Lögberg - 20.11.1952, Page 2

Lögberg - 20.11.1952, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952 FEÐGA MINNING: Ingimundur Eiríksson Inge Ingimundur Eiríksson Inge Það hefir dregist lengur en, skyldi að minnast þessa merka og ágæta manns. En það skal nú hér gert í fáum orðum. Ingimundur Eiríksson var fæddur 20. september 1864 að Hraunshaga í Árnessýslu. For- eldrar ,hans voru þau hjónin Ei- ríkur Ingimundsson bóndi að Árhrauni á Skeiðum og Gróa Ásbjarnardóttir kona hans. Var Gróa hinn mesti kvenskörungur. Ingimundur var kvæntur, og er eftirlifandi ekkja hans Stein- unn Jónsdóttir (Norman) bónda að Syðstu-Grund í Blönduhlíð í Skagafirði; gáfuð kona og Inikilhæf. Þau hjón eignuðust tíu börn: tvo syni og átta dætur. Þegar hingað kom vestur dvaldi Ingimundur all-lengi hinni svonefndu Þingvallabygð. Hann nam hér land í Vatna bygðunum 1892, og settist þar að. Þessar bygðir voru nefndar eftir vötnunum Foam Lake og Fishing Lake. Þær fréttir höfðu borist ur þessu Vatnahéraði að vötnin væru þar kvik af ágætum fiski, iog á þeim svæðum væru alls konar bjargir boðnar af hendi náttúrunnar. Ingimundur var frábærlega vel gefinn maður; var hann því sjálfkjörinn forvígismaður flutti þangað fjöldi fólks úr öll- um áttum. Eins og fyr var sagt var Ingi- mundur mörgum og miklum gáfum gæddur. Hann var djúp- vitur maður og svo laghentur að hann gat svo að segja fært það alt í lag aftur, sem úr lagi fór. Er þar ekki einungis átt við vél- ar og verkfæri, heldur einnig lifandi skepnur. Hann var svo vel að sér í dýralækningum, að aðdáun vakti. Hafði hann lesið og lært svo mikið í þeim fræðum að undrun sætti, þó hann hefði aldrei inn fyrir skóladyr stígið sem nemandi. Kom þetta sér oft vel í nýbygðinni, þar sem um engan lærðan dýralækni var að ræða. Við þetta bættist það að Ingimundur fór oft út um bygð- ir þegar hann var kallaður til þess að bjarga eða hlynna að skepnum, sem eitthvað gekk að, og það oftast fyrir lítið gjald eða ekkert. Hann var írábærlega hjálpsamur og viðbúinn til liðs og líknar, hvar og hvenær sem þörf krafði. Ingimundur dó 17. september 1936 og mun nafn hans gfeymast í minnum manna í Vatnabygð- unum eins lengi og saga þeirra bygða verður virt og varðveitt. Sig. Júl. Jóhannesson ☆ ☆ II. ☆ Young Edison Inge hverju máli, sem uppi var í hér- aði, en gaf sig lítt að utanhéraðs- málum. Leysti hann öll sín störf af hendi með hinni mestu lipurð 'og lagni. Það var því eðlilegt að hann væri valinn til þess að fara vestur ásamt öðrum trún- aðarmönnum til þess að skoða þetta „Gósen“ land með eigin, augum. Þetta var löng leið: um hundrað og tuttugu mílur. Með Ingimundi var Kristján Helga- son. Hafði enginn íslendingur áður farið þangað í landaleit. Þegar þeir félagar komu aftur heim til Þingvalla, lýstu þeir landinu svo glæsilega að hópur Imanna tók sig þegar upp úr Þingvallasveitinni og flutti þangað vestur. Á næstu árum Kvef vegna reykinga HóstiS þór svo mikiS að þér hrökkvið upp úr svefni, og undrist aS lungna- pípurnar skuli ekki bresta? EruS þér meS rennsli úr nefi og hósta liSlangan daginn? EySiS eigi ævinni viS slikt ástand. Ef þér eruS þannig á ySur kominn vegna reykinga skuluS þér fá RAZ-MAH töflur. Templeton’s RAZ- MAH losa fljótt um hrákann og hósti og óþægindi hverfa. 