Lögberg - 11.09.1952, Síða 8

Lögberg - 11.09.1952, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952 Úr borg og bygð Matreiðslubók, sem Dorcasfé- Iag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg, Sími 36 603 Miss Rulh Bárdal, 5 — 54 Donald St. Súni 929 037 ☆ Mr. Chris Halldórson frá Eriksdale þingmaður St. George kjördæmis, var staddur í borg- inni í vikunni, sem leið. ☆ Mrs. Rósa Hjartarson frá Lundar brá sér nýlega vestur til Mozart, Sask., til að vera við- stödd gullbrúðkaup þeirra Mr. og Mrs. Thordur Arnason þar í bygðinni. ☆ Mr. Gunnar Erlendsson píanó- leikari, er nýlega kominn heim úr ferðalagi vestan af Kyrrahafs- strönd; hann skrapp þangað vestur þann 18. ágúst síðastlið- inn, dvaldi um hríð í Vancouver, heimsótti þau Soffanías rithöf- und Thorkelsson og frú í Vic- toria, kom til Blaine, Wash., heimsótti þar heimili aldraða fólksins og lék þar á slaghörpu vistmönnum til mikillar ánægju. Mr. Erlendsson hafði eigi áður komið til hinnar fögru Kyrra- hafsstrandar og lét hið bezta yfir heimsókninni. ☆ Fyrsta og önnur deild Kven- félags Fyrsta lúterska safnaðar, efnir til kaffidrykkju og sölu á heimatilbúnum mat (ásamt lifra- pilsu) að heimili frú önnu Stephenson, 290 Montrose St., hinn 17. þ. m. frá kl. 2:30—9:30. ☆ — ÞAKKARORÐ — Við undirrituð systkini, sem heimsóttum ísland í vor og nut- um ósegjanlegrar ánægju af dvölinni þar, biðjum Lögberg að flytja vinum okkar innilegasta hjartans þakklæti fyrir ástúðleg- ar viðtökur; einkum og sérílagi finnum við okkur skylt, að þakka búendunum í Auðsholti í Biskupstungum alla vinsemd okkur auðsýnda, en þar vorum við í orðsins sönnustu merkingu borin á örmum. Með endurteknum þökkum Lára Sveinsson og Sveinn Beaver of Kinosota, Man. ☆ Síðastliðið föstudagskvöld kom hingað heim úr Islandsför Jón Hafliðason trésmíðameistari, er héðan lagði upp í ferðina í apríl- mánuði síðastliðnum og kom til Reykjavíkur í öndverðum maí- mánuði; hann er frænd- og vin- margur á Fróni, ferðaðist vítt um land og var hvarvetna bor- inn á örmum. Jón leit sem snöggvast inn á skrifstofu Lög- þergs á mánudagsmorguninn spriklandi af fjöri og hafði með- ferðis margar hlýjar kveðjur til ritstjóra Lögbergs, er gott var að veita viðtöku. Jón kvaðst hafa haft svo mikla ánægju af för- inni, að hann væri þess albúinn að leggja upp í annan leiðangur sömu tegundar ef skilyrði væru fyrir hendi; hann heimsótti syst- ur sína, sem búsett er í Rich- mond, Virginia, og tvo sonu sína, sem báðir eru útskrifaðir af há- skólum þessa lands og gegna trúnaðarstöðum, annar í Cali- forníu en hinn í Austur-Canada. Jón kom með Tröllafossi til New York, og voru meðal ann- ara farþega þau Ólafur Johnson stórkaupmaður og frú, sem dvalið höfðu á íslandi í sumar. ☆ Talsvert af við til uppkveikju og upphitunar er til sölu við mjög vægu verði að 575 Agnes Street; æskilegt er að undinn sé að þessu bráður bugur vegna þess að eigandi er senn á förum úr umræddu húsi. ☆ — HJÓNAVÍGSLUR — Á föstudaginn, 5. sept., voru gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju, þau Hérold Graham Grant, stud. med., Ste. 20, 580 Broadway, Winnipeg, og Gwen- dolyn Frederickson, 901 Dom- inion Street. Brúðguminn er sonur þeirra Herold Cherwinski og Vigdísar (Bardal) konu hans. Brúðurin er dóttir þeirra Victors og Jóhönnu Frederickson, hér í borginni. Séra Valdimar J. Ey- lands gifti. ☆ 3. sept. voru gefin saman af séra Valdimar J. Eylands að heimili hans, 686 Banning Street, þau Paul ísfeld, frá Winnipeg Beach, og Ólöf Anna Narfason frá Gimli. Heimili þeirra verður á Winnipeg Beach. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni á mánu- daginn. ☆ — HJÓNAVÍGSLUR — framkvæmdar af séra Valdimar J. Eylands: 2. ágúst, Emil August Gillies, 680 Bannig St., og Evelyn Kuchta 1045 Pirchard Avenue. 15. ágúst, Malcolm Andrew Wigg, 260 Toronto St., og Laurel Virginia Davidson, 982 Garfield Street. 16. ágúst, Alexander Lorne Peterson, Lundar, Man., og Lil- lian Constance 01iver,Ste. 3, Parkdale Crt., Winnipeg. 16. ágúst, Einar Marino Tómas- son, HecIa,P.O., og Lily Margaret Anderson, 523 Lipton Street. 30. ágúst, Lloyd George Peter- son, Ashern, Man., og Shirley May Thomas, 430 Young Street. 3. sept., Paul ísfeld, Winnipeg Beach, og Ólöf Anna Narfason, Gimli, Man. 5. sept., Herold Graham Grant, 580 Broadway, og Gwendolyn Frederickson, 901 Dominion St. 6. sept., Halldór Freeman, Varsity View, P.O., Charles- wood, og Jessie'Eleanor Stand- ley, Winnipeg, Man. 6. sept. William Siddle, 16 Trevere Apts., og Laura Blöndal, 22 Montery Apts., Winnipeg. ☆ Gefin saman í hjónaband í Lút- ersku kirkjunni í Selkirk, af sóknarpresti, þann 5. sept.: — Albert Oscar Crocker, Winnipeg og Jóna Johnson, sama stað. — Vitni að giftingunni voru: Miss Marion Steedsman og Mr. Aleric Cera. Að giftingu afstaðinni var veizla setin að heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Thor- valdur Johnson, McLean Ave., Selkirk. Ungu hjónin setjast að í Winnipeg. GEFIÐ TIL Sunrise Lutheran Camp Mrs. G. Paulson, Gerald, Sask., $10.00; Miss Ellis, Selkirk, $10.00; J. G. Henry, Petersfield, $5.00; W. A. Clark, Petersfield, $10.00; Mrs. Thora Oliver, Selkirk, $10.00; Mr. og Mrs. Carl Wilson, Selkirk, $5.00; Mr. og Mrs. Kári H. Bjerring, Winnipeg, $5.00; Miss Sigrún Sigmar, Winnipeg, $5.00; Mrs. Daníel Pétursson, Gimli, $10.00 í minningu um Guðrúnu Hólm og Ingigerði Hólm; Kvenfélagið Undína, Hecla, $35.00; J. J. Swanson Estate $500.00. Meðtekið með innilegu þakklæti Anna Magnússon ☆ Mr. K. W. Jóhannsson bygg- ingameistari brá sér suður til Minneapolis, Minn., á mánudag- inn ásamt frú sinni, og ráðgerðu þau hjón að verða þrjá eða fjóra daga að heiman. ☆ Mr. Árni Jóhannsson frá Langruth, kom til borgarinnar í fyrri viku með ungan son sinn til lækninga. ☆ Mrs. Emily Pálsson frá New Westminster, B.C., kom til borg- arinnar á föstudaginn og dvelur hér í gistivináttu Mr. og Mrs. Eric Isfeld, Sherburn Str. Hún kom vestan að í vor, heimsótti þá vini og ættingja að Lundar, síðan dóttur sína, Öldu, í To- ronto og Svölu í Geraldton, og loks vini og ættingja í Nýja- slandi og er nú senn á förum heim. ☆ Mrs. Lóa Sveinsson frá Lund- ar kom til borgarinnar síðast- liðna viku eftir tveggja vikna heimsókn hjá syni sínum og tengdadóttur í Chicago, Mr. og Mrs. Allan Sveinson. ☆ Frank Thorolfsson, píanóleik- ari og tónskáld frá New York er staddur í borginni að vitjá foreldra sinna Mr. og Mrs. Hall- dór Thorolfsson, en þau eru bæði allfarin að heilsu. ☆ Mrs. Carl Olson, skrifari fyrir Grace lúterska prestakallið í Lincoln, Nebraska, kom nýlega í heimsókn til móður sinnar Mrs. Margrétar Johnson og bróður síns og tengdasystur, Mr. og Mrs. Helgi Johnson, Selkirk, Man., og annara vina. ☆ Mr. F. P. Sigurðsson skáld og bóndi í Geysisbygð í Nýja- íslandi, kom til borgarinnar seinni part fyrri viku með konu sína, er gekk undir uppskurð á Almenna sjúkrahúsinu; í för með þeim hjónum var einn son- ur þeirra. ☆ Mr. og Mrs. Arnór Ingjald- son frá Ottawa voru stödd í borginni fyrri part vikunnar á leið vestur til Edmonton þar sem framtíðarheimili