Lögberg - 11.09.1952, Side 7

Lögberg - 11.09.1952, Side 7
LÖGBERG, FIMTUÖAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952 7 Hugþekkar og snjallar endurminningar Eftir prófessor RICHARD BECK Eggert Stefánsson: LÍFIÐ OG ÉG, II. Útgefandi: ísafoldarprestsmiðja, Reykjavík 1952 Embættistaka forsetans var stílhrein og virðuleg athöfn Embættistaka forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, var stílhrein og fögur athöfn, laus við yfirborðslegt tildur, en mörkuð djúpri alvöru, eins og embættinu ber, og fór allt fram snurðulaust og að ákveðinni dagskrá, svo að auðséð var, að hún var vel undirbúin af hendi forseta- ritara og öðrum, er þar áttu hlut að máli. Hinir mörgu, sem lásu sér til óblandinnar ánægju fyrsta bind- ið af endurminningum Eggerts Stefánssonar, Lífið og ég, er út kom á vegum ísafoldarprent- smiðju í Reykjavík í fyrra, hafa vafalaust hlakkað til að fá í hendur framhaldið, en annað bindi endurminninga hins vin- sæla söngvara er nýlega komið út hjá sama útgáfufélagi. Má ó- hætt fullyrða, að þetta nýja bindi standi í engu hinu fyrsta að baki, nema síður sé, því þar fara saman hugþekkt efni og snjöll meðferð þess. Stíllinn er sem áður hraður og litbrigða- ríkur, en fastmótaðri, og frá- sögnin víða með miklum tilþrif- um. Bindið hefst með markvissri lýsingu á umróti því og hrörn- un, sem fylgdu í kjölfar heims- styrjaldarinnar fyrri, og þó eink- um með lýsingu á lífi og fram- tíðardraumum hinna mörgu söngvara, er, eins og höfundur- inn, dvöldu þá við söngnám í Mílano, og áttu sinn heim utan og ofan við umrót og rústir styrjaldarinnar, í heiðbjörtu og liiminháu ríki listarinnar. En þó söngvarinn íslenzki kynni vel að meta þetta listarinnar þrungna og fagra umhverfi sitt, og víðtæk áhrif þaðan, þagnar rödd ætt- jarðarinnar aldrei í brjósti hans og knýr hann til heimferðar á fornar slóðir; bezt er þeim djúp- stæðu tilfinningum hans samt lýst í orðum sjálfs hans: „Ég hef gengið í kringum sjálfan mig og leitað og ég finn, hve erfitt er að finna sjálfan sig .... En stundum kemur það, eins og utan að inn til manns, og maður sameinast því, sem er manns innsta og eiginlega sjálf — og fær frið .... Þegar ég ferðast um hina fögru staði ítalíu finn ég, og tek eftir, að ég er alltaf að gera samanburð, og þá brosi ég uppgerðarlaust og er ánægður. Þegar ég sit í járn- brautarlest og fer fram hjá Lago di Garda í Norður-ítalíu á leið til Venezia — Lago di Garda, sem stjörnumerki er við í Baedeker — ferðabókinni, sem þýðir fegursti eða fyrsta flokks staður — þá horfi ég á þetta undrafagra vatn — en ef ég loka augunum, sé ég Þingvallavatn — og er viss um, þrátt fyrir allt, að það stenzt samanburðinn al- gerlega — og það er mitt — og ég er glaður yfir, að það er engin stjarna við það, sem dregur gráð- uga ferðamenn frá öllum horn- um veraldar, er fylla landið, eins og hér, með ærslum nýfíkninn- ar, sleggjudómanna og yfirborðs- þekkingar hinnar líðandi stund- ar — á þvi, sem er djúpt og verulegt — og heilagt þeim, sem eiga .... Því meira, sem