Lögberg - 03.07.1952, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. JÚLÍ, 1952
Úr borg og bygð
Ný ljóðabók
Falleg og vönduð ný ljóðabók
eftir Davíð Björnsson bóksala,
fæst nú í Björnssons Book
Store, 702 Sargent Ave., Winni
peg. Bókin er prentuð hjá The
Columbia Press Ltd., og kostar
óbundin $2.50, en í afarvönduðu
bandi $4.50. Pantið bókina sem
fyrst, því upplag er lítið.
☆
FÖÐURTÚN
Þeir, sem hugsa sér að eignast
þessa ágætu bóku (héraðssögu
Húnvetninga) ættu að gera það
strax, því aðeins * fáein eintök
eru óseld. Bókin er uppseld á
íslandi, og fæst því ekkf meir,
eftir að þessi fáu eintök eru seld.
Munið að þessi bók inniheldur
um 500 myndir og margþættan
fróðleik. Kostar $10.00 óbundin,
$13.00 í bandi og fæst í
Björnssons Book Store,
702 Sargent Ave.,
Winnipeg
☆
COOK BOOK
Matreiðsiubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
P a n t a n i r, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Ruth Bárdal,
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sími 929 037
☆
— Gullbrúðkaup —
Börn séra Alberts E. Kristjáns-
sonar og Önnu konu hans, í sam-
ráði við safnaðarnefnd og kven-
félag Unitara-safnaðarins í
Blaine, Washington, hafa ákveð-
ið að minnast 50 ára giftingar-
afmælis þeirra hjóna með sam-
kvæmi í kirkju safnaðarins hinn
20. júlí n.k. Að sönnu er þetta
mánuði fyrir hinn rétta dag, sem
er 20. ágúst, en sökum þess að
hjónin hafa ráðgert ferð til
Manitoba með það fyrir augum
að ná íslendingadagssamkomu
að Gimli, var þessi breyting á
deginum gjörð.
Engin boðsbréf verða send, en
allir vinir þeirra hjóna eru boðn
ír og velkomnir.
H. A. Kristjánsson
☆
Mrs. O. J. Mclnnes .(Helga) og
dóttir hennar, Rosemarie, komu
frá Los . Angeles síðastliðinn
sunnudag í heimsókn til dóttur
sinnar Mr. George Mather og
systur sinnar Mrs. D. Björnsson,
og dvelja hér "tíu daga. Þær
komu í bíl með Mr. og Mrs.
Oscar Johnson frá Los Angeles,
sem hingað komu að heimsækja
ættingja og vini.
☆
— Tilkynning — '
Til allra þeirra, sem vilja eða
þurfa að vita mína utanáskrift,
þá hefi ég nú flutt í nýjan bú-
stað, og er mín utanáskrift þessi:
Rev. G. P. Johnson,
2832 W. 69, Street,
Seattle 7, Washington, U.S.A.
☆
Séra Skúli Sigurgeirsson og
frú Sigríður komu til borgarinn-
ar ásamt syni þeirra, Jónasi, síð-
astliðna viku; séra Skúli hefir
þjónað prestakalli í Indíana á
umliðnu ári og láta þau hjón
hið bezta af dvöl sinni þar.
Áður en þau komu hingað heim-
sóttu þau venzlafólk sitt í Moose
Jaw.og síðan söfnuðina í Vatna-
byggðunum, er séra Skúli þjón-
aði fyrrum og flutti hann þar
guðsþjónustur. Héðan fóru þau
norður til Nýja-Islands í heim-
sókn til vina og vandamanna en
sonur þeirra fór til Churchill á
þriðjudaginn; þar skipar hann
ábyrgðarstöðu í þjónustu sam-
bandsstjórnarinnar. Þau hjónin
leggja af stað heimleiðis til
Indíana þann 13. þessa mánaðar.
Ólafur Kárdal, söngmaður,
kom frá Minneapolis á miðviku-
daginn og fór til Gimli sam-
dægurs.
☆
Mr. og Mrs. G. Á. Williams
og börn þeirra fimm komu til
borgarinnar í fyrri viku og fóru
til Brandon á iðnaðar- og land-
búnaðarsýninguna þar.
☆
— GIFTINGAR —
Betty Joice White og Jack
Donald McKenty voru gefin
saman í hjónaband í United Col-
lege Chapel hér í borg, 26. maí;
Rev. David Owen framkvæmdi
hjónavígsluna. Brúðurin er dótt-
ir Mr. og Mrs. George P. White,
1288 Dominion Street; Mrs.
White er íslenzk — Sigríður Sig-
urðardóttir frá Litla-Hóli í Eyja-
firði. Brúðguminn er dótturson-
ur Péturs kaupmanns Tergesen
á Gimli, er hann nú að fullnema
sig í læknisfræði við spítala í
Saskatoon.
