Lögberg - 10.07.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.07.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JÚLÍ, 1952 5 AI1L6AHAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁVARP Fjallkonunnar að Hnausum 1. júlí 1952 Flutt af frú ÓLÖFU ODDLEIFSSON en tímanleg gæði, og hélt sög- unni vakandi þótt fokið virtist í flest skjól. Til þess að láta þessar vonir rætast fluttu afar yðar og ömmur, feður yðar og mæður til þessa lands. Þeir leit- uðu hér að andlegum verðmæt- um, sem þeir trúðu og vonuðu, að mundu í fyllra mæli falla yður í skaut. Á þessari stund horfum vér eigi aðeins á hinn sterka kveld- roða er hvílir yfir fortíð yðar. Lítið einnig með mér á morgun- roðann yfir vona landinu. ísland er lýðveldi á ný. Á hverjum bæ sefur eigi aðeins hetja, heldur lifir þar og býr fólk með traust- ar hendur og hugprúð hjörtu, er gengur vonglatt út í baráttu daganna, fólk, sem elskar landið af því, að það er landið þeirra, virðir lögin, því að það hefir sett þau sjálft. Konur og menn, sem yrkja, eins og til forna, or- ☆ ☆ ustuljóð og ástarljóð og sálma um háar og göfugar hugsjónir. Sama er að segja um yður, börn mín, er þetta land byggið. Þið hafið með orðum, ljóðum og verkum sýnt ást yðar til mín. Einnig þér elskið hinar sömu hugsjónir og forfeður yðar mátu svo mjög. Einnig þér hafið sam- ið yðar sögu og eigið yðar hetjur, sem lifa munu í minningunum. Afl og hugrekki og alt hið góða, er prýddi forfeður yðar, birtist einnig í fari yðar. Virðingin fyr- ir verðmætum íslenzkrar þjóðar lifir einnig með yður. Þeim arfi viljið þér ekki glata. Dýrasta perlan í þeim arfi er tungan. Hana hafa forfeðurnir geymt, hetjurnar talað og skáldin, mennirnir, sem elska orð, fágað og auðgað. Með dæmafárri fórn- fýsi og trú hafið þér nú reist viðhaldi hennar hillingamið, ekki í móðu framtíðarinnar, heldur á bjargföstum grunni raunveruleikans í yðar eigin samtíð. Á ég þar við deild ís- lenzkunnar og íslenzkra fræða, er þér hafið nú stofnað við há- skóla þessa fylkis. Með því hafið þér tryggt festina, sem dísin brá til forna á norður vegu, og bað að æ héldi. Að svo mæltu kveð ég yður með þeirri bæn, að lands vors guð verndi yður og blessi, gefi hverri góðri hugsjón yðar sigur og leiði yður um vegu framtíð- arinnar að þeim orðstír, sem aldrei deyr. Address of Miss Canada, at Hnausa July 1st 1952 By MISS ALMA MARTIN Merkur íslendingur lótinn sem allra bezt. Það var því á- nægjulegt að koma á heimili skipið stendur í framstofu heim- ilisins öllum til sýnis sem þang- að koma. Hann var vinmargur og öllum Islendingum, sem hann þekktu, þótti mjög vænt um hann, Einar vantaði heldur aldrei þar sem landarnir komu saman. Einar var gestrisinn og höfð- mgi heim að sækja, enda átti hann myndarkonu hina mestu, sem var honum mjög samtaka i allri lífsbaráttunni, og þá einnig í því að láta gestum sínum líða þeirra, þar var oft mjög margt um manninn og glatt var þar á hjalla. * Með Einari Magnúsi Einars- syni hefir því til grafar gengið merkur Islendingur og drengur góður, sem lengi mun lifa í hug- um þeirra, er hann þekktu. Hann var jarðsunginn þann 9. júní 1951 frá útfararstofu West- ford & Beck, Bellingham, að viðstöddu mörgu fólki. Hérlend- ur prestur jarðsöng. Blessuð sé minning þessa merka manns. G. P. J. Fullkomin heilzugæzla við barnaskólana í Reykjavík íslenzkar konur og menn: Ennþá einu sinni kemur Fjall- konan fram fyrir yður hér á Iðavöllum til