Lögberg - 04.09.1952, Side 2

Lögberg - 04.09.1952, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952 Alþjóðaþing höfunda — Frásögn íslenska fulltrúans — Þingsetning og störf Nýlega var aðalfundur alþjóða sambands höfunda, þess er nefn- ist „Confederation Internation- ale des Sociétés d’Auteurs et Compositeurs,“ haldinn í Amster dam. Hollenzka „Stef“ bauð, en í alþjóðasambandinu eru sam- einuð „Stef“ allra landa, og voru það mættir fulltrúar um 60 fél- aga, alls nSerri því 200 höfundar tóna eða orða, svo og útgefendur og lögfræðingar, meðal þeirra færustu sérfræðingar í þeim efn- um frá helztu menningarlöndum heims. Þingið var sett með mikilli viðhöfn í hátíðasal ráðhússins. Tónskáldið Arthur Honegger, forseti sambandsins, opnaði þing- ið, en höfuðræðuna flutti dóms- málaráðherra Hollands, og borg- arstjórninn í Amsterdam bauð gestina velkomna með sérstakri ræðu. N o k k r i r sérfræðingar fiuttu síðan þingsetningarræður um sérmál höfundaréttar. Næstu daga stóðu svo yfir starfsfundir sambandsins í húsa- kynnum „Alþjóðlegrar menning- armiðstöðvar ríkisins," en stjórn- ar- og nefndarfundum var að mestu leyti lokið áður en þingið var sett. Nú störfuðu hér á sér- stökum fundum fyrst hver hinna fjögurra deilda sambandsins fyr- ir sig 1, ) Deild sýningarréttar leik- húsa. 2, ) Deild flutningsréttar tón- leika. 3. Deild vélrænna upptöku réttinda. 4. ) Deild rithöfunda- og prent réttinda. Loks héldu allar deildirnar sameiginlega fundi. 1 heila viku var unnið að því að setja fram- haldsreglur um meðferð höfunda réttar og um gæzlu þeirra, að samþykkja yfirlýsingar o. s. frv. Alyktanir þessar og reglur eru bindandi fyrir öll félögin, en markið er að tryggja eigendum höfundaréttar fullan hagnað af sinni framleiðslu. Samþykktir Handhæg ritvél Vér getum útvegað yður rit- vél, sem þér getið haldið á, með letri yðar eigin tungu. Samið um greiðslur THOMAS & COMPANY 88 Adelaide Street West, Toronto þessar hafa því ekki eingöngu á- hrif á starfsemi félaganna inn- byrðis, heldur einnig á ríkis- stjórnir og lagasetningar flestra menningarlanda, enda er æðsta boðorð: að gæta þess að höfund- arnir sjálfir, og ekki hagnýtend- ur verka þeirra, njóti meirihluta þess arðs, er inn kemur fyrir þau. í lok þingsins var samþykkt að senda fréttastofum og blöðum til birtingar útdrátt úr fundargerð- um þingsins. Ályktanir um ísland Á fundum framkvæmda- og löggjafarnefnda alþjóðasamband- sins í vetur sem leið, var gerð á- lyktun varðandi íslenzka STEF og meðferð höfundaréttar á Is- landi og hún send ríkisstjórn ís- lands í gegnum íslenzka sendi- ráðið í Paris. Ályktunin hljóðar þannig: „Vegna brýnnar nauðsynjar og í samræmi við 19. gr. sambands- laganna hafa framkvæmdanefnd og löggjafarnefnd alþjóðasam- bands höfunda og tónskálda á fundi í Florens frá 29. október til 3. nóvember 1951 gert eftirfar- andi ályktun: Með tilliti til 2. gr. íslenzkra laga frá 1905 varðandi höfunda- rétt með breytingu frá 1943 og 1947, með tilliti til viðurkenningar um nytsemi í þágu almennings, sem íslenzki menntamálaráð- herrann veitti STEFI í febrúar 1949, með tilliti til þess, að slíkir örðugleikar eru í reynd á því að beita 2. gr. laganna frá 1905 með breytingu varðandi innheimtu höfundalauna, að hætta er á, að höfundaréttur vegna flutnings eða sýningar á opinberum vett- vangi verði áhrifalaus í hagnýt- um efnum, fara nefndirnar þess virðingar fyllst á leit við íslenzku ríkis- stjórnina, að hún greiði fyrir inn- heimtu höfundalauna á íslandi að svo miklu leyti sem það kann að vera undir henni komið.