Lögberg - 17.07.1952, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. JÚLI, 1952
Afmæliskveðja og þakkarorð
Þess skal getið, sem gert er,“
segir hið fornkveðna, og felst í
því orðtæki, eins og öðrum spak-
mælum á vörum alþýðunnar,
sannleikur, sem vert er að gefa
gaum. Fer ekki sízt vel á því,
að þau sanmndi séu í minni bor-
in og sýnd í verki, þegar um er
að ræða hin ólaunuðu og stund-
um lítt þökkuðu störf þeirra
manna og kvenna í landi hér,
sem af einskærri ást á málstaðn-
um, vinna að þjóðræknismálum
vorum, og þá jafnframt löngum
í hjáverkum frá tímafrekum
skyldustörfum. Góðu heilli, er
enn slíka velunnara þeirra mála
að finna víðsvegar í byggðum
vorum og þeim borgum þar sem
íslendingar eru fjölmennastir
vestur hér.
Framarlega í þeim hópi
stendur Hallur E. Magnússon,
trésmíðameistari og kaupmaður
í Seattle, sem nýlega átti 75 ára
afmæli og lét um sama leyti af
forsetastörfum í lestrarfélaginu
og þjóðræknisdeildinni „Vestri“
þar t borg eftir áratuga forustu-
starf í þeim málum meðal landa
sinna á þeim slóðum. Á hann
það miklu meir en skilið, að
hans sé minnst sérstaklega á
þeim tímamótum, og honum
þökkuð mikil og farsæl þjóð-
ræknisleg störf hans, og skyldi
fyrri gert hafa verið. En „betra
.er seint en aldrei,“ eins og þar
istendur, og hittir spakmælið
forna þar aftur ágætlega í mark.
Ekki verður hér sögð saga
Halls nema í örfáum megin-
dráttum, því að hann er enn,
sem betur fer, í fullu fjöri og á
vonandi mörg ár framundan;
væri það því smekklítið, og
honum vafalaust lítt að skapi,
að hafa umsögn þessa með of
miklum dánarminningarblæ.
Fullu nafni heitir hann Hallur
Engilbert Magnússon og er
fæddur 17. ágúst 1876 á Sauðár-
króki, en foreldrar hans voru
þau hjónin Magnús Sölvason og
Ragnhildur Grímsdóttir. Fjög-
urra ára að aldri fluttist Hallur
til Austfjarða og ólst upp í
Stakkahlíð í Loðmundarfirði;
telur hann sig því Austfirðing,
og erum við sveitungar hans úr
þeim svipmikla landshluta hæst-
ánægðir með að eiga hann í okk-
ar hóp, enda ber hann slíkan
ræktarhug til æskustöðvanna
austur þar, að til fyrirmyndar
má vera mörgum þeim, sem þar
eru bornir og barnfæddir.
Hallur fluttist vestur um haf
1904, og var búsettur í Winnipeg
þar til hann gekk í canadiska
herinn 1916; eftir að hann kom
úr herþjónustunni 1918 settist
hann að á Lundar, en fór vestur
til Seattle 1924 og hefir átt þar
heima síðan ,eða nú í nærri því
þrjá áratugi. Hefir hann, eins og
þegar er gefið í skyn, verið
byggingarmeistari og kaupmað-
ur þar í borg.
Hallur er rammur íslendingur
í beztu merkingu þess orðs, rót-
gróinn og heilhuga sonur sinnar
gömlu móður, enda hefir hann
sýnt það ótvírætt í þjóðræknis-
starfsemi sinni meðal landa
sinna í Seattle, en hann hefir
síðan hann fluttist þangað ver-
ið áhuga- og forgöngumaður
mikill í félagsmálum þeirra,
löngum skipað formannssessinn
á Islendingadögum og öðrum
samkomum, að nokkrum árum
undanteknum, er hann var utan
borgar. Árum saman hefir hann
einnig verið forseti þjóðræknis-
deildarinnar „Vestri“, rækt það
starf með brennandi áhuga og
dugnaði, og við verðskuldaðar
vinsældir. Fyrir það starf, og
alla íslenzka félagsstarfsemi
hans, skulda þjóðræknissinnaðir
íslendingar hvarvetna honum
miklar þakkir.