65 c., $1.35 I lyfjabúðum. R-57. COPENHAGEN Hann var fæddur 5. júní árið 1900 í Foam Lake bygðinni og ólst þar upp á landnámsárunum, þegar erfitt var að afla sér ment- unar. Alþýðuskólarnir voru oftast langt frá heimilunum, og urðu því unglingarnir flestir að fara gangandi fram eftir svo mílum skipti. Og ekki nóg með það, heldur var flestum ungl- ingum það ómögulegt að sækja skóla nema örstuttan tíma, og sumum alls ekki, sökum þess að þeir urðu að byrja kornungir á því að létta undir heimilisstörf- in, bæði úti og inni. Young var snemma barn sinn- ar tíðar: hann var kornungur þegar hann byrjaði að hjálpa föður sínum með bústörfin; enda voru þeir feðgar óvenju- 1 lega samrýmdir. Var það mjög eðlilegt, því þeir voru einkar líkir að mörgu leyti. Þess var getið að faðir hans hefði verið hinn ólærði, en heppni dýralæknir héraðsins. Þann hæfileika hafði Young erft frá föður sínum, aðeins í þeim mun stærri mæli sem þá voru tækifærin öðruvísi — orðin meiri, fleiri og fullkomnart. Fékk Young svo mikið orð á sig fyrir hepni og þekkingu þessu starfi að hvenær sem hest- ur eða einhver önnur skepna veiktist eða slasaðist, þá varð það fyrst fyrir að sækja Young. Var hann altaf fús og fljótur að fara og gefa góð ráð, eða leggja líknarhönd að líðnandi skepnu. Og ekki var þetta í gróðaskyni gert. Fæstir áttu þunga vasa í þá daga, var því oftast unnið að þessum verkum endurgjalds- laust. En þannig var sá andi, sem ríkti á tímum landnámsins: Ef einhver þurfti liðs eða líknar í einhverju tilliti, var sjálfsagt að veita honum það, hvort sem hann gat borgað nokkuð eða ekki neitt. Þannig var andi frumbyggj anna, þegar og þar sem Young ólst upp. Þann anda hafði hann drukkið inn í sína ungu sál á uppvaxtarárunum. Það hugarfar hafði hann erft frá báðum foreldrum sínum; þann arf hafði hann varðveitt og vaxtað til síðustu stundar. Skólamentun hlaut Young mjög litla. Þau sýstkinin voru tíu, og hann var hinn eldri tveggja bræðra; má því nærri geta að hans var snemma þörf við bústörfin. En þrátt fyrir alt þetta aflaði hann sér talsverðrar sjálfs- mentunar og skrifaði t. d. prýði- lega rithönd. Young var kvæntur: eftirlif- andi ekkja hans heitir Anna Faith; hún er bróðurdóttir Frank Frederecsons Fálkafor- ingjans fræga. Þau hjón eignuð- ust tvær dætur, sem báðar lifa hjá móður sinni. Sig. Jul. Jóhannesson Bezta munntóbak heimsins Dr. Beniamín Kristjánsson: Erkibiskup góir til veðurs Margir kirkjuhöfðingar Breta hata kunnað fleira en bera með prýði glitofinn messuskrúða em- bættis síns. — Þeir hafa verið greindir menn og raunsýnir og ekki skort einurð til að segja hispurslaust það, sem þeim bjó í brjósti. Einn þessara preláta er Cyril Garbett erkibiskup í York, sem nýlega hefir ritað athyglis- verða bók, er hann nefnir: „Á byltingaröld“ (In an Age of Revoultion. Hodder and Stough- ton. London, 1952 — 20 s.). í þessari bók lítur biskupinn frá sínum bæjardyrum yfir á- stand heimsmenningarinnar og þykir honum margt vera á hverf- anda hveli. Straumur tímans ber mannkynið óðfluga burt frá fornum dyggðum kristindómsins. En þegar sönnum guði er hafnað koma ávallt