Lögberg - 10.07.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.07.1952, Blaðsíða 1
O Canada we stand on guard for thee íslendingcr viljum vér ailir vera 6D. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 10. JÚLÍ, 1952 NÚMER 28 Beitir synjunarvaldi Eins og vitað er báru Banda- ríkin fyrir nokkru fram uppá- stungu í þá átt, að Rauða Kross- inum yrði falið að rannsaka á- kærur Rússa um sýklahernað í Kóreu af hálfu sameinuðu herj- anna þar í landi; ætla mætti að Rússum, eins og þeir þóttust vissir í sinni sök, hefði orðið ljúft að slík rannsókn kæmi til framkvæmda, en það var nú öðru nær, að þeir féllist á slíkt. í fyrri viku komið málið til um- ræðu í öryggisráði hinna sam- einuðu þjóða og urðu þar úrslit á þann veg, að fulltrúar ellefu þjóða greiddu atkvæði með upp- ástungu Bandaríkjanna, en erindreki Rússa, Jacob Malik, beitti enn á ný synjunarvaldi sínu og þar með var uppástung- an feld. Vera má að Malik sé eitthvað í nöp við Rauða Kross- inn, þótt það sýnist að vísu næsta ótrúlegt. En hvers vegna fór hann þá ekki fram á, að við- urkendir vísindamenn yrði til þess fengnir, að rannsaka ákær- urnar um sýklahernaðinn og láta þá skera úr málum? Kirkjuþingið í Minneota Úr borg og bygð Hjónavígslur framkvæmdar af séra Valdi- mar J. Eylands. 27. júní Daníel Peter Snidal, M.D., og Carmen Rhoda Fred- rickson. Brúðguminn er sonur Dr. og Mrs. J. G. Snidal, brúður- in er af norskum ættum. 27. júní, Leonard Thomas Jackson, 214 Spence St., og Edna Beth Hull, 285 Spence St. 5. júlí, Marino Calvin Ingi- mundson, 632 Simcoe Street, og Verna Mae Swanson, 305 Harvi- son Avenue. 21. júní, James Harvey John- son, 939 Ingersoll St., og Audrey Aurora Bowley, 277 Cambell St. Sigurður Júlíus Líndal, Sylvan, Sylvan, Man. ☆ Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði ólafssyni að prests- setrinu í Selkirk þann 5. júlí Sigurður Júlíus Líndal, Sylvan, Man., og Emily Agnes Martin, Víðir, Man. Við giftinguna að- stoðuðu Miss Alma Martin, syst- ir brúðarinnar og Mr. Joseph Líndal, bróðir brúðgumans. Ungu hjónin setjast að í Sylvan, Man. ☆ Síðastliðinn mánudag lézt á elliheimilinu Betel að Gimli Miss Guðrún Johnson 74 ára að aldri; hún var systir frú Ingi- ríðar heitinnar konu Dr. Björns B. Jónssonar. Útförin fer fram frá Bardals í dag (fimtudag). Séra Valdimar J. Eylands flytur hin hinztu kveðjumál. ☆ Mr. Stefán Skagfjörð frá Blaine, Wash., kom til borgar- innar um síðustu helgi á leið til Vogar í heimsókn til frænda síns B. Eggertssonar kaupmanns þar sem hann mun dveljast í tvo til þrjá mánuði. ☆ Mr. og Mrs. George Jóhannes- son frá Edmonton eru stödd hér um slóðir þessa dagana. Mr. Jó- hannesson er sonur frú Guðlaug- ar Jóhannesson, 739 Alverstone Street hér í borginni; þau brugðu sér einnig vestur í Argyle þar sem þau eiga margt skyldmenna og annara vina. Sextugasta og áttunda ársþing íslenzka lúterska kirkjufélagsins er nýafstaðið. Var það haldið, eins og áður var auglýst, í prestakalli séra Guttorms Gutt- ormssonar í Minneota, Minn., og hófst með árdegisguðsþjónustu, sunnudaginn 29. júní, í kirkju safnaðarins þar. Mikill fjöldi fólks var þarna samankominn. Gat þar að líta gesti og erindreka frá Chicago, Seattle, Vancouver, Winnipeg og fjölda annara staða fjær og nær. Á sunnudagmn, við morgunmessuna, var vígður til prests sonur prestshjónanna í Minneota, Stefán Guttormsson, hinn efnilegasti maður, sem nú gerist prestur