Lögberg - 13.11.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.11.1952, Blaðsíða 2
2 ^ooBERG, FIMTUDAGINN, 13. NÓVEMBER, 1952 Finnland: Útvörðurinn í austri Austur við járntjald hefur Finnland eftir aðra heims- styrjöldina háð þrautseiga og hugprúða baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði, sem ógnað er af hinu mikla her- veldi og einræðisríki við austurlandamæri þ e s s. I eftirfarandi grein John E. Owens, amerísks félagsfræð- ings, sem dvelur við háskól- ann í Helsingfors, er sagt nokkuð frá þessari baráttu Finnlands eftir stríðið. Greinin birtist upphailega í vikuritinu The New Lead- er í New York. Við járntjaldið liggur Finn- land sem hinn yzti, landfræði- legi útvörður hins frjálsa vest- urs. Á tímabilinu frá 1809 til 1917 drottnaði Rússakeisari yfir landinu. Finnland varð svo sjálf- stætt rík, sem kunnugt er, árið 1918. Haustið 1939 gerðu Rússar innrás í landið, og á árunum 1941-1944 varð landið bæði hern- aðarlega og stjórnmálalega bit- bein Rússa og Þjóðverja. í stríðs- lokin voru flestar helztu borgir landsins mjög illa farnar; efna- hagur landsins var í rústum; tí- unda hluta landsins hafði hinn voldugi og harðsnúni nágranni þess í austri, Rússland, lagt und- ir sig og við allt þetta bættist, að Rússar gerðu Finnum að greiða sér gífurlegar stríðsskaðabætur, að upphæð um 3,500 milljónir króna reiknað með gengi, sem gilti í stríðslok. Og þó var sagan ekki öll. Finnar þurftu að taka við hálfri milljón flóttamanna úr Karelíuhéruðunum, sem kusu að flytja sig vestur yfir hin nýju landamæri við innlimun héraðs- ins í Rússland, heldur en að ger- ast rússneskir borgarar. Síðan eru liðin átta ár, og hag- ur landsins hefur á þessum tíma stórlega batnað. Finnland hefur að heita má greitt allar stríðs- skaðabæturnar, endurbyggt borg irnar og lagt geisimikið af mörk- um vegna hinna landflótta manna. Utanríkisverzlunin jókst úr um það bil úr 2,000 milljón- um króna árið 1945 í nálega 22,- 000 miljónir árið 1951. Atvinnu- leysi er frekar fátitt (minna en 13,000 manns af um 4 milljónum íbúa) og það hefur stórlega undrað ýmsa fjármálaspekinga annarra landa, hversu fjárhag- ur landsins hefur stórlega batn- að á öllum sviðum. Samvinnu- félög eru öflug í Finnlandi, í hlutfalli við íbúatölu landsins, og er samvinnuhreyfingin sú þroskaðasta, sem þekkist í viðri veröld, enda framkvæmd í full- komlega lýðræðislegum anda. Finnar eru hreyknir af að telj- ast til hinna frjálsu þjóða, og samúð landsmanna er öll með hinum frjálsu bræðrum þeirra í vestrinu. Þær öldur haturs, sem á stríðsárunum risu í garð Rússa hefur nú lægt. Það sem einna mesta athygli vekur fyrir Banda ríkjamann, sem kynnist íbúum landsins, er hversu andrúms- loftið er gjörsamlega laust við þann spenning og æsing, sem svo mjög einkennir oft íbúa annarra landa. Finnar gera sér fyllilega ljóst, hversu hin land fræðilega lega landsins gerir þá útstetta fyrir afleiðingum átaka milli austurs og vesturs, en jafn- framt sjá þeir og skilja, og hafa þá skapgerð að breyta eftir því, að móðursýkiskenndur æsingur afstöðu landsins hætishót. Það er lega landsins og vitneskjan um herstyrk hinna rússnesku nágranna, sem skýrir hlutleysis- afstöðu þeirra til átaka stórveld- anna. í norðri ráða Rússar yfir Lapplandi, og í austri eru hin hernumdu Eystrasaltslönd í að- eins 100 kílómetra fjarlægð fyr- ir handan finnska flóann. Milli Helsingfors og Ábæjar (Turku) á vesturströndinni, sem er önnur stærsta borg landsins, liggur Porkkalaskaginn, sem Rússar ráða yfir með sérstökum samn- ingi til 50 ára. Það er aðeins hálftíma ferð