Lögberg - 17.07.1952, Side 5

Lögberg - 17.07.1952, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. JÚLÍ, 1952 5 TVVWWWWWVWVVWVWVWWVWV* /UiieAHAL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON FORSETI SAMTAKA AMERÍSKRA KVENNA Það er altaf ánægjuefni að frétta af þeim mönnum og kon- um af íslenzkum stofni, sem taka að sér forustu í félags- og mannúðarmálum í umhverfi sínu hvar svo, sem það er; og þegar tekið er tillit til þess hve ís- lenzki þjóðflokkurinn í þessu landi er fámennur, finst manni það jafnvel ganga kraftaverki næst, hve margir menn og konur af íslenzkum ættum takast for- ustu á hendur í almennum fé- lagsmálum og leysa verk sín þannig af hendi, að aðdáun vekur meðal annara þjóðflokka. Nýlega var Kvennasíða Lög- bergs aðnjótandi fréttar um glæsilega íslenzka konu, sem nýlega hefir verið kjörin forseti Félags amerískra kvenna í Van- couver — American Women’s Club — en það er frú Kristjana Anderson — Mrs. A. T. Ander- son; heimili þeirra hjóna er nú í Vancouver, B.C. Markmið þessa félagsskapar er, að víkka sjóndeildarhring meðlima sinna og styrkja fræði- legt og félagslegt starf þeirra þannig, að félagið verið máttar- stólpi góðra áhrifa í samfélag- inu. — Félagið er 37 ára gamalt og telur nú um 150 meðlimi. Þessar konur hafa tekið það á stefnuskrá sína, að hlynna að sjúkrahúsi barna í Vancouver, sem eru krypplingar. Þær leggja spítalanum til bókasafn og æfð- an bókavörð, og gefa leikföng, sem eru við hæfi þessara kryppl- uðu barna. Ennfremur sauma konurnar fallega kjóla fyrir litlu stúlkurnar og rúmábreiður. Þetta kvenfélag gefur einnig $500.00 námsstyrki við British Columbia háskólann, er skiptast í tvennt. Félagið hefir líka tek- ið að sér að leggja fram fé og út- búa eitt herbergi í hinni nýju byggingu Kristilegs félags ungra kvenna. Auk þessa annast þær um glaðningu fyrir sjúklinga í ýmsum sjúkrahúsum borgarinn- ar. Þessar konur reyna að þroska sig á allan hátt í menningarleg- ÁSKELL LÖVE: Úr ræðustúf fluttum oð Hnausum 1. júlí 1952 Frú Kristjana Anderson Um skilningi, með lestri góðra leikrita, iðkun hljómlistar og margs annars, er til andlegrar þróunar telst. Forseti þessa kvenfélags, gáf- uð og áhugasöm kona, frú Kristjana Anderson, er fædd í grend við bæinn Kromer í North Dakota. Foreldrar hennar voru Guðsteinn Thorsteinson, sem lézt árið 1907, og kona hans, Margrét Tómasdóttir, dáin 1932. Frú Kristjana á einn bróðir á lífi, Magnús, kornkaupmann í Cavalier, North Dakota. Hún er gift Arthur T. Anderson af sænskum ættum, miklum dugn- aðar- og athafnamanni; þau eiga tvö mannvænleg börn, Richard og Margréti. Um frú Kristjönu má það segja, að hún er í rauninni dótt- ir Upham-bygðarinnar í North Dakota og þar eignaðist hún marga æskuvini, er halda við hana órofa trygð og hún við þá; hún er jafnvíg á íslenzka tungu sem enska og nýtur mikils yndis af ljóðum. Vinir frú Kristjönu, og þeir eru margir, senda henni hlýjar kveðjur víðsvegar að og þakka henni trúnað við íslenzkar menningarerfðir. ......