Lögberg - 20.11.1952, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952
Úr borg og bygð
Having passed the 10-year
mark, all Viking members and
friends are invited to come and
celebrate with us at our
10TH ANNIVERSARY DINNER
Empire Hoiel,
Main Dining Room
Friday, November 28,
ai 6.30 p.m.
This is a day that we have
been looking forward to for a
long time and we ask you to
help us make it a memorable
mile-post in the history of our
club.
We are happy to announce
that we have secured as the
guest-speaker our old friend
and honorary member, —
DR. RICHARD BECK, Pro-
fessor of Scandinavian lang-
uages and literature at the
University of North Dakota,
Grand Forks. His address
will be: "Our Scandinavian
Culiural Heriiage."
A brief review of the history
of The Viking Club will be
given by H. A. Brodahl, Secre-
tary of the Club, through all of
these ten years.
Entertainment will be given
by Art Gallie and his Barber-
shop Quartette.
The dance will commence at
9.00 to the tunes of Mannig’s
Orchestra.
The committee in charge con-
sists of A. J. Bjornson, H. A.
Brodahl, H