Lögberg - 13.11.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.11.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. NÓVEMBER, 1952 Gefið öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEO, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mall, Post Office Department, Ottawa Republicanar taka við völdum Eftir að hafa mænt vonaraugum til Hvíta hússins í Washington í tuttugu ár, lánaðist Republicanafiokkn- um með Dwight D. Eisenhower í fararbroddi að leggja undir sig land og búa sig undir valdatöku; sigur flokks- ins var að vísu mikill, þótt persónusigur hins nýkjörna forsetaefnis væri langtum meiri, en í kjörfylgi sínu setti , Eisenhower met í stjórnmálasögu hinnar amerísku þjóðai'. Forsetaskiptin fara fram í Washington þann 20. janúar næstkomandi, og frá þeim tíma verður flokkur Republicana ábyrgur að öllu varðandi valdameðferð í landinu næstu fjögur árin, því auk forsetans, ræður hann yfir meirihluta í báðum deildum þings, þótt tak- markaður sé, því litlu munaði að Demokratar gerðu jafntefli í hvorri þingdeild um sig. Forsetakjör í Bandaríkjunum er vitaskuld sérmál þessarar voldugu þjóðar, og þótt slíkt hafi á liðnum árum jafnan haft mikilvæg og fjölþætt áhrif á rás heimsmálanna, þá veltur þó sennilega aldrei meira á því en einmitt nú hvernig til tekst, þar sem framtíð lýð- ræðisins hvílir að miklu í höndum Bandaríkjanna. Dwight D. Eisenhower er annað og meira en heims- frægur hernaðarleiðtogi; þann tíma, sem hann var for- seti Columbiaháskólans flutti hann ræður um mann- félagsmál, sem báru vitni heilsteyptri skapgerð og þeirri djörfung, sem marga þá tilfinnanlega skortir, er við opinber mál fást; öll þau ár, sem hann hafði her- stjórn með höndum, átti hann þess kost, að kynnast persónulega stjórnmálaforingjum fjölda þjóða með mis- munandi sjónarmið, og þar af leiðandi verður eigi efað, að slík kynni komi honum að góðu haldi varðandi með- ferð utanríkismálanna. Vikuritið Time, sem veitti Eisenhower að málum meðan á kosningahríðinni stóð, skýrir frá því í sex liðum að loknum leik, hvernig almenningsálitið hafi snúist Eisenhower í vil síðustu dagana fyrir kosning- arnar; bændur, í þúsunda tali, hefðu hallast á hans sveif vegna afstöðu hans til Kóreustríðsins; miljónir starfsmanna stóriðjunnar, sem fylgt hefðu Demokröt- um að málum í tuttugu ár, hefðu ráðið við sig að breyta til; játendur rómversk-kaþólskrar trúar, sem áratug- um saman hefðu fylkt liði um Demokrata, hefðu snúist gegn þeim vegna misskilnings þeirra og aðgerðarleysis gagnvart þeirri siðferðislegu hættu, sem af kommún- ismanum stafaði; fylkingar Suðurríkjanna hefðu rofnað vegna þess fáránlega einræðis sem hernumið Irefði Washington; æskan hefði snúið baki við Demokrötum vegna þess að hún hefði haft það á vitund, að breytinga í stjórnarstarfsháttum væri þörf; og loks yrði sú stað- reynd eigi umflúin, að mikill fjöldi kvenkjósenda, sem undir flestum kringumstæðum myndu hafa fylgt Demo- krötum að málum, hefðu snúist til fylgdar við Eisen- hower vegna Kóreustríðsins, en eins og vitað er, hét hann kjósendum því að fara persónulega til Kóreu og freista þar úrlausnar á deilumálunum; þær ástæður fyrir kosningasigri Eisenhowers, sem nú hafa nefndar verið, munu vera laukréttar, og víst er að minsta kosti um það, að síðasta atriðið, viðkvæmt tilfinningamál, hafði engin smáræðis áhrif á kosningaúrslitin; áður en langt um líður tekst Eisenhower á hendur hina fyrir- huguðu ferð sína til Kóreu hver svo sem árangurinn verður, því þar eru öfl að verki, sem enginn einn maður hversu hæfur og velviljaður sem hann er, ræður framúr að næturlagi. Ríkisstjórakosningar sunnan landamæranna telj- ast þar jafnan til merkisatburða, og einnig þær fóru Republicönum í vil; þeir menn, sem slík embætti skipa, eiga, auk sjálfsagðrar