Lögberg - 10.07.1952, Page 2

Lögberg - 10.07.1952, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JÚLÍ, 1952 Kaflar á víð og dreif um daginn og veginn Mestar jarðræktarframkvæmdir á s.l ári í Árnes- og Rangárvallasýslum Hestburður gefinn á mann af fóðurkorni ÞAÐ ER eitt umræðuefni, sem er alltaf nærtækt á Islandi, og það er veðrið, en hér hefir líka afkoma þjóðarinnar á öllum öld- um oltið á veðurfarinu og gerir það enn. 1 mínu héraði, Austur- Húnavatnssýslu, voru snjóalög í vetur með meira móti og á- freðasamt að auki, svo að jarð- laust var lengi í sumum sveitum, en á hvert mannsbarn í hérað- inu koma að meðaltali þrjú hross og þeim er ætlað að lifa að mestu leyti á útigangi. Sumir bændur fluttu heim til sín heila bílfarma af kornmat til fóðurs og hver bílfarmur kostar 8—10 þúsund krónur. Ég gáði í ársskýrslu Lands- bankans fyrir 1950 og sá þar, að íslendingar fluttu þá inn 14000 smálestir af fóðurkorni á ári. Það eru 140 þúsund hestburðir og þetta var gjafakorn frá Banda ríkjunum. Einn hestburður á hvert mannsbarn á öllu landinu! Hugsið * þið ykkur, lesendur, þessa hungurgöngu, — börnin, sem varla geta vappað, gamal- menni gangandi við hækjur og alla aldursflokka þar á milli, hvern og einn teymandi klyfj- aðan hest af korni, sem við höf- um ekki unnið fyrir heldur fengið sem ölmusu. Og þó er landbúnaðurinn traustasti at- vinnuvegur hverrar þjóðar, þeg- ar í harðbakka slær. Við höfum marga hektara gróðurhúsa og ræktum þar skrautblóm, en flytjum samt inn grænmeti og ávexti fyrir 20 milljónir króna. Auðvitað flytj- um við inn kartöflur, 30—40 þúsund tunnur, en þriðji hlut- inn af allri kartöfluframleiðslu landsins er ræktaður í Reykja- vík. Það er margt skrýtið, sem lesa má út úr skýrslunum. Færri kýr að tiltölu en fyrir 250 árum Islendingar hafa alltaf lifað að verulegu leyt; á mjólk og mjólk- urafurðum, einkum smjöri. Ekki er nú risið hærra en það, þrátt fyrir aukna ræktun, að hér kem- ur ekki nema ein mjólkurkýr á hverja 4—5 manna fjölskyldu og eru það hálfu færri kýr að til- tölu við fólksfjölda heldur en var um 1700, á dögum þeirra frænda Meistara Jóns og Páls lögmanns Vídalíns. Þá var þó að auki alls staðar fært frá og sauðamjólk mikið notuð. öll mjólkurbú landsins fram- leiða árlega ekki nema tæp tvö kíló af smjöri á mann og annað eins mun vera stro'kkað heima, en aftur á móti eru búin til 14 kíló af smjörlíki á hvert manns- barn og feitin í því víst aðallega fengin sunnan frá Kyrrahafs- eyjum. Þrátt fyrir það, hve smjörframleiðslan er lítil, miðað við viðbitsþörfina, þá er sagt, að smjörið gangi ekki út, svo að sennilega verði að nota eitthvað af því sem úrgangsfeiti til sápu- gerðar. Kaupstaðabúar venjasí af sveilamaí Dreifingarkostnaður á inn- lendum mat er víst áreiðanlega hærri hér en í flestum öðrum löndum og neytendum þykir smjörið dýrt, sem vonlegt er, því að margir kúabændur tíma ekki heldur að gefa sínum eigin börnum smjör. Það er nokkurn veginn segin saga, að þar sem stofnuð eru mjólkursamlög þar hættir sveitafólkið að lifa á mjólk. Bændur eru oft þeir fyrstu, til að gera mjólkurverkfall vegna þess, að þeir halda, að það borgi sig betur að kaupa