“ Þar sem enn hafði ekki borist neitt svar frá ríkisstjórn íslands við óskum þessum, var ályktun- in hér borin undir atkvæði aðal- fundar allra deilda og samþykkt í einu hljóði. Það liggur , augum uppi að erlendir höfundar geta ekki látið afskiptalausa meðferð eigna þeirra á íslandi, og að eftir því verður gengið að milliríkja- samningur sá ,er felst í Bernar- samþykktinni, sé haldinn þar eins og í öðrum löndum. Jafn- augljóst er öllum aðiljum, að ef ekki berast fullnfgjandi svör frá ríkisstjórn íslands, þá munu ut- anríkisráðuneyti hinna einstöku landa bera fram kvartanir við ríkisstjórnina og krafjast þess að .skuldir fyrir hagnýtingu and- iegra verðmæta verði tilfærðar í verðlunarsamningum við Is- land. Raunverulega er um smáar upphæðir að rséða og furðulegt að nokkur maður hér á landi skuli vilja tefla heiðri Islands í hættu 'út af slíku smáræði. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna Sem heiðursgestur og áheyrn- arfulltrúi sat forstjóri höfunda- réttardeildar UNESCO (menn- mgarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna) þetta þing. Áður en fund- um 'lauk hélt hann langa ræðu um sjónarmið UNESCO í höf- unda réttarmálum og var mjög vel tekið. Hann og stofnun hans beita sér fyrir því að sameina allar þjóðir heims í einni sam- eiginlegri höfundaréttarsam- þykkt, og hafa drög að henni ver- ið birt. Er þar einkum reynt að taka tillit til sérstöðu menningar snauðra þjóða, Alþjóðasamband höfunda er hins vegar á þeirri skoðun að Bernarsamþykktin eigi að vera lágmarkskrafa og undirstaða höfundalöggjafar allra þjóða. Viðræður um þetta fóru hér fram af mikilli vinsemd. I ræðu sinni minntist fulltrúi Sameinuðu þjóðanna sérstaklega á ísland, hvílíkt þrekvirki það væri af þjóð með að eins 150 þúsund íbúa að þýða erlendar bókmenntir á sitt mál og halda uppi eigin menningu. Dauðaþögn varð í salnum við ummæli þessi, enda höfðu menn veitt íslandi sérstaka athygli í seinni tíð. Að eins ítalski lögfræðingurinn De SANCTIS greip fram í og minnti á svipaðar ástæður í Júgoslavíu. Undirritaður átti á þessu þingi rækilegar viðræður við þenna umboðsmann Sameinuðu þjóð- anna. Það kom upp úr kafinu að íulltrúinn taldi sig afkomanda Leifs heppna, enda hafði ætt hans tekið sér nafnið HEPP! Við kvöddumst sem frændur. Luakmburg og ísland Hið elzta og Rundrað ára gamla „Stef“ hefir um langan aldur haft á hendi eigin inn- heimtu í öðrum löndum, en í sumum þeirra hefir með aðstoð sjórnarvalda verið losað um þau yfirráð og sjálfstæð og viður- kennd eigin innheimtufélög mynduð. Belgizka félagið er eitt af þeim, og hefir það stundum þótzt eiga örðugt uppdráttar vegna íhlutunar gamla móður- félagsins. í Luxemburg annast franska félagið ennþá alla inn- heimtu án milligöngu. Nú hafði verið gerð tilraun til að gera Lux emburgríkið sjálfstætt í þessum efnum. Sérstakt félag hafði þar verið myndað, og sótti það á þinginu um upptöku í alþjóða- sámbandið með stuðningi belg- íska félagsins. Beiðninni var syn- jað með mjög miklum atkvæða- mun. Luxemburg hefir nærri þris- var sinnum fleiri íbúa en ísland, en samanburður liggur nærri. íslenzka STEF er algarlega sjálf- stætt, og nýtur allra hlunhinda til menningarlegra viðskipta og frádráttarsparnaðar eins og stóru