Lögberg - 04.09.1952, Side 7

Lögberg - 04.09.1952, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952 7 MINNINGARORÐ: Svanberg „En insta hræring hugar míns hún hverfa skal til upphafs síns sem báran endurheimt í hafið“ E. B. Hann var fæddur að Dæli í Svafaðardal í Eyjafjarðarsýslu 2. febrúar 1880. Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson bónda Sig- urðssonar á Þverá í Svarfaðar- dal, en síðar spítahaldara á Möðrufelli. Kona Sigfúsar en móðir Svanbergs var Björg Jóns dóttir bónda á Þverá í Skíðadal. Stóðu að þeim hjónum báðum styrkar ættir og dugandi fólk. Voru foreldrar hans atorkusöm og lögðu fram óskifta krafta sína 1 lífs baráttunni. Þau fluttu vest ur um haf 1883, settust að í Nýja íslandi, dvöldu um hríð í Hnausabygð, en námu síðar land í Geysis-bygð og nefndu Blómst urvelli og bjuggu þar til dauða- dags. Þeim varð 13 barna auðið, var Svanberg meðal yngri barna þeirra. Hann fóstraðist upp um hríð í bernsku hjá Sigursteini bónda Halldórssyni og Sigríði Jónsdóttir konu hans á Nýja-bæ, í Hnausabygð. Af systkinum hans eru nú tvær systur á lífi: Sumarrós ,búsett í Winnipeg, og Mrs. Indiana Kristinnson, í Geys isbygð. Nöfn látinna systkina hans sem náðu þroska aldri eru: Jóhann, Jóhannes, Thorey, Odd- ný, Mrs. Friðfinnur Sigurðsson, Signý, Mrs. Thorsteinsson, Svan björg, Mrs. Sigurmundi Sigurðs son. — Svanberg vann heimili foreldra sinna og varð þeim snemma mikil hjálp. Á yngri ár- um stundaði hann fiskiveiðar á vetrum á Winnipeg-vatni, og var fengsæll fiskimaður, en það einkendi hann í hverju verki sem hann tók sér fyrir hendur. Árið 1913 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu Áslaugu Ein- arsdóttir Markússonar, h i n n i mætustu konu. Börn þeirra eru: Sigfússon Jónína — Mrs. Ólafur Gísla- son, er búa á Blómsturvöllum. Látin börn Blómsturvallahjón anna eru: Viola, d. 1929, tveggja ára. Guðmundur Magnús, d. 7. marz, 1930. Victor Jóhannes, d. 1943, báðir síðarnefndir á ungþroska aldri, efnilegir og einkar mannvænleg ir piltar. Barnabörnin eru 11 að tölu. Svanberg andaðist að heimili sínu þann 14. maí, kl. 9 árdegis. Hann hafði verið all-lengi lasinn s.l. vetur, en hafði náð sér að mestu; en varð veikur á ný, og andaðist eftir fimm daga rúm- legu ,sem að ofan er getið. M e ð Svanbergi b ó n d a á Blómsturvöllum er styrkur og einkar íslenzkur maður 1 hugsun og skapgerð genginn grafarveg. Hann var uppalinn á land* náms tímabilinu við mjög-svo- takmarkaða skólagöngu og lítil skilyrði til menntunar, en var maður vel greindur og fróð- leiksfús; viðlesinn, einkum á það sem íslenzkt var, og heimili hans jafnan mjög íslenzkt að anda og hugsunarhætti; ávalt lét hann sér umhugað um að börn þeirra hjóna sem öll eru vel gefin og mannvænleg, næðu sem beztri menntun, mun hann sjálfur sárt saknað hafa þess, er hann fór á mis við í þeim efnum. Hann hafði frá barnæsku bor- ið hita og þunga landnemalífs- ins, eins og allur fjöldi eldri kvenna og manna, vor á meðal hin fyrsta kynslóð uppalin hér vestra. Hann þekti baráttu þess, á stóru heimili foreldra sinna, en síðar í eigin framsókn með stórann hóp barna til fram- færslu. Það mun mega fullyrða að hann átti sigursæla framsókn í efnalegu