Lögberg - 13.11.1952, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.11.1952, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. NÓVEMBER, 1952 Langt í Burtu ' frá Heimsku Mannanna 4 Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi II. Bathsheba var í herbergi sínu um þessar mundir og var að búa sig í boðið. Hún hafði beðið um ljós, og Liddy kom inn til hennar me? tvö kertaljós og setti þau sitt hvoru megin við spegil húsmóður sinnar. „Farðu ekki, Liddy,“ sagði Bathsheba nærri feimnislega. „Ég er heimskulega æst — ég veit ekki af hverju að ég óska af heilum huga að ég þyrfti ekki að fara á þennan dans, en við því verður ekki gjört nú. Ég hefi ekki talað eitt orð við hr. Boldwood síðan í haust, að ég lofaðist til að sjá hann um jólin í sambandi við viðskipti okkar, en mér datt ekki í hug, að neitt líkt þessu væri á ferðinni.“ „En ég mundi fara,“ sagði Liddy, sem var boðin með henni; því Boldwood var ekki að gera neinn mannamun. „Já, auðvitað lít ég þar inn,“ sagði Bath- sheba. „En hann heldur þetta boð mín vegna, og það gjörir mig svo órólega. Segðu ekki neitt um það, Liddy.“ „Ó, nei, frú. Þín vegna, frú?“ „Já, ég er ástæðan fyrir þessu heimboði — ef að það hefði ekki verið fyrir mig, þá hefði ekkert heimboð verið. Ég get ekki skýrt þetta meira — það er ekkert meira til að skýra. Ég vildi að ég hefði aldrei séð Weatherbury.“ „Það er ekki fallegt af þér — að óska að þú værir fátækari en þú ert.“ „Nei, Liddy. Ég hefi aldrei verið laus við armæðu síðan ég kom hingað, og þetta heim- boð er líklegt til að auka á hana. Komdu nú með svarta silkikjólinn minn og sjáðu hvernig hann fer mér.“ „Þú hættir vissulega ekki að vera í hon- um, frú? Þú ert nú búin að vera ekkja í fjórtán mánuði og ættir að vera í einhverju ljósara við slíkt tækifæri og þetta.“ „Er þörf á því? Nei, ég klæði mig eins og ég er vön, því ef að ég færi í ljós föt, þá færi fólkið að fetta fingur út í það, og ég yrði að látast vera glöð, þegar að ég er það ekki. Mér er aldeilis ekkert um þetta boð gefið; en fástu ekki um það, vertu kyrr og hjálpaðu mér til að ljúka við að klæða mig.“ III. Boldwood var líka að klæða sig þennan sama klukkutíma. Skraddari frá Casterbridge var hjá honum og var að hjálpa honum, eða þó öllu heldur að máta á hann alveg nýjan frakka, sem að hann hafði komið með. Boldwood hafði aldrei verið eins vandfýsinn með það hvernig föt færu sér eins og nú. Skraddarinn snerist allt í kringum hann, strauk um mittið á hon- um, togaði í ermarnar, pressaði kragann, og í fyrsta sinni á ævinni var Boldwood ánægður með sjálfa sig. Það hafði þó verið sú tíðin, að hann kallaði allt þetta dekur barnaskap, en nú hafði hann ekkert út á það að setja, ekki einu sinni út á nýmóðins fellingarnar á frakkanum. Hann lét að síðustu í ljósi að hann væri fylli- lega ánægður með fötin og borgaði fyrir þau, og skraddarinn fór út úr húsinu rétt í því að Oak kom inn til að segja bóndanum frá hvernig allt gengi. „Heyrðu Oak,“ sagði Boldwood; „ég sé þig áreiðanlega hér í kveld. Gerðu þér glaðan dag. Ég hefi fastráðið að hvorki kostnaður né fyrir- höfn skuli verða spöruð.“ „Ég skal reyna að koma, þó að það verði máske nokkuð seint,“ sagði Gabríel seinlega. „Mér þykir sannarlega vænt um að sjá breyt- inguna, sem orðin er á þér frá því sem áður var.