skyldurækni við umboðsstörfin, að gæta hagsmuna hlutaðeigandi flokka heima fyrir og annast um að trúrra þjóna verðlaun fari eigi fram af handahófi; þessi embætti hafa greitt mörgum mann- inum, hæfum og óhæfum, götu til Senatorkjörs; ná- grannaríkin, North Dakota og Minnesota, fengu bæði kosna ríkisstjóra úr fylkingum Republicana í nýaf- stöðnum kosningum og eru vafalaust í sjöunda himni. Flokkur Republicana í Bandaríkjunum svarar í meginatriðum til íhaldsflokksins í Canada; hann er að vissu leyti forréttindaflokkur, sem trúir á tollvernd; í kjölfar hátolla sigla ófrávíkjanlega viðskiptahömlur, er á sínum tíma leiða til fjárhagslegrar kreppu. Vel má ætla, að Eisenhower, sem í rauninni'telst til hins rót- tækara fylkingararms Republicana, stýri að eins miklu leyti og í hans valdi stendur fram hjá slíkum skerjum, og væri þá vel. Lítil líkindi eru á, að breytt verði í höfuðatriðum um %tefnu Bandaríkjanna í utanríkismálunum, þrátt fyrir forseta- og stjórnarskiptin, enda ber flokkunum þar ekki margt á milli; árás Eisenhowers á Truman forseta í kosningabaráttunni í þeim efnum kom þess vegna flestum á óvart, þótt tilgangurinn eigi stundum að heiga meðalið. Trúnað Eisenhowers við Sameinuðu þjóðirnar og Norður-Atlantshafsbandalagið þarf eigi að efa; af- staða hans í háðum tilfellum er fyrir löngu lýðum ljós og þá þarf þess ekki heldur að vænta, að kommúnistar Heimilið í Suðurskógi Hjálparstofnun fyrrverandi fanga og ofdrykkjumanna á Lálandi — Sönderskovsheim ilið — hefir verið skjólshús 1100 ógœfumanna, oft með góðum árangri. Á Lálandi á danska þjóðin merkilega stofnun, sem væntan- lega á eftir að verða ýmsum til fyrirmyndar. Það er Sönderskov- heimilið, stofnun fyrir menn, sem koma úr refsivist í fangahúsum eða af drykkjumannahælum. Þessi stofnun er 35 ára, svo að ærin reynsla er fengin af starfi hennar. Hér fer á eftir endur- sögn á afmælisgrein, sem Berl- ingske Aftenavis birti nýlega um heimilið. Gjöf til fangahjálpar Árið 1917 var þetta heimili stofnað með þeim hætti að frú Bodil de Neergaard gósseigandi gaf skógarvarðarhús og með því landspildu í kringum 3 ha. til fangahjálpar á þennan hátt. Þetta gerði frúin fyrir áhrif frá merkiskonunni Mathilde Wrede, sem nefnd hefir verið „vinur fanganna“. Um hana hefir fátt verið rætt við íslenzka blaðales- endur, en þó var ein grein um hana í kvennablaðinu 19. júní. Fyrstu árin rak frú Neergaard heimilið fyrir eigin reikning og vann það sér fljótt álit og viður- kenningu, svo að það þótti alltof lítið. Skildist mönnum þá, að slík stofnun átti að vera opinber eign. Árið 1923 var Melchior Jensen ráðinn forstöðumaður þessa heimilis og fer hann þar enn með húsbóndavald. Nú er land stofn- unarinnar um 30 ha. og þar eru smiðjur ýmis konar, peninga- hús, gróðurhús og hænsnahús, auk íbúðarhúsanna, sem eru með miðstöðvarhitun og öllum þæg- indum. Og þarna dvelur stöðugt yfir 20 manns og þó skiptir um vistmenn í hverjum mánuði. 1100 menn Melchior Jensen hefir lagt lífs- starf sitt allt í þjónustu þessa heimilis. Hann er sálgæzlumaður vistmannanna en við hlið sér hefir hann konu sína, sem er ráðs kona staðarins og annast hina fjárhagslegu hlið rekstursins. Fyrir atorku og ráðdeild þeirra hjóna er nú rekið þarna nýtízku sveitabú, sem jafnframt er gott heimili fyrrverandi vandræða- manna og hjálpar þeim til að verða nýtir borgarar og góðir menn í hinu frjálsa þjóðfélagi. Fanginn fær leyfi til að búa í Sönderskovs-heimilinu þ e g a r hann kemur úr refsivistinni og smám saman er reynt að fá hann til að starfa eðlilega. Þegar hann er svo farinn að fella sig við frjálsa umgengni við fólk eftir hálft ár eða heilt eða svo, sækir forstöðumaðurinn um atvinnu fyrir hann. Þannig rennur hann inn í þjóðfélag sitt á ný og gangi það ekki vel er hann velkominn inn á