Lögberg - 20.11.1952, Síða 1

Lögberg - 20.11.1952, Síða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952 NÚMER 4\7 --------1 Mr. og Mrs. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. Sexfríu ára brúðkaupsminning Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 9. NÓVEMBER Effrirminnilegfr heimboð Á mánudagskvöldið hinn 10. þ. m., var í meira lagi gestkvæmt á hinu vingjarnlega heimili þeirra W. J. Líndals dómara og frú Guðnýjar Lindal, 788 Wolseley Avenue hér í borginni, því freklega hundrað manns þágu heimboð þeirra hjóna; hafði Lindal dómari lagt á sig ærið erfiði við undirbúning boðsins, því hann hafði hóað saman yfir sjötíu háskólastú- dentum, auk allmargra annara gesta; um leið og dómarinn bauð hinn mikla mannsöfnuð velkom- inn, skýrði hann frá því með skilmerkilegum orðum hvað fyrir sér hefði vakað með því að kveðja þennan álitlega hóp há skólanemenda til funda og gefa þeim kost á að kynnast; fyrir mörgum árum hefði verið við líði íslenzkt Stúdentafélag í þessari borg, er miklu góðu hefði til vegar komið og verið í rauninni sjálfstætt þjóðræknis- félag út af fyrir sig; umræður hefðu farið fram. á íslenzku og fundargerningar verið skráðir á íslenzku; frá þeim tíma hefði af skiljanlegum ástæðum margt breytzt og meðal annars í þejm efnum, að nú væri íslenzk tunga eigi eins töm háskólanemendum af íslenzkum stofni og áður gekst við; á hinn bóginn væri sýnt, að mentafólk okkar bæri eigi að síður djúpa virðingu fyrir íslenzkri menningu og vildi margt á sig leggja íslenzkri þjóð- rækni til fuiitingis á þann hátt er því skildist að haldbezt yrði til frambúðar; og ef svo færi, að mannfundur sem þessi leiddi til stofnunar nýs Studentafélags, væri betur farið en heima setið, því vaknandi samtaka væri brýn þörf; svo margir úr nemenda- hópnum tóku tii máls, að eigi tjáir tölum að telja, létu þeir allir í ljós ánægju sína yfir heim- boðinu og sýndust albúnir til á- taks; nokkrir úr hópi annara gesta létu einnig til sín heyra, þökkuðu húsráðendum ánægju- lega kvöldstund og lögðu blessun sína yfir þessa nýju samtakatil- raun æskunnar. Ríkulegar veitingar voru fram- reiddar og stóðu að þeim í sam- ráði við húsráðendur Icelandic Canadian Club og útgáfunefnd tímaritsins Icelandic Canadian. Þessi ungi piltur, 22 ára að aldri, er með ágætustu íþrótta- mönnum landsins. Hann hefir leikið þetta ár með Blue Bombers fótboltaliðinu og er það fyrsta ár hans í professional fótboltaleik. Á laugardaginn 8. nóvember var hann kjörinn Rookie ársins í fótboltaleik vesturfylkjanna, en það þýðir að hann er talinn beztur af byrjendum í professional Rugby leik; þann sama dag gáfu félag- ar hans honum vandað gullúr. Lorne byrjaði ungur að taka þátt í íþróttum; þegar hann stundaði nám við Daniel Mac- Intyre miðskólann var hann jafnan valinn í All-Star Rugby- liðið, en í því voru beztu leikar- ar miðskólanna. Hann lék með Western Wildcats junior rugby og hlaut árin 1950 og 1951 Israel Tessler Memorial Trophy sem bezti leikari í því liði, en það er sjaldgæft að nokkur leik- ari fái þau verðlaun^ tvö ár í Þann 19. október síðastliðinn áttu þau Jón Ólafsson, fyrrum kaupmaður í Leslie, og frú Sig- ríður Jónsdóttir Ólafsson kona hans sextíu ára giftingarafmæli. Börn þeirra nær og fjær mint- ust dagsins með blómagjöfum og heillaóskum. Auk þess tóku sig saman nokkrir vinir þeirra og sendu þeim heillaóskir og blóm og færðu þeim dálitla gjöf í viðurkenningarskyni fyrir langa og vinsamlega samfylgd þeirra við íbúana í Leslie, Saskatchewan. Jón og Sigríður komu ásamt fjölskyldu sinni til Leslie 1911 og hafa dvalið hér æ síðan. Þau eru gestrisin og hjálpfús og hafa komið börnum sínum vel til manns. Fyr á árum, á meðan íslenzk lúterska kirkjan var við líði, voru þau safnaðarmeðlimir og enn koma þau til messu þeg- ar um slíkt er að ræða og þau geta