Lögberg - 20.11.1952, Side 6

Lögberg - 20.11.1952, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952 Langt í Burtu frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi „Ákveðinn! Já, ég held það nú.“ „En því ekki að skrifa henni? Það er afar einkennileg afstaða, sem að þú hefir komið sjálfum þér í. Ég skal segja þér að ef ég væri í þínum sporum þá mundi ég halda á- fram að vera einhleypur, eins og þú ert nú undir nafninu Francis. Góð kona er ágæt, en hin bezta kona er ekki eins góð, eins og engin kona. Að minnsta kosti er það mín skoðun, og hefi ég aldrei verið talinn heimskur og ætíð værið álitinn sjá jafn langt nefi mínu.“ „Heimska!“ sagði Tray reiður. „Þarna situr hún við allsnægtir: nóga peninga, hús og bú, en hér er ég fátækur flækingur, sem á enga máltíð vísa. En það er ekki til neins að tala um þetta nú — það er orðið of seint, og mér þykir vænt um það; ég hefi sézt hér og þekkst nú í dag. Ég hefði átt að fara til baka til hennar daginn eftir sýninguna og það er þér að kenna, að ég gerði það ekki, þú varst alltaf að tala um skilnað og lög og aðra vitleysu af því tagi; ég bíð nú ekki lengur. Hvað það var, sem kom mér til að hlaupa frá henni, fæ ég hreint ekki skilið! Heimskuleg hugarviðkvæmni — það er það, sem það var. En hvaða lifandi manni gat dottið í hug að konunni minni væri svona annt um að losast við nafnið mitt!“ „Ég hefði átt að vita það. Hún svífst einskis. „Pennyways, gleymdu ekki við hvern þú ert að tala!“ „Jæja, Sergeant, ég segi þér satt, að ef að ég væri i þínum sporum, þá færi ég aftur í burtu þagnað sem að þú varst — það er ekki of seint ennþá. Ég færi ekki að ýfa upp það, sem orðið er, og fyrirgera nafni mínu aðeins til þess að vera með henni — því að allt um þennan leikaraskap þinn hlýtur að komast upp, þó að þú haldir það ekki. Þú getur reitt þig á, að ef þú ferð þangað núna þegar að jólaboð Boldwoods stendur yfir, að þá lendir þú í ein- hverju hneykslis óláni!“ „Nú jæja, ég á ekki von á, að ég verði neinn aufúsugestur, ef að hann hefir hana hjá sér,“ sagði Sergeantinn og hló. „Ég verð nokkurs konar Hjálmar hugumstóri; og þegar ég geng inn þá þagna allir og sitja óttaslegnir, ljósin varpa bláleitri birtu á gestina — og ormarnir, á, það er andstyggilegt! — Hringdu eftir meira víni, Pennyways — það fer hrollur um mig allan! Hvað er það annað? —Stafur — ég verð að hafa göngustaf." Pennyways fannst hann vera kominn í nokkurs konar gapastokk, því að ef Bathsheba og Tray skyldu sættast, þá var nauðsynlegt fyrir hann að koma sér í mjúkinn hjá henni, ef að hann átti að geta notið hlunninda hjá manni hennar. — „Ég held að henni þyki stund- um vænt um þig ennþá, og undir niðri þá er hún bezta manneskja,“ eins og til þess að bæta ofurlítið úr fyrir sjálfum sér. „En um það er ekki hægt að vita með vissu, svona utan að frá. Jæja, þú gjörir eins og þér sýnist með að fara, Sergeant, en hvað mig snertir, þá gjöri ég eins og þú vilt.“ „Láttu mig sjá. Hvað er orðið fram orðið?“ spurði Tray eftir að hafa tæmt glas sitt í einum teyg þar sem að hann stóð. Klukkan er hálf sjö. Ég fer mér hægt og verð kominn þangað fyrir kl. níu.