í járnbraut frá Helsingfors til Porkkala, og vilji menn fara yfir hið hernumda svæði, þá fá menn ekki að sjá út um glugg- ana á þeirri leið! Það er skiptum eimvagn; rússneskur eimvagn dregur lestina yfir svæðið og á meðan er byrgt fyrir alla glugga. Það er talið, að á þessu svæði séu miklar víggirðingar Rússa, og nálægð þeirra er einn ljósasti votturinn um tilveru hins rúss- neska bjarnarhramms, sem á nokkrum mínútum gæti veitt landinu slíkt högg, að ekki þyrfti um skeinu að binda. Með hinum svokölluðu friðarsamningum við Rússa var svo ákveðið, að Finn- ar mættu sama sem engan her hafa, og landið má þess vegna varnarlaust heita. í ljósi þessara staðreynda ber að skilja þá setn- ingu, sem vel metinn borgari í Helsingfors eitt sinn sagði við höfund þessarar greinar: „Við erum ekíki við járntjaldið. Við erum undir því, og það getur fallið yfir okkur þegar minnst vonum varir.“ Hin stjórnmálalega aðstaða landsins er af framangreindum ástæðum að ýmsu leyti erfið, og það er að miklu leyti að þakka forsætisráðherra landsins, Urho K. Kekkonen, hvernig úr hefur rætzt. Kekkonen er margreynd- ur á sviði stjórnmálanna, og það er sennilega meira honum að þakka en nokkrum manni öðr- um, hversu vel hefur tekizt að halda landinu utan við viðsjár kalda stríðsins. í því skyni hefur forsætisráðherrann o r ð i ð að leggjast djúpt til þess að finna ráð til að halda hinu nauðsyn- lega jafnvægi. Og það fer ekki leynt, að hann hefur orðið að gera kommúnista sér hliðholla, enda nýtur hann trausts þeirra. Það er skoðun margra Finna, að hann sé sem skapaður til þess að fara með stjórnartaumana og að enginn annar en hann komi þar til greina. Það er þess vegna. skiljanlegt, að hann hefur sjald- an á stjórnartíma sínum látið utanríkismál verulega til sín taka, og hið sama gildir um aðra finnska stjórnmálamenn. Menn veittu þess vegna nokkra athygli, ræðu þeirri, sem Kekkonen hélt í Stokkhólmi í apríl síðastliðn- um, ef vera kynni, að hann kæmi að nokkru inn á vandamál sam- búðarinnar við Sovét-Rússland. En svo varð ekki. Hann lagði aðaláherzluna á efnahagslega, uppbyggingu landsins og hver árangur hefði náðst á því sviði. Aðeins eitt þýðingarmikið frá- vik frá þessu aðalefni ræðunnar var það, að hann minnti Svía á, að vináttusamningur Finnlands við Rússland frá- árinu 1948 væri öldungis sambærilegur við sams konar samning ,sem þeir sjálfir gerðu við Rússa eftir styrjöldina 1721. Og hann lýsti yfir því, að hollustu Finna við þann samn- ing væri af engu öðru sprottin en viðleitni þeirra til þess að tryggja friðinn og gera efnahags lega endurbyggingu landsins mögulega. Kekkonen hefur, sem áður er sagt, lagt aðaláherzluna á inn- anríkismálin, og orðið verulega ágengt. Kosningar fara fram í Finnlandi á þriggja ára fresti, seinast árið 1951. Stærsti flokkur landsins er jafnaðarmannaflokk- urinn, með 53 þingsæti, þar næst flokkur Kekkonens, bændaflokk urinn, með 51, kommúnistar með 43, íhaldsflokkurinn með 28, sænski þjóðflokkurinn með 15 og finnski þjóðflokkurinn 10. Flokkur Kekkonens er hreinn bændaflokkur. Jafnaðarmanna flokkurinn er líkur bræðra- flokkum sínum á hinum Norð- urlöndunum, sem leggja aðal- áherzlu á efnahagslegt öryggi, og velferð allra landsins barna og hyggjast ná því marki eftir fullkomlega lýðræðislegum leið- um, þar sem réttur hins vinn- andi manns sé gerður gildandi. Finnskir verkamenn eru nokk- urn vegnin að jöfnu kjósendur jafnaðarmanna og kommúnista, og þó heldur fleiri kjósendur jafnaðarmanna. Hinir smærri bændur, sem ekki kjósa jafnað- armenn, kjósa ýmist bændaflokk; inn eða kommúnista. Þeir, sem