Landar Halls Magnússonar í
Seattle kunna einnig vel að
meta ótrauða félagslega starf-
semi hans og forustu í þeim mál-
um. Sýndi það sig eftirminni-
lega í hinni veglegu veizlu, er
þeir, með þjóðræknisdeildina
„Vestra“ í fylkingarbrjósti,
héldu þeim hjónum, Halli og
hinni ágætu og vinsælu konu
hans, Jóhönnu Ingibjörgu (Ste-
fánsdóttur Sigurðssonar við
Lundar, Man.), í tilefni af 25 ára
hjúskaparafmæli þeirra í febrú-
ar 1950. Var þar um að ræða
eitt hið fjölmennasta og virðu-
legasta samsæti, sem íslendingar
á þeim slóðum hafa efnt til, og
lýsti Jón Magnússon því í prýði-
legri grein í vestur-íslenzku
vikublöðunum, en hann er gagn-
kunnugur félagslífi íslendinga
þar í borg og hefir sjálfur komið
þar mikið og vel við sögu.
En landar Halls hér í álfu
þekkja hann einnig af blaða-
greinum hans, sem bæði bera
fagurt vitni eldheitum þjóð-
ræknisáhuga hans og eru alltaf
hinar læsilegustu, því að hann
er ritfær veh
Eigi er Hallur síður kunnur
löndum sínum fyrir skáldskap
sinn, en hann er skáld gott. Gaf
hann, eins og kunnugt er, út
á sínum tíma kvæðasafnið
Lykkjuföll, og hafa gamankvæði
hans orðið vinsæl, enda eru þau
bæði lipurt kveðin og oft bráð-
smellin.
Þessi kvæði hans, og eins önn-
ur ljóð hans frá síðari árum, en
mörg þeirra eru tækifæriskvæði,
sýna það, að honum er létt um
stuðlað mál, enda fór hann mjög
snemma að yrkja, orti allmikið
þegar í bernsku og æsku fram
að fermingu. Voru þeir leik-
bræður og fermingarbræður
Helgi Valtýsson rithöfundur og
Hallur, og létu óspart fjúka í
kviðlingum, en Helgi er löngu
þjóðkunnugt skáld.
Kvæði Halls hafa eigi fram
að þessu komið út í heildarsafni,
en með þeim hætti myndi vitan-
lega fást sannari mynd af skáld-
skap hans, en unnt er meðan
Ijóð hans eru á víð og dreif.
Nokkur sýnishorn kvæða hans
er samt að finna í safni aust-
firzkra ljóða, Aldrei gleymist
Austurland (Akureyri, 1949), sem
Helgi Valtýsson bjó undir
prentun, og hér hefir verið fylgt
um aldur Halls og uppruna.
Meðal ljóða Halls í þessu safni
er hið prýðilega kvæði hans
„Minni landnemanna,“ sem hann
flutti á landnámshátíðinni að
Lundar 1947, og ýmsum mun í
fersku minni úr vestur-íslenzku
vikublöðunum, og einnig er
prentað í Minningariti Lundar-
byggðar (1948). 1 safni Aust-
firzkra ljóða er einnig hið fagra
kvæði „Móðir“, sem er á þessa
leið:
„1 fyrsta sinn er opnast augu þín,
og örlög hulin ráða þínum
kjörum,
af mjúkum höndum lagður ertu
í lín
með ljúfum kossi af þinnar
móður vörum.
Og þegar flest í veröld, vinur,
brást,
og vonir þínar finna hvergi
gróður,
þá áttu helga, himinborna ást
í hjarta þinnar öldnu, göfgu
móður.“
Ættjarðarkvæði Halls eru
þrungin djúpstæðri ást hans til
íslands, eins og sjá má af upp-
hafserindunum úr kvæði, sem
hann flutti á samkomu 17. júní
1948:
„Þennan fagra frelsisdag,
frónið lætur skarta,
' heyrist íslenzkt æðaslag
út frá hverju hjarta.
