Lögberg


Lögberg - 04.09.1952, Qupperneq 4

Lögberg - 04.09.1952, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952 Lögberg Geíið út hvern fimtudag af THE COLUM13IA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENGE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: -EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 635 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Ot'fice Department, Ottawa Við þjóðveginn Við nýlega afstaðnar fylkiskosningar í Alberta- fylkinu efuðust víst fáir um það, að Social Credit stjórnin myndi enn á ný ganga sigrandi af hólmi, og sú varð líka raunin á; þetta var í sjálfu sér ofur einfalt og skiljanlegt þar sem olía og bænagerð höfðu frá dög- um Aberharts sáluga fallist í faðma, og lítt væst um hag almennings. Þótt Mr. Aberhart reisti musteri í Alberta, eða léti skiidinga samferðamanna sinna öllu heldur gera það, og prédikaði þar tíðum sjálfur, kohi það þó tilcölulega brátt í ljós, að musteri hans væri fyrst og fremst af þessum heimi, eða með öðrum orðum pólitískt musteri, er nota mætti til mannviröinga og annara fríðinda; stefnuskrá sinni til fylgisöflunar kom hann því til leið- ar, að fá inn í fylkið majór Douglas hinn brezka til að koma fáfróðum kjósendum í skilning um það, að þeir ætti frá fæðingu inni hjá guði og náttúrunni að minsta kosti tuttugu og fimm dollara á mánuði, er fylkisstjórn- inni bæri að greiða skilvíslega í réttan gjalddaga hverjum einasta og einum einstaklingi innan vébanda fylkisins; almenningur beit skilyrðislaust á agnið, en er til þess kom að heimta mánaðarlaunin, var sauð- svörtum almúganum skýrt frá, að tómhljóð væri í skúffunni, vitaskuld af hógværð hjartans, og því bætt við, að úr þessu yrði sennilega ekki bætt, fyr en Social Credit stefnan legði undir sig alt landið og settist að völdum í Ottawa; þetta olli nokkurri óánægju til að byrja með, einkum í hópi þeirra, er lítil skildingaráð höfðu, en svo kom olían til sögunnar, þá urðu svo að segja allir nýríkir og Aberhart hélt áfram að messa; slíkt hið sama gerðu samverkamenn hans í ráðuneyt- inu og eftir maður hans, Mr. Manning, gerir það enn þann dag í dag. Mr. Manning heldur kjósendum sínum fast við trúna eins og síðustu kosningar í fylki hans leiddu svo afdráttarlaust í ljós. Þótt olía og bænagerð hafi nú um allmörg undan- farin ár blásið Social Credit flokknum byr í segl í Al- berta og að nokkru leyti í British Columbia einnig, verð- ur sú staðreynd eigi umflúin, að hann sé í rauninni hvorki meira hé minna en grímuklæddur afturhalds- flokkur, er orðið geti þá og þegar pólitískur rekkju- nautur Mr. Drews. ☆ ☆ ☆ Eins og nú horfir við hverfur af fylkisþingi í Mani- toba á næstunni C. Rhodes Smith dómsmálaráðherra, er lætur af embætti og tekst á hendur formannsstöðu, í nefnd er sambandsstjórn nýverið hefir skipað, er hafa skal hemil á einokunarsamtökum, er vera kunna að verki í landinu almenningi til óheilla; að Mr. Smith í sín- um nýja verkahring reynist réttur maður á réttum stað verður eigi dregið í efa; hann er ágætur lögfræðingur, prúður maður og háttvís og manna skylduræknastur; hann átti um hríð sæti í bæjarstjórn Winnipeg við góðan orðstír og eftir á fylkisþing kom hafa áhrif hans til góðs farið vaxandi jafnt og þétt; áður en hann tókst á hendur forustu dómsmálaráðuneytisins gegndi hann verkamálaráðherraembætti og naut jafnan í báð- um tilfellum óskipts trausts; við, sem átt höfum langa samleið með Mr. Smith og átt hann í tölu persónulegra vina, finnum til saknaðar yfir snöggu hvarfi