Lögberg - 17.07.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.07.1952, Blaðsíða 7
s-iOGBERG, FIMTUDAGIínN. 17. JÚLÍ, 1952 7 Heimsókn oð Sogsfossum M ÞESSAR mundir er lið- ið hálft annað ár frá því að iramkvæmdir hófust við bygg- ingu neðanjarðar-orkuversins við Neðri-Fossa í Sogi, Irafoss og Kistufoss. Hér er um að ræða al- veg sérstætt mannvirki í sögu mannvirkjagerðar hér á íslandi. Það er fróðlegt að koma þangað og skoða hvernig framkvæmd verksins miðar áfram. Þegar ekið er úr Grímsnesinu up eftir Sogsveginum, blasa við reisuleg og rismikil hús við af- leggjarann, sem liggur frá Sogs- veginum niður að virkjunar- staðnum. Hér er um að ræða Mötuneytis- og samkomuhús og íbúðir vélstjóra. En byggingar þessar eru nú notaðar til íbúðar fyrir þá, sem þar vinna. Á virkj- unarstaðnum sjálfum eru nokk- ur rauðmáluð sænsk íbúðarhús, skrifstofur, verkstæði og geyms- luhús. Umhverfið er í eðli sínu mjög fagurt. Á hlaðinu Þegar staldrað er við á hlaðinu er augljóst að unnið er með lífi og sál að stórkostlegum fram- kvæmdum. Úr fjarska heyrast taktföst hamarshögg trésmið- anna, skrölt ýmiss konar vinnu- véla, ys og þys. Hér virðast allir vera glaðir og ánægðir. Þeir sem eru á gangi um vinnuplássið ganga greitt og frjálsmannlega með brúna eða hvíta hjálma á höfði. Þeir eru að koma fyrir neðanjarðargöngum. Það er aug- ljóst að allir stefna að settu marki, að vinna fljótt og vel og halda vinnuáætlun. Fyrir ókunnuga er vinnupláss- ið undraheimur, sem ekki verður lýst nema með aðstoð þeirra, sem þar vinna. Byggingarvinna orkuversins er framkvæmd af dönskum og sænskum byggingarfélögum, sem hafa myndað með sér bygg- ingarfélagið Fosskraft. Framkv. stj. þes er Kai Langvad verkfræð ingur, sem er landsmönnum kunnur frá virkjun Ljósafoss og Skeiðfoss og framkvæmdum við Hitaveitu Reykjavíkur. Við þetta mannvirki er yfirverkfræðingur danski verkfræðingurinn Öster- gaard. Byggingaframkvæmdum við orkuverið má skipta í þrjá meg- in hluta, sem eru: Stíflan á foss- brún írafoss, Stöðvarhúsið, neð- anjarðar vélasalur sambyggður lóðrétt stigagöng og lyftu- göng við ofanjarðarbyggingu, og loks frárennslisgöng, sem eru neðanjarðar. Stíflunni lokið í sumar Framkvæmdir standa nú þann- ig að lokið er við smíði stíflunn- ar á austurbakka Sogsins, þar sem inntökin eru fyrir aðrennsl- isæðar vélanna, og eystri hluta stíflugarðsins, þar sem botnrásir stíflunnar eru. Soginu er nú veitt um botnrásirnar og unnið að byggingu vestari hluta stíflu- garðsins, og verður stíflunni að fullu lokið á þessu sumri. Lokið er að mestu við spreng- mgar fyrir vélasalsbyggingu með tilheyrandi gryfjum fyrir vatns- túrbínur, aðrennslisæðum og sográsum. Aðalhvelfing vélasal- arins var steypt á s.l. vori. Nú verður hafizt handa um að slá upp mótum fyrir vélahúsinu í stórum „helli,“ sem sprengdur hefur verið í bergið. Unnið er að ofanjarðarbyggingunni og innan skamms verður lokið við að steypa verkstæði og lyftiturn, en ofanjarðarbyggingunni verður að fullu lokið um miðjan júlí í sumar. í salnum verður 75 tonna krani til uppsetningar og eftirlits véla. Skammt frá ofanjarðarbyggingu vélahússins er spennistöð