Lögberg - 10.07.1952, Page 3

Lögberg - 10.07.1952, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 10. JÚLI, 1952 3 Fögur köllun hins fræga manns Nöfn einstakra manna heyrast o f t í útvarpsfréttum. S u m a þeirra vildum við margir helzt aldrei heyra nefnda. Aðrir verða okkur kærir. Þeir menn, sem ganga um kring og gera gott, semja frið, ekki í orði, heldur í verki, verða hugþekkir. Einn þeirra manna, sem oft hef ur verið nefndur í erlendum fréttum, er John Foster Dulles, maðurinn, sem víða hefur komið við sögu og allra manna mest verið riðinn við friðarsamingana við Japani. Álit manna á þeim samningum er ærið misjafnt, en hvað sem hver og einn segir, verður því ekki neitað, að þeir samningar eru einsdæmi í ver- aldarsögunni. Árið 1950 benti John Foster Dulles Bandaríkjastjórn á, að nú væri kominn tími til að hafast eitthvað að, hugsa ekki aðeins um sitt eigið líf, heldur frelsi þjóðanna yfirleitt. Hann benti á, að Japan gæfi Ameríkumönnum sérstakt tækifæri, og ári síðar vann hann manna mest að lausn þessa vandamáls. Vinir Dulles og margir aðrir höfðu talað um hina „ófyrirgefanlegu“ synd Japans, og þeim mönnum var sannarléga vorkunn. Nú fyrirgáfu Banda- ríkin allt, gleymdu árásinni á Pearl Harbour, gleymdu öllum skelfingum stríðsins, heltu olíu í sárin í stað þess að nota svipu sigurvegarins. — Hvað er nú að baki þessarar framkomu Ame- ríkumanna við Japani? Tortryggnir menn hafa sjálf- sagt skýringu á takteinum, en hún hittir þó ekki naglan á höf- uðið. Útvarpshlustendur hafa oft heyrt John Foster Dulles nefnd- an, en þeir hafa litlar upplýsing- ar fengið um manninn og vita sízt, að hann hefur stjórnast af fyrirgefningaranda og friðarvilja kristindómsins. Það ber oft meira á ölduróti og stormhrynum hafsins, en djúp- straumum. Við heyrum sitt af hverju um heimsviðburði, en oft- ast aldrei neitt um hið mikilvæg- asta, sem er að gerast á meðal þjóðanna og í lffi einstakling- anna. Hver hefur djúpstraumurinn verið í lífi John Foster Dulles? Á einu ári flaug hann 125,000 enskar mílur og heimsótti sex höfuðborgir til þess að flytja mál sitt. Þannig vinna menn, þegar þeir hafa fengið ákveðna köllun. Dulles er prestssonur. Hann er fæddur 1888. Uppeldið var gott. Ein af eftirlætisbókum hans var För pílagrímsins. Hann var einn- ig knár sveinn, lék sér að því að synda hálfa þriðja enska mílu, sem mun vera á sjöunda km. Nám stundaði hann við ýmsar menntastofnanir og í ýmsum löndum og tók lögfræðipróf við háskólann í Washington. Hann tók þátt í nokkrum mikilvægum ráðstefnum, þar á meðal Versala ráðstefnunni ,sem gerði samning ana eftir fyrri heimsstyrjöldina, og þótt hann væri ekki í sama stjórnmálaflokki og Wilson, dáð- ist hann mjög að stefnu hans og hugsjónum, en í kröfum D. Lloyd George og Clemenceau sá hann sæði nýrrar styrjaldar. Hann tók svo upp störf að nýju hjá Sullivan og Cromwell, varð þar meigandi og forstjóri eins merkasta lögfræðifyrirtæk- is heimsins. Þá var hann um fimmtugt og bjó við öll þau kostakjör, sem menn helzt geta óskað sér. Hann átti skemmti- snekkju, hús í New York, sumar- bústað á öðrum stað og bjálka- kofa á sjálfseignareyju í Ontario- vatninu og gat skemmt sér þar bæði við sund og veiðimennsku. Við slík kjör var hægt að una sér í rólegheitum, en einhver rödd hrópaði til þessa manns, svipað og til Páls fyrr á öldum. Einhver innri eldur kynti undir þeirri fögru hugsjón, að hefja til vegs og virðingar stjórnmála- stefnu, sem grundvallaðist á kristilegu siðgæði. Árið 1937 sat hann þing í París. Það þing var deild úr Þjóðabandalaginu og var Dulles þar forseti. En þaðan hvarf hann sárlega vonsvikinn, og fór þá til