“ „Já — ég verð að viðurkenna það — það er létt yfir mér í kveld: ég er glaður — meira en glaður — svo glaður að ég óttast að eitthvað' komi fyrir, sem nemi gleðina á burtu frá mér. Stundum þegar ég er sérstaklega vongóður og léttur í lund, þá er eins og hylli undir óheppn- ina fram undan, svo að ég er oft farinn að líta á myrkrið í sjálfum mér með jafnaðargeði, en óttast glaðlyndið. Samt getur það verið heimska — mér finnst að það sé heimska. Máske að hamingjudagur minn sé nú að renna upp eftir allt.“ Ég vona að hann verði langur og fagur.“ „Þakka þér fyrir — þakka þér fyrir. En ef til vill hvílir von mín og gleði á veikum grund- velli. En samt erysti ég því, að von mín, sem reyndar er trú, en ekki von, rætist. Ég held að ég fari ekki villur vegar í þetta sinn. — Oak, ég er nokkuð skjálfhentur eða einhvernveginn óstyrkur. Ég get ekki hnýtt hálsbindið rétt. Máske að þú viljir gjöra það fyrir mig. Satt að segja þá hefir mér ekki liðið vel upp á síð- . kastið.“ „Mér þykir fyrir að heyra það, herra.“ „Ó, það er ekkert; ég vil að það sé vel gjört, eins vel og þú getur. Eru nokkrir nýmóðins hnútar til, Oak?“ „Ég veit það ekki, herra,“ sagði Oak heldur raunálega. Boldwood gekk til Gabríels, og hann batt á hann hálsbindið, en á meðan hélt hann áfram allákafur: „Heldur kona loforð sitt, Gabríel?“ „Hún gjörir það máske, ef það er enginn bagi fyrir hana.“ .... „Eða öllu heldur óbeint loforð?“ „Ég vil ekki ábyrgjast þetta óbeina loforð,“ sagði Oak nokkuð þyrkingslega. „Það orð er ems götótt og sigti.“ „Talaðu ekki svona, Oak. Þú ert orðinn nokkuð önugur upp á síðkastið — hvernig stendur á því? Það er eins og afstaða okkar hafi breytzt: Ég er að verða ungur og von- góður, en þú gamall og trúlaus. En hvað sem um það er — heldur kona loforð sitt um að giftast ekki, heldur að ganga inn á samning um að giftast einhverntíma seinna? Þú þekkir kvenfólkið betur en ég — segðu mér það.“ „Ég held að þú sýnir skilning mínum of mikinn heiður. En hvað sem um það er, þá getur hún haldið slíkt loforð, ef hún í ein- lægni hefir gefið það til að bæta fyrir rangindi, sem að hún hefir framið.“ „Það hefir ekki enn komist langt á veg, en ég held að það komist það bráðum — já, ég veit það kemst það,“ sagði Boldwood eða öllu heldur hvíslaði með ákafa. „Ég hefi lagt að henni með þetta, og hún hefir látið á sér skilja, að hún hugsi um mig sem eiginmann einhverntíma í framtíðinni, og það er mér nóg. Hvernig get ég vonast eftir meiru? Hún hefir þá hugmynd, að ekkja eigi ekki að gifast í sjö ár eftir dauða manns síns — það er, að hún sjálf eigi ekki að gjöra það, vegna þess að lík manns hennar hefir ekki fundizt. Það getur verið að það sé þessi lagalega ástæða, sem fyrir hennir vakir, eða þá trúarleg ástæða, en hún er treg til að, láta nokkuð í Ijósi um það, en samt hefir hún lofað — óbeinlínis — að staðfesta samninga í kveld.“ „Sjö ár,“ tautaði Oak fyrir munni sér. „Nei, nei — það er ekkert því líkt!“ sagði Boldwood óþolinmóðlega. „Fimm ár, níu mán- uðir og nokkrir dagar. Það eru nærri fimmtán mánuðir síðan að hann dó, og er það nokkuð sérstaklega undarlegt, að vera trúlofaður í dá- lítið meira en fimm ár?“ „Það sýnist langt þegar horft er fram í tímann. Reiddu þig ekki um of á slíkt loforð, herra. Minnstu þess, að þú varst táldreginn einu sinni. Hún meinar máske vel, en svo er hún ung ennþá.“ „Táldreginn? Aldreií“ sagði Boldwood hastur. „Hún lofaði aldrei neinu í fyrra skiptið, og sveik þess vegna aldrei neitt loforð! Ef hún lofast til að giftast mér, þá gerir hún það. — Bathsheba er ekki bngðmælgin kona.