Lögberg - 17.07.1952, Side 4

Lögberg - 17.07.1952, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. JÚLI, 1952 GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Söguríkur viðburður Það var gæfa fyrir Bandaríkin, og í rauninni gæfa fyrir mannkynið í heild, að nýafstaðið flokksþing Re- publicana, sem haldið var í Chicago, skyldi velja Dwight Eisenhower að forsetaefni sínu, því enginn gengur þess dulinn hvernig háttað sé afstöðu hans til alþjóðamála í heild; hann er víðsýnn heimsborgari, sem litið getur á viðhorf meginmála af sjónarhóli hins reynda manns, sem er gagnkunnugur afstöðu flestra þjóða til stríðs og friðar, en undir því er velferð mannkynsins komin, hver stefna verði í þeim efnum tekin. Skammsýni Republicana og einangrunarstefna þeirra varð þjóðbandalaginu gamla að falli og átti, að minsta kosti óbeinlínis, sinn þátt í því, að hrinda seinna heimsstríðinu af stokkunum með því að verða þrándur í götu alþjóðasamvinnu og vilja sem minst mök við aðrar þjóðir eiga; keppinautur Eisenhowers til forseta- kjörs, Robert A. Taft, var um langt skeið, og er enn, ákveðinn merkisberi einangrunarstefnunnar og telur Bandaríkjunum það að mestu óviðkomandi .hvernig til hagi um stjórnarfarslega og efnahagslega afkomu þjóðanna, sem Vestur-Evrópu byggja; geti þær ekki af eigin ramleik séð sjálfum sér farborða, sé lítt hugs- anlegt, að Bandaríkin fái þar að nokkru verulegu leyti bætt úr þótt ausið sé þangað stórfé, auk mannafla og vopnabirgða; til allrar hamingju fyrir Bandaríkin og aðrar frelsisunnandi þjóðir heims, áttu miðaldahugs- anir Senator Tafts litlu fylgi að fagna á flokksþinginu, en í stað þeirra aðhyltist flokksþingið á breiðuni grund- velli hugsjónir drengilegrar samvinnu hvar, sem þess var þörf; með þetta fyrir augum lánaðist Eisenhower og aðdáendum hans, að leiða hinn sögufræga Republic- anaflokk út úr íhalds- og einangrunarþokunni, að minnsta kosti meðan á flokksþinginu stóð, og nú bendir jafnframt margt til þess, að Eisenhower lánist einnig að leiða flokkinn út úr hinni pólitísku eyðimörk, er til nóvemberkosninganna kemur, og væri þá vel ef svo tækist til. Með Eisenhower við stýri þarf ekkert að óttast um varnir Vestur-Evrópu frá því, sem nú er, og hið sama er um Norður-Atlantshafsbandalagið að segja, það verður heldur ekki í neinni hættu statt; varðandi stefnu hinnar amerísku þjóðar í utanríkismálunum, ber þeim Eisenhower og Acheson lítið á milli, og þeim er það í rauninni báðum jafn ljóst, að hin gamla og úrelta einangrunarstefna hafi nú að fullu og öllu sungið sitt síðasta vers; enda var slík afstaða með öllu ósamboðin slíkri forustuþjóð sem Bandaríkjaþjóðin ómótmælan- lega er. Að því er utanríkismálin áhrærir gerði flokksþing Republicana svolátandi yfirlýsingu: „Varðandi Vestur-Evrópu er það ásetningur vor, að beita þar hinum vinsamlegu áhrifum vorum án valdboðs í stjórnarfarslegum eða afkomulegum efnum, er tafið geti fyrir því að þessi mikilvægu ríki skili sér sjálf á réttan kjöl; vér munum gera alt, er í voru valdi stendur til að stuðla að sameiginlegu öryggi Vestur- Evrópu þjóðanna svo að þær eigi hægra um vik að verjast yfirgangi Rússa og leppríkja þeirra. Sú er þaulhugsuð stefna vor, að sú vanræksla, sem við hefir gengist varðandi Asíuþjóðir, megi ekki lengur verða