erlendan mat. Það er bágborin búfræði og haldlítil hagfræði. Börn margra sveitamanna, sem flutzt hafa til Reykjavíkur, læra aldrei átið á góðum ís- lenzkum sveitamat, eins og ýms- um tegundum sláturs, og yfir- ÚTVARPSERINDI eftir P. V. G. Kolka héraðslækni Páll V. G. Kolka leitt er eins og hundi sé boðin heit kaka, ef íslendingum er boð- inn ostur, þessi holli og góði matur, sem er fastur liður í dag- legu fæði sumra annarra þjóða. í Bandaríkjunum sér maður alls staðar auglýsingar frá hin- um stóru sölufélögum um ágæti þess matar, sem þau hafa á boð- stólum, en hér er spillt fyrir sölu mjólkur af seljendunum sjálfum með því að amast við sjálfsögðu heilbbrigðiseftirliti um meðferð hennar. íslendingar ællu að hafa íslenzkan mat Manneldisfræðin beinist á síð- ustu árum mjög mikið að þýð- ingu proteinanna eða eggja- hvítuefnanna. Erfiðismaður þarf auðvitað talsvert af kolvetnum, sem eldsneyti handa aflvélum líkamans, vöðvunum, en bæði börn og roskið fólk þurfa að fá protein í ríkum og fjölbreyttum mæli, m. ö. o. mjólk, skyr, kjöt, alls konar slátur, fisk, egg og ost. Það er sumt gott við nátt- úrulækningastefnuna, t. d. það, að hún hefir á móti miklu sykur- og hveitiáti, sem hvorttveggja fer fram úr hófi hér á landi, en annars er hún um of haldin af sérvizku og móðursýki. Náttúr- leg fæða íslendinga á íslandi er íslenzkur matur, en ekki Japanamatur, Indverjamatur eða apamatur. Islendingar verða að vera menn til að nota gæði síns eigin lands, í stað þess að éta náðarbrauð erlendrar þjóðar. Við getum framleitt nógan hollan og góðan mat handa þjóð- inni, þótt hún verði hálf milljón en það verður hún eftir eina öld, ef allt fer skaplega. Við>eigum að gera betur. Við eigum að geta flutt út landbúnaðarafurðir * í. talsvert stórum stíl. Hægt að rækta nyljaskóg Það má nú telja fullsannað, að hægt sé að rækta í landinu nytjaskóg og mestan þann trjá- við, sem nota þarf. Að undir- búningi þess máls er unnið af dugnaði af Skógræktarfélagi ís- lands, sem er ekki sjúkt af póli- tískum klíkuskap, og vinnur verk sitt á vísindalegan hátt með því að rannsaka hverjar trjátegundir eigi bezt við ís- lenzkan jarðveg og veðurfar. — Mikið af korni má einnig rækta í landinu sjálfu, a. m. k bygg, sem er ágætt til manneldis og feður okkar á Norðurlöndum lifðu á öldum saman, meðan þeir voru að hverfa frá villi- mennsku til menningar. Fullkomin hagnýting véla fæst ekki í kolbúskap Hér getur enn dropið smjör af hverju strái, svo að Kyrra- hafsfeiti verði óþörf með öllu. En stórstígar verklegar fram- kvæmdir krefjast aukinnar vél- tækni og véltæknin getur ekki borið sig nema hjá stórum fyrir- tækjrnn. Búin á íslandi þurfa að stækka frá því sem er, hver einstakur bóndi þarf að marg- falda framleiðslu sína, ef hann á að hafa efni á því, að láta vél- arnar vinna fyrir sig. Það er þessi einfaldi og augljósi sann- leiki, sem á svo bágt með að komast inn í kúpuna á sumum landbúnaðarfrömuðum okkar. Þess vegna vilja þeir færa byggð ina saman, skipta flestum stórum og góðum jörðum, sem væru hentugar til búskapar í stórum stíl, niður í svokölluð byggða- hverfi, þar se mdugnaði og fram- taki bóndans er settar skorður á