safnaðarins í Cavalier, N.D. Forseti kirkju- félagsins, séra Egill H. Fáfnis, frá Mountain, N.D., framkvæmdi vígsluna með aðstoð presta sem viðstaddir voru. Séra Kristinn K. Ólafsson frá Sharon, 111., um langt skeið forseti félagsins, flutti vígsluræðuna. Eftir há- degið flutti Dr. Bishop, forseti Synod of the North West, virðu- legur fulltrúi United Lutheran Church in America, erindi. Á Séra Stefán Gullormsson sunnudagskvöldið fór fram guðs þjónusta með altarisgöngu; þá flutti Dr. Haraldur Sigmar, frá Ömurleg tíðindi Á þriðjudaginn 1. þ.m., sem er Þjóðhátíðardagur Canada, týndu níutíu og þrír canadískir borgar- ar lífi sínu með ýmissum atburð- um, svo sem með druknunum og slysum á akvegum landsins; þetta er hár skattur, sem ekki er auðvelt að sætta sig við. Þingi stefnt til funda Fylkisþinginu í Manitoba hef- ir verið stefnt til funda þann 22. þ. m., í því augnamiði eink- um, að ræða um og koma í fast horf rafveitumálum fylkisins; mun stjórnin fara fram á ríflega fjárupphæð til að koma upp nýjum orkuverum. Sambandsþingi frestað Síðastliði,nn laugardag var sambandsþinginu frestað til hins 20. nóvember næstkomandi; for- sætisráðherra lét þess jafnframt getið, að ef þörf krefði, yrði þing endurkvatt til funda nær, sem verða vildi. Umræður urðu einna snarp- astar um hina fyrirhuguðu endurskipun kjördæma, og b r u g ð u andstöðuflokkarnir stjórninni um hlutdrægni í þeim efnum. Séra Valdimar J. Eylands Kjörinn forseii hins Evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Blaine, Wash., prédikun. Næstu þrjá dagana fóru fram þing- fundir, unz störfum þingsins var lokið síðdegis á miðvikudag. Á mánudagskvöldið fluttu erindi þeir séra Valdimar J. Eylands, og hinn nývígði prestur, séra Stefán Guttormsson. Á þriðju- dagskvöldið var ræðumaður þingsins ungur guðfræðikandi-' dat frá Háskóla íslands, Þórir Kr. Þórðarson, sem nú stundar framhaldsnám í gamla testa- mentisfræðum við Háskólann í Chicago. Fjallaði ræða hans um fornleyfarannsóknir og gömul biblíuhandrit sem fundist hafa í Palestínu. Fjárhagur félagsins stendur nú betur en áður, þrátt fyrir vaxandi örlæti safnaðanna í framlögum til hinna almennu samtaka kirkjunnar í trúboðs- og menningarmálum allskonar. — Gestrisni byggðarfólks var frá- bær, og veitingar allar bornar fram af mikilli rausn. Séra Eric H. Sigmar frá Seattle var þing- prestur og fórst það mjög vel úr hendi. Séra Sigurður Ólafsson í Selkirk var skrifari þingsins í veikindaforföllum séra Harold S. Sigmars, sem sótti einnig þingið, en varð, samkvæmt læknisráði, að hlífa'sér sem mest við allri áreynslu. Á miðvikudaginn fóru fram kosningar embættismanna og nefnda. Aðalbreytingarnar urðu þær, að séra Valdimar J. Ey- lands, prestur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, var kosinn forseti félagsins, en séra Gutt- ormur Guttormsson vara-forseti. Heiðursforseti var kjörinn Dr. Rúnólfur Marteinsson, en heið- ursverndari Dr. Sigurgeir Sig- urðsson, biskup yfir íslandi. Samkvæmt tilboði frá söfnuð- um félagsins í Seattle og Blaine, verður næsta kirkjuþing senni- lega haldið vestur á Kyrrahafs- strönd. íslendingar í Hollywood Alt í grænum sjó í Briíish Columbia Miðvikudaginn 18. júní s.l. komu saman í Hollywood há- skólanum nokkur hundruð manns, þar á meðal margir ís- lendingar, en ástæðan var sú, að þarna átti að fara fram skemtiskrá, sem að snerist ein- göngu um Island — “Iceland— Key to the North”, en