Lögberg - 04.09.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.09.1952, Blaðsíða 1
Phone 74-6643 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories Repairs 24-Hour Service Phone 74-6643 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil • Grease T.une-Ups Accessories Repairs 24-Hour Service 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952 NÚMER 36 -------1 TiSkynning um íslenzkukennsíu við háskólann Til Sylvíu og Ólafs Kárdals Gimli ykkur árnað færir, ótal þakka störfin góð. — Þegar vinir kveðja kærir, kólna sýnist gömul slóð. _ Sá, er eftir situr lærir: söngvamálin eru hljóð. Vaki ætíð vorsins andi: von og traust í ykkar bæ. Svífið hátt á sólskins gandi sumri mót, er festir snæ. Erfðafé frá ættarlandi aldrei kastið þið á glæ. Listahjón af foldu fanna færið jönkum íslands skál: Þið, sem túlkið hljóminn hranna, hörpuslög og söngvamál. Lifið heil í hugum manna, heil í ykkar starfsins sál. 28/8, 1952 Þ. Þ. Þ. Minnisvarði Stephans G. Stephanssonar á æskustöðvum hans Kennsla í íslenzku hefst við Manitobaháskóla (í Fort Garry) síðari hluta septembermánaðar að lokinni aðalinnritun, er fer fram 17.—20. sept. (17.—18. ný- liðar, 19.—20. eldri nemendur). Tvö námskeið verða í íslenzku, eitt fyrir algjöra byrjendur (IA, 101) og annað fyrir þá, sem eitthvað kunna í íslenzku (1,110). Kennari deildarinnar, Finn- bogi Guðmundsson, verður við- staddur innritunardagana kl. 10—12 og 1—4 í herbergi 307 í stjórnarbyggingunni 1 (Admini- stration Building). Er til þess ætlazt, að þeir nemendur, sem hyggja á íslenzkunám, snúi sér til hans, áður en þeir láta innrita sig. Getur hann þá ákveðið, a. m. k. til bráðabirgða, í hvorn flokkinn þeir fara, og gefið þeim aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Kennslubók sú, sem notuð verður, er Icelandic, Grammar — Texts — Glossary, — eftir Stefán Einarsson, 2. útgáfa 1949 (The Johns Hopkins Press, Balti- more). — Fæst hún í bókabúð háskólans. Höfuðáherzla verður lögð á málið fyrsta kastið, en nemend- um jafnframt veittur almennur fróðleikur um land og þjóð, bæði að fornu og nýju. Ráðgert er, að íslenzka verði einnig kennd niðri í bænum, í kvöldskóla þeim fyrir almenn- ing, sem starfræktur er á vegum háskólaus við Brc-dway (The University of Manitoba Evening Institute, Broadway Buildings). Hefst sá skóli seint í október, og verður íslenzkukennslan nánara auglýst, þegar þar að kemur. ALLSHERJAÞING sambands n o r s k r a bræðralags-og þjóð- ræknisfélaga vestan hafs (Sup- reme Lodge, Sons of Norway) var háð í Minneapolis þ. 21-23. ágúst, og sat þingið fjöldi full- trúa og gesta úr deildum sam- bandsins víðsvegar í Bandaríkj- unum, Canada og Alaska. Þessir íslendingar tók þátt í störfum þingsins eða samkomum þess: Dr. Richard Beck prófessor og frú, Fred Fredrickson, Everett, Washington og Valdimar Björn- son, fjármálaraáðherra Minne- sotaríkis. Dr. Beck, fyrrv. forseti félags- deildarinnár í Grand Forks, var einn af fulltrúum 4. umdæmis, sem tekur yfir N. Dakota, Mon- tana og Sléttufylkin í Canada; hann var formaður einnar af að- alnefndum þingsins (“Commit- tee on Resolutions”) og flutti minningarræðuna um látið fé- lagsfólk. Fred Fredrickson, fyrrv. for- seti hinnar fjölmennu félags- deildar í Everett, var einn af fulltrúum hins víðlenda 2. um- dæmis, er tók yfir Vesturströnd- ina alla, en var á þinginu skipt í tvö umdæmi; hann hefir tekið mikinn þátt í íslenzkum og norskum félagsmálum á sínum slóðum. Valdimar fjármálaráðherra var einn af ræðumönnum í hinni fjölsóttu og virðulegu kvöldveizlu, sem haldin var í sambandi við þingið; flutti hann þar kveðjur ríkisstjórans í Min- í sambandi við námskeið þau við háskólann, er hér hefur verið skýrt frá, fórust forseta háskól- ans, Dr. A. H. S. Gillson, svo orð: „Þessi kennsla, í hinu lifandi íslenzka máli, er höfuðverkefni íslenzkudeildarinnar. Hún tákn- ar upphaf að starfsemi innan vébanda háskólans, sem vér óskum, að með tíð og tíma megi fá þann vöxt og viðgang, sem vonir manna standa til.