falsguðir 1 þeirra stað, því að mennirnir eru ekki sjálfum sér nógir. Þessi skurðgoð nútímans eru fyrir utan hinn almáttuga Mam- mon, sem allar kynslóðir hafa tilbeðið: tæknin, þægindin, ríkið, eða einhver dýrleg persóna, sem er handhafi ríkisvaldsins. Allir eru þessir falsguðir fulltrúar efnishyggj unnar, sem gagnsýrt hefir heimsmenninguna, og allir heimta þeir af manninum óskor- aða hollustu, sem guði einum heyrir til. Sýnir biskupinn það með ljósum rökum, hvernig ræt- ur ófarnaðarins liggja ávallt í þessari falsguðadýrkun, sem jafnan gleymir því, sem mikil- Young Edison Inge Minning um Young Edison Inge (F. 5. júní 1900 — D. 20. janúar 1952) Kaldur vetur seztur er í sæti, sveitum yfir flögra döpur ljós, dynja þung í lofti veðra læti, landið undir heljarblæju snjós. Grá og korgug gÆfa ský um nætur geigur stendur inn í hjarta manns; er sem grimmar allra fylgja þrætur yfir vofi bygðum frosins lands. Það er hart að þola vetrar veldi, víða kalt þá stormar ólmast mest, hitt þó verra: feigð að velli er feldi formgjann, sem veikum dugði bezt, þann er vildi, væri grannans hagur verri en skyldi, og að nauðum svarf, veita bjargir, veður grimm né slagur væri ei tálman, ef að hjálpar þarf. Þú varst bóndi, veðrum undir áttir alt það, sem þln framtíð bauð og sá bygðarstólpi, meira þín þú máttir mörgum þeim, er heiðurs sessi ná. Bú þitt stóð að heilla handa notum, hjálp og líkn þar stráðu smyrslum sín; væri skepna sjúk, varð sárt í brotum sæist ekki læknishöndin þín. Farinn! Dáinn! Fram á veginn stara förunautum þínum reynist hart; þungur krossinn, þeirra djúpu ára þar sem gín um veginn myrkrið svart. En hún von er vökudjörf og fögur, vetrarhug í burt sem hrekja má. Ekki glatast góðar ævisögur: geymast lengi kærstu minnum hjá. Vetur aðeins varir skamma daga, víðsýn stækkíu:, hækka skærri ljós, þá fer vorið aftur alt að laga, áður íalið vetrarblæju snjós þar skal fylgjum þínum helzt að mæta þegar gróður rís á vöngum lands, þeim var vöxtur, viljinn til að bæta, vöggugjöf ’ins sanna heiðursmanns. Þegar vorsins björtu blómstur lundum blika ljósin skærst í fögrum heim fylkja þínir fríðum heillastundum fegurst minnig, sem að geymdi þeim. Hvað er gröfin? leiði langra drauma, leiðarstjarna fram um tímans ís, yfir lítsins stöðugt kviku strauma, stór og góð og hrein þín minning rís. Vertu sæll! Við þökkum viljug verkin, valinkunn og dygðug trygða spor; langar aldur bygðin ber þess merkin, bezt er gerðir hér á meðal vor: Sofðu rótt í faðmi eilífs friðar ferðalok hins þreytta iðjumanns, ljúf og ástrík hinzta kveðjan kliðar kringum safnast gróna leiðið hans. T. T. KALMAN vægast er í lögmálinu: mannúð- inni og bróðurkærleikanum. Á öllum sviðum hins ytra og innra lífs hefir byltingin átt sér stað meiri og gagngerðari en nokkurn gat dreymt um fyrir sjötíu árum síðan. Ekki skortir vísindi og menntun. En hvert hafa svo þessi vísindi leitt mann- kynið? Á glötunarbarminn, ef ekki er snúið við, og mannkynið lærir ekki betur að sjá fótum sinum forráð í framtíðinni, en verið hefir nú um hríð. Þjóðirn- ar sitja eins og Aladin með töfra- lampa vísindanna á knjánum, en andinn, sem þær hafa framkallað er svo tröllslegur og illúðugur