heilsunnar vegna komist það. Sömuleiðis er frú Sigríður ein af stofnendum íslenzka kvenfélagsins, sem stofnað var 13. desember 1917 og hefir verið starfandi meðlimur þess ávalt síðan og um eitt skeið forseti þess. Jón og Sigríður eru nú nokkuð við aldur og hafa þar að auki átt við vanheilsu að stríða í seinni tíð. Af þeim ástæðum þótti mönnum ekki út í það leggjandi að halda þeim víðtæk- ari hátíð, þó á heiðurdegi þeirra væri. Eins og nærri má geta hafa ýmsar mótbárur skollið á ævi- braut þessara hjóna, heilsu- ? Lorne Benson röð. — Lorne hefir einnig leikið Hockey og verið þar liðtækur. Lorne er fæddur í Riverton, sonur C. Richards Benson og konu hans Albertínu dóttur Baldvins heitins Halldórssonar og ekkju hans Maríu ólafsdótt- ur. — Marvin Benson, bróðir Lornes er einnig ágætur íþrótta- maður. Er ánægjulegt til þess að vita að enn er íslendinga að góðu getið á íþróttasviðinu. brestur um lengri eða skemmri tíma á einum og öðrum með- limum fjölskyldunnar, jafnvel dauðinn sjálfur hefir gripið inn í heimilislífið. En það er óhætt að fullyrða að þau hafa borið það með þreki og still- ingu. Margir vinir þeirra Jóns og Sigríðar leita enn að yl og á- nægju við arinn þeirra í samtali um eitt og annað, og oft er kaffi- bollinn með góðum skilum á borðinu fyrir framan gestina. Eldavélin er fögur og gljáandi, eins og bezt fágað gler. Síðast- liðinn vetur var kaffibrauð frú Sigríðar með ágætum, svo sem ung kona hefði bezt gert. Börn þeirra hjóna eru nú flest dreifð í ýmsar áttir, eins og gengur, að sinna sínum .lífs- störfum, samt er elzta barn þeirra, Ólafur Ágúst, í Leslie. Hann er kvæntur enkumælandi konu, Gladys O’Brien að nafni. Þau eiga eina dóttur barna; hún er útskrifuð af verzlunarskóla í Saskatoon, mjög geðþekk stúlka. Thorsteinn, kvæntur Vilhelmínu Thorvaldson, fyrrum kaupmaður í Leslie, og Gróu Gillies Thorvaldson konu hans. Vilhelmína var skólakennari í Leslie-héraði áður en hún giftist Thorsteini. Þau eiga tvær dætur versity). Önnur þeirra fór yfir til Evrópu eftir stríðið í fylgd með öðru mentafólki, sem var sent þangað til að athuga af- leiðingar stríðsins og greina frá því, sem mest greip hugi þeirra og tilfinningar, ef ske kynni að eitthvað mætti við gera. Lilja, gift frönskum manni, La- Belle að nafni; þau eiga börn og eru búsett' fyrir sunnan línu. Alberta, gift Halldór Johnson, fyrrum við Leslie, búsett í Blaine. Guðbjörg, kennari, gift frönsk um manni; þau eiga fjögur börn, búsett í Saskatchewan. Rose, ógift, er hjúkrunarkona við ágætan orðstír í Rosetown, Saskatchewan. Sá sólgeisli gæfunnar hefir ávalt skinið á þau Jón og Sig- ríði, að ást og eindrægni hefir ríkt í fjölskyldunni. Hvort hjón- anna um sig mun þar hafa hald- ið vel á sínu og börn þeirra reynst þeim umhyggjusöm og alúðarrík. Þess utan hafa þau eignast marga vini, svo sem raun bar vitni um nú. Orð fyrir heimsókninni hafði frú Ena Abrahamsson, um langt skeið kennari í þessu héraði, vel þekt kona. Jón og Sigríður Ólafsson endurtaka hér með innilegt þakklæti sitt til allra, sem lögðu huga eða hönd að því að gleðja þau á þessum mikla heiðursdegi þeirra. Með öllum góðum óskum til Jóns, Sigríðar og fjölskyldu þeirra. Rannveig K. G. Sigbjörnsson Risovaxsð yerzlunarfyrirtæki í uppsiglingu Dagblöð Winnipegborgar hafa nýverið flutt þá fregn, að í ráði sé að koma á fót í Old Kildonan, sem er eitt af útjaðrahverfum borgarinnar risavöxnu verzlun- arfyrirtæki, er kosta muni alt að átján miljónum dala; að fyrir- tækinu standa canadiskir og amerískir fésýslumenn, en for- stjóri þess verður D. B. Landers, sem nú er búsettur í Edmonton. Þetta nýja verzlunarfélag hef- ir að sögn tekið á leigu hundrað og fimtíu ekrur lands í Old Kildonan og er ráðgert, að fyrir- tækið geti tekið til starfa 1955, en verk við húsagerð mun hefj- ast á næsta ári; áætlað er að fyrirtækið