allar hliðar og hann sjálfur eins og skepna á bás. Fyrirmyndin er kotabúskap- urinn á Jótlandsheiðum, þar sem framkvæmd voru að vísu stórvirki, en með ótrúlegum þrældómi manns og hests. Vöðva afl mannsins og hestsins er undirstaða kotabúskaparins, en fullkomin hagnýting vélarinnar fæst aðeins með stórbúskap. Sem betur fer hafa ýmsir bænda synir farið til Bandaríkjanna til verklegs náms á síðustu árum og þeir munu flytja með sér heim aftur skilning á því, að kotabúskapurinn er fortíðar- fyrirbrigði, sem við þurfum að losna við. Það sá að vísu Einar Benediktsson og söng um fyrir rúmum 50 árum í Aldamóta- ljóðum sínum, þótt ýmsir trúi því ekki enn. Aldrei þægilegl að lifa norður við heimskautsbaug Ég hef fyrir mitt leyti sann- færst um það á síðari árum, að það á ekki að færa byggðina í landinu saman. Það á ekki að skipta góðum jörðum, sem eru vel fallnar til ræktunar, heldur að margfalda þar bústofninn og skapa þar atvinnuskilyrði fyrir unga fólkið frá einyrkjabýlun- um, svo að það þurfi ekki að flykkjast burt úr sveitunum til atvinnuleitar. Við þurfum heil- brigð búrekstrarfélög og vís- indalega búmenntaða stórbænda stétt, rótfasta og stolta af óðul- um sínum. I mörgum dalabyggðum, sem nú heldur við eyði, má reka stór fjárbú, eins og rekin eru á Jökul- dal og Hólsfjöllum, og það er engin frágangssök að flytja þangað þúsundir hesta af heyi, ef ræktunarskilyrðin þar eru þröng. Það þarf ekki að flytja allt fólkið á slægjulöndin til bú- setu. íslenzkir bændur hafa al- drei legið við á engjunum allt árið. Lífsþægindin, sem allir lýð- skrumarar hrópa stöðugt á, eru að vísu góð, svo langt sem þau ná, en þau eru ekki eins nauð- synleg,og af er látið og þau geta orðið of dýr. Ég hef starfað um 30 ár meðal norðlenzkra bænda og meðal sjómanna í einni ill- viðrasömustu verstöð landsins og mér sýnist fólkið þar ekkert vansælla en hitt, sem býr við meiri þægindi. Það hefir aldrei verið neitt sérstaklega þægilegt að lifa norður við heimsskautsbaug, en við verðum að taka því eins og það er, ef við ætlum að vera íslendingar og sjálfstæð þjóð, en ekki aðeins alifénaður hjá einhverju stórveldinu. Til þess þarf að innræta upprennandi kynslóð þau sannindi, að drengi leg barátta við erfiðleika sé eft- irsóknarverðari en það að flat- maga í þægindum og að stæling hugarfarsins sé sízt minna virði en stæling líkamans. Veðmálaæðið útbreiddur sj úkdómur Ég heyrði utan að mér í Út- varpinu eitthvað um löggild- ingu á íslenzkum getraunum og hélt, að þetta ætti að verða sér- staklega þjóðlegt fyrirtæki. Ég varð því íjaeira en lítið hissa þegar ég sá, að hér var um að ræða veðmál um það, hvort Blackstone ynni Brimstone eða Brimstone ynni Blackstone þessa vikuna á einhverjum knatt- spyrnuvelli úti í Englandi. Eru Islendingar orðnir svo snauðir af áhugaefnum um sitt eigið land og menningu, að þeir standi í hópum hverja viku, gap- andi af eftirvæntingu eftir úr- slitum í jafn hversdagslegum viðburði og knattspyrnuleikjum í Englandi? Veðmálaæðið og happagræðg- in eru orðin útbreiddur sjúk- dómur hér á landi. Það getur að vísu verið gott að hafa happ- drætti til þess að reisa fyrir Há- skóla, eins og hér hefir