“ IV. Tray sat inni í herbergi i litlu veitinga- húsi í Casterbridge með rjúkandi púnskollu fyrir framan sig, sem að hann dreypti á af og til. Það var drepið á herbergishurðina, og Pennyways kom inn. „Jæja, hefurðu séð hann?“ spurði Tray og benti Pennyways til sætis. „Boldwood?“ „Nei — Long málafærslumann.“ „Hann var ekki heima. Ég fór þangað fyrst.“ „Það er óþægilegt.“ „Já, frekar svo, býst ég við.“ „En ég get þó ekki skilið að maður, sem talinn var var drukknaður, en var það ekki, sé ábyrgðarfullur fyrir neinu. Ég fer ekki að bera það undir neinn lögfræðing — nei, svei mér þá!“ „Þetta er nú dálítið yfirgripsmeira. Ef maður breytir um nafn og þar fram eftir göt- unum og gjörir tilraunir til að blekkja heim- inn og konu sína, þá er hann svikari, en svik- ari er í augum laganna skelmir og það er sama sem að vera óþokkaflakkari, en sú staða er hegningarverð.“ „Ágætt, Pennyways!“ sagði Tray og hlóg, en það var eins og að nokkur áhyggja væri í rómi hans er hann sagði: „En það sem ég vil fá að vita er það, hvort að þú haldir virkilega að það sé samdráttur á milli hennar og Bald- woods? Það veit hamingjan, að mér hefði al- drei dottið neitt slíkt í hug. Hún hlýtur að fyrir- líta mig innilega! Hefurðu komizt að því hvort að hún hafi gefið honum nokkuð undir fótinn?“ „Ég hefi ekki getað frétt neitt. Það er sýni- leg tilfinning frá hans hálfu, en um hana veit ég ekkert. Ég heyrði ekkert um þetta þangað til í gær, og allt sem að ég heyrði þá var það, að hún ætlaði að fara í heimboð til hans í kveld. Þeir segja, að það sé fyrsta heimboðið, sem að hún hafi sótt til hans, og að þau hafi ekki talast við síðan á Green Hill sýningunni — en hverju af þessu er hægt að trúa veit ég ekki. En ég veit fyrir víst, að henni þykir ekkert vænt um hann — er honum jafnyel fráhverf og kærir sig ekkert um hann.“ „Ég er nú ekki svo viss um það . . . Hún er tilkomumikil kona, Pennyways, eða hvað finnst þér? Viðurkenndu að þú hafir aldrei aug- um litið glæsilegri persónu á ævi þinni. Ég verð að viðurkenna, að þegar ég sá hana inn daginn þá furðaði ég mig á því, hvað mér hefði gengið til að geta hlaupið frá henni og dvelj- ast langvistum í burtu frá henni, en þá var ég bundinn við sýninguna, sem að ég er nú laus við til allrar lukku.“ Hann sat á stólnum, lagði höfuðið upp að stólbakinu og reykti þegjandi um stund og bætti svo við: „Hvernig leit hún út þegar að þú fórst þar fram hjá í gær?“ „Þú getur reitt þig á, að hún gaf lítinn gaum að mér; en hún leit býsna vel út, að því er ég gat bezt séð. Hún renndi rétt sem snöggv- ast þessum voldugu augum sínum á mig og fram hjá mér eins og ég væri einhver visinn og volaður vesalings ræfill. Hún hafði komið einhvers staðar að og var nýstigin af baki þar sem að fólk hennar var að ljúka við að pressa síðustu sumareplin. Hún var rjóð í framan og ferðamóð, svo að hún andaði títt og brjóstin gengu upp og niður — niður og upp; ég sá það með mínum eigin augum. Og mennirnir voru þar allt í kring að raða ostinum og snúast við hitt og þetta. Þeir sögðu við hana: ,Varaðu þig á hestinum, hann skemmir fötin þín, frú!‘ — ,Fáist þið ekki um það‘, sagði hún. Svo kom Gabríel með nokkuð af nýja víninu og færði henni, en hún gat ekki smakkað á því nema að hún hefði drykkjarstrá — ekki á vanalegan hátt. — ,Liddy‘, sagði hún, ,komdu með nokkur gallon inn, ég ætla að búa til eplavín.1 — Sar- gent Tray, ég meinti ekki meira til hennar heldur en gorkúla í móhúsi.