helzt fylla flokk íhaldsmanna,* eru atvinnurekendur og þeir, sem lifa af eignum sínum, en nokkra kjósendur á flokkurinn þó úr röðum verkamanna, og þá helzt þeirra, sem eru fastráðnir í þjónustu annarra. Stefna Finna í efnahagsmál- um einkennist af þeirri viðleitni, að viðhalda jafnvægi í atvinnu- lífinu og koma í veg fyrir verð- bólgu. Flestir flokkar aðhyllast þessa stefnu, nema kommúnist- ar. Það gerir Finnum auðveld- ara að framkvæma þessu stefnu sína, að atvinnulífið er frekar fábreytt og tiltölulega létt að hafa á því árangursríka stjórn. Undirstaða atvinnulífsins er skógarhögg og vinnsla úr trjá- viði. Það, sem helzt veldur á- greiningi stjórnmálaflokkanna við framkvæmd þessarar stefnu, að kommúnistum undanskild- um, sem eru henni alveg and- vígir, er hvernig afrakstrinum skuli skipt milli verkamanna og bænda. Ihaldsmenn télja stefn- una í efnahagsmálum koma rang látlega niður bæði á iðnaðinum og skattgreiðendum yfirleitt, en aeir viðurkenna nauðsyn henn- ar. í bændaflokknum hafa á undanförnum mánuðum orðið nokkur átök út af verði á ^am- leiðslu bændanna. Nokkrir af Jingmönnum flokksins telja, að laun verkamanna séu of há og afurðaverðið til bændanna of lágt. Flokkurinn er að verulegu leyti klofinn til launamálanna, ag Kekkonen verður að leggja sig allan fram um að halda flokknum saman. Mönnum til mikillar undrunar sagði hann af sér sem forsætisráðherra í marz s. 1. Bændaflokknum var ljóst, að foringjalausum var þeim ó- mögulegt að mynda stjórn með íhaldsmönnum, og ef ekki tæk- ist að viðhalda samheldninni í flokknum, þá hlyti svo að fara, að jafnaðarmenn yrðu alls ráð- andi í þinginu. Flokkurinn varð úví einhuga að biðja Kekkonen að taka við stjórnartaumunum á ný, sem hann líka gerði, og að- staða hans hefur aldrei verið sterkari en síðan. Mönnum kann að koma kyn- lega fyrir sjónir, að kommún- istar skuli hafa svo marga full- trúa á þingi, eftir framkomu Rússa við þjóðina 1939. Þetta þarfnast skýringar við. Á tíma- bili eftir árið 1918 logaði landið í innanlandsóeirðum, sem borg- arastyrjöld mátti kallast. Árið 1930 var kommúnistaflokkurinn bannaður í landinu. Menn sjá nú, að það var vissulega rangt, að banna finnska kommúnista- flokkinn, því að einmitt þess vegna líta margir Finnar á ýmsa leiðtoga kommúnista bæði lífs og liðna se mhetjur. Fylgjendur flokksins eru flestir í norður- hluta landsins, en þar eru kjör íbúanna langverst, enda landið hrjóstrugast. í norðurhéruðun- um var fylgi kommúnistaflokks- ins þriðjungur g r e i d d r a at- kvæða þar, en nieðaltalið yfir landið var fimmti hluti allra greiddra atkvæða. Kommúnistar skírskota líka í áróðri sínum einna mest til hinna fátækustu stétta landsins, og áróður þeirra er fyrst og fremst tfnahagslegs eðlis, en ekki stjórnmálalegs, enda er finnskur verka lýður yfirleitt alls ekki hlynntur Rúss- um. Enda þótt kommúnistaflokk urinn sé aðili að samtelpustjórn landsins, þá eru áhrif þeirra í stjórninni frekar lítil og áhrif þeirra á löggjöfina eru mjög takmörkuð, enda sjá aðrir flokk- ar þingsins til þess að svo sé. Kommar áhrifalillir I lok aprílmánaðar s. 1. báru, kommúnistar fram tillögu í þinginu um að stytta herskyldu- tímann. Sú tillaga þeirra var felld með 136 atkvæðum gegn 40. Kekkonen hefur lag á því að gera kommúnista áhrifalitla í þinginu. Það vantar ekki ,að þeir eru sífellt að bera fram yfirborðs kenndar tillögur með allmiklu yfirlæti, en hinir flokkarnir eru jafnan samtaka um að fella þær, og leyfa sér á stunduífr að géra að þeim góðlátlegt gys. Utan þingsins hafa kommún- istar þó nokkru meiri