Lögberg - 17.07.1952, Síða 6

Lögberg - 17.07.1952, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. JÚLÍ, 1952 LANGT í BURTU frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi „Og þar voru stór og mikil hús, og fleira fólk alla vikuna, heldur en er á gangi við Weatherbury-klúbbinn á hvítasunnunni og ég fór í skrautlegar kirkjur og kapellur. Prestur- inn bað innilega. Já, hann kraup niður og rétti upp hendurnar saman greiptar og lét blika á hringinn heilaga á hendi sér, sem að hann hafði unnið sér inn með því að biðja svo vel! Ó, já, ég vildi að ég ætti þar heima.“ „Vesalingurinn hann séra Thirdy okkar getur ekki fengið skildinga til að kaupa slíkan hring,“ sagði Matthew Moon hugsandi, — „og þó er hann eins góður maður og nokkur sem á jörðinni hefir gengið. Ég held, að vesalings Thirdy hafi engan hring, ekki einu sinni tin- eða koparhring, eins og að hringur mundi þó prýða hann í prédikunarstólnum, sem er lýstur upp með vaxkertaljósum, á skuggalegum eftir- miðdögum. En það er ómögulegt fyrir vesalings manninn. Að hugsa sér hve misjöfn kjör manna geta verið.“ „Máske að hann sé þannig gjörður að það geri honum ekkert til,“ sagði Gabríel önugur. „Þetta er nóg af svo góðu. Haltu áfram, Cain — undir eins!“ „Ó, — og prestarnir eru farnir að hafa yfirvararskegg og sumir eru alskeggjaðir,“ hélt ferðamaðurinn áfram'— „og þeir líta út eins og Móse og Aron og láta okkur, fólkið í söfn- uðinum, halda að við séum öll ísraelsbörn.“ „Það er hin rétta tilfinning, drengur,“ sagði Joseph Poorgrass. „Og það eru tvennskonar trúarbrögð, sem hafa náð hjá þjóðirmi — hákirkjutrú og há- kapellutrú. Og ég sagði við sjálfan mig að ég skyldi vera sanngjarn; svo að ég fór til hákirkj- unnar fyrir miðjan daginn, en hákapellunnar eftir nónið.“ „Rétt og sanngjarnt drengur,“ sagði Joseph Poorgrass. „Jæja, í hákirkjunni biðjast þeir fyrir syngjandi og tilbiðja alla liti regnbogans, en í hákapellunni biðjast þeir fyrir og tilbiðja pré- dikandi. — Og svo sá ég ekki ungfrú Everdene meir.“ ,j3ví sagðurðu það ekki áður?“ spurði Gabríel, sem að varð fyrir miklum vonbrigðum. „Ó,“ sagði Matthew Moon; „hún nagar sig einhverntíma í handarbökin, ef að hún verður of vingjarnleg við þennan mann.“ „Hún er ekki vinsamleg við hann,“ sagði Gabríel fyrirlitlega. „Hún veit betur,“ sagði Coggan. „Húsmóðir okkar hefir of mikið vit undir svarta hárinu sínu, til þess að gjöra slíka heimsku.“ „Þú veist, að hann er ekki ósiðaður og illa upplýstur maður, því að hann fékk gott upp- eldi,“ sagði Matthew hálfhikandi. „Það var að- eins óstöðuglyndi hans, sem olli því að hann varð hermaður, og stúlkur hænast oft að þeim, sem breyskir og ófyrirleitnir eru.“ „Heyrðu Cain Ball,“ sagði Gabríel óþolin- móðlega; „getur þú lagt eið út á í sínu ægileg- asta formi, að konan sem þú sást, hafi verið ungfrú Everdene?“ „Cam Ball, þú ert ekki lengur hvítvoðung- ur eða tátubarn," sagði Joseph í þeim rómi, sem kringumstæðurnar kröfðust; „og þú veist hvað eiður meinar. Hann er ægileg staðfesting á því, sem að þú segir og innsiglar með blóð- steini þínum, og spámaðurinn Matteus segir okkur, að falli hann á einhvern, þá verði sá hinn sami sundurmarinn. Getur þú nú frammi fyrir öllu þessu vinnufólki svarið, að það sem þú hefir sagt sé satt, eins og að fjárhirðirinn hefir beðið þig um?