Lögberg - 10.07.1952, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JÚLf, 1952
Stækkun íslenzku landhelg
innar skýrð í brezku blaði
Úr borg og bygð
Helga Guðný, dóttir Mr. og
Mrs. L. T. Johnson, Lundar,
Man., og Milton Earl Nichol frá
Warren, Man., voru gefin saman
í hjónaband í lútersku kirkjunni
að Lundar 27. júní. Séra Jóhann
Fredriksson gifti. Að athöfninni
lokinn var vegleg brúðkaups-
veizla í samkomuhúsi bæjarins.
☆
Mr. Thorsteinn Mýrdal dýra-
læknir frá Edinburg, N. Dak.,
var staddur í borginni um síð-
ustu helgi ásamt frú sinni og
dóttur.
☆
Nýlega er íátinn Björn Hin-
riksson frá Churchbridge, 56
ára að aldri; hann var forustu-
maður í héraði, bæði í kirkju- og
sveitarmálum. Hann var jarðað-
ur á sunnudaginn 6. júlí að afar
miklu fjölmenni viðstöddu. —
Hann lætur eftir sig ekkju, Vil-
borgu og eina dóttur, Grace —
Mrs. Glen Davis. — Væntanlega
verður þessa mæta manns nánar
getið síðar.
☆
Mr. Fred Helgason frá Ed-
monton hefir dvalið í borginni
undanfarna daga og sat hér árs-
þing International Seed Growers
samtakanna.
☆
Gísli J. Markússon frá Breden-
bury og kona hans, Elín, dóttir
Magnúsar heitins Hinrikssonar,
komu til borgarinnar á mánu-
daginn. Mr. Markússon hefir um
langt skeið tekið mikinn þátt í
félagsmálum Vatnabyggða; hef-
ir verið sveitarráðsmaður í 10
ár og oddviti í 5 ár. Þau hjónin
dvelja í borginni í nokkra daga
hjá tengdabróður Gísla og konu
hans, W. J. Líndal dómara og
Mrs. Líndal.
☆
Þann 2. þ. m., lézt í Seattle,
Wash., frú Anna Thordarson
ekkja Kolbeins Thordarsonar
fyrrum vararæðismanns fslands
þar í borginni, mæt kona og
merk; hún var ættuð frá Einars-
stöðum í Aðal-Reykjadal og var
áttræð, er dauða hennar bar að;
hennar verður vaf*i,laust nánar
minst áður en langt'um líður.
☆
Mr. og Mrs. J. Kennedy komu
til borgarinnar ásamt ungri
dóttur sinni í fyrri viku, en nú
hefir Mr. Kennedy, sem er lög-
fræðingur, fengið ágæta stöðu
hjá stóru olíufélagi hér í borg-
inni. Mrs. Kennedy —Geraldine
— er yngri dóttir Mr. og Mrs.
C. O. Einarson.
Grein ejtir fiskiráðunaut íslenzka
sendiráðsins í London í „Evening
Telegraph“
í brezkum blöðum hefir
margt beiskt orðið birzt
undanfarnar vikur út af
stækkun íslenzku landhelg-
innar og því brýna nauð-
synjamáli okkar verið furðu
lítill skilningur sýndur. Þess
vegna ber því mjög að fagna,
að brezka blaðið „Evening
Telegraph“ birti 20. maí s.l.
ágæta grein um þessi mál
eftir F. Huntley Woodcock,
ráðunaut íslenzka sendiráðs-
ins í London um fiskimál.
Fer grein hans hér á eftir í
íslenzkri þýðingu.
í KJÖLFAR auglýsingar um
að hin nýja landhelgis-reglugerð
Islendinga fái gildi frá 15. maí
hafa ýmsir fyrirliðar brezka
togaraflotans og nokkrir reyndir
skipstjórar með ævilanga þekk-
ingu á íslenzkum fiskimiðum
gefið út yfirlýsingar.
Fram hafa komið hin venju-
legu stóryrði manna, sem hætta
lífi sínu í baráttunni við náttúru-
öflin og umferðarhætturnar á
leiðinni til skrifstofa sinna og
heim aftur, en hins vegar hefir
líka verið um að ræða skipstjóra
eins og t. d. W. Oliver frá Hull,
sem talar af reynslu.
Órökstudd krafa
En sú fullyrðing, að brezkir
togarar hafi fundið og útvíkkað
íslenzku fiskimiðin hefir eins
mikið til síns máls og sú, að
Jón Freysteinsson og sonur
hans, Donald, frá Churchbridge,
Sask., komu til borgarinnar á
mánudaginn og dvelja hér 4 til
5 daga.
