Lögberg - 04.09.1952, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952
5
wwwfyyytfff
ÁtiUGAAiAL
I > 1>SA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
ÍSLENZK ULL
Úr þeli þráð að spinna,
mér þykir næsta indæl vinna;
ég enga iðn kann finna,
sem öllu betur skemmti mér.
Ég sit í hægu sæti
og sveifla rokk með kvikum fæti,
ég iða öll af kæti,
er ullarlopinn teygjast fer,
og kvæðakver
á skauti skikkju minnar
æ opið er,
því verð ég þrátt að sinna
rokkurinn meðan suðar sér —
rokkurinn suðar sér.
Þegar ég hitti frú Önnu Ás-
mundsdóttur Torfason frá
Reykjavík og skoðaði síðar hinn
fína, fagra listiðnað úr íslenzkri
ull, er hún hafði til sýnis í
Fyrstu lútersku kirkju á föstu-
daginn 22. ágúst, ómaði oft
þetta gamla lag og rokkvísa Jóns
Thoroddsens fyrir eyrum mér
og margar ljúfar en hálfgleymd-
ar æskuminningar rifjuðust upp
úr djúpi hugans. Ég minntist
þess hve oft ég sat nálægt föður-
ömmu minni í Mikley þegar hún
var að kemba ull, spinna,
tvinna eða prjóna; þá raulaði
hún oft þessa vísu og önnur ís-
lenzk lög eða fór með kvæði
eftir íslenzk skáld og suðan í
rokknum var eins og undirleik-
ur. Þessar stundir voru svo
yndislegar, rólegar, notalegar
og skemmtilegar.
Amma mín, Ingibjörg, fann
mikla unun í tóvinnu sinni og
henni féll sjaldan verk úr hendi,
enda nutum við þess barnabörn
hennar og við vorum mörg.
Hún eyddi ekki miklum tíma í
heimsóknir, en oftast kom hún
á haustin og þá færandi hendi.
„Amma á Sunnuhvoli er að
koma! Amma á Sunnuhvoli er
að koma!“ hrópuðum við og
hlupum á móti henni fagnandi.
Og öllum gaf hún eitthvað —
sterka hlýja sokka, litfagra
vettlinga, rósótta íleppa, ýmis-
legt prjónles, er kom sér vel
undir veturinn, var gagnlegt en
var einnig fallegt, því tóskapur
ömmu minnar þótti fallegur og
vandaður. —
Þetta mun nú þykja útúrdúr
frá efninu, en það er hvoru-
tveggja að tóvinna ömmu minn-
ar er aðalkynning mín af ís-
lenzkri tóvinnu, og svo hitt, að
þó ég skildi það ekki sem barn,
þá veit ég það nú, að þegar ég
horfði á ömmu mína við tóvinn-
una, sá hin fljótu og vissu hand-
tök hennar, nákvæmni, leikni og
listfengi, þá var þar fyrir augum
mér fulltrúi íslenzkra ættmæðra
vorra, er iðkað hafa ullarlist
iðnað í aldaraðir; þessi hagleik
ur og snilli fæst ekki nema fyrir
samfelda æfingu og reynslu
margra ættliða.