☆
Betty Jane, dóttir Dr. og Mrs.
Jack McKenty, og William Ten-
nent Wylie voru gefin saman i
hjónaband 7. júní í Harstone
Memorial United kirkjunni. —
Brúðurin, sem nýlega hefir hlot-
ið Master of Arts degree frá
Manitobaháskóla, er dótturdótt-
ir Péturs kaupmanns Tergesen
á Gimli.
☆
Samkvæmt frétt frá Interlake
Weekly Observer fór Mrs. Rann-
veig Gudmundson, Lundar, suð-
ur til Chicago nýlega til að vera
viðstödd, er syni hennar, Emil,
var veitt Doctor of Divinity
degree.
☆
Mrs. Hróðný Thompson lézt á
laugardaginn 28. júní, 59 ára að
aldri; maður hennar, Harry
Thompson, er látinn fyrir nokkr
um- árum. Hún var dóttir Finns
Stefánssonar. Hún lætur eftir
sig son, Harold; tvær dætur,
Eileen og Mrs. Joseph Selinger;
ennfremur bróðir, Fred Stefáns-
son og systir, Mrs. B. C. Mc-
Alpine. Útförin fer fram í dag —
fimtudag — kl. 4 frá Fyrstu lút-
ersku kirkju.
☆
Á útiskemtun sunnudagaskól-
ans á Gimli var Miss Jórunni
Thordarson afhent falleg gjöf í
minningu um 22 ára kenslu-
starf við skólann. Hún mun
heimsækja ísland í sumar á-
samt föður^ínum og systur, Sig-
urði Thordarson og Láru Thord-
arson.
☆
Landnámshátíðin, sem haldin
var á Iðavelli við Hnausa, vár
fjölsótt, og fór um alt hið virðu-
legasta fram. Nánari umsögn í
næsta blaði.
Eiríksson. — In loveing memory
of my dear husband and father
Valdimar, who passed away
May 12th 1951.
Gone from us but leaving
memories death can never take
away, memories that will al-
ways linger, while upon this
earth we stay.
Ever rememered by his love-
ing wife Guðrún and son Sveinn.
☆
Ritstjóri Lögbergs,
Kæri herra:
Enn ligg ég á General Hospital
og veit ekki nær ég get losnað.
Snorri sonur minn að Sheri-
dan kom til Winnipeg síðastlið-
inn föstudag með konu sína og
tvö börn á leið til Vancouver,
B.C., hann á þar tvær systur,
og kona hans foreldra og syst-
kini. Þau bjuggust við að dvelja
þrjár vikur vestra, en stanza hér
nokkra daga í bakaleið til norð-
urlandsins.
S. Baldvinson
☆
Eiríkur Sigurðsson, trésmíða-
meistari lézt á sunnudaginn, 29.
júní, á Almenna spítalanum í
Winnipeg, 77 ára að aldri; hann
lætur eftir sig ekkju, Jódísi
Sigurðsson. Kveðjuathöfn fer
fram í Bardals útfararstofunni
kl. 1.30 e. h. á föstudaginn, en
jarðað verður í Húsavík graf-
reitnum. Nánari umsögn síðar.
☆
Vestur-lslendingar hafa um
þessar mundir haldið kirkjuþing
sín. Þing lúterska kirkjufélags-
ins hefir staðið yfir í Minneota,
en af því hafa engar fréttir bor-
ist. Þingi Sameinaða kirkjufé-
lagsins lauk hér í borg á sunnu-
dagskvöldið og var séra Philip
M. Pétursson endurkosinn í for-
setasæti.
☆
Mr. og Mrs. Frederick Frid-
geirsson frá Los Angeles, Cal.,
komu hingað til borgarinnar um
síðustu helgi. Mrs. Fridgeirsson
(Helga, er systir Sigurðar Jónas-
sonar lögfræðings í Reykjavík,
en stjúpdóttir frú Jóhönnu
Jónasson, sem nú er hér búsett.
Frú Helga og þeir bræður, synir
Ásmundar P. Jóhannssonar eru
systkinabörn.
Þau Mr. og Mrs. Fridgeirsson
brugðu sér norður í Nýja-ísland
og voru viðstödd Landnámshá-
tíðina á Hnausum; þau munu
hverfa heimleiðis í næstu viku.