fyrir þessu stóð mentaráð Hollywood og svo íslenzkur félagsskapur hér — sá, sem að stjórnaði samkom- unni, var enginn annar en hinn góði íslendingur, Larry Thor, hinn yinsæli þulur, og nú sem stendur stjarna í “Broadway is my Beat”! leysti hann hlutverk sitt af hendi með smekkvísi og mikilli röggsemi, stundum smá- glettni. Frú Guðný Thorwald- son setti samkomuna með vel- völdum orðum. Ræður fluttu Carl Hendrikson, Stanley Ólafs- son og Sumi Swanson. Kafli úr myndum Hals Linker frá íslandi voru og sýndar. Einsöng sungu þau Guðmundur Guðlaugsson og Dorothy Christophersson — (systir Eileen), söng hún Drauma landið, er hún ljóshærð og lit- fríð og minnir mjög á systur ^sína á allan hátt — ennfremur söng Sverrir Runólfsson, en kona hans, Janet Muphy, lék undir fyrir alla af sinni alkunnu prýði. Einnig söng fjögurra manna kór nokkur uppáhalds- lög; þeir, sem að sungu voru Gunnar Matthíasson, Magnús Magnússon, Carl Erlendsson og Guðmundur Guðlaugsson — en í forsal skólans voru margir fagrir munir frá íslandi, en þær Inga Freeberg og Ásta Bærings sáu um það, voru þær báðar klæddar íslenzkum búningi. Fór samkoma þessi ágætlega fram og var öllum til sóma, sem að þar höfðu hönd í bagga. Skúli G. Bjarnason Eins og menn rekur minni til fóru fram kosningar til fylkis- þingsins í British Columbia þann 12. júní síðastliðinn; hlut- fallskosningar voru um hönd hafðar og aðeins forgangsat- kvæði talin á kosningadaginn; kom þá brátt nokkurn veginn ábyggilega 1 ljós, að Liberal- flokkurinn undir forustu Byrons Johnson forsætisráðherra, hafði svo að segja verið þurkaður út af jörðunni; framhaldstalning hófst þann 2. þ. m. og skipting atkvæða á hina ýmsu frambjóð- endur, er leiddi afdráttarlaust í ljós hrun gömlu flokkanna; enn er talningu eigi fulllokið, en víst talið, að C.C.F.-flokkurinn nái mestum þingstyrk, og næst hon- gangi sá flokkur, er kennir sig við Social Credit. Byron John- son beið persónulegan ósigur í kjördæmi sínu New Westmister. Setur siglingamet Ameríska farþegaskipið nýja, United States, hefir sett met í hraðsiglingu milli New York og La Havre á Frakklandi á þrem dögum, tíu klukkustundum og fjörutíu mínútum; fór skipið vegalengdina á tíu klukkustunda skemmri tíma, en Queen Mary, er fram að þessu hafði sett heimsmet í siglingahraða. Dánarfregn Thorvaldur Mýrdal, Árborg, Man., lézt að heimili sínu, 4. júlí. Útförin fór fram á þriðjudaginn 8. júlí frá Lútersku kirkjunni; séra Sigurður Ólafsson jarð- söng. Hinn látni lætur eftir sig tvo bræður, Joe Peterson og Einar; þrjár systur, Mrs. B. Daníelson, Mrs. J. Madson og Mrs. Chris Johnson. Framboðsþing Republicana Á mánudaginn hófst í Chicago flokksþing Republicana, er velja skal forseta- og varaforsetaefni flokksins við næstu forsetakosn- ingar, sem fram fara í öndverð- um nóvembermánuði næstkom- andi; þingið stendur yfir í þrjá daga, og verða úrslit eigi kunn fyr en eftir að Lögberg fer í póst þessa viku. Megin keppinautar um útnefn- ingu til forsetakjörs eru þeir Senator Robert A. Taft frá Ohio og Dwight Eisenhower, fyrrum yfirforingi sameinuðu herjanna í Vestur-Evrópu. Fyrrum hersköfðingi hinna sameinuðu herja í Asíu, Mac- Arthur, var framsögumaður flokksins á mánudagskvöldið. Töfrar Vorhiminn blár yfir brosandi grundum blæstrokjium vötnum og angandi skóg. Kvakandi fuglar í laufgrænum lundum langdegið bjartsýnt og sóldýrðin nóg. —P. G. Séra Philip M. Péiursson Endurkosinn