ég sé hér og því oftar, sem ég geri saman- burð, því betur sé ég, að hægt væri að fá heiminn til að upp- götva ísland — ef við vildum . . . Við sólglitrandi Miðjarðarhafið syndir Capri sem hnarreistur svanur — en mér finnst Vest- mannaeyjar standa sig betur, er sólin skín á hrikalega klettana, er standa móti hamslausum hnefahöggum Atlantshafsins. Og þær eru ekki síður aðdáunar- verðar í hinum voldugu sveifl- um mótsetninganna. — Einnig hinar mildu hæðir Toscanahéraðs, þar sem Firenze stendur og þar sem Arno líður gegnum hina söguríku borg •— einnig þessar mildu hæðir í morgunþokunni fá mig til að minnast Laxárdalsins og þing- eysku hæðanna þar í kring, þeg- ar stillurnar láta dalalæðuna draga kjól sinn eftir hlíðun- um .... Og undiwitundin bregð- ur upp fleiri og fleiri hillingum, stýrir huganum vísvitandi sterkri hendi á rétta leið, ef þú villt finna sjálfan þig, og örlögin koma sínu fram — oftast með góðu og stundum með illu, — er þau spinna vef sinn um eina sál.“ — Heim til Islands lagði Eggert þá líka leið sína vorið 1921 og dvaldi þar um sumarið, en fór utan á ný um haustið; aftur hvarf hann heim til ættjarðar- innar snemma sumars 1922; bæði sumrin hélt hann fjölda hljóm- leika í Reykjavík, og auk þess söng hann seinna sumarið víða um land; varð honum það sum- ar sérstaklega sigurríkt á söng- brautinni og ánægjuríkt í alla staði, enda er undiralda mikillar hrifningar í lýsingu hans á því sumri, og þá eigi sízt í frásögn- inni um ferðir hans um sveitir landsins og óbyggðir. Lýsing hans á Reykjavík á þessum árum er glögg og Tiittir vel í mark; en höfuðborgin ís- lenzka var á þeim árum á miklu vaxtar- og framfaraskeiði, og jafnframt að ýmsu leyti á gelgju skeiði, því að þetta var vorleys- ingatímabil í þjóðlífinu, eins og okkur er í fersku minni, sem urðum þeirri þróun samferða og mótuðumst af henni. Konungskoman var hinn mikli viðburður sumarið 1921, og lýsir höfundur henni skemmtilega; hann bregður einnig hér, eins og í fyrra bindinu, upp skyndi- myndum af ýmsum þeim mönn- um, sem settu svip sinn á ís- lenzkt menningarlíf á þessum árum; um Einar skáld Bene- diktsson fer hann t. d. þessum eftirtektarverðu orðum: „Hann var hinn glæsilegasti vinur og skörp augu hans geisl- uðu viti, sem oft var notað til sláandi gagnrýni á því, sem hon- um þótti miður fara. Gneistuðu þá orðin eins og eldingar, og var gaman að ganga um göturnar í sólskininu í Reykjavík og heyra eldingum slá niður. Vildi maður þá engu svara, en naut orð- gnóttarinnar og skarpleikans. Einar var þá og stendur æ fyrir mínum augum sem sannur aðals- maður, tígulegur, glæsilegur og höfðinglegur í allri framkomu — umgerð hinna fögru hugsana og háfleygs ímyndunarafls, sem knúði anda hans til flugs á arnar- vængjum — og hann eftirlét þjóðinni að því leyti einstæð kvæði, að í þeim er enginn sori og ekkert lágt.