Lögberg - 12.06.1952, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚNI, 1952
Úr borg og bygð
COOK BOOK
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $*§0 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Ruth BárdaL
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sími 929 037
☆
— DÁNARFREGN —
Þriðjudaginn 3. júní s.l. lézt á
Misericordia spítalanum hér í
borginni Þorsteinn Marino Vig-
fússon frá Steep Rock, Man. 54
ára að aldri. Hann lætur eftir
sig konu sína, May Vigfússon,
og tvær hálfsystur, Mrs. S. Arn-
grímsson í Blaine, Wash., og
Mrs. Tymchuk, Kelowna, B.C.
Foreldrar Marteins voru þau
Þórólfur Vigfússon frá Litlu-
Breiðuvík í Reyðarfirði og
Ólafía Þorsteinsdóttir frá Höfða-
húsum í Fáskrúðsfirði. Fluttust
þau hjónin hingað til lands árið
1905 og settust að í Steep Rock-
byggðinni, þar sem þau bjuggu
til dauðadags. Hélt Þorsteinn þar
áfram búi á föðurleifð sinni.
Minningarathöfn fór fram frá
útfararstofu Bardals, þar sem
Rev. Walker flutti kveðjumál.
Líkið var flutt til Steep Rock,
Man., til greftrunar.
☆
Jehova-vottar halda aamkom-
ur að Teulon, Man., dagana 20.—
22. þ. m. kl. 3 e. h. Verður þar
meðal annars flutt ræða, sem
nefnist: “What Religion will
survive the World Crisis?”
Allir boðnir velkomnir! Engin
samskot tekin.
☆
Mrs. S. Thorarinson, Royal
Crest Apts., er nýkomin heim
eftir að hafa dvalið undanfarn-
ar vikur í Los Angeles, Santa
Monica og fleiri stöðum í Cali-
fornia; lét hún hið bezta af för
sinni og sendir vinum sínum
þar syðra innilegar þakkir fyrir
alúð þeirra og gestrisni.
☆
Velma Jean Skagfjord, dóttir
Mr. og Mrs. B. Skagfjord, Sel-
kirk, Man., hlaut Governor—
General Medal, er hún lauk prófi
í ellefta bekk, fyrir frábæra
námshæfileika og ástundun.
☆
Námsverðlaun
Þessir íslendingar hlutu náms-
verðlaun við vorprófin við Mani-
tobaháskólann:
Andrea K. Sigurjónsson — Sir
James Aikens Scholarship in
English, third year, $85.00.
Jón Sigurdson — Isbister
Scholarship, first year, $60.00.
Erlingur Kári Eggertson, B.A.
Isbister Scholarship in law,
third year, $60.00.
☆
Þann 2. júní árdegis lézt að
heimili sínu í Selkirk, Man. Mrs.
Helga Sigríður Skagfjörð, 87 ára
að aldri. Útförin fór fram frá
kirkju Selkirksafnaðar þann 6.
júní að viðstöddum fjölmennum
ástvinahópi og mannfjölda. —
Þessarar merku konu mun verða
minst nánar síðar.
☆
Frú Hólmfríður Pétursson, 45
Home Street, fór austur til
Toronto á fimtudaginn í vikunni,
sem leið, í heimsókn til Þorvald-
ar sonar síns og frúar hans, sem
þar eru búsett.
☆
Hr. Hannes Kjartansson, aðal-
ræðismaður íslands í New York,
kom í heimsókn'til Reykjavíkur
um miðja fyrri viku.
tr
Frú María Johnson frá Odda í
Geysisbygð, var stödd í borginni
nokkra daga 1 vikunni, sem leið.
☆
Samkvæmt símskeyti frá
Reykjavík kom Grettir Eggert-
son rafurmagnsverkfræðingur
þangað flugleiðis frá New York
á aðfaranótt fimtudagsins í fyrri
viku; hann mun maðal annars
sitja aðalfund Eimskipafélags ís-
lands fyrir hönd vestur-íslenzkra
28. þing Lúterskra kvenna var
haldið að Gimli, Manitoba, dag-
ana 6., 7. og 8. júní s.l.
Forseti Bandalagsins, Mrs. A.
H. Gray, setti þingið kl. 10 f h.
Bæjarstjórinn, hr. Barney Egil-
son, ávarpaði þingið og bauð
gesti velkomna.