Ég veit ekki, hvort telja má viðeigandi að nefna safn á þessum stað, en samt get ég ekki neitað mér um að koma á fram- færi hugmynd, sem ég trúi að sé gagnleg, sérstaklega þegar í hlut eiga landnemar í þessu víðlenda ríki. Ef þið hafið komið til Kaupmannahafnar einhverju sinni að sumarlagi, hefir einhver ef til vill verið svo hugulsamur að aka með ykkur rétt út fyrir borgina á stað, þar sem heitir Landbúnaðarsafnið. Og allir, sem litið hafa Stokkhólm, hafa komið á eyju í miðri borginni, sem nefnd er Skansen. Á báðum þessum stöðum eru söfn, sem aðrar þjóðir langar til að eign- ast, og þó er það á Skansen merkast og elzt. Safnið á Skansen sem og hið danska safn við Kaupmahna- höfn eru svonefnd byggðasöfn. Þangað hafa verið flutt gömul hús og heilir bæir og jafnvel heil þorp með kirkju og öllu tilheyrandi úr ýmsum lands- hlutum frá ýmsum tímum. Göt- ur þorpanna eru eins og á 16. og 17. öld, búðirnar hinar sömu og eins fatnaður fólksins, sem gengur um beina við söfnin, prentsmiðjan prentar á löngu liðinn hátt, og glasblásarar og aðrir iðnaðarmenn búa til fyrir gesti ýmsa hluti á sama hátt og gert var áður en vélarnar fóru að gera allt í flýti. Inni í hverju húsi er allt eins og það var endur fyrir löngu, áhöldin í eld- húsinu skiljum við börn nútím- ans varla eða ekki, og eins eru skepnuhúsin með öðru sniði en við eigum að venjast. í stuttu máli sagt, þarna kynnast börn nútímans sögu fortíðarinnar, og hver og einn getur hæglega fundið, að hér liggur andrúms- loft löngu liðinna alda. Heima á íslandi hafa menn hin síðustu ár hafizt handa um framkvæmd á svipaðri hug- mynd og þeirri, sem framkvæmd var fyrir löngu í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þó er sá regin munur á, að heima er aðallega reynt að halda nokkrum gömlum ^æjum óbreyttum með öllum tækjum, og eru Glaumbær í Skagafirði og Keldur á Rangár- völlum þeirra merkastir. Gömlu torfbæirnir heyra bráðum allir til hinu liðna, en komandi kyn- slóðir eiga á þessum stöðum að tV ☆ ☆ HÚSFREYJA í MOSKVU Alan Kirk var lengi sendiherra Bandaríkjamanna í Moskvu og lét af því starfi fyrir fáum mán- uðum. Kona hans, Lydia Kirk, er um þessar mundir að birta greinarflokk frá dvölinni í Moskvu í hinu víðlesna ameríska kvennabliði, Ladies Home Journal. Greinarflokkur þessi varpar miklu ljósi á það, hvern- ig Það er að vera húsfreýja í Moskvu, jafnvel þótt sendi- herrafrúin hafi þar aðra að- stöðu en flestar aðrar konur. Engin tök eru á því að birta greinina í heild, en hér fara á eftir glefsur, til skemmtunar og fróðleiks. Grein frúarinnar er mestmegnis bréf, er hún hefir ritað frá Moskvu, heim til vina og kunningja. Segir þar m. a. á þessa leið: Moskvu, 31. janúar 1950: Ég sá konur í nýju starfi í dag: að hlaða öskubíla. Öskudallarnir eru háir með þungum hlemm- um og þeir eru allir eins, svo að ég geri ráð fyrir að þeir séu látnir eða leigðir af borgar- stjórninni. Ég hefi sjaldan séð fleiri en þrjá við stærstu sam- byggingarnar. Kannske er það af því að í Ráðstjórnarríkjunum fellur lítið til af rusli, sem fleygt er . . . . Það getur verið fróðlegt að afla sér upplýsinga um ástandið í húsnæðismálum með því að telja nafnspjöldin, sem fest eru á útidyrnar. í morgun til dæmis, gekk ég fram hjá venjulegu einlyftu húsi — átta gluggar á hlið og fjórir á stafni. — Það voru 32 nöfn á spjaldinu, sem fest var við úti- dyrnar. I sömu götu var minna hús, af sömu gerð — fimm glugg- ar á hlið og þrír á stafni — og þar voru 20 nöfn. Húsnæðismálin eru mikils- vert atriði í hugum unga fólks- ins, sem hyggur á hjúskap, því að það hefir engin tækifæri til að setja eigin heimili á stofn. Að minnsta kosti ekki fyrr en fjölskyldan er orðin svo stór, að réttlætanlegt geti talizt að láta hana fá til umráða svo mikið húsnæði sem heila íbúð. En samt giftist nú fólkið og ein- hvern veginn tekst því að búa með tengdafólki og frændum. En það kemur jafnvel fyrir — það sagði ein þjónustustúlkan mér — að fráskilin kona dregur sig aðeins