“ Tilþrifamesti og svipmesti þáttur þessa bindis er þó kaflinn „í ríki hestsins,“ sem er bráð- skemmtilega ritaður, þrunginn einlægri hrifningu, og víða með hreinum snilldarbrag. Þessi ferðaþáttur er hvorttveggja í senn hástemmdur lofsöngur um íslenzka hestinn og hlutverk Framkvæmdir hefjast í næstu viku Akeyri verður innflutnings höfn á olíu í fyrirsjáanlegri framtíð Olíufélagið h. f. hefur ákveðið að láta reisa nýjan 3600 lesta olíugeymi í olíustöð sinni á Odd- eyri og munu framkvæmdir við þetta verk hefjast í næstu viku. Olíufélagið á þarna fyrir 2400 lesta geymi, sem reistur var fyr- ir 2 árum. Þegar nýi geymirinn er kom- inn upp hefur félagið 6000 lesta geymslupláss í olíustöðinni og nægir það til þess að gera kleyft að fá olíu hingað beint úr stóru tankskipi. Með samvinnu við síldarverksmiðjurnar hér nær- lendis, sem hafa verulegt geymslupláss, v i r ð a s t opnir möguleikar til þess að fá hingað heila olíufarma beint frá útlönd um. Hillir þar með undir mikla endurbót á olíuverzlunarmálun- um hér um slóðir. Er vissulega hans í lífi þjóðarinnar öldum saman og áhrifamagn íslenzkrar fjalla- og öræfatignar. Seint um haustið 1922 hélt Eggert aftur á haf frá ættjarð- arströndum, eftir ógleymanlegt sólarsumar þar, lagði síðan leið sína til landa sinna í Vestur- heimi, og hélt hljómleika víðs- vegar meðal þeirra við hinar á- gætustu viðtökur. Fjallar sein- asti kaflinn í þessu bindi um dvöl hans hjá Vestur-íslending- um; ber hann þeim hið bezta söguna og ritar um þá, líf þeirra og þjóðernisbaráttu, af miklum skilningi og samúð, enda hafði hann sjálfur dvalið nógu lengi íjarri ættjörðinni til þess að geta skilið rétt afstöðu og hug þessara vestrænu landa sinna til hennar og heimaþjóðarinnar. Sérstaklega skemmtileg og at- Stytta af Jakob Hálfdánarsyni afhjúpuð í anddyri aðalverzlunar húss félagsins Sjötíu ára afmælishátíð Kaupfélags Þingeyinga, sem haldin var á Húsavík á s»nnudaginn, tókst með á- gætum, enda var veður gott, og sótti.þangað mikill mann- fjöldi úr héraðinu. Samkoman hófst klukkan tvö á torginu framan við aðalverzl- unarhús kaupfélagsins. Voru þar fánar við hún, hús skreytt og verzlunargluggar félagsins vel skreyttir, svo að hátíðarsvæðið var hið fegursta. Ofurlítið rigndi fyrri hluta dags, en stytti síðan upp með sól og blíðu og var hið ákjósanlegasta samkomuveður fram á nótt. Stytta af fyrsta kaupfélagsstjóranum Karl Kristjánsson, formaður K. Þ., setti samkomuna með ræðu, skýrði til^fni hennar og bauð sérstaklega velkomna langt að komna gesti svo sem þrjár dætur Jakobs Hálfdánarsonar, sem kaupfélagið hafði sérstak- lega boðið þangað, svo og Vil- hjálm Þór, forstjóra og frú hans, Pétur Siggeirsson, formann Kaupfélags Norður-Þingeyinga og Finn Kristjánsson, kaupfé- lagsstjóra Kaupfélags Svalbarðs- eyrar. Söngur, lúðrdblástur og ræðuhöld Lúðrasveit Akureyrar lék og Karlakórinn Þrymur á Húsavík söng undir stjórn Sigurðar Sig- urjónssonar, en síðan flutti Vil- hjálmur Þór ræðu. Þakkaði hann Þingeyingum brautryðjenda- eftirtektarvert og lærdómsríkt fyrir almenning, að það eru hin u n g u olíusamtök samvinnu- manna, sem hrinda þessu stóra máli áleiðis eftir áratuga kyrr- stöðu málsins í höndum hinna gömlu olíuhringa. Rafsoðinn geymir Efni til geymis þessa er komið hingað og verður hann rafsoð- inn saman eins og fyrri geymir félagsins. Munu vélaverkstæðin Oddi og Atli annast það verk.