Þetta aldna ættarband,
sem ekkert getur slitið,
tengir menn við móðurland,
meðan endist vitið.“
Þá eru lausavísur Halls löng-
um vel ortar og slá bæði á strengi
glettni og alvöru, og skal þessi,
er nefnist „Sigling lífsins,“ tek-
in sem dæmi, enda mun óhætt
mega segja, að hún lýsi vel
bjartsýni hans og heilbrigðu
horfi við lífinu:
„Þótt þú brjótir skip á skerjum,
skolist hrönn og týnir verjum,
mátt þú ekki láta linna
lífsþrá dýrstu vona þinna.“
1 þeim anda hefir hann lifað
og starfað langa ævi, trúr ættas*
eðli sínu og menningarerfðum;
og í sama anda er greinarstúfur
þessi til hans stílaður, er hann
hefir nú fyrir nokkuru hálfnað
áttunda tuginn lífsglaður og
ótrauður. Veit ég þá vera marga
fleiri landa hans, sem taka undir
þá kveðju til hans, þakka honum
unnin félagsleg- og þjóðræknis-
störf, og óska þess, að hann megi
sem lengst prýða hóp þeirra.
RICHARD BECK
Pólína Hildur (Björnsdóttir) Freemannsson
1867 — 1952
(MÓÐURMINNING)
Hekla verður í förum til
Hong Kong í sumar
Hin n ý j a millilandaflugvél
Loftleiða, Hekla, mun að öllu ó-
breyttu verða í Kína-flugi frá
Noregi í sumar, milli þess sem
hún heldur uppi reglulegu flugi
milli Evrópulanda og Bandaríkj-
anna. Það verða norskir flug-
menn sem fljúga henni austur.
Hekla og Norsk flugvél
Flugvélin kom hingað í gær-
morgun um kl. 9 frá Noregi en
þaðan fár hún í fyrsta Kína-flug-
ið, til brezku nýlendunnar Hong-
Kong. Ferðin þangað, og til baka
til Noregs, tekur viku-tíma, en
að fluginu loknu fer flugvélin í
þriggja daga eftirlit. Norskir
fíugmenn, sem hafa lendingar-
leyfi í Hong-Kong, fljúga Heklu
austur um, aðra hverja viku. —
Loftleiðaflugmenn fljúga á með-
an n o r s k r i skymasterflugvél
vestur um haf, en Loftleiðir hafa
sem kunnugt er, lendingarleyifi
í Bandaríkjunum.
FlugleiSin
Flugleiðin Stavanger — Hong-
Kong er farin í 11 áföngum. —
Fyrsti áfanginn er Hamborg —
Aþena — Kairo og þaðan til flug-
vallarins við hina frægu olíuborg
Abadan við Persíuflóa, þaðan til
höfuðborgar Pakistan, Karakí,
þá til Kalkútta og Bangok og loks
þaðan til Hong-Kong. Hekla
mun bæði flytja vörurnar og far-
þega.
1 kvöld er Hekla væntanleg frá
New York. Þangað flaug hún á
miðvikudagsmorgun. Eftir við-
dvöl hér verður flogið til Parísar
og síðan til Kaupmannahafnar og
Stavanger, en þaðan verður svo
fiogið til Hong-Kong.
— MBL. 13. júni
Ég stend til brautar búin,
mín bæn til þín og trúin
er einka athvarf mitt.
Ó, Guð, mín stoð og styrkur;
ég stari beint í myrkur
ef mér ei lýsir ljósið þitt
.....Minn veiki vinaskari
ég veit, þótt burt ég fari,
er herra Guð, í hendi þín.
1 sálmabók móður minnar var
víða brotið við blað og miða að
finna við uppáhaldssálma henn-
ar, en versin hér að ofan, verða
mér jafnan einna minnisstæðust.
Sjaldan kom það fyrir, að við
færum svo að helman, að móðir
mín, hversu annríkt, sem hún
átti, að hún eigi fyndi svigrúm
til að lesa þennan undurfagra
sálm, sem hún 'dáði svo mjög og
unni.
Móðir mín var fædd á Háreks-
stöðum í Jökuldalsheiði í Hof-
teigssókn hinn 16., dag ágúst-
mánaðar árið 1867. Foreldrar
hennar voru Björn Árnason ætt-
aður úr Fljótsdal og Yilhelmína
Friðrika Jónsdóttir, sem fædd
var og uppalin í Jökuldalsheiði.
Móðir mín var tvígift; fyrra
mann sinn, Kjartan Kjartans-
son, misti hún, er hann var enn
á ungum aldri; seinni maður
hennar, Ágúst Freemannsson,
lézt árið 1936; var afi hans Ágúst
læknir á Lljótsstöðum í Vopna-
firði. Þrír synir af fyrra hjóna-
bandi lifa móður sína, Vilhelm
og Björgvin á íslandi og Jón í
Quill Lake, Sask. Tvö börn af
seinna hjónabandi móður minn-
ar eru einnig á lífi, Halldóra
Sigríður (Mrs. R. E. Press) í
Kelvington, Sask., og Þorvaldur,
búsettur að Quill Lake, sá er
línur þessar ritar.