hans af stjórnmálasviðinu, en óskum honum jafnframt allra heilla í hinni nýju ábyrgðarstöðu, því þar, engu síður en annarsstaöar, kemur ráðvendni og samvizkusemi hans að góðu haldi. ☆ ☆ ☆ Forsætisráðherrann, Mr. St. Laurent, hefir verið á ferðalagi um Vesturlandið í nokkra undanfarna daga og hvarvetna mætt hinum vingjarnlegustu viðtökum; háskóli British Columbia sæmdi hann heiðursdoktors- nafnbót í lögum og í Vancouver flutti hann ræðu á árs- þingi lögfræðingafélagsins canadiska; nú mun nokkurn veginn mega telja víst, að gengið verði til sambands- kosninga síðari hluta komandi árs, og hefir forsætis- ráðherra gefið í skyn að slíks megi vænta; ræður hans vestanlands hafa þó að mestu verið ópólitísks eðlis, að minsta kosti hvað innanlandsmálin áhrærir, en meiri áherzla lögð á skuldbindingar þjóðarinnar gagnvart sambandsþjóðum sínum og afstöðu hennar á vettvangi alþjóðamála; þess má vænta, að um það er Mr. St. Laurent hverfur heim úr Bjarmalandsför sinni, verði hann maður at fróðari um stefnur og strauma, er öðr- um fremur gera vart við sig meðal íbúa vesturlandsins, því þeir hafa, vegna landsvíðáttu og hinnar risavöxnu búnaðarframleiðslu, margháttaðra sérhagsmuna að gæta, og nær þetta ekki hvað sízt til farmgjalda með járnbrautum landsins. Varðandi stjórnmálin skortir sízt á fjölbreytni vestanlands um þessar mundir; í Saskatchewan fara C.C.F.-sinnar með völd, í Alberta ræður hinn svonefndi Social Credit-flokkur lofum og lögum, en í British Col- umbia má svo að orði kveða, að alt sé í grænum sjó. í Vesturlandinu hefir Liberal-flokkurinn nálega gufað upp hvað meðferð fylkismálefna viðvíkur, nema þá ef vera skyldi í Manitoba; hver áhrif þetta kann að hafa á aðalflokkinn í næstu sambandskosningum skal ósagt látið, þó sýnt sé, að þjóðin sætti sig eigi við svefn á verðinum. MINNING AROHÐ: MRS. HERDÍS JOHNSON landnámskona í Framnesbygð í Nýja-íslandi Hamingjunnar örmum á yfir rósabrautir flesta daga leið mín lá, laus við allar þrautir. Guð sem lánið gefur mér, gleði og vægan aga. — Hvernig má ég þakka þér . þessa liðnu dag. Halla Eyjólfsdóttir frá Laugabóli Mrs. Herdís Johnson, er hér skal getið með nokkrum orðum, var fædd að Teigi í Óslandshlíð í Skagafjarðarsýslu, 1. ágúst 1880. Foreldrar hennar voru Jónas Þorsteinsson og Lilja Frið- finnsdóttir, bæði ættuð úr Skagafjarðarsýslu, síðar land- nemar að Djúpadal í Geysis- bygð og um langa hríð búsett þar. Með þeim kom Herdís barn að aldri til þessa lands og ólst upp hjá þeim í Djúpadal. Þann 8. des. árið 1900, giftist hún Guðmundi Jónssyni Bjarna sonar frá Fögruvöllum í Geysis- bygð. Þau námu land í Framnes- bygð vestanvert við Árborg og fluttu þangað árið 1902, og bjuggu þar þaðan af. Guðmund- ur andaðist 2. júlí 1929. Eftir lát manns síns dvaldi hún með börnum sínum á heim- ilisréttarlandinu. Þann 15. des. 1945 flutti hún til Sigurjóns sonar síns og Lilju dóttur sinnar, og átti þaðan af heimili hjá þeim. Frá heimili þeirra var hún flutt á Red Cross sjúkrahúsið í Árborg 2. marz s.l. þá mjög veik og þar andaðaðist hún 13. sama mánaðar; hún hafði fulla rænu og mál alt að síð- asta andartaki — og leið út af eins og ljós. Systkini Herdísar eru: Jóhanna Guðfinna, ekkja Jósefs bónda Guttormssonar, býr með Stefáni syni sínum í grend við Árborg; Jónas Marinó, bóndi í Djúpadal, kvæntur ’Evelyn Johnson; Unnvald Óskar, til heimilis hjá Hermundi syni sínum bónda 1 Ólafsdal í Geysis- byggð; Una Friðný, gift Jóni bónda Pálssyni, að Geysi í Geysisbygð; Guðrún, til heimilis hjá Snorra bónda