“ „Nei, herra Oak!“ sagði Cain og leit frá einum til annars óttasleginn út af hinni and- legu afstöðu sinni. „Ég get sagt að það sé satt, en að það sé fjandi satt, vil ég ekki segja, ef að það er það, sem þið meinið.“ „Cain, Cain, hvernig dirfist þú?“ spurði Joseph alvarlega. „Þú ert beðinn að sverja heilagan eið og þú sverð eins og illa innrættur Shimei frá Gera, sem að kom bölvandi. Ungi maður, svei!“ „Nei, það er ekki satt! Það eruð þið, sem viljið koma vesalings dreng til að glata sál sinni, Josep Poorgrass — það er það, sem að það er!“ sagði Cain og fór að gráta. „Það sem ég meina er það, að í almennum sannleika, þá var það ungfrú Everdene og Sergeant Tray, sem að ég sá, en í hræðilegum — svo hjálpi mér Guð — sannleika, sem að þið viljið hafa, þá gátu það hafa verið einhverjir aðrir!“ „Það er ekki hægt að komast eftir því hvað er rétt eða rangt í þessu“, sagði Gabríel og gekk til vinnu sinnar. „Cain Ball, þú ert eins og illa hnoðað brauðdeig!" stundi Joseph Poorgrass. Svo tóku allir til vinnu aftur. Gabríel sýndi ekki á sér neina gleði, og það sást ekki heldur að hann væri í óvanalega þungu skapi. En Coggan fór nærri um hvernig að honum leið, og þegar að þeir voru tveir einir sagði hann: — „Taktu þetta ekki nærri þér, Gabríel. — Hvaða mismun gerir það hvers heitmey hún verður, úr því að þú gast ekki fengið hana sjálfur?" „Það er einmitt það, sem að ég var að segja við sjálfan mig,“ sagði Gabríel. XXXIV. KAPÍTULI Þetta sama kveld, eftir að farið var að skyggja, stóð Gabríel við kálgarðshliðið hjá Coggan og horfði yfir landið fagra áður en að hann fór að hátta. Það kom vagn hægt og hljóðlega eftir gras- röndinni meðfram veginum. í vagninum voru tvær konur að tala saman. Oak heyrði undir eins að það voru Bathsheba og Liddy. Vagninn kom gegnt Oak, og fór fram hjá. Það var létti- vagn ungfrú Everdene og í honum sátu Liddy og húsmóðir hennar. Liddy var að spyrja frétta frá Bath, en húsmóðir hennar svaraði spurningum hennar dauflega, og það var eins og hún væri annars hugar. Bæði Bathsheba og hrossið virtust vera ferðlúin. Fögnuður Oaks yfir því, að húsmóðir hans var komin heim heilu og höldnu yfirskyggði allt annað í huga hans. Hann beið, þar sem hann var þar til að dagsbrún var jöfn í austri og vestri og hinir óframfærnu hérar fóru að læð- ast um hæðirnar. Gabríel hafði máske verið þar hálfum klukkutíma lengur, þegar að maður gekk fram hjá honum. „Gott kveld, Gabríel,“ sagði maðurinn, sem var Boldwood. „Gott kveld, herrasagði Gabríel. Boldwood bar fljótt úr augsýn eftir braut- inni og Oak gekk til hvílu litlu síðar. Boldwood bóndi hélt áfram í áttina heim til ungfrú Everdene. Hann gekk heim að húsi hennar og sá ljós í setustofunni. Gluggatjaldið var ekki dregið fyrir gluggann og hann sá Bathshebu sitja í stofunni og vera að lesa bréf eða skjöl. Hún sneri baki við honum. Bold- wood gekk til dyranna, drap á þær og beið. Boldwood hafði ekki farið fet að heiman frá sér eftir að hann mætti Bathshebu á vegin- um til Yalbury. Einn og þögull hafði hann ver- ið heima hjá sér og hugsað um hina órann- sakanlegu vegi kvenfólksins, og í huga sér hafði hann dæmt þær allar eftir tilviljunaraf- stöðu þeirrar einu konu, sem að hann hafði verulega kynnst. Hugur hans hafði smátt og smátt mildast, og var