heimili sitt aftur. Dæmi er til þess, að maður nokkur hafi 18 sinnum leitað hælis í Suðurskógi. Hann var þar alltaf velkominn og varð ekki glæpamaður á ný. En samtals eru það meira en 1100 dæmdir menn, sem orðið hafa vistmenn þessarar stofnunar þau 35 ár, sem hún hefir starfað. Methafinn byrjaði nýtt líf Sá maður, sem átti landsmet í Danmörku í langri refsivistfhef- ir verið vistmaður hjá Melchior Jensen. Hann var dæmdur sam- kvæmt eldri lögum fyrir sið- ferðisafbrot í ævilangt fangelsi. Eftir 35 ára setu í fangelsinu í Horsens var hann náðaður, en þó með því skilyrði að Melchior Jensen tæki hann að sér. Maður- inn kom að Suðurskógi til að byrja nýtt líf. Hann hafði aldrei séð dráttarvél eða hraðlest og annað var eftir því. Þó voru lífs- venjur hins frjálsa manns. hon- um ennþá nýstárlegri. Hann ósk- aði þess að mega aftur hverfa í klefann sinn í Horsens. Það var erfitt að fá hann til að vera kyrran og oftar en einu sinni ætlaði hann að leggja af stað til Jótlands. En smám saman fór hann að una betur. Nú er hann frjáls maður á Sjálandi, og það er engan veginn á honum að sjá, að hann hafi þetta Danmerkur- met. Ráð, sem dugði Drykkjumennirnir hafa löng- um verið „skemmtilegri“ hluti heimilismanna hjá Melchior Jen- sen. Hann hefir þrásinnis sagt, að hið kímilega liggi oft nærri hinu hörmulega, og hefir sjálfur glöggt skyn á því, sem spaugi- legt er. Einu sinni dvaldi þar gamall drykkjumaður, sem tal- aði mikið um að hengja sig. Um það ræddi hann oft við félaga sína. Melchior Jensen vissi um það, en lét sem ekki væri. Svo kom maðurinn inn í skrifstofu hans og sagði: „Nú fer ég út og hengi mig.“ Forstöðumaðurinn sagði, að það skyldi hann ekkert eiga við, og bauðst til að hjálpa honum á annan hátt, stóð upp og tók veiðibyssu niður af vegg og mælti: „Við förum báðir út í skóg og þar skal ég skjóta þig. Það er miklu geðslegra.“ Hinn varð óttasleginn, tók til fótanna og hljóp á dyr og nefndi það aldrei framar, að hann ætlaði að farga sér. ✓ Hagnýt sálarfræði Ég hefi lært hagnýta sálar- fræði á hverjum degi í þessi 35 ár segir Melchior Jensen. Við borðum með vistmönnunum og vinnum með þeim alla virka daga. Þess vegna höfum við ekki í huga í hvað þeir hafa áður rat- að. Fyrir okkur er það nútíðin sem gildir, — fyrir þá framtíðin. Og fólk frá okkur vinnur nú margs konar þýðingarmikil störf víðs vegar um landið. Það eru fleiri en dæmdir menn úr refsivist, sem hingað koma. Hingað koma líka atvinnu lausir og heimilislausir menn og biðjast ásjár. Við úthýsum þeim ekki, því að það væri hættu- legt. Margir heimilismanna hafa orðið mér til mikillar gleði; — sumir til sorgar, — en einkum til gleði. Og það væri hægt að segja ýmsar hjartnæmar sögur um þakklátssemi. Hér kom maður á aðfangadagskvöld og spurði, hvort hann mætti dveljast hér um jólin. Það var honum leyft. Hann fór eftir jólin og spurði hvað dvölin kostaði. Hún var ó- keypis. Hann komst í vist eftir nýárið og sendi heimilinu fyrsta vikukaupið sitt. Misjafn sauður í mörgu fé Alls konar menn koma á Sönderskovsheimilið. Melchior Jensen hefir hætt að trúa ekki of vel öllu því, sem þeir vilja segja. Hann hlustar á þá, en hefir svo til að segja sem svo: Þetta er nú gott, en eigum við ekki heldur að halda okkur við sannleikann. Það verða ekki allir nýir og betri menn þó að þeir komi á þetta heimili. Til eru menn, sem ekki virðist vakna hjá neinn vilji til að þiggja hjálp og hafa sig upp úr ógæfu sinni. Og fyrir þá er eigi upp á pallborðið hjá honum því svo er hann gagn- kunnur undirferli þeirra og refmensku. Það var mikil gæfa fyrir Bandaríkin og gæfa fyrir lýðfrjálsar þjóðir, að framboðsþing Republicana tók Eisenhower fram yfir Taft, glapsýnan tækifærissinna, alt af á vaðbergi um það, úr hvaða átt byrvænlegast blési. ekkert hægt að gera á þessum