Johnson í Framnesbygð. Fósturdóttir Herdísar, alin upp í Djúpadal, er Ruby, Mrs. G. Jóhannsson, dóttir Gísla bróður Herdísar og eftirlifandi ekkju hans Önnu Jónsdóttur Bjarna- sonar í Hléskógum í Geysis- bygð. Voru kærleikar miklir með Herdísi og fóstursystur hennar og frændkonu. Börn Herdísar og Guðmundar manns hennar eru: — Jónas Hermundur, bóndi við Árborg, kvæntur Ólöfu Ingi- björgu Lovísu Johnson; Lilja Jóhanna, til heimilis hjá Sigur- jóni bróður sínum við Árborg; Jónína Guðrún, gift Ágúst Elías- syni, járnsmið á Gimli; Sigurjón Marinó, bóndí við Árborg; Una Friðný, dó í bernsku; Snæbjörn, bóndi við Árborg, kvæntur Kristjánínu Helgu Guðmunds- son. Öll eru þessi systkini dug- andi og ágætt fólk. Barnabörn eru 11 að tölu og barnabarna- barn 1. — Sennilega hefir lífsbarátta Herdísar og manns hennar verið ærið erfið hin fyrri ár, eins og átti sér oftast stað á þeim tím- um; en þau voru einkar dug- andi og samhent í öllu starfi, hyggin og affarasæl í fram- kvæmdum og áttu snemma af- farasælt og gott bú. Guðmundur var einkar vinsæll maður, harð- duglegur, enda þjálfaður í hörð- um skóla frumbýlingsáranna ekki síður en kona hans. Hann var ágætis skytta og einkar heppinn veiðimaður — mun veiðiskapur hans oft hafa reynst þeim drjúgt búsílag; oft nutu nágrannar hans þar einnig góðs af. Sem unga mey, móður og eldri konu einkenndi Herdísi Mrs. Herdís Johnson jafnan djúp og innileg trú á Guð, er bar sér vitni 1 allri framkomu hennar og áhrifum hennar í um- gengni við ástvini sína og alla er hún kyntist. Að mínum skiln- ingi hefir hún eftirskilið fagurt dæmi þess, hvernig að unnt er, mitt í önnum og starfi ævidags- ins, að gera hið hversdagslega líf að guðsþjónustu; einnig í smámunum þess ekki síður en í því, sem stærri atriði eru talin með þeim anda og vilja, sem stjórnast af innstu tilfinningum og þrá hjartans að vera Guði trúr. Ein setning úr heilagri ritn- ingu virðist mér að lýsi glögg- lega hugarafstöðu hennar: í ró- semi og Irúnaðartrausli skal styrkur yðar vera." Að vöggu- gjöf hafði hún þegið mikla skap- festu og kyrlátan styrk; en ég hygg, að trúnaðartraustið, sem spámaðurinn talar um — traustið á nærveru og handleiðslu Guðs, væri henni hin sí-frjóa orkulind og andlegt veganesti til enda ævidagsins. Ávextir þess hugar- fars voru sýnilegir í bjartsýni hennar og vongóðri trú, að úr öllum erfiðleikum myndi vel rætast, í umburðarlyndi gagn- vart öðrum, er jafnan var fund- víst á málsbætur í fari annara, fremur en á tilfelli til áfellis, sem sumir eru alt of fundvísir á. Hin ljúfa hversdagslega fram- koma hennar var engin yfirborðs kurteisi heldur ávöxtur af virk- um góðvilja og göfugu hugar- fari, sem er sér þess meðvitandi, að ævileiðin er fljótstígin, óviss og stutt, — að tækifærin eiga að notast til að gleðja, en ekki að græta, hugga en ekki að hrella; en það er æðsta markmið göf- ugra hugsjóna í einstaklingslífi, eins og það er og hámark sannr- ar listar virðulegra bókmenta. Ég á margar minningar um heimili Herdísar og barna henn- ar, en þau bjuggu saman um all- mörg ár eftir lát manns hennar og föður þeirra. Mér fær sízt úr minni liðið hinn yndislegi blær, er heimilið með sér bar; þar ríkti andi samúðar, rósemi og virkrar samvinnu allra aðila heimilisins; úti sem inni bar alt vott um framtakssemi og sigur- vinninga og farsæla og sanna vel- gengni; en djúp bönd kærleika tegndu móður og börn. Heimili Herdísar var vel í sveit sett í suðvestur hluta Framnesbygðarinnar og var á- valt aðlaðandi heimili, ekki sízt þeim er bágt