það ástæðan fyrir þessari næturferð hans. Hann var kominn til þess að biðja afsökunnar, og biðja Bathshebu fyrir- gefningar á ofsa sínum nú undir eins og hann frétti að hún væri komin heim úr kynnisferð sinni til Liddy, því að hann vissi ekkert um ferð hennar til Bath. Liddy kom til dyranna. Boldwood spurði eftir ungfrú Everdene. Framkoma Liddy var eitthvað einkennileg, en eftir því tók Boldwood ekki. Hún fór inn og skildi við hann þar sem að hann stóð; og á meðan að hún var inni voru gluggatjöldin dregin fyrir gluggana í setustof- unni þar sem að Bathsheba var. Boldwood leist illa á það. Liddy kom út aftur og sagði: „Húsmóðir mín getur ekki veitt þér mót- töku, herra.“ Boldwood fór undir eins. Það var sjáan- legt, að um fyrirgefningu var ekki að ræða — um það gat ekki verið að villast. Hann hafði séð hana, sem að honum var í senn mesta yndi og angist, í sama herberginu, sem að hann hafði verið með henni í sem einkagestur hennar litlu fyr þá um sumarið, en nú neitaði hún honum um inngöngu í það. Boldwood var ekki í neinum flýti að kom- ast heim til sín. Klukkan var tíu að minsta kosti þegar að hann gekk í gegnum lægri part- inn af Weatherbury og heyrði póstvagninn koma inn í bæinn, sem að gekk á milli Weather- bury og bæjar, sem var nokkru norðar. Vagn þann átti og keyrði maður, sem heima átti í Weatherbury og stansaði vagninn við heimili eða hús þessa manns. Ljós, sem var framan á vagninum, sýndi að fyrsti maðurinn, sem að út úr honum kom var í rauðri treyju með gylltum hnöppum. — „ó,“ sagði Boldwood við sjálfan sig; „hann er kominn til að finna hana.“ Tray fór inn í hús ökumannsins, en þar hafði hann búið á meðan að hann dvaldi í síð- ustu heimsókn sinni til æskustöðvanna. Boldwood tók skyndilega ákvörðun. Hann flýtti sér heim til sín. Eftir tíu mínútur var hann kominn til baka og lét sem að hann ætl- aði að heimsækja Tray hjá póstmanninum. En þegar að hann var að ganga upp að húsinu, voru dyrnar opnaðar og einhver kom út í þær og sagði: „Góða nótt“ til þeirra, sem að inni voru, það var Tray. Boldwood þótti einkenni- legt að hann skyldi vera að kveðja, þar sem hann var nýkominn. En hann gekk samt til hans. Tray sýndist halda á ferðatösku í hend- inni, sem að hann hafði haft með sér. Og hann virtist vera á förum aftur þá um kveldið. Tray gekk upp hæðina og flýtti sér. Bold- wood fór í veg fyrir hann: „Sergeant Tray?“ „Já, ég er Sergeant Tray.“ „Nýkominn úr norðurhéruðunum, spái ég?“ „Nýkominn frá Bath.“ „Ég er William Boldwood.“ „Er það svo?“ Málhreimurinn, sem að þetta var sagt í, var allt sem þurfti til þess að espa Boldwood: „Ég þarf að tala orð eða tvö við þig,“ sagði hann. „Um hvað?“ „Um konuna, sem býr í húsinu þarna fyrir handan — og um konu, sem að þú hefir mis- boðið.“ „Ósvífni þín er furðuleg," sagði Tray og fór af stað. „Heyrðu mér,“ sagði Boldwood, sem stóð fyrir framan Tray. „Hvort sem að þú furðar þig á því eða ekki þá verðurðu nú samt að tala við mig.“ Tray fann, að Boldwood var bláköld al- vara; hann leit á Boldwood og sá að hann var kraftalega vaxinn og að hann hélt á barefli í hendinni. Hann vissi að klukkan var yfir tíu. Það sýndist ekki vera skynsamlegt að reita Boldwood til reiði. „Nú, jæja, ég skal með ánægju hlusta á þig,“ sagði Tray og setti ferða- tösku sína niður; „en talaðu ekki hátt, því að það geta einhverjir heyrt til okkar -frá húsun- um í kring.