Lögberg - 04.09.1952, Síða 8
/
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. SEPTEMBER, 1952
Úr borg og bygð
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Sími 36 603
Miss Ruth BárdaL
5 — 54 Donald St.
Sírni 929 037
☆
— ÞAKKARORÐ —
Við undirrituð viljum votta
hjartanlegar þakkir öllum þeim
er tóku þátt í kveðjusamsætinu,
sem okkur var haldið í sam-
komuhúsinu á Gimli á fimmtu-
daginn var, 28. ágúst: Þjóðrækn-
isdeildinni á Gimli, Elliheimil-
inu Betel og fjölda vina á Gimli
og þar í grend. Við þökkum öll-
um þessum kæru vinum fyrir
fögru orðin, gjafirnar og alla
góðvild. Við munum lengi geyma
minninguna um þessa yndislegu
kvöldstund.
Sylvia og Oli Kardal
☆
Kæri rilsijóri:
Mig langar svo mikið að biðja
þig að koma mér í bréfasam-
band við Vestur-íslending á
aldrinum 20 til 30 ára. Helzt vildi
ég að hann (eða hún) skrifaði á
íslenzku, annars bara á ensku.
Með fyrirfram þökk og kveðju
til allra Vestur-íslendinga og
ósk um góða framtíð.
Lóa Jónsdóttir
Árbæ, Holtum, _
Rangárvallasýslu, Island
☆ '
Dánarfregn —
Fyrir skömmu lézt að John-
son’s Memorial Hospital, Gimli,
Man., Magnús Paul Olson, bóndi
við Camp Morton, Man. Hann
var 60 ára að aldri, sonur Péturs
Eyjólfssonar Olson og Sigur-
bjargar konu hans, er snemma á
tímum komu frá Norður Dakota
og settust að í Höfn, suður af
Camp Morton, bæði látin fyrir
allmörgum árum. Systir Magn-
úsar heitins á lífi er Mrs. Júlíus
Sigurður í Camp Morton.
Magnús er syrgður af eigin-
konu sinni, Mrs. Francis Olson
og sonum og dætrum:
Gladys, Mrs. Thos. Feeny,
Winnipeg; Margaret, Mrs. Cope-
land, Flin Flon; Emil, Lynn
Lake; Raymond, Riverton; Ho-
ward, Cran Brook, B.C.
Útförin fór fram frá kirkju
Gimlisafnaðar á Gimli. Séra Sig-
urður Ólafsson jarðsöng í fjar-
veru sóknarprests, þann 30.
ágúst.
☆
Gefin voru saman í hjónaband
í kirkju Bræðrasafnaðar í River-
ton, þann 27. ágúst, Ingimar Sig-
valdason, Árborg, Man., og
Thorstína Doreen May Magnús-
son, Riverton, Man. Vitni að
giftingunni voru: Mrs. Alice
Soffia Whiteway og Bjarni S.
Sigvaldason. Að giftingunni af-
staðinni var veizla setin í River-
ton Hall. Séra Sigurður Ólafsson
gifti.
☆
Veglegi brúðkaup í Minneapolis
Síðastliðna viku brá Mrs. V. J.
Eylands sér til Minneapolis, og
dvaldi þar í nokkra daga hjá
frændfólki sínu. Tilefnið var
gifting næst yngstu dóttur þeirra
Mr. og Mrs. O. S. Freeman; Mr.
Freeman, fyrrum bankastjóri í
Bottineau, N. D., er nú látinn,
en fjölskyldan fluttist síðar til
Minneapolis. Hin unga brúður
heitir Olive Sigrid, en brúðgum-
inn John Tomlinson, bifreiða-
kaupmaður, frá Morris, Minn., og
verður framtíðarheimili þeirra
þar í bæ. Hjónavígslan fór fram
í svonefndri Diamond Lake
Lutheran Church, laugardaginn
23. ágúst, að viðstöddum stórum
hóp ættingja og vina. Norma
Freeman, systir brúðarinnar, var
brúðarmær, en bróðir brúðgum-
ans brúðarsveinn. Hillard Free-
man, frá Morris, Minn., bróðir
brúðarinnar, leiddi systur sína
inn kirkjugólfið, en dyraverðir
voru tengdabræður hennar, Jack
Franke frá Minneapolis og
Robert Sigurdson frá Bottineau,
North Dakota.