stöðv- arinnar. Frá henni verður orku stöðvarinnar veitt til Reykjavík- ur með 138000 volta spennu. Frárennslisgöngin, sem liggja frá Sográsum túrbínanna eru, sem fyrr segir um 640 m. að lengd og 60 fermetra að flatar- máli, og koma út í farveg Sogs- ins um það bil 300 m. fyrir neðan K i s t u f o s s. Úr jarðgöngunum verða sprengdir um 41000 tenings metrar af grjóti, eða nálega 120- 000 tonn. Eftir er að sprengja um 20 metra leið. Standa vonir til að því verði lokið næstu daga. Stíflan á fossbrún írafoss, sem lokið verður við smíði á í sum- ar, er um 150 m. að lengd og um 8 m. á hæð. í eystri hluta stíflu- garðsins eru 3 botnrásir og 3 flóð gáttir. Vestan við flóðgáttirnar tekur við 64 m. langt virki, sem takmarkar vatnsborð lónsins, fyr ir ofan stíflu, við um 64 m. hæð yfir sjávarmál. Við austurbakka Sogsins og sambyggt stíflugarð- inum eru 3 inntök fyrir aðrennsl isæðar að vélasamstæðum. Stöðvarhúsið sjálft Samhliða austurbakkanum, um 35 m. frá inntökunum og um 40 m. undir jarðvegsyfirborði, er vélasalurinn fyrir 3 vélasamstæð ur. Vélasalurinn verður 42 m. á lengd, 12 m. á breidd og um 20 m. á hæð, eða að rúmmáli hér um bil 10.000 teningsmetrar. — Sam- byggð vélasalnum um lóðrétta lyftu og stigagöng, er ofanjarðar bygging stöðvarinnar. Þar verð- ur verkstæði, skrifstofa og töflu- salur, þaðan sem rafvélum og tækjum er stjórnað. Yfir lyftu opinu er skáli, þar sem komið verður fyrir 40 tonna krana til að hleypa vélahlutum niður í vélasalinn. I skrifstofu Östergaards yfir- verkfræðings, en hún er í einu rauðu sænsku húsanna, hitti ég hann sem snöggvast að máli. Verkinu hefur í aðalatriðum miðað áfram samkvæmt áætlun, segir verkfræðingurinn og bend- ír á uppdrátt er sýnir fyrirkomu- lag orkuversins og hvernig fram- kvæmdum miðar áfram. En þær tafir, sem orðið hafa, stafa aðal- lega af erfiðleikum við boranir fyrir sprengingum. Þar sem leir- lög og jökulruðningur er inn á milli blágrýtislaganna, er erfitt að bora. Borarnir festast o^bor- holurnar stíflast. Nú er spreng- ingum að mestu lokið og þar af leiðandi er minni hætta á óvænt- um töfum í framkvæmdum vinnu áætlunarinnar. í jarðgöngunum Það er bæði fróðlegt og skemm tilegt að koma niður í frárennis- göngin. Þau eru tæplega 8 metra há, þar sem þau eru hæst, og 7.50 m. á breidd. Þau eru ekki ósvip- uð í laginu og þegar horft er á braggagafl, en niðri við gólfið í göngunum er veggurinn lóð- réttur. Frárennslisgöngin frá orkuver- inu eru 640 metra löng og verður alls að sprengja og flytja úr þeim 41.000 teningsmetra af grjóti. Það lætur nærri að vera rúmlega 100 þúsund tonn eða álíka mikið og tveir skipsfarmar alls skipaflota Islendinga eins og hann er í dag. I göngunum, en gólfið í þeim er svo til hallalaust alla leiðina frá orkuverinu að opi., Þar niðri gætu rúmast sæmilega um 20,- 000 manns. Frárennslisgöngin verða steypt að innan og notuð við það færan- leg mót. Ég spurði einn verk- fræðinganna að þvíð hvort það væri gert til þess að forðast skemmdir af völdum jarðsigs, eða vegna jarðskjálfta. Ekki er það nú höfuðástæðan, sagði hann. — Segja má, bætti hann við, að mjög snarpur jarðskjálfta- kippur fari um