“ LIII. KAPÍTULI / Úti fyrir húsi Boldwoods bónda stóð hópur af mönnum í myrkrinu og horfðu á framdyr hússins, sem alltaf var verið að opna eða láþa aftur af þjónum hússins eða gestum, og í hvert skipti, sem hurðin var opnuð, læsti ljósbirtan, sem lagði út frá dyrunum, sig eins og eldtunga eftir stéttinni fyrir framan húsið, og yfir dyr- unum sjálfum var lítil ljóstýra, sem sendi ofur- lítinn bjarma á vafningsviðinn, sem að í kring- um það var — annars var allt hljótt, kyrrt og dimmt. „Hann sást í Casterbridge seinni partinn í dag — sagði drengurinn,“ sagði einhver í hálf- um hljóðum. „Og ég fyrir mitt leyti trúi því. Líkið fannst aldrei, eins og þið vitið.“ „Það er einkennileg saga,“ sagði annar. — Þið getið verið vissir um, að hún veit ekkert um þetta.“ „Ekki hið minnsta.“ „Kannske að hann ætli sér ekki að láta hana vita neitt af sér,“ sagði einhver. „Ef að hann er lifandi og hér í nágrenninu þá ætlar hann að fremja af sér einhvern óþokka- skap,“ sagði sá, er fyrstu hóf máls. „Vesalings unglingurinn, ég vorkenni henni, ef að þetta er satt. Hann fer með hana í hundana.“ ,jÓ, sussu, nei; hann hefir sig hægan,“ sagði einhver, sem ekki var eins bölsýnn og sumir hinna. „Mikill heimskingi hefir hún hlotið að vera, að hún skyldi nokkurn tíma fara að leggja lag sitt við manninn! Hún er svo einræn og sjálfstæð, að manni verður nærri á að segja, að henni sé þetta mátulegt, frekar en að vor- kenna henni.“ „Nei, nei! Ég er þér ekki sammála þar Hún var aðeins unglingur og hvernig átti hún að vita hvað í manni þessum bjó? Ef að þetta er virkilega satt, þá er það of ströng hirting á hana og meiri en að hún hefði átt að mæta. — Hver er þar?“ Maðurinn heyrði fótatak ein- hvers staðar, sem færðist nær. „William Smallbury,“ sagði sá, sem var að koma og kom til þeirra. „Það er ljóta myrkrið í nótt, finnst ykkur það ekki. Ég ætlaði varla að finna plánkann yfir lækinn þarna yfir frá. Það hefir aldrei komið fyrir mig áður. Er nokkur hér af vinnufólki Boldwoods?" spurði hann og leit framan í þá, sem að í kringum hann voru. „Já, við erum allir hans menn. Við komum hér saman fyrir dálítilli stundu. Já, ég heyri nú, að það ert þú, Sam Samway. Mér fannst ég þekkja málróminn. Eruð þið að fara inn?“ „Bráðum. En heyrðu, William,“ sagði Sam- way lágt, „hefurðu heyrt þessi undursamlegu tíðindi?“ „Hvaða tíðindi — um að hann Tray hafi sézt lifandi; meinið þíð það?“ spurði Smallbury lágt. „Já, í Casterbridge.“ „Já, ég hefi heyrt það. Lobin Tall sagði mér einhvern ávæning af því áðan. En ég held, að það sé ekkert til í því. En hér kemur Loban sjálfur, held ég.“ „Laban?“ „Já, það er ég,“ sagði Tall. „Hefurðu heyrt nokkuð meira um þetta?“ „Nei,“ sagði Tall og kom til þeirra. „Og mér er nær að halda, að við ættum ekki að hafa það í hámælum. Ef að það skyldi ekki vera satt, þá gerir það hana óróa og eykur henni harm, það er ekki til neins að vera að reyna að afstýra vandræðum, ef að þau annars vofa yfir. Guð gefi að það sé lýgi, því þó að Henry Fray og sumir aðrir tali illa um hana, þá hefir hún aldrei verið öðruvísi en sanngjörn í minn garð. Hún er skapbráð og fljótfær, en hún er hugprúð kona og sannorð, sem aldrei grípur til lýginnar sér til afsökunar. Ég hefi enga til- hneigingu til að vilja henni neitt illt.“ „Hún er frábitin öllum smálygum, sem að kvenfólki eru svo tamar, það er satt, og slíkt er víst ekki hægt að segja um margar. Allt það misjafna, sem í huga hennar kemur, segir hún hreint út: undirferli á hún ekki til.