Að afstaðinni hjónavígslunni
fór fram fjölmenn veizla á rík-
mannlegu heimili þeirra Mr. og
Mrs. Stefán Freeman; er Stefán
bróðir brúðarinnar, iðjuhöldur í
Minneapolis og dugnaðarmaður
mikill. Ungu hjónin verja hveiti-
brauðsdögunum í norður hluta
Minnesota ríkisins.
☆
Miss Stefanía Eydal, starfs-
stúlka hjá The Columbia Press
Limited, lagði af stað á þriðju-
daginn í skemmtiferð suður til
Grand Forks, N.D., þar sem hún
dvelur í nokkra daga.
☆
Mr. Ragnar Rasmusen mál-
arameistari, einn þeirra manna,
er lentu 1 flugslysinu við River-
ton, sem getið var um hér í blað-
inu í fyrri viku, biður Lögberg
að flytja Rivertonbúum innileg-
ar þakkir fyrir nærgætni þeirra
og alúð í tilefni af atburðinum;
einkum þakkar hann þó sérstak-
lega Mr. S. V. Sigurðssyni
bæjarstjóra í Riverton skjóta og
ánægjulega fyrirgreiðslu.
☆
Félagig VIKING CLUB efnir
til “Smorgasbord”-máltíðar og
dansleiks í Vasalund, Charles-
wood, á laugardagskvöldið þann
6. þ. m., kl. 6.30 e. h. Aðgöngu-
miðar $2.25 fyrir manninn; mið-
ana má panta hjá Mrs. Mörtu
Norlen, 288 Beverley Street, sími
33-962, eða A. J. Bjornson, Ste.
1—C. Fort Garry Crt., sími
924-758. Fólk verður að útvega
sér aðgöngumiða eigi síðar en á
hádegi á fimtudaginn þann
4. þ.m.
☆
Hlýíur verðlaun á blóma- og
ávaxtasýningu
Winnipeg Horticultural félag-
ið hélt sína árlegu sýningu síðast
liðna viku og var hún opnuð
formlega af Hon. S. C. Bell, land-
búnaðarráðherra fylkisins.
Mrs. J. Walter Jóhannsson frá
Pine Falls vann önnur verðlaun
fyrir rósir úr garði sínum og
fyrstu verðlaun fyrir plums.
☆
Búendur á Gimli hafa nýlega
stofnað félag í þeim tilgangi að
fegra og viðhalda grafreitnum
þar; eru um 150 manns í félag-
inu; Mr. Harold Bjarnason er
gjaldkeri og skrifari félagsins.
☆
Þeir bræður Wilfrid og Ernest
Brynjólfsson frá Chicago hafa
dvalið hér í borginni um hríð í
heimsókn til ættmenna sinna og
annara vina.
Nýlega er komin heim úr
tveggja mánaðaferð vestan af
Kyrrahafsströnd frú Sigríður
Árnason. Hún heimsótti fyrst
Dr. og Mrs. Haugen, Armstrong,
B.C., síðan systurdóttur sína,
Grace, Mrs. Eliot Love, í Kel-
owna, B.C., og dvaldi hjá henni
í tvær vikur; þá heimsótti hún
Mr. og Mrs. Archie Orr í Van-
couver og marga vini sína á
Ströndinni, var meðal annars í
gullbrúðkaupi þeirra séra Al-
berts E. Kristjánssonar og konu
hanS, og á íslendingadeginum í
Blaine. Næst fór hún til Victoria
í heimsókn til Lawrence Thomp-
sen, en þau eru systrabörn;
þaðan sigldi hún til Seattle og
dvaldi hjá Mr. og Mrs. Jónatan
Johnson, og sótti íslendingadag-
inn við Silver Lake, síðan fór
hún aftur norður með Strönd-
inni og þaðan til Calgary í heim-
sókn til tegndabróður síns
Eggerts Árnasonar, er hún hafði
ekki hitt í 26 ár og var það
fagnaðarfundur eins og reyndar
með öllum skyldmennum og vin-
um hennar þar vestra; sagði hún
að gestrisni þeirra og góðvild
yrði sér ógleymanleg.
