Lögberg - 04.09.1952, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952
3
Hlustað á
Inni í stofu i Hólmgarði 44 sit
ég og hlusta á tvo gamla Skaft-
fellinga, sem hafa ekki sézt
lengi. Þeir eru að rifja upp end-
urminningar frá æskudögum
sínum, þegar báðir áttu heima
austur í Fljótshverfi. Annar
þessara manna er Stefán Filip-
pusson frá Kálfafellskoti. Hann
er nú 82 ára að aldri. Hinn er
Stefán Þorvaldsson póstur frá
Kálfafelli og hann verður 85 ára
í haust. Hann er sonur Þorvalds
Björnssonar, sem lengi var lög-
regluþjónn í Reykjavík, og
margir kannast við.
Skúraleiðingar eru úti, en við
og við skín sólin inn um stofu-
gluggann og ber birtu á tvö mál-
verk af Lómagnúpi, sem hanga
þar á vegg, þessu trausta, svip-
mikla og einkennilega fjalli. í
skjóli þess áttu þessir tveir
gömlu menn heima í æsku, og
það hefir sett svipmót sitt á þá
og verður þeim líklega allra
fjalla kærast til dauða.
— Heyrðu nafni, segir Stefán
Filippusson, eigum við ekki að
bre’gða okkur heim í sumar? Nú
hefir Djúpá verið brúuð og við
getum komist á bíl alla leið að
Núpstað.
— Ég hefi engan tíma til þess
í sumar, segir hinn. En ég ætla
að fara austur þangað að sumri.
Hálfníræður öldungurinn tal-
ar um þetta eins og alveg sé
sjálfsagt að hann eigi enn langa
ævi fyrir höndum.
— Það eru nú senn þrír aldar-
fjórðungar síðan við sáumst
fyrst, segir Stefán Filippusson.
Hvar hafðir þú alið manninh
áður en þú komst fyrst í Fljóts-
hverfi?
— Ég hafði legið á milli þúfna
hingað og þangað, segir Stefán
póstur, þangað til Sigurður
læknir Ólafsson, frændi minn,
tók mig til sín er hann fluttist
að Hörgslandi á Síðu. Þar var
hann aðeins eitt ár og fluttist þá
að Kálfafelli í Fljótshverfi. Þá
var ég á 12. ári.
— Og þú varst þegar orðinn
þessi dæmalaus gapi þá, segir
hinn. Mannstu eftir því þegar
þið læknir hleyptuð einu sinni
úr hlaði í Kálfafellskoti og lækn-
irinn reið í loftinu fram af
margra álna háu rpfabarði, en
þú hleyptir á túngarðinn?
— Ójá, eitthvað rámar mig í
það, segir Stefán póstur og bros-
ir. En Sigurður læknir hefir víst
látið hestinn ráða, hann fór á
hvað sem fyrir var. Og ekki datt
hann þegar hann hentist fram
af rofinu, enda þótt blaut mold-
arklessa væri undir.
— Manstu eftir því þegar við
vorum að snara rjúpurnar? segir
Stefán Filippusson.
Ég greip fram í og bað þá
segja mér hvernig þeir hefðu
farið að því. Þeir kváðust hafa
haft um 40 faðma langan sel-
garnsspotta og á honum miðjum
voru þrjár snörur úr hrosshári
og skammt á milli. Sú í miðið
var svört, en hinar hvítar. Mið-
snaran var höfð svört til þess
að betur sæist í snjónum hvað
snörunum liði og að þær hittu
á rjúpurnar. Snörurnar voru
hafðar opnar og svo víðar að
auðvelt væri að smokka þeim
yfir rjúpu, en puntstrá var haft
1 kappmellunni svo að hún skyldi
ekki dragast saman. Svo hélt
sinn í hvorn enda á seglgarninu.
Rjúpan lá oftast kyrr og varað-
ist ekki þessa veiðibrellu, en
um leið og snörusmeygnum
hafði verið komið yfir hausinn
á henni, var hún fæld upp. Þeg-
ar hún ætlaði svo að grípa
flugið, var vænghafið meira en
vídd snörunnar. Rjúpan kippti
því í snöruna og herti hana sjálf
að hálsi sér.
— Gátuð þið veitt margar
rjúpur á þennan hátt? spyr ég.
— Ónei, en þegar vel gekk
gátu þær þó orðið um tuttugu
á dag. En Sigurður læknir var
þá með byssu t>g veiddi auðvitað
miklu meira en við.
— Já, Sigurður var góð skytta,
segir Stefán póstur. Einu sinni
rabb gamalla Skaftfellinga
var hann staddur úti á hlaði með
hlaðinn riffil í hönd. I sama bili
flýgur fálki þar yfir á mikilli
ferð. Sigurður brá upp rifflinum
og skaut og fálkinn missti flugs-
ins og datt niður á grundina þar
fyrir neðan. Sigurður skipaði
mér að sækja hann og ég fór.