viðskiptis, að óvíst er um hvort þær ná valdi á honum eða verða honum að bráð. Með vaxandi visindum og breyttum andlegum viðhorfum hefir upplausn orðið í trú og sið- gæði. Vald kirkjunnar hefir þorrið. Á meginlandi Evrópu eru heilar þjóðir kristindóminum beinlínis fjandsamlegar og líta á hann sem skaðlega villu. En á Englandi, þar sem tiltölulega lítið ber þó á jákvæðu guðleysi, er áhugaleysið fyrir málefnum kirkjunnar engu minna mein. •— Víðtæk fannsókn, sem nýlega var gerð í London leiddi í ljós að ekki einn af hverjum tólf, sem spurður var, hafði komið í kirkju síðastliðna sex mánuði. Á sama hátt kom það í ljós við athugun á kristindómsþekkingu brezkra hermanna í síðustu styrjöld, að naumast helmingurinn af þeim þekkti nöfn guðspjallamannanna og af þrjátíu manna liðsveit höfðu tveir hugmynd um, hvað gerzt hafði á föstudaginn langa. Ef spurt var: „Hver var Jesús Kristur?“ var svaraði oftast: „Góður maður.“ En hvar eða hvenær hann lifði, eða hvað hann kenndi vissu fáir. Það litla, sem þeir höfðu lært í sunnudagaskói- anum, var fokið út í veður og vind. Fæstum dettur nokkru sinni í hug að biðja til guðs, segir biskupinn, nema þegar ein- hvern háska ber að höndum, og vart líta menn í Biblíuna, nema helzt ef þá vantar orð í kross- gátu. Og ekki koma menn í kirkju nema að jarðarförum, eða ef menn eru boðnir í barnskírn- ir eða brúðkaupsveizlu. Þannig er veröldin að verða heiðin á ný og fást varla einu sinni prestar til að grafa hina dauðu, hvað þá að raust þeirra hrökkvi til að yfirgnæfa skrölt og vélagný nútímans. — Kvik- myndahúsin eru kirkjur vorra tíma, jassinn þeirra sálmasöng- ur, og jafnvel þyrpast menn meir að hundaveðhlaupum og öðrum slíkum hégómlegum skemmtunum en inn í kirkjurnar til að hugsa um velferð sálna sinna. Hvers þarf líka sálin með, úr því vísindin hafa aldrei viður- kennt hana né ætlað henni eilíft líf? Naumast fjórði hver maður í Englandi, sem á annað borð nennir að hugsa um sálina, trúir því að hún lifi lengur en líkam- inn. Biskupinn er ekkert myrkur í máli um kristindómsástandið í heimalandi sínu. Og honum er það ljóst, að orsakirnar til hinn- ai andlegu upplausnar liggja ekki í breyttu viðhorfi vísind- anna einu. Þær stafa líka frá eintrjáningshætti og úreltum starfsaðferðum kirkjunnar. Prest arnir hafa ekki verið starfi sínu vaxnir. Kreddufesta þeirra og þröngsýni hefir hamlað þeim frá að fylgjast með tímanum og túlka kristindóminn á skiljan- legan hátt. Mörg guðfræðileg orðatiltæki, segir biskupinn, eru nú algjörlega óskiljanleg öðrum en þeim, sem hafa beinlínis guð- fræðilega mentun. Tungumál guðfræðinganna þarf því að þýða á venjulegt mál, til þess að það komi almenningi að notum. Trúin á almáttuga forsjón rík- isins er eitt af þeim staðgöngu- trúarbrögðum, sem gripið er til, er menn missa trúna á sönnum guði. Að vísu er ekkert nema gott um það að segja frá kristi- legu sjónarmiði að ríkið leitist við að tryggja einstaklingum svo mikið öryggi og velferð, sem því er unnt. En maðurinn lifir þó ekki á einu saman brauði. Hættu- legt er að leggja allt sitt traust á ríkið og gefa því að fullu sál sína og samvizku. Sú falsguða- dýrkun endar í ofstjórn þannig, að ríkið tekur öll