veiti atvinnu um þrem þúsundum manna og kvenna. Blöðin kalla þetta fyrirhug- aða risafyrirtæki „Shopperville“. Þar eru ráðgerðar 35 smásölu- búðir og tvær miklar deilda- búðir, þrjú geisistór fjölbýlis- hús og 75 herbergja hótel; fyrir- tækið rekur sitt eigið pósthús og starfrækir einnig sjúkrahús; þar verður einnig leikhús og sam- komuhús með 15 hundruð sæt- um; líklegt þykir að lögð verði neðanjarðarjárnbraut að þessari nýju verzlunarborg, og nýir bíl- Vegir einnig lagðir þangað. Fyrirtæki þetta er skýlaus traustsyfirlýsing á framtíðar- möguleikum Winnipegborgar hinnar meiri. Kona hvarf suður í Innri-Njarðvík í gaer Árdegis í dag hóf hópur manna úr Keflavík og Njarð víkum leit að konu, sem hvarf suður í Innri-Njarð- víkum í gær. Skömmu fyir myrkur fundust skóför, sem gizkað er á að séu eftir hina týndu konu. Fréttaritari Mbl. í Keflavík símaði í gærkveldi að konan, sem er að norðan og heitir Guð- ríður Jónsdóttir, hafi verið búin að dvelja hjá syni sínum í Innri- Njarðvík í vikutíma. Hvarf árdegis Hún mun hafa ætlað að leita læknis í Reykjavík. Þaðan sem sonur hennar heldur til, hvarf hún árdegis í gærmorgun. Þeg- ar spurnum hafði verið haldið uppi þar í þorpinu árangurs- laust, var ákveðið að hefja skiplega leit. Spor við Hafnaheiði Starfsfólk hraðfrystihússins tók þátt í leitinni. Skömmu fyr- ir myrkur í gærkvöldi fundust spor eftir kvenskó, sem talið er sennilegt að séu Guðríðar. — Tókst að rekja sporin í moldar- flögum úti í Hafnaheiði, í stefnu á Reykjanestá. Þá var orðið svo dimmt að ekki tókst að rekja þau lengra. Mbl. 14. okt. Vifrjar á fund Trumans Dwight D. Eisenhower, næsti forseti Bandaríkjanna, vitjaði á fund Trumans forseta á þriðju- daginn var, þar sem þeir ræddu um stjórnarskiptin, sem fram fara þann 20. janúar næstkom- andi og fjárlögin eins og þeim nú er á veg komið fyrir næsta fjárhagsár; þá munu og utan- ríkismálin og Kóreustríðið hafa komið til umræðu. Heildarfiskafli landsmanna fyrstu 9 mánuði þessa árs varð um 275.000 lestir, en á sama tímabili í fyrra varð hann um 330.000 lestir, og munar þar mestu hversu miklu meira veiddist af síld í fyrra en í ár. Hagnýting aflans var í höfuð- atriðum sem hér segir: 14.000 lestir voru ísaðar, 106.000 fryst- ar, 93.000 saltaðar og 14.000 hertar. Helzta breytingin á hag- nýtingu aflans frá í fyrra er sú, að nú hafa verið saltaðar um 94.000 lestir í stað 58.000 lesta í fyrra. ☆ Togarinn Gylfi er nýlega kom- inn heim til Patreksfjarðar frá Englandi, en þar var hann í við- gerð vegna skemmda, sem urðu á skipinu af eldi í maímánuði í vor. ☆ Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands hefir kvatt tuttugasta og þ r i ð j a Alþýðusambandsþing saman til fundar sunnudaginn 23. þ. m. í Reykjavík. ☆ Engir íslenzkir togarar hafa selt í Englandi að undanförnu, en togaraeigendur í Hull og Grimsby ákváðu í sumar að leyfa ekki íslenzkum togurum notk- un löndunartækja sinna. Nú hefir verið stofnað hlutafélag í Grimsby, sem ætlað er að taka á móti fiski til löndunar og hefir þegar aflað sér tækja til þess. Islenzkir togaraeigendur eiga hlut í félaginu. Aðalfram- kvæmdastjóri þess er Þórarinn Olgeirsson. ☆ Aðalfundi Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna lauk í Reykjavík í gærkveldi, og var Sverrir Júlíusson endurkjörinn formaður sambandsins í níunda sinn. í ræðu sinni, er fundurinn var settur, lýsti formaður í stuttu máli aðstöðu útvegsins um þessar mundir, hverning margs konar óhöpp, langvarandi aflabrestur og aflaleysi, verðfall á afurðum og aukin verðþennsla innanlands, hefðu gert hlut út- vegsmanna í þjóðarbúskapnum rýrari en réttlátt væri. Hann lýsti fögnuði sínum yfir rýmk- un landhelginnar, og taldi það stórmerkan atburð. Pétur Thor- steinsson deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu flutti á fund- inum erindi um