“ „Ég verð að fara og sjá hvað henni líður undir eins — já, ég verð að fara. Oak er aðal- maður hennar ennþá, er það ekki?“ „Jú, það held ég, og hann sér um litla Weatherbury-landið líka. Hann stjórnar öllu.“ „Hann hefir fullt í fangi með að stjórna henni, eða hver sem er á hans reki!“ „Ég veit ekkert um það. Hún getur ekki án hans verið, og vitandi það þá fer hann nokk- urn veginn sínu fram. Það eru nokkrir hlýir blettir í huga hennar, þó að mér hafi aldrei tekist að finna neinn þeirra!“ „Ó, ráðsmaður, hún stendur þér stigi ofar, og þú veist það sjálfur — hún er fínni tegundar og af æðri uppruna. En haltu þig að mér, og hvorki þessi mikiláta yfirlætismikla kvenper- sóna — þessi Juno kona mín, (Juno var Gyðja, eins og þú veist), né heldur nokkur annar skal vinna þér hið minnsta mein. En allt þetta krefst athugunar sé ég muni vera; með því og ýmsu öðru sé ég að verkefnin eru mér í hendur fengin.“ V. „Hvernig lít ég út í kveld, Liddy?“ spurði Bathsheba um leið og hún lauk við að snyrta sig fyrir framan spegilinn. „Ég hefi aldrei séð þig l;ta betur út, en nú í kveld — jú, einu sinni sá ég þig líta eins vel út, það var fyrir ári og hálfu síðan, þegar að þú komst inn og ávítaðir okkur fyrir, að tala ó- virðulega um þig og Tray.“ „Það halda víst allir að ég hafi ásett mér að klófesta Boldwood,“ tautaði hún eins og við sjálfa sig. „Að minnsta kosti munu þeir segja það. Er ekki hægt að bursta betur á mér hárið? Ég kvíði fyrir að fara — og ég kvíði líka fyrir að særa hann með því að fara ekki.“ „Þú getur sannarlega ekki verið klædd látlausaar en þú ert, nema að þú viljir aftur fara í sorgarklæðin. Það er æsingin, sem að þú ert í, sem að gjörir þig svo eftirtektarverða í kvöld.“ „Ég veit ekki hvað að mér er; mér finnst að mér líði svo afar illa aðra stundina, en svo betur hina. Ég vildi að ég gæti haldið áfram að vera ein eins og að ég hefi verið þetta síðasta ár eða rúmlega það — vonlaus og ótta- laus, án gleði og án sorgar.“ „Segjum að hr. Boldwood styngi upp á — ég styng aðeins upp á því, — að þú strykir með honum; hvað mundir þú þá segja, frú?“ „Liddy — láttu þér slíkt ekki um munn fara,“ sagði Bathsheba alvarlega. „Ég líð eng- um að hafa þetta í flimtingum. — Heyrurðu það?“ „Fyrigefðu frú. En takandi það til greina hversu miklir garmar við konurnar erum, þá sagði ég þetta. — En ég skal ekki minnast á það aftur.“ „Það er ekki um neina giftingu að ræða fyrir mig í mörg ár; og ef að það verður nokk- urn tíma, þá verður það fyrir allt aðrar ástæður heldur en þú og aðrir halda! Komdu nú með kápuna mína, það er kominn tími til að fara.“ VI. „Oak,“ sagði Boldwood, „áður en að þú ferð þá ætla ég að minnast á nokkuð, sem að ég hefi verið að hugsa um upp á síðkastið — það er viðvíkjandi samningnum um hlut þinn í afrakstrinum á búgarðinum. Hluturinn, sem um er samið, er lítill þegar tekið er til greina hve lítinn tíma ég get veitt til eftirlitsins, og hve miklum tíma þú verður að verja til þess. Jæja, síðan hlutirriir fóru að lagast fyrir mér, þá hefi ég hugsað mér að sýna, að ég met verð- leika þína með því að auka þátttöku þína í framleiðsluhagnaðinum. Ég skal skrifa niður það sem mér finnst líklegast og réttlátast, en ég hefi ekki tíma til að tala um það nú, svo að við verðum að láta það bíða seinni tíma og tækifæra. Ákvörðun mín er sú, að láta alveg af eftirlitinu og þangað til að þú getur tekið alla ábyrgðina á þínar herðar verð ég aðeins þátttakandi í stjórn búsins að nafninu til. Og svo, ef að ég giftist henni — og ég vona — ég veit að ég muni gjöra það, þá . . . .