áttu og athvarfs eða stundarhjálpar við þurftu; þeir áttu þar jafnan víst athvarf. Á heimili hennar önduðust aldr- aðir foreldrar hennar og nutu síðustu hjúkrunar af hennar hendi og barna hennar. Hlý og djúp voru kærleiksböndin jafn- an er tengdu Herdísi við for- eldra, systkini og alt ástvinalið þeirra. Herdís unni kirkju sinni og söfnuði af heilum hug og var ásamt ástvinum sínum í hópi sönnustu og ábyggilegustu unn- enda Árdalssafnaðar; hafa synir hennar sumir haft á hendi leið- sögn í málum safnaðarins. Síð- ustu æviár sín var Herdís all- mjög þrotin að kröftum, hafði Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 24. ÁGÚST _______________ Hinn nýskipaði sendiherra ítalíu á íslandi, Carlo Alberto de Vera d’Aragona, hertogi af -Al- vito, afhenti forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni trún- aðarbréf sitt við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum á þriðjudag- inn að utanríkisráðherra við- stöddum. ☆ Vikuna 10. til 16. ágúst var enn að heita mátti aflalaust á síldarmiðunum fyrir Norður- og Austurlandi. Að kvöldi laugar- dagsins 16. ágúst var síldarafl- inn Norðanlands orðinn 33.436 tunnur í salt, rúmlega 27.000 mál í bræðslu og 6500 tunnur í beitufrystingu. Á annað hundrað skip stunduðu síldveiðarnar fyr- ir Norður- og Austurlandi og af keim höfðu aðeins 64 fengið meira en 500 mál og tunnur. Mörg þessara skipa hafa hætt síldveiðum nyrðra. Við Suð- vesturland voru stundaðar veið- ar með reknetjum af nokkrum bátum, og var síldin, sem veidd- ist, nær öll fryst til beitu. Á laugardagskvöld höfðu verið frystar rúmlega 25.000 tunnur. 1 vikunni sem leið ákvað Síldar- útvegsnefnd að heimila söltun Sunnanlands á síld, sem veiddist frá og með föstudeginum 22. á- gúst. Lágmarksverð fersksíldar var þá ákveðið 160 krónur á upp- saltaða tunnu, eða ein króna kílógrammið, ef síldin er keypt uppvegin. Þegar ljóst varð, að aflabrest- ur myndi verða tilfinnanlegur á þeirri síldavertíð, sem nú er að ljúka, var athugað hverjir mögu leikar væru á því að bæta afla- brestinn að nokkru úr síldveiði- deild hlutatryggingarsjóðs. — Stjórn sjóðsins hefir verið gert það kleift að ákveða bótagreiðsl- ur, sem væntanlega gera útgerð- armönnum fært að grejða kaup- tryggingu, en fæstir bátanna hafa aflað í sumar fyrir trygg- ingu. ☆ Nokkrir togarar stunda nú veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað. Togarinn Akurey seldi í Brem- enhaven á mánudaginn fyrir heldur lágt verð, og var það fyrsta ísfiskssala íslenzks togara í Þýzkalandi á þessu ári. Verðið var lágt vegna mikilla hita, en úr þeim hefir dregið síðan. ☆ Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík reyndist 157 stig 1. þessa mánaðar. Kaupgjaldsvísi- talan fyrir ágúst reyndist vera 150 stig. ☆ Aðalfundur Stéttarsambands bænda verður haldinn að Laug- arvatni dagana 30. og 31. þessa mánaðar. Fundinn munu sitja 49 fulltrúar úr öllum sýslum landsins, auk starfsmanna og gesta. Rætt verður um verðlag á landbúnaðaráfurðum og önnur haft sjúkrahúsvist og gengið undir tvo stórá uppskurði. Hún naut frábærrar umönnunar Lilju dóttur sinnar í vanheilsu síðustu æviára. Segja mátti að öll börn hennar og systkina- og vinalið alt dveldu í grend við hana, — naut hún mikils styrks af kær- leika þeirra allra. En hún átti einnig óvenjulega djúp ítök í hugum nágranna og samherja og allra er kynntust henni á ævi- leið hennar , og þeir fá aldrei gleymt göfugum anda, er hún bjó yfir samfara frábærri still- ingu hennar og háttprýði. Útförin fór fram frá kirkju Árdalssafnaðar í Árborg þann 18. marz að viðstöddu fjölmenni. Hún var lögð til hinztu hvíldar í grafreit safnaðar síns. Sá er þetta ritar þjónaði við útförina. Blessuð sé- minning hennar! „Það bezta sem fellur öðrum í arf er endurminning um göfugt starf.