jarðgöngin öll einu sinni á sólarhring. — Þá leikur þar alt á reiðiskjálfi og jafnvel heima við húsin verður titrings vart. Þakið yfir jarðgöngunum, það er að segja bilið milli loftsins í göngunum og yfirborðs jarðar, er sums staðar 35 metrar, en hvergi er það minna en 8 metrar. Hvernig eru jarðgöngin lögð? Þegar sprengt er, eru boraðar milli 60—80 fjögra metra djúpar holur inn í stálið. Við þá borun vinnur sérlega þjálfuð sveit manna á hreyfanlegum vinnu- pöllum, tveggja hæða. Er hún um 10 klst, að bora þessar holur. — Þessu verki stjórnar Svíinn Lokander. Síðan er dýnamitinu komið fyrir í holunum, og það sprengt með rafmagni. Dýnamittúparn- ar, sem eru í stálinu miðju, springa fyrst en síðan allt í kring út frá þeim og þær, sem yzt eru, springa síðast. Þegar þetta er um garð gengið, fara hópar verka- manna til að ryðja því frá sem sprakk ,og er því ekið út á bing. Þar er allt blágrýtið tekið, sétt í grjótmulningsvél og fer sá muln- ingur í alla steypu. Með löngum járnstöngum sem minna helzt á laxveiðistangir, og ná upp um veggi, allt upp í mæni jarðgangn anna, hreinsa verkamennirnir, svo allt laust grjót í burtu, út í fastan klettinn. Loftið þar niðri er móðukennt, en vélar dæla þangað hreinu lofti. Húsið byggt í „hellinum“ I hinni hrikastóru hvelfingu sem komin er í bergið undir íra- fossi og stöðvarhúsið verður í, hefur þurft að sprengja alls 10.- 000 teningsmetra af grjóti. Verið var að slá upp steypu- mótum að útveggjum stöðvar- hússins.'Mennirnir, sem voru þar að vinnu voru líkastir dvergum í svo hrikalegu og hrissingslegu umhverfi. Vera má, að dauf birt- an og móðan þar niðri hafi hjálp- að til að gera þetta svona lítið vistlegt. Þegar stíflugarður raforkuvers ins var steyptur þurfti að veita Soginu til í sínum venjulega far- vegi. En nú er langt komið með að steypa garðinn, en á honum verður hús, þar sem í verða vatns lokur stíflunnar. Þ æ r m u n u þýzkur verkfræðingur setja upp. I alla þá steypu, sem til orku- versins við Neðri Fossa þarf, munu fara um 6.000 tonn af sem- enti. Nú er aðeins búið að nota um 1.300. Mest fer í jarðgöngin. Alls þarf um 400 tonn af steypu- styrktarjárni. Östergaard verkfræðingur kvaðst ekki á þessu stigi vilja um það segja, hvenær mann- virkjagerðinni yrði lokið. — Ég vona að okkur muni takast að halda þeirri áætlun er gerð var í upphafi. Samkvæmt henni á mannvirkinu að vera lokið vorið 1953. Hér er nú allt unnið í á- kvæðisvinnu, bætti hann við. Verkamenn, sem í jarðgöng- unum vinna, hafa sérstakan kaup taxta með tilliti til þess, að þeir eru tryggðir hærra með hliðsjón af slysahættu. Um þessar mundir vinna hér hjá okur, sagði Öster- gaard, milli 160—170 verkamenn og iðnaðarmenn og mun tala þeirra ekki verða öllu meiri. I hverri viku fara um hendur okk- ar' milli 160—170 þúsund kr. í launagreiðslur til þessara manna. Áður en við slitum samtali okk ar sagði östergaard verkfræðing- ur, að milli verkfræðinganna, verkamanna og verkstjóranna ríkti gott samstarf. Þennan dag var að hefjast und- irbúningur að upsetningu að- rennslisæðar og sogrása túrbín- anna, sem fyrst verða settar nið- ur. Túrlýnurnar eru keyptar í Svíþjóð og