☆
Frú Kristjana Steinunn Ste-
fánsson, 79 ára að aldri, lézt á
Johnson Memorial spítalanum á
Gimli, laugardaginn 30. ágúst.
Hún var fædd á Húsavík á Is-
landi og fluttist til þessa lands
1889. Hún dvaldi í Winnipeg þar
til hún fluttist með manni sín-
um til Lundarbyggðar og nam
þar land; þar bjuggu þau þar
til ársins 1930, en fluttust þá til
Gimli. Ásamt eiginmanni sínum,
Stoney, lætur hún eftir sig
þrjá bræður, séra Albert E.
Kristjánsson, Blaine, Wash.; Sig-
trygg og Hannes Kristjánsson
á Gimli, ennfremur eina systur,
Mrs. F. Jones. Útförin fer fram
frá Clark Leatherdale útfarar-
stofunni í dag, 4. sept., jarðað
verður í Brookside grafreitnum.
☆
Miss Veiga Sigurdson, sem í
allmörg ár hefir átt heima 1 Cali-
fornia, dvelur hér í borginni um
þessar mundir í heimsókn til
ættmenna og vina, en einkum
vegna Jóns bróður síns, bónda
frá Eriksdale, sem nú liggur hér
veikur á sjúkrahúsi.
☆
Látinn er nýlega hér í borg-
inni Gunnlaugur Jóhannesson
Wedding Announcements
Framhald af bls. 7
At 4 p.m. in the Riverton Luth-
eran Church, Lillian Bernice
Jónasson was married to Mr.
Kristinn Níls Thorarinsson, re-
cently from Iceland. Witnesses
were Skapti Friðfinnsson and
Shirley Anne Jónasson. The
bride’s parents, or Riverton,
gave a reception following.
At 7:30 p.m. in the Gimli Luth-
eran Church, Robert Wallis
Davison of Chilliawak, B.C. and
Margaret Doreen Jones of Gimli
were married, with the bride’s
sister Lucille as bridesmaid and
Gavrose as Junior bridesmaid
and her brother, Roland Jones,
Jr. as bestman. A reception fol-
lowed in the Parish Hall.
At 8 p.m. Robert William Ren-
nie of Gull Lake, ■ Sask., and
Helga Finnson of Hnausa, Man.,
were married in the Gimli Par-
sonage with bride’s twinsister,
Thorunn, as maid of honor and
the bridegroom’s brother, James,
as bestman. At 9:30 that even-
ing a reception was held in the
Hnausa Community Hall.
Not previously reported to
this paper was a wedding con-
ducted by Pastor Sigmar in the
Geysir Lutheran Church on July
19th when Marvin Eilif Skreslet
of St James, Manitoba, was mar-
ried to Miss Jónína Doris Wold.
Witnesses were Roy R. Elford
and Miss Gladys Wold. A re-
ception was given in the Geysir
Community Hall, following the
service.
Freeman, níræður að aldri, lengi
búsettur í Selkirk og fiskimaður
við Winnipegvatn, góður þegn
og gildur. Hann lætur eftir sig
tvær dætur, Mrs. H. Skaptason
og Mrs. C. Goodman. Útförin
fór fram í Selkirk, séra Sigurður
Ólafsson jarðsöng.
☆
Mrs. Carl Grahn frá Hnausa,
Man., var í borginni síðastliðna
viku.
☆
Miss Snjólaug Sigurdson,
píanóleikari, er dvalið hefir hjá
móður sinni, Mrs. S. Sigurdson
á Banning Street, í sumar, fór
aftur suður til New York þessa
viku.
☆
Mrs. Louise Gudmunds frá
California hefir dvalið í borg-
inni nokkrar undanfarar vikur;
hefir hún verið að vitja foreldra
sinna, Mr. og Mrs. Nikulás Otte-
son, en þau eru nú bæði allfarin
að heilsu. Mrs. Gudmunds held-
ur heimleiðis innan skamms.