tilliti, og bar margt til þess. Hann var hvorttveggja í senn, ágætur framkvæmda maður, duglegur og ósérhlífinn, hagsýnn og praktiskur í fjár- málum; kunni vel á efnum að halda og varð snemma efnalega sjálfstæður. Hann var studdur í ævibaráttunni af stiltri og á- gætri eiginkonu, er var honum hagkvæmur og frábær sam- verkamaður, í blíðu og stríðu, en stærst er mest á reyndi. Og mikillar gleði nutu þau af mannvænlegum og vel gefnum börnum sínum. En dauðinn lagði oft leið sína á Blómstur- vallaheimilið. Á tiltölulega fá- um árum voru 3 börn þeirra, hvert öðru efnilegra burt köll- uð; ljúf lítil dóttir í fyrstu bernsku, en síðar tveir mann- vænlegir synir, á blóma aldri ungþroska ára. — Engir, utan þeir einir, er reynt hafa, fá slíka eldvígslu að fullu skilið; enda gekk hún harla nærri for- eldrunum, ef til vill enn þyngri sökum þess að hún var borin með þögulli ró, og átti lítt útrás í umtali eða tárum á almanna- færi; var hulin fyrir mönnum, en leitaði inn; og var því þung- bærri. Mun trúin á föður for- sjón Guðs hafa reynst þeim hag- kvæm hjálp. Svanberg var mikill tilfinn- ingarmaður, einn í hópi þeirra manna, sem gat ekki opinberað öðrum það er þyngst lá á hjarta, og þess vegna ekki notið þeirrar sefjunar, sem að hreinskilin sam úð annara manna stundum veit- ir. Að dæmi íslenzkra forn- manna klæddi hann sig stund- um kulda hjúp hið ytra, til að leyna aðra því er sárast að- þrengdi — en hann gat ekki þol- að að um væri rætt. Slíkum mönunm verða hin þungu að- köst lífsins lítt þolanleg. 1 ýmsum málum sveitarfélgas síns tók hann virkan þátt, eink- um þeim er til praktískra fram- fara stefndu. Um 12 ár var hann meðstjórnandi Verzlunarfélags bænda í Árborg. Hann sat í skólanefnd Geysis-skólahéraðs- ins um 9 ár. Vegaverkaumsjón hafði hann með höndum í nærri tvo tugi ára; þótti hagsýnn í verkum og verkstjórn og ó- hræddur að taka til með sam- verkamönnum sínum.—Jóhann, eldri bróðir Svanbergs var sam- verkamaður hans og starfsfélagi alla búskapartíð hans. Af því að láts Jóhanns hefir ekki opinber- lega verið getið, skal hans hér minnst með fáum orðum. Hann var fæddur 1865, og var því 15 árum eldri en Svanberg. Kyrr- látur maður, dyggur og trúr, er vann með skyldurækni öll sín verk, og einkum ættfólki sínu og öllu skylduliði bróður síns, og hafði verið þeim öllum hugum- kær samverkamaður. Jóhann andaðist 21. júní, 1950, þá 85 ára og var jarðsunginn af séra B. A. Bjarnasyni, er þá var þjónandi sóknarprestur umhverfisins. Eins og að hefir verið vikið, bar Svanberg á Blómsturvöllum mörg áberandi einkenni er jafn- an hafa sérkent íslenzka menn: fáorður að jafnaði og fastur í lund, og mun oft hafa háð innri baráttu, er fáir um vissu. Met hans á mönnum og málefnum sjálfstætt, aldrei hefðbundið og fór ekki almannaleiðir. Hann var einkar tryggur vinur þeim er hann festi trygðir við; hjúlp- fús við þá er bágt áttu og rétti oft hjálparhönd á kyrrlátan hátt — án þess að hann gerði sér far um að auglýsa eða láta á því bera.y Gott var að koma á heimili hjónanna á Blómsturvöllum, áttu vinir og kunningjar þar góðar stundir og fyrirgreiðslu ef þess var þörf. Útförin fór fram þann 17. maí frá heimilinu og Geysiskirkju; börn hins