Og það er einmitt þessi kunn-
átta, þessi listiðnaður — þessar
menningarerfðir, — sem konur
eins og frú Anna Ásmundsdóttir
Torfason, frú Laufey Vilhjálms-
dóttir, frk. Halldóra Bjarna-
dóttir og fleiri berjast við að
varðveita frá gleymsku. í þeim
tilgangi kom frk. Halldóra því
í framkvæmd að stofnaður var
tóvinnuskóli að Svalbarði við
Eyjafjörð; í þeim tilgangi stofn-
uðu frú Anna og frú Laufey
fyrirtækið „Islenzk ull“ í Reykja
vík 1939, nokkurs konar mið-
stöð handunnins ullarvarnings,
er keppti að því marki að koma
honum í viðunandi verð, sem
þeim og heppnaðist; nú selst
handspunnin ull á 600 krónur
kílóið og mun það hvetja ís-
lenzkar konur til þess að læra og
iðka tóvinnu. Og í þeim tilgangi
að kynna íslenzkan ullariðnað
hefir frú Anna helgað mörg ár
ævi sinnar og ferðast víða um
Norðurlönd og síðast um þessa
álfu. —
Véla-ullarvinna jafnast aldrei
á við þá, sem unnin er með hand-
verkfærum og ekki er hægt að
spinna eins hárfína ull í spuna-
vélum eins og á rokk, segja mér
þær konur, sem fróðar eru um
þessa hluti. Og íslenzkar spuna-
konur eru viðurkendar þær
beztu í þeirri grein á öllum
Norðurlöndum. Hvergi hefi ég
séð eins hárfínt band eins og
það er frú Anna hafði til sýnis;
kona frá ísafirði hafði spunnið
það. „Það er ekki hægt að spinna
svona fínt band úr ullinni hér,“
sagði kona við mig. Þetta var
þelband í sauðarlitum, hvítt,
ljósbrúnt, brúnt, dökkbrúnt og
svart.
Þótt ofangreind vísa væri mér
minnisstæð var ég ekki viss um
hvað ÞEL þýddi, en nú skilst
mér að það sé hin mjúka, fína
og hlýja innri ull á íslenzkum
kindum; löngu hárin í reifinu
eru kölluð TOG, en það er ólíkt
Delinu, ekki eins mjúkt en
miklu sterkara og er glansandi.
Það verður að aðskilja þelið og
togið áður en unnið er úr ull-
inni og er það kallað að taka
ofan af. Þannig er hægt að vinna
úr íslenzkri ull afar fjölbreytt og
fallegt efni. íslenzki fjárstofninn
er að mestu hinn sami og for-
feðurnir fluttu til landsins og
finnst hann nú ekki annarsstað-
ar en í útskerjum nágrannaland-
anna.
Fallegustu munirnir á sýning-
unni þóttu mér þríhyrurnar og
sjölin, sem prjónuð voru úr hár-
fínu þelbandi með allavega lit-
um bekkjum í mjúkum sauðar-
litum eða jurtalitum, lauflétt en
hlý. Þau myndu fara vel með
skrautlegustu búningum. Ein
kona, er boðin var í móttöku-
veizlu fyrir Elizabethu drotn-
ingu og mann hennar, er þau
komu hingað síðastliðið haust,
sagðist hafa látið búa sér til
brúnleitan samkvæmiskjól nokk
uð fleginn fyrir það tækifæri og
hún ætti eina af þessum íslenzku
þríhyrnum og færi hún einstak-
lega vel með þessum kjól.
Verðið á þessum slæðum er
frá $13.00 upp í $25.00 og er það
ekki hátt verð þegar tekið er til
greina að þetta eru handunnir
listmunir, og er það ekki ber-
andi saman við verðið á véla-
framleiðslu. Til dæmis eru hand-
unnir ítalskir knipplingar (lace)
afar dýrir í samanburði við vél-
unna knipplinga, og hvaða kona
girnist ekki fremur hina hand-
unnu muni, ef hún hefði ráð á
að veita sér þá? María drotning
aflaði landi sínu miljón dollara
í erlendum gjaldeyri með hinum
kross-saumaða gólfdúk sínum;
ef til vill munu íslenzkar konur
einnig getað aflað landi sínu er-
lends gjaldeyris með ullarlist-
iðnaði sínum.
Margt fleira var til sýnis, eins
og sést á myndinni, meðal annars
fallegir telpukjólar ofnir úr
glansandi togi og prjónaðar
sports-peysur úr sama efni, en
það hvað næstum óslítandi og
er því tilvalið í gólfdúka, hús-
gagnafóður • og allskonar út-
saum. Þótt sýningin væri ekki
stór, kom gestum saman um að
sýnishornin hefðu verið með
þeim fallegustu og vönduðustu,
er þeir hefðu séð á samskonar
sýningu.