“ S. Ólafsson hagsmunamál bænda. Formaður Stéttarsambandsins er Sverrir Gíslason í Hvammi. ☆ Heyskapartíð hefir verið mjög góð sunnanlands og vestan og norðaustanlands voru einnig góðir þurrkar nú fyrir skemmstu og náðist þá inn talsvert hey. Þar voru vorkuldar miklir og spratt mjög seint. Á Höfn í Hornafirði hefir verið hinn mesti vatnsskortur, enda kom þar naumast dropi úr lofti í marg ar vikur. Þurftu mörg heimili að senda langan veg til vatnsbóla. ☆ Að> tilhlutan Unesco verður efnt til samvinnu ríkja í Vestur- Evrópu um kjarnorkurannsókn- ir, og vinna fjórir hópar eðlis- fræðinga -að undirbúningi í vetur, einn þeirra í Kaupmanna- höfn undir stjórn prófessor Bohrs. Island er ekki aðilji að þessari samvinnu enn sem kom- ið er, en prófessor Bohr hefir boðið Þorbirni Sigurgeirssyni, framkvæmdarstjóra Rannsókn- arráðs ríkisins, að vinna í Kaup- mannahöfn við rannsóknir þess- ar í vetur, ,og er Þorbjörn á för- um utan. Hópur sá, er starfar í Danmörku, hefir fræðileg verk- efni, og jafnframt að gera yfir- lit um það, hvar komið sé í kjarn orkurannsóknunum og hver við- fangsefni þar séu vænlegust til aukinnar vitneskju. ☆ í þessari viku kemur til Reykja víkur flokkur ballett-dansara frá Norðurlöndum og sýnir í Þjóð- leikhúsinu nokkra næstu dag- ana atriði úr ýmsum ballettum, svo sem Svanavatninu, Coppelíu og Giselle. Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjóri er ný- kominn heim frá Norðurlöndum og samdi um heimsókn þessa í förinni. Meðal þeirra dansenda, sem koma, eru Margarethe Schanne frá Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn, barón Karl Gustav Kruse ballettmeist- ari í Malmö, og indverska dans- mærin Lilavati. Þjóðleikhús- stjóra hefir lengi leikið hugur á því að fá hingað ballett-flokk, og meðal annars rætt það mál við forstöðumenn Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, en þeir hafa ekki talið fært að sýna ballett með færri en 50 manns, og slíkt yrði allt of kostn- aðarsamt. ☆ Leiksýningar Þjóðleikhússins hefjast um miðjan næsta mánuð og verður þá fyrst haldið áfram sýningum á óperettunni Leður- blökunni. Hlutverkaskipun verð ur hin sama og í vor, að því undanteknu að Bjarni Bjarna- son fer með hlutverk það, sem Einar Kristjánsson söng, en Einar getur ekki komið á þess- um tíma, hann syngur í tveimur óperum í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn í september. ☆ Líkur eru til þess að nokkrir leikarar Þjóðleikhússins sýni þætti úr fslandsklukkunni eftir Halldór Laxness í dramatiska leikhúsinu í Stokkhólmi í haust. Norræna félagið í Svíþjóð, Sam- fundet Sverige-Island og fleiri samtök hyggjast beita sér fyrir íslenzkri viku, sem halda skal í Stokkhólmi í byrjun október í haust, en íslenzk vika var haldin þar fyrir réttum 20 árum. f ráði er, að á íslenzku vikunni í haust verði sýning á málverkum eftir þrjá íslenzka málara, þá Jó- hannes Kjarval, Ásgrím Jóns- son og Jón Stefánsson, þættir sýndir úr íslandsklukkunni, fyrirlestrar fluttir við háskól- ann og sérstök dagskrá höfð í útvarpinu um íslenzk efni. ☆ Afmælisdagur Reykjavikur var á mánudaginn var, en þá voru 166 ár liðin frá því að bær- inn fékk kaupstaðarréttindi. — Reykvíkingafélagið m i n n t i s t Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.