utanríkisvið- skipti og skýrði frá því m. a. að freðfisksala til Bandaríkjanna hefði gengið vel á þessu ári, svo og sala á blautum saltfiski til ýmissa landa, einkum til ítalíu og Grikklands, en hins vegar hefði orðið vart mikilla erfið- leika á sölu á þurrkuðum salt- fiski og sölu á freðfiski á Evrópu markaði. Að vísu væri nú búið að tryggja sölu á allri freðfisk- framleiðslu þessa árs, en ekki víst að brottflutningi vörunnar til markaðslandanna verði lokið fyrr en á næsta ársfjórðungi. ☆ Fimmtánda þingi Bandalags ríkis og bæja lauk í vikunni, sem leið, og var Ólafur Björns- son prófessor endurkjörinn for- maður bandalagsins. Á þinginu voru m. a. rædd dýrtíðar- og launamál og skorað á alþingi og ríkisstjórn að gera tafarlaust ráðstafanir til stöðvunar vax- andi verðbólgu og miða að því að minnka dýrtíð og auka kaup- mátt launa. Ennfremur var þess farið á leit að greidd verði að minnsta kosti 30% uppbót á laun bæjar- og ríkisstarfsmanna og eftirleiðis fullar dýrtíðar- uppbætur á öll laun, persónu- frádráttur við skattaálagningu hækki verulega og verði ákveð- inn eftir útreikningi Hagstofu íslands með hliðsjón af þurftar- launum, og skorað var á ríkis- stjórnina að leggja fram á Al- þingi því, er nú situr, frumvarp til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem í undirbúningi hefir verið að undanförnu. ☆ í fyrri viku var háð æskulýðs- þing í Haag í Hollandi og stóð Evrópuráðið að því. Þrír íslend- ingar sóttu þingið. ☆ Norræna félagið á íslandi átti 30 ára afmæli 29. september í haust og minntist þess með sam- sæti í Þjóðleikhússkjallaranum í gærkveldi. Meðal gesta þar voru forseti íslands og forsætis- ráðherra, og sænski söngvarinn Jussi Björling söng. — For- göngu að stofnun Norræna fé- lagsins hér á landi höfðu þeir Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra,- síðar forseti íslands, og Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður. Fyrsti formaður félagsins var Matthías Þórðar- son, en ritari hefir lengt af ver- ið Guðlaugur Rósinkranz Þjóð- leikhússtjóri, núverandi for- maður félagsins. Norræna félag- ið á íslandi hefir beitt sér fyrir námskeiðum og boðið heim fyrirlesurum og listamönnum frá hinum Norðurlöndunum, eins og háttur er norrænu félag- anna allra, en markmið þeirra er að efla sem mest kynningu Norðurlandaþjóðanna og vin- áttu. Félagsmenn eru nú um 1200 og fá þeir ársritið Norræn jól ókeypis. í tilefni af 30 ára afmælinu bauð Norræna félagið sænska söngvaranum nafn- kunna Jussi Björling hingað til lands, og var ákveðið að hann syngi tvisvar sinnum í Þjóðleik- húsinu. Fyrri söngskemmtunin var á fimmtudagskvöldið og var þá hvert sæti skipað í Þjóðleik- húsinu og listamanninum ákaf- lega fagnað. Síðari hljómleik- arnir eru á mánudagskvöldið og hefir listamaðurinn ákveðið að allur ágóði af þeirri söng- skemmtun skuli renna í barna- spítalasjóð Hringsins. Auk þess söng Jussi Björling á afmælis- hátíð Norræna félagsins í gær- kveldi og í kvöld syngur hann á kvöldvöku Stúdentafélags Reykjavíkur. ☆ Sinfóníuhljómsveitin hélt tón- leika í Þjóðleikhúsinu á þriðju- dagskvöldið undir stjórn Ró- berts A. Ottósonar. Einleikari var Erling Blöndal Bengtson, er kom gagngert frá Kaupmanna- höfn til þess að leika með Sin- fóníuhljómsveitinni á tónleik- um þessum. Hann fór síðar til Akureyrar og hélt þar tón- leika á vegum Tónlistarfélags Framhald á bls. 5 Tveir nýir ráðherrar Stjórnarformaðurinn í Saskat- chewan, T. C. Douglas, hefir bætt tveimur ráðherrum við ráðuneyti sitt, en það eru þeir J. W. Burton, sem tekst á hend- ur fylkisritaraembættið, og G. Kuziak, sem verður símamála- ráðherra; alls er nú ráðuneytið skipað fjórtán stjórnmálagörp- um, og má nærri geta að eitt- hvað verði undan að láta þar sem svo hagar til. Frækinn íþrófrframaður

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.