Englands og sat í Oxfórd, þing, sem fjallaði um samband ríkis og kirkju. Munur- inn á þessum tveimur þingum var áberandi, segir í grein þeirri, sem hér er stuðzt við. Stjórnmála mennirnir á Parísarráðstefnunni voru bugaðir og bölsýnir, en kirkjunnar menn voru vongóðir og jákvæðir. Hér bálaðist á ný sú trú hjá John Foster Dulles, sem faðir hans, presturinn, hafði kennt honum. Þremur árum síð- ar, er styrjöldin var skollin á, flutti Dulles mál sitt á sambands ráðsfundi kirknanna (Federal Council of Churches) og þar var hann skipaður formaður nefndar, er leita skyldi að grundvelli var- anlegs friðar í heiminum. Um það leyti mátti andi fyrirgefning- ar og umburðarlynrdis sín ekki mikils í heiminum. Heimtuð var skilyrðislaus upgjöf af Þjóðverja hálfu, og hefna þurfti árásarinn- ar á Pearl Harbour. Dulles hafði hugfast, hver á- hrif friðarsamninganna e f t i r 1 y r r i heimsstyrjöldina urðu. Hann og nefnd hans sögðu upp- hátt: „Til er æðri og fullkomn- ari lífsregla ,sá grundvöllur sið- gæðis, sem Kristur Jesús kenndi. Bandaríkin verða að hafa for- ustuna og gefa öðrum þjóðum fordæmi í því, að hefja til vegs það siðgæði, einnig í stjórnmála- kerfi þjóðanna. Hefndarhugur- inn verður að víkja.“ Nefndin samdi stefnuskrá, hin- ar „sex máttarstoðir friðarins.“ Sambandsráð kirknanna s t ó ð þannig á bak við stofnun Sam- einuðu þjóðanna. Áriði 1943 hitti D u 11 e s þingmanninn Arthur Vandenberg á ráðstefnunni í Mackinac, þar sem republika- flokkurinn snerist frá hlutleysis- stefnunni, en það er einmitt $ þessum stað, að Síðferðisvakning in (áður kölluð Oxfordhreyfing- in) heldur þing sín. Þar ræddu þessir tveir menn áhugamál sín, en árið 1945 fékk Vandenberg Þetta eru 125 bindi frá 18. öld og eru sum mjög fágæt. Gefandinn er Leó B. Bárðarson Gísli J. Johnsen, stórkaup- maður, er nýkominn hingað til landsins frá Bandaríkjun- um og kom hann með stór- merka bókagjöf til Háskóla- bókasafnsins og Þjóðminja- safnsins, en gefandi bókanna er Leó Breiðfjörð Bárðar- son, Oakland, Kaliforníu. Faðir Leós B. Bárðarson, Sig- urður Bárðarson, hafði átt þessar bækur, sem eru 125 bindi, og hafði hann eindregið óskað eftir því, að þær yrðu gefnar hingað heim, en Sigurður dó árið 1940. Gísli og Leó kynntust fyrir tveim árum síðan, er Gísli var á ferðalagi vestra. Hóf Leó máls á þessum bókum við Gísla, en það leiddi nú til þess að bækurnar eru nú komnar hing- að til lands frá Kaliforníu með viðkomu í Skandinavíu. Var boðið vestur Svo stóð á ferð Gísla tiþBanda ríkjanna, að sænskur vinur hans bauð honum og konu hans far með skipinu Tosca frá Osló. Þáðu þau hjónin boðið og varð það að samkomulagi milli Leós og hans, að hann tæki bækurn- ar með sér, er hann færi til baka. Fóru þau hjónin fyrst til Skand- inavíu, er þau komu að vestan, en hingað til landsins komu þau með Gullfossi, voru bækurnar alltaf með þeim, og eru þær nú komnar hingað heilu og höldnu. Frá 18. öld Þessi 125 bindi eru gamlar, ís- lenzkar bækur, og eru sum bind- in mjög fágæt, m. a. handrit frá 18. öld. Margar bækurnar bera Roosevelt til þess að senda John Foster Dulles sem fulltrúa á stofnfund Sameinuðu þjóðanna í San Francisco. Þar flutti Dulles mál sitt um heiðarlega og göfuga stjórnmálastefnu. Áhrif Dulles urðu stöðugt meiri og fleiri og hann hækkaði í tigninni, og það var fyrir tilstilli Vandenbergs að Dulles komst í stjórnarráðið árið 1950. Dean Acheson ráð- herra útnefndi hann svo til þess að gera uppkast að friðarsamn- ingi við Japani. Þar með fékk hann aðstöðu til að leysa af hendi það verk, sem hugur hans hafði staðið til árum saman. Dulles á- kvað að samningar þessir skyldu verða á kristilegum