félögin. Þetta er í fyrsta lagi því að þakka, að menn vita að ísland á listamenn, sem sjálfir eiga mikil réttindi og er því treystandi til að verja rétt annara með oddi og egg, enda eru útlendu félögin látin fylgjast rækilega með mála reksthri íslenzka félagsins og skýrslum þess. I öðru lagi er þetta að þakka stuðningi norrænu félaganna, sem eru í stöðugu samstarfi við íslenzka STEF og í miklu áliti innan alþjóðasambandsins vegna heiðarleiks og vandvirkni. En mun höfundaréttar gætt það vel á íslandi í framtíðinni að oss Is- lendingum takist að halda fullu trausti? Það er óhjákvæmilegt skilyrði til útbreiðslu íslenzkra lista erlendis. Mönnum þótti Luxemburg ekki eigi nægilega mikið af rétt- indum til að geta orðið fullgild- ur aðili í alþjóðasambandinu. / Listir og samkvæmi Enda þótt fundir stæðu yfir venjulega á hverjum degi frá kl. 10 til 1 og 3 til 6, vannst samt ráðrúm til samkvæma og list- iænna fyrirbrigða. Skemmtiferð ir og sérstök boð voru fyrir döm- ur fultrúanna meðan á fundum stóð, en sameiginleg hátíðaboð að loknum störfum. Ríkisstjórnin og framkvæmdanefnd hinnar svokölluðu „Hollandshátíðar“ buðu til baðstaðarins Scheven- ingen, og voru þar tónleikar auk veizluhalda. í hljómleikahöllinni í Amster- dam voru einnig sérstakir sin- foniskir tónleikar haldnir vegna þingsins og þar m. a. flutt mikið tónverk fyrir kór og hljómsveit: , Dauðadansinn“ eftir fyrrnefnd- an forseta alþjóðasambandsins Arthur Honegger, eitt frægasta tónskáld núlifandi. Honum var fagnað ákaflega, en salurinn full- ur. Svissneskur er hann að ætt, en býr í Frakklandi, og hafa Frakkar tekið hann á sína arma sem sinn eiginn listamann, enda var hann á sextugs afmæli sínu nýlega einnig mjög hylltur þar. Listasöfnin heimsfrægu skoð- uðu þeir, sem gátu tekið sér tíma frá fundarstörfum, en eitt kvöld- ið hafði borgarstjórinn boð fyrir alla gesti þingsins í listasafni bæjarins. Þar varð mönnum einkum starsýnt á málverkin eftir Van Gogh, er fylla þrjá stóra sali, og sýna alla þróun hstamannsins frá æsku til æfi- loka. Áhorfandinn verður sem steini lostinn af að sjá hvernig málarinn hefir eins og logað af sivaxandi listrænni sköpunar á- striðu unz hann loks eins og brann upp til ösku með sjálfs- morðinu. Vér minnumst orða hans í bréfi til bróður síns, þegar hann beiðist peninga til að geta skapað: „Ég er sannfærður að verk mín munu verða dýrmætari með ári hverju eins og vín í kjöllurum.“ Lítið eða ekkert gerði Holland fyrir þennan lista- mann sinn meðan hann lifði, en hversu mikils virði eru ekki verk hans landinu nú? 17. júní sást íslenzki fáninn blakta við hús ræðismanns vors rétt hjá hljómleikahöllinni. Sama dag höfðu umboðsmenn ameríska STEFs glæsilega boð- veizlu eingöngu fyrir fulltrúa r.orrænu félaganna fimm. Þar kom aftur í ljós hve mikils Norðurlöndin eru metin í þessum alþjóðlegu samtökum höfunda- rétthafa. Þinginu lauk svo með stórkost- legri veizlu í hljómleikahöllinni. Höfðu sætin verið tekin úr saln- um, en borðum raðað. Veggir og umhverfi voru eitt haf lifandi blóma, og höfðu sumir þáttakend ur aldrei litið slíkt blámaskraut. Við háborðið sátu hér aftur þeir dómsmálaráðherra Hollands, for seti alþjóðasambandsins og borg- arstjórinn í Amsterdam og héldu ræður. Dómsmálaráðherrann lauk máli sínu með því að minna á gildi höfundaréttar fyrir hug- sjónir menningar og mannúðar. Nœsta þing, tónlistarmót Á seinasta fundi þingsins var