☆
Friðrik Kristjánsson bygg-
ingarmeistari, sem áður átti
heima að 126 Ruby Street, er nú
fluttur að 122yz Garfield Street.
Sími 728 112.
Framhald af bls. 4
dagsins með því að festa minn-
ingartöflu úr kopar á elzta hús
bæjarins, húsið nr. 10 við Aðal-
stræti. Stendur á töflunni: —
Elzta hús Reykjavíkur, eitt af
húsum „innréttinga“ , Skúla
Magnússonar landfógeta, 1752.
Hús þetta er að ýmsu tengt sögu
landsins og bæjarins. Það var
smíðað fyrir innréttingarnar
1752, um skeið áttu það danskir
kaupmenn, síðar varð það bisk-
upsstofa, er Geir Vídalín biskup
fékk þar bústað, — þar átti Sig-
urður Pétursson skáld heima, og
þar bjó Jón Sigurðsson oft, er
hann sat á þingi. — Reykvík-
ingafélagið lætur sér annt um
sögu bæjarins og varðveizlu
fornra minja. Það hefir Árbæ í
sinni vörzlu og hefir látið gera
þar allmikið til viðhalds og
fegrunar, og leikur hugur á því,
að koma þar upp byggðasafni,
m. a. að láta flytja þangað gömul
og merk hús, þegar að því kemur
að þau þarf að flytja burt eða
rífa. — Fegrunarfélag Reykja-
víkur minntist afmælisdags bæj-
arins með því að úthluta verð-
launum fyrir bezt hirta og feg-
urstu skrúðgarðana í bænum,
og hlutu þau fyrstu verðlaun
Harald Faaberg og kona hans
Laufásvegi 66.
☆
Hinn 10. júlí s.l. lauk söfnun
undirskrifta til stuðnings beiðni
til forseta Islands um sakar-
uppgjöf til handa þeim mönnum,
sem dæmdir voru í hæztarétti
12. maí s.l. vegna atburðanna við
Alþingishúsið 30. marz 1949. —
Nefndinni bárust listar með
27.364 nöfnum.
☆
I Reykjavík er nú verið að
gera hringtorg, þar sem Suður-
gata og Hringbraut mætast, og
verður það annað hringaksturs-
torgið í Reykjavík, sem fullgert
er. ☆
Skipaútgerð rikisins og Ferða-
skrifstofa ríkisins hafa ákveðið
að efna til 19 til 20 daga orlofs-
ferðar með skipinu Heklu til
Spánar, og verður lengst dvalist
í San Sebestian. Auðveldara er
að fá gjaldeyri til Spánar en til
annarra landa. Áætlað er, að
leggja af stað frá Reykjavík 7.
eða 8. september og koma
þangað aftur 27. september.
☆
Guðmundi Einarssyni frá Mið-
dal hefir verið boðið að halda
sýningu á verkum sínum í Kon-
sthallen í Helsingfors, og sendir
hann þangað 112 málverk og 28
höggmyndir. I ráði er að sýning-
in verði haldin víðar, m. a.
Þýzkalandi.
☆
Samband sænsku samvinnu-
Miss Helga Agnes Sigurdson,
píanóleikari, er dvalið hefir í
sumar hjá foreldrum sínum, Mr.
og Mrs. Sigurbjörn Sigurdson,
Minto Street hér í borg, er ný-
farin til New íork, en systir
hennar, Louise, hjúkrunarkona,
er varð henni samferða norður,
fór nokkru fyrr til baka.
☆
Mr. Ásmundur Benson lög-
fræðingur frá Bottineau, North
Dakota, var staddur í borginni
ásamt frú sinni um síðustu
helgi; það er ávalt hressandi að
koma í nærveru við Mr. Benson,
þennan lífsglaða og hláturmilda
Austfirðing, sem öllum kemur
í gott skap; að þessu sinni átti
ritstjóri Lögbergs þess aðeins
kost, að skiptast á kveðjum við
Mr. Benson yfir símann.