í hlé á bak við tjald eða hengi í sömu íbúðinni meðan maðurinn kemur með nýju kon- una heim. Ef hún hefir ekki í neitt annað hús að venda, er ekki hægt að vísa henni á burt úr íbúðinni. Hjónaskilnaðir gerast sjald- gæfari en fyrr í Ráðstjórnar ríkjunum og blöð og tímarit ^eggja áherzlu á samstöðu fjöl- skyldunnar og hlutverk hennar að ala upp börn. Börnum verka- manna er komið í smábarna- skóla, en ekki þeim börnum, sem hægt er að annast heima Vitaskuld er það ríkisvaldið, sem ákveður, hvaða börn fá að geta séð, hve erfið kjör forfeðr- anna í fátæku og viðarlausu landi voru endur fyrir löngu. Hér í landi hafa menn búið í tíu þúsund ár eða lengur, en að- eins í tæpa öld hafa hvítir menn búið á þeim slóðum, sem við nú stöndum á. Fyrir tveim manns- öldrum eða jafnvel einum var auðvelt að kynnast bústöðum og menningu frumbyggja landsins, en nú eru Indíánarnir óðum að hverfa og menning þeirra að mestu eyðilögð. Það er því varla seinna vænna að safna saman bústöðum þeirra og tækjum á einn stað, því að afkomendur okkar munu glaðir kynnast hinni frumstæðu menningu, sem for- feður þeirra drifu á brott. Þó munu þeir miklu fremur vilja kynnast bústöðum og tækj- um sinna hvítu forfeðra, sem héldu hingað um reginhöf frá ýmsum löndum heims. Ennþá er gjörlegt að koma upp söfnum til að sýna líf þeirra og baráttu heima fyrir og hér fyrstu árin, en eftir nokkur ár eða áratug getur það orðið um seinan. Við ættum að hefjast handa um að koma upp byggðasafni í Manitoba, þar sem reistir yrðu bæir og þorp sömu tegundar og þeir, sem fólkið flutti úr, þegar það yfirgaf sín gömlu lönd, bæði ríkmannleg hús og hús hinna fátæku, með öllum tækjum og áhöldum, sem til eru enn. Við hvert safn hlytu að vinna menn og konur, sem sýndu hin fornu vinnubrögð og gengur klætt eins og áður fyrr. Mætti jafnvel flytja inn allskonar húsdýr til sýningar við bæi hverrar þjóðar, svo að hægt yrði að sjá muninn á þeim stofnum, sem hinir ýmsu innflytjendur áttu að venjast heima fyrir, svo að safnið líktist veruleikanum sem mest. Á sama svæði myndu svo rísa bjálka- kofar af sömu gerð og þeir, sem landnemarnir byggðu við kom- una til hins nýja lands, og í þeim yrðu sýnd þau tæki, sem þeir notuðu í harðri baráttu fyrir lífi sínu og sinna fyrstu árin. Það eru mörg þjóðabrot í Manitoba, og slíkt safn verður ekki byggt á einum degi. Eflaust verður það byggt með tímanum, og þegar eitt þjóðarbrot hefir hafizt handa, koma hin strax á eftir til að reyna að verða hin- um fremri. Ég er ekki í hinum minnsta vafa um, að fegurri minnisvarði verður ekki reistur landnemunum, og vonandi finnst ykkur eins og mér, landar góðir, að hinir íslenzku frum- byggjar hins Nýja-lslands, sem komu flestir snauðir handan um haf með gáfur og góðan vilja sem veganesti, eigi ekkert frem- ur skilið en að okkar ættliður hefjist handa um byggingu slíks byggðasafns einhversstaðar í Nýja-íslandi eða í hinum fagra borgargarði Winnipeg-borgar, Assiniboine Park. Hið íslenzka hverfi hlyti að sýna veglegan íslenzkan torfbæ, kannski prests- setur með gamalli torfkirkju og helzt lítinn kotbæ, en líka hin fyrstu hús landnemanna við Winnipegvatnið og helzt eftir- líkingu þeirra húsa, sem ríkinu Nýja-fslandi var stjórnað frá í tólf ár. Ég er sannfærður um, að slíkt yrði ekki aðeins íslenzk- um mönnum til virðingar held- ur og mikil hvatning til allra annara þjóðarbrota þessa fylkis og ef til vill víðar, því að þótt okkar tími sé tími hinna miklu framfara og hins ókomna, verður aldrei fundin