☆
Þær systur, Mrs. Sigurðsson
frá Swan River og Mrs. Pálsson
frá Cloverdale, B.C., dvelja um
þessar mundir hér um slóðir í
heimsókn til systra sinna hér í
borginni, Mrs. Elding og Mrs.
Reykdal, og Mrs. Jón Borgfjörð
í Árborg; eiga þær mikinn fjölda
frændliðs í Winnipeg og grend.
Elzti íslendingurinn — kona í
Hafnarfirði 105 ára
Helga Brynjólfsdóttir, Kirkju-
vegi 20 í Hafnarfirði varð 105 ára
1. júní s.l., og er hún vafalaust
elzt allra núlifandi Islendinga.
Hún er fædd 1. júní 1847. Þrátt
fyrir þennan háa aldur er hún
vel hress og heldur enn furðu
firði, — þar í 44 ár.
Helga fæddist á Kirkjubæ á
Rangárvöllum og dvaldist í for-
eldrahúsum þar og á Selalæk,
unz hún giftist 1880 Stefáni Guð-
mundssyni frá Lambhaga og þau
fóru að búa að Bakkarholtsparti
í Ölfusi. Missti hún mann sinn á
cðru hjúskaparári, og hefir því
verið ekkja í 70 ár. Síðan hefir
Helga átt heima á Selalæk, í
Viðgey, Reykjavík og Hafnar-
— þar í 44 ár.
Tíðindamaður blaðsins ræddi
um stund við hana í gær, þar
sem hún dvelst á heimili dóttur-
dætra sinna, sem annast hana.
Helga fylgist allvel með því,
sem gerist í kringum hana, og
daglega klæðist hún og gengur
um húsið. En út hefir hún ekki
farið síðan síðastliðið sumar, en
býst þó við að „hafa sig út í sól-
skinið“ þegar betur hlýnar í
veðri. — Og ekki kærir hún sig
um að láta færa sér kaffisopann,
ef hún er á fótum. Þá vill hún
heldur fara sjálf fram í eldhús og
fá sér sopann, ef svo ber til.
„Hvernig heldurðu að þér félli
að smakka ekki kaffi í tvö til
þrjú ár?“
„Þá myndi ég líklega gleyma
hvernig það er á bragðið," svar-
aði hún.
En hún man vel tvo vinnu-
menn foreldra sinna í Kirkjubæ
á Rangárvöllum, sem hömpuðu
henni, þegar hún var á öðru og
þriðja ári. Segir, að þeir hafi
heitið Magnús og Einar; en þeir
fóru af heimilinu 1849 eða fyrir
103 árum!
Þegar aldamótahátíðin var
haldin í Reykjavík, átti Helga
heima í Viðey. Hafði hún þá
mikla samúð með unga fólkinu,
sem langaði til að vera með, en
komst ekki vegna óveðurs.
Vel kveðst hún muna umtal og
viðbúnað vegna þjóðhátíðarinn-
ar 1874; „en þangað fór ég ekki;
rnátti ekki vera að því,“ segir
Helga.
—A.B., 31. maí
Drykkjumannahæli
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Framhald af bls. 5
áfram í sínu umhverfi og við sitt
starf 'og losnar við þær freisting-
ar, sem jafnan eru því samfara
að koma á ný út í lífið að langri
hælisvist lokinni. Auk þess er
meðferð þessi mun ódýrari en
hælisvistin.
I mörgum tilfellum verður þó
ekki hjá því komist, að taka
sjúklinginn úr sínu venjulega
' umhverfi til athugunar og lækn-
inga. Eru þeir þá lagðir í sjúkra-
hús, en dvölin þar höfð sem
stytzt, venjulega aðeins nokkrar
vikur. Þar sem ekki er sérstök
taugadeild í sambandi við
spítala, þykir engin frágangssök
að veita þessa hjálp í venjulegu
sjúkrahúsi.
Þá er erlendum sérfræðingum
það ljóst, að ekki verður komizt
hjá að hafa hæli fyrir þá drykkju
menn, sem dýpst eru soknnir.
Erlendis, eins og hér, verður viss
hópur slíkra manna stöðugir
gestir í lögreglustöðvum og
í réttarsölum. s Eru það menn,
sem gefið hafa upp allt starf,
eiga sér hvergi athvarf, en lifa
fyrir það eitt að drekka. Að
sjálfsögðu eiga þessir menn eins
og aðrir að fá fullkomna læknis-
og félagsaðstoð, eins og að fram-
an greinir, en reynist allt árang-
urslaust, ber þjóðfélaginu sjálfs
sín og drykkjusjúklingsins vegna
að koma þeim fyrir í viðeigandi
hæli. Yrði þar um langdvöl að
ræða.