grundvelli. Og nú má geta þess, að árin á undan, friðarsamninginum voru Japanar búnir undir þetta á ýms an hátt, þar á meðal komu nokkr ir tugir manna, ýmis konar for- ustumenn, og jafnvel ráðherrar, írá Japan, í heimsókn til Ame- ríku og Evrópu, en för þeirra var þó aðallega gerð til þess, að sitja þingin í Caux í Svisslandi, en það eru alþjóðaþing Siðferðisvakn- ingarinnar, og þangað hafa kom- ið yfir 40 þúsundir manna frá 110 þjóðum á sex síðastliðnum árum. Andi þeirra er einmitt andinn, sem stjórnaði John Fost- er Dulles og Arthur Vandenberg og kom til vegar friðarsamningi, sem er einsdæmi í mannkyns- sögunni. Auðvitað hatast sumir við þann samning, af því að þeir óttast nýtt herveldi Japans, en það útilokar ekki þá staðreynd, að samningurinn er hinn mann- úðlegasti og gerður af göfugum hvötum. Þetta er þá í fáum orðum sag- an um það, sem gert hefur John Foster Dulles að heimsfrægum manni og fyrirmynd í stjórn- málastarfsemi. — Þeim heiður sem heiður ber, og gefum anda kristindómsins viðurkenningu fyrir það dásemdaverk, sem hann vinnur hvarvetna á bak við tjöldin, ef ekki opinskátt, og hvernig hann snýr hugum manna inn á farsældarbraut hins eina sanna og varanlega friðar. með sér, að þær séu uppruna- lega komnar frá séra Helga Sigurðssyni, presti á Melum, en hann var fyrstur til að gefa gripi í Þjóðminjasafnið, þegar það var stofnað. Gefandinn lét svo um- mælt, að þau handrit, sem væru lítt læsileg, skyldu ganga til Þjóðminjasafnsins, en Gísli J. Johpsen afhenti bækurnar í gær til háskólabókavarðar og þjóð- minjavarðar. —TÍMINN, 31. maí Rausnarleg gjöf til dvalarheimilis aldraðra sjómanna Konur úr kvennadeild Slysa- varnafélagsins, kvenfélagsins Hrönn og kvenfélagsins Keðjan, afhentu í gær stjórn sjómanna- dagsráðs 11.000 krónur, sem er ágóði af kaffisölu o. fl. á sjó- mannadaginn. Er þetta fyrsta tillag þeirra til herbergis Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. Sjómannadagsráð hefir beðið blaðið að færa konunuum.kærar þakkir fyrir aðstoðina og sömu- leiðis Oddi Ólafssyni og starfs- fólki í Iðnó fyrir störf þeirra í þágu málefnisins. —A.B., 12. júní Maður nokkur var að snæða morgunverð og um leið var hann að lesa morgunblöðin. í einu blaðinu sá hann dánartilkynn- ingu sjálfs síns. Hanji hringdi til Jóns vinar síns eins og skot og sagði: — Heyrðu, gamli vinur, — hefurðu lesið dánartilkynning- una mína í blaðinu í dag? — Já, svaraði Jón. — Hvaðan ertu að hringja? —P. S. EINING Merk bókagjöf til Hóskóla íslarids fró Vestur-íslendingi Verið að Ijúka lagn- ingu flugbrautar við Egilsstaði Brautin er 1700 metra löng og malarborin og liggur á milli Finnstaða og Egilsstaða Frá fréttaritara Tímans á Héraði. Verið er að gera flugbraut við Egilsstaði, en þar hefir enginn flugvöllur verið fram að þessu. Hafa flugvélar orðið að lenda ýmist á túni eða Lagarfljóti. Ekki verður brautin höfð lengri en 1700 metrar að sinni, en fyrirhugað er að lengja hana síðar. Áður höfðu ekki verið aðrir lendingastaðir tiltækir á Egilsstöðum en tún, þar sem að ekki var hægt að lenda nema litlum flugvélum og svo Lagar- fljót, sem hefir fram að þessú verið lendingarstaður áætlunar- flugvéla og annarra stærri flug- véla, sem þurft hafa að lenda á Héraði. Flugráð væntanlegt austur Flugbraut þessi liggur á milli Finnsstaða og Egilsstaða. Er hún malarborin og verður hægt að lengja hana til beggja enda, eft- ir því sem þörf krefur, þegar ákveðin hefir verið endanleg stærð hennar. Flugráð mun nú vera væntanlegt austur og munu þá verða teknar nánari ákvarð- anir um lengd brautarinnar. Keppzt er nú við að ljúka þess- um kafla, sem fullgerður verð- ur