“ Þeir stóðu allir þegjandi og hugsuðu málið hver fyrir sig. Fagnaðarlæti heyrðust af og til frá húsinu. Svo voru framdyrnar opnaðar, ljós- glampann lagði út úr þeim og í honum sáu þeir húsbóndann sjálfan koma út og ganga eftir stígnum út að garðhliðinu. „Það er húsbóndinn," sagði einn af mönn- unum þegar að Boldwood nálgaðist þá. „Við skulum hafa hljótt um okkur — hann fer fljótt inn aftur. Honum mundi þykja það einkenni- legt af okkur að hafast hér við.“ Boldwood kom og gekk fram hjá mönnun- um án þess að sjá þá og fór út að garðshlið- inu, beygði sig yfir það, stundi við og sagði lágt, en þo nógu skýrt til þess, að mennirnir í garðinum heyrðu: „Ég vona, að guð gefi, að hún komi, ef hún gjörir það ekki þá verður mér þetta kvöld sannkallað kvalakvöld. Ó! mín kæra, mín kæra, hví kvelur þú mig svona mikið á þessum drætti?“ Hann sagði þetta við sjálfan sig, þó að mennirnir heyrðu það greinilega líka. Bold- wood stóð þegjandi dálitla stund. Það heyrðist ómur af hávaða og hjali frá húsinu, og eftir nokkrar mínútur heyrðist skrölt í léttivagni, sem var á leið ofan hæðina; vagninn bar fljótt að og stansaði við hliðið. Boldwood flýtti sér að opna húshurðina og birtuna lagði í fangið á Bathshebu, sem kom gangandi eftir stígnum, er lá upp að húsinu. Boldwood bældi niður tilfinningar sínar sem bezt hann gat og heilsaði henni blátt áfram og hæversklega. Mennirnir heyrðu hana hlægja léttilega, fciðja fyrirgefningar á því að hún væri sein, svo fór Baldwood með hana inn í húsið og lét áftur hurðina. Herra minn góður, ég vissi ekki að honum var þannig farið,“ sagði einn af mönnunum. „Ég hélt að þessir órar hans væru löngu liðnir hjá.“ „Þú þekkir húsbóndann ekki mikið, ef að þú hefir haldið það,“ sagði Samway. „Ég vildi gefa mikið til, að hann vissi ekki, að við heyrðum til hans,“ sagði sá þrðji. „Ég vildi að við hefðum sagt frá fréttun- um undir eins,“ sagði sá, er fyrst talaði órólegur. „Það getur hlotist verra af þessu, heldur en að við gjörum okkur hugmynd um. Vesalings frú Tray, þetta verður reiðarslag fyrir hana. Ég vildi að Tray væri kominn til.....Jæja, ég vona að guð fyrirgefi mér slíka ósk. Fjandans óþokkinn að leika vesalings konuna svona grátt. Það hefir ekkert verið eins og það átti að vera í Weatherbury siðan að hann kom hingað. Og nú brestur mig kjark til að fara inn. Við skulum líta inn hjá Warrens, eigum við ekki að gjöra það, félagar?“ Samway, Tall og Smallbury voru til með að fara til Warrens, og fóru út um garðshliðið, en hinir, sem eftir voru, fóru inn í húsið. Þrí- menningarnir komu brátt til ölbruggarans, en gengu ekki eftir veginum heim til hans heldur í gegnum ávaxtagarð. Það logaði ljós fyrir inn- an glerrúðuna, eins og vant var. Smallbury var dálítið á undan félögum sínum, þegar að hann stansaði, leit til þeirra og sagði: „Hljótt! Sjáið þið þetta þarna.“ „Þeir sáu að ljósið frá rúðunni skein ekki á vafningsviðinn, eins og vanalega, heldur á eitthvað annað, sem var fast við rúðuna — það var mannsandlit. „Við skulum koma nær,“ hvíslaði Samway; og þeir læddust á tánum. Það var engin ástæða til að efast um fréttina lengur. Andlitið á Tray var nærri fast við rúðuna og hann horfði inn í húsið, og það var ekki einasta að hann horfði inn, heldur var hann sjáanlega að hlusta á sam- tal, sem að fram fór inni 1 ölbruggarahúsinu, þar sem að ölbruggarinn og Oak voru að tala saman. „Þessi drykkjugleði er öll henni til heiðurs, er það ekki? Þó að það sé látið heita jólagleði," spurði gamli maðurinn. „Ég veit það ekki,“ svaraði Oak. „Ó, jú, víst er það satt. En ég skil ekki í Boldwood bónda, manni, sem kominn er á hans aldur, að gera sig að þeim asna að elta þessa konu á röndum, eins og hann gjörir, og ekki sízt þar sem að hún vill helzt ekkert með hann hafa.