— Þessi geymir verður ætlaður fyrir brennsluolíur, en minni geymirinn fyrir gasolíur. S j óvarnargarður Fyrir nokkru léj; Olíufélagið hefja vinnu við sjóvarnargarð undan olíustöð sinni á Oddeyrar tanga og er þar verið að hlaða og steypa garð við sjávartakmörk stöðvarinnar. — DAGUR, 30. júlí hyglisverð er lýsing höfundar á heimsókn hans til Stephans G. Stephanssonar skálds, og tekin er upp í bókina hin frumlega og merkilega grein skáldsins um söngsamkomu Eggerts í Marker- ville. Þá er og einkar hugþekk lýsing hans á heimsókninni til hins fámenna íslendingahóps í Ocean Falls, B.C., og ævintýra- legri ferð hans norður þangað. En allar svipmerkjast þessar endurminningar af hjartahita höfundar, ættjarðarást hans og hugsjónaást, -sem eru þar hinn sterkasti undirstraumur og hlýj- ar lesandanum huga. Hersteinn Pálsson ritstjóri hefir búið bókina til prentunar, Halldór Pétursson teiknað hina heppilegu kápumynd, og prent- smiðjan vandað vel til hins ytra búnings bókarinnar. starf þeirra og forystu í kaup- félagsmálum og lýsti því erindi sínu þangað norður, að afhjúpa styttu af fyrsta kaupfélagsstjóra landsins, Jakob Hálfdánarsyni, en stytta sú er gjöf frá SÍS til kaupfélagsins í tilefni afmælis- ins. Standmynd í fullri stærð Afhjúpaði hann síðan stytt- una, sem er í fullri stærð og komið fyrir á stalli í anddyri hins nýja verzlunarhúss kaup- félagsins. Á fótstalli er lágmynd af börnum, sem eru að glíma við stóran stein, táknræn um fyrstu tilraunir til samvinnustarfs. Karlakórinn söng milli ræðna. Næst flutti Karl Kristjánsson ræðu og lýsti starfi þingeyskra samvinnumanna, og Þórhallur Sigtryggsson flutti og ræðu. Kvæði fluttu Páll H. Jónsson, kennari á Laugupi og Ketill Indriðason, bóndi á Ytra-Fjalli. Þar næst flutti Jón Sigurðsson, bóndi í Yztafelli ræðu og Þórir Friðgeirsson ávarp fyrir hönd starfsmanná kaupfélagsins. Gjafir berast Pétur Siggeirsson, formaður Kaupfélags Norður-Þingeyinga, flutti kveðju frá félagi sínu og tilkynnti, að félagið hefði ákveð- ið að gefa K. Þ. brjóstmynd af Jóni Gauta, fyrsta kaupfélags- stjóra Norður-Þingeyinga. Jón Haraldsson á Einarsstöðum til- kynnti og í hófi um kvöldið, að gamlir kaupfélagsmenn í hérað- inu hefðu ákveðið að gefa K. Þ. málverk af Pétri Jónssyni á Gautlöndum. Finnur Kristjánsson, kaup- félagsstjóri á Svalbarðseyri, flutti og kveðju félags síns og árnaðaróskir. Karl Kristjánsson sleit síðan samkomunni og las um leið upp ýmis skeyti, er fé- laginu höfðu borizt. Eftir þetta varð nokkurt hlé á, og þáðu menn veitingar í sam- komusal kaupfélagsins. Eftir það sýndu Aðaldælingar og Reyk- dælingar glímu, og reiptog fór fram á milli nokkurra deilda fé- lagsins. Tóku fjórar sveitir þátt í því, og báru Húsvíkingar sigur úr býtum. \ Kvöldveizla og dans Um kvöldið hófst dansskemmt- un í samkomu húsum kaupstað- arins og einnig veizla, er félagið hélt gestum