verið gert, eða fullkomin sjúkrahús, eins og írar gera. En happdrætti til annars en nauðsynlegustu menningar- eða mannúðarmála ætti auðvitað að banna. Hér gengur þessi ósómi svo langt, að pólitísk blöð reka happdrætti til ágóða fyrir útgáfustarfsemi sína. Lygin í landinu verður varla hordauð, þótt henni sé ekki haldið uppi með happdrætti. J3ófafélögin í Bandaríkjunum hafa svo sem séð þetta hentuga ráð til að hafa fé út úr almenn- ingi. Þau hafa komið upp happdrættisvélum, svokölluðum „slot-machines,“ á þúsundum skemmtistaða og fjöldi manna, einkum unglingar, eyða bæði tíma og stórfé í að fóðra þessar vélar með peningum í von um vinning. „Slot-machines“ hafa nú verið bannaðaðar í mörgum ríkjum þar og gerðar upptækar, svo að sennilega er hægt að fá eitthvað af þeim gefins handa íslendingum. Ný viðfangsefni og dægrastytting Þeim fækkar í þessu landi, sem kunna veruleg skil á lífi og verkum Snorra Sturlusonar, Skúla Magnússonar eða Einars Benediktssonar, en aftur á móti er hér að spretta upp ný tegund fræðimennsku, sem er í því fólgin að læra nöfnin á Holly- woodleikurum, hnefaleikurum, jazzleikurum og öðrum stundar- fyrirbrigðum í skemmtanalífi menntunarsnauðasta 1 ý ð s i n s vestan hafs. Fjöldi tímarita og blaðagreina er nú gefinn út um þennan vísdóm og dagblöðin birta jafnvel framhaldsreyfara í myndum, sem eru sérstaklega ætlaðir börnum, enda ber þar mest á manndrápum og tauga- æsandi glæpum. Þessar myndir, svokallaðar „comics“, telja ýmsir úppeldis- fræðingar í Ameríku að eigi sinn þátt í glæpum unglinga þar í landi og vilja fá þær bannaðar. Við lifum ekki aðeins á ölmusu hjá velviljuðu stórveldi, heldur stefnir menning okkar að því að verða sníkjumenning, eins og Bjarni frá Vogi orðaði það. Við Fjórir af hverjum fimm bændum landsins fengu jarðabótastyrk. 5402 jarðir í byggð. Páll Zóphoníasson búnaðar- málastjóri átti í gær við- ræðufund með blaðamönn- látum íslenzk ungmenni lepja menningardreggjar Ameríkana í stað þess að benda þeim á það, sem er til fyrirmyndar hjá þess- ari miklu menningarþjóð, dugn- að hennar, verkhyggni og virð- ingu hennar fyrir frelsi og rétti einstaklingsins. Frumskylda þjóðfélagsins Frumskyldur hvers þjóðfélags eru tvær. Önnur er sú að halda uppi lögum og reglu, hin er að sjá þeim farborða, sem ekki geta það sjálfir, börnum, sjúklingum og gamalmennum. Ég sleppi því að tala um, hvernig lögum og rétti er haldið hér uppi, það yrði of langt mál, en hitt fullyrði ég, að íslending- ar vanrækja skyldur sínar gagn- vart lítilmögnum þjóðfélagsins. Hér hrifsar hinn ungi og hrausti til sín, án þess að hugsa um þann aldraða og veika. Það er heimtað af ríkinu, að það komi upp danssal í hverri sveit, yfirbyggðri sundlaug í annari hve^ri sveit, borgi með- gjöf með atvinnuvegunum, múti hraustu og velvinnandi fólki til að rækta jörðina eða draga fisk úr sjó. Þjóðfélagið hefir ráð á þessu öllu, en það þykist ekki geta byggt sjúkrahús, elliheim- ili feða barnaheimili, þótt það leggi drápstolla á hvern bita og hverja flík munaðarleysingjans. „Kjarabótakendirí" Fyrir sex árum síðan voru ýmsar helztu borgir Þýzkalands í rústum, fjöldi verkfærra manna voru fallnir í