Lögberg - 20.11.1952, Side 4

Lögberg - 20.11.1952, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952 Lögberg Gefið út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskriít ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada A uthorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Erfið aðstaða Amerískar fjölskyldur, sem flytja úr einum stað í annan í atvinnuleit, einkum meðan á uppskerutíðinni stendur, eiga örðugra uppdráttar en fólk flest gerir sér í hugarlund, er lætur sér hag nábúans litlu skipta; þetta verður þó tilfinnanlegast foreldrum með stóra hópa barna, er hvergi eiga sér varanlega bústaði; heil- brigðisyfirvöldin og þau samtök, sem að velferðarmál- um sérstaklega vinna, standa uppi ráðþrota gegn lausn þessa vandamáls, þótt stofnað hafi verið til fjölda nefnda og ráða til úrbóta; ástand þetta á rót sína að rekja til hinnar illræmdu og mannsköpuðu kreppu, er þjakaði Bandaríkjunum og Canada, ásamt vitaskuld mörgum fleiri þjóðum um og eftir 1930, en orsakir slíks óvinafagnaðar voru brjálæðislegar viðskiptahömlur, sem hátollafyrirkomulagi eru jafnan samfara. Áminst fólk leitar sér einkum atvinnu í landbún- aðarríkjunum og það verður að taka hverju, sem að höndum ber; hin erfiða og erilsama vinna reynist mörgum manninum um megn, þótt harðast komi hún vitanlega niður á börnum og unglingum. Mest er um þessa atvinnuleitarflutninga í þeim ríkjum, sem að Kyrrahafinu liggja, þótt víða annars staðar gæti þeirra einnig allábærilega; í rauninni er hér um öreigalýð að ræða, sem fer flestra lífsþæginda á mis og getur eigi veitt börnum sínum aðgang að sjálfsagðri skólament- un; fólk þetta dvelur sjaldnast það lengi í sama stað, að það geti lögum samkvæmt orðið aðnjótandi þeirrar aðstoðar, er hlutaðeigandi bæja- og héraðsvöld láta þeim í té ef á þarf að halda, sem hreppslægir eru, ef svo má að orði kveða. Þrátt fyrir það, þótt í Bandaríkjunum séu alþjóðar- lög gegn þrælkunarvinnu barna, er þó auðsjáanlega í þessum efnum víða pottur brotinn, svo sem ráða má af nýlegri rannsókn, sem fram fór í Texasríkinu fyrir atbeina þjóðstjórnarinnar í Washington varðandi ald- ur þeirra barna, er að daglegum stritstörfum unnu; af 600 börnum við vinnu í Texasríki, voru þrír fjórðu þeirra á aldrinum frá 6—16 ára; fullur helmingur var átta og níu ára, en 15 af hundraði frá 6—7 ára. Það liggur nokkurn veginn í augum uppi að þetta firna ástand sé eigi einskorðað við Texasríki eitt, heldur eigi mörg fleiri landbúnaðarríki sammerkt við það. Velferðarskrifstofa barna leiðir athygli að því, hve mikill fjöldi þessa ungviðis sé ofhlaðið erfiðum og hættu- legum störfum; þau séu ýmist að verki í steikjandi sólarhita, eða þá þeim liggi við að verða innkulsa; slíkt standi að sjálfsögðu líkamlegri og andlegri velferð þeirra fyrir þrifum; fæðan sé heldur ekki upp á marga fiska og síður en svo til þess fallin, að byggja upp æskilegan viðnámsþrótt; þá sé það heldur eigi eins dæmi, að börnin fái ,,baunaveiki“, Við að tína vissar baunategundir; sum börn meiði sig á að lyfta þungum kössum, en önnur kikni í knjáliðum