Lögberg - 17.07.1952, Síða 3

Lögberg - 17.07.1952, Síða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 17. JÚLÍ, 1952 3 Ragnheiður Olafsdóiiir segir frá Suðurálfu: Þar heilsa villidýrin upp á og krókódílar vaka í óm Margvísleg hárgreiðsla einkennir kynkvíslirnar. — Gull- námurnar við Jóhannesarborg. — Ennþá lifir í gömlum glæðum milli Búa og Breta. — Héldu að ísbirnir væru daglegir gestir á gölum Reykjavíkur. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær kom Ragnheiður Fríða ólafsdóttir heim úr hinni löngu Afríkuför sinni með Gullfaxa í fyrrakvöld. Kom Ragnheiður heim heilu og höldnu, enda þótt ýmsir hefðu í vetur spáð illa fyrir ferð hennar og opinberir aðilar hafi lítið aukið sóma sinn með afskiptum af ferðum henn- ar, sem ekki skal rakið hér en lesendum blaðsins frá í vetur er kunnugt. — Þótti tíðindamanni blaðsins því ekki úr vegi að bjóða Ragnheiði velkomna heim. Blaðamaður frá tímanum átti í gær viðtal við Ragnheiði á heimili foreldra hennar. Sagði hún þar frá ýmsu skemmtilegu, sem við bar á hinni löngu og viðburðaríku ferð um Suður- álfu. En þar er margt harla á- líkt því, sem íslendingar eiga að venjast, og fflíkt því sem fólk gerir sér almennt í hugarlund um Afríku. Flogið til Dakar Ragnheiður fór í haust frá London suður á bóginn og fór fyrst til Lissabon. Fannst henni það fögur og hreinleg borg. Það an var flogið til Afríku, fyrst til Dakar á strönd Vestur-Afríku og komið þangað klukkan tvö um nótt. Enda þótt sólin væri þá horfin fyrir nokkrum klukku stundum, var flugvöllurinn snarpheitur frá deginum þegar Ragnheiður snart hann með hendinni. Villidýr við veginn Á Dakar var viðdvölin stutt, og síðan flogið áfram suður um Afríku til Gullstrandarinnar, en þar dvaldi hún um stund í Belgísku Kongó. Þar er Afríka í almætti sínu og þar má sjá villidýr við vegina, þegar út fyrir borgina kemur og krókó- díla í stóránum. Krókódíla sá Ragnheiður þó ekki nema til- sýndar, enda bezt að koma ekki of nærri þeim. I Kongó er líf blökkumanna ennþá mjög frumstætt. Ungling- ar sjást naktir á árbökkunum, og fullorðið fólk er léttklætt. í Kongó virðast blökkumennirnir ennþá fátækari en annars staðar, þar sem leið Ragnheiðar lá, því þar höfðu þeir ekki einu sinni það skraut, sem þeim þykir annars tilkomumikið að bera. Við gullnámurnar Frá Kongó var flogið til Suð- ur-Afríku og komið fyrst til Jó- hannesarborgar, sem er mikil nýtízkuborg syðst í álfunni. Þar eru það gullnámurnar, sem setja svip sinn á tilveruna, og er saga borgarinnar tengd þess- um töframálmi órjúfandi bönd- um. Gullnámurnar utan við borg- ina eru miklar og vinnur þar mikill fjöldi svartra og hvítra. Sjálft námustarfið er erfitt og hættulegt, því að gullsandurinn er unninn úr iðrum jarðar. Sjálf er Jóhannesborg, að því að sagt er, lík stórborgum Ame- ríku. Þar eru skýjakljúfar og C0PENHA6EN Bezta munntóbak heimsins stórborgarbragur. Hvítir menn og svartir eru þar aðskildir að lögum eins og kunn^gt er. En þegar út fyrir borgina kemur, er annað uppi á teningnum. Þar eru stórir búgarðar og mikil ræktun suðrænna aldina. í Höfðaborg Syðst á Afríkuskaganum er Höfðaborg, sem Ragnheiði fanst einna fegursti staðurinn í allri ferðinni. Stendur borgin undir Borðfjallinu fræga og er hægt að aka upp á sléttar flatir þess og sjá borgina baðaða í ljósa- dýrð fyrir neðan. Um dagleið vestar á skaganum er Durban, sem er einnig fögur borg og eftirsóttur baðstaður allan árs- ins hring. Að lala afríkönsku í Suður-Afríku eimir ennþá eftir af gömlum væringum og styrjöldum frá dögum Búastríðs- ins. í raun og veru er ennþá heitt í kolunum milli Bretanna 'og Búanna, en þeir eru eins