Stundar nám
við Toronto Con-
servator of Music
Dorothy Mae Jónasson
Síðastliðna viku fór Miss
Dorothy Mae Jónasson til
Toronto til náms í fiðluleik við
Toronto Conservatory of Music;
er þetta annað ár hennar þar.
Hún dvaldi í sumar hjá foreldr-
Albert ræðst til sterkasta
félags Frakklands
Það er tvöfaldur Frakklands-
meistari
Hinn víðfrægi knattspyrnu-
maður Albert Guðmunds-
son er nýfarinn héðan til
tveggja ára dvalar í
Frakklandi.
'Albert hefur dvalið hér und-
anfarna þrjár vikur í sumarleyfi
sínu, og var hér með honum frú
hans, og er þetta lengsta við-
dvöl, sem hann hefur haft hér
á landi, síðan knattspyrnuferill
hans erlendis hófst, en áður hef-
ur hann aðeins dvalið hér milli
ferða.
Albert hefur sem kunnugt er
keppt með mörgum frægustu
knattspyrnufélögum í Englandi,
Mælingar gerðar á málmæðunum um
hjá Svínhólum í Lóni
flögum og sýna á iðnaðarsýning-
Blaðið átti í gær tal við þá dr.
Þorbjörn Sigurgeirsson, fram-
kvæmdarstjóra rannsóknarráðs-
ins, og Tómas Tryggvason. Hef-
ir Tómas verið eystra og mun
fara þangað aftur, og Guð-
mundur Kjartansson er nú í
Lóni.
— Ég var einkum við rann-
sóknir að Svínhólum í Lóni,
sagði Tómas. Þar hefir fundizt
kopar, blýglans, sink og vottur
af gulli og silfri í ljósgrýti, en
vottur þeirra tveggja m^lmteg-
unda finnst annars víða, einkum
í ljósgrýti. Málmsvæðið er í dal-
verpi, skammt frá bænum Svín-
hólum, en melur ofan á því og
sér ekki fyrir föstu bergi, sem
undir er, en í því eru Ijósgrýtis-
gangar. — Þarna gerði ég segul-
mælingar til þess að reyna á
þann hátt að fylgja málmæðun-
um, en ég hefi ekki enn reikn-
að út niðurstöður þeirra mæl-
inga, svo að ekki verður um það
sagt, hvað þær sýna.
Einnig leitaði ég nokkra daga
að málmgrýti ofan jarðar, en
fann ekki neitt teljandi utan
þessa svæðis.
Tómas Tryggvason mun fara
austur aftur innan skamms, og
mun hann í þeirri ferð koma í
Álftafjörð og Berufjörð og sækja
þangað sýnishorn af grjóti, sem
hann telur líkur til að nota megi
sem flögur í gluggakistur og í
stigaþrep. Er sú hugmynd uppi
að gera sýnishorn af slíkum
Athyglisvert starf
unni í haust.
ísland er ekki málmauðugt
land, og fyrir því fylgjast menn
af athygli með rannsóknarstarf-
inu í Lóni, enda nokkurs um
vert, ef jarðfræðingum okkar
tekst að finna í jörðu verðmæti,
sem okkur væri unnt að vinna
með viðunandi hætti, þótt síðar
yrði.
—TIMINN, 3. ágúst
, „, ,, „ _ Frakklandi og ítalíu, og má í því
um sinum, Mr. og Mrs. S. O. „
_, B , sambandi nefna Glasgow Rang
Jonasson, 177 Waverley Street. , „i ,. * , , „
_ . , ers í Skotlandi, Arsenal í Eng-
Þessi efmlega unga stulka hefir . ,. _T 'iniii
, , .Jr , ,, ,. „ . landi, Nancy í Frakklandi, Mil-
þegar vakið mikla athygli fynr , ., , ,* ...*.
f,., ,. , , J ano a Italiu og nu siðastliðin
hliomlistarhæfileika sina. , ., , , r , , , *
J þGu ar hefur hann keppt með
Racing Club de Paris, en það
félag er eitt kunnasta og stærsta
íþróttafélag Frakklands.