þeirra verður. Mr. Ingjaldson er í cana- diska flughernum og starfar þar sem meðlimur hljómsveitar. ☆ — BOÐSBRÉF — Kvenfélagið „Eining“, Lund- ar, Man., hefir sína árlegu haust- samkomu í Lundar Community Hall, sunnudaginn 21. septem- ber 1952. Byrjar kl. 1.30 e. h. Öllum íslendingum 60 ára og eldri, sem heima eiga í Lundar- bygðinni, norður með Manitoba- vatni og á Oak Point, er vinsam- lega boðið að koma og hlusta á alíslenzka skemtiskrá, drekka kaffi og skrafa saman; fylgdar- mönnum, sem sumir þurfa að hafa, er einnig vinsamlega boðið og öllum þeim sem áður hafa sótt þessi haustboð og hafa tæki- færi að koma. Við vonum að sjá sem flest af gamla fólkinu þennan dag. Fyrir hönd Kvenfél. „Eining“ Vinsamlegast, Björg Björnsson forseti Rannveig Guðmundsson skrifari s KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK í skuggsjánni Evrópumenn notuðu hand- máluð kort áður en prentlistin og tréskurðurinn komu til sög- unnar. Hirðlistamenn voru látn- ir mála þau. — í Kína og Ind- landi voru bæði skáktafl og spil uppfundin um það bil 2000 árum fyrir Krists burð. Því er haldið fram, að spilin séu upphaflega komin af eins konar skáktafli, sem fjórir menn tefldu. — Um miðbik sjöttu aldarinnar notuðu konungbornir Persar kringlótt spil, sem skorin voru út úr fíla- beini og síðan máluð af hinum færustu málurum. ☆ Handmáluð spil voru mjög dýr. Á fjórtándu öldinni var listamönnum stundum greitt svo þúsundum króna nam fyrir ein spil. — Þegar farið var að prenta í Þýzkalandi eftir myndamótum, skornum í tré, var það altítt, að spil 'og dýrlingamyndir handa kirkjunum væru prentuð í sömu pressunni. — Á fimmtándu öld náðu spilaframleiðendur í Fen- eyjum einkaleyfi í landi sínu á spilaframleiðslu. Innflutningur spila var þá bannaður. ☆ í þjóðminjasafninu brezka, British Museum, er eitthvert stærsta safn heimsins af göml- um, fágætum spilum, og þar var — ef til vill er það feinsdæmi í heiminum — sérfræðingur til að gæta þeirra og segja gestum sögu þeirra. ☆ Fyrir síðustu heimsstyrjöldina var bærinn Altenburg í Þýzka- landi miðstöð þýzku spilafram- leiðslunnar. Þúsundir starfs- manna unnu að spilagerð, og spilin voru flutt út og seld um heim allan. Verðmæti þess út- flutnings nam milljónum króna á ári. Eitt spilafyrirtækið gat framleitt rúmlega 500 gerðir spila. í borginni var spilasafn, er átti hinar fágætustu tegundir spila, allt frá smáspilum, sem geyma mátti í fingurbjörg, til spila, sem frægir listamenn höfðu málað. Áður en Hitler komst til valda fór á hverju ári fram í Altenburg alþjóðleg sam- keppni í skal, sem er þjóðarspil Þjóðverja. Þar kepptu flokkar frá öllum álfum heimsins, og þeir, sem unnu, fengu töluvert há verðlaun. ☆ Á dögum frönsku stjórnar- byltingarinnar mátti ekki prenta myndir af kóngum né drottning- um á spilin, heldur áttu að vera þar myndir af forsetanum og „Madame la Citoyenne.“ Spaða- Þegar handan hafs þarfnast peninga Canadian Pacific Express Greiðslur til útlanda Heimsækið hvaða Can- adian Pacific skrifstofu, sem er. Greiðið þá upp- hæð, er þér viljið senda og fáið kvitteringu. Skrifstofan setur sig þeg- ar í samband við Can- adian Pacific umboðs- mann handan hafs og greiðir hann vini yðar eða frænda upphæðina við gildandi gengi. Þetta sr auðvelt og ábyggilegt. Umboðsþóknun er lítil og þér eruð trygðir gegn tapi. kóngurinn þótti vera töluvert líkur heimspekingnum Rosseau. Á árunum kringum 1848 voru hvorki kóngar né drottningar á amerískum spilum. ☆ Napóleon hafði mjög gaman af spilamennsku, en honum líkaði stórilla