við að rogast með úttroðna baðmullarpoka, sem þau ráði eigi við. Margt er það auðsjáanlega enn á vettvangi skipu- lags- og mannúðarmála, sem aflögu fer og krefst skjótra úrbóta. Ofanskráðar upplýsingar styðjast við ritgerð í blaðinu “The Weekly Star”, sem gefið er út í Toronto. ☆ ☆ ☆ Jolamerki Berklavarnasambandið í Manitoba hefir nú venju samkvæmt sent frá sér til þúsunda heimila og við- skiptastofnana innan vébanda fylkisins jólamerki, sem ætlast er til að sem allra flestir kaupi; er hér um svo mikið mannúaðar- og menningarmál að ræða, að enginn má láta það fram hjá sér fara afskiptalaust; baráttan við „hvíta dauða“, er hörð og langvinn, en með síþroskuð læknavísindi í fararbroddi og með glæddum skilningi almennings, fjölgar sigrunum frá ári til árs. Ýmsir menn virðast þeirrar skoðunar, að svo mikið hafi unnist á varðandi berklavarnir fylkisins, að á- stæðulaust sé að óttast framar um hag almennings í þessu efni; slíkar skoðanir eiga engan rétt á sér og eru beinlínis stórskaðlegar. Víst er um það, að dauðsföllum af völdum „hvíta- dauða“ hefir fækkað að miklum mun, og bendir slíkt óneitanlega í þá átt, að kleift sé að hafa hemil á veik- inni; útrýming hennar er að vísu markmiðið, sem stefna ber að og unnið er látlaust að, en hvað það á enn langt í land munu víst fæstir geta gert sér í hugarlaund. Árið 1951 komu fyrir 333 ný berklaveikitilfelli í Manitobafylki, en um 1200 berklasjúklingar nutu vistar í berklahælum fylkisins. Hver er sá, er eigi vill að því vinna, að útrýma mein- semdum mannkynsins, sínum eigin meinsemdum og meinsemdum samferðamanna sinna? Gamalt og nýtt á Gimli f boði séra Haralds S. Sig- mars, sóknarprestsins á Gimli, fórum við, konan mín og ég, norður að Gimli fyrra laugar- dag, 8. nóvember, til þess að eiga nokkurn þátt í kirkjulegum minningum næsta dag, sunnu- dag. Vil ég nú SQgja með nokkrum orðum frá því hátíðarhaldi og gjöra lítilsháttar grein fyrir þeim minningum. Hinn 8. dag nóvembermánað- ar, árið 1877, kom hópur fólks, ekki fjölmennur, gangandi 9 mílur, frá suðurhluta Víðines- bygðar (eftir gömlum talshætti) norður að Gimli. í þeim hópi voru þau hjónin séra Jón Bjarnason og kona hans, frú Lára, eins og hún var þá kölluð. Þessi koma séra Jóns til Gimli var upphaf prestsþjónustu hans í Nýja-íslandi, og stóð hún hér um bil hálft þriðja ár. Fyrra laugardag voru því lið- in nákvæmlega 75 ár frá þessu upphafi íslenzks lútersks kirkju- starfs í Nýja-íslandi. Þessa at- burðar mintist íslenzki söfnuð- urinn á Gimli með viðeigandi minningarhátíð fyrra sunnudag (9. nóvember). Fjórar guðsþjón- ustur voru fluttar og stýrði sóknarpresturinn, séra Harald, þeim öllum. Hin fyrsta þeirra var haldin á Elliheimilinu Betel, kl. 9 að morgninum. Sá, sem þessar línur ritar, flutti þar erindi um starf séra Jóns í bygðinni 1877—’80. Sagði hann meðal annars frá ferð þeirra hjónanna frá Min- neapolis í Minnesota-ríki, þar sem séra Jón hafði verið rit- stjóri að norsku blaði, Bud- stikken. Sú ferð var ekki laus við erfiðleika og ævintýri. Og ekki var bið eftir starfi þegar til Gimli