Lögberg - 17.07.1952, Page 1
O Canada we stand on
guard for thee
65. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 17. JÚLÍ, 1952
íslendingar viljum vér
oliir vera
NÚMER 29
Minning merkrar konu
Konu þeirrar, sem nú verður
hér í fám orðum getið, hefði
vitaskuld átt að hafa verið minst
löngu fyr, því svo átti hún
langan og merkan starfsferil að
baki.
Frú Össuría Bjarney Friðriks-
dóttir var fædd að Hjarðardal í
Önundarfirði hinn 22. dag júlí-
mánaðar árið 1864. Foreldrar
hennar voru hin góðkunnu hjón,
Friðrik Jónsson og Kristjana
Gísladóttir. Faðir Friðriks var
Jón Sveinsson lögmaður, en
móðir hans í þriðja lið frá Jóni
Sigurðssyni forseta. Móðir frú
Össuríu var Kristjana dóttir
Gísla Jónssonar, en kona hans
var Júlíana Kristjánsdóttir Ol-
sen.
Frú Össuría ólst að miklu leyti
upp hjá Arngrími Jónssyni
föðurbróður sínum, en dvaldi
síðan nokkur ár hjá þeim séra
Janusi Jónssyni og frú Sigríði
að Holti í Önundarfirði; hún
giftist 11. nóvember árið 1894
Jósepi Jóhannssyni ættuðum úr
Húnaþingi, prúðum sæmdar-
manni; bjuggu þau í Önundar-
firði fram til ársins 1910, er þau
fluttust að Hnífsdal og dvöldu
þar árlagt hjá þeim hjónum
Hálfdáni Hálfdánarsyni og frú
Ingibjörgu Halldórsdóttur.
Árið 1911 komu þau Jósep og
Össuría til Vesturheims og sett-
ust að í grend við þorpið Garðar
Toka yið
embættum
Séra Jóhann Friðriksson
Á sunnudaginn var, 13. júlí,
voru tveir af prestum lúterska
kirkjufélagsins settir í embætti
sín. í Cavalier, N.D., var séra
Stefán Guttormsson settur í em-
bætti af föður sínum, séra Gutt-
ormi Guttormsson frá Minneota.
Séra Jóhann Friðriksson tók
einnig við embætti sínu sem
prestur Argyle prestakalls við
sameiginlega guðsþjónustu safn-
aðanna í Grundarkirkju. Séra
Valdimar J. Eylands, forseti
kirkjufélagsins, framkvæmdi
innsetninguna. Athöfnin var
mjög fjölmenn; að henni afstað-
inni ávörpuðu fulltrúar safnað-
anna prestshjónin og buðu þau
velkomin. Síðan báru kvenfé-
lagskonur fram veitingar í sam-
komuhúsi kirkjunnar.
Séra Stefán Gullormsson
í North Dakota; þar komu þau
sér upp notalegu og vingjarn-
legu heimili, er þau bæði unnu
og lögðu mikla alúð við; þeim
varð fjögurra barna auðið,
þriggja sona og einnar dóttur;
tveir synirnir dóu í æsku, en sá
þriðji lét lífið í snjóflóðinu
mikla í Hnífsdal árið 1910 og
var hann þá við nám hjá áminst-
um Hálfdáni Hálfdánarsyni.
Dóttirin, frú Sigrún Magnússon,
á heima í St. Boniface.
Frú Össuría var aðsópsmikil
gáfukona, er unni mjög íslenzkri
bókfræði; svo var hún vinföst
að í þeim efnum verður naumast
lengra náð; hún var ástrík móð-
ir og eiginkona, er nú lætur
eftir sig aldurhniginn lífsföru-
naut og dygglynda dóttur.
Frú Össuría var eftirsótt ljós-
móðir bæði á íslandi og hér
vestra, og þann starfa leysti hún
af hendi, eins og raunar öll sín
störf, með slíkum ágætum að til
fyrirmyndar mátti jafnan telja.
I maímánuði í fyrra fluttu
þau Jósep og Össuría á elliheim-
ilið Borg að Mountain, N. Dak.,
og þar seig henni hinzti blundur
á brá hinn 9. desember 1951.
Hún var fyrsta íslenzka konan,
er safnaðist til feðra sinna á
hinu friðsæla heimili sólseturs-
barnanna í hinni fögru Moun-
tainbygð, er íslendingar hafa
sett svip sinn á.