einróma samþykkt fillaga norska STEFs um að halda næsta árs- þing sambandsins í Osló í júní 1953. Verður þetta þriðja skiptið sem slíkt þing er haldið á Norð- urdöndum, en það hefir einu sinni verið í Kaupmannahöfn; segja menn að með þinghaldinu í Danmörku hafi endanlega verið lokið andstöðunni gegn danska Stefi því að um leið hafi öllum almenningi orðið ljóst hve þýð- ingarmikill höfundasamtökin eru. Það er mjög eftirsótt í öllum löndum að mega hafa slíkt þing. Argentína bauð t. d. fyrir þrem arum 100 fulltrúum ókeypis flug fra Paris—Buenos Aires og til baka ásamt ókeypis dvöl. Ráð- andi stjórnmálamönnum flestra landa er ljóst að umboðsmenn andlegra verðmæta geta er til lengdar lætur verið fulltrúar máttugri afla en stjórnmála- fjármála- eða hermálamenn. I Osló er gert ráð fyrir að halda alþjóðlegt tónlistarmót með flutningi nýrra tónverka í Æviminning f. 6. ágúst, 1867—d. 2. marz, 1952 Sigurður Jón Magnússon Hann hét Sigurður Jón Mag- nússon fullu nafni, en var alltaf kallaður Jón eða Jón Magnús- son því mjög fáum var kunnugt um að hann héti öðru nafni en Jón. Hann kom frá íslandi fullra seytján ára, fullur af framsókn- arþrá og æfintýra löngun. Hann kom eins og fleiri, til að ryðja sér braut í hinu mikla og marg umtalaða landi Ameríku, sem svo margir landar hans höfðu farið til á undan honum, og margar kynja sögur allskonar gæða bárust frá til íslands á þeim tímum. Eins og flestir aðrir vestur farar, kunni hann ekkert í mál- inu, og þar af leiðandi voru erfiðleikarnir að komast áfram þyngri í sl^uti. En Jón var fjör- maður mikill, hraustur og dug- legur og hafði fullan huga á því, að komast áfram í þessu nýja landi, sem hafði svo margskonar atvinnugreinar á boðstólum. Jón var algengur verkamaður og þjálfaður vel í skóla lífsins áður en hann lagði af stað frá íslandi. Hér tók hann því hvaða starfi sem honum bauðst og gaf honum eitthvað í aðra hönd. Það var æði margt sem hann lagði hönd á, árin sem hann dvaldi hér. Hann vann við járnbrautar v i n n u, námagröft, allskonar bænda vinnu og bæjar störf, sem sagt, allt er hann gat feng- ið að stunda af algengri verka- manna og bænda vinnu, eftir því sem á stóð og þörf var fyrir. Jón var hraustmenni mikið, tápmikill og duglegur, en oft varð hann að breyta um verk, því í þá daga var oft ekki eins auðvelt að fá vinnu til lang- frama við sömu störf, sem nú á dögum. Eftir að hafa verið á nokkrum stöðum í Canada fyrst, fór hann til Minneota og dvaldi þar um tíma, en fór svo þaðan til Duluth og vann þar um skeið við ýmis- konar verkamanna störf. í Duluth var það, sem undir- staðan var lögð að gæfu hans, því þar kynntist hann konu sambandi við þingið að ári. Slíkt mót var haldið í Salzburg í sum- ar, og stóð að því 30 ára gamalt félag „International Society for Contemporary Music.“ Að loknu þinginu í Amsterdam ferðaðist undirritaður á mót þetta með formanni hollenzka „Stefs,“ en frá tónleikum þess verður sagt í annari grein. Á fundum félag- sms þar kom flestum saman um að starfsaðferð og stefna þess væri nú úrelt orðin og að gagn- gerar breytingar væru óhjá- kvæmilegar. Nýjasta stefnan í tónsmiðum kom hinsvegar fram um líkt leyti á tónlistarmóti í Paris, og kallast þar „Musique Concréte,“ en í frásögnum frá tónlistarmóti í fyrrasumar, spáði undirritaður einmitt þróun slíkr- ar stefnu, sem leitar að því frum- stæða aftur í aldir og að þjóðleg- um rótum, sem birtast ómegnað- ar með einföldum og „sláandi hætti.