“ Miljón þýzkra stríðsfanga Nefnd sú af hálfu sameinuðu þjóðanna, sem um stríðsfanga fjallar, hélt í fyrri viku fund í Geneva og komst að þeirri nið- urstöðu, að miljón þýzkra stríðs- fanga frá síðustu heimsstyrjöld myndi vera í þrælakvíum í Rúss- landi, en þrátt fyrir það þótt Rússar eigi sæti í nefndinni, hefir það fram að þessu reynst öldungis ókleift, að fá þá til að opna munninn varðandi lausn þessa alvarlega vandamáls. Innflutnings ekki þörf Eins og vitað var keypti Can- adastjórn í fyrra um níu miljón- ir punda smjörs frá Ástralíu og New Zealand til að koma í veg fyrir yfirvofandi smjörþurð; nú líta stjórnarvöldin þannig á, að með því að smjörframleiðslan hér í landi hafi aukist til muna í ár, muni innflutningi smjörs ekki verða þörf að sinni. nesota og ríkisins, og mæltist hið bezta að vanda. Þingið var að allra dómi hið ánægjulegasta og tók ýmsar ákvarðanir til eflingar félags- skapnum. ÚTVARP frá Fyrstu lútersku kirkju Á sunnudaginn 7. sept. verður árdegis guðsþjónustunni útvarp- að frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Útvarpið hefst kl. 11 f. h. (Winnipeg tíma); sendi- stöðin verður C. K. Y. Næsta ár (nánar sagt: 3. okt. 1953) verða 100 ár liðin frá fæð- ingu Stephans G. Stephanssonar skálds. Verður þess afmælis hins mikla skálds vafalaust minnst með verðugum hætti meðal landa hans hér í álfu, er eiga honum ómetanlega menningar- skuld að gjalda; enda var hug- myndinni um hátíðahald í því tilefni af hálfu vor Vestmanna hreyft á nýlega afstöðnu þjóð- ræknisþingi með samþykkt sér- ?takrar tillögu í þá átt. Sveitungar Stephans skálds heima á ættjörðinni hafa einnig þegar fyrir nokkuru h a f i s t handa um að minnast umrædds aldarafmælis hans með því að reisa honum á komandi ári virðu legan minnisvarða á Arnarstapa í Skagafirði, sem er örstutt frá fæðingarstað skáldsins. Er það Samband Ungmennafélaganna í Skagafirði, sem gengst fyrir því, að þessi minnisvarði verði reistur skáldinu á æskustöðvum þess, og á Sambandið skilið þakkir velunnara skáldsins beggja megin hafsins fyrir það framtak sitt; skylt er og að geta þess, að ýmsir aðdáendur Steph- ans, bæði félagsheildir og eins- taklingur, hafa stutt minnis- varðamál þetta með fjárframlög um, og mætti það verða öðrum til fyrirdæmis í því efni. Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari hefir gert líkan að minnis- merkinu, sem er varði hlaðinn úr brimsorfnu grjóti og stuðla- bergi; én fyrirhugað er, að varð- inn verði 4% metri á hæð, þrí- Framhald á bls. 5 Raymond Beck, B.Sc. Vinnur mikinn námsframa Þessi ungi og frækni náms- maður, Raymond Beck, lagði af stað til London þann 3. þ.m., þar sem hann stundar tveggja ára framhaldsnám í rafurmagns- verkfræði; honum voru nýlega veitt Athlonenáms-verðlaunin, sem nema um þrjú þúsund dollurum. Mr. Beck lauk fulln- aðarprófi við Manitobaháskól- ann 1947 og gekk þá í þjónustu Canadian National Railways í Toronto; hann er sonur hinna kunnu hjóna Mr. og Mrs'. J. Th. Beck, sem búsett eru í þessari borg. Sameiginleg filraun til úrlausnar Staðhæft er um þessar mund- ir, að brezk og amerísk stjórnar- völd hafi í sameiningu ákveðið að freista lausnar á olíudeilunni í íran; vitjuðu þeir Lloyd Hen- derson sendiherra Bandaríkj- anna og George Middleton sendi- fulltrúi Breta í Iran á fund Mossadeghs forsætisráðherra og áttu við hann langt viðtal; mun viðtalið einkum hafa lotið að því, að veita íransstjórn einhverja bráðabirgðahjálp vegna hinnar ískyggilegu fjárhagskreppu, sem nú sverfur að þjóðinni. Veitist að Truman forseta John Foster Dulles, víðkunn- ur amerískur sérfræðingur á vettvangi utanríkismálanna og um nokkurt skeið ráðunautur Truman-stjórnarinnar í þeim efnum, hefir nýlega í ræðu út- húðað forseta fyrir tvískinnungs- hátt