að ávarpa yður nokkrum orðum og flytja yður kveðju frá ættlandinu; frá ætt- ingjum og vinum, fjöllum og dölum, fjörðum og heiðum flyt ég yður kveðju og þá ósk, að þessi stund, sem þér hafið helgað minningu minni megi verða heillastund góðra minninga, og einnig gædd björtum vonum um það, sem ennþá er ekki fram komið. Endur fyrir löngu átti ég sonu og dætur, sem trúðu á for- lagadísir , sem greiddu gullna þræði og fólu enda þeirra í austri og vestri. Sú skáldlega mynd á við þau ættar- og trygðabönd, sem ennþá tengja börn mín heima á hinni eldgömlu ísa- fold við þau, sem numið hafa sér bygðir og ból í Vínlandi hinu góða. Það er sú trausta festi, er ég óska og vona að æ haldi. Styrk- ur þessarar taugar er stund sem þessi. Hún er helguð sögu barna minna og vonum þeirra; hún tengir trygða- og vináttubönd. Svo fjölgar ástum sem fundum. Stundir helgaðar mætum minn- ingum eru unaðsstundir. Þið rennið með mér huganum heim til fornra stöðva og heyrið aldn- ar róma raddirnar, og sjáið svipi fornaldar reika um láð og svalan sæ í gullnum sólsetursbjarma hins liðna. Svipir þessir, þótt fornir séu og fjarlægir, hverfa þó aldrei með öllu inn í nótt gleymskunnar, því að á meðan leið þeirra lá um þetta jarðneska líf, öðluðust þeir fyrir hug- sjónir sínar og baráttu þann orð- stír, sem aldrei deyr. Hugsjón þeirra var sú, að frelsið væri hið eftirsóknarverðasta. Til að öðlast það yfirgáfu þeir ættjörð sína og óðul, ættingja og vini, og settust að í eyðilandi. Þeim skildist, að þótt þeir hefðu þannig öðlast frelsið, var það ekki nóg. Þeir urðu að tryggja það með stofnun lýðveldis og vituflegum lögum. Þeir bundu brátt tryggð við landið. Þótt þeir væru harðúðugir og bar- áttan væri oft hörð fengu þeir smátt og smátt ást á landinu sínu, því að þeir fundu til þess, að það var landið þeirra, eign þeirra. Þeir tóku það ekki að léni frá neinum konungi, lutu hvorki reifurum né harðstjór- um. Þeir virtu lögin, það voru lögin, er þeir höfðu sjálfir sett. Þeir elskuðu baráttuna og hættuna, sem henni fylgdi. Hún var efni í frægðina. Hugur þeirra var svo þrunginn af að- dáun fyrir baráttunni, að mælt mál dugði ekki til að lýsa til- finningum þeirra. Þær brutust út í ljóðum, stuðlamálum, sem minning gat geymt og kynslóð- irnar varðveitt. Orustuljóð, sem hvöttu æskuna til frama og dáða. Fegurð landsins náði smám saman sama haldi á hug- um barna minna, og birtist í ljóðum ástar og aðdáunar, svo að engin móðir á jafn mörg skáldbörn og ég að tiltölu. Þessi börn mín elska ég mest. Þið eigið þeim mest að þakka. Án þeirra starfs væru stundir minn- inganna fáskrúðugri og sagan full af kölnum blettum, þar sem ekkert grær. Á hverjum bæ .sefur hetja, þar sofa forfeður yðar og mæður, fólk, sem í gegn um örðugleika aldanna, gleymdi aldrei hugsjón forfeðranna um frelsi og sjálfstæði, sem mat andleg verðmæti langt um meir I would like to express my appreciation for the honor which has been conferred upon me of representing the youth of Can- ada, not a particular group of any one kind but all the younger generations. For no matter in what part of the world our fore- fathers were born, we are all Canadian, all eager not only to take advantage of what this country can offer us but also to make some contribution to this land of our parent’s adoption. People speak of ethnic groups —of racial prejudice. Actually, there are no such things. A little child can teach us all a lesson in