Foreldrar mínir settust fyrst
að í grend við Akra, en reistu
bú í grend við bæinn Quill Lake
í Saskatchewan 1905 og áttu þar
heima jafnan síðan.
Móðir mín var gædd undur-
fagurri sópranó-rödd, og ég
gleymi aldrei sálmasöng foreldra
minna við húslestra á heimili
okkar; hún fylgdlst einnig vand-
lega með stefnum og straumum
íslenzkra bókmenta af lestri
blaða og tímarita, og braut til
mergjar alt það, sem hún las;
hún unni íslandi hugástum og
tungan var henni heilagt móður-
mál; ekki dró þó slíkt úr holl-
ustu hennar við kjörland sitt,
sem hún hafði tekið órofatrygð
við, og hún lét heldur ekki sinn
hlut eftir liggja í því, að ala
okkur börn sín þannig upp að
við mættum leggja fram okkar
skerf til opinberra mála í þessu
landi, en slíks hafði hún sem
innflytjandi af skiljanlegum á-
stæðum á margan hátt farið á
mis; þó var henni ekki síður
Pálína Hildur (Björnsdóttir)
F reemannsson
hugarhaldið um það, að við
mættum verða landi forfeðra
okkar til sóma.
Móðir mín lézt 3. febrúar 1952.
Starfsdagur hennar var orðinn
langur og hvíldin þar af leið-
andi kærkomin; að hún hefði
reynst lífsköllun sinni trú í kjör-
landinu mátti ljóslega ráða af
þeim mikla mannfjölda, sem
viðstaddur var kveðjuathöfnina
í hinni stóru United Church að
Quill Lake þrátt fyrir óhag-
stætt veður; var þar samankom-
ið fólk af öllum stéttum til að
votta landnámskonunni látnu
virðingu sína og þökk fyrir
dyggilegt samstarf.
Vitanlega átti móðir mín, eins
og títt var um aðrar landnáms-
konur af Fróni, lengi vel við
margháttaða erfiðleika að etja,
sem hún sigraðist á; skapgerð
hennar svipmerktist af heið-
ríkju og óbifandi trausti á skap-
ara sinn og frelsara, Jesú Krist.
Vissulega stóð móðir mín til
brautar búin, og þá væri vel, ef
við, börnin hennar, þegar kallið
kemur, hefðum sömu sögu að
segja.
1 þakklátri minningu
Þorvaldur Freemannsson
Quill Lake, Sask.
íslendingadagurinn cð Gimli, 4. ágúst
Allir hlakka til íslandinga-
dagsins að Gimli. Aldrei hefir
fólkið orðið fyrir vonbrigðum
með skemtiskrá dagsins, enda er
alltaf vandað til hennar árlega
svo vel, sem föng eru til. Ég veit,
að fólk er nú farið að langa til
að frétta um hvað verði til
skemtunar á hátíðinni að Gimli,
þann 4. ágúst næstkomandi.
Þess vegna styng ég nú niður
pennanum til að kynna fyrir
ykkur gesti þá sem skemta á
hátíðinni að þessu sinni. Ég veit
þið munið kannast við þá flesta,
og ég veit þið fagnið valinu og
hlakkið til að heyra þá og sjá
og kynnast þeim betur.
Fjallkona dagsins verður frú
Friðbjörg Jóhanna Jónasson,
(Fríða, kona Victors Jónassonar
hér í borg), glæsileg og mikil-
hæf kona og góður íslendingur
sem hún á kyn til. Hún hefir tek-
ið virkan þátt í félagslífi Lút-
erska safnaðarins hér í Winnipeg
og er öllum að góðu kunn. Hirð-
meyjar hennar verða Miss Lilja
María Eylands og Jacqueline
Neil, báðar frá Winnipeg.