látna, utan dóttir er í California býr, voru viðstödd ásamt ástvinaliði og afkomend- um, frændfólki og fjölmennum hópi samferðafólks. Vorgróður og hlýindi voru í lofti — er minnti á sumarlöndin eilífu sem að ástvinurinn hafði verið kallaður til. Sá er línur þessar ritar mælti kveðjuorð. S. ÓLAFSSON Einar Ingiberg — er vinnur í þjónustu námufélags í Steep Rock Lake, Ont. kvæntur Ednu Louise Charboneau. Clara Rósbjörg — Mrs. Eken- berg, í Portola, California. Svanlaug—kennari að mennt- un, gift Thorsteini Eyjólfssyni, Riverfon, Manitoba. Sigfús Björgvin — efnafræð- ingur, í þjónustu C.I.L. félags- ins, búsettur í McMasterville, Quebec, kvæntur Carol Mason. Sparið peninga! Sparið meira en hálf útgjöld við reykingar! Vélvefjið vindlinga yðar með CIGARETTE MAKER 5 i EINU! NotitS STANDABD N®A WETPROOI' * VINDLINGA PAPPIR 200 I4c vindlingar HEIMSÆKIÐ NÆSTU TÓBAKSBOÐ mwMmtaMi Brezkt blað sakar íslendinga um landhelgisbrot Segir Suðuresjamenn krefjasi enn siæri landhelgi og iogveiðar þegar siundaðar innan nýju landhelgislínunnar Seint í síðastliðrium mánuði birti brezka fiskveiðatímaritið Fishing News svohljóðandi fyrir sögn yfir þvera forsíðuna: Dis- turbing Rumours from Iceland — eða, lauslega útlagt. Truflandi sögusagnir frá Islandi. í forustugrein, sem á eftir fer, segir ,að brezkir togaraskipstjór ar flytji þær fréttir heim, að Suðurnesjamenn séu þegar farn ir að krefjast enn meiri útfærzlu landhelginnar og íslendingar séu þegar farnir að veiða með botnvörpu. á því svæði, sem bannað hafi verið skipum allra þjóða með nýju landhelgisreglu- gerðinni. Ritstjórnargrein þessi er á þessa leið í lauslegri þýðingu: — Skipstjórar, sem nýlega eru komnir heim til Hull og Grims- by skýra svo frá, að þeir hafi heyrt í útvarpinu íslenzka frá- sögn af því, að íslenzkir grunn- miðafiskimenn héldu fast fram kröfum um að svæðið frá stað, sem er fjórar mílur frá yztu skerjum Eldeyjarboða til staðar fjórar mílur undan Stálbergi, verði lokað. Og þeir vilja að er- lendum skipum verði bannað að veiða á svæði innan línu frá Eld- eyjarboða til Vestmannaeyja. Flestir þeir fiskimenn, sem krefj ast þessarar útfærzlu eiga heima á strönd Reykjanesskagans. — Ég hef (segir ritstj. Fishing News) rannsakað gaumgæfilega fregnir þessar og hef komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé rétt að hafna þeim sem óraunhæfum söguburði. Það er svo langt frá því að ísland hafi komið á sam- komulagi vdð brezku útgerðina að líklegra er að innan tíðar verði brezkum skipum bannað að veiða á öllum (leturbr. brezka blaðsins) beztu fiskimiðunum. Enn segir ritstj. Fishing News — Til þess að gera málið enn verra viðfangs, er svo það, að ýmsir brezkir skipstjórar halda fast við þá fullyrðingu, að íslend ingar séu þegar farnir að stunda togveiðar á því svæði, sem bann- að er togurum allra þjóða. Mér þykir ekki fýsilegt að taka þess- ar fregnir sem góða og gilda vöru án frekari sannana — af- leiðingarnar eru of skaðlegar til þess að hægt sé að staðfesta þær af frásögn nokkurra skipstjóra — en jáfnfráleitt er að láta sem þessar sögusagnir séu ekki til. Ef brezka ríkisstjórnin getur sannað, að íslendingar stundi togveiðar innan hins friðlýsta