og kunnugt er Evrópumenn, aðal- lega frá Niðurlöndum og Þýzka- landi, sem námu landið fyrstir hvítra manna. Hið viðurkennda landsmál er svokölluð afrí- kanska, sem er eins konar sam-' bland af hollenzku og ensku. Er það mál kennt í skólunum og víðast talað, enda þótt margir kunni enskuna. Er ekki laust við, að börnum af brezkum uppruna sé heldur illa við að læra afrí- könskuna. Yfirleitt verður þess vart í Suður-Afríku, að stjórn Malans er illa þokkuð og margt í ólestri. Er jafnvel búizt við, að svo gæti farið að borgarastyrjöld brytist út í Suður-Afríku, vegna al- menníar óánægju með stjórn landsins. í Kenýju Frá Jóhannesborg lá leiðin norður á bóginn inn yfir miðja Afríku til brezku nýlendunnar Kenýju. Þar var dvalið all-lengi á búgarði hjónanna, sem buðu Ragnheiði í þessa ferð. í þessari nýlendu er ástandið allt annað en í Suður-Afríku. Þar er skiptingin milli hvítra og svartra ekki eins ströng og þar syðra, en þó allnákvæmar um- gengnisvenjur á brezka vísu. Hiti er mikill á þessum slóð- um, þar sem skammt er að mið- baugi jarðar, en hans gætir ekki eins tilfinnanlega vegna þess, að landið er yfirleitt nokkuð há- lent. I nýlendunni er ekki nema ein stór borg, Nairobi, en svo mörg smærri þorp með misjafn-y lega löngu millibili. Landbúnaður er þarna aðal- atvinnuvegurinn. Yfirleitt eru búgarðarnir stórir og flestir eign hvítra manna. Vinna oft 30—40 blökkumenn á hverjum búgarði og búa í strákofum í grendinni. Þeir ganga í venjulegum vinnu- fötum við vinnuna, nema kon- urnar, sem klæðast einni skinn- svuntu og eiga ekki annan klæðnað, að undanskyldu teppi, sem þær fleygja yfir sig í strá- kofunum á nóttunni. Kofarnir eru með moldargólfi og engin þau þægindi, sem nauðsynleg eru talin í vestrænum löndum. Að troða mold í hárið Einkennilegt er hvernig hætt- ir og höfuðbúnaður hinna ein- stöku kynflokka eru breytilegir. Kemur það bezt fram í skraut- legum hringjum í eyrum, á hálsi og höndum, og svo hárgreiðslu kvenna. Konur af einum kyn- flokki til dæmis, setja hárið upp í ströngul og troða mold á milli í kollinn til að gera brúskinn og vegfarendur höfuðbúnaðinn myndarlegri. — Aðrar greiða hárið niður í smá- fléttur, sem leika laust í kring- um höfuðið og líka fyrir augum og andliti. Enn aðrar kynkvíslir raka allt hárið af höfði sínu. Skrítinn eskimói Það þarf að vísu ekki að fara alla leið suður til Afríku til að mæta algjörri fáfræði um ís- land, en þar er hún líka algjör. Fólk í Suður-Ameríku, jafnvel þótt nokkuð menntað væri, vissi varla hvar landið var og trúði því alls ekki, að Ragnheiður gæti verið innfæddur íslendingur, þar sem hún virtist ekki vera af eskimóakyni með rauð augu og hvítt hár. En mest urðu þeir þó undr- andi, sem heyrðu það, að hún Frá upphafi vega hefir maður- inn fundið hve nauðsynlegt það er að koma fréttum og skila- boðum sem fljótast milli fjar- lægra staða. Einkum var þetta nauðsynlegt í hernaði. Alex- ander mikli, Hannibal og Cesar sendu hraðboða, ýmist þol- hlaupara eða riddara. Seinna fundu menn upp á því að nota bréfdúfur. Einnig voru vitar kveiktir á fjöllum og segir sagan að þannig hafi herboð getað bor- izt á skömmum tíma eftir endi- löngum Noregi. Vitar þessir voru merkjastöðvar, en höfðu aðeins eina sögu að segja, að ófriðarmenn væri komnir til landsins. En það mun hafa ver- ið á sjónum að mönnum tókst fyrst að koma margháttaðri skilaboðum á milli, með alls konar merkjum og með því að hlaða seglum á vissan hátt. Seinna fundu menn upp á því að gefa merki með ljósum þegar myrkt var af nótt. Og þegar fall- byssur komu til sögunnar var farið að gefa merki með þeim. Á 16. öld voru fundin upp ýmis