Þingið sátu 38. erindrekar frá
21 kvenfélagi tilheyrandi Banda-
laginu, 3 prestskonur, Mrs. S.
Ólafsson, Mrs. R. Marteinsson,
Mrs. H. Sigmar, og tveir prestar,
séra S. Ólafsson og Dr. Rúnólfur
Marteinsson, enrtfremur voru
mættir á þinginu fjórir einstakl-
ingsmeðlimir, átján stjórnar-
nefndarmeðlimir Bandalagsins,
auk fjölda gesta.
Erindrekar og stjórnarnefnd-
armeðlimir, sem skrifuðu undir
játningu þingsins voru: Mrsi
Fjóla Gray, Helga Guttormsson,
Ingibjörg J. Ólafsson, G. A. Er-
lendson, R. Jóhannson, Halldóra
Bjarnason, Margaret Bardal,
Clara Johnson, Elizabeth H.
Bjarnarson, Clara Finnsson,
Eleanor Gibson, Thora Oliver,
Thjóðbjörg Henrickson, Anná
Magnússon, Anna Byron, Inga
Gillies, Valgerður Hallgrímsson,
Flora Benson, Rhoda Freeman,
Herdís Erickson, B. Pennycook,
Laura Jónasson, Bena Freeman,
A. Thorsteinson, Clara Hen-
rickson, E. W. Childerhose, Sig-.
ríður Sigurdson, Jónína L. Step-
hluthafa og ræða við raforku-
málastjóra ríkisins varðandi
Sogs og Laxárvirkjanirnar, en
hann hefir nú um alllangt skeið
verið ráðunautur hans og annast
um innkaup á margháttuðum
vélakosti til áminstra virkjana;
ekki mun Grettir eiga langa
dvöl á Islandi að þessu sinni.
☆
Þeir bræðurnir Norman og
Ted Thorsteinssynir frá Sacra-
mento, California, komu ásamt
konum sínum og börnum í
heimsókn til móður sinnar, Mrs.
T. E. Thorsteinsson, 140 Garfield
St., og munu þessar fjölskyldur
dvelja hér í ndkkrar vikur.
☆
Sigurður Baldwinson frá Gimli,
Man., liggur um þessar mundir
veikur á General spítalanum;
hann býst ekki við að komast
heim fyr en eftir miðjan júní.
☆
Innilegí þakklæii, vinir
Nú höfum við hjónin flutt
okkur búferlum frá þeirri borg,
sem verið hefir heimili okkar í
meira en hálfa öld. Verða því
margar minningar og myndir,
sem birtast í hugum okkar. Þær
myndir og minningar munu
ekki yfirgefa okkur meðan
hugsunin er heilbrigð og hjartað
vinnur sitt verk.
Margir okkar beztu vina, kon-
ur og karlar, eru á brott gengn-
ir, en svo vinmörg höfum við
verið, að hópurinn er enn stór,
henson, E. Jónasson, Snjólaug
Gillies, C. Thorlakson, Lára Ol-
sen, Borga ísberg, J. E. Martein-
son, Ingibjörg Johnson, Margaret
Kjartanson, Jónína Einarson,
Grace Moore, Helga Jacobson, V.
Johnson, Dísa Brandson, Emily
Vigfússon, Kristrún Sigurd-
son, Vilborg Brynjólfson, Kristín
Pálsson, Sigríður Sigurdson
Helga Gillies, Olive Kunzelman,
Eggertína Sigvaldason, Guðlaug
Jóhannsson, Steinunn J. John-
son, Margaret Scribner, Sigríð-
ur Bjerring, Olive Corrigal,
Margrét Goodman, Miss Ingi-
björg S. Bjarnason, Miss Stefanía
Eyford.
Erindi voru flutt af Mr. A.
Buhr, Mrs. J. Vigfússon, Mrs.
Láru Sigurdson og Mrs. H. E.
Gordon.
Dr. F. E. Scribner skemti með
orgelspili og Mr. Doug Smith
með fiðluspili; Miss Ingibjörg S.
Bjarnason og Miss Lorna Ste-
fánsson skemtu með einsöngv-
um og með tvísöng skemtu Mrs.
Gjavros Jones og Carol Bjarna-
son.
Allir þing- og skemtifundir
voru fjölsóttir.
Gjörðir þingsins og nöfn nýrra
embættismanna verða birtar í
næsta blaði.