—0—
I samræmi við ofangreindan
skilning eru tillögur okkar, sem
nú skal frá skýrt. Við teljum að
heppileg lausn fáist ekki innan
ramma gildandi laga, og eru til-
lögur okkar því samdar án tillits
til þeirra.
1. Hjálparstöð fyrir drykkju-
sjúklinga verði komið upp eins
fljótt og unnt er.
Verkefni hjálparstöðvarinnar
yrði þrenns konar: a) veita
sjúklingunum læknismeðferð;
b) veita sjúklingunum og að-
standendum þeirra félagslega að-
stoð; c) safna skýrslum og öðr-
um gögnum um áfengisvanda-
málið í bænum.
Starfslið hjálparstöðvarinnar
yrði sem hér segir: Einn eða
helzt tveir læknar, sérfróðir í
geð- og taugasjúkdómum. Yrði
starfstími þeirra á stöðinni sam-
tals um 12 klst. í viku, en auk
þess má búast við, að læknarnir
verði að sinna vitjunum að ein-
hverju leyti í heimahús í sam-
bandi við starf stöðvarinnar. ■—
Þá yrði einnig hjúkrunarkona
að starfa við hjálparstöðina.
Mundi starf hennar vera fólgið
í aðstoð við læknana í stöðinni,
félagslegum leiðbeiningum sjúkl
mgunum til handa og skýrslu-
söfnun. Ef til vill mundi nægja
að hjúkrunarkonan ynni aðeins
hálfan daginn og er rétt að gera
ráð fyrir því, a. m. k. í byrjun.
Ennfremur væri að líkindum
æskilegt að stöðin nyti að ein-
liverju leyti fleiri starfskrafta,
t. d. prests, í félagslegum efnum.
Húsnæði stöðvarinnar mætti
ekki vera minna en þrjú her-
bergi (læknisherbergi, herbergi
hjúkrunarkonu og biðstofa).
Ekki væri óhugsandi að húsa-
kynni þessi yrðu einnig notuð
í öðru skyni, t. d. sem almennar
lækningastofur, enda yrði hjálp-
arstöðin aðeins opin vissa tíma
á dag.
Kostnaður við rekstur hjálpar-
stöðvarinnar (laun, húsaleiga,
ljós, hiti, ræsting, lyf) áætlum
við að verði um kr. 80 þús., og er
þá miðað við að húsnæðið yrði
einnig notað til annarra þarfa.
2. Séð verði fyrir sjúkrarúm-
um handa þeim drykkjusjúkling-
um, sem sjúkráhúsmeðferðar
þarfnast.
Gert er ráð fyrir, að læknis-
meðferðin fari fram að lang-
mestu leyti í sjálfri hjálparstöð-
inni. Þó munu ætíð vera nokkrir
sjúklingar, sem þarfnast sjúkra-
húsvistar, annað hvort í byrjun
meðferðar eða síðar, þegar með-
ferðin á hjálparstöðinni ber ekki
nægilegan árangur. Yrði þá að-
eins um tiltölulega stutta sjúkra-
húsvist að ræða, sennilega 3—5
vikur. Vistun drykkjumanna í
sjúkrahúsið og burtskráning
þeirra væri ákvörðuð af sérfróð-
um læknum hjálparstöðvarinn-
ar.
Erfitt er að segja um, hve
mörg sjúkrarúm muni þurfa í
þessu skyni, en við teldum það
mikinn ávinning, ef 4 sjúkrarúm
fengjust til að byrja með handa
þessum sjúklingum. Eins og á-
standið er nú í sjúkrahúsmálum
í bænum, dettur okkur helzt í
hug að reynt yrði að semja við
Sjúkrahús Hvítabandsins eða
Landakotsspítalann um rúm
þessi. Benda má á að þetta er
engin nýjung, því oft hafa
drykkjusjúklingar verið lagðir í
sjúkrahús hér, þótt það sé ekki
ætíð vel séð af þeim, er yfir
sjúkrarúmunum ráða.
Dvalarkostnaður mundi greidd
ur af Sjúkrasamlagi Reykjavík-
ur fyrstu 35 dagana. Þegar
sjúkrahúsdvölin yrði lengri,
verða aðrir aðilar að taka við.