ný menning, sem ekki byggir á reynslu hins liðna, og sú þjóð, sem gleymir fortíð sinni, á á hættu, að framtíðin renni líka úr höndum hennar út í sand hins ókomna. Eflaust segja menn, að þetta sé ágæt hugmynd, hún hljóti að verða framkvæmd einhvern- tíma, bara ekki af þeim eða okkur. Við viljum allir gjarnan ljá góðu máli lið, ef það kostar okkur ekkert og við getum hlot- ið af því heiðurinn án mikillar fyrirhafnar, og séum við farin að eldast, vonumst við eftir, að hinir yngri taki af okkur alla fyrirhöfn. En það er máltæki í Færeyjum, að íslendingar geti allt, og þótt við séum ef til vill ekki ólíkir öðrum að því leyti, að okkur þykir gott að geta látið nágrannan fást við erfiðleikana, hafa Vestur-íslendingar sýnt það í verkinu greinilegar en önnur þjóðarbrot hér, að þeir vilja allt á sig leggja til að halda við minningunum um hið liðna og menningunni, sem hingað flutt- ist með þeim. Þótt kennslustóll- inn í íslenzku við Manitobahá- skólann hafi kostað mun meira fjárhagslegt átak en slíkt safn myndi þurTa að kosta, hafa þús- undir manna sýnt það í verkinu, að þeir horfa ekki í aurana, þeg- ar mál þeirra og menning eiga í hlut. Eflaust myndu íslenzk yfirvöld líka styðja slíkt mál með ráðum og dug og gefa hing- að muni, sem nauðsynlegir yrðu fyrir byggðasafn fylkisins, og al- þýða sveitanna víðsvegar um Kanada vill vafalaust gjarnan. gera sitt til að næstu ættliðir fái skoðað fortíðina á þennan auð- velda og lærdómsríka hátt. Vandinn er aðeins að finna góða menn til að hefjast handa og koma verkinu af stað — hálfnað er verk þá hafið er — en úr því er vandiijn minni. Og það er sannfæring mín, að ef slíkt nauð- synjaverk bættist við hina vel- kunnu nýju deildarstofnun í ís- lenzku máli og menningu við háskólann hér, verður þess varla lengi að bíða, að hér lendir menn fari að nota hið færeyska orðtak örlítið breytt og segi, að Vestur- Islendingar geti allt. læra að dansa, hver að læra ensku og frönsku, hver eru nógu vel gefin til þess að halda á- fram inn í miðskólana og að lok- um háskólann. Foreldrar veita börnum sínum heimili og um- önnun þegar þau eru lítil. En með uppvextinum verða þau að- eins óaðskiljanlegur hluti fjöld- ans. Breytingin er augljós á 12— 13 ára aldrinum. Þá þrýstir rík- isvaldið sér inn á sálir þeirra og þroska .... Þvottasnúrur eru jafnan nokkur auglýsing um það, í hvað fólkið klæðist. Á þvottasnúrunum í Moskvu sér maður litaðar baðmullarskyrtur, sem hljóta að vera ætlaðar jafnt konum og körlum, hnésíðar prjónabuxur kvenna, brúnar, bláar eða leirrauðar, ferhyrnda, hvíta baðmullardúka, — annað tveggja uppþvottadúkar eða barnableyjur, nokkur bætt lök, einn borðdúk, í hæsta lagi tvo, og annað veifið gróf baðmullar- gluggatjöld. Þetta er það, sem maður sér á þvottasnúrunum og annað ekki, nema staka peysu og mislita karlmannsskyrtu af og til . . . . Skrítilegt atvik kom fyrir framan við sendiherrabú- staðinn (ameríska) í gær, þegar fordrukkinn bóndi gaf sig á tal við rússneskan varðmann, sem var á verði, og spurði: „Er það þarna, sem stríðsæsingamenn- irnir búa?“. Varðmaðurinn benti honum þegjandi að hypja sig á burt, en bóndinn faðmaði hann að sér og hrópaði: „Þakka þér félagi fyrir að þú verndar okkur fyrir þeim!