kom. Guðsþjónustu flutti hann þar næsta sunnudag, og í sömu vikunni flutti hann aðra guðsþjónustu á Bólstað, nokkuð fyrir sunnan Gimli. Og þegar aðeins vika var liðin frá komunni til Gimli, lögðu þau hjónin, á afmælisdaginn hans og giftingarafmæli þeirra hjónanna, 15. nóvember, af stað í fyrstu starfsferðina norður um bygðina fótgangandi norður að íslendingafljóti (nú Riverton) og út í Mikley. Hann prédikaði, sat á safnaðarfundum, spurði börn, sjofnaði sunnudagaskóla, og þau sóttu margt fólk heim. Mikið og vel störfuðu þau bæði meðan þau áttu heima í þessari bygð. Hinar guðsþjónusturnar þrjár fóru fram í kirkjunni. Hin fyrsta þeirra hófst kl. 11 f. h., ensk guðsþjónusta. Hún flutti að miklu leyti mál minningar- dagsins, 11. nóv., um hina föllnu hermenn frá veraldarstyrjöld- unum. Fylking frá „Canadian Legion“ sótti guðsþjónustuna. Næsta guðsþjónusta hófst kl. 2 e. h. og var að öllu leyti á ís- lenzku. Tveir fyrrverandi prest- ar safnaðarins fluttu þar erindi. Ég talaði aftur um starf séra Jóns, flutti ágrip af þroskunar- sögu safnaðarins í Nýja-íslandi, undir leiðsögn hans, sem náði hámarki sínu með því að stofna kirkjufélag. I því kirkjufélagi voru söfnuðir séra Jóns í þessu bygðarlagi, ásamt Þrenningar- söfnuði, sem Islendingar í Win- _nipeg stofnuðu. Þetta félag hélt fyrsta fund sinn á Gimli, 30. júní, 1879, og má telja það fyrsta kirkju þing íslendinga í Ame- ríku. Fundarstjóri var séra Jón Bjarnason, og skrifari, Halldór Briem. Eðlilega var grundvallar- laga frumvarpið vel athugað og svo samþykt. Lögð var áherzla á andlegt líf safnaðanna: lestur Guðs orðs og sakramentin. Sam- þykt var að efla bróðurhug milli „kirkjunnar á íslandi og trúarfélags vors.“ Rætt var um þörf á prestum og útbreiðslu kirkjufélagsins meðal íslendinga í Ameríku. Bjartur og bróður- legur andi skapaði blæ þessa kirkjuþings. Séra Jón var kosinn formaður og Halldór Briem vara- formaður. Minst var á sorglegt fráfall í bygðarlaginu frá Kirkjufélag- inu, undir leiðsögn séra Magnús- ar Skaptasen, árið 1891. Þá sagði Gimli-söfnuður sig úr hin- um lúterska félagsskap; en nýr Gimli-söfnuður var stofnaður árið 1900 og hefir ávalt tilheyrt kirkjufélagi voru. Séra Sigurður Ólafsson flutti ágætt erindi um söfnuðinn, er hann þjónaði þar 1921—1929. Síðasta guðsþjónustan hófst kl. 7 um kvöldið; var hún stutt og upphaf að safnaðarfundi. málið, sém þar lá fyrir til með- ferðar, var athugun þarfar á nýrri kirkju. Núverandi kirkja var reist 1907, hefir ávalt verið fallegt hús. Söfnuðinum þá var ekki unt að gjöra betur, en það hefir óneitanlega verið til all- mikilla erfiðleika, að söfnuður- inn átti engan samkomusal til annara nytja en til helgra tíða. Séra Harald skýrði málið af- bragðs vel og sagði frá allná- kvæmri athugun safnaðarráðsins á málinu, sagði frá þörfinni á meira rúmi fyrir sunnudaga- skóla og til annara nauðsynja. Þá fékk hann fundinn í hendur forseta safnaðarins, Mr. B. Egil- son, bæjarstjóra á Gimli. Hann flutti fallega ræðu með mikilli stillingu um ásigkomulagið og þörfina, bað menn vso að ræða málið. Eftir nokkrar