liðin með því að einmitt á þeim vettvangi hefir Stalín byggt sigurvonir sínar yfir hinum vestrænu þjóðum. Vér viljum að það verði deginum ljósara, að oss kemur ekki til hugar að fórna austrinu fyrir stund- arhagnað í vestrinu. Stefna vor varðandi viðskipti við aðrar þjóðir skal mótast af því, að stuðla að hagkvæmum verzlunar- samböndum þjóða á milli hvar svo sem til næst; og vér leggjum á það mikla áherzlu, að komið verði í veg fyrir óheilbrigðar viðskiptaaðferðir, og rutt verði úr götu óréttlátum hömlum gegn útflutningsvöru vorri, óþörf- um gjaldeyrisreglugerðum, því engum gerræðis álykt- unum viljum vér nokkru sinni hlíta. Vér viljum að gagn- kvæmir viðskiptasamningar séu þannig grundvallaðir, að þeir tryggi að fullu rekstur stofnana vorra heima fyrir jafnframt því sem kaupgjald verkalýðs vors sé verndað gegn ósanngjarnri innfiutningssamkepni.“ Republicanar heita hinu unga ísraelsríki allri hugsanlegri aðstoð, og tjást þess albúnir, ef þeir kom- ist til valda, að vinna að því sem framast megi verða, að binda enda á þá raunalegu misklíð, er um iangt skeið hefir staðið æskilegri þróun ísraelsmanna og Araba fyrir þrifum. Afstöðu Eisenhowers til utanríkismálanna- hefir þegar verið fagnað vítt um heim; hún er ljós og ákveð- in; hitt er vitanlega sérmál Bandaríkjanna hvaða stefna er tekin á vettvangi innanríkismálanna. íslandsferð G. F. Jónassonar Framhald af bls. 1 Fiskiúígerðin — Þú hefir sjálfsagt kynnt þér fiskiútgerðina? — Ekki eins vel og ég hefði óskað. Það var verið að gera út fiskimenn; ég skoðaði togara og þeir eru vandaðir. Ég ætlaði að fara til Akraness og hitta Har- ald Böðvarssön, en hann er einn af mestu útgerðarmönnum landsins, en vegna þess að ferðir þangað á bát eru óhentugar síðan Laxfoss féll úr sögunni, varð ekki úr því að við færum, en ég talaði við Harald yfir síma; hann var þá að láta frysta um 50 tonn af fiski á dag. Ég sá líka hvalskurð í Hvalfirði. Þar var verið að brytja niður 83 feta langan hval. Hann var svo langur og sver, að mennirnir, sem voru að vinna við hann, litu út eins og flugur; hann var miklu stærri en hvalveiðiskipið. Hvalurinn er drepinn með sprengju og síðan dælt inn í hann lofti þar til hánn flýtur upp og svo er hann dreginn til lands; stundum hafa þessi litlu hvalveiðiskip tvo hvali í togi, ef vel gengur, sinn við hvora hlið skipsins. Skipin Mér varð oft gengið niður að höfninni, sagði Mr. Jónasson, þar var mikið um að vera, mig furðaði á hve umsetningin var mikil fyrir svona fámennt þjóð- félag, þar voru stundum mörg skip í einu, og skip að koma og fara. Eimskipafélagið á nú 8 millilandaskip og tvö eru í smíð- um, og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, öflugasta verzlunar félag lan,dsins, á þrjú skip og tvö í smíðum. Ekki veit ég hvort þörf er á svona mörgum skipum eða hvort þessi tvö félag draga ekki aðeins vöruflutninga hvort frá öðru. Mér var sagt, að Sam- bandið hefði orðið að fá stórlán í útlöndum til þeirra skipa, er það hefir nú í smíðum; annars er erfitt að átta sig á gangi þess- ara mála á stuttri viðdvöl. Þarna voru og Bandaríkjaskip að af- ferma vörur. Alhafnamenn — Ég kom í ýmsar verksmiðj- ur í Reykjavík, þar er nýbúið að setja á stofn netaverksmiðju, sem Björn Benediktsson veitir forstöðu og er það mjög þarft