Ég hafði nokkur persónuleg
kynni af frú Össuríu, sem mér
verður jafnan ljúít að minnast
og þakka.
Útför frú Össuríu fór fram að
Gardar hinn 11. desember, tveim
dögum eftir andlát hennar, að
viðstöddum fjölmennum hópi
vina og þakklátra samferða-
manna. Séra E. H. Fáfnis flutti
hin hinztu kveðjumál.
Aðstandendur hinnar látnu
þakka af öllu hjarta þeim hin-
um mikla mannfjölda, er heiðr-
aði útför hennar með nærveru
sinni, svo og vistfólki á Borg, og
þá ekki sízt framkvæmdarnefnd
þessarar ágætu og virðulegu
stofnunar; einnig þakka ástvin-
irnir minningargjafirnar um
hina látnu, er báru glögg merki
þeirrar virðingar, er hún hvar-
vetna naut. „
—r* J.
Kjörinn forseti
Kominn vestur
ósamt fjölskyldu
J. D. Wilion
Á ársþingi þeirra samtaka,
sem ganga undir nafninu The
Manitoba Federation of Agricul-
ture and Co-Operation, sem
haldið var nýlega hér í borginni,
var Mr. J. D. Wilton frá Roland
kjörinn forseti þessa fjölmenna
félagsskapar fyrir starfstíma-
bilið 1952—’53.
Spjallað við G. F. Jónasson
um íslandsferð hans
Séra Eiríkur Brynjólfsson
Hingað kom flugleiðis frá New
York í gær séra Eiríkur Bryn-
jólfsson fyrrum prestur á Út-
skálum, er nú tekst á hendur
prestsþjónustu hjá söfnuði ís-
lendinga í Vancouver; þau hjón
eru vinmörg hér um slóðir frá
þeim tíma, er séra Eiríkur þjón-
aði Fyrsta lúterska söfnuði hér
í borg, en séra Valdimar J. Ey-
lands þjónaði Útskálaprestakalli.
Lögberg býður séra Eirík vel-
kominn til starfs meðal íslenzka
mannfélagsins vestan hafs.
Úr borg og bygð
íslenzk siúlka úlskrifasl
í lyfjafræði
Joanne Eyjólfsson, dóttir Mr.
og Mrs. T. W. Eyjólfsson, Park
River, lauk í vor fullnaðarprófi
í lyfjafræði, N.D.A.C. School of
Pharmacy, í Fargo. — Miss
Eyjólfsson á glæsilegan náms-
feril að baki og tók mikinn .þáti,
í félagslífi háskólans. Hún tekur
nú til starfa í lyfjabúð föður
síns.
☆
Dr. og Mrs. I. G. Arnason,
Waverley Street, Winnipeg,
sigldu 1. júlí til Englands og
annara Evrópulanda með Queen
Elizabeth; búast þau við að
dvelja þar sumarmánuðina.
☆
í dag verða gefin saman í
hjónaband að Minneota, Minn.,
hr. Jón Metúsalemsson og ekkju-
frú Kay Anderson. Jón er út-
skrifaður í búvísindum af Min-
nesota háskólanum og hefir með
h ö n d u m búnaðarráðunauts-
stöðu; hann er sonur Metúsalems
Stefánssonar búnaðarfélagsráðu-
nauts og Guðnýjar Jónínu Ólafs-
dóttur frá Höfn á Völlum;
brúðurin er ættuð úr North
Dakotaríki. Heimili þeirra verð-
ur fyrst um sinn í Minneota.
Lögberg flytur ungu hjónunum
innilegar árnaðaróskir.
☆
Síðastliðinn sunnudag lézt að
heimili sínu, 431 Tweed Avenue,
Mrs. Sigríður Rafnkelsson,
ekkja Benedikts Rafnkelssonar
frá Lundar, 77 ára að aldri; út-
för hennar fór fram í gær frá
Bardals. Séra Valdimar J. Ey-
lands jarðsöng.
☆
Þær systur Helga Sigurdson
píanisti og Louise hjúkrunar-
kona frá New York, eru nýlega
komnar hingað í heimsókn til
foreldra sinna Mr. og Mrs
Sigurbjörn Sigurdson, Minto
Street og munu dveljast hér um
hríð; þær komu í bíl austan frá
New York.