En hann stríddi mér oft á því
síðar, að ég hefði verið rauður í
andliti, þegar ég kom heim.
Fálkinn hafði verið lifandi og
búist til varnar, en ég orðið
hræddur við hann. Ekki var nú
kjarkurinn meiri þá.
Og svo hló hann dátt að þess
ari minningu um fcjarkleysi sitt.
— Ekki bar mikið á kjarkleysi
í þér þegar við vorum í fjöru-
ferðunum að ná í sel eða sækja
rekavið og komumst við þó oft
í hann krappan, segir Stefán
Filippusson.
— Já, margar fjöruferðirnar
voru slæmar, segir Stefán póst-
ur, og mér er nær að halda, að
ég búi enn að því. Við fórum
einu sinni tveir á fjöru og
hrepptum aftaka veður, norð-
austan rok og sandbyl svo dimm
an að ekki sá út úr augunum.
Við vildum komast heim, svo að
fólkið yrði ekki hrætt um okkur,
en það var á móti veðri að
sækja. Ég tók stefnuna fyrst, en
lét svo hestana ráða. Sandrokið
var svo lnikið að ég blindaðist,
og því kenni ég um að ég hefi
nú misst sjón á hægra auganu.
— Ef það eru þá ekki ellimörk,
grípur Stefán Filippusson fram
í. En sandbylurinn var hræði-
legur oft og tíðum. Ég man eftir
því að hestarnir blinduðust af
honum, augnahvarmarnir bólgn-
uðu og augun sukku í þeim.
Svo fóru þeir að tala um póst-
ferðirnar. Stefán á Kálfafelli var
um 20 ára skeið póstur milli
Kirkjubæjarklausturs og Horna-
fjarðar og fór 12—13 póstferðir
á ári. Þá voru engir vegir og
allar ár óbrúaðar. Og að vísu
eru þrjú verstu votnin óbrúuð
enn, Núpsvötnin» Skeiðará og
Jökulsá á Breiðármerkursandi.
En samt er mikill munur að
ferðast um þessar slóðir nú.
— Lentirðu ekki oft í hrakn-
ingum á póstferðum þínum,
nafni?
— Nei, ég var sérstaklega
heppinn og hlektist aldrei á, svo
að fátt er af því að segja.
— Segðu okktir þó söguna af
vasapelanum þínum.
Stefán póstur verður dálítið
kímileitur, en segir svo söguna:
— Það var eitt haust að ég
var að koma austan úr Horna-
firði og margir menn með mér.
Fyrir neðan Smyrlabjörg í
Suðursveit áðum við, því að þar
hafði ég altaf áningarstað. Þegar
við höfðum látið upp á hestana
aftur saknaði ég vasapelans
míns. Það var dálítill fleygur
fullur af brennivíni. Ég vissi að
hann mundi hafa goppast upp
úr vasa mínum þarna rétt við
götuna þar sem við lögðum á
hestana, en hvernig sem ég leit-
aði gat ég hvergi fundið hann
og gafst seinast upp við leitina.
Svo leið heilt ár. í hverri póst-
ferð áði ég þarna á sama stað og
í hvert skipti svipaðist ég um
eftir pelanum, en það kom fyrir
ekki. Svo var það næsta haust
um svipað leyti, að ég var að
koma að austan og um leið og
ég ríð í áningarstaðinn hjá
Smyrlabjörgum, sé ég hvar glóir
á pelann rétt hjá götunni. Ég
tók hann upp. Hann var fullur
enn. Ég hélt að einhver hefði
verið að hrekkja mig og pelinn
mundi vera fullur af vatni, eða
einhverjum óþverra. Ég tók
tappann úr og þefaði. Ekki var
nú lyktin slæm. Ég bragðaði á
drykknum, — jú, þetta var
brennivín. Það var enginn efi á
því, að pelinn hafði legið þarna
óhreyfður í heilt ár, þótt undar-
legt megi virðast, svona rétt við
fjölfarna götu. Og ekkert skil ég
í því enn í dag að hann skyldi
geta leynst þarna augum mínum
í heilt ár. En þarna var hann nú
aftur kominn í hendur mínar
alveg eins og hann var, þegar ég
týndi honum.
— Og þú hefir auðvitað hrest
þig á honum, segir nafni hans.
— Ekki þá, það beið síns tíma.