er sænskur verkfræð- ingur, Lokander að nafni, kom- inn austur til að sjá um uppsetn- ingu þeirra, en Stálsmiðjan. Héð- inn og Hamar hafa tekið í á- kvæðisvinnu að setja saman að- rennslisæðar og sográsir. I byrjun júni eru væntanlegir lyftikranarnir, sem settir verða upp í lyftuturninum og í véla- salinn, sem minnzt var á í sam- bandi við vélasalinn. Lokur og lokubúnaður fyrir stíflur, sem þýzkur verkfræðing- ur mun setja upp, er væntanleg- ur fyrri hluta sumars og verður hafizt handa um upsetningu jafn óðum og tækin koma til landsins. Vélarnar flutningur þeirra vandasamt verk Þennan dag var þar eystra Ing- ólfur Ágústsson verkfræðingur hjá Rafmagnsveitunni. Hún mun annast allan flutning á vélum og rafútbúnaði austur. Ingólfur sagði að undanfarna mánuði hefði komið til landsins alls kon- ar rafbúnaður til virkjunarinnar, svo sem spennar, rofar og ýmis hjálpartæki. Rafalarnir eru væn- tanlegir á næstunni, sagði Ing- ólfur. Þegar vegirnir austur eru orð- nir öruggir eftir holklaka og aur- bleytur verður hafizt handa um flutninga á því efni, sem komið en til landsins. En flutningur ý- missa vélahluta og tækja hingað austur verður tafsamur og erfið- ur. Þyngstu stykkin, spennarnir, vegna allt að 40 tonnum og eru um 4,6 metra á hæð, sagði Ing- ólfur. Vonir standa til að unnt verði að hefjast handa um upsetningu rafbúnaðarins síðari hluta sum- ars og upsetning rafala geti haf- izt um áramótin. Ef engar óvænt- ar tafir verða á afgreiðslu véla og tækja, og vinnuáætlun sú, sem unnið er kappsamlega eftir, stenzt, ætti fyrri vélasamstæða að vera tilbúin til prófunar á á- liðnu sumri 1953, en síðari véla- samstæðan um áramót 1953—54. I sambandi við virkjun Irafoss hefur verið reist Aðalspennistöð við Elliðaár, þar sem tekið er við raforkunni, 130000volt frá Ira- foss-stöðinni, en undir því nafni mun neðanjarðarorkuverið ganga. Orkunni er síðan dreift með 30 þús. volta spennu til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjaness, og til Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi. Nýja sogslínan á Stálstaurum Ingólfur skýrði mér frá því, að nú væri búið að merkja fyrir hinni nýju háspennulínu frá Ell- iðaárstöð og austur að írafoss- stöð. Mun línan liggja um Lækj- arbotna, Svínahraun, meðfram veginum, þvert yfir túnið á Kol- viðarhóli og up í gegn um Hellis- skarð. Síðan yfir Hellisheiðina sunnanvert í Kömbum eftir Graf ningshálsi og um Bíldsfell. Staur ar línunnar eru stálgrindur og verða smíðaðir í Bandaríkjunuim Vonazt er til að hægt verði að fá afgreidd í sumar undirstöðujárn- in ,svo að hægt verði að steypa þau í undirstöðustöplana. Ætti þá að vera hægt næsta haust og vetur að leggja línuna. Háspennu línan verður um 51 km. löng og munu 260 stálstaurar verða á henni. Alls fara um 150 km. af stál-aluminium vír í línuna. Bílamir með nöfnin Ingólfur sagði mér söguna af því, hvernig á því stendur, að grjótmulningsbílar, sem ég sá á hlaðinu og notaðir eru til að aka grjótruðningi út úr göngunum, hafa hlotið mannanöfn. Þegar bílarnir komu til landsins í s. 1. vetri, varð að aka þeim austur. Bílarnir eru ekki góðir ferða- vagnar, á þeim eru engar fjaðrir