umræður gjörði Mr. J. B. Johnson uppástungu þess efnis að gefa safnaðarráð- inu vald til að halda áfram til- raunum og koma til fram- kvæmda bygging nýrrar kirkju. Uppástungan var fljótt studd og nokkuð rædd. Var hún svo bor- in upp til atkvæða og samþykt í einu hljóði, ekki eitt einasta at- kvæði á móti. Sá, sem þetta ritar, flutti síð- ustu blessun fundarins yfir gjörða samþykt og yfir söfnuð- inn allan sem hana hefir gjört. Þannig liggur leið hins gamla að nýjum blómum. Almáttugur Guð á himnum veiti sannan á- huga í ræktun þeirra og vísdóm af hæðum í öllum framkvæmd- um. Rúnólfur Marteinsson Hvað varð um ferðadúfurnar? FYRIR TÆPRI ÖLD komu hinar svonefndu ferðadúfur (Ectopistes Migratorius) í stór- hópum til Bandaríkjanna á vor- in. Voru hóparnir svo stórir og þéttir að það var eins og ský drægi fyrir sól, þar sem þeir fóru yfir. Hundruð þúsunda fugla voru stundum í einum hópi, og það var alls ekki sjald- gæft að sjá marga slíka hópa koma fljúgandi á dag. Nú er þessi fugl gjörsamlega horfinn. Seinasti fuglinn, sem menn vita um, drapst í dýra- garðinum í Cincinnati árið 1914. Margar tilgátur hafa komið fram um það, hvers vegna fugl- inn hafi hætt að koma, en allt bendir til þess að honum hafi verið útrýmt með veiðum. — Kjötið af þeim var ljúffengt, þeir voru gæfir og héldu sig 1 þétt- um hópum, svo að auðvelt var að ráða niðurlögum þeirra. Þeir settu hreiður sín í tré, og þar var hreiður við hreiður í hverju ein- asta tré á margra fermílna svæði, og sums staðar voru hreiðrin svo þétt að greinarnar gátu ekki borið þungann og brotnuðu. — Þarna mátti ganga að fuglunum og veiða þá þús- undum saman. Indíánar voru vanir að flytjast til varplandanna á vorin og dveljast þar mánuð eða lengur. Lifðu þeir þá kóngalífi á eggjum og fuglum. Fuglinn veiddu þeir þannig að þeir slógu hann með löngum stöngum. Öfluðu þeir sér þarna sumarforða, því að þeir reyktu þá fugla, sem þeir gátu ekki étið meðan á veiðun- um stóð. En þessi veiðiskapur Indíánanna var fuglinum ekki hættulegur. Það var ekki fyrr en hvítir menn komu og sam- göngur voru orðnar svo góðar að hægt var að koma fuglinum á markað, að veiðarnar komust í algleyming. Sagnir ganga um að veiði- menn hafi oft drepið rúmlega 10 miljónir dúfna á ári á tíma- bilinu 1866—’76. Önnur sögn hermir að 12 miljónir fugla hafi einu sinni verið seldar í einum bæ í Michigan á 40 dögum. Þetta er ekki ótrúlegt þegar þess er gætt, að fuglinn sat svo þétt, að með stóru neti var hægt að veiða 1200 í einu. Veiðarnar náðu hámarki sínu 1878, því þá voru seldar 30 milj- ónir í Michigan og Pennsylvaniu á tíma bilinu apríl—september. Á markaði var verðið á tylftinni 1.50 dollar, en alls staðar mátti fá dúfur keyptar í matvörubúð- um fyrir nokkra aura. Þær þóttu herramanns matur, en svo var mikið um þær á veiðistöðvun- um að bændur fóðruðu hunda sína og svín á þeim. Þessi mikla slátrun reið fugl- unum að fullu. Árið 1881 var talið að ekki væri eftir nema svo sem miljón dúfur. Árið 1895 voru þær orðnar sjaldséðdr og voru þá fáar saman í hóp, eða aðeins hjón á víð og dreif. Nú