ráð af einstakl- ingnum og gerir hann að þræli, sem það fer síðan með eins og viljalaust verkfæri og getur tor- týmt, ef því sýnist. Og þá er traðkað á því sem maðurinn á til dýrmætast og helzt skilur hann frá skynlausum skepnum: per- sónufrelsi hans, einstaklings- vilja. Tvennt er það, sem verulega er ábótavannt við rússneskan kommúnisma, segir erkibiskup- inn: Hvorki þekkir hann réttlæti né frelsi. Áróðurinn er rekinn með fullkomnu virðingarleysi fyrir sannleikanum. Allt, sem talið er gagna málefninu er jafn réttmætt. Hér gildir hin forna regla Jesúítanna: Tilgangurinn helgar meðalið. En allt einræði hlýtur að verða að ógnarstjórn. Hin vonda samvizka valdhaf- anna sér óvin, sem hún þarf að útrýma, í hverju horni. Hnífur- inn er settur miskunnarlaust í háls hverjum þeim, sem þorir að hafa aðra skoðun en valdhafarn- ir og loks verður hver maður njósnari á annan og enginn þor- ir að tala eða hugsa framar fyrir dauðans ótta. Þjóðfélagið verður að einum allsherjar fangabúðum, þar sem búa þrælar en ekki frjálsir menn. Yfirvöldin ein á- kveða, hvaða menn mega heyra, hugsa og segja. Þar hlýtur vits- mununum að hnigna. Þannig lýsir biskupinn á hinn herfilegasta hátt menningar- ástandinu í löndum kommúnism- ans, þar sem Stalín eða aðrir hundheiðnir týrannar og skó- sveinar þeirra hafa einkarétt til að hengja og flengja alla þjóð- ina, ljúga í hana og þrælka hana í ríkara mæli en áður þekkjast dæmi til í mannkynssögunni. Og samt þrá hinir trúuðu kommún- istar allra landa þetta ástand í vanþekkingu sinni, eins og píla- grímarnir þráðu hina himnesku paradís, þó að staðreyndirnar séu þær, að úr löndum harðstjórnar- innar flýja menn miljónum sam- an í stríðum straumum dag og nótt og hætta til þess lífinu að komast burt allslausir, fremur én dvelja þar degi lengur. En litlar sögur ganga af hinu, að menn flýi austur, nema þá örfáir föður- landssvikarar, sem uppvísir hafa orðið að landráðum. Svo blind er trúin og kjánaleg tilbeiðsla á þessu falsgoði nútímans. Þó að höfundur sýni þannig fram á hvernig fætur hinna aust rænu skurðgoða eru gerðar af leir og hversu þau eru að innan full af rotnun og dauðra manna beinum, er hann engu síður raunsær á veilum hinna vest- rænu þjóðfélaga og efnishyggju þeirra. En það er tiltölulega auð- velt að gagnrýna fyrir þá, sem hafa augun opin. Hitt er erfiðara að vísa til vegar út úr ógöngun- um. Og þegar komið er að því í bók erkibiskupsins, hvað kirkjan geti gert til að spyrna fótum við ófarnaðinum og ráða bætur á ástandinu, þá eru tillögur hans allar að vísu skynsamlegar og stefna í rétta átt, en hvort þær duga er annað mál. Til hvers er að tala um nauðsyn aukins kristilegs starfs, ef enginn fæst til starfsins? Hvað gagnar að segja við kommúnistann: „Þér skjátlast, góðurinn minn. Stalín Framhald á bls. 3 Verkur í liðamótum? Eru litSamót ySar stirð og þjáningar í vöðvunum? FinniS þér til verkja um allan líkamann vegna gigtar, vöðva- eða taugagigtar? FáiS skjótan bata meS T-R-C’s, sem þúsundir hafa notaS viS þessum verkjum; ágœtt viS bak- verk og taugagigt. Þjáist eigi aS á- þörfu. PantiB T-R-C’s, 65 c„ $1.35 I lyfjabúSum. T-836.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.