svæðis, verður það til þess að styrkja mjög málstað Breta ef— og þegar—málið verður lagt fyr- ir alþjóðadómstólinn í Haag . . . í lok greinarinnar sendir rit- stjórinn svo þeim brezkum þing mönnum kveðju, sem hafa leyft sér að nefna að íslendingar vinni að því að vernda fiskistofn sinn, og spyr hvort þeir herrar haldi, að fiskurinn syndi með vegabréf og vísaáritun. „Ef nokkur vara er í raun og sannleika alþjóðleg, er þ að uppskera hafsins," segir hann að lokum. I grein þessari er þannig á mál um haldið, að ærin ástæða virð- ist til þess að af íslands hálfu sé slíkum skrifum mótmælt. Að- dróttanir blaðsins eru í senn ó- geðfelldar, ósannar og ókurteis- íegar. Og ekki launa brezkir tog- araskipstjórar laklega margs konar fyrirgreiðslu, er þeir hafa notið og njóta hér við land, er þeir bera slíkar sögur heim og þylja þær fyrir tortryggna og hvatvísa ritstjóra. DAGUR, 16 júlí Lofsöngur til vorsins Hér er sól og sunnariblœr, seiðmagn vorsins blóma. Lækur hjalar, lindin hlær, Ijómar himinhvelfing tær. Dýrðlegt er að hlusta á lífsins hljóma. Allt sem lifir öðlast þrótt, œskan rís á fœtur, byrjar söng, en lilustar hljótt hlýja og bjarta júnínótt. Gleðitárum blómagrundin grætur. Fræ sem áður úti kól er nú rós á beði. Alheimsnáðar svífur sól, frá suðurskauti að norðurpól, þerrar tár og vekur von og gleði. Eina hjartans ósk ég á, — ef ég mætti kjósa: að mannleg hjörtu mættu slá meira í takt við lífsins þrá, í friðaranda vorsins rauðu rósa. SIGURÐUR J. PÉTURSSON Það eru góð meðmæli vestra að vero of íslenzkum ættum Rabbað við W. M. Benidickson, fulllrúa Kanada við embæltis- töku forseta, og föður hans, sem fór vestur 14 ára gamall í gær h a f ð i tíðindamaður blaðsins tal af William Beni- dickson og föður hans Krist- jáni Benidickson, en þessir Vestur-Islendingar e r u n ú staddir hér á landi. William M. Benidickson mun yerða viðstaddur embættistöku Ás- geirs Ásgeirssonar forseta í dag, sem fulltrúi Kanada. William M. Benidickson er einn af þingmönnum Kanada þings og má þeð vera okkur ís- lendingum gleðiefni, að maður af íslenzkum ættum skuli vera fulltrúi erlendrar stórþjóðar við þetta tækifæri. Fór ungur vestur Kristján Benidickson er fædd- ur að Úlfsstöðum í Blönduhlið í Skagafirði, og var faðir hans um tíma póstur á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Ungur missti Kristján foreldra sína, með stuttu millibili og fjórtán ára gamall fór hann til Vestur heims og hefir dvalið þar síðan. Hann er nú sjötíu og fjögurra ára gamall og hefir ekki komið hingað þau sextíu ár, sem hann hefir dvalið vestra. Saga þrautseigju er dugnaðar Að fara sem ungur einstæð- ingsplitur í aðra heimsálfu og setjast þar að, er afrek, sem öll- um er ekki hent. Að komast vel til manns er út af fyrir sig táknrænt fyrir alla þá íslend- inga, sem vestur fóru. Saga vest urfaranna er sagt þrautseigju og dugnaðar, og er Kristján Beni- dickson sannur fulltrúi þeirra. Hafa Islendingar vakið á sér traust, hvarvetna vestan hafs og ef þeir eru spurðir, hvaðan þeir séu, þá er svarið á einn veg: „Ég er íslendingu r.“ Sýnir það glöggt, hverjum böndum þeir eru bundnir þessu landi. Heimsækja Skagafjörð „Það er dásamlegt, hve fram- farirnar hafa verið miklar hér á landi,“ sagði Kristján, „maður á bágt með að trúa, hve allt hefir breytzt.