Helga Guttormsson, skrifari
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterka kirkjan í Selkirk
Sunnud. 15. júní
Sunnudagaskóli kl. 10
Ensk messa kl. 11 árd.
undir umsjón sunnudaga-
skólakennara.
Engin kvöldmessa.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
sem við eigum því láni að fagna
að eiga samleið með, vonum við
að svo ínegi verða til daganna
enda.
Um þá brottförnu, eigi síður
en hina, sem ennþá eru með
okkur á veginum, getum við
tekið undir með Þorsteini Er-
lingssyni og sagt:
Á meðan saman lá hér vegur
vor,
þá voru mínar beztu sólskins
stundir.
Ég man og þakka þær við hvert
mitt spor,
unz þrýtur leið og sólin gengur
undir.
Það þýðir ekki að þylja nöfnin
tóm,
og þjóðin mun þau annars staðar
finna . . .
Kæra þökk fyrir samvinnu á
öllum sviðum, kæra þökk fyrir
trygga og langa vináttu, kæra
þökk fyrir hið veglega samsæti
og höfðinglegar gjafir. Alt þetta
verður okkur ógleymanlegt, og
þær myndir munu aldrei óskýr-
ast, þó sól lækki göngu.
Von okkar og ósk er, að sem
flest ykkar geti heimsótt okkur
í hinu nýja heimili okkar á
Gimli.
Ólína og Páll S. Pálsson
☆
Síðastliðinn þriðjudagsmorg-
un lézt á Almenna spítalanum
hér í borginni Charles A.’Niel-
sen póstfulltrúi eftir langa sjúk-
dómslegu, vandaður maður og
vinfastur; hann var fæddur á
ísafirði 12. júlí 1889, sonur
Sophusar Jörgens Nielsen verzl-
Ársþing Bandalags lúterskra kvenna
LEIÐBEININGAR UM PERSÓNULEG BANKAVIÐSKIPTI........EIN AF FLEIRI AUGLÝSINGUM
Sérhvert útibú veitir yður fullkomna bankaþjónustu
Velkomnir, nýir Canadamenn
The Canadian Bank of Commerce
býtfur nýja Canadamenn velkomna
og birtir í röð auglýsingar, sem verða
þeim til fræðslu, er kynnast vilja
bankastarfi hins nýja lands. Ýmsar
aðferðir verða sennilega frábrugðnar
því, sem þér hafið vanist, en við von-
umst til að þér snúið yður til for-
stjóra næsta útibús The Canadian
Bank of Commerce, er þér viljið
fræðast um starfsháttu canadiskra
banka eða þurfið á hjálp þeirra að
halda. Næsta útibú fullnægir banka-
þörfum yðar. Bankafyrirkomulag í
Canada er viðurkent eitt hið full-
komnasta í heimi.
The Canadian Bank of Commerce
hefir verið starfræktur í 85 ár og eru
eignir hans metnar á $1.750,000,000.
Þér getið í fullu trausti skipt við
hvaða útibú sem er.
The Canadian Bankof Commerce
Býður yður velkomin . . .
YFIR 600 ÚTIBÚ í CANADA
AÐALSKRIFSTOFA
f TORONTO
'niNini - U ii
:í||t B 33 Q
unarstjóra og Þórunnar Blön-
dal Nielsen; hann kom hingað
árið 1909 og starfaði lengst af
við pósthúsið hér.
Mr. Nielsen lætur eftir sig
konu sína, frú Solveigu Þor-
steinsdóttur Einarssonar frá Brú
á Jökuldal og tvær dætur, sem
báðar eru útskrifaðar af háskóla
Manitobafylkis, frú Valborgu í
Ottawa og ungfrú Jóhönnu í
heimahúsum; einnig lifa hann
tveir bræður í Reykjavik og ein
systir í Kaupmannahöfn.
Útförin fer fram frá útfarar-
stofu Bardals kl. 2 e. h. í dag
(fimtudag). Séra Valdimar J.
Eylands jarðsyngur.
Lögberg vottar ekkjunni og
dætrum hennar samúð sína í
þeim djúpa harmi, sem að þeim
er kveðinn.
☆
Mr. Einar Lúðvíksson er kom-
inn hingað til borgarinnar eftir
ársdvöl í Vancouver, B.C.