Á síðasta leiktímabili, sem
lauk í júní s.l. og hafði þá staðið
samfleytt í tíu mánuði, lék Al-
bert með í 32 leikjum af 37, sem
félagið lék í stigakeppninni
frönsku.
Nú hefur Albert í hyggju að
hætta að leika með Racing Club
de Paris, þar eð honum hefir
borizt hentugra tilboð frá hinu
kunna félagi Nizza, en það fé-
lag hefur síðastliðin tvö ár unn-
ið bæði frönsku bikar- og stiga-
keppnina, og er því bezta félag
Frakklands nú. Að vísu hafði
Albert gert þriggja ára samning
við Racing Club, en naut þó
þeirra réttinda, að honum var
heimilt að segja upp samningn-
um að hverju leiktímabili loknu,
og það hyggst hann gera nú. Sló
Albert þenna varnagla vegna
þess, að ýmsir félagsmenn tóku
að sýna andstöðu gegn útlend-
ingum, sem leika með félaginu,
því að þeir voru kauphærri en
Frakkar sjálfir, en félagið sá sér
ekki fært að verða við kaup-
hækkunarkröfum frönsku leik-
mannanna. Þegar Albert barst
því tilboð frá Nice (Nizza) leizt
honum sem hann mundi taka
því.
Eins og fyrr var getið fer Al-
bert nú til tveggja ára dvalar í
Frakklandi, og mun hann á því
tímabil ekki koma hingað til
lands. Hann hefur því notað
tækifærið til þess að heilsa upp
á gamla knuuingja og vini hér,
og m.a. fór Albert í boði Í.B.A.
upp á Akranes, og sat boð þess,
en hann var fyrsti þjálfari þess
í knattspyrnu, og eiga Akurnes-
ingar honum því gott upp að
unna. Akurnesingar eru um þess
ar mundir að safna fé til frek-
ari framkvæmda á íþróttasvæð-
inu, og lét Albert þess getið, að
mjög æskilegt væri að íþrótta-
félögin hér reyndu að veita Ak-
urnesingum einhverja fjárhags-
a ð s t o ð, þar eð íþróttasvæði
þeirra og æfingaskilyrði eru
heldur bágborin.
Einnig heimsótti Albert fé-
lagsheimili Valsmanna, og lét
þess getið, að mjög ánægjulegt
væri að endurnýja kynni við
gamla félaga. Lét hann þá ósk í
ljós, að takast mætti að fullgera
íþróttasvæðið í náinni framtíð.
— ALÞBL. 30. júní
Minnisvarði Stephans G. Stephanssonar
Framhald af bls. 1
strendur að lögun. Á hverri hlið
hans verður inngreyptur stein-
flötur með myndum af skáldinu
og tilvitnunum úr ljóðum hans.
(Smbr. meðfylgjandi mynd af
einum af þrem flötum minnis-
varðans).
Nefnd sú, sem framkvæmdir
hefir með höndum um minnis-
varðamálið, hefir látið gera lítil
en einkars notur nýsilfurmerki
(prjón) með smækkaðri mynd
af einum fleti minnisvarðans,
sem seld eru beggja megin hafs-
ins til ágóða fyrirtækinu, og
seljast merkin hér vestan hafs á
$1.00 hvert.
Framkvæmdanefndin í mál-
inu hefir ennfremur farið þess
á leit við mig, að ég legði þessu
máli lið og vekti athygli á því
Frú Anna Ásmundsdóltir Torfason og sýning íslenzks heimilisiðnaðar
meðal landa minna hér vestan
karlar og konur góðfúslega tek-
hafs hafa margir þeirra þegar
brugðist vel við þeirri mála-
leitun minni, og eftirfarandi
ið að sér útsölu merkjanna í
byggðarlögum sínum eða bæj-
um:
Séra Albert E. Kristjánsson,
Blaine, Washington.
