessu hringgeislaflugi fylgdu snarp-
ar hreyfingar, sem líktust mest vindstrokum —
og hliðarhreyfingar allt í kringum hana á einu
og sama augnabliki. í stuttu máli: hún var inni-
lukt í blikandi lofthafi með loftsteina hrynj-
andi og hvæsandi allt í kringum sig. Aldrei,
síðan að breið-sverðið var gjört að þjóðbundnu
vopni, hafði meiri fimleikur verið sýndur í
meðhöndlun þess, heldur en Tray sýndi í þetta
sinn, og aldrei hafði hann verið í betra skapi,
heldur en að hann var í nú, þarna sem hann
stóð í geislum kveldsólarinnar í burknabreið-
unni hjá Bathshebu. Það má fullyrða, í sam-
bandi við högg hans og lög, að hefði verið
mögulegt fyrir sverðið að skilja eftir þétt efni,
þar sem að það flaug og féll, þá hefði það verið
nálega sönn eftirmynd af Bathshebu.
Á bak við þennan bjarta Aurora Militaris
(herljóma) gat Bathsheba séð litblæinn á hand-
legg Tray fljúga fram og aftur í rauðleitri móðu
um rúm það sem að hann náði yfir eins og
tvinnaðan hörpustreng. Og á bak við Tray
sjálfan, oftast beint á móti sér; en þegar að
hann var að sýna sverðslögin á bak við hana,
sneri hann sér að hálfu leyti við, en hafði alltaf
augun á ummáli hennar og þrýsti vörunum fast
saman. Svo hægði hann smátt og smátt á sér,
svo að hún sá hann sjálfan. Þytur sverðsins
hætti og hann stóð kyrr.
„Það lafir lokkur niður úr hárinu á þér,
sem þarf að laga?‘ sagði hann; og áður en hún
gat nokkuð sagt eða hreyft sig, bætti hann við:
„Ég skal laga hann!.
Það glampaði á silfurboga við eyrað á
henni. Sverðið féll og hárlokkurinn datt ofan
á jörð.
„Hreystilega af borið!" sagði Tray. „Þú
kveinkaðir þér ekki minstu vitund. Það er dá-
samlegt af konu.“
„Það var vegna þess, að ég átti ekki von á
að þú mundir gera það. Ó, þú hefir skemmt á
mér hárið!“
„Einu sinni aftur — aðeins einu sinni.“
„Nei — nei! Ég er hrædd við þig — svo
sannarlega er ég það,“ sagði hún óróleg.
„Ég skal ekki snerta þig — ekki einu sinni
hárið á þér. Ég ætla aðeins að drepa orminn,
sem er að skríða á þér. Vertu alveg kyrr!“
Það virtist eins og ormurinn hefði skriðið
úr burknanum og staðnæmst framan á upp-
hlutnum, sem að Bathsheba var í. Hún sá
sverðsoddinum stefnt að brjósti sér og það var
eins og honum væri stungið í það. Hún lét
augun aftur í þeirri fullvissu, að nú væri henn-
ar síðasta stund komin. En þegar að hún fann
enga breytingu á sér opnaði hún augun aftur.
„Sjáðu, þarna er hann,“ sagði Sergeantinn
og hélt sverðsoddinum fyrir augunum á henni.
Ormurinn var fastur á sverðsoddinum.
„Þetta er galdur!“ sagði Bathsheba alveg
hissa.
„Ó, nei — aðeins handfimi. Ég stakk sverðs-
oddinum að brjóstinu á þér, þar sem að orm-
urinn var, en í staðinn fyrir að renna honum
í brjóstið á þér, stöðvaði ég hann einn þúsund-
asta part frá því.“
„En hverngi gastu skorið lokk úr hárinu
á mér með sverði, sem að engin egg er á?“
„Engin egg! Þetta sverð er eins beitt og rak-
hnífur — sjáðu!“ Hann dró sverðseggina eftir
lófa sér og sýndi henni skinnflygsurnar, sem
það hafði skorið.
„En þú sagðir mér í byrjun, að það væri
egglaust og að engin hætta væri á, að það
skæri mig.“
„Ég sagði það til þess að fá þig til að standa
kyrra, svo að þú værir óhult. Hættan á að meiða
þig var of mikil til þess, að ég vildi eiga á
hættu að segja þér eins og var.“
Bathsheba skalf. „Ég hefi þá verið við hlið
dauðans án þess að vita það!“
„Réttara sagt, þú hefir verið að því komin
að vera flegin lifandi ‘tvö hundruð níutíu og
fimm sinnum!“
„Þú hefir framið hermdarverk á mér!“
„Þú varst samt aldrei í neinni hættu. —
Sverði mínu skeikar aldrei,“ sagði Tray og
slíðraði sverð sitt.
Bathsheba, sem var gagntekin af undrun
yfir því, sem að hún hafði séð, settist niður á
lyngþúfu, sem var rétt hjá henni, hálf utan
við sig.
„Ég verð nú að skilja við þig,“ sagði Tray
í mjúkum málróm. „Og ég ætla að leyfa mér
að taka þetta og geyma til minningar um þig.“
Hún sá hann beygja sig og taka upp hár-
lokkinn, sem að hann hafði skorið með sverð-
inu af hári hennar, vefja honum um íingur sér
og hneppa hnappi á brjóstvasa sínum og láta
hann svo gætilega í vasann. Hún fann, að hún
gat hvorki neitað eða bannað honum þetta.
Hann var henni algjört ofurefli; og Bathsheba
var eins og sá, sem gengur á mót i vaxandi
vindi, sem að gjörir andardrátt hans æ erfið-
ari.