this respect for he knows no barrier of racial background. As little children we accumulate friends or enemies according only to one another’s present actions. Only through parents do we come to look down on them because they are different from our own. As a teacher, I myself, feel, as only natural that perhaps the Frá Seattle Þessi borg, Seattle, er í mikl- um uppgangi. Innan fárra ára verða hér miljón íbúar. Þótt byggingarefni og verkalaun séu afarhá er haldið áfram að byggja. t norðurhluta bæjarins er meiri eftirspurn eftir íveru- húsum og byggingarlóðum en annars staðar og eru þar hart- nær allar lóðir uppseldar. Nú er sól og sumar og nú eru þjóð- garðarnir hér í Seattle óspart notaðir fyrir skógargildi — (Picnic’s). Það er hvíld og unun að geta setið í forsælu trjánna og dáðst að blómaskrúði og ýmsum trjátegundum, sem þar eru ræktaðar. Já, Seattle-borg er óviðjafnanleg fyrir fegurð, út- sýn og loftslag. Þá er að minnast á Islendinga- daginn, sem haldinn verður sunnudaginn 3. ágúst rí.k. að Silver Lake, eins og undanfarin ár. Nefndin er nú í óðaönn að undirbúa hátíðahaldið. Skemti- skrá verður hin bezta. Við vor- um svo heppin að geta náð í hinn velkunna unga prófessor, Finnboga Guðmundsson, sem mun flytja ræðu bæði á ensku og íslenzku. Eftir því sem hann hefir kynnt sig síðan hann kom hingað vestur, mun enginn verða greatest melting pot of our di- verse background is our educa- tional system. In our schools and colleges the best of all that our fathers have brought can further the culture of Canada. As an example I might mention the recent addition to our University of the Chair in Icelandic which will provide for students an op- portunity to study one of the oldest histories of the modern world. Too, our schools offer to all of us the same benefits. Yes, to all, for those of us who are not financially able, are bursar- ies and scholarships. The only thing that is neces- sary on our part is the determi- nation to take advantage of that which is within our reach. Each of us must realize that our country is what we make it. If each of us strive to become a worthy citizen within his own home, his Own community, and his own country, our country will remain a unified free land. fyrir vonbrigðum, sem á hann hlustar. Með öðru á skemtiskránni kemur fram á sjónarsviðið kona, sem táknar Fjallkonuna, hún er ein af glæsilegustu og fegurstu konum hér um slóðir og mun — Allra bragna brúna ljós, bálast henni móti. Ennfremur höfum við ágæta söngmenn á skemtiskrá; íþróttir af ýmsu tagi fara fram og svo verður stíginn dans að kvöldinu. Veitið athygli auglýsingum vorum í íslenzku bjöðunum, sem munu birtast þar bráðlega. — Sjáumst að Silver Lake, Seattle, sunnudaginn 3. ágúst n.k. J. J. M. Matreiðslubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. P a n t a n i r, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg. Miss Ruth BárdaL 5 — 54 Donald St. Winnipeg, Ég hefi verið beðinn að skrifa nokkur minningarorð um merk- an Islending, sem lézt í Belling- ham síðastliðið ár, hann var Einar Magnús Einarsson. Einar lézt á sjúkrahúsi í Bellingham, miðvikudaginn 6. júní 1951, rúmlega 82 ára gamall. Hann var fæddur að Steinholti í Reykjavík 4. febrúar 1869, sonur þeirra hjóna Magnúsar Einars- sonar og Sigríðar Guðmunds- dóttur, sem bjuggu að Stein- holti, En þau fluttust til Vestur- heims árið 1886. Einar Magnús var þá aðeins 17 ára