og ekkert skýli fyrir stjórnanda þeirra. — Loks er ekki hægt að aka þeim nema mjög hægt. Það þurfti því hrausta náunga til að aka þeim austur um hávetur, en til þess völdust Ævar og Guðjón. Þeir voru 24 klst. á leiðinni með hvorn bílanna, og hreptu slæmt ferðaveður. Þegar austur kom voru nöfn þeirra sett á bílana. I skrifstofu Rafmagnsveitunn- ar þar eystra hitti ég að máli Borg Ólsen byggingarverkfræð- ing. Hann er þar eystra sem full- trúi Berdal verkfræðings, er á- ætlun gerði um þessa virkjun. Með honum starfar Erlingur Guð mundsson, verkfræðingur.— Eru þeir báðir ungir og áhugasamir menn, er leystu greiðlega úr spurningum mínum. Þegar við Ólafur K. Magnús- son ljósmyndari, sem tekið hafði allmargar myndir, ókum heim um Þingvelli, komum við þangað, sem Þrengslin heitir, en þar rennur Þingvallavatn út í Sogið, sáum við þess merki að á bakkanum gengt okkur var verið að vinna, en ekkir gerðum við okkur þá grein fyrir því, hvað um væri að vera. Þegar til Reykjavíkur kom og við fórum að grennslast fyrir um þetta, kom í ljós, að hér er um athugun að ræða á því, hvort til- tækilegt sé, að næst þegar Sogið verður beizlað, að stíflugarður verði settur þarna þvert í Þrengs lm. Þessar rannsóknir fara fram á vegum Sogvirkjunarinnar. Ef slíkt þykir fært, er sennilegt, að ekki liði fimm ár héðan í frá, þar til sú virkjun hefir farið fram. Rafmagnsþörfin á orkusvæði Sogsvirkjunarinnar mun vaxa með þeim krafti á næstu árum. Og þess ber að gæta að Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi ein, þarf um 20.000 kilóvött í næturorku. I þessu nýja orkueri verða 3 véla samstæður sem framleiða hver 15.500 kw. eða 46.500 kw. alls. Fyrst í stað verða tvær vélasam- stæður. Þá hefur orkuveitusvæði Sogsvirkjunarinnar til umráða allt að 60.000 kílóvött. Þessi dagstund austur við Sog hafði liðið svo fljótt við að skoða og heyra um þetta stórkostlega mannvirki, að komið var langt fram á kvöld, er við komum að Elliðaánum. En við að horfa heim að gömlu rafstöðinni, fóru ósjálfrátt að rifjast upp fyrir mér hin stutta en atburðaríka saga raforkumálanna, sem stórhuga menn hrundu í framkvæmd með byggingu Elliðaárstöðvarinnar árið 1921. Á þeirra braut verður haldið áfram. írafossstöðin, neð- anjarðarorkuverið, hið fyrsta hér á landi, er og verður merkur á- fangi á leiðinni. Sv. Þ. — MBL., 29. maí. Gjafir til „Höfn", Vancouver Safnað af Mrs. S. Thorkelson, Victoria, B.C. Victoria Icelandic Women’s Club $25.00; Mr. og Mrs. Soffan- ías Thorkelson $25.00; Mr. og Mrs. Grímur Johnson $25.00; Mr. og Mrs. C. Brynjólfson $2.00; Valgerður Albertine Multer $2.00; Mrs. Margaret Gower $1.00; Mrs. Inga Evender $1.00; Mrs. Áslaug Gauti og fjölskylda $5.00; Mr. og Mrs. C. Thorsteins- son $2.00; Mr. Hugh Tyrrell $10.00; Miss Lilly Stevenson $5.00; Mrs. Sigríður Pálsson $2.00ý Mrs. Lauga Josephson $2.00; Mr. og Mrs. H. M. Páls- son $1.00; Mr. og Mrs. Barrie Inglish $1.00; Mr.' og Mrs. Johnny Dalman $1.00; Mr. Joe Lindal $10.00; Mr. og Mrs. K. B. Dalman $5.00. Safnað af Mrs. Sigtri. Goodman, Wynyard Mr. og Mrs. Hjörleifur Martin $50.00; Mr. og Mrs. O. J. Jónas- son $10.00; Mr. og Mrs. O. O. Magnússon $10.00; Mr. og Mrs. H. K. Halldórsson $10.00; Mr. Jóhann Kristjánsson, Mozart, $10.00; Mr. og Mrs. Marvin Johnson $5.00; Mr. Carl Magnús- son $5.00; Mr. og Mrs. Hosi Pét- ursson $5.00; Mr. og Mrs. A. S. Thorfinnsson $5.00; Mr. og Mrs. Hákon Kristjánsson $5.00; Mr. og Mrs. A. R. McLeod $5.00; Mr. og Mrs. Th. Jóhannesson $5.00; Mrs. Dómhildur Johnson $5.00; Mr. og Mrs. Pete Pétursson $5.00; Mr. og Mrs. Skúli Anderson $2.00; Mr. og Mrs. Kris Gíslason $2.00; Mr. og Mrs. A. K. Hall $2.00; Mr. og Mrs. Helgi Péturs- son $2.00; Mr. og Mrs. Valdi Bjarnason $2.00; Mr. og Mrs. W. Magnússon $2.00; Mr. og Mrs. Gunnar Johnson $2.00; Mr. Ingi Magnússon $1.00; Miss Sigrún Johnson $1.00; Mr. Joe Joseph- son $1.00; Mr. John Jónasson $1.00; Mr. og Mrs. Gunnar J. Jóhannsson $1.00; Skúli og Gunnar $1.00; Vinur $0.50; Mrs. Vic Campbell, Humbold $1.00. Safnað af Mrs. Bealrice Árnason Campbell River, B.C. Vilborg og Paul Einarsson $10.00; Mr. og Mrs. Steini Ein- arsson $5.00; Mr. og Mrs. S. Einarsson $2.50; Mr. og Mrs. John Borgfjörð $5.00; Carl og Thor Eiríksson $1.00. Mr. O. Erickson $1.00; Mr. Magnús Árnason $1.00; Mr. og Mrs. Eyjólfur Gunnarsson $2.00; Mr. og Mrs. Albert S. Árnason $5.00. Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E., Winnipeg, $50.00; Mrs. Inga Sveinsson, Inglewood, Cal., $20.00; Mr. og Mrs. S. G. Bjarna- son, Los Angeles, $20.00; Mr. Byron Johnson, Premier, B.C., $25.00; Mr. og Mrs. M. G. Guð- laugsson, White Rock, $10.00 (í minningu Ingu og Jóns Straum- fjörðs); Mr. og Mrs. D. E. Ólafs- son, Vancouver, $10.00; Mrs. Laura Johnson, Vancouver, $2.00; Miss Mary K. Anderson, Vancouver, $10.00; Mrs. Tucker, Vancouver, í minningu sonar síns, William, $10.00; Mr. og Mrs. Bogi Bjarnason, Vancouver, $10.00; Mr. og Mrs. J. S. Halli- day, Vancouver, $2.00; Mr. og Mrs. J. Phillipson, Osland, B.C., $10.00; Mr. og Mrs. O. V. Jóns- son, Osland, B.C., $20.00; Mr. Gísli Jónsson, Osland, B.C., $10.00; Mrs. Elín Kristmannsson, Osland, B.C.; $10.00; Mr. og Mrs. K. Einarsson, Osland, B.C.; $5.00. ÍSLENDINGADAGURINN í Seattle, Washington vertSur haldinn 3. ágúst, 1932 að Silver Lake Prógramm byrjar kl. 2:00 e. h. — 1:00 o’clock Stamlard Tirnc Forseti ........................G. P. JOHNSON Söngstjöri ................... TANI BJÖRNSSON ViS hljótSfœriÖ FRÚ H. M. EASTVOLD SKEMTISKRÁ: 1. THE STAR SPANGLED BANNER 2. Ó, GUÐ VORS LANLS 3. ÁVARP FORSETA ..............G. P. Johnson 4. EINSÖNGUR ..................Tani Björnsson 5. ÁVARP FJALLKONUNNAR Frú Lois Guttormsdóttir Keller 6. SÖNGUR Fósturlandsins Freyja 7. RÆÐA Á ÍSLENZKU OG ENSKU Próf. Finnbogi Guðmundsson 8. EINSÖNGUR ...........Dr. Edward P. Pálmason 9. SÖNGUR ...........3 drengir af íslenzkum ættum 10. SÖNGUR: Yfir fornum frægðarströndum, Eldgamla ísafold og God Bless America íþróttir lieíjast klukkan 3.30 — Dans fró klukkan 6.30 til 9.30 FRAMKVÆMDARNEFNDIN: Jón Magnússon, formaöur, J. J. Middal, Stefán Johnson, Steve ólason, G. P. Johnson, K. Thorsteinsson, Bill Kristjánsson, Jónas Helgason, Arthur Kristjánsson, Ted Samuelson Ókeypis kaffi allan daginn NEFNDIN

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.