“ —DAGUR Formaður íslendingafélags í Oslo í 25 ér Þegar Hekla fór frá Noregi í Geysisferðinni tók einn farþegi sér far með henni heim til Is- lands, Guðni Benediktsson frá Reyðarfirði. Allir íslendingar sem dvalið hafa í Osló síðustu aratugina kannast við Guðna, því hann hefir verið formaður í félagi Islgndinga þar í borg í 25 ár. Fararstjórinn er annaðist fyrir greiðslu farþeganna er voru á vegum Ferðaskrifstofunnar, Sig- urður Magnússon, átti tal við Guðna fyrir blaðið. Liðin eru 33 ár frá því hann fór af landi burt. Hér var viðtalið. — Ertu ættaður að austan? — Já. Ég er fæddur í Breið- dalnum, en allt ættfólk mitt er austfirzkt. Ég veit ekki hvort þú kannast nokkuð við ættir manna austur þar, en bróðir minn var Sveinn, hreppstjóri í Búðahreppi kunnur maður, nýlátin. Hann var elztur okkar fjögurra bræðra. Hinir eru Einar símstjóri í Stöð- varfirði og Björgvin útgerðar- maður á Búðum. — Hvaða ástæður lágu til þess að þú fórst af landi burt? — Forvitni, — útþrá. Mig lang- aði til þess að litast um 1 heimin- um. Það var í júnímánuði 1919, en þá var ég rúmlega tvítugur, að ég steig í fyrsta skipti á erlenda grund. Ég hafði keypt mér far til Björgvinjar og er þangað var komið vissi ég varla hvað ég átti af mér að gera því þar þekkti ég engan mann. — Talaðirðu norsku?' — Nei. Þá talaði ég slæma dönsku en það dugði mér til þess að drepast ekki. — Fékkstu strax atvinnu? — Já. Ég komst strax að vinnu við skrifst’ofustórf og var hjá sama fyrirtækinu í sex mánuði. — Varstu vanur slíkum störf- um að heiman? — Já. Ég hafði unnið talsvert við verzlunar- og skrifstofustörf, •var t. d. búinn að vera sýsluskrif ari í tvö ár hjá Magnúsi Gísla- syni þáverandi sýslumanni Suð- ur Múlasýslu, og var það ástæð- an til þess að ég leitaði fyrir mér um slík störf í Noregi. Frá Björg- vin fór ég svo til Oslóar og 1. marz 1923 fékk ég svo vinnu við skrifstofustörf hjá Shell og hjá því fyrirtæki hef ég verið síðan og unnið alls konar skrifstofu- störf. — Alltaf verið í Osló? — Já, allan tímann. — Kvæntur? — Norskri konu, Maríu, ætt- aðri af Vestfold. Við eigum einn son, Harald Benedikt, sem hefir lokið háskólaprófi í frönsku, og býr í Osló. — Þú varst lengi formaður ís- lendingafélagsins í Osló, eða var ekki svo? — Jú, í 25 ár. Þess vegna hef ég bæði kynnst öllum þeim Is- lendingum, sem stundað hafa nám í Osló síðustu þrjá áratug- ina og til mín hafa oft leitað ymsir íslenzkir ferðamenn, sem gist hafa Osló. Þú mátt segja frá því, að mér hafi alltaf þótt afar vænt um að fá að fylgjast með unga fólkinu og sjá það vaxa til nýrra dáða með nýjum verkefn- um. Þessi tengsl mín við hið unga ísland hafa valdið því að ég hef ekki fundið eins sárt til út- legðarinnar og margir aðrir þeir, sem brjóta allar brýr að baki, týna máli og menningu ættjarð- arinnar án þess að geta þá fylli- lega eignazt nokkuð nýtt í stað- inn. — Varstu upphaflega ráðinn í að fara alfarinn frá íslandi? — Nei. Það var aldrei ætlunin. En svo höguðu örlögin ævi minni þannig, að hvert atvikið af öðru varð til þess að ég sá mér ekki fært að fara heim og sætti mig svo við að verða kyrr. — Hlakkarðu til að koma heim? — Mjög. Fyrst ætla ég til Austurlandsins að heimsækja ættfólk mitt og forna vini. Þar mun ég verða í hálfs mánaðar tíma og svo mun ég halda til höf- uðstaðarins. Ég geri ráð fyrir að undarlegt muni verða fyrir mig að sjá ísland aftur, einkum Reykjavík, en þar kom ég síðast árið 1912. Ég óttast að ég muni lítið finna af því gamla íslandi, sem ég kvaddi, en vona að í stað- inn komi eitthvað nýtt, sem verði mér síðar jafn kært í minn- ingunum og það, sem ég á nú þar. S. M. — MBL. 13. júní KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent 1 póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.