☆
Mr. og Mrs. S*an Walter og
.börn þeirra þrjú frá Moose Jaw
komu til borgarinnar á sunnu-
daginn á leið til Hecla. Mrs.
Walter er dóttir Mr. og Mrs. V.
Valgardson, Moose Jaw, Sask.
☆
Nýlega er látin í Foam Lake
Mrs. Halldóra Helgason, ekkja
Kristjáns Helgasonar, sem verið
mun hafa fyrsti íslenzki land-
neminn í þeirri byggð; verður
hennar væntanlega nánar getið
síðar.
ICristopher Kolumbus hafi fund-
ið Ameríku. í bæði skiptin voru
íslendingar á undan. íslenzkir
skipstjórar af kynslóð hr. Oliv-
ers, sem voru brautryðjendur í
togveiðum á íslenzku miðunum,
eru enn í fullu fjöri og hafa sína
sögu að segja um það mál.
Ein kynslóð hefir horft á fiski-
miðin tæmd með svo óskaplegum
árangri, að byggja hefir þurft
stærri og öflugri skip til þess að
veiða á dýpri miðum.
Á miðunum, sem hr. Oliver
þekkir, mátti áður fá fullt net
fiskjar eftir hálftíma tog, en nú
orðið fást oft aðeins nokkrar
körfur þótt togað sé tímum sam-
an, nema á hagstæðum miðum,
en það eru ekki uppeldisstöðv-
arnar í flóum og fjörðum íslands
og Noregs.
Níutíu og fimm prósent af þjóð
arbúskap íslendinga er fiskur,
þeir hafa ekkert annað, og ef
sama rányrkja, sem hófst með
kynslóð hr. Olivers heldur áfram,
þá blasir gjaldþrot við íslenzku
þjóðinni og það innan skamms.
Hjálp Breta
Bretland hefir kol, ísland hefir
f:sk. Bretland hefir stál, bif-
íeiðaframleiðslu og margs konar
iðnað, auk fjölmargra annarra
utflutningsverðmæta. ísland hef-
ir fisk, og ekkert nema fisk.
Það er rétt, að fjárhagsleg að-
stoð var látin í té til byggingar
nýtízku togara fyrir ísland með
lánum frá stórum verzlunar-
bönkum í London. Hér er aðeins
um að ræða venjuleg viðskipti,
sem greiddir eru fullkomnir
vextir fyrir, en ekki aðstoð frá
brezku ríkisstjórninni eða brezk-
um skattgreiðendum.
Það er ósvífni af hr. Oliver að
benda á, að þjóðin geti útilokað
sína eigin togara í eitt ár. Bannið
við togveiðum mun standa fyrir
allar þjóðir, ísland, Þýzkaland,
Holland o. s. frv. eins lengi og
nauðsynlegt er til þess að reisa
við þessi ofveiddu og uppþurrk-
uðu mið.
'Eyðing miðanna
Sömu aðilar sem tæmdu fisk
úr Norðursjónum hafa með því
ofstæki, sem þeim er tamt, sýnt
eyðileggingarvilja sinn gagnvart
hinum bráðnauðsynlegu skref-
um, sem ísland og Noregur hafa
tekið til þess að fyrirbyggja að
þessi fjarlægu fiskimið hljóti
sömu örlög fyrir ránshendi
þeirra.
Það er helber vitleysa að álíta,
að löndun togara af íslandsmið-
um, sem verið hafa 20% af afla
togaraflotans brezka, muni ljúka
vegna hinna nýju takmarkana.
Almenningur ætti að gera sér
ljóst, að togaraeigendur við
Humberfljót bjuggu 1950 út á-
ætlun, sem gerði ráð fyrir því,
að lagt yrði upp hvorki meira né
minna en 25% af togurum þeim,
sem veiða á fjarlægum miðum
og takmarka áhöfn hvers skips
við 20 menn, sem leiðir til þess,
að þegar brezkir togarar eru
,,í fiski“ við ísland eru áhafnirn-
ar of fámennar til að hafa undan
við verkun og frágang aflans.
Á að útiloka Islendinga?
Hið mikla magn af fiski, sem
dæmt hefir verið ónýtt og yfir-
leitt slæmur fiskur, sem borizt
hefir að síðustu vikurnar á báð-
um bökkum Humberfljótsins,
tala sínu máli.