☆
Frú Margrét Stephensen er
nýkomin úr þriggja mánaða dvöl
í San Diego, California.
☆
Gefin saman í hjónaband í
kirkju Selkirk safnaðar, þann
7. júní, Gerald Hamilton Abbott,
Souris, Man., og Wanetta May
Fey, Pequis, Man. Vitni að gift-
ingunni voru: Miss Martha
Christine ívarson og Mr. Charles
George Jones Abbott, Stein-
back, Man.
☆
Gefin saman í hjónaband á
heimili séra Sigurðar Ólafssonar
í Selkirk, þann 5. júní, John
Alfred Howard Clarke, Shilo,
Man., og Elizabeth Everette,
Selkirk, Man. Vitni að gifting-
unni voru: Miss Rose Sybil
Sanderson og Mr. Charles
Palmer Goodman.
Dónarfregn
Þann 28. maí s.l. lézt að heimili
Mr. og Mrs. Marshall Hördal,
Riverton, Man., Sveinbjörn
Teitur Hördal, 76 ára að aldri.
Hann var fæddur í Hörðudal í
Dalasýslu, 4. febr. 1876, sonur
Teits Jónssonar og konu hans
Ásu Tómasdóttur.
Sveinbjörn kom vestur um
haf 1895, settist að í Winnipeg
og stundaði trésmíði; um mörg
hin síðari ár vann hann þar í
þjónustu Canadian National
Railways við smíði járnbrautar-
vagna.
Þann 31. okt. 1903 kvæntist
Sveinbjörn Önnu Gísladóttur
Gíslasonar prest í Nýja-íslandi.
Árið 1920 fluttu þau til River-
ton, Man.
Sveinbjörn misti konu sína
árið 1929 frá börnum þeirra á
ungþroska- og bernskuskeiði. —
Þrír synir og þrjár dætur lifa:
Leslie, Marshall og Victor; Mrs.
E. G. Santer, Mrs. F. M. Oliver
og Mrs. A. R. Gervais, og ellefu
barnabörn.
Hinn látni var þrek- og dugn-
aðarmaður og mikill verkmað-
ur.
Með honum er fróður og heil-
steyptur íslendingur genginn
grafarveg. Útförin fór fram frá
Lútersku kirkjunni í Riverton,
þann 31. maí; hinn látni var
lagður til hinztu hvíldar í Olson
grafreitnum að Lundi í grend
við Winnipeg-Beach. Séra Sig-
urður Ólafsson jarðsöng.
it
Mrs. Olgeir Frederickson fór
til Kitchener, Ontario, í heim-
sókn til dóttur sinnar og tengda-
sonar, Mr. og Mrs. Stephen
Jones og mun hún dvelja þar í
nokkrar vikur.
VEITIÐ ATHYGLI!
Hluthafar í Eimskipafélagi íslands, eru hér með
ámintir um að senda mér nú þegar arðmiða sína
fyrir síðastliðið ár, svo hægt sé að borga ársarðinn;
þá er það engu síður nauðsynlegt, í því falli að
skipt sé um eigendur hlutabréfa vegna dauðsfalla
eða annara orsaka, að mér sé gert aðvart um slíkar
breytingar.
( •
ARNI G. EGGERTSON. Q.C.
209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage and Garry St.
Winnipeg, Manitoba
THE BARLEY IMPROVEMENT
INSTITUTE
announces
The Prize Lists
in the
Nafional Barley Confesf
in
MANITOBA
REGIONAL CONTESTS
In Manitoba There are Two Regions
SOUTHERN REGION NORTHERN REGION
lst — $100.00 lst — $100.00
2nd — 80.00 2nd — 80.00
3rd — 70.00 3rd — 70.00
4th — 60.00 4th — 60.00
5th — 50.00 5th — 50.00
6th — 40.00 6th — 40.00
7th — 30.00 7th — 30.00
PROVINCIAL CONTEST
The three top prize winners in each region
compete in the Provincial Contest
lst — $200.00
2nd — 150.00
3rd — 100.00
INTERPROVINCIAL CONTEST
The two top prize winners in Manitoba will compete
with the tow top prize winners in Alberta
in an Interprovincial Contest
lst — $500.00
2nd — 300.00
Secure a complete Prize List from your Elevator Operator,
Agricultural Representative or the Extension Service, Depart-
ment of Agriculture, and make your entry before JÚLY 15th.
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-314