“ „Jæja þá — ég veit allmikið um samband þitt við Fanny Robin. Ég má segja þér líka, að ég er eini maðurinn í þorpinu, að undanteknum honum Gabríel Oak, sem veit um það. Þú ættir að giftast henni.“ „Ég býst við að ég ætti að gjöra það. Satt að segja þá vil ég gjöra það, en get það ekki.“ „Hvers vegna?“ Ógætilegt svar var komið fram á varirnar á Tray, en hann sá að sér og sagði: „Ég er fá- tækur.“ Hann hafði breytt um málróm, sem áður hafði verið kæruleysislegur, en hafði nú hreim bragðarefsins. Hugur Boldwoods var ekki í því ástandi, að hann tæki eftir málrómsbreytingu. Hann hélt áfram: „Ég má eins vel vera berorður við þig; og skildu það, að ég ætla mér ekki að ræða við þig um það hvað sé rétt eða rangt, ekki heldur kvenlegan heiður eða vanheiður, né heldur láta í ljósi álit mitt um breytni þína. Ég hefi ásett mér að eiga kaup við þig.“ „Er það svo?“ sagði Tray. „Við skulum setjast niður.“ Það lá gamalt tré við girðinguna, sem var rétt á móti þeim, og þeir settust á það. „Ég var trúlofaður ungfrú Everdene,“ sagði Boldwood, „en þú komst og.......“ „Ekki trúlofaður,“ sagði Tray. „Svo gott sem trúlofaður.“ „Ef að ég hefði ekki komið til sögunnar, þá hefði hún máske trúlofast þér.“ „Svei þessu máske!“ „Hefði þá.“ „Ef að þú hefðir ekki komið á vettvang, þá hefði ég áreiðanlega — já, áreiðanlega verið trúlofaður henni nú. Ef að þú hefðir ekki séð hana, þá værir þú máske giftur Fanny. Það er of mikið millibil á milli ykkar, ungfrú Ever- dene og þín, mannfélagslega, til þess að þessi Amors-áleitni þín við hana geti nokkurn tíma endað á giftingu. Svo að alt sem að ég fer fram á er það, að þú ónáðir hana ekki framar. Gifstu Fanny. Ég skal sjá um, að þú skaðist ekki á því.“ „Hvernig?“ „Ég skal borga þér v^l nú þegar, og ákveða henni vissa upphæð, og ég skal sjá um að þú líðir aldrei skort. Ég skal gjöra skýrari grein fyrir þessu: Bathsheba er aðeins að leika sér við þig, þú ert of fátækur fyrir hana, eins og að ég sagði þér, svo að þú skalt hætta að hugsa um hefðargiftingu, sem að aldrei getur orðið, en framkvæma þá almennari, sem að þú getur gjört strax á morgun. Taktu tösku þína, snúðu við, farðu í burtu frá Weather- bury í kveld, og þú skalt taka fimmtíu pund með þér. Fanny skal fá fimmtíu pund til að búa sig undir giftinguna, þegar að þú segir mér hvar hún á heima, og svo fimm hundruð pund á giftingardaginn.“ Þegar að Boldwood gjörði þessi boð var hann sér þess meðvitandi, og það mátti heyra það á mæli hans, hve aðstaða hans, áform hans og aðferð voru máttvana. Hann hafði breytt til frá hinni fyrri ákveðnu, hugprúðu aðstöðu sinni, þegar að hann hefði fordæmt og fyrir- litið fyrirætlanir þær, sem að hann var nú að framkvæma. Við sjáum nýtt afl vakið hjá ást- föngnum manni, sem ekki var hjá honum að finna á meðan að hann var óháður; en það er vídd útsýnisins hjá óháða manninum, sem að ekki er að finna hjá þeim ástfangna. Þar sem mikil hlutdrægni er, þar er og mikil þröng- sýni, og ástin, þó að hún sé aukin tilfinning, dregur hún samt úr sjálfstæði manna. Bold- wood sýndi það greinilega; hann vissi ekkert um kringumstæður Fanny Robins, eða hvar hún var; hann vissi ekkert um tækifæri eða möguleika Tray, en þetta var það, sem að hann sagði. „Mér líkar bezt við Fanny,“ sagði Tray; „og ef það er eins og að þú segir, að óhugsan- legt sé, að ég fái ungfrú Everdene, þá er það hagur fyrir mig að taka á móti peningunum frá þér og giftast Fanny. En hún er aðeins vinnu- kona.