“ Reykjavík, 13.7. 1952 Jón Leifs — TÍMINN, 20. júlí efni sínu, Þorgerði Eysteinsdótt ur, er þá var fyrir skömmu kom- in frá íslandi ásamt systur sinni Sólveigu, og vann á saumastofu í Duluth. Þau giftust þar 1892. Eftir ársdvöl í Duluth, fluttu þau til Winnipeg, og dvöldu á ýmsum stöðum næstu árin, bæði í Keewatin, Ontario og Selkirk, Manitoba, unz þau árið 1912 fluttu enn til Winnipeg og áttu þar heima alltaf síðan. Að rekja æfisögu Jóns, verður ekki reynt að gera hér, en æði margt varð hann að ganga í gegnum með konu sinni frum- býlisárin, eins og flestir land- nemar urðu að gera á þeim árum. Jón eignaðist ágæta kona, sem bæði var greind og dugleg og studdi mann sinn af ráði og dáð og þau hvort annað. Og vonirn- ar glæddust með vaxandi reynz- lu og sigurinn vannst þótt marg- háttaðir erfiðleikar steðjuðu að og tefðu leiðina. Jón var „drengur góður,“ hann var tryggur vinur vina sinna, en nokkuð seintekinn. Hann var léttur í lund og smáglettinn, hann var söngvinn vel og hafði undur fagra og hreina rödd. Hann gat orðið þungur í skauti ef honum var órétt gjört, hann var hreinn í lund og fór aldrei á bak við nokkurn mann og þoldi því ódrenglyndi illa. Hann var með eindæmum mikill barna vinur. Hann elskaði börnin. Hann var fljótur að kynnast þeim og börnin fljót að hænast að honum, og hvar sem Jón átti heima og krakkar voru í kring, þá var alltaf glaðvær hópur utan um hann, og hjá honum áttu börnin alltaf griðastað ef eitt- hvað amaði. Það var dásamlegt að sjá og heyra hvað Jóni og börnunum fór stundum á milli og hvað hann lék við þau ástúð- lega og fallega. Börnum sínum unni hann mik ið og vildi allt fyrir þau gera, sem hann gat í té látið þeim til góðs og gleði og sem orðið gat þeim á einhvern hátt til upp- byggingar á lífsbrautinni. Gegnum margþætt stríð og erfiðleika menntuðu þau börnin sín vel, sem varð þeim líka ó- metanlegur gróði síðar meir. Börn þeirra hjóna, Jóns og Þorgerðar eru þrjú á lífi, og þau eru, Hallgerður Róslaug, gift Davíð Björnssyni í Winnipeg, María, gift William Rinn, í Los Angeles, Californía og Helga, gift O. J. Mclnnes, einnig í Los Angeles. Þrjú börn misstu þau á unga aldri. Jón Magnússon var fæddur 6. ágúst 1867, að Brekkukoti í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann var sonur þ e i r r a Magnúsar Gunnarssonar á Sævarlandi í Skagafirði og Maríu ólafsdótt- ur. Jón var því kominn af hinni nafnkunnu „Skíðastaðaætt" og er hún fjölmenn mjög. Jðn var fyllilega meðal maður á hæð, þreklega vaxinn, hvatur í spori og hraustmenni mikið. Honum varð sjaldan misdægurt og hann andaðist í hárri elli, unidr verndarvæng dóttur sinn- ar Rósu í Winnipeg þann 2. marz, 1952. Hann var jarðsunginn af séra Philip M. Pétursson frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg og lagður við hlið konu sinnar í Brookside grafreitinu. D. B. C0PENHAGEN Bezta munntóbak heimsins the Westinghouse has countless uses! Westinghouse Lamps give you plenty of good light and last longer. Check the lighting in your home . . . replace burned out or blackened bulbs with Westinghouse lamps. Get your supply before the long winter evenings come. Order them from your Hydro meter reader, bill deliverer or collector. Have them seent C.O.D. or charged to your light bill. PORTAGE & KENNEDY PHONE 96-8201

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.