áhrif, sér í lagi í verkalýðsfélögunum. í sumum iðngreinum hafa þeir lengi haft tögl og hagldir. Með- an kommúnistaflokkurinn var bannaður störfuðu margir fyrr- verandi meðlimir hans innan jafnaðarmannaflokksins. Nú eru þeir ekki lengur þar ,enda er jafnaðarmannaflokkurinn undir forustu hins mikilhæfa og dug- mikla' Karl August Fagerholms, forseta finnska þingsins, mjög einbeittur í afstöðu sinni til ammri baráttu innan verkalýðs- félaganna og það, sem gert hef- ur átökin hvassari í Finnlandi, eins og annars staðar, er sú stað- reynd, að báðir leita þeir fylgis hjá einni og sömu stéttinni, hinni fjölmennu verkalýðsstétt. I finnska alþýðusambandinu eru 39 sérsambönd, og af þeim stjórna kommúnistar 8, þar á meðal samböndum byggingar- verkamanna, múrara, sambandi verkamanna í matvælafr^m- leiðslunni, í leðuriðnaðinum, skóframleiðslunni og í gúmmí- iðnaðinum. Kommúnistar reka öflugan áróður í Fmnlandi, og Moskvu útvarpið er þeim virk stoð í því efni. Margir verkamenn hafa trú á yfirburðum kommúnis- manns yfir kapítalismann, og flokkurinn hefur þó nokkrum nytsömum sakleysingjum á að skipa, sem alls ekki þykjast vera kommúnistar, en láta nota sig sem slíka. Hins vegar eru þeir fjölmargir meðal finnskra verka manna, sem sjá og skilja, að stefna kommúnista verðúr ekki með ríkum árangri framkvæmd þar í landi, eins og högum er háttað. Það, sem meðal annars er talið hafa aflað kommúnist- um fylgis í norðurhéruðunum, er hatrið á Þýzku nazistunum, sem ollu þar stórfelldri eyðilegg- ingu. Þar voru allmargir komm- únistar fyrir, þegar ófriðurinn milli Þjóðverja og Rússa hófst. Skógarhöggsmenn bjuggu þar víðast hvar við hin verstu kjör STRIYE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG á stríðsárunum, og segja má, að þeir hafi verið þrælkaðir þar af löndum sínum í þágu Þjóðverja, og ánd-verkalýðssinnuð stefna þeirra atvinnurekenda hafi mjög ýtt undir fylgi við kommúnis- mann. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að í öðrum þeim, iðngreinum norðurhéraðanna, þar sem meira var gert fyrir verkamennina, hafa verkmenn- irnir nær eingöngu snúizt á sveif með jafnaðarmönnum. Saman- lagt eiga flokkar jafnaðarmanna og kommúnista nær allt kjósenda fylgið í Norður-Finnlandi. I ræðu þeirri, sem Kekkonen hélt í Stokkhólmi og áður er sagt frá, kom forsætisráðherr- ann inn á fyrirætlanir, sem á prjónunum væru um að skapa stóriðnað í Norður Finnland. Nú er í uppsiglingu mikil deila í þinginu, út af frumvarpi stjórn- arinnar um þetta efni, sem m. a. gerir ráð fyrir byggingu stór- felldra orkuvera þar á vegum ríkisins. íhaldsmenn eru vitan- 1 e g a einbeittir andstæðingar þeirra fyrirætlana og mun þeim þykja áhrif ríkis rekstrarins nógu viðtæk þótt ekki komi þetta til viðbótar. Á árunum 1947-48, þegar komm- únistár voru meira ráðandi í verkalýðssamtökum landsins, stóðu þeir fyrir stórfelldum pólitískum verkföllum, sem oft höfðu alvarleg áhrif fyrir efna- hagslíf landsins, en nú er allt miklu kyrrara á þessum vett- vangi. Kommúnistar fengu 389 þúsund atkvæði við seinustu þingkosningar, en allmiklu færri fulltrúa á þingi en vera bæri miðað við þá tölu a t k v æ ð a. Bændaflokkurinn fékk rúmlega 400 þúsund atkvæði og jafnaðar- menn um hálfa milljón atkvæða. Kröfuganga kommúnista 1. maí s. 1. taldi um 10 þúsund sálir, þar af mörg hundruð barna. Kom- múnistar gefa út tvö dagblöð í höfuðborginni, en þau eru lít- ið útbreidd. Þau voru bæði minnkuð í vor. Annað minnkaði brotið, en hitt fækkaði síðunum. Á boðstólum eru auk þess nokk- ur tímarit kommúnista, en þau eru lítið keypt. Samúð margra þjóð