☆
# Mr. Thorsteinn Bergmann frá
Vancouver, sem dvalið hefir í
sumar hjá dóttur sinni og tengda
syni, þeim Mr. og Mrs. Grímur
Magnússon í Geysisbygð í Nýja-
íslandi og eins hjá Jóni syni sín-
um og fjölskyldu hans í þessari
borg, er nú senn á förum vestur;
auk nánustu skyldmenna hefir
Mr. Bergmann heilsað upp á
fjölda annara vina hér um slóðir.
félaganna hefir boðið íslenzkum
rithöfund til þriggja vikna dval-
ar á námsheimili þess Vargard,
skammt frá Stokkhólmi, og er
þetta í annað skiptið sem sænska
sambandið býður íslenzkum rit-
höfundi til dvalar í Svíþjóð.
☆
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum hófst í Reykjavík í gær,
og eru keppendur milli 60 og 70
frá 15 félögum og félagasamtök-
um í Öllum landsfjórðungum. Nú
eru liðin 25 ár síðan fyrsta
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum var haldið.
íslenzka sveitin, sem keppir á
ólymípuskákmótinu í Ilelsing-
fors, lenti í C-flokki þar ásamt
Noregi, Brasilíu, Luxemburg,
Grikklandi, Sviss og Saar.
☆
Nýlega er lokið námskeiði, sem
Ljósmyndarafélag íslands efndi
til í Reykjavík og var þar kennd
taka og framköllun litmynda
með nýrri aðferð frá Afga, en
sú aðferð er miklu auðveldari
en þær, sem áður hafa tíðkast.
Kennari var Jörgen Justesen
skólastjóri ljósmyndadeildarinn-
ar við Teknologiskt Institut í
Kaupmannahöfn.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Evlands
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska klrkjan í Selkirk
Sunnud. 7. sept.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
• íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólaísson
Veglegt samsæti
Framhald af bls. 1
kvæmisstjóri heiðursgestunum
ferðatöskur að gjöf. Tóku þau
síðan bæði til máls og fluttu
fögur ávörp blandm hrifningu
og hjartnæmum pökkum. Að
síðustu tók Ólafur til óspiltra
málanna og söng hvert lagið
eftir annað, flest íslenzk. Það
duldist víst engum sem sá og
hlustaði á þau hjónin þetta
kvöld að þau búa bæði yfir
miklum listrænum hæfileikum,
og hafa náð þroska hvort á sínu
s v i ð i hljómlistarinnar; þ a u
munu þá heldur ekki fara leynt
með uppruna sinn, en reynast
góðir fulltrúar þjóðar sinnar
hvar sem þau fara.
K o n u r byggðarinnar báru
f r a m rausnarlegar veitingar.
Var nokkuð liðið á kvöldið er
staðið var upp frá borðum. En
allir voru þakklátir fyrir að
hafa átt tækifæri til þessa sam-
fundar með Óla og Sylvíu, og
hugheilar blessunaróskir sam-
sveitunga þeirra fylgja þeim.
Minningin um samsæti þetta,
gjafirnar og augýnilega góðvild,
mun verða þeim til uppörvunar
í vandasömu og erfiðu starfi
þeirra í framtíðinni.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK
Adjust the Combine for
Threshing Barley
Malting barley is one of the most difficult crops to
combine. The awns must be removed and the kernels
not broken or cracked and not skinned or even partly
peeled.
When starting to combine barley reduce the cylin-
der speed until the barley is not being peeled with a
concave clearance of about % inches. Adjust the wind
in both velocity and direction to keep the deck and
sieves clean so that there will be only a small return
to the cylinder. If necessary, tighten the grain and
return elevator conveyors and check the augers to de-
termine if they have proper cleárance.
As the day progresses, examine the threshed barley
from time to time and adjust the concave clearance. A
good plan is to carefully examine the grain each time
the grain is dumped into the truck. As the barley gets
dryer from morning until about 3 o’clock, the concave
can be lowered; as it gets tougher toward night, the
concave should be raised.
For Further Information White to
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE,
206 Grain Exchange Building, Winnipeg.
Twentieth in series of advertisements. Clip for scrap book.
This space contributed by
SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD.
MD-320
Frétfrir frá rókisútvarpi íslands