styrjöld, aðrir fatlaðir, en milljónir af ekkjum og munaðarleysingjum. Nú er þessi stjórnsama og iðjusama þjóð vel á vegi með að byggja land sitt upp úr rústunum, en íslendingar hafa verið á kjara- bóta-„kenndiríi“ síðan hinni afla sælu vertíð ófriðaráranna lauk. Með allskonar óstjórn, svindli og vinnusvikum hefir tekizt að koma byggingarkostnaði í Reykjavík upp í 800 krónur á rúmmetra, þótt hægt sé nú með góðri stjórn og vinnubrögðum að byggja vönduð hús fyrir 500 krónur á rúmmetra. Ætli það láti ekki nærri, að börnin okkar, sem nú eru að stofna heimili, borgi þriðja hlutann af húsa- leigu sinni í syndagjöld fyrir sviksemi eldri kynslóðarinnar? Enn er heimtaður styttri vinnudagur, minna erfiði, minni fórufýsi og það verða barna- börnin okkar, sem borga synda- gjöldin fyrir það á sínum tíma. íslendingar eru ekki ómenni að eðlisfari, það sér maður á því, hvernig allslausir landnemar vestan hafs hafa komið börnum sínum áfram. Það má ýmislegt finna að amerísku stjórnarfari, en það elur ekki ómennsku uppi í mönnum eins og stjórnarfarið hjá okkur hér heima. —Mbl. 8. júní um. Skýrði hann þar frá því, að búið væri að reikna út jarðabdtastyrki fyrir alla landsbyggðina. — Samtals verða greiddar um sex mill- jónir króna í styrki og er það um það bil fjórðungi meira en í fyrra. Meslar framkvæmdir í Árnessýslu Mestar eru jarðræktarfram- kvæmdirnar í Árnessýslu, eða um einn hektari á hvert byggt býli. Þá kemur Rangárvalla- sýsla, lítið eitt lægri, en líka með um það bil einn hektar á býli. I þessum sýslum báðum taka 9 af hverjum 10 bændum þátt í jarðabótum. Þá koma nokkuð margar sýslur, sem hafa að meðaltali um hálfan hektara og meira, þar sem um fjórðungur bænda og meira vinna að jarða- bótum á síðastliðnu ári. Þessar sýslur eru Kjósarsýsla, Norður-Þingeyjarsýsla, Skaga- fjarðarsýsla, Borgarfjarðarsýsla og Vestur-Skaftafellssýsla. Allmargar sýslur eru svo með jarðræktarframkvæmdir, sem nema um einni dagsláttu á hvert býli. Yfir 5 þús. jarðir í byggð Einna minnstar eru fram- kvæmdirnar á Vesturlandi og minnstar í Norður-Isafjarðar- sýslu, þar sem jarðræktarfram- kvæmdir eru ekki nema 1/6 úr dagsláttu á hvert býli að meðal- tali. I yfirliti, sem búnaðarmála- stjóri hefir gert og væntanlega verður birt í heild í ágústhefti Freys, kemur í Ijós, að við síð- asta manntal voru 5402 jarðir í byggð á íslandi. Á síðasta ári voru jarðabótamennirnir 4255, svo að langsamlega flestir bænd- ur landsins standa í jarðabótum á jörðum sínum. Hverjar eru framkvæmdirnar? Það kemur í ljós við athugun á skýrslu búnaðarmálastjóra, að langsamlega mestar jarðabætur liggja í nýræktinni, að undan- skyldum þó skurðgrefti með stórvirkum gröfum, sem ekki liggur fyrir yfirlit um frá síð- asta ári. Það er eftirtektarvert, að þúfnasléttun er svo til úr sög- unni, svo að eftir því eru nú öll tún á íslandi orðin slétt. Nýræktin á öllu landinu nam árið 1951 2469 hektörum, en 2191 árið áður. —TÍMINN, 13. júní COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins OVER THE PARTY LINE_BY M.T.S ^’T GUESS UUMB[RS Sýnið nærgætni, er þér notið hinn sameiginlega símþróð! 32- I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.