Útgerðarmennirnir, sem miða
við monopol-aðstöðu á markaðn-
um og hagræði af atvinnuörðug-
leikum hjá brezku skipstjórun-
um, stýrimönnum og sjómönn-
um, óttast auðvitað bæði sam-
keppni íslendinga, sem bjóða
betri fisk, og mikið framboð af
fiski frá öðrum þjóðum.
Þetta er ástæðan til þess að
menn vilja knésetja íslendinga
með því að útiloka þá frá brezka
markaðnum.
islendingar vilja samvinnu
Þúsundir tonna af fyrsta
flokks hraðfrystum íslenzkum
fiski eru fáanlegar í Englandi
einmitt á þeim árstíma, þegar lít-
ið er um nýjan fisk og vegna
góði%r skipulagningar koma ís-
lendingar með nýjan fisk til
brezkra hafna þegar skortur er
á honum og minnst hætta er á
að markaðurinn líði af því tjón.
Kvartanir út af því, að mark-
aðurinn hafi undanfarnar vikur
verið yfirfylltur vegna landana
utlendinga ná ekki til Islendinga,
því að skip þeirra forðast að
landa hér, þegar svo stendur á.
Ef ekki er óskað eftir birgðum
af hraðfrystum fiski í landinu þá
er það verkefni brezku stjórnar-
innar, en ekki brezkra togara-
eigenda, að kveða á um það. ís-
lenzkir togaraeigendur eru reiðu
búnir að semja við brezka tog-
araeigendur og þeir hafa með því
að vinna eftir einasta planinu,
sem notað er um landanir í Eng-
landi, sýnt skilning sinn á vanda-
málum Breta.
Bretland réðst með her inn í
Island árið 1940, sjálfs sín vegna,
en það kastaði ekki eign sinni á
landið. Ríkisstjórn íslands verst
nú bæði gegn innrás og eigna-
námi ekki aðeins Breta heldur
og annarra þjóða á einu auðlind
þjóðarinnar og hún hefði enga
lífsmöguleika, ef hún léti þessi
mál afskiptalaus.
Framtíð íslands og alls heims-
ins byggist á því, að allar þær
matvælalindir, sem til eru, verði
verndaðar í stað þess að tæma
þær.
—A. B., 4. júní
Viking Club Awards
Annual Bursary to
Normal School Graduate
At the proposal of Jon K.
Laxdal, vice principal, Pro-
vincial Normal School, Tuxedo,
it was unanimously passed by
the executive of The Viking
Club that an annual bursary of
$50.00 be awarded to a student
of the Normal School of Scand-
inavian decent who ranks
highest in proficiency, the dec-
ision to be determined by the
faculty of the school.
In attendance 1951—52 were
27 students of Scandinavian
birth or decent, as follows:
Icelandic 14; Swedish 6; Nor-
wegian 4 and Danish 3.
Miss Ellen Berg, of Ericksdale,
Manitoba, was selected for 1952,
and the presentation of the
award took place at the morn-
ing service on Tuesday, June
3rd, at the Normal School as-
sembly hall with the full teach-
ing staff and student body over
400 present.
Mr. S. R. Rodvick, president
of The Viking Club, presented
the award to Miss Berg, ac-
companied by A. J. Bjornson,
treasurer, and H. A. Brodahl,
secretary, who were introduced
by Mr. Laxdal, also member of
The Viking Club executive.
Miss Berg was very happy and
announced that she was going
to use the money for further
study at the summer school this
year.
The executive of the club is
also happy in being of some as-
sistance for the advancement of
cultural purpose in this pro-
vince.
Garden Parly Saturday, July 19
at H. Jacob Hansen's home
The Viking Club will hold
a Garden Party at the summer
home of H. Jacob Hansen, past
president of the club, 2406
Portage Avenue, St. James,
on Saturday, July 19th, beginn-
ing at 2 p.m. till midnight.
Refreshments will be served
by the ladies’ committee, and
Dancing and Bonfire will con-
clude the evening.
All mebers and friends are
heartily welcome!