“ „Minnstu ekki á það, herra,“ sagði Oak stuttur í spuna. „Við vitum ekki hvað kann að koma fyrir. Það er svo margt, sem getur komið fyrir þig. Þau eru svo mörg hálu sporin, segja þeir — og ég ráðlegg þér — þú fyrirgefur í þetta sinn, þó að ég segi: vertu ekki of viss." „Ég veit það, ég veit það. En ástæða mín fyrir að auka ítök þín í afrakstri búsins stafar eingöngu frá kynningu minni á þér, Oak. Mér er ekki að öllu leyti ókunnugt um leyndarmál þitt: Áhugi þinn fyrir velferð hennar nær lengra og stendur dýpri rótum en þjónustu- skylda ráðsmanns eða umsjónarmanns vana- lega gjörir. En samt hefir þú hagað þér eins og góðum dreng sæmdi, og eins og nokkurs konar yfirburða-keppinautur — yfirburða, sem stafa að nokkru leyti af hjartagæzku; og þess vegna er ég ráðinn í að sýna þér velþóknun mína á vináttu þinni í minn garð undir kringumstæð- úm, sem hafa þó hlotið að vera þér tilfinnan- lega sárar.“ ,(Ó, þess gjörist ekki þörf, þakka þér fyrir,“ sagði Oak. „Ég verð að venjast slíku; aðrir menn hafa gjört það, og ég verð að gjöra það.“ Oak skildi svo við Boldwood. Hann var ó- rólegur út af Boldwood, því að hann sá á ný, hvaða áhrif ástríðan, sem að hann var haldinn, hafði haft á hann. Boldwood var einn í herbergi sínu um stund reiðubúinn til að taka á móti gestum sínum; — áhyggjunum út af því hvernig að hann liti út, hafði létt af honum, en í stað þeirra hafði alvöruþungi lagst yfir hann. Hann leit út um gluggann og sá trén í garðinum bera við himinn og kveldskuggana breytast í nátt- myrkur. Hann gekk að læstri hirzlu, sem að stóð í herberginu, lauk henni upp og tók úr henni dálitla sívala öskju og var í þann»veg- ínn að láta hana í vasa sinn þegar að hann sá sig um hönd, opnaði öskjuna og leit ofan í hana. í öskjunni var konu-demantshringur alsettur smáum demöntum og leit út fyrir að vera al- veg nýr. Boldwood horfði á hringinn um stund, og var auðséð á svip hans og tilburðum, að hann hugsaði minna um verðmæti hringsins heldur en það hvernig að framtíðarsaga hans mundi ráðast. Hjólaskrölt heyrðist fyrir framan húsið. Boldwood setti lokið á öskjuna, lét hana í vasa sinn og fór til dyranna. Aldraður maður, sem innanhússtjórn hafði á hendi, mætti honum þegar að hann kom ofan stigann og sagði: „Fólkið er að koma, herra — fjöldi — gang- andi og keyrandi!" „Já, ég heyrði hjólaskrölt rétt áðan — var það frú Tray?“ „Nei, herra — hún er ekki komin enn.“ Dimmleitur þunglyndissvipur var aftur kominn á andlit Boldwoods; hann gat ekki dulið tilfinningar síriar, þegar að hann nefndi nafn Bathshebu, og ekki heldur haldið hönd- unum frá að vera á iði, á meðan að hann gekk ofan stigann. VII. „Hvernig hylur þetta mig?“ spurði Tray Pennyways. „Ég er viss um, að það þekkir mig enginn nú.“ Hann var að hneppa að sér stóra og mikla yfirhöfn frá dögum Nóna með upp- slagi og stífum krafa, sem náði upp undir koll á húfunni, sem að hann hafði á höfðinu og var brett niður fyrir eyru. Pennyways skaraði að ljósinu, leit upp og athugaði Tray. „Þú ert þá ákveðinn í að fara,“ sagði hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.