“ Þeir feðgar sögðust hafa í huga að heimsækja Skaga fjörð um helgina, en þeir munu aðeins dvelja í tíu daga hér á landi. Hefir komið hér áður William M. Benidickson kom hingað á stríðsárunum og dvaldi þá hér í nokkrar vikur. Árið 1945 var hann kosinn á þing og endurkosinn árið 1949. Hann er nú aðstoðarmaður samgöngu- málaráðherra og hefir aflað sér mikilla vinsælda. Nýr sendiherra vænlanlegur Orðrómur hefir gengið um það, að nýr sendiherra Kanada sé væntanlegur og mun hann verða sendiherra í Noregi og Is- landi samtímis. Það sem einkum er eftirtektarvert við þessa út- nefningu, er að til greina hefir komið á g æ t u r íslandsvinur, Watkins að nafni, sem hefir ver- ið háskólakennari í Manitoba og kennt þar m. a. dönsku og ís- lenzku, hefir hann og kennt mörgum íslendingum, sem dval- ið hafa vestra við nám. — TÍMINN 1. ágúst Wedding Announcements The following weddipgs have been conducted by the Rev. H. S. Sigmar during the month of Áugust, 1952: Norman Cosnett of the R. C. A. F. Station was married in the Gimli Lutheran Church to Joyce Gwendolyn Arnold of Gimli on August 2nd. Mr. P. J. Charles and Miss Mildred Sigurdson were attendants. A rgception followed in the Parish Hall. The bride’s mother is of Icelandic parentage. Ralph Eyjólfur Thompson and Milly Bertha Hildebrand were married in the Langruth Luth- eran Church, August 5th. Wit- nesses were Stanley Thompson and Ruth Hildebrand. A recept- ion followed in the bride’s par- ental home, northeast of the town of Langruth. Saturady August 9th, James Julien of Montreal and Gerður Hansína Narfason of Gimli were wed in an afternoon ceremony at the Gimli Lutheran Church. Witnesses were the bride’s brother and sister, Mr. Óli Narfason and Miss Sigurlína Narfason. A reception followed at the bride’s parental home in the Minerva district. Two weddings were con- ducted on the 16th of August. The first was an afternoon cere- mony at the First Lutheran Church, Winnipeg when Miss Júlíanna Björnsson of Riverton was married to Mr. Lawrence Kirby of Winnipeg. A reception followed in the St. Regis Hotel. Harold Bjornson and Audrey Arbuthnott, witnesses. An even- ing wedding was conducted in the Gimli Parsonage when Miss Mildred Viola Nelson of Winni- peg and Mr. Jacob Jacobson, Jr. of Gimli were married. Best- man was Walter Josephson, while the bridesmaid was Marjorie Magnússon. A reception was given at the home of Mr. and Mrs. Gísli Benson, following the ceremony. Four weddings were per- formed on August 23rd. At 2:30 p.m. the Gimli Lutheran Church was scene of a ceremony at which time Mr. John Thorsteinn Howardson of Gimli was mar- ried to Miss Elizabeth Kelner of Winnipeg B e a c h. Witnesses were Arvid Jorgenson of Port Arthur, Ont., and Evelyn Quig- ley of Winnipeg. A reception followed in the Parish Hall. Framhald á bls. 8 OPPORTUNITY CALUS * In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing* from year to year. Commence Your Business Training Immcdiately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE„ WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.