stað. Fyrst í stað þótti fólkinu í sveitinni allt annað en glæsilegt til að hyggja, að það ætti að safna morðingum, níðingum og alls konar stórglæpamönnum og óþjóðalýð heim til þeirra. En það hefir sýnt sig við reynsluna, að heimilisfólkið í Suðurskógi er friðsamt fólk, sem engin ástæða er til að óttast fremur en annað fólk, enda þótt fortíð þess sé með ýmsum hætti. Það kemur þar heldur enginn afbrotamaður fyrr en hann hefir þolað sinn dóm. —TÍMINN, 30. sept. Vindur og sól framtíðar orkulindir fyrir eyðimerkursvæðin? Þessa dagana stendur yfir í London fundur sémefndar UNESCO — menningar- og vís- indastofnunar S. Þ. um nýtingu hins hrjósturlenda heims. Á fundinum er m. a. rætt um að koma upp orkustöðvum á eyði- merkursvæðunum með virkjun orku vinds og sólar. Hrjóstur- svæði þessi ná yfir meira en íjórðung þurrjendis jarðar. Ef takast mætti með hjálp vísind- anna og tækninnar að gera þessi landsvæði frjósöm, myndi það verða öllu mannkyni hin mesta búbót. áherzlan lögð á gróðurfræði, þ. e. a. s. gróðurþrif á hinum ýmsu stöðum. Ætlunin er með tíð og tíma að planta á eyði- merkursvæðunum þeim nytja- jurtum, sem þrifist hafa og sýnt mótstöðukraft á þurrum og hálf þurrum landssvæðum annars siaðar í heiminum. Á fundinum í London verður ennfremur rædd tillaga um stofnun alþjóðlegs fyrirtækis um ræktun hrjóstursvæðanna. —AB, 14. okt. UNESCO-nefndin er skipuð visindamönnum níu ríkja, sem öll hafa á einn eða annan hátt beinan hag af ræktun hrjóstur- svæðanna. Sem stendur eru störf nefndarinnar tvíþætt í aðal- atriðum. í fyrsta lagi söfnun sem flestra og nákvæmastra upplýs- inga um það, sem þegar hefir verið gert til að rækta eyðimerk- urnar, og í öðru lagi stofnun vís- indalegra rannsóknarstöðva um þessi viðfangsefni. Nefndin, sem einungis hefir starfað um eins árs skeið, hyggst taka fyrir eitt höfuðverkefni ár- lega. 1 fyrra var vatnsvandamál- ið tekið til meðferðar, en það er náttúrlega helzta vandamál eyði- merkursvæðanna. Árangurinn af rannsóknarstörfum fyrsta starfs- ársins var sá, að nú liggur fyrir vísindalegur grundvöllur að nýt- ingu vatnsins. í ár verður aðal- — Þekkið þér frú Petersen? — Já, ég held nu það. Hún er ein af mínum einlægustu og beztu óvinkonum!! ☆ — Er maðurinn yðar bóka- ormur? — Nei, bara venjulegur ormur! ☆ — Menn verða vitrari við að bíða tjón. — Hvaða bölvuð vitleysa er þetta hjá þér. Þú þekkir hann Sigga á mölinni. Hann datt nið- ur af húsþaki hjá sér og kom á höfuðið og hann varð bara alveg kolbrjálaður. Er sársauki sverfur að Eftir afi þér fyrst kennifi gigtarverkja — notifi Templeton’s T-R-C’s. Yfir miljón T-R-C’s taflna eru notaðar ít hverjum mánufii til lækninga við gift, vöðvagigt, ógleði og bakverk. Þvl þjást aS öþörfu ? HafiS T-R-C’s viS hendi og fáiS skjótan bata. ASeins 65 c., $1.35 I lyfjabúSum. T-842. Spurningar og svör varðandi canadíska banka Hvers vegna geymir fólk yfir 8,000,000 innstæðu í hinum lögiltu bönkum? Jtíin ástæðan er sú, að fólki er ekki um það gefið að geyma peninga svo um muni í heima- húsum eða bera þá á sér. Það lætur aflögufé sitt í bankann þar, sem það er trygt gegn eldsvoða, þjófnaði eða annari áhættu . . . Þetta er hlut- verk bankanna. Og það að eiga inni í banka hvetur fólk til sparnaðar. Hver, sem vill getur byrjað spari- innlegg með einum dollar. Með því að leggja inn reglubundið eykst inneign yðar jafnt og þétt. Peningarnir eru ávalt til taks, er þú þarfnast þeirra — ef vanda ber að höndum eða ábatavænlegt tækifæri býðst. Og þeir eru ávalt tryggir. Canadamenn treysta undantekn- ingarlaust bönkum sínum. Þér sannfærist um að bankinn sé hliðholl og velviljuð stofnun — og að spari-inneign sé hinn vísasti auðnuvegur. Ein af aiiKÍ.Vsi risunum, sem- BANKINN í NAGRENNI YÐAR BIRTIR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.