☆
Mrs. J. Sigurdson frá Van-
couver, B.C., er nýlega komin til
borgarinnar í heimsókn til Mr.
og Mrs. Paul Sigurdson, 98
Kingsway.
☆
Stödd eru hér í heimsókn um
þessar mundir Mr. og Mrs. Ed.
Weley frá Sudbury, Ont. Mr.
Weley er skólastjóri þar í bæn-
um, en kona hans er dóttir Mrs.
J. Sigurdson í Vancouver.
Nýlega er kominn heim úr
íslandsferð Guðmundur F. Jón-
asson, eigandi og forstjóri Key-
stone Fisheries félagsins; hann
fór flugleiðis fram og til baka,
lagði af stað 10. júní og kom
til baka 7. júlí; er þetta í fyrsta
sinn að hann hefir litið ættland
sitt og mun því lesendum blaðs-
ins nokkur forvitni á því, hvernig
landið og þjóðin kom honum
fyrir sjónir, en hann er maður
eftirtektarsamur og glöggskygn
á hlutina frá sjónarmiði athafna-
mannsins.
— Ég fékk far með Pan
American Airways frá New
York, sagði Mr. Jónasson, og við
lentum í Keflavík kl. hálf þrjú
um nótt, en þá var bjart á ís-
landi eins og um hábjartan dag.
Konan mín hafði farið áður með
skipi til Englands og þaðan til
Parísar, en kom nú til Islands
degi seinna en ég. Vinir okkar,
herra Sigurgeir Sigurðsson
biskup og frú Guðrún Péturs-
dóttir kona hans og fjölskylda
buðu okkur að dvelja hjá sér,
á Gimli, meðan við værum á
íslandi og á ég engin orð til að
lýsa ástúðlegum viðtökum
þeirra; alt hugsanlegt var gert
til þess að gera dvöl okkar sem
ánægjulegasta.
Hálíðahöldin 17. júní
— Þið hjónin Lafið verið við-
stödd hátíðahöldin 17. júní; eru
þau lík Islendingadagshátíðum
okkar?
— Nei, alls ekki; ég hafði búist
við að þau færu fram á Þing-
völlum með þátttöku fólks úr öll-
um landshlutum, en svo var
ekki; hver bær og sveit efndi til
síns eigins hátíðahalds. Hátíðin
í Reykjavík hófst með skrúð-
göngum um götur bæjarins og
síðan guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni. Þá var Lækjargötu lokað
fyrir umferð alla leið til Austur-
strætis og Arnarhóls og þar fóru
síðan fram skemtanir allskonar,
skrúðgöngur, söngur og ræðu-
löld. — Veðrið þennan dag var
bjart og hlýtt.
Bústaður biskups, Gimli, er
við Lækjargötuna, við höfðum
jví ágætt útsýni .yfir það, sem
G. F. Jónasson
fram íór úr glugga á efri hæð
hússins. Ég hafði kíkir, sem var
svo góður, að hægt var að greina
augnalit fólksins, er gekk um
götuna. Mér fanst fólkið alment
frábærlega vel til fara, eiginlega
betur til fara en fólk yfirleitt á
íslendingadögum okkar hér
vestra; ég sagði við konuna
mína, að ef teknir væru hundr-
að manns af handahófi úr þess-
um hóp og þeir settir niður á
Portage í Winnipeg eða Fifth
Avenue í New York, myndu þeir
samlagast fjöldanum á götunni
á nokkrum mínútum, þannig að
ekki væri hægt að greina þá úr,
hvorki af útliti, klæðaburði eða
látbragði.
—Bar mikið á Bandaríkjaher-
mönnum?
— Nei, yfirmenn hersins kunn
gerðu að setuliðið myndi ekki
koma nálægt hátíðahaldinu, því
þetta væri einkahátíð íslend-
inga. Um kveldið hafði forsætis-
ráðherrann, Steingrímur Stein-
þórsson boð og voru þangað
boðnir nokkrir yfirmenn hers-
ins, sendiherrar erlendra ríkja
og ýmsir forustumenn þjóðar-
innar; við hjónin áttum einnig
þeim heiðri að fagna, að vera
boðin þangað og höfðum við
mikla ánægju af því.