Hallur E. Magnússon, Seattle.
Elín Hall og Davíð Björnsson
bóksali, Winnipeg, Manitoba.
Mrs. L. Sveinsson, Lundar,
Manitoba.
Gunnar Sæmundsson, Árborg,
Manitoba.
Páll Guðmundsson, Leslie,
Saskatchewan.
Rósmundur Árnason, Elfros,
Saskatchewan.
Steve Indriðason, Mountain,
North Dakota.
Kristján Kristjánsson, kaup-
maður, Garður, North Dakota.
Geta þeir, sem kaupa vilja
umrædd merki, snúið sér til
einhvers hinna ofannefndu, eða
beint til undirritaðs; vil ég ein-
dregið hvetja sem flesta aðdá-
endur Stephans skálds og landa
mína í heilr sinni til þess að
-sýna með þeim hætti í verki
ræktarsemi við minningu hans.
Hefi ég í huga að afla útsölu-
manna víðar í byggðum vorum,
og verður þeirra, er þar að kem-
ur, getið í vikublöðum vorum al-
menningi til leiðbeiningar.
Kjósi einhverjir að styðja
minnisvarðamálið með beinum
fjárgjöfum, má senda þær ann-
aðhvort til undirritaðs eða til
framkvæmdastjóra nefndarinn-
ar, herra Kára Sigurðssonar,
Hverfisgötu 41, Reykjavík.
í nafni hlutaðeigenda vil ég
svo fyrirfram þakka hvern þann
stuðning, sem fólk vill veita
þessu minnisvarðamáli, og þá
um leið votta minningu hins
mikla skálds vors og íslendinga
allra verðuga virðingu.
Grand Forks, North Dakota
RICHARD BECK,
Hjónavígsla í Forí Garry
Síðastliðinn laugardag, 30.
ágúst, kl. 7 að kvöldinu, var
framkvæmd hjónavígsla á heim-
ili Mr. og Mrs. Hjörtur Joseph-
son, að 907 Merriam Boulevard,
í Fort Garry, við suður jaðar
Winnipeg-borgar. Brúðurin var
Ethel, dóttir þeirra hjóna, en
brúðguminn var Steinn Conrad
Ólafsson, til heimilis í Winnipeg.
Bæði voru brúðhjónin upphaf-
lega frá Lundarbygð í Manitoba,
fædd þar og alin upp.
Athöfnin fór fram við kerta-
ljós í aðalstofu hússins. Faðir
brúðarinnar leiddi hana til brúð-
gumans. Systur brúðarinnar,
Miss Sigurbjörg Helen og Miss
Yvonne Josephson aðstoðuðu
hana, en brúðgumann aðstoðuðu
bróðir hans, Ernest Gordon og
frændi hans, Christopher John-
son. Presturinn sem gifti var
séra Rúnólfur Marteinsson, D.D.
Stór hópur var þarna saman-
kominn. Er athöfninni var lokið,
fluttu allir viðstaddir brúðhjón-
unum hamingjuóskir og bænir
blessunar.
Þar var mikið af gleði og gæð-
um. Sezt var að borðum við
unaðslega máltíð og fjörugar
samræður. Mr. Hawley mælti
fyrir minni brúðarinnar með
fallegum orðum og brúðguminn
svaraði á viðeigandi hátt. Fögn-
uður og vinsemd .gjörði hópinn
eins og einn mann.
Eftir vígsluna fóru brúðhjónin
stutta ferð til Bandaríkjanna.
Heimili þeirra verður í Fort
Garry.
— Þér hafið málað engilinn
með 6 fingur á hægri hendinni.
Hafið þér nokkurntíma séð engil
með sex fingur?
— Nei, en hafið þér nokkurn
tíma séð engil með 5 fingur?
☆
— En hvað þetta eru falleg föt.
Viltu ekki gefa mér upp heimilis
fang klæðskerans þíns?
— Alveg sjálfsagt, bara ef þú
gefur honum ekki upp heimilis-
fang mitt.