varðandi aískipti hans af alþjóðamálum; nú er svo komið, að Mr. Dulles, sem um langt skeið hefir staðið í fylkingar- brjósti Republicana, og vafa- laust verður utanríkisráðherra ef flokkur þeirra sigrar í nóvem- berkosningunum, leggur Eisen- hower svo að segja allar lífs- reglur meðan á kosningahríð- inni stendur og vill að utanríkis- málin verði gerð að megin stefnuskráratriði; ýmissum for- kólfum flokksins þykir of langt gengið í þessa átt og telja að viturlegra sé að meiri áherzla verði lögð á meðferð innríkis- málanna, eða ráðsmenskuna á þjóðarbúinu heima fyrir. Eisenhower telur það verða munu eitt af aðalhlutverkum væntanlegrar Republicana- stjórnar, að vinna að endur- heimt frelsis þeim þjóðum til handa, er Rússar hafi með of- beldi og lævísi troðið um tær. Veglegf samsæti Þeim Ólafi N. Kardal og frú Sylvíu var haldið veglegt sam- sæti í samkomuhúsi Gimli bæj- ar á fimmtudagskvöldið 28. á- gúst. Eru þau hjón nú sem kunn- ugt er, á förum frá Gimli; er Ólafur ráðinn söngvari á vegum miðskólanna í Norður Dakota og Minnesota, (Lyceum Pro- gram Division of Supervised Study), en kona hans ann- ast undirspilið. Þjóðræknisdeild in á Gimli stóð fyrir samsæti þessu, sem var bæði fjölmennt og bar vitni um vinsældir þess- ara hjóna. Jón J. Johnson, for- seti deildarinnar hafði sam- kvæmisstjórn á hendi, og fórst hið bezta. Auk hans fluttu er- \ indi þau ungfrú Anna Johnson, kornung stúlka sem mælti á ís- lenzku og þakkaði Mrs. Kardal fyrir starf hennar við íslenzku kennslu deildarinnar, og afhenti um leið peningagjöf frá sam- komugestum; Barney Egilson, borgarstjóri, þakkaði heiðurs- gestunum fyrir starf þeirra í þágu bæjarfólks og annara sem hefði notið ánægju af listrænum hæfileikum þeirra; Mrs. Aug- usta Tallman þakkaði þeim fjöl- margar og ánægjulegar heim- sóknir til vistfólksins á Betel; Mrs. Ellen Magnússon þakkaði Mrs. Kardal sérstaklega fyrir starf hennar sem kennari við bæjarskólann og að almennri söngmennt sveitarinnar. Einnig talaði séra Valdimar J. Eylands forseti Þjóðræknisfé1ag<'ins, og vottaði söngvaranum þakkir fyr ir kynningarstarf hans á ís- lenzkri sönglist, og óskaði þeim hjónum heilla fyrir félagsins hönd. Einnig var lesið mjög vin- gjarnlegt bréf frá sóknarprest- inum, séra H. S. Sigmar, sem sakir embættisanna gat ekki verið viðstaddur. Á milli ávarpanna var sungið bæði á ensku og íslenzku, og Sylvia Hólm lék á píanó. Að loknum ávörpum afhenti sam- Framhald á bls. 8 Óttast um gin- og klaufnaveiki Landbúnaðarráðherra brezku stjórnarinnar, Sir Thomas Dug- dale, lýsti yfir því í þingræðu í fyrri viku, að hömlur gegn flutn- ingi búpenihgs á suðaustur Englandi úr einum stað í annan, ^rði eigi afnumdar fyrst um sinn, því enn væri síður en svo, að lánast hefði að uppræta veik- ina í áminstum landshlutum. Sæmdur heiðursmerki William M. Benidickson, M.P. Sendifulltrúi Canada, William M. Benidickson, við embættis- töku herra Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Islands, hefir verið sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lenzku Fálkaorðu. Kveðja til íslenzkra sjómanna Eftir prófessor RICHARD BECK Ég rétti’ ykkur hönd yfir hafið! í hillingum rís mér úr sjá vor dýrðlega fjallanna drottning með daginn um sviphýra brá. Hún horfir með tign yfir hrannir og hyllir það sonanna lið, er gnægtirnar sækir og gullið, og gæfuna á fjarlæg mið. Hún dáir þá hreysti, er hræðist ei hafdjúpsins trylltasta mátt, en horfist í augu við hættur í hamförum myrkustu nátt. Hún fagnar er fengsælar hetjur með farminn sinn koma í höfn, en grætur öll hraustmenni horfin, sem hvíla í fangi þér, dröfn. ☆ ☆ ☆ Ég hugvængjum flýg yfir hafið í hóp ykkar, farmenn, í dag; því særinn mér svellur í blóði og seiðandi úthafsins lag. SJ ÓMANNAD AGSBLAÐIÐ 1952 Tóku þátt í allsherjarþingi norskra þjóðræknisfélaga

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.