eru þær algjörlega horfn- ar. Menn eiga bágt með að trúa því að þeim hafi verið útrýmt og á hverju ári koma fréttir um það að ferðadúfur hafi sézt hér Framhald á bls. 5 Mótvirðissjóður lónar til þriggja stórmannvirkja Alls nemur fjárhæðin 40 milj. króna Samkvæmt ósk ríkisstjórn- arinnar hefir gagnkvæma öryggisstofnunin fallizt á, að Mótvirðissjóður láni 40 miljónir króna til Sogs- virkjunarinnar, Laxárvirkj- unarinnar og áburðarverk- smiðjunnar. Áður hafa þess- ar framkvæmdir fengið að láni úr Mótvirðissjóði sam- tals 95 miljónir króna. Þannig hljóðar fréttatilkynn- ing viðskiptamálaráðuneytisins um þessa lánveitingu Mótvirðis- sjóðs. Skipling lánsins Blaðið hefir fengið upplýsing- ar. um, að þessar 40 miljónir skiptist þannig: 16 miljónir kr. fara til Sogsvirkjunarinnar, 22 miljónir kr. til áburðarverk- smiðjunnar og 2 miljónir kr. til Laxárvirkj unarinnar. Gert er ráð fyrir að Sogs- virkjunin fái alls 110 milj. kr. út Mótvirðissjóði, en þegar eru fengnar þaðan til virkjunarinnar 54 milj. króna alls. Sogið gerir ráð fyrir 35 milj. kr. Stjórn Sogsvirkjunarinnar hef ir gert ráð fyrir, að fengnar verði 35 milj. kr. þaðan í ár og 21 milj. á næsta ári. — Nokkuð vantar því á að Sogsvirkjunin hafi fengið það fé, sem gert var ráð fyrir að úr Mótvirðissjóði fengizt í ár, hvernig sem það mál leysist. Mbl. 14. okt. Burðargjöld yfir hafið með flugpósfi Nýir Canadamenn, er skrifa fjölskyldu og vinum handan hafs, gæti þess vandlega að nóg sé af frímerkjum á bréfunum. 1. liátlð ávalt pósthúsið vigta bréf yðar, sem send verða með flugpósti yfir hafio. Fyrir hvern y4 úr únzu, sem þér ekki borgið í Canada, verour viðtakandi að greiða tvöfalt burðargjald. 2 Flugpóstur yfir hafið er vigtaður í fjórðungs únzum. Burðargjöld: 15 c. á hvern *4 únzu til Evrópu og brezku eyjanna; 10 c. hvern Va. únzu til Suður-Ameríku; 25 c. á hvern % únzu til Afríku, Asíu, Austurlanda og Ástralasíu. 3. ódýrustu bréfasendingar með flugpósti yfir höfin verða Canada AJr Ix?íter’ sem fara með sama hraða og annar flugpóstur og kosta your aðeins 10 c. eða 15 c., að pappír inniföldum, eftir því hvert sent er. Leitið upplýsinga hjá Pósthúsinu varðandi Canada Air Letters. CANADA POST OFFICE ALCIDE COTE Q.C., M.P. Postmaster General W. J. TURNBULL, Deputy Postmaster Gencral Bankalán bjargaði hlöðunni minm! BiOjiö um ein- tak af þessum bœkUngl, .. þar sem skijrt er frá búbótalán- um. * “Eg ATTI mikla innstæðu í búi mínu og varð að vernda hana. Ég komst að því að fáanlegt væri búbótalán, er hrundið gæti í fram- kvæmd öllum umbótum með þeim skilyrðum, sem ég réði við. Nú er viðgerð hlöðunnar lokið og gripastóll, búáhöld og uppskera að fullu trygð. Og í sannleika sagt, sparaði ég pen- inga með því að láta gera við hlöðuna svona fljótt.” BÚBÓTALAN má einnig nola vegna • Nýrra verkfæra, véla og annars útbúnaCar. • Nýrrar undlrstöCu og tll kynbóta búpenings. • ETaflýsingar býla, • Girðlnga, framræslu og annara umbóta. THE ROYAL BANK OF CANADA Þér getið borið jult traust til “Royal” RB-52-4

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.