3. Vinnuhæli fyrir drykkju-
sjúklinga verði sett á stofn hið
bráðasta.
Þangað verði komið til lang-
avalar þeim drykkjumönnum,
sem verst eru farnir líkamlega
og andlega og öll læknismeðferð
hefir reynzt árangurslaus við.
Hæli þetta þarf fyrst og fremst
cð geta veitt vistmönnum hentug
starfsskilyrði, helzt við landbún-
aðarstörf og e. t. v. sjósókn, en
einnig við handiðnir. Hælið þarf
að vera þannig staðsett, að ekki
gæti ónæðis frá umhverfinu, en
þó tiltölulega auðvelt um sam-
göngur. Við teljum það ekki
miklu máli skipta, þótt hælið
verði langt frá Reykjavík, ef
skilyrði væru að öðru leyti góð.
Ekki er nauðsynlegt að læknir sé
fcúsettur á hælinu, og væri eðli-
legast að viðkomandi héraðs-
læknir annaðist aðkallandi
læknisstörf þar. Vistun og burt-
skráning drykkjusjúklinga yrði
í höndum lækna hjálparstöðvar-
innar, sem tæpast þyrftu að heim
sækja hælið oftar en tvisvar á
ári.
Vinnuhælið þarf að geta vist-
að frá byrjun um 20 vistmenn,
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Sumarfrí stendur yfir.
Guðsþjónustur hefjast 10. á-
gúst n. k.
☆
Messur í Norður-Nýja-íslandi
sunnudaginn 6. þ. m. Riverton
kl. 2 e. h., en að Hnausum kl. 8.30
e. h. Séra Eric H. Sigmar pré-
digar á báðum stöðum.
en síðan væri rétt að láta reynsl-
una skera úr um frekari þörf.
Þessa tölu byggjum við aðallega
a upplýsingum, sem lögreglu-
stjórinn í Reykjavík hefir vin-
samlegast látið okkur í té um
drykkjumenn, sem mest verða á
vegi lögreglunnar.
Að lokum viljum við taka
fram, að með tillögum okkar
höfum við m. a. haft það tvennt
í huga, að byrja þessa starfsemi
í smáum stíl og að fyrirkomulag
hennar yrði frekar til að hæna
sjúklingana að en fæla þá frá
henni. Hjálparstöð, sem er til
húsa með annarri lækninga- eða
heilsuverndarstarfsemi og vist í
almennum sjúkrahúsum verður
áfengissjúklingunum geðþekkari
en sérstök drykkjumannastöð og
spítali. Mikilvægt er að forðast
eftir mætti allt, sem litið verður
á sem „stimpil“ í sambandi við
þessa hjálparstarfsemi. Á því,
hve vel tekst um þetta atriði,
veltur mjög, hvort drykkjumenn
almennt, og ekki sízt þeir, sem
vænlegast er um árangur hjá,
leiti til þessara hjálparstofnana
eða ekki.
—A.B., 17. maí
Irsnköllunar-menn Lögbergs
■ Bardal, Miss Pauline .. Minneota, Minnesota
! Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minnesota
Einarson, Mr. M. .. Arnes, Manitoba ;
Fridfinnson, Mr. K. N. S Arborg, Manitoba
Arborg, Manitoba í ' Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba ; Riverton, Manitoba ; Vidir, Manitoba
Goodmundson, Mrs. . Elfros, Saskatchewan !
Gislason, T. J. Morden, Manitoba
Gislason, G. F. . Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. i
Grimson, Mr. H. B. Mountain, North Dak.
’ Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. ! Hallson, North Dak. ; Hensel,*iNorth Dak.
; Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba
Kardal, Mr. O. N. . Gimli, Manitoba
: cfimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man. ;
; Lindal, Mr. D. J. . Lundar, Manitoba •
Lyngdal, Mr. F. O. Vancouver, B.C. !
5973 Sherbrook St.
Vancouver, B.C. •
Middall, J. J .. Seattle, Washington
6522 Dibble N.W. ; Seattle, Washington ;
G. J. Oleson Glenboro, Manitoba
Glenboro, Man. Baldur, Manitoba ! Cypress River, Man. ;
Olafson, Mr. J. Leslie, Saskatchewan
Simonarson, Mr. A. Blaine, Washington !
R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. ;
Sigurdson, Mrs. J. . Backoo, North Dak.
Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak. ! Cavalier, North Dak. ; Walhalla, North Dak.
Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba
Langruth, Man. • Westbourne, Manitoba ;