Hann kom nær henni og sagði: „Ég verð að
fara.“ Hann færði sig nær henni. Eftir mínútu
sá hún hann hverfa inn í burknabreiðuna nærri
eins fljótt og von sem snögglega er brugðið.
En þetta stundarhlé hafði sett ólgu í blóð henn-
ar frá hvirfli til ylja. og vakið tilfinningarót hjá
henni, sem yfirskyggði alla hugsun. Það hafði
komið yfir hana eins og reiðarslag, likt því,
er máske reyndi á Horeb í sambandi við vatns-
lindina — en í hennar tilfelli var það táralind,
sem flóði af augum hennar, og ástæðan til tár-
annar var sú, að henni fannst, að hún hefði
framið stórsynd.
Þegar Tray fór hafði hann beygt sig ofan
að henni og snert varir hennar með sínum
vörum. — Hann hafði kysst hana.
XXIX. KAPÍTULI
Við höfum nú séð hinar ófullkomnu lyndis-
einkunnir blandast saman við hinar mörgu og
margvíslegu lyndiseinkunnir, sem mynduðu
skepgerð Bathshebu Everdene. Þær áttu nálega
ekkert ítak í hinni raunverulegu og innri skap-
gerð hennar, heldur voru þær þangað komnar
eins og togleðursvökvi á örvum Erosar, sem
smeygðu sér smátt og smátt inn, unz þær höfðu
sett mark sitt á hugsanaferil hennar allan. Þótt
skilningur Bathshebu væri of skarpur til þess
að láta stjórnast eingöngu af kvenlegri hneigð,
þá hafði hún samt of mikið af þeirri hneigð
til þess að geta notað skilningsþrótt sinn sér
til hagsmuna. Konur vekja máske ekki meiri
undrun hjá lífstíðarförunaut sínum á neinu, í
hinum smærri atriðum, eins og með hinni ein-
kennilegu hneigð sinni til að trúa hóli og yfir-
hylmingum, sem að þær þó vita að er fals —
nema máske með því að leggja aldeilis engan
trúnað á aðvaranir og aðfinnslur, sem þær vita
að eru sannar.
Bathsheba unni Tray eins og að sjálfstæð-
ar konur unna, þegar að þær sleppa haldi á
sjálfstæði sínu. Þegar að kona í kæruleysi
hendir frá sér styrkleika sínum, er hún ver
stödd en sú kona, sem engan styrkleika hefir
átt til þess að glata. Ein tegund veiklunar
hennar er stundar-nýjung. Hún hefir aldrei átt
kost á því að gjöra sér sem mest úr slíkum
kringumstæðum. Veiklunin er tvöfalt veikari,
þegar að hún er ný.
Bathsheba var sér ekki meðvitandi neinnr-
ar táldrægni í þessu efni. Þó að hún væri í einu
tilliti veraldarkona, þá var það þó veröld dags-
birtunnar, fagurgræns engis, þar sem að naut-
gripirnir voru búendurnir, vindurinn, anna-
ákafinn, þar sem kanínu- eða hérafjölskyldur
bjuggu hinu megin veggjarins, þar sem ná-
grannarnir voru allir gjaldendur, og þar sem
að allir útreikningar eru háðir kaupferða-dög-
unum. Um uppgerðarsmekk í góðu nýtízku
félagslífi vissi hún lítið og um hið reglubundna
sjálfs-nautnalíf vissi hún hreint ekkert. Ef að
ítrustu hugsanir hennar í þessa átt hefðu verið
skráðar af henni sjálfri, sem þær ekki voru,
hefðu þær verið í þá átt, að henni fyndist að
hrifningin væri geðfeldari vegvísir en varkárn-
in. Kærleikur hennar var hreinn og einlægur
eins og barsins, og þó að hiann væri ylríkur
eins og sumarið, þá var hann eins frjáls og
lifandi og vorið. Yfirsjón hennar var í því fólg-
in, að hún reyndi ekki til að takmarka eða
tempra tilfinningar sínar með því að hugsa
rólega og grandskoða afleiðingarnar. Hún gat
bent öðrum á bratta og erfiða vegi, en aðgætti
ekki sínar eigin torfærur.
Vankantar Tray voru djúpt grafnir og
faldir kvennaaugum, en þeir kostir, sem hon-
um voru lánaðir, voru fyrir allra augum. Og
þess vegna, í beinni mótsetningu við Oak, sem
bar vankantana utan á sér svo ljósa, að þeir,
sem að hálfblindir voru, gátu séð þá, en kostir
hans voru grafnir eins og gull í jörðu.
Mismunurinn á milli ástar og virðingar
var mjög ábærilegur í fari Bathshebu. Hún
hafði talað frjálslega um afstöðu sína til Bold-
woods við Liddy, en geymdi hana hins vegar í
huga sér og hjarta að því er Tray snerti.
Alla þessa umönnun Bathshebu fyrir Tray,
sá Gabríel og hún lá á honum eins og martröð
frá morgni til kvölds — og jafnvel fram undir
morgun marga nóttina. Að ást hans skyldi ekki
vera honum endurgoldin, var honum þungt
sorgarefni; en að sjá Bathshebu vera að falla í
snöru, var honum þyngri sorg en sú fyrri, svo
að hún nálega yfirskyggði hana. Ástand hans’
var hliðstætt umsögn Hippocratesar, sem oft
er endurtekin í sambandi við líkamlegar kvalir.
Það er göfugur kærleikur, þó að hann sé máske
vonlítill, sem að ótti við að auka andúð í hjarta
þess, sem að maður ann, aftrar manni ekki
frá að berjast á móti mistökum hans eða
hennar.