fyrirtæki í þessu fiskiveiða- landi og mun veita mikla at- vinnu. Þá skoðaði ég bræðslu- stöð, sem framleiðir þorskalýsi, er Tryggvi Ólafsson stofnaði, og ýms önnur fyrirtæki, er sýna mikla framtakssemi. Ég hitti og Kristján Einarsson, framkvæmd- arstjóra Sameinuðu Saltfisks- sölunnar, og sagði hann að sala á saltfiskinum væri góð. Gestrisni íslendinga Þessir menn sýndu mér mikla gestrisni, er ég var í boðum hjá þeim, ýmist á Hótel Borg eða heimilum þeirra. Tryggvi ólafsson og frú buðu okkur hjónunum tvívegis í rausnarleg boð á hinu myndarlega og rík- mannlega heimili þeirra hjóna. Árni G. Eggertson kynnti mig bréflega Hallgrími Benedikts- syni, formanni í stjórn Eim- skipafélagsins, en hann er jafn- framt formaður bæjarráðs, og tók hann mér frábærlega vel, bauð mér í veizlu um borð í Goðafossi ásamt Gretti Eggert- son og mönnum úr stjórnar- nefnd félagsins, og var það skemmtileg stund. Seinna vorum við hjónin bæði í boði á heimili Hallgríms og frúar hans. Hall- grímur Benediktsson er afar hæfur maður og glæsilegur í sjón, enda sagði konan mín seinna, að hann myndi sóma sér vel sem forseti Islands, ef til þess kæmi. Það er ekki ofsögum sagt af gestrisni íslendinga og þeir kunna að taka á móti gestum og hafa ánægju af því; þeir eiga og margir hverjir mjög falleg og myndarleg heimili. Þjóðræknis- félagið í Reykjavík hélt okkur og nokkrum öðrum Vestur-ls- lendingum veizlu; er biskupinn forseti þess félags, en fram- kvæmdarstjóri er Ófeigur Ófeigs son læknir og hafði hann veizlu- stjórn með höndum. — Við ferðuðumst með biskups- hjónunum til Þingvalla, Geysis og Gullfoss og annara frægra staða í umhverfinu og við dáð- umst að hinni einkennilegu fegurð landsins. — Landið er vissulega fagurt, en það er ekki að sama skapi arðvænlegt á að líta, hugsaði ég á mína cana- dísku vísu — hvaða not hefir fólk af öllum þessum fjöllum og fossum? En við skemmtum okk- ur vel á ferðalaginu. Og eitt kveldið fórum við ásamt biskups hjónunum til Eyrarbakka í heimsókn til Guðmundar Daní- elssonar rithöfundar; hann er kennari þar í þorpinu, auk þess hefir hann nú gefið út fjórtándu bókina sína. Hann býr í fallegu tvílyftu húsi; það var mjög á- nægjulegt að hitta hann aftur og kynnast hinni ágætu konu hans og fjölskyldu. Ferð íil Norðurlands — Hittir þú nokkuð af skyld- fólki þínu á íslandi? — Já, það held ég nú. Ég er ættaður úr Skagafirði; afi minn var Jónas Jónsson læknir í Hróarsdal. Hann var þrígiftur og átti að minsta kosti 20 börn og þau og afkomendur þeirra munu vera hingað og þangað um land- ið; ég hitti frændur og frænkur í Reykjavík, er tóku mér mjög vel. Þar býr föðurbróðir minn, Gísli Jónasson, og sýndi hann okkur mikla alúð og gestrisrti. Konan mín á líka frændfólk í Reykjavík, er tók okkur opnum örmum, þar hitti hún föður- systur sína Antoníu Jónsdóttur Kröyer skáldkonu og mann hennar og sonu þeirra tvo, Ás- geir og Ólaf og fjölskyldur þeirra, og nutum við hjartanlegs móttökufagnar á heimilum þeirra. Daginn eftir þjóðhátíðina fengum við hjónin okkur bíl og bílstjóra og lögðum af stað til Norðurlands. Ásgeir Kröyer og kona hans, frú Helga, slógust í för með okkur og jók það ekki lítið ánægju ferðalagsins, því þau sögðu okkur nöfn á bæjum og skýrðu fyrir okkur sögustaði. Vegirnir voru miklu betri en ég