forseli Sameinaða kirk j uf élagsins. SUMMER By HELEN SWINBURNE Green is the gown she fashioned with her fingers . . A myriad shades of green. She gaily chose, Merely for the rose, Thread of many colours, tints and tones Of yellow, of pale blush to richest red; Nimbly she broidered as the swift hours fled: She lured the stars to earth, _the blue of heaven Into reeded pools of sleeping azure; And then, from ocean unto ocean, flung All of the witchery Which she had captured in her vivid stitchery. Now we arise to feast with her, to feed Our hungry souls upon her loveliness; To listen to, and bless The feathered bards, who, caught within her noose, Unwind a silver skein of rapturous song .... Music which plunges deep within our hearts, And lingers long; To drink her warm fragrance, share her mirth; To feel the breath of God upon the earth. And when she draws her robe into the shadow, And leaves in legions turn to autumn gold; Then is her saga told. On tiptoe .... now we see her dance away In dim phantasmal play; And, ere the final notes of her refrain Fade into silence, through the air is borne The essence of her aura of enchantment To dwell with us until she comes again. Hon. Byron Johnson Ósigur Mr. Johnson’s varpar engum skugga á persónuleika hans, því hann er eftir sem áður viðurkendur víðsýnn hæfileika- maður; ströng sjálfsgagnrýni varð honum að falli; hann var faðir sjúkratrygginganna í fylk- inu, en sannfærðist um að þær bæri sig ekki fjárhagslega nema því aðeins, að einstaklingar er sjúkrahússvistar þörfnuðust greiddu að minsta kosti $35.00 til að byrja með og þetta gerði hann að stefnuskráratriði; hinir flokkarnir lofuðu gulli og græn- um skógum og á það agn beit mikill meiri hluti kjósenda. Leiðtogi íhaldsmanna, Mr. Anscomb, féll einnig í val; að því er síðast fréttist hafa Liberal ar unnið sex þingsæti, en íhalds- menn tvö. Mr. Johnson hefir lýst yfir því, að hann mæli með því, að þeim flokknum, sem liðsterk- astur verður á þingi, verði falin st j ór nar myndun. Hörmulegt umferðarslys Árla morguns síðastliðinn fimtudag vildi það slys til, að Greyhound langferðabíll þétt- skipaður farþegum, rakst á stóran flutningabíl, sem stað- næmst hafði vegna bilunar á Pembinabílveginum um 11 míl- ur suður af Winnipeg, og varð áreksturinn þess valdandi, að átta manns létu lífið, en nítján voru fluttir til aðgerða á sjúkra- hús hér í borginni; svo að segja jafnskjótt og hljóðbært varð um slysið, kom lögreglan á vettvang auk lækna og hjúkrunarkvenna, og varð þess eigi langt að bíða unz allir þeirra, er sætt höfðu meiðslum höfðu fengið sjúkra- hússvist. Sjö hinna brákuðu voru Bandaríkjamenn, en þrett- án úr canadiska stórskotaliðinu, er voru á heimleið frá Valcartier, Quebec. Winnipeghjón, Mr. og Mrs. Bert Miller, 410 Ellice Avenue, voru meðal þeirra, er týndu lífi. Rannsókn stendur enn yfir vegna slyssins og var henni ó- lokið, er síðast fréttist. Kominn heim úr íslandsför Á aðfaranótt síðastliðins mánu dags kom heim úr íslandsför hr. Guðmundur F. Jónasson for- stjóri, en hann fór héðan í heim- sókn til ættlands síns þann 10. júní síðastliðinn, og var þetta í fyrsta skiptið, er honum gafst þess kostur að líta ísland. Lögberg væntir þess að geta á næstunni átt viðtal við Guð- mund, sem er glöggur maður og greinargóður, og birt það les- endum sínum til skemtunar og fróðleiks.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.