merkjakerfi og endurbætti brezki flotaforinginn Sir William Penn þau mjög á 17. öld. Annar flotaforingi, Kempenfelt, fann fyrstur upp á því að gefa merki með smáflöggum, og samdi sér- stakt merkjakerfi, sem að miklu leyti er notað enn í dag. Þess er getið um Nelson flotaforingja, að hann treysti ekki á merkin, þötti öruggara að gefa undir- mönnum sípum munnlegar fyr- irskipanir. Þó var send út með merkjum hin fræga dagskipan hans: England ætlast til þess að hver maður geri skyldu sína. Það var enskur maður, R. L. Edgeworth, sem fann upp hinn svonefnda „semaphore,“ eða merkjastöðvar á landi, árið 1767. Frakkar tóku þessa hug- mynd upp 1794 til þess að koma skilaboðum frá höfuðborginni til herja sinna. Og ári síðar var slíkum merkjastöðvum komið upp í Englandi. Til þess að koma skilaboðum langar leiðir, varð að reisa merkjastöðvar með stuttu milli- bili og helzt þar sem hæzt bar á. Merkjastöðvar þessar voru þannig útbúnar, að reist var há grind og innan í henni voru sex spjöld í tveimur röðum, og með því að opna þau og loka þeim á víxl, var hægt að gefa 63 mis- munandi merki. Aðalmerkjastöðin var á þaki flotamálaráðuneytisins í Lon- don, en þaðan dreifðust svo merkjastöðvarnar x allar áttir. Tólf merkjastöðvar voru á milli London og Portsmouth, 31 milli London og Plymouth, 19 milli London og Yarmouth og 10 milli London og Deal. Vegalengdin milli þessara stöðva var dálítið mismunandi, eftir því hvernig landslagi var háttað, 12—14 enskar mílur þar sem lengst var á milli. Óvíða eru þær í beinni línu, því að seilzt var til þess hefði ekki séö hvítabirni fyrr en í dýragarðinum í Höfðaborg. Fólk hélt að þeir væru daglegir gestir á götum höfuðborgar hins norðlæga lands. Eins bjóst það við, að Ragnheiður byggist við að sjá ljón og tígrisdýr á götum Höfðaborgar, ems og margir út- lendingar halda, sem þangað koma. Á heimleiðinni fór Ragnheiður um Kairó og fór þar meðal ann- ars ríðandi á úlfalda upp að pýramídunum. Það þótti henni skemmtilegt farartæki, þegar þau líða áfram eins og skip á sandöldunum. Þeir eru sann- kölluð skip eyðimerkurinngr, eða svo finnst manni að minnsta kosti, þegar maður situr á baki þeirra, segir Ragnheiður. Frá Kairó lá leiðin heim um Aþenu og Róm, og er þá komið á slóðir íslendinga og ekki þörf á að rekja ferðasöguna lengur í einstökum atriðum. að setja þær þar sem bezt sást til þeirra og alls staðar varð að gæta þess, að svq vel sæist milli stöðvanna, að hægt væri að greina merkin. Þegar stöðvar þessar höfðu verið í notkun í 20 ár, hafði reynslan sýnt, að 200 daga á ári að meðaltali var hægt að koma skilaboðum allan daginn milli þessara stöðva, um 60 daga á ári var hægt að nota þær nokkurn hluta dagsins, en 100 daga voru þær ónothæfar. Mjög var það mismunandi hvað hinar ýmsu stöðvar dugðu vel. Til sumra sást ekki dögum saman þegar austan átt var og reykinn frá London lagði yfir þær. Stöðvar, sem stóðu á jafnsléttu voru stundum á kafi í þoku, þótt þær stöðvar er hærra stóðu, gnæfðu upp úr þokunni. — Um hádegið trufluðu og sálargeislar skyggni, en bezt skyggni var rétt um ljósaskiptin kvölds og morgna. Venjulegt var að skeyti, sem sent var frá London til Ports- mouth væri um 15 mínútur á leiðinni. Ein einu sinni var gerð tilraun um hve hratt skilaboð gæti farið þar á milli fram og aftur. Voru þá allir stöðvar- stjórar. aðvaraðir fyrirfram að láta engan stanz verða á merkj- unum, og þá var skeyti komið til Portsmouth og aftur til London á þremur mínútum, en vega- lengdin er um 500 enskar mílur. Var þetta svo mikill hraði að skeytið tafðist ekki nema 3 sek- úndur á hverri stöð að meðal- tali. Þess vegna kom fram í einu