ef hann tapaði í spilum. Hann borgaði mjög sjaldan spilaskuldi* sínar, en lagði mikla áherzlu á að sér væri borgað, ef hann vann. Hann nöldraði geysi- mikið yfir spilunum, og ef hann fékk slæm spil, heimtaði hann að gefið væri á ný, þar sem spilin væru „illa stokkuð“. ☆ Sjúklingur einn á geðveikra- hæli í Þýzkalandi fékk þá „dellu“, að ef hann stokkaði spilin nógu oft, hlytu þau að síðustu að lenda í réttri röð (hver litur út af fyrir sig í réttri röð frá ás upp 1 kóng). Hann reyndi þetta án afláts í 20 ár og vann að því tíu stundir á dag. Loksins ,er hann hafði stokkað spilin 4.246.025 sinnum á þessum 20 árum, tókst honum að ná tak- marki sínu. ☆ Skyldi það vera tilviljun eða hefir það sérstaka þýðingu, að litir spilanna (hér er átt við teg- undirnar, hjarta, tígul, spaða og lauf) skuli vera fjórir eða jafn- margir og árstíðirnar? Að spilin skuli vera 52 eða jafrimörg og vikurnar í árinu? Að manns- spilin skuli vera 12 eða jafn- mörg og mánuðirnir í árinu? Og að 13 spil skuli vera í hverj- um lit eða jafnmörg og vikurn- ar í einum ársfjórðungi? Er það tilviljun? MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banmng Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 14. sept. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. ólk boðið velkomið. S. Ólafsson Lárus gamli kemur inn í búð og biður um flibba nr. 6%. Búðarmaðurinn: — Hvað á hann að vera hár? Lárus: — Ekki hærri en svo að ég geti spýtt yfir hann. -.V — Vartu heppinn þegar þú fórst á veiðarnar í frumskógin- um? — Já, þrælheppinn, ég rakst hvorki á ljón, né tígrisdýr! Frú B: — Ég er búin að hafa þessa stúlku í tvo mánuði og hún hefir enftþá aldrei sagt eitt einasta orð. Frú G: — Blessuð góða, gefðu stelpugreyinu „sjans“. ☆ — Hvað er bjartsýni? — T. d. það, þegar 8 barna faðir fer út af örkinni til þess að reyna að útvega sér íbúð og tekur alla hjörðina með sér. ☆ Hann: — Þér eruð yndisleg. Hún: — Og þér eruð mikill smekkmaður. — Ráðning gátnanna — Sjá bls. 5 1. BRANDUR 2. BJÖRN 3. ODDUR 4. TORFI 5. STEINN 6. TRYGGVI 7. GESTUR 8. KOLUR 9. KÁRI 10. HREINN 11. BRANDUR 12. JÖKULL. Innköllunar-menn Lögbergs Bardal, Miss Pauline .. Minneota, Minnesota Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minn., U.S.A. Einarson, Mr. M. . Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Arnason, Mr. R ... Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J. Morden, Manitoba Gislason, G. F. .. Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. ; Grimson, Mr. H. B. Mountain, North Dak. Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. Hensel, North Dak. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Bjarnason, Mrs. I Gimli, Manitoba Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man >- ! Lindal, Mr. D. J. ...Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. O Vancouver, B.C. 5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C. : Middall, J. J ...Seattle, Wash., U.S.A. 6522 Dibble N.W. Seattle, Wash., U.S.A. Myrdal, S. J. Point Roberts, Box 27 Wash., U.S.A. Oleson, G. J. ...Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Olafson, Mr. J . Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A Blaine, Washington R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. Sigurdson, Mrs. J. Backoo, North Dak. Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak. Cavalier, North Dak. Walhalla, North Dak. Valdimarson, Mr. J. . Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Manitoba ,

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.