sínum. Stjórnaði Ka^l Kristjánsson hófinu og márgir fluttu þar ræður. Karl Kristjánsson mælti fyrir minni Vilhjálms Þór forstjóra, Þór- hallur Sigtryggsson fyrir minni dætra Jakobs Hálfdánarsonar, og einnig töluðu Baldur Bald- vinsson, Jón Haraldsson, Jón Gauti Pétursson, Júlíus Haf- steen, séra Friðrik A. Friðriks- son og Vilhjálmur Þór. —TÍMINN, 29. júlí Um klukkan þrjú í gær tók fólk að safnast saman við Aust- urvöll og inn í Dómkirkjuna. Klukkan 15,15 gengu forseta- hjónin ásamt handhöfum for- setavalds í skrifstofu forseta í Alþingishúsinu, en fólk safnað- ist í kirkju. Kl. 3,30 gekk forset- inn og fylgdarlið hans í kirkju frá Alþingishúsinu. Fyrstir gengu forsetinn og forseti hæstaréttar, þar næst forsætis- ráðherra og forsetafrúin og biskupinn, en því næst skrif- stofustjóri forsætisráðuneytis- ins og skrifstofustjóri Álþingis. Prestar sátu skrýddir í kór kirkjunnar, og forsetahjónin tóku sér sæti i kór. Lögreglan stóð heiðursvörð, er forsetinn og fylgdarlið hans gekk úr Al- þingishúsinu í kirkju. Guðsþjónustan í Dómkirkjunni annaðist dóm- kirkjugórinn söng undir stjórn Páls ísólfssonar og söng kórinn þrjá sálma, en Páll lék forspil og eftirspil. Biskupinn flutti ritningarorð og ávarpsorð. Að- gangur að kirkjunni var frjáls meðan húsrúm leyfði, og var kirkjan þéttskipuð. Athöfnin í Alþingishúsinu Að guðsþjónustunni lokinni gekk forsetinn og fylgdarlið hans úr kirkju í sömu röð og fyrr og til skrifstofu forseta, en gestir söfnuðust í neðri deildar sal alþingis. Þegar allir voru gengnir þar til sæta, gekk for- setafrúin í salinn í fylgd biskups, en síðan kom forsetinn með sama fylgdarliði og áður. For- setafrúin settist hægra megin við svaladyr salarins en handhafar forsetavalds vinstra megin. Herra Ásgeir Ásgeirsson, tók sér sæti við borð Jðns Sigurðs- sonar, er komið var fyrir beint inn af svaladyrum. Georgía Björnsson, fyrrverandi forseta- frú, var og viðstödd. Eiðstafurinn undirritaður Þegar forseti hafði tekið sér sæti söng Dómkirkjukórinn eitt lag, íslands fáni, og söng Þor- steinn Hannesson þar einsöng, en að því loknu reis forseti Hæstaréttar, Jón Ásbjörnsson, á fætur og lýsti forsetakjöri og útgáfu kjörbréfs handa Ásgeiri Ásgeirssyni sem forseta íslands næsta kjörtímabil og las eiðstaf þann, sem forseti undirritaði. Ritari Hæstaréttar tók þá við eiðstafnum og lagði á borð Jóns Sigurðssonar framan við forset- ann, sem undirritaði hann í tveim eintökum. Afhending kjörbréfs Forseti Hæstaréttar tók síðan við eiðstafnum, reis úr sæti og mælti: Herra forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson. Forsetinn gekk þá fyrir forseta Hæstarétt- ar, sem afhenti honum kjörbréf- ið með þeim orðum, að hann af- henti það í nafni þjóðarinnar. Eiðstafurinn Eiðstafur sá, sem forsetinn undirritaði var svohljóðandi: „Ég undirritaður, sem kosinn er forseti íslands um kjörtíma- bil það, sem hefst 1. ágúst 1952 og lýkur 31. júlí 1956, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum, að halda stjórnarskrá lýðveldis- ins fslands." Forseiinn