Ég stakk pelanum í vasann og
hélt áfram ferðinni. í Öræfun-
um skildi ég eftir tvo beztu hest-
ana mína, kom þeim þar fyrir
til fóðrunar, en tók þar í staðinn
nokkur tryppi, er ég hafði komið
þangað til sumargöngu. Þarna
slóst í för með mér Þorsteinn
fótalausi. Þú mannst eftir hon-
um, það kól af honum báða fæt-
ur. Við fórum svo yfir Skeiðar-
ársand, en þegar við komum að
Núpsvötnum var komið hlaup í
þau. Verst var að skarir höfðu
verið að þeim áður, en voru nú
komnar í kaf, svo að hvergi sá
fyrir þeim. Það var því ekki á-
litlegt að leggja í vötnin með
lélega hesta. Ég spurði Þorstein
hvort hann vildi heldur snúa
aftur, eða reyna að komast yfir.
Hann sagði að ég skyldi ráða því,
hann fylgdi mér hvorn kostinn
sem ég tæki. Þá tók ég pelann
upp úr vasa mínum og drakk í
einum teyg úr honum. Og svo
lögðum við í vötnin. Hestarnir
duttu fram af skörinni að aust-
an, svo var sund á kafla. Við
skörina að vestan var vatnið á
taglhvarf og ætlaði að veitast
örðugt að koma hestunum upp
úr. Vegna flugstraumsins var
ísinn glerháll og ekki hægt að
fóta sjg á honum, og Þorsteinn
á hækjum. Ég fór með hann upp
úr flóðinu þangað sem tveir
steinar stóðu upp úr ísnum. Svo
náði ég í langa taug í farangri
mínum, batt öðrum enda í beizli
á hesti en fékk Þorsteini hinn og
skyldi hann toga í af öllu afli.
Hann var handsterkur og mátti
segja að „eftir voru hendur
Hrólfs þótt af væru fæturnir.“
Sjálfur fór ég svo fram af skör-
inni og lyfti undir hestinn. Og
með þessu móti tókst okkur að
koma þeim hverjum á eftir öðr-
um upp úr ánni. En það var kal-
samt.
— Sjálfsagt hefir það þá bjarg-
að lífi þínu að þú drakkst úr pel-
anum áður en þú lagðir út í,
segir Stefán Filippusson. Til ein-
hvers hefir hann verið geymdur
fyrir þig í heilt ár.
— Ekki veit ég það, segir Ste-
fán póstur, við drukkum allir of
mikið og það er mesta furða að
brennivínið skyldi ekki eyði-
leggja okkur eins og svo marga
góða menn. Líklega er það af
því hvað við vorum forhertir,
nafni. Beztu menn fóru í hund-
ana, en við hjörum enn.
Og svo veltu þeir þessu fyrir
sér nokkra stund hvort það hefði
ekki verið einhver góðvættur,
sem tók pelann til geymslu,
þegar eigandinn hafði ekkert
við hann að gera, en skilaði hon-
um aftur þegar mest þörf var
fyrir ^iann. Niðurstaðan varð
þessi gamla góða, að margt sé
undarlegt og óskiljanlegt í nátt-
úrunnar ríki, og að fleiri ráði en
við mennirnir. Svo var tekið upp
léttara hjal.
— Mannstu eftir því, nafni,
þegar við fórum í verið? segir
Stefán Filippusson. Þá var ég á
18. árinu og átti að fara vestur
á Hvalnes, en þú áttir að fara
út í Eyjar. Við fengum gistingu
á bæ undir Eyjafjöllum, en gát-
um ekki sofnað dúr fyrir flóa-
biti. Við vorum etns og í eldi.
Og um miðja nótt, þegar allt
heimafólk var í svefni í baðstof-
unni, læddumst við upp úr rúm-
unum, klæddum okkur og struk-
um til næsta bæjar að láta þrífa
okkur.
— Þetta minnir mig á atvik,
sem seinna kom fyrir segir
Stefán póstur. Ég var vanur'því
á póstferðum mínum að gista á
ákveðnum bæjum. En einu sinni
náði ég ekki næturstað og varð
að beiðast gistingar á öðrum bæ.
Þar kom mér ekki blundur á brá,
því að rúmið var morandi í lús.
Ég lagði snemma á stað morg-
uninn eftir og úti á víðavangi
fór ég úr hverri spjör og tíndi
af mér varginn. Ég frétti seinna
að á þessum slóðum teldu menn
enga minkunn að því að vera
lúsugir. Þvert á móti þótti það
gæfumerki. Það boðaði auð. Sá,
sem var lúsugur átti að verða
vel fjáreigandi. Þessi var hugs-
unarhátturinn þá.
— Þú hefir auðvitað seilst til
þess að gista á efnuðustu heimil-
unum, sagði Stefán Filippusson.
