Lögberg - 03.07.1952, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. JÚLÍ, 1952
GUÐNI JÓNSSON, skólasljóri:
Formenn í sjö ættliðu
><
Tileinkað GUÐMUNDI JÓNSSYNI, skipsijóra
á m.b. „Sigrúnu", írá Akranesi
Enn er þjóöinni í fersku minni
fárviðrið mikla í janúarmánuði
síðastliðnum, er tveir Akranes-
bátar náðu eigi landi og menn
biðu milli vonar og ótta um af-
drif þeirra. En fárviðri þetta
var svo hart og langt, að menn
hugðu vart nokkurri bátskel
afturkvæmt, þeirri er á sjó var.
Vonbið þessari lauk á þann veg,
að annar hinna umræddu báta
gekk í greipar ægi og týndist,
en hinn náði höfn á fjórða dægri
eftir ærna hrakninga og mann-
hættu. Það var vélbáturinn
„Sigrún," en skipstjóri á honum
er Guðmundur Jónsson frá
Gamla-Hrauni á Eyrarbakka.
Hann hefir verið búsettur á
Akranesi í mörg ár og er meðal
fremstu sjósóknara þar um
dugnað og aflabrögð. Margir
dáðu að verðleikum hetjulega
frammistöðu Guðmundar og fé-
laga hans í hrakningum þeirra í
vetur og hið einstaka lán, sem
þeim fylgdi, m. a. í því að ná
aftur manni þeim, er útbyrðis
féll í slíkum stórsjó og veður-
ofsa. Afrek þeirra Guðmundar
er þess vert, að það sé í minnum
haft, sem dæmi um einkar giftu-
samlega skipstjórn og frábæra
sjómennsku þeirra félaga allra.
Guðmundur Jónsson hefir set-
ið á sævartrjám frá blautu
barnsbeini. Hann ólst upp hjá
foreldrum sinum á Gamla-
Hrauni. Þar hagar svo til, að
túngarðurinn er a einn veg sjó-
garðurinn. Leikvangur Guð-
mundar í æsku var því fjaran
og sjórinn. Hann stundaði sjó í
Vestmannaeyjum í margar ver-
tíðir, er hann hafði þroska til,
en þaðan fluttist hann til Akra-
ness. Síðan hafa fiskimiðin á
Faxaflóa verið vettvangur hans
á vetrum, en síldarmiðin fyrir
Norðurlandi á sumrum.
En þótt það megi með sanni
segja, að Guðmundur sé vaxinn
upp með sjómennskunni, þá er
hitt eigi síður satt, að honum sé
sjómennskan í blóð borin. Mann
fram af manni hafa forfeður
hans stundað sjóinn í verstöðv
unum sunnan lands, ýmist í Þor-
lákshöfn eða á Stokkseyri, og
Guðmundur er sjöundi ættliður-
inn í óslitinni röð, sem kunnugt
er um, að hafi verið formenn.
Það var að vísu nokkuð algengt,
að formenska gengi í ættir, enda
var það eðlilegt. Formenn áttu
oftast skip sín að nokkru eða
öllu sjálfir. Þeir kenndu sonum
sínum sjó eða komu þeim til
annarra reyndra formanna og
létu þá síðan taka við af sér,
er þeir höfðu aldur og þroska
til. Oft er því hægt að rekja
formennskuna í þrjá til fjóra
ættliíji, en sjaldan öllu lengra
vegna skorts á heimildum. Hitt
er mjög sjaldgæft, að hægt sé
að rekja hana svo langt aftur í
tímann, sem áður var sagt um
forfeður Guðmundar. í tilefni
af sjómennskuafreki hans á
síðastliðinni vertíð, datt mér í
hug að biðja sjómannablaðið
„Víking" fyrir greinarkorn þetta
til fróðleiks og skemmtunar
þeim, er það vilja nýta.
☆
Fyrsti ættliðurinn í formanna-
röðinni, sem hér verður talinn,
er Jón hreppsljóri Kelilsson í
Ferjunesi, er síðar nefndist Ós-
eyrarnes (f. 1710, d. 1780). Hann
var bóndi í Nesi á árunum
1758—1778, en síðustu tvö árin,
sem hann lifði, bjó hann á
Stokkseyri. Jón var formaður í
Þorlákshöfn, og auk þess var
hann ferjumaður í Óseyrarnesi.
En það er haft eftir Þorkeli
gamla Jónssyni í Nesi, er þar
bjó löngu síðar, að ekki væri
öllu minni vandi að vera góður
ferjumaður í Óseyrarnesi en
formaður í Þorlákshöfn, og hafði
hann reynt hvart tveggja.