“ „Fástu ekki um það — gengur þú að boði mínu?“ „Já, ég geri það.“ „Ó!“ sagði Boldwood hressari í huga. „Ó, Tray, ef að þér fellur bezt við hana, því varst þú þá að troða þér inn hérna til þess að spilla gæfu minni?“ „Ég ann Fanny mest núna,“ sagði Tray. „En Bath .... ungfrú Everdene kveikti í mér og tók pláss Fanny um tíma. Það er allt búið núna.“ „Hví ætti það að vera búið nú — svo fljótt? Og til hvers varstu þá að koma svona fljótt?“ „Til þess eru gildar ástæður. — Fimmtíu pund út í hönd, sagðurðu!“ „Já, ég sagði það,“ sagði Boldwood, „og hérna eru þau — fimmtíu pund í gulli.“ Og hann fékk Tray dálítinn pakka. „Þú virðist hafa haft þetta allt undirbúið, og þú virðist hafa gengið að því sem sjálfsögðu, að ég mundi taka á móti þessu,1' sagði Tray og rétti hendina eítir pakkanum. „Ég hélt að það gæti skeð, að þú mundir taka við þeim,“ sagði Boldwood. „Þú hefir aðeins orð mín fyrir því, að ég standi við samningana, en ég hefi að minnsta kosti fimmtíu pund.“ „Ég hefi hugsað um það, og ég held, að ef ég get vakið heiðurstilfinningu þína, þá sé mér óhætt að reiða mig á hyggjuvit þitt með að þú hrindir ekki frá þér voninni um fimm hundruð pundin og afla þér með því biturs fjandmanns, sem annars er viljugur til að vera þér mjög hagkvæmur vinur.“ „Þey — hlustaðu!" sagði Tray lágt. Það heyrðist létt fótatak á veginum rétt fyrir ofan þá. „Hamingjan góða — það er hún,“ hélt Tray áfram. „Ég verð að fara og mæta henni.“ „Hún hver?“ „Bathsheba.“ „Bathsheba — úti ein um þetta leyti næt- ur!“ sagði Boldwood steinhissa og stóð á fætur. „Því þarft þú að mæta henni?“ „Hún átti von á mér í kveld — og ég verð að fara og tala við hana og kveðja hana sam- kvæmt samningum okkar.“ „Ég sé enga ástæðu fyrir þig til að tala við liana.“ ,fÞað getur ekki gert neitt illt — og ef að ég gjöri það ekki, þá verður hún að ráfa hér um til að leita að mér. Þú skalt heyra hvert orð, sem að ég segi við hana. Það hjálpar þér til að komast í mjúkinn hjá henni, þegar að ég er farinn.“ „Það er háðhreimur í orðum þínum.“ „Ó, nei. Og mundu eftir því, að af að hún veit ekki hvað af mér verður, þá verð ég henni minnisstæðari, heldur en ef að ég segi henni beint út, að ég hafi komið til þess að segja skilið við hana.“ „Viltu halda þér aðeins við það atriði? — Get ég fengið að heyra hvert orð, sem að þú segir?“ „Hvert orð. Sittu nú hérna kyrr og haltu á töskunni minni og vittu hvað þú heyrir.“ Fótatakið létta færðist nær og þagnaði við og við eins og að sá, sem á ferðinni var, væri að hlusta. Tray blístriði tvisvar sinnum. „Það er þá komið svona,“ tautaði Boldwood órólegur. „Þú lofaðist til að þegja,“ sagði Tray. „Ég lofa því aftur.“ Tray gekk áfram. „Frank, elskan, er það þú?“ Það var Bath- sheba, sem talaði. „Ó, Guð minn!“ sagði Boldwood. „Já,“ sagði Tray. „En hvað þú ert seinn,“ hélt hún áfram blíðlega. „Komstu með póstvagninum? Ég var að hlusta og heyrði hann koma inn í bæinn fyrir nokkuð löngu síðan, og ég var nærri orðin vonlaus um að þú kæmir, Frank.“ l

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.