er mjög einlæg með Finnum, og munu síðustu ólympíuleikar ekki hafa dregið úr henni. Margir finnskir stúdentar leggja leið sína til ann- arra landa, ekki sízt til Banda- ríkjanna, og þeir eru þó fleiri, sem hafa fullan hug á því, en koma því ekki í framkvæmd margra hluta vegna. Ef Banda- ríkjamaður tekur finnska stúd- enta tali, líður að jafnaði ekki á löngu þar til kynþáttavandamál- ið í Bandaríkjunum ber á góma. Aðeins einn af hundraði finnskra stúdenta eru kommúnistar, en þeir heyra mikið gert úr ofsókn- um h v í t r a Bandaríkjamanna gegn þeim svörtu, þar í landi, enda leggja finnskir kommún- istar mikla áherzlu á þær í á- róðri sínum. Þess er skemmst að minnast, að fyrirlesari nokkur á vegum sameinuðu þjóðanna ferðaðist til Finnlands í sumar og ræddi m. a. um þetta mál. Hann fékk slíka aðsókn, að hús- rúm það, sem fyrirfram var ætl- að til fyrirlestrahaldsins, reynd- ist allt of lítið, þegar til kom. Sem stendur er hagur Finna góður, en um þá gildir kannske frekar en flestar aðrar þjóðir. Afkoma þeirra er háð utanað- komandi öflum ,sem þeir geta sáralítil áhrif haft á. Að lokum þessi orð, sem fyrrverandi ráð- herra nokkrum urðu á munni í samtali við greinarhöfund: „Við getum ekki gerzt þáttakendur í heimsmálunum. Við verðum einungis að sitja hjá og hlusta á. — AB 16. sept. 11 HfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIII'S Nr. 2 I upplýsingaflokki s CANADISK VASABÓK Þessi grein er önnur í röð samin með þnð fyrir aiigum. að vekja Nvja Canadamenn til meðvitundar um þá kosti og þau tækifæri, sem hið nýja kjörland þeirra liefir ui>p á að bjóða. Canada skiptist I tiu fylki og tvö svæöi, sem eigi njóta sjálfsstjörnar. Newfoundland á austurströnd, er samsett af eynni Newfoundiand og La- brador á meginlandinu. Aðal- atvinnugreinar eru timbur- tekja til pappirsgerðar og fiskveiðar. Smæsta fylkið er Prince Bdward Island, er frægt er einkum vegna akuryrkju og fiskiveiða; auk þess er þar mikið um eplauppskeru og aðra ávexti. 1 Novo Scotia er mikið um landbúnað, fisk- veifiar, ávexti og mikið af kolum. New Brunswickfylki er frjösamt til akureyrkju, auk fiskveiða, timburtekju og pappírsframleiðslu. Quebec, stæí^t!F"?ylkið, er heimkynni hinna frönsku- mælandi Canadamanna; lengi vel var þar einkum stundaður landbúnaður, en nú er þegar geisimikið um iönafi; aðal- framleiðslugreinar eru timb- ur og pappírsgerð, námu- vinsla og landbúnaður. Que- bec hefir forustu um rafur- magnsframleiðslu. Ontario, sem er annað stærsta 'fylkið, hefir meirl iðnaðarframleiðslu en Que- bec. Einnig er þar mikið um timburtekju og orkufram- leiðslu. 1 suðurhiuta fylkisins þar sem veðurfar er milt, er hið svonefnda, fræga ávaxta- svæði, og þar er fjölbýlast á fermilu. Ritstjóri þessa hlaðs kem- ur á framfæri kærkomnum athuKunum og upplýsingnm af yðar hálfu varðanili fram- hald þessara greina. f najsta mánuði Canadisku Vesturfylkin Calvett DISTILLERS LTQ AMHERSTBURG, ONTARIO Miiiiili YOUR -mspUOHB DlRBCTORY WlU. bb rbady noV' /s- Viðskiptavinir geta fengið eintak af hinni nýju slma- skrá á næstu stmaskrif- stofu, nema í þelm bygð- arlögum, scm hafa sjálf- virkt símakerfi. Þar, sem svo hagar til, skuluð þér vitja síma- skrárinnar á næsta pósthús. COMMUNITY DIAL OFFICES ARE LOCATED AT THE FOLLOWING POINTS: Anola, Bculah, Crandall. Goodlands, Hazelridge, La Broquerie, Lorette, Lyleton, Marquette, Medora-Napinka, Miniota, New Sarum, Oak Bank, Pierson, Pine Falls, Riverton, Trlston, Warren, Waskada, Whitemouth, Woodiands. mnniTOBR TEIiEPHOnE SOSTEm 52-6

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.