Annar æltliðurinn er Hannes
lögréllumaður Jónsson í Kald-
aðarnesi (f. 1747, d. 1802), sonur
Jóns Ketilssonar. Hannes bjó í
Ferjunesi á árunum 1778—1782,
en fluttist þá að Kaldaðarnesi
og bjó þar síðan til dauðadags.
Hann var auðugasti maður í Ár-
nessýslu á sinni tíð og dugnaðar
maður mikill. Hann var formað-
ur í Þorlákshöfn í mörg ár. Þess
skal getið til gamans, að árið
1789 skipaði Steindór sýslumað-
ur Finnsson þá Har\pes lög-
réttumann og Þórð bónda Gunn-
ársson í Þorlákshöfn til þess að
vera „forstjórnar og forgangs-
menn“ til undirbúnings og varn-
ar gegn erlendum sjóræningj-
um, ef þeir legðu að landi í Þor-
lákshöfn á vertíðinni (Bréfab.
Árn. 28. marz 1789). Að minnsta
kosti tveir synir Hannesar voru
formenn 1 Þorlákshöfn, þeir
Einar í Kaldaðarnesi og Jóhann
á Lambastöðum.
Þriðji ættliðurinn er Einar
spítalahaldari Hannesson i Kald-
aðarnesi (f. 1781, d. 1870). Hann
var bóndi í Kaldaðarnesi 1813—
1856, og hreppstjóri í Sandvíkur-
hreppi í marga áratugi. Einar
var formaður í Þorlákshöfn, og
er þess getið meðal annars i
skrám yfir spítalahluti frá ár-
unum 1825—1827 (Árn. II. í Þjóð-
skjalasafni). Tveir synir Einars
voru formenn í Þorláksjhöfn, þeir
Þorkell í Mundakoti og Hannes
bóndi í Tungu í Flóa.
Fjórði ættliðurinn er Þorkell
bóndi Einarsson í Mundakoti á
Eyrarbakka (f. 1802, d. 1880).
Hann var bóndi í Mundakoti á
árunum 1829—1864. Þorkell var
formaður í Þorlákshöfn. Um
hann orti séra Guðmundur
Torfason í formannavísum úr
Þorlákshöfn 1840:
Þorkell Einars arfi snar,
ók frá Mundakoti,
víðis hreina vagni þar,
Vandils beinu traðirnar.
Þorkell átti svo sonu, sem upp
komust, Guðmund á Gamla-
Hrauni og Jóhann í Mundakoti.
Þeir voru báðir lengi formenn.
Fimmti æitliðurinn er Guð-
mundur bóndi Þorkelsson á
Gamla-Hrauni (f. 1830, d. 1914).
Hann var formaður i 30 vertíðir
(1856—1886), fyrst fimm vertíðir
á Stokkseyri, en síðan alla tíð
í Þorlákshöfn. Um 1860 smíðaði
Jón Gíslason í Austur-Meðal-
holtum, bróðir Gríms í Nesi,
áttróinn sexæring handa Guð-
mundi. Hann hét „Bifur, ein-
stök gangfttroka, og var Guð-
mundur formaður á honum,
fyrst á Stokkseyri og síðan lengi
í Þorlákshöfn. Á „Bifur“ var
skorin þessi bitavísa:
Að „Bifur“ leiði um báru heiði
og branda meiði lukku með,
gefi veiði, en grandi eyði
guðs ég beiði almættið.
Árið 1885 smíðaði Jóhannes
Árnason á Stéttum tólfróinn
teinæring handa Guðmundi og
átti hann 2/3 hluta skipsins, en
Jón, sonur hans, 1/3. Smíða-
kaupið var 70 krónur, og greiddu
þeir feðgar það í gulli. Skip
þetta hét „Svanur,“ og var Guð-
mundur formaður á því tvær
seinustu formannsvertíðir sínar.
Þá tók Guðmundur, sonur hans,
við því og var með það í fimm
vertíðir. Það voru fyrstu for-
mannsár hans. Árið 1892 tók
Jóhann, annar sonur Guðmund-
ar, við „Svani“ og byrjaði þá
formennsku. — Þessar for-
mannsvísur um Guðmund á
Gamla-Hrauni munu vera frá
fyrri árum hans, en ókunnugt
er um höfund þeirra:
Húna gammi hrindir fram,
Hrauns ráður hann Gyðmundur
lætur þramma um lúðudamm,
liðugur við stjórn situr.