gamall, myndarmaður hinn mesti, dugrí- aðarlegur og hneigðist strax á ungaaldri til sjómennsku, enda leit út fyrir að sá ungi maður ætlaði að helga sér það lífsstarf, því um tvítugsaldur hóf hann nám við Sjómannaskóla Reykja- víkur (Stýrimannaskólann) og árið 1896 útskrifaðist hann úr þeim skóla með hæstu einkunn, og árið 1897 fékk hann skip- stjóraskírteini og veittist þá fullur réttur til þess að vera skipstjóri við innanlandssigling- ar; skírteinin eru skrifuð bæði á íslenzku og dönsku. En margt fer öðruvísi en ætl- að er, því útþráin í huga þessa unga og hrausta manns varð honum yfirsterkari, og árið 1900 sagði hann skilið við alla ís- lenzka sjómennsku og sigldi til Vesturheims og nam ekki staðar fyrr en hann var komin alla leið til Spanish Fork, Utah. Þar staðnæmdist hann um tíma, og það sama ár kvæntist hann heit- mey sinni, ungfrú Margréti Sigurðardóttur frá Reykjavík, sem einnig kom frá Islandi það sama ár. Þessi ungu hjón dvöldu í Utah um tveggja ára tímabil, en snemma á árinu 1903 fluttust þau til íslenzku byggðarinnar í Blaine, Wash., reistu sér þar bú og bjuggu þar til ársins 1916, en þá fluttu þau til Bellingham og höfðu þar ávalt heimili eftir það. Þeim Einari og Margréti varð 8 barna auðið; eina stúlku misstu þau í æsku, hún hét Jósefína Fjóla, dó árið 1929" þá 11 ára gömul, mesti myndar unglingur. Hin 7, sem lifa föður sinn, eru 3 drengir og 4 stúlkur, þau eru „hér talin eftir aldursröð: Guð- munda Jóna, Magnús Christian, Sigríður Jóhanna, Einar, Thora, Ausberg og Margrét Sóley. Öll eru börnin sérstaklega myndar- leg og vel gefin, gjörvuleg að vallarsýn og fallegt fólk, góð- menni og vellátin af öllum, sem þau þekkja. Þessi mörgu ár, sem Einar á- samt sinni ágætu konu bjó í Blaine og Bellingham, þá gaf hann sig sérstaklega óskiptan að íslenzkum félagsmálum; Einar var þar mjög ákveðinn og oftast nær í fremstu röð, hann var í mörg ár skrifari lestrarfélagsins „Kári“ og átti mikinn þátt í framförum þess félagsskapar og reyndist hann þar, sem annars staðar, trúr til dauðadags. Einar var gáfumaður í orðsins fyllstu merkingu, hann var líka afar vel lesinn maður og fylgd- ist vel með bæði íslenzkum og enskum bókmenntum, enda líka vel heima í enskri tungu og tal- aði fallega ensku. Hann var með afbrigðum söngelskur maður og var ávalt reiðubúinn til að taka lagið hvar sem var, þó ekkert hljóðfæri væri til staðar. Hann var maður vel máli .farinn og gagnorður, lagði á góð ráð í fé- lagsmálum og fylgdi þeim með dugnaði til franjkvæmda. Hann var líka óspar á að styrkja ís- lenzkan félagsskap með fjár- framlögum, oft af litlum efnum, og lét þar aldrei hallast á sinn hluta. Einar var listrænn maður, til dæmis smíðaði hann „líkön“ af bæði stórum og smáum segl- skipum með rá og reiða. Eitt af slíkum skipum smíðaði hann nokkru fyrir andlátið og gaf það Elliheimilinu „Stafholt“ í Blaine; Um 85% nemenda njóta fim- leikakennslu og 84,5% fullnaðar prófsbarna Ijúka sundprófi. Hagfræðingur Reykjavíkur- bæjar, dr. Björn Björnsson, hefur samið ítarlega greinar gerð um h e i 1 s ugæzlu í barnaskólum bæjarins. Greinargerð þessi mun birtast í árbókum Reykjavíkur 1945 — 1950 ,sem nú eru í prentun og fara hér á eftir helztu atriðin úr henni: Heilbrigðiseftirliti og heilsu- gæzlu eru í aðalratriðum hagað eins við alla barnaskóla Reykja- víkur, samkvæmt erindsbréfi skólalæknanna frá bæjarstjórn. Við hvern skóla starfar skóla- læknir og fastráðin