Lögberg - 04.09.1952, Síða 6

Lögberg - 04.09.1952, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952 LANGT I BURTU frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi Undir eins og að hann var farinn brast Bathsheba í grát — þurran ekkagrát, sem að engin tár mýktu. En hún ásetti sér að bæla niður vott allra tilfinninga. Hún var yfirunnin, en ásetti sér að viðurkenna það ekki eins lengi og hún lifði. Metnaður hennar var lágt fallinn þegar hún gjörði sér grein fyrir, að hún væri gift> og háð eiginleikum manns sem væru ó- hreinni en eiginleikar hennar sjálfrar. Hún stundi og var í æstu skapi eins og ljón í búri. Sál hennar ólgaði og blóðið streymdi fram í kinnarnar, unz að hún var orðin eldrauð í framan. Hún hafði verið stolt' af stöðu sinni þangað til að hún mætti Tray. Það hafði verið henni lyfting að vita varir sínar ósnertar af nokkrum manni og að enginn unnustaarmlegg- ur hafði verið lagður um mitti hennar. Nú hataði hún sjálfa sig. Á fyrri árum sínum hafði hún borið leynilega fyrirlitningu fyrir stúlkum, sem gjörðust slafar manna við fyrsta tillit þeirra. Hún hafði aldrei litið augum velþókn- unar á hjónabandið eitt, út af fyrir sig, eins og hún sá svo margar konur allt í kringum sig gjöra. í æsingaóttanum í sambandi við elsk- huga hennar, hafði hún gengist inn á að giftast honum, en endurminningin um það var frekar sjálfsfórnarkend heldur en miðvitund um auk- inn heiður. Þó að hún naumast þekkti nafn gyðjunnar Díönu, þá var það nú samt hún, sem að hún ósjálfrátt dýrkaði. Að hún hafði aldrei með tilliti, orði eða verki gefið neinum manni ástæðu til að veita sér eftirtekt — að henni hefði alltaf fundist að hún væri sjálfri sér nóg, og í æskusjálfstæði sínu hefði fundist, að það væri niðurlæging að skipta á óbrotnu meyjarlífi fyrir fátæklegri og lakari helming hjónabandsheildarinnar — voru atriði, sem hún mintist nú í beiskju hugar síns. Ó, ef að hún hefði aldrei beygt sig fyrir heimsku af þessari tegund, heiðarleg eins og að hún var, og gæti aftur staðið á sínum eigin fótum á hæðinni í Norcombe og ögrað Tray eða hverjum öðrum manni, sem var að saurga eitt hár á höfði henn- ar með afskiptasemi sinni.“ Morgunin eftir fór*Bathsheba fyrr á fætur heldur en að hún var vön, lét söðla hest sinn og fór til að hafa eftirlit með búverkunum, eins og hún var vön að gera. Þegar hún kom heim aftur klukkan hálfmu, sem var vanaiegur morgunverðartími, var henni sagt, að maður hennar væri kominn á fætur og hefði farið keyr- andi á Poppet til Casterbridge. Eftir morgunverðinn var hún róleg og stillt, eins og hún átti að sér að vera — og hún gekk í hægðum sínum út að garðshliðinu til að líta yfir akurblett, sem hún sjálf sérstaklega annað- ist ásamt húsverkum sínum, en hún sá að Gabrí- el, sem að hún nú var farin að halda upp á eins og bróður sinn, hafði þegar verið þar. Hún hugsaði auðvitað stundum um hann sem gaml- an unnusta og braut heilann um hvernig að það mundi hafa farið ef hún hefði búið með honum sem eiginmanni. Einnig hugsaði hún stundum hvernig það mundi hafa verið að búa með Boldwood undir sömu kringumstæðum. En þó að Bathsheba væri tilfinningarnæm, var hún ekki gefin fyrir dagdrauma, og þessar hugsanir hennar gægðust fram aðeins þegar að trassa- háttur Tray var sem ábærilegastur. Hún sá mann koma gangandi eftir vegin- um og það var Boldwood. Hún roðnaði út að eyrum og horfði á hann. Hann stansaði þegar hann var enn langt í burtu frá henni og hélt upp hendirtni til að vekja athygli Gabríels Oak, sem var að ganga