Ræðumaður fyrir Minni Is-
lands verður próf. Finnbogi Guð-
mundsson. Þótt hann hafi nú
þegar ferðast allvíða og haldið
fyrirlestra, eru það margir sem
ekki hafa enn heyrt hann og
séð. Veit ég líka, að allir sem
áður hafa heyrt hann og kynnst
honum fagna því, að hlusta á
hann aftur. Hann er gáfumaður
hinn mesti, snjall ræðumaður og
drengur góður, háttprúður og
glæsilegur í fasi og framkomu,
alúðlegur við alla, áhugasamur
og velviljaður félagsmálum vor-
um og leggur sína styrku hönd
á plóginn með okkur til viðhalds
öllu því sem bezt er til fram-
búðar í íslenzku þjóðlífi og við-
haldi „ástkæra ylhýra málsins.“
Kvæði fyrir Minni íslands
flytur Dr. Richard Beck. Hann
þarf ekki að kynna íslendingum
hér.
Ræðumaður fyrir Minni Can-
ada verður John Laxdal, hann
er ræðumaður góður og áheyri-
legur, skemtilegur og góður
starfsfélagi.
Kvæði fyrir Minni Canada er
ort af Mrs. Kenneth McDonald
í Seattle. Hún hefir birt kvæði
í íslenzku blöðunum hér undir
pennanafninu „Frida Bjorns“ og
unnið nokkrum sinnum verðlaun
í kvæða samkeppni. Hún er
fædd og uppalin að Mountain,
North Dakota. Foreldrar hennar
voru Sigurður Björnsson og
Steinunn Jónsdóttir Björnsson,
en bræður Steinunnar eru þeir
Samson og Jón Samsonssynir,
er lengi störfuðu 1 lögregluliði
Winnipegborgar og flestir Is-
lendingar kannast við. Hún á
tvö börn, dreng og stúlku, Donna
19 ára og Kenneth 13 ára.
Á hátíðinni syngur hinn vin-
sæli Karlakór Svía og Islend-
inga, sem skemmti svo vel á há-
tíðinni síðastliðið sumar.
Ýmislegt fleira verður til
skemtunar og vitnast þar til
auglýsinga í næstu blöðum.
Allir til Gimli þann 4. ágúst
næstkomandi!
D. B.
LEIÐBEININGAR UM PERSÓNULEG BANKAVIÐSKIPTI........EIN AF FLEIRI AUGLÝSINGUM
Hvernig stíla skal bankaávísun?
til
Með því að nýir innflytjendur f Canada, eru ef
vill ekki fróCir um viðskipti viC eanadiska
banka, er oss ijúft aS veita þeim upplýsingar um
hvernig stíla eigi bankaávísanlr.
1. Þér skrifiS á ávlsunina hinn ákvetSna
greiðsludag.
2. Þér getið merkt ávisunina eins og myndin
sýnir og skrifað sama númeriS á miðann, sem
gengur af til þess a8 vpra viss um greiðslur, og
er þér gefið út ávísun, er um aS gera, a8 rita
númeriS á sparisjóSsbókinni.
sé stíluð
&nnÁ/m> . /?52
^’lQOOQ
e
0l«N»nil< IMANCM
* ■" 1 "
----^-r&uvv
0
3. VeriS viss um að ávísunin
bankann, sem þér skiptiC viB.
4. AS nafn einstaklings eSa félags,
greiSiS fé, sé á réttum sta8.
5. SkrifiS upphæ8ina I tölum fast vi8 $ merki8.
AthugiS aS tölurnar, sem tákna einn, fjóra og sjö,
eru skrifaðar f Canada eins og sézt á myndinni.
6. Skrifi8 upphæSina í orSum eins langt til
vinstri og hægt er, og dragi8 ifnu eftir hinu
ónotaSa plássi, svo ekki sé unt a8 bæta inn or8i
til a8 stækka upphæ8ina. Veri8 viss um a8 hin
skrifa8a upphæB og upphæSin í tölum sé eitt og
hi8 sama.
7. SkrifiS nafn y8ar greinilega svo a8 þa8 sam-
svari sýnishorninu af rithönd ySar, sem bankinn
geymir.
8. Þjó8tekju- og póstfrímerki festist hér — 3
cent fyrir upphæS a8 $100.00, og þeirri upphæ8
innifalinni; 6 cents fyrir allar upphæSir, sem
fara yfir $100.00.
The Canadian Bank of Commerce
Býður yður velkomin . . .
YFIR 600 ÚTIBÚ í CANADA
AÐALSKRIFSTOFA
í TORONTO