“ Eftir að mennirnir höfðu þekkt andlitið á Tray, drógu þeir sig til baka í garðinum, eins hljóðlega og þeir höfðu komið. Það var eins og Bathsheba væri alls staðar og hvert orð sem heyrðist snerti hana að einhverju leyti. Þegar að þeir voru komnir úr áheyrn, var það aðeins eitt, sem fyrir þeim vakti. „Mér varð nokkuð bylt við að sjá framan í hann,“ sagði Tall og dæsti. „Og mér líka,“ sagði Samway. „Hvað eig- um við að gjöra?“ „Ég sé ekki að þetta komi okkur nokkurn skapaðan hlut við,“ tautaði Smallbury. „Ó, jú, þetta er nokkuð, sem að öllum kemur við,“ sagði Samway. „Við vitum allir vel, að húsbóndinn er á rangri leið, en gerir sér ekki grein fyrir því sjálfur, og við ættum að segja honum sannleikann undir eins. Laban, þú þekkir hann bezt — það er bezt fyrir þig að fara og fá að tala við hann.“ „Ég er ekki fær um að gjöra neitt því líkt,“ sagði Laban óttasleginn. „Ég skyldi halda að William ætti að gjöra það, ef nokkur gerði það. Hann er elztur.“ „Ég skipti mér ekkert af þessu,“ sagði Smallbury. „Þetta er ekkert leikspil. Hann fer til hennar sjálfur eftir fáeinar mínútur, þið sjáið bara til.“ „Við vitum það ekki. Komdu Laban.“ „Nú jæja, ef að ég verð að gjöra það, þá verður það líklega svo að vera,“ svaraði Tall nauðugur. „Hvað á ég að segja?“ „Segðu að þú viljir tala við húsbóndann.“ „Nei, ég held nú ekki. Ég tala ekki við hr. Boldwood. Ef að ég segi nokkrum frá þessu, þá segi ég húsmóðurinni það.“ „Nú jæja,“ sagði Samway. Labon gekk til dyranna. Þegar að hann opnaði þær heyrðist málkliður, ys og þys fólks- ins í samkomusalnum, sem var rétt fyrir innan framhurðina, og sem hljóðnaði og dó út þegar að hurðin var látin aftur. Þeir, sem úti voru, biðu alvarlegir og litu í kringum sig á dökka trjátoppana í kring sem báru við himinn og stöku vindgustur hreyfði greinarnar á. Einn þeirra fór að ganga fram og aftur og fór svo þangað, sem að hann stóð fyrst og stansaði þar, eins og þetta fram og aftur ferðalag væri til lítils gagns. „Mér þykir líklegt að Labon hafi haft tal af húsmóður sinni nú,“ sagði Smallbury. — „Máske að hún fáist ekki til að tala við hann.“ Framhurðin opnaðist á ný. Tall kom út til þeirra. „Ég gat ekki fengið mig til að tala við hana,“ sagði Labon. „Þeir voru allir svo önnum kafnir við að koma ofurlitlu lífi í samkvæmið. Það virtist vera einhver deyfð og þungi yfir öllu saman, þó að þar sé nóg af öllu, sem að menn þurfa á að halda, þá gat ég ekki með nokkru móti farið að sletta mér fram í hlutina og gjöra þá enn skuggalegri en þeir voru — mér var það alveg lífsins ómögulegt!“ „Ég býst við að það sé bezt íyrir okkur alla að fara inn saman,“ sagði Samway þungbúinn. „Ég fæ máske tækifæri til að skjóta orði að húsbóndanum.