eftir götuslóða hinum megin við akurinn. Þeir gengu hvor til annars og fóru að tala saman, þegar þeir mættust, eftir því sem íienni sýndist. Þeir stóðu þarna all-langa stund. Joseph Poorgrass fór rétt fram hjá þeim með hjólbörur fullar af eplum, sem að hann ætlaði ipeð heim til Bathshebu. Þeir kölluðu á hann og töluðu við hann í nokkrar mínútur, svo skildu þeir og Joseph hélt áfram upp hæðina með börurnar. Bathsheba, sem horft hafði á þennan bend- ingaleik, sem S milli þeirra fór, með nokkurri undrun, varð hugarhægra þegar að hún sá, að Boldwood sneri heim til sín aftur: „Jæja, hvaða skilaboð kemur þú með, Joseph?“ spurði hún. Hann setti niður börurnar og setti á sig fágunarsvip, sem að samtal við hefðarkonu krafðist og ávarpaði hana svo yfir hliðið: „Þú sérð Fanny Robin aldrei framar — í verki, eða virkileika, frú.“ „Því þá?“ „Vegna þess, að hún er dauð, í fátækra- húsinu.“ „Fanny dauð! — Það er ómögulegt!“ „Jú, frú.“ „Úr hverju dó hún?“ „Ég veit það ekki með vissu; ég mundi halda úr allsherjar uppdráttarmagnleysi. Hún var svo veikgerð stúlkan, og gat ekki mætt neinum að- köstum, þegar að ég þekkti hana. Það er sagt, að hún hafi liðið út af eins og ljós. Hún veiktist að morgni, og dó um kveldið, því að hún var orðin bæði veikluð og þreytt. Lagalega tilheyrir hún söfnuðinum okkar; og Boldwood ætlar að senda vagn klukkan þrjú í dag til þess að sækja hana og jarða hana hér.“ „Ég læt hr. Boldwood ekki gjöra neitt slíkt — ég gjöri það sjálf! Fanny var vinnukona hjá föðurbróður mínum, og þó að ég þekkti hana ekki nema í tvo daga, þá heyrir hún mér til. Þetta er átakanlega sorglegt — að hugsa sér að Fanny skyldi vera komin á allsleysingja heim- ili.“ Bathsheba var farin að bera skyn á hvað mótlætið meinti og hún sagði með djúpri fyrir- litningu: „Sendu til Boldwoods og láttu segja honum, að frú Tray taki að sér að sækja fyrr- verandi þjón fjölskyldu sinnar. — Við ættum ekki að sækja hana á algengum vagni; — við skulum fá líkvagn.“ „Það er naumast tími til þess frú, eða held- urðu það?“ „Máske ekki,“ sagði hún hugsandi. Hvenær sagðirðu að við yrðum að vera komin þangað — klukkan þrjú?“ „Klukkan þrjú eftir hádegið í dag, frú, eins og sagt er.“ „Jæja, þú gerir það þá. Fallegur vagn er eftir allt betri en ljótur líkvagn. — Joseph, taktu nýja vagninn með bláa kassanum og rauðu hjólunum, en þvoðu hann vel áður en að þú ferð. Og Joseph . . . „Já, frú.“ „Taktu með þér greniviðargreinar og blóm og láttu á kistuna — já, taktu nóg til að hylja kistuna alveg. Náðu í lárviðarsveig, ýmsar teg- undir, sem þú getur látið í kassa, og nóg af Chrysanthemum. Og láttu gamla Plesant draga hana, því að hún þekkti hann svo vel.“ „Ég skal gjöra það, frú. Ég hefði átt að segja þér að fjórir menn frá hælinu mæta mér við kirkjugarðinn og taka á móti henni og jarða hana samkvæmt rétti ábyrgðarnefndarinnar og ákvæði laganna.“ „Herra minn! — Casterbridge-umsjónar- nefndin — er virkilega svo komið fyrir Fanny?“ sagði Bathsheba hugsi. „Ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr. Ég hélt að hún væri langt í burtu. Hvað lengi hefir hún átt heima hér?“ „Hún hefir aðeins verið hér í einn eða tvo daga.“ „Ó! — hún hefir þá ekki átt heima þar á heimilinu?“ „Nei, hún fór fyrst og átti heima í her- mannabæ fyrir handan Wessex, og síðan hefir hún verið hér og þar; átti um tíma heima í Melchester og vann fyrir sér með saumum í fjóra mánuði hjá heiðarlegri ekkju, sem tekur saumaverk heim til sín. Hún kom á fátækra- heimilið á sunnudagsmorguninn held ég, og það er sagt, að hún, hafi gengið alla leiðina þangað frá Melchester. Hvers vegna að hún fór þaðan, sem að hún var, get ég ekki sagt, því að ég veit það ekki. Þetta er stutt ágriþ af sögu hennar eins og að ég veit hana, og þú veist, frú, að ég lýg aldrei.