íslendingar í
Los Angeles
Jónsmessuhátíð sína höfðu ís-
lendingar hér hinn 22. júní í
Centinela Park í Inglewood, á
einum af þessum fögru dögum í
Suður-California, þegar að ekki
blaktir hár á höfði, og gott er að
hylja sig í skugganum; voru
þarna um 100 íslendingar og
vinir þeirra, og ætíð eru nýir
að koma í hópinn, t. d. munu
nú vera hér um 25 ungar konur
og stúlkur frá íslandi, munu
þær nú hafa sérstakan félags-
skap, þar sem að þær reyna að
halda hópinn saman — þrátt
fyrir fjarlægðir og ýmsa agnúa
— og stundum finnst mér sem
að þeim hafi tekist að gjöra
menn sína íslenzka í anda, enda
hafa margir af þeim dvalið á
íslandi langdvölum — og er saga
þessra hundrað kvenna efnis-
rík og í mörgum myndum. —
Meðal gesta þarna voru Ari
Eyjólfsson og kona hans Ingunn
Sveinsdóttir og sonur þeirra,
Guðmundur, frá Reykjavík.
Hingað komu þau frá Las Vegas,
þar sem þau höfðu dvalið í
nokkrar vikur. Frú Ingunn er
systurdóttir Jóns Sigurdsonar í
Las Vegas, en bróðurdóttir Gísla
Sveinssonar, sem var í kjöri til
forseta íslands, en Mundi Sveins
son, bróðir Ingunnar, á heima í
Los Angeles.
Snemma á þessu vori voru hér
á ferð Gísli Johnsen stórkaup-
maður frá Reykjavík og frú
Anna kona hans. Gísli er ættað-
ur frá Vestmannaeyjum, en
eftir 20 ára veru í Reykjavík var
hann gerður að heiðursborgara
í Vestmannaeyjum. Þau Ingólf-
ur og Kristjana Bergsteinsson
í Orange, California (40 mílur
frá L. A.) höfðu mikið boð fyrir
þau og marga Islendinga, en frú
Kristijana er dóttir hinna góð-
kunnu hjóna frú Guðrúnar og
Ólafs Hallsson að Ericksdale,
Manitoba, en náskyld frú John-
sen; Bergsteinssonhjónin eiga
fagurt heimili á milli appelsínu-
trjánna þarna í Orange, eiga þau
fjögur börn hvert öðru efnilegra,
sjálf eru þau fyrirmyndarhjón.
Frú Kristijana, ein af þessum
hressandi, duglegu íslenzku
konum. Bróðursonur Gísla John-
sen, Rögnvaldur Johnsen á
heima í Los Angeles, kona hans
er Stella Valdimarsdóttir, eiga
þau þrjú börn. Gísli og Anna
Johnsen fóru héðan með skipi
til New York, þaðan til Belgíu,
Svíþjóðar og síðan heim.
----☆----
Sunnudaginn 29. júní komu
um 30 manns í óvænta heimsókn
til Odds og Helgu Johnson í
Glendale. Það var í tilefni þess,
að þau voru nýlega flutt í nýtt
hús, sem Oddur hefir smíðað að
mestu leyti sjálfur ásamt Tom
syni sínum, stendur húsið á hæð
og er útsýnið fagurt, einkum til
fjallanna, sem aðskilja Glendale
og Sinland, og svo hinn fagri
gróður í öllum áttum. Hans og
Emily (Einarsson) Ortnor stóðu
fyrir veitingum, en Gunnar
Matthíasson hafði orð fyrir gest-
unum og færði þeim Oddi og
Helgu fagrar fjafir frá vinum
þeirra. Þau Johnsonshjónin
komu hingað.fyrir mörgum árum
frá Detroit, Mich.; er Oddur ætt-
aður frá Vestmannaeyjum, en
Helga af Eyrarbakka, eiga þau
miklu mvinsældum að fagna
sökum framkomu þeirra undir
öllum kringumstæðum, og er
vinum þeirra ánægjuefni að vita
af þeim í hinu fullkomna og
fagra heimili, þar sem að víð-
sýnið skín!
Skúli G. Bjarnason
Ný ljóðabók
Falleg og vönduð ný ljóðabók
eftir Davíð Björnsson bóksala,
fæst nú í Björnssons Book
Store, 702 Sargent Ave., Winni-
peg. Bókin er prentuð hjá The
Columbia Press Ltd., og kostar
óbundin $2.50, en í afarvönduðu
bandi $4.50. Pantið bókina sem
fyrst, því upplag er lítið.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Sumarfrí stendur yfir.
Guðsþjónustur hefjast 10. á-
gúst n. k.'
☆
Séra Eric H. Sigmar frá
Seattle, Wash., flytur guðsþjón-
ustu á ensku í lútersku kirkjunni
í Langruth á sunnudaginn þann
13. þ. m., kl. 2 e. h. (Standard
Time). Allir hjartanlega vel-
komnir.
Fimmf’íu nemendur
í Tónlistarskóla
ísafjarðar
Frá fréttaritara Tímans
á ísafirði.