“ Svo fóru þeir allir inn í húsið — inn í sal- ínn næst dyrunum, sem var valinn sökum þess að hann var stærstur. Unga fólkið var að byrja að dansa. Bathsheba hafði verið óákveðin í því hvernig að hún ætti að haga sér. Hún var svo að segja unglingur að aldri sjálf, en fann þó gjörla til lífsábyrgðar sinnar. Stundum fannst henni, að hún hefði ekki átt að þiggja heim- boðið undir neinum kringumstæðum; svo fanst henni það aftur vingjarnlegt og kurteist, svo hún sætti sig að síðustu 'við það og ásetti sér að stansa aðeins í klukkutíma, og með það í huga dró hún sig út úr mannþrönginni, því að hún vildi ekki taka neitt þátt í dansinum eða öðrum skemmtunum. Þessum eina klukkutíma eyddi Bathsheba í viðtal við hina og þessa og horfði á dansinn. En nú var hann liðinn. Hún fór til Liddy og sagði henni að hún skyldi ekki flýta sér, og fór svo í annað herbergi til að búast til burt- ferðar. Það var enginn í herberginu þegar að hún kom inn í það, en hún hafði ekki verið þar nema fáein augnablik, þegar að húsbónd- inn kominn til hennar. „Frú Tray, þú ert þó ekki að fara? spurði Boldwood; „við erum varla byrjuð." „Með þínu leyfi, þá vildi ég helzt fara nú.“ Hún var dálítið óróleg, því hún mundi eftir loforði sínu og þóttist ráða í hvað hann mundi ætla sér að segja. „En þar sem ekki er orðið fram orðið, þá get ég gengið heim, en skilið Liddy og manninn, sem keyrði mig, eftir þangað til seinna eða þangað til þau eru tilbúin.“ „Ég hefi setið um tækifæri til að tala við þig,“ sagði Boldwood. „Þú ferð máske nærri um hvað það er, sem að ég vil segja við þig?“ „Bathsheba leit þegjandi ofan á gólfið við fætur sér. „Þú ætlar að gefa það?“ sagði hann ákafur. „Gefa hvað?“ spurði hún lágt. )rÞetta er nú að snúa út úr fyrir mér! — Auðvitað loforðið. Ég vil ekki gjörast of nær- göngull í þessum efnum, eða láta nokkurn vita af því. En lofaðu nú þessu! Það er ekkert meira en viðskiptasamningur á milli tveggja per- sóna, sem báðar eru hafnar yfir ástríðu- hneigðir.“ Sjálfur vissi hann hve langt þessi kaupsýsla var frá sannleikanum, að því er hann sjálfan snerti, en hann vissi að það var eini vegurinn til að hún hlustaði á hann. „Loforð til að giftast mér eftir fimm ár og níu mánuði. Þúskuldar mér það!“ „Ég finn að ég gjöri það,“ sagði Bath- sheba; „það er að segja, ef þú krefst þess. En ég er breytt kona — ófarsæl kona — og ekki — ekki.......“ „Þú ert dásamlega fögur kona,“ sagði Bold- wood. Þetta var sagt af einlægni og hreinskilni, án minnstu hneigðar til skjalls eða fagurmæla. En það hafði ekki hin minnstu áhrif, eins og á slfÓð, því Bathsheba sagði kalt og tilfinningar- laust: j „Ég hefi enga tilfinningu eða vilja í þessu efni. Og ég veit ekki hvað rétt er fyrir mig að gjöra í því eins og á stendur, og ég hefi heldur engan, sem að ég get ráðfært mig við. En ef ég verð að gefa þetta loforð, þá gjöri ég það — og gef það sem skuldakvittun.“ „Þú ætlar þá að giftast mér eftir fimm til sex ár héðan í frá?“ „Vertu ekki of eftirgangsharður. Ég skal ekki giftast neinum öðrum.“ „En þú tiltekur vissulega einhvern tíma, annars er loforðið einskis virði?“ „Ó, ég veit það ekki, vertu svo góður að lofa mér að fara!“ sagði hún og barmur hennar fór að bifast. „Ég veit ekki hvað skal gjöra! Ég vil vera réttlát gagnvart þér, en til þess finnst mér að ég verði að vera óréttlát gagn- vart mér sjálfri, og ég er kannske að brjóta boðorðin með því. Það er enn vafi á með dauða hans. Þetta er hræðilegt! Lofaðu mér, hr. Bold- wood, að spyrja lögfræðing að hvað ég eigi að gjöra í þessu.“

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.