“ Enginn gimsteinn hefir breytt rauðu bliki í hvítt eins fljótt og andlitslitur Bathshebu breyttist nú frá roða til fölva, hún dró þungt andann og spurði: „Gekk hún eftir tollveginum okkar?“ „Ég held, að hún hafi gert það — frú, á ég að kalla á Liddy. Þér er auðsjáanlega illt. Þú ert föl eins og lilja — svo snjóhvít og óstyrk.“ „Nei, kallaðu ekki á hana; það er ekkert. Hvenær fór hún fram hjá Weatherbury?“ „Á laugardagskveldið var.“ „Þetta nægir, Joseph — þú mátt nú fara.“ „Sjálfsagt, frú.“ „Joseph, komdu aftur fyrir mínútu. Hvern- ig var hárið á Fanny litt?“ „Já, virkilega frú, þegar þetta er lagt fyrir mig eins og dómara og kviðdómendur, þá get ég nú ekki munað eftir því, ef þú trúir mér!“ „Fástu ekki um það; farðu og gerðu það, sem að ég sagði þér. Bíddu — jæja, nei, farðu!“ Hún sneri sér frá honum, svo að hann gæti ekki séð í hvaða skap hún var komin og fór inn í húsið óróleg í skapi og ömurlegu magn- leysi, sem lagðist yfir hana. Eftir hér um bil klukkutíma heyrði hún skrölt í vagnirrum og fór út, en með óróahugsunum og vandræða- svip á andlitinu. Joseph, sem var í sínum beztu hátíðafötum, var að setja hestinn fyrir vagninn. Trjágreinarnar og blómin voru í bunka í vagn- inum, eins og að hún hafði fyrirskipað. Bathsheba veitti þeim naumast eftirtekt. „Hvers ástmey, sagðurðu Joseph?“ „Ég veit það ekki, frú.“ „Ertu viss um það?“ „Já, frú, alveg viss.“ „Viss um hvað?“ „Ég er viss um, að allt, sem að ég veit er, að hún kom um morguninn og dó um kveldið án meiri tafa. Það sem Oak og hr. Boldwood sögðu mér var aðeins: „Fanny litla Robin er dáin, Joseph,“ sagði Gabríel og leit á mig með sínu gamla og stöðuga augnaráði. Ég várð mjög hryggur og sagði: „Ó, hvenær dó hún?“ „Hún dó, á fátækraheimilinu í Casterbridge,“ sagði hann, „og það gerir máske .ekki mikið til hvern- ig að dauða hennar bar að. Hún kom til Caster- bridge á sunnudagsmorguninn og dó eftir miðj- an daginn, það er ljóst.“ Svo spurði ég þá, hvað hún hefði haft fyrir stafni upp á síðkastið og Boldwood sneri sér að mér og hætti að dangla með stafnum sínum í illgresisnjóla, sem var við fæturna á honum. Hann sagði mér, að hún hefði haft ofan af fyrir sér með saumaskap í Melchester, eins og að ég sagði þér, og að hún hefði gengið alla leið þaðan í vikulokin og hefði farið hér fram hjá eftir að skuggsýnt var orðið á laugardagskvöldið. Þeir sögðu mér svo að ég skyldi minnast á það við þig að hún væri dáin og svo fóru þeir. Iiún getur hafa forkulast í næturgolunni, sérðu frú; því að fólk hafði orð á að hún væri stuadum heilsusljó og að hún fengi hóstaköst og það hefir getað flýtt fyrir dauða hennar, en okkur má standa á sama um, hvað það var sem að olli dauða hennar — það er allt búið nú.“ „Hefurðu heyrt öðruvísi sögu um þetta?“ spurði Bathsheba og horfði svo hvasst á Joseph, að hann leit undan. „Ekki eitt einasta orð, frú, það get ég full- vissað þig um!“ sagði hann. „Það er varla mað- ur í sókninni, sem að hefir heyrt þetta enn.“ „Mér þykir undarlegt hvers vegna að Gabríel skyldi ekki koma sjálfur og segja mér þetta, hann kemur vanalega að sjá mig, þó að minna sé um að vera.