Hátíðahaldinu lauk með því
að hljómsveit lék danslög á
Arnarhóli, og fólkið dansaði
hingað og þangað á Lækjargötu
fram eftir nóttu.
FRtJ LOIS GUTTORMSDÓTTIR KELLER
Fjallkona íslendingadagsins í Seattle
Forsetakjörið
— Það hefir verið gaman fyrir
ykkur hjónin að vera á íslandi
um það leyti, sem forsetakosn-
ingarnar fóru fram?
— Já, fólkið þar virðist hafa
miklu meiri áhuga fyrir stjórn-
málum en fólk hér; þau mál eru
rædd þar af miklu kappi; annars
fannst mér athyglisvert, hve
flokkadrættir eru miklir þar. í
útvarpsræðum formanna póli-
tísku flokkanna var sjaldan
minnst á, hvað landinu og vel-
ferð þess væri fyrir beztu, held-
ur hitt, hve áríðandi væri að
standa stöðugur með sínum
flokki og veita honum hollustu
og fylgi — velferð flokksins
virtist tekin fram yfir velferð
þjóðarheildarinnar. Þetta fannst
mér miður heilbrigð stjórn-
málastefna. 81.25 prósent at-
kvæðisbærra þegna greiddi at-
kvæði í kosningunum og sýnir
það gjörla hve mikill áhugi er
þar fyrir stjórnmálum og þátt-
takan almenn. Ég sendi hinum
nýkjörna og virðulega forseta ís-
rlands heillaóskir og fullvissaði
hann um, að margir Vestur-
íslendingar myndu fagna kjöri
hans.
Reykjavík
— Hvernig leist þér á höfuð-
borgina?
— Reykjavík er þrifaleg borg
og húsakostur góður, jafnvel
betri en hér; þar eru að rísa upp
heil hverfi af nýtízku stein-
steypuhúsum, flestöll útbúin
nýjustu tækjum og þægindum.
Bílaumferðin er afar mikil; í
þessari smáborg, er telur um
50,000 íbúa eru um 6000 bílar
eða einn bíll fyrir hverja 8 íbúa.
En vörur allar eru mjög dýrar,
því skattaálagningin er gífurleg;
til dæmis er Pall Mall sígarettu-
pakki 10 krónur, en verðið í
New York er 24 cents, sem inni-
felur skattaálagningu stjórnar-
innar þar; útflutningsverðið er
því sennilega helmingi lægra —
10 eða 12 cent, en þegar til ís-
lands kemur selst pakkinn á sem
.svarar 63 cents.
Eins og flestir gestir, sem
koma til íslands, undruðumst við
yfir hinum mikla fjölda bóka-
búða í borginni; þær eru tiltölu-
lega eins margar eins og „Fil-
lings Stations“ (benzínstöðvar)
hér. í þeim rakst ég á bók, sem
ég hygg að ekki eigi sinn líka
hér, en það er Skattskráin. Þar
eru skráð nöfn þeirra, er gjalda
skatt og einnig upphæð út-
svarsins. Hér er það ekki álitið
rétt að skýra frá slíku, því það
er talið einkamál. Bók þessi
selst sennilega vel. Ég fletti upp
1 bókinni nöfnum bókabúða og
sá, að samkvæmt útsvari þeirra,
var verzlun þeirra mikil, enda
var mér sagt, að bókaverzlun
gæfi jafnvel meira í aðra hönd
heldur en til dæmis fataverzlun
eða aðrar slíkar verzlanir. Okk-
ur þótti eftirtektarvert að sjá í
bókabúðunum og í einkasöfnum
á heimilum bækur á ýmsum
tungumálum og gefur það til
kynna hve málakunnátta þjóðar-
innar er yfirleitt mikil.
— Fóruð þið í Þjóðleikhúsið?
— Já, og þar var leikið Die
Fledermaus eftir Johann
Strauss. Það vildi svo til, að við
hjónin höfðum séð flokk frá
Metropolistan Opera leika þessa
óperettu í Winnipeg Auditorium,
og okkur kom saman um að ís-
lenzka sýningin hefði verið til-
komumeiri og skemtilegri, söng-
urinn og leikurinn yfirleitt betri.
Þjóðleikhúsið er mikil og
vönduð bygging, borginni og
þjóðinni til sóma.
Framhald á bls. 4