að sinni og á honum að vera lokið áður en landsmót ung- mennafélaganna verður haldið að Eiðum í byrjun næsta mán- aðar. —TÍMINN, 13. júní Gróðurleysið er alvarlegt ó Norðurlandi Ennþá eru stöðugir vorkuldar Vorkuldar eru enn mjög miklir fyrir öllu Norður- landi, þannig að til vand- ræða horfir með sprettu og annan gróður. Þó búpeningi hafi almennt verið sleppt á beit, er það meira af illri nauðsyn en því, að bithagi sé kominn, þar sem gróður er víðast hvar ekki meiri en að jafnaði er fyrst í maí í venjulegu árferði. Kýr missa nyt og lömb veslast upp Gróðurleysið er alvarlegt símaði fréttaritari vor á Húsa- vík í gær. Kýrnar missa mjólk jafnskjótt og þeim er hleypt úr fjósi og komið hefir fyrir að lömb hafa króknað úr kulda síðustu daga, eða beinlínis veslast upp. Alvarlegt ástand Rigning eða slydda hefir verið hér flesta daga, segir hann enn fremur, og ástandið er sannast sagna alvarlegt. Vorverkum er víða ekki lokið enn. í innsveitum hefir verið hríð- arverður við og við, t. d. hefir hríðað eitthvað alla daga mán- aðarins nema tvo að Birnustöð- um í Laxárdal. Ekki farið að grænka Út með Eyjafirði er sums stað- ar alls ekkert farið að grænka, en inn í firðinum er ástandið heldur betra, þar sem fönn leysti tiltölulega seint og jörðin kom ekki eins slæm undan snjónum. Auk þess er þar ekki eins opið fyrir norðan strekkingnum. Þörf snöggra breytinga Sömu sögu er að segja úr ræða. Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson j WINNIPEG CLIN1C St. Mary’s and Vaughan. Wlnnlpeg PHONE 926 441 1 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Si. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Pasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eldaábyrgC, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21 101 ESTIMATES FT(F,F. J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Slding — Repairs Country Orders Atteudeð To 632 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce kours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 —Res. 230 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrædvngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur’jfQpugna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 815 Heimasfmi 403 794 1 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Lilly Matlhews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. Office Phone Res. Phone 924 762 726 118 " Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 828 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated A. S. BARDAL LTD. PUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur lílckiatur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Stofnaö 1894 Simi 27 324 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 23 996 700 Notre llamt yVve. Opposite Maternity Pavillion, General Hospital. Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages. Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Aeeountanta 505 Confederatlon Llfe Bldg. WINNtPEG MANTTOBA Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrlsters - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanaaon 500 Canadlan Bank of Commerce Chamben Wlnnlpeg, Man. Phone M3 ff 1 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldavörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, simið tll KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: S3 744 — S4 431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Sími 925 227 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in aU lts branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave., Winnipeg Phone 21804 Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.