“ Þessi síðustu orð sagði hún lágt við sjálfa sig, og horfði ofan fyrir sig. „Hann hefir máske ekki mátt vera að því, frú,“ sagði Joseph. „Og hann sýnist vera eins og utan við sig af áhyggjum, sem standa í sam- bandi við efnahag hans, þegar að hann var betri, en hann er nú. Það er dálítið einkennilegt, en hann skilur fjárhirðisverk sitt vel og er bók- fróður.“ >SV „Sýndist nokkuð sérstakt vera á huga hans þegar að hann var að tala um þetta við þig?“ „Ekki get ég annað sagt, en að svo hafi verið. Honum var fjarska þungt í skapi og það var hr. Boldwood líka.“ „Þakka þér fyrir, Joseph. Þetta dugir. — Farðu nú, annars verður þú of seinn!“ Bathsheba fór inn og var í þungu skapi. Einhverntíma eftir miðjan daginn spurði hún Liddy, sem hafði verið sagt frá fréttunum: „Hvernig var hárið á vesalings Fanny Robin litt? Veistu það? Ég get ekki munað það — ég sá hana aðeins einu sinni eða svo.“ „Það var ljóst, frú, en hún faldi það oftast undir húfunni, svo að það sást naumast. En ég hefi séð hana láta það falla laust niður þegar að hún var að hátta, þá glóði á það eins og gull.“ „Unnusti hennar var hermaður, var hann *ekki?“ „Jú, hann var í sömu herdeildinni og hr. Roy. Hann segist hafa þekkt hann vel. Ég minnt- ist á þetta við hann einu sinni og spurði hann hvort að hann þekti piltinn hennar Fanny. — Hann sagði, að hann þekkti hann eins vel og sjálfan sig, og að það væri enginn maður í allri deildinni, sem að honum félli betur við en hann.“ „Ó, sagði hann það?“ „Já, hann sagði, að hann og kærasti Fanny væru svo líkir að sumir þekktu þá ekki í sundur . . . .“ „Liddy! í hamingju bænum, hættu þessum vaðli!“ sagði Bathsheba óróleg og dálítið önug. XLII. KAPÍTULI Það var veggur allt í kringum félagshúsið í Casterbridge, nema fyrir bakvegg eða gaflhæð hússins. Það var hátt og áberandi og var þakið hulið vafningsviði eins og allir veggirnir. Á þeim enda hússins var enginn gluggi, strompur eða stallar. Það eina, sem á því var að sjá auk vafningsviðarins, var vindauga eða litlar dyr. Fyrirkomulagið á þeim dyrum var einkenni- legt. Sillan var þrjú eða fjögur fet upp frá grtmninum, og það var ekki gott að átta sig á í fljótu bili til hvers að slíkar dyr væru heppi- legar, þangað til að maður tók eftir skorningn- um í jörðinni fyrir neðan það, sem sýndu, að vögnum var ekið upp að því að utan og vörum, eða þá eitthvað annað rétt inn og út um það. Hurðin sýndist yfirleitt auglýsa sjálfa sig eins og lítið brot eða part af þrælahliðinu, fluttu á þennan stað. Að notkun þessa vindauga eða dyra var sjaldgæf mátti sjá af því, að gras- toppar voru látnir vaxa óáreittir í sprungum í sillunni. Þegar klukkan í turninum á fátækraheim- ilinu í suðvestur stræti vantaði fimm mínútur í þrjú, var bláum vagni með rauðum hjólum ekið fyrir endann á því stræti og upp að hliðinu á fátækrahúsinu. Joseph Poorgrass hringdi dyra- bjöllunni, og sá, sem til dyranna kom, sagði honum að fara með vagninn að háu dyrunum á bakhlið hússins og bakka vagninum upp að þeim. Svo var þeim dyrum lokið upp að innan og fábrotin álmviðarlíkkista sett út í þær, sem að tveir menn tóku og settu niður í miðjan vagninn. Annar maðurinn tók krítarmola upp úr vasa sínum og skrifaði nafn þeirrar látnu á- samt nokkrum orðum á kistulokið (þeir gjöra þetta á mannúðlegri hátt nú, og leggja til skjöld) svo breiddi hann svart klæði, slitið en þokkalegt, yfir allt saman, endaborðið var látið á sinn stað; annar maðurinn afhenti Poorgrass greftr- unarskírteini, og svo fóru þeir báðir inn um sömu dyrnar aftur og létu þær aftur á eftir sér. Sambandi þeirra við hana, þó stillt væri, var lokið. Joseph raðaði svo blómunum og viðar- greinunum á