— Nei, manni var eins vel tek-
ið og jafnvel betur á hinum fá-
tækari heimilum. Einu sinni
gisti ég ásamt pabba þínum hjá
ríkum bónda. Og hvað heldurðu
að okkur hafi verið borið að
borðá. Ekki nema úldinn og óæt-
ur hvalur. Hálfmorkin þjósin
hafði verið hirt á fjöru og þetta
var borið fyrir gestina. Ég held,'
að" annar matur hafi ekki verið
til, því að sumir þessir karlar
urðu ríkir á því að svelta sig og
sína. Aðrir voru svo miklir stór-
bokkar, að þeir vildu helzt ekki
hýsa fátæklinga. En ekki áttu
allir þar sammerkt. Kom ég á
efnaheimili austur á Fljótsdals-
héraði, þar sem okkur var tekið
eins og höfðingjum. Við vorum
holdvotir frá hvirfli til ilja. Það
var byrjað á því að draga af okk-
ur öll blautu fötin og fá okkur
þurr föt í staðinn. Svo sátum við
þarna sem í veizlu, og morgun-
inn eftir voru okkur fengin öll
föt okkar skraufþurr. Mennirnir
eru misjafnir. Ójá, og margt hef-
ir maður nú reynt, þótt ekki sé
vert að flíka því.
—☆—
Margt var skrafað og degi tók
að halla. Þungbrýn ský huldu
suðurfjöllin og nokkrir regn-
dropar slettust á gluggann. —
Myndirnar af Lómagnúpi misstu
fyrri svip sinn og fengu á sig
gráan blæ hversdagsleikans. Og
inni í þessari nýtízku stofu í
nýju stórhýsi var andrúmsloft
liðinnar aldar. Á. Ó.
—Lesb. Mbl.
Gjafir til Höfn í
Vancouver
Mrs. E. Symons, Rocanville,
Sask., $1.00; Mrs. M. Noatts, Re-
gina, Sask., $1.00; Mrs. M. Al-
mond, Rocanville, Sask., .50; Mr.
Dan E. Johnson, Vancouver B.C.
$100.00; Mrs. Anna Austman,
Viðir, Man., $2.00; Mr.-and Mrs.
Th. Thorsteinsson, Vancouver,
$25.00.
Safnað af Mrs. Thorkelson,
Victoria, B. C.
Mr. Guðmundur Thcrrsteins-
son, Los Angeles, $10.00; Mr. and
Mrs. G. O. Goodmanson, Brent-
wood, B. C., $5.00; Mr. and Mrs.
Th. Davidson, Victoria, $5.00;
Dora Peturson, Victoria, $2.00;
Mr. and Mrs. J. Josephson, Vic-
toria, $2.00; Mr. and Mrs. A.
McLelland, Victoria, $5.00; Mrs.
Sigríður Árnasson, Winnipeg,
$5.00; Miss Emma Hannesson,
Vancouver, $10.00; Mr. H. Guer-
tin, Winnipeg, $5.00; Mrs. Anna
Thompson, W. Vancouver $10.00
Mr. Chris Sigurdson, Chauvin,
Alberta, $25.00; Mr. and Mrs.
Stefán Johnson, Glenboro, Man.
$10.00.
í minningu um hjónin Þuríði
og Jón Clemenson, Silver Bay,
Man. Þuríður dáin ágúst 1921,
Jón dáin júlí 1952.
Meðtekið með þakklæti,
Mrs. Emily Thorson,
Féhirðir,
3930 Marine Drive
West Vancouver, B. C.
— Sögur eiga að enda þannig,
að endirinn komi flatt upp á
áheyrendurna.
— Gott og vel, segðu okkur
einhverja þannig sögu?
— Já, sjálfsagt. Tveir menn
sóttu um stöðu. Annar umsækj-
andinn var miklu færari til
starfsins en hinn, en hann var
flokksbróðir veitingavaldsins og
auk þess í mægðum við einn af
ráðherrunum. Sá hæfari var
ráðinn.
Dr. P. H. T. Thorlaksorv
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og elúsábyrgS,
bifreitSaábyrgö o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK, RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Hours: 2:30 - 6:00 p.ra.
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfræSingar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FiSH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
StofnaS 1894 Sími 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternity Paviiion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Officq, 93-3587 Res. 40-5904
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Building
364 Main St.
WINNIPEG x CANADA
SELKIRK HETAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá aS rjúka út
me<5 reykum.—Skrifiö, simiö til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRID SWANSON 8t CO.
Insurance in aU its branches.
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargeni Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smiih Si. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Sérfrœðingar i öllu, sem að
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SérfræSingur í augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kexmedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimasfmi 40-3794
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Maithews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Accountant
505 Confederation Life Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barrisiers - Solicitors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Farker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limi^ed
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTTT Blk. Sími 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Kaupið Lögberg
Business and Professional (ards