hafði búist við; þeir eru fremur mjóir en allir mölbornir og má segja að þeir séu allgóðir. Við ókum fram hjá nýjum reisulegum bændabýlum, hvít- máluðum steinsteypuhúsum með rauðum þökum; hvergi sáust ó- máluð timburhús eins og hér ber oft fyrir augu þegar ekið er út í landsbyggðina. Húsin báru næst- um hin litlu grænu tún og engjar ofurliði, að mér fannst. Mig furðaði á því hvernig þau gætu gefið nóg af sér til að reisa slík býli og þar að auk útvega hin nýjustu búnaðartæki, er flestir bændur höfðu með hönd- um. Við sáum ekki sauðkind á allri leiðinni norður fyrr en við vorum komin miðja vegu frá Reykjavík til Akureyrar. I mörg ár hefir verið mikið útstreymi fólks úr sveitunum til sjávarþorpanna og Reykjavíkur, en eftir því, sem biskupinn sagði mér, er nú byrjuð hreyf- ing í hina áttina. Margt ungt fólk flytur nú út í sveit og reisir á ný bú, sem áður voru komin í eyði, og er það góðs viti. 1 Hróarsdal er þríbýli; þar búa þrír hálfbræður föður míns, Jónasar K. Jónassonar; þeir eru miklu yngri en ég. Þeir voru önnum kafnir við að koma sér upp myndarlegu steinsteypuhúsi við hliðina á gamla bænum. Annan hálfbróður föður míns hitti ég þar í sveit og kom þá fyrir atvik, sem okkur hjónun- um þótti dálítið broslegt. Þegar við ókum í hlað spurði ég mann þar — auðvitað á hreinni vestur- íslenzku: Lifir Leó Jónasson hér? Hann leit á mig stórum augum. — Já, hann lifir enn, vildurðu fá að tala við hann? — Okkur Vestur-lslendingum hætt- ir við að nota orðið, lifir, í stað- inn fyrir, býr, og það lætur kynlega í eyrum landa okkar á íslandi. Við komum í Glaumbæ, en þar dvaldi faðir minn um all- langt skeið. Ríkið hefir nú tekið að sér að varðveita þennan forn- fræga torfbæ og nota hann fyrir forngripasafn og býr umsjónar- maðurinn í bænum. í höfuðslað Norðurlands Nú ókum við eins og leið lá til Akureyrar. Heldur fannst okkur kuldaleg aðkoman á Norðurlandi og muna menn ekki aðra eins kulda- og snjóatíð þar á þessum tíma árs. Fyrstu nótt okkar þar, 20. júní, var all- mikið frost. Við dvöldum á Akureyri í 4 daga og ætluðum þaðan til Vopnafjarðar; þaðan er konan mín ættuð, en það var ekki viðlit að komast þangað því vegirnir voru snjótepptir og opnuðust ekki fyrr en í lok mánaðarins, en þá var Gríms- staðavegurinn ruddur með jarð- ýtu — Bulldoser. Akureyri er snotur bær. Ég s k o ð a ð i vefnaðarverkstæðið „Gefjun.“ Ég hygg, að það verk- stæði sé mikilsvirði fyrir bæinn og þjóðina. Það veitir ekki ein- ungis mikla atvinnu, heldur framleiðir það ágæta vefnaðar- vöru. Ég spurðist fyrir um það hvort ekki hefði verið reynt að selja eitthvað af þeirri vöru til Canada, en svo var ekki. Áfast við „Gefjun“ er skóverkstæði, sem einnig veitir mikla atvinnu; bæði þessi fyrirtæki eru rekin af Kaupfélagi Eyfirðinga. Ferð okkar til Akureyrar var einkum farin í því augnamiði að heimsækja vin okkar, séra Pétur Sigurgeirsson, son biskupshjón- anna, og fjölskyldu hans. Hann er aðstoðarprestur séra Friðriks Rafnars vígslubiskups á Akur- eyri. Pétur er nú giftur ágætis- konu og eiga þau þrjú indæl og efnileg börn; sóknin hefir nýlega byggt þeim fallegt tvílyft stein- steypuhús og una þau sér vel á Akureyri og eru vinsæl mjög. Við áttum yndislegum viðtökum að fagna á heimili þeirra og séra Pétur fylgdi okkur um byggðir