hylltur Eftir að forsetinn hafði tekið við kjörbréfi gekk hann út á svalir Alþingishússins og minnt- ist fósturjarðarinnar, og tók mannfjöldinn undir það með fer- földu húrrahrópi. Hyllti mann- fjöldinn forsetann og konu hans, Dóru Þórhallsdóttur, ákaft, en síðan var sungið „Ég vil elska mitt land“ undir stjórn Jan Moravek. Eftir það gekk forseti aftur inn í salinn og flutti ávarp sitt, en á eftir söng Dómkirkjukórinn þjóðsönginn. Síðan var gengið úr salnum og tóku forsetahjónin á móti árnaðaróskum í neðri hæð hússins, þar sem handhafar for- sfetavalds buðu gestum veitingar. Allmargt fólk beið enn úti fyrir Alþingishúsinu, er athöfn- inni var lokið, og gaf til kynna með lófataki, að það vildi fá að sjá forsetann aftur og gengu forsetahjónin þá út á svalirnar á ný og voru hyllt. Veður var ákaflega gott í gær í Reykjavík og hjálpaði það til að setja viðfeldinn og fagran blæ á þessa athöfn, sem fór mjög vel fram. Við athöfnina voru m. a. allir ráðherrarnir nema Ólafur Thors, sem er sjúkur, svo og sendiherr- ar erlendra ríkja og sérstakir sendifulltrúar nokkurra ríkja við embættistökuna. Ekki er enn fullráðið, hvenær forsetahjónin flytja á forsetasetrið að Bessa- stöðum, en það mun verða bráð- lega. —TIMINN, 2. ágúst Fæddi barn í jeppa Hinn 2. þ. m. skeði sá einstæði atburður, að kona fæddi barn í jeppabifreið á leið milli Eiða og Egilsstaða á Austurlandi. Þetta bar að með þeim hætti, að Sig- rún Sigurdórsdóttir, kona skóla- stjórans á Eiðum, Þórarins Þór- arinssonar, tók léttasótt, sem ekki er í frásögur færandi undir venjulegum kringumstæðum. Hugðist maður hennar fara með hana í sjúkrahúsið á Egilsstöð- um, og lögðu þau af stað í jeppa- bifreið skólastjórans, en vega- lengdin milli þessara staða er um 15 kílómetrar. Er ekki að orð lengja það, að k o n a n fæddi stúlkubarn í bifreiðinni þegar þau voru komin hér um bil miðja vega til Egilsstaða. Tók maður hennar á móti barninu og lagði litlu stúlkuna í fang móð- urinnar, og sá kostur var einn fyrir hendi að halda áfram til Egilsstaða. Þegar þau voru ný- lögð af stað að nýju, mættu þau stórum farþegabíl og stöðvuðu hann. Svo vel vildi til að meðal farþeganna þar var þýzk hjúkr- unarkona, sem kunni allvel til þeirra starfa, er hér var mest þörf fyrir að innt væru af hönd- um eins og á stóð. Var nú skilið á milli, konunni og barninu veitt sú aðhlynning, sem við varð komið og enn haldið af stað á- leiðis til Egilsstaða, en jafn framt komið þangað boðum um, hvernig komið væri. Þegar til Egilsstaða kom voru þar fyrir læknir og ljósmóðir og mæðgun- um veitt sú bezta hjúkrun, sem kostur var á. Þeim heilsaðist báð um vel, og varð hvorugri meint af.—Þetta er fimmta barn skóla- stjórahjónanna, og áttu þau þrjá drengi og eina stúlku fyrir, en hafa auk þess tekið að sér mun- aðarlaust fósturbarn, sem nú er hið sjötta í systkinahópnum. — ALÞBL. 15. apríl Olíufélagið lætur reisa 3600 smálesta olíugeymi á Oddeyri Mikið fjölmenni á afmælis hófíð K. Þ. á Húsavík

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.