blaðinu áskorun um það, að gera slíkar merkjastöðvar um landið þvert og endilangt, til þess að flytja alls konar fréttir, og koma þannig á fréttaþjón- ustu, sem engin önnur þjóð hefði og ólíklegt væri að nokkur þjóð mundi nokkurn tíma geta komið á hjá sér. Það eru ekki nema rúmlega hundrað ár síð- an þetta var. Merkjastöðvunum var breytt árið 1816. Komu nú háir staurar með þverálmu og tveimur slám þar upp af, og þessar stöðvar voru notaðar þangað til síminn kom. Seinasta merkjaskeytið var sent frá Portsmouth 31. desem- ber 1847. Margs konar fleiri merkja- stöðvar voru í notkun, bæði í Englandi og á meginlandinu og voru sumar með ljósum, til þess að hægt væri að koma skeytum áleiðis um nætur. Flestar lögð- ust þær niður þegar síminn kom til sögunnar. Þá skeði það, sem engan hafði órað fyrir áður, að hægt var að koma skeytum hraðar og öruggar milli hinna fjarlægustu staða, heldur en með merkjastöðvum. — Ýmis konar merkjastöðvar eru þó enn í notkun, en þeim fer stöðugt fækkandi, einkum síðan loft- skeytin urðu svo fullkomin að hægt er að tala saman án tillits til vegalengda. —Lesb. Mbl. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CIJNIC St. Mary’s aDd Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 J. J. SWANSOIM & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. tlt. vega peningalán og eiúsábyrgS, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE • DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET • Selkirk, Man. Offlce Hours 2.30 - 6 p.m. Phones Office 26 — Res. 230 w Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœSingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Offlce Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appolntment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Stofnað 1894 Sími 27 324 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternlty Pavillion. General Hospital. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets. Cut Flowers Funeral Designs, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bidg. 364 Maln Street WINNIPEG . CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, slmið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 J. WILFRID SWANSON 8c CO. Insurance in all its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave., Winnipeg Phone 21804 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FRF.F. J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Sldlng — Repairs Country Orders Attendeð To 632 Simcoe St. Winnipef, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsl Avenue Ný ú.'fararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarlr, selur lfkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Direcior Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdémum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 815 Heimaslmi 403 794 Comfortex the new sensation for the modern girl and woman. Call Lilly Maithews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings. 38 711. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlli be appreciated Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntanta 505 Confederatlon Llfe Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers • Solicitors Ben C. Parker. K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanason 540 Canadlan Bank of Commarea Chamber, Winnlpeg, Man. Phona 623 6(1 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Stmi 925 227 Bullmore Funeral Home Dauphln, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Kaupið Lögberg —TÍMINN, 5. júní MERKJAST ÖÐVAR Business and Professional Cards

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.