Tónlistarskóla ísafjarðar var
slitiÖ síðastliðið fimmtudags-
kvöld. Skólastjórinn, Ragnar H.
Ragnars, flutti ræðu við skóla-
slit og skýrði frá starfsemi skól-
ans. Einnig hélt formaður skóla-
nefndar, Óli Ketilsson, ræðu og
þakkaði skólastjóra og kennur-
um mikið og gott starf. Kennarar
við skólann voru Ragnar H.
Ragnars, Elísabet Kristjáns-
dóttir og Jónas Tómassom Kennt
var píanó- og orgglleikur, og auk
þess tónfræði.
Fimmtíu nemendur sóttu skól-
ann í vetur. Fipim nemendur
hlutu verðlaun fyrir bezta
frammistöðu í vetur. Voru það
þær Halldóra Karlsdóttir, er
hlaut Biblíuna í myndum, gefna
af Verzlun Rögnvaldar Jónsson-
ar; Sigurborg Benediktsdóttir,
er hlaut kr. 1000, gefnar af ís-
firðing h.f., og skulu þær vera
skólagjald nemandans næsta
vetur; Jóhanna Ingvarsdóttir, er
hlaut Eversharp pennasett, gefið
af Smjörlíkisgerð Isafjarðar;
Ragnheiður jósk Guðmundsdótt-
ir, er hlaut bókina Islenzkar
þjóðsögur, gefna af Prentstof-
unni Isrún og Margrét Krist-
jánsdóttir, er hlaut pennahníf úr
silfri, gefinn af Marelíusi Bern-
harðssyni. Þrír nemendur léku
á orgel og píanó við skólaslit
fyrir hina fjölmörgu gesti, sem
mættir voru.
Mikil ánægja er með skólann,
sem á eflaust eftir að glæða tón-
listaráhuga ísfirðinga í framtíð-
inni. Skólinn er rekinn af Tón-
listarfélagi ísafjárðar og var
þetta fjórða starfsár hans.
—TÍMINN, 8.'júní
Fréfrfrir . . .
Framhald af bls. 4
Þjóðverjana með tveimur mörk-
um gegn einu.
Árbók Ferðafélags íslands
1952 er komin út og fjallar um
Strandasýslu. Höfundur er Jó-
hann Hjaltason skólastjóri. I
bókinni er ýtarleg lýsing á hér-
aðinu og hún er prýdd fjölda
mynda. Þetta er 25. árbók
Ferðafélags íslands.
☆
Ú r s 1 i t forsetakosninganna
sunnudaginn 19. júní urðu þau,
að kjörinn var Ásgeir Ásgeirs-
son með 32.925 atkvæðum Séra
Bjarni Jónsson hlaut 31.042 at-
kvæði, og Gísli Sveinsson 4255
atkvæði. Á kjörskrá voru á öllu
landinu um 86.700, en atkvæði
greiddu 70.444, eða 81,25%. —
Auðir seðlar voru 1940. Ásgeir
Ásgeirsson hlaut 46,7% af
greiddum atkvæðum, séra Bjarni
Jónsson 44% og Gísli Sveins-
son 6%.
Talið var í öllum kjördæmum
á þriðjudaginn, 1. júlí og var
talningu lokið um kl. 20,30 um
kvöldið. ♦
I Reykjavík voru úrslit þessi:
Asgeir 14.970 atkvæði, — séra
Bjarni 11.784, — Gísli Sveins-
son 2053.
Þegar úrslit urðu kunn safn-
aðist fólk saman við heimili
Ásgeirs Ásgeirssonar og voru
þau hjónin hyllt. Hinum ný-
kjörna forseta barst fjöldi árn-
aðaróska, m. a. frá séra Bjarna
Jónssyni og Gísla Sveinssyni.
SAVE DOLLARS
IN COMBINING
Some farmers lose from $200.00 to $400.00 per
carload on their barley because of improper methods
of threshing and combining.
Come to one of the Manitoba Barley Field Days
and see an expert demonstrate the proper adjustments
on your combine.
Russell, Manitoba............. July 14th
Benito, Manitoba July 15th
Sandy Lake, Manitoba July 17th
Prominent barley scientists, agricultural engineers,
maltsters and machinery experts will demonstrate how
to thresh barley.
For future information as to exact time and place,
call your local Elevator Operator, Agricultural Repre-
sentative or write the Extension Service, Department
of Agriculture, Winnipeg.
Sixteenth in Series of Advertisements.
This space contributed by
JHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-316