hjúkrunar- kona, sem hafa með höndum eftirlit með heilsufari barnanna, þrifnaði og döfnun, svo og hollustu háttum í skólunum. I byrjun hvers skólaárs eru öll börnin berklaprófuð og þau, sem reynast jákvæð send til frekari rannsóknar í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Kenn- arar og starfsfólk skólanna er og berklaskoðað. Þá fer einnig fram almenn heilbrigðisskoðun barnanna, og ef eitthvað athuga vert kemur þá (eða síðar á skóla 'árinu) í ljós við heilsufar þeirra, er þeim börnum vísað til frekari athugunar hjá heimilislæknum eða sérfræðingum ef þess gerist þörf. Þau börn sem reynast með óþrif (lús), en það má nú heita úr sögunni, eru aflúsuðuð og heimilunum veitt aðstoð við nauðsynlega hreinsun. Almennt hreinlæti barnanna er athugað og reynt að bæta úr því, sem ábótavant reynist. Öllum mæðr- um (eða forráðamönnum) 7 ára barna er stefnt til viðtals og upp- lýsinga leitað hjá þeim um heilsufar barnanna, hvaða far- sóttir þau hafa fengið, hvort þau taka lýsi heima eða óskað sé eftir, að þau fái það í skól- anum, heimili barnanna (stærð og tegund íbúðar) systkini, tölu heimilismanna o. fl. Öll börn skólanna eru mæld og vegin haust og vor (og stund- um einnig um áramót) og þann- ig fylgzt með hæðar- og þyngd- arframförum þeirra. Ef fram- förum einhverra barna virðist ábótavant, eru þau athuguð sérstaklega. Lýsi fá öll börn (ókeypis) í skólanum, nema vitað sé að þau taki það heima eða þoli ekki lýsisgjöf. Öll þau börn, sem skólalæknir telur hafa þörf fyrir ljósböð, njóta þeirra í skólan- um, svo og önnur börn, ef óskað er, eftir því sem ástæður leyfa. Eru ljósastofur í öllum skólum, og tók sú fyrsta til starfa í Laugarnesskóla 1935, en hafa síðan smá bætzt við og síðast 1 Melaskóla á öndverðu ári 1947. Við alla skólana eru leikfimi- salir eða sérstök leikfimihús, á samt heitum og köldum böðum, og stunda öll börn leikfimi, sem til þess eru fær. Börn með hryggskekkju eru send í sjúkra- leikfimi og þá undanþegin ann- arri leikfimi á meðan, en þeim börnum hefir ört fækkað á undanförnum árum, miðað við heildartölu barnanna. Sérstakir baðverðir starfa við skólaböðin og hafa eftirlit með því að börn- in notfæri sér þau. Öll börn’ skólanna njóta sundkennslu frá 9 ára aldri og ljúka tilskildu sundprófi. Á undanförnum ár- um hafa um 85% af nemendum barnaskólanna notið fimleika- kennslu. Á árunum 1945—’50 voru að meðaltali um 52% nem- endanna við sundnám og 84.5% fullnaðarprófsbarna luku sund- prófi. Heimavist fyrir veikluð börn hefir verið rekin við Laugarnes- skólann síðan haustið 1935 og rúmar nú 23 börn. Dvelja börnin þar frá októberbyrjun og til maí- loka, drengir og stúlkur á víxl hvort ár. Tannskoðun og tannaðgerðir er fastur liður í heilsugæzlu skólanna, en framkvæmd þess er og hefir verið nokkuð á reiki. Tannlækningastofur eru við alla barnaskólana og starfar við hvern skóla tannlæknir ásamt aðstoðarstúlku. Um nokkurra ára skeið hefir verið unnið að rannsóknum á andlegum þroska skólabarna bæjarins, fyrst af Sigurði Thorlaciusi, skólastjóra, en nú undanfarin þrjú skólaár á veg- um Matthíasar Jónassonar upp- eldisfræðings, og hefir hann gert athugun á eirístökum nem- endum skólans, eftir beiðni skólastjóra eða fræðslufulltrúa. Hefir einn af föstum kennur- um við barnaskóla bæjarins starfað hjá honum að þessum athugunum, sem annars eru reknar af ríkinu. —VÍSIR, 16. maí KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.