og í kringum kistuna, eins og að honum hafði verið uppálagt, þangað til að erfitt var að sjá hvað í vagninum var; svo smellti hann 1 keyri sínu og hestur og líkvagn, sem að ekki var ógeðþekkur, fór hægt og gætilega af stað ofan hæðina áleiðis til Weatherbury. Það var farið að líða á eftirmiðdaginn og þegar að hann leit til vinstri handar, þar sem að hann gekk við hliðina á vagninum, sá hann einkennilega þokubólstra læðast eftir hæð- unum, sem að lukust um sjóndeildarhring hans. Þeir voru fyrst litlir en stækkuðu fljótt og teygðu sig eins og eldtungur ofan eftir hæðun- um yfir keldurnar í dalnum og árbakkana, svo breiddu þeir sig um allt loftið og um það leyti, sem Porograss kom til Yalbury-skóginum, sem var mikill og þéttur, hafði hún ekki aðeins náð honum heldur vafið sig um hann, líkið, vagninn og hestinn. Þetta var fyrsta haustþokan. Loftið var orðið bjksvart. Það sást ekki lengur grisja í vagninn né heldur ækið, sem að á honum var. Maðurinn og það var falið í einmanalegri eyði- þoku. Það var ekki hægt að greina neina loft- hreyfingu. Enginn regndropi sjáanlegur féll á beyki-, birki- eða grenitrén, sem að uxu beggja megin við veginn, og stóðu þar eins og þau væru að bíða eftir vindsvala til að hreyfa blöð sín. Óvanaleg þögn hvíldi yfir öllu — svo algjör, að hreyfingar vagnhjólanna á veginum létu eins og hávaði í eyrum; og smáhljóð eða hreyfing, sem vanalega vakti enga eftirtekt, heyrðist nú glöggt og greinilega. Joseph Poorgrass leit á hið sorglega æki sitt, sem aðeins sást bóla á undir blómunum og viðargreinunum, svo á þokuna, sem luktist um hann og á trén beggja vegin við sig, sem að hann sá þó óglöggt, og voru þau draugaleg í grá- þokubúningi sínum. Hann var allt annað en kátur, og óskaði í huga sér, að hann hefði ein- hverja samfylgd, þó að það væri ekki nema barn — eða hundur. Hann stöðvaði hestinn og hlustaði. Það heyrðist ekkert fótatak eð hjóla- skrölt nokkurs staðar; það eina sem rauf þögn- ina var, að eitthvað datt úr limi á tré og lenti með nokkrum hlunk á kistunni hennar vesal- ings Fanny. Það hafði svo mikill þokuraki sest á lauf trjánna, og þetta var fyrsti vatnsdrop- inn, sem féll. Tómahljóð, sem Joseph heyrði minnti hann átakanlega á hinn óvægna og grimma sláttumann dauðans. Svo féllu drop- arnir hver á eftir öðrum ofan á dáin laufin, brautina og ferðamanninn. Greinarnar á næstu trjánum voru faldaðar gráleitri umgjörð, sem líktist fölleitri andlitsmynd gamals manns — og brúnrauðu laufin á beykitrjánum voru al- sett sams konar dropum, sem blikuðu eins og demantar í brúnu hári. í smábæ, sem hét Roytown, og var hinu megin við þennan skóg, stóð gamla veitingar- húsið “Bucks Head”, hér um bil hálfa aðra mílu frá Weatherbury. Á meðan að “Stage Coach”-ferðirnar stóðu sem hæst, var ávalt skipt um hesta þar. Það var nú búið að rífa flestar útibyggingarnar, svo að þar stóð fátt húsa nema veitingahúsið sjálft, sem að stóð spölkorn frá veginum, en gaf til kynna þeim, sem um veginn fóru, stað sinn með skilti, sem að fest var á tré við veginn. Ferðafólk sagði stundum, þegar það leit þetta auglýsingatré, að listamenn væru vanir að auglýsa list sína þannig hagnandi, en að það sjálft hefði aldrei séð auglýsingaskilti x eins góðu standi bg einmitt þetta. Það var ekki langt frá þessu tré, þar sem að vagn sá hafði staðið við, þegar að Gabríel Oak skreið upp í hann á fyrstu ferð sinni til Weatherbury, en sökum dimmu varð hann hvorki var við skiltið eða veitingahúsið.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.