Eyjafjarðar. Við skoðuðum hina fögru kirkju Akureyrar og er hún með fegurstu kirkjum landsins. Ég hefi aldrei séð eins margar kirkjur að tiltölu miðað við mannfjölda eins og á íslandi og það er líka athyglisvert hve vel þær eru hirtar; í þeim sést hvergi ryk og því síður vottur um niðurníðslu; þetta er þjóð- inni til sóma. Ég hitti nokkra kunningja á Akureyri, svo sem Björgvin Guðmundsson tónskáld og fleiri og viðtökurnar þar voru hlýjar eins og annars staðar. Til Reykjavíkur og heim Nú snerum við aftur tii Reykjavíkur og ég fór að hugsa til heimferðarinnar, en konan mín ætlaði að verða eftir, því ekki gat hún hugsað til að koma til íslands án þess að sjá Vopna- fjörð. Annan frænda á konan mín í Reykjavík, sem ég hefi ekki áður minst á, en það er Björn Pálsson flugmaður; þau eru bræðrabörn. Við nutum ánægju- legra stunda á hinu myndarlega heimili Björns og konu hans, er alla skapaða hluti vildu gera okkur til ánægju. Þau eiga þrjár fallegar ljóshærðar, ungar dæt- ur, sem mér þótti gaman að sjá, því þær mintu mig á dætur okk- ar hjónanna þegar þær voru litlar. Björn á tvær sjúkraflugvélar og flytur sjúklinga úr öllum landshlutum til sjúkrahúsa; hann lendir flugvél sinni oft þar sem enginn er flugvöllur, og var okkur sagt að hann væri einn af hæfustu og vinsælustu flug- mönnum landsins. Eitt kveld, er við vorum heima hjá þeim hjónum, hringdi landsíminn um miðnætti og var Björn beðinn að sækja mann, sem orðið hafði fyrir slysi; sagði Björn að það myndi vera klukkustundar flug þangað. Björn sagði, að hann ætti eig- inlega að heimsækja föður sinn á Vopnafirði í sunflir og taka þá frænku sína með sér. Ég fékk bréf frá henni í morgun og segir hún að enn sé fremur kalt þar, og að hún muni sennilega fljúga austur til Vopnafjarðar með frænda sínum. — Þegar ég lagði af stað frá ís- landi var skýjað loft og slæmt veður, en eftir því sem vestar og sunnar dró batnaði í veðri og þegar við flugum suður með strönd Labrador var gott skyggni; þá sá ég einkennilega sjón, mér sýndust mörg hvít skip vera á sjónum, en þetta voru ísjakar með mjallhvíta kolla og í kringum hvern jaka voru skærir grænir hringir; það ein- kennilegasta var, að sumir jak- arnir virtust vera á hraðri ferð eins og hraðskreið skip með hvít- fyssandi röst að baki. Svo flug- um við yfir Boston og aðrar borgir við sjávarsíðuna og til New York og næsti áfangi var Winnipeg. Ég hafði mikla ánægju af ferðinni; hinar ástúðlegu við- tökur vina okkar á íslandi verða mér ógleymanlegar; fólkið, sem ég kynntist, var vingjarnlegt, frjálslegt og skemmtilegt; því virtist yfirleitt líða vel, og landið er „fagurt og frítt.“ Ég sá mikið eftir, að mér láðist að taka með mér hreyfimyndavél, en ég geri það næst, því að ég vænti þess, að þetta verði ekki í síðasta sinn, sem við heim- sækjum ísland. —I. J. Ný Ijóðabók Falleg og vönduð ný ljóðabók eftir Davíð Björnsson bóksala, fæst nú í Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winni- peg. Bókin er prentuð hjá The Columbia Press Ltd., og kostar óbundin $2.50, en í afarvönduðu bandi $4.50. Pantið bókina sem fyrst, því upplag er lítið. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traimng Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AV ', wTNNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.