Hann GuðmuSciur Hrauni frá,
hestinn sunda keyrir,
seims með lunda landi frá,
lýra grunda brautir á.
En þessi er úr formannavísum
úr Þorlákshöfn 1885, eftir Brynj-
ólf Jónsson frá Minna-Núpi:
Gjálfurs dýr með Guðmund
rann,
grund um hlýra og afla fann
Gamla býr á Hrauni hann,
hefnir skírást Þorkels vann.
Guðmundur á Gamla-Hrauni
átti fimm sonu, sem upp kom-
ust. Þeir voru kallaðir Gamla-
Hraunsbræður, og stunduðu all-
ir sjó að meira eða minna leyti,
en þrír þeirra urðu formenn
Jón á Gamla-Hrauni, Guðmund-
ur í ,ólafsvík og Jóhann á Litlu
Háeyri. Guðmundur Guðmunds-
son var formaður í Þorlákshöfn
frá 1887 og fram að aldamótum,
en fluttist þá til Ólafsvíkur. Þar
hélt hann áfram formennsku og
innleiddi sunnlenzka siglinga-
lagið þar vestra. Var hann kall-
aður. Guðmundur sunnlenzki,
sem segir í þessafi formannsvísu
úr Ólafsvík:
1 aflandsvindi undan landi
stýrir,
hjörva lundur hugprúði,
hann Guðmundur sunnlenzki.
Guðmundur drukknaði frá
Ólafsvík 1907. — Einkasonur
hans var Guðmundur, stofnandi
og fyrsti forstjóri Hampiðjunn-
ar h.f. í Reykjavík.
Jóhann Guðmundsson á Liltu-
Háeyri var formaður í Þorláks-
höfn í 39 vertíðir (1892—1930).
Um hann eru þessar formanns-
vísur úr Þorlákshöfn 1914, og er
að minnsta kosti fyrri vísan
eftir Pál skáld á Hjálmsstöðum:
Jóhann eigi hefur hátt,
Hrönn þótt veginn grafi,
hleður fleyið fiski þrátt,
fram á reginhafi.
mennsku vegna veikinda, en
reri eftir það 19 vertíðir í Þor-
lákshöfn hjá Gísla silfursmið
Gíslasyni (mynd af skipshöfn-
inni er í ritinu Þorlákshöfn I,
milli bls. 40 og 41), og síðan 5
vertíðir í Vestmannaeyjum. Alls
reri Jón ýmist sem háseti eða
formaður í 54 vetrarvertíðir, en
auk þess var hann í marga ára-
tugi formaður á vor- og haust-
vertíðum heima á Gamla-
Hrauni. Jón var af öllum talinn
framúrskarandi sjómaður, gæt-
inn og glöggþekkinn á sjó og
veður. Hann þekkti svo vel
sjóvarbotninn á fiskimiðum
Þorlákshafnarbátanna, að til
þess var tekið, gat nákvæmlega
sagt til um það, hvar hraun var
undir eða hvar bollar voru
hrauninu, þar sem fisks væri
von. Það hefir sagt mér einn af
hásetum Gísla silfursmiðs, merk-
ur maður, að svo mikið traust
hafi þeim félogum þótt að Jóni,
að þeir hefðu viljað vinna það
til að bera hann út í skipið, ef
með hefði þurft, til þess að hafa
hann með á sjónum. Hraun-
brúnina neðansjávar fyrir Eyrar
bakka þekkti Jón eins og túnið
heima, vissi um hvert vik og
hverja holu, svo og öll örnefni
og mið á þeim slóðum.
Um Jón á Gamla-Hrauni eru
til margar formannsvísur. Þessi
er úr Þorlákshöfn 1885, eftir
Brynjólf Jónsson frá Minna-
Núpi:
Lætur skeiða „Svaninn“ sinn,
sels um breiða flóa,
hefur leiði út og inn,
oft með veiði nóga.
Jón á sjóinn setur far,
sonur tjáist Guðmundar
Borg er frá án búskapar,
í blóma sá er æskunnar.
Storhugur bænda í Eyjafirði
við ræktunarframkvæmdir
AKUREYRI, 19. maí. — Það
má í rauninni segja að fyrsti
sumardagurinn okkar hér
Norðanlands hafi verið 17.
maí. — Tíðindamaður blaðs-
ins fór í smáferðalag um
nærsveitir Akureyrar. Veð-
ur var ákaflega fagurt, sól-
skin og 16 stiga hiti. Lækur
sem í gær hafði verið smá-
' spræna, var orðinn að belj-
andi fljóti.
Almenn tíðindi
Við hittum nokkra bændur að
máli og spurðum almennra tíð-
inda. Kváðu þeir gripi hafa geng-
ið vel fram og hey verið næg, en
fyrningar munu verða með
minna móti sakir þess, hve seint
vorar. I innsveitum var þó lítið
eitt farið að grænka, áður en
kuldakast það gerði er nú hafði
staðið í nærfellt hálfan mánuð.
Nú er þó aftur farið að grænka
*í rót á ræktuðu landi og virðist
jörð ætla að koma vel undan
snjónum, ekki unnt að sjá kal
enn, utan bletti frá í fyrra. Farið
er að láta kýr út sums staðar,
þótt varla geti það talist til ann-
ars en að lofa þeim að viðra sig.
Unglömb hoppa um grund og
móa og elti mynda vél okkar
þau uppi, þótt þau virðist enn of
ung til að skilja hina þýðingar-
miklu setningu ljósmyndarans
„alveg kyrr, nú“. Spóinn er kom-
inn en hefir frekar hægt um
sig enn sem komið er, líklega
er hreiðurstæðið hans varla þurt
ennþá.
Meðal sona Jóhanns er Run-
ólfur skipasmiður í Vestmanna-
eyjum, en annar var Axel tog-
araskipstjóri í Boston og afla-
kóngur þar um skeið. Hann fórst
með togaranum „Guðrúnu“ frá
Boston í janúar 1951.
Sjötii æitliðurinn er Jón bóndi
Guðmundsson á Gamla-Hrauni
(f. 1856, d. 1914), en hann var
elztur þeirra Gamla-Hrauns-
bræðra, er nú voru nefndir.
Hann bjó nokkur ár í Framnesi
í Hraunshverfi (1886—1892) og
1904—1906), en annars á Gamla-
Hrauni. Jón byrjaði að róa á
vetrarvertíð 15 ára gamall hjá
Jóhannesi Árnasyni á Stéttum
og var hjá honum eina vertíð,
þá var hann þrjár vertíðir hjá
föðurbróður sínum, Jóhanni Þor-
kelssyni í Mundakoti, og aðrar
þrjár hjá Grími Gíslasyni í Ós-
eyrarnesi. Eftir það gerðist hann
sjálfur formaður og hafði það
starf á hendi í 23 vertíðir (1879—
1901), fyrst 12 vertíðir í Þor-
lákshöfn, þá 9 vertíðir á Stokks-
eyri og loks aftur 2 vertíðir í
Þorlákshöfn. Þá hætti hann for-
Eftirfarandi vísur eru eftir
Símon Dalaskáld, kveðnar í Þor
lákshöfn 1887—1888:
Jón með háa hugprýði,
hlutar snilldarlega.
Þessi frá er Framnesi,
fáki ráar stýrandi.
Stýra sunda mæki má,
mikið snilldarlega,
er Guðmundar sonur sá
síldar grundu djarfur á.
Tvær næstu vísur eru eftir
Steingrím Ólafsson frá Geld-
ingaholti, kveðnar í Þorlákshöfn
1889, eftir því sem næst verður
komizt:
Japa sunda jarðar hrings
Jón Guðmundar arfi,
meður lunda báru bings
beitir á grundu hafrennings.
Jón Guðmundar arfinn er,
á Framnesi býr hann,
hvals á grundu greiðast fer,
geira lundar höpp ei þver.
Eftirfarandi vísa er úr for-
mannavísum á Stokkseyri 1891,
eftir Hofs-Gísla:
Framnes-Jón um foldar hring,
fer 1 happa vonum,
laus við tjón í landnyrðing,
lukkan þjónar honum slyng.
Loks er þessi vísa úr formanna
vísum á Stokkseyri 1891, eftir
Magnús Teitsson:
Hvals á frón inn hugdjarfi,
hlunna ljóni stýrandi,
gildur þjónar gæfunni
gætinn Jón 1 Framnesi.
Sjöundi ætiliðurinn eru synir
Jóns á Gamla-Hrauni eða hinir
síðari Gamla-Hraunsbræður. Jón
átti níu sonu, sem upp komust,
og urðu þrír þeirra formenn eða
skipstjórar. Elztur þeirra var
Þórður á Bergi í Vestmanna-
eyjum (f. 1887, d. 1939), er var
mörg ár formaður á velbátnum
„Enok“ í Eyjum. Annar er Guð-
mundur (eldri) á Háeyri í Vest
mannaeyjum (f. 1888), er var
lengi formaður á vélbátnum
„01gu.“ Báðir stunduðu þeir
bræður einnig skipasmíðar.
Þriðji bróðirinn er Guðmundur
(yngri, f. 1908) skipstjóri á m.b.
„Sigrúnu" frá Akranesi, sem
grein þessi er tileinkuð. Tveir
aðrir af bræðrunum lögðu auk
þess sérstaklega stund á báta- og
skipasmíði í Vestmannaeyjum,
þeir Magnús (f. 1892, d. 1920) og
Gunnar Marel (f. 1891) slipp-
stjóri við Dráttarbraut Vest-
mannaeyja h.f., þjóðkunnur
dugnaðar- og hagleiksmaður
sinni grein.
☆
Vér nútíðarmenn megum ve .
minnast þess mitt í ys og önnum
dagsins, að vér erum sjálfir eigi
alls fyrstir. Aðrir hafa farið
fyrir og rutt götuna á undan
oss. Kynslóðirnar, sem það
gerðu, eru horfnar af vettvangi,
en þær lifa í oss ósýnilegu lífi.
Þegar mest reynir á manngildið
standa þær oss næst. Þegar Guð
mundur, bróðir minn, háði
glímu sína við krappar kyljur
flóans í janúarveðrinu í vetur,
þá er það trúa mín, að þær hafi
veitt honum fylgd og brautar
gengi. —VIKINGUR, maí, 1952
Mikill jramfarahugur
Framkvæmdir munu verða all
miklar á þessu vori og sumri.
Ólafur Jónsson, búnaðarráðu-
nautur, fræddi okkur um það að
minnsta kosti 5 skurðgröfur
myndu verða að verki víðsvegar
um héraðið og mun ein þeirra
þegar komin í gang, en allvíða
er klaki til hindrunar. Allmikið
mun vera til af heimilisdráttar-
vélum og eru bændur um það bil
að byrja að plægja og herfa. Þó
mun vélaskortur enn aukast að
mun og komu t. d. 15 dráttar-
vélar með síðasta skipi til Akur-
eyrar. Mikið land liggur í flögum
og er stórhugur í bændum með
í æktunarframkvæmdir. Margar
jarðýtur hafa gengið um héraðið
þvert o^ endilangt á vegum
ræktunarfélaganna undanfarin
sumur og hafa þær skilað feikna
afköstum. Nokkur samvinna
mun einnig um minni dráttar-
vélar, en þó mun draumur
flestra bænda vera að eignast
sinn eigin vélakost. Eitthvað
mun fyrirhugað að byggja, aðal-
lega peningshús, hlöður og vot-
heysturna, en Byggingarsam-
vinnufélag Eyjafjarðar á steypu-
mót til votheysturnagerðar, hið
mesta þarfaþing.
Fjárskortur til vegagerðar
Við spurðum Karl Friðriksson,
vegaverkstjóra, um fyrirhugaðar
vegagerðir. Lét hann lítið yfir
og kvað fjárveitingar til þeirra
hluta mjög af skornum skammti.
Mun Eyjafjarðarsýslu allri hafa
verið veitt um 130 þúsund kr. til
nýbygginga vega. Hrekkur það
skammt þegar t. d. eitt bílhlass
af möl kostar 50 kr. komið út í
veg; fjárveitingunni er skipt á
milli margra vegakafla og byrj-
unarkostnaður mikill á hverjum
stað. Brúagerð mun einnig verða
ítil í sýslunni, en þó mun lokið
við nýju brúna á Krossstaðaá og
er verið að leggja veg að henni.
Kostnaður við snjómokstur í
lágsveitum hér á síðastliðnum
vetri nam um 100 þúsund kr. og
mun það fé mestmegnis hafa
farið til þess að halda opinni
leiðinni milli Dalvíkur og Akur-
eyrar.
Gott heilsufar
Heilsufar hefir verið allgott 1
héraðinu, engar skæðar umgangs
pestir herjað á fólk. Haldizt tíð-
arfar eins og nú horfir má segja
að Eyfirðingar hafi sloppið vel
irá síðasta vetri. —Vignir
—Mbl., 22. maí
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
OVER THE PARTY LINE----------BY M.T.S.
"Aliaf. altaf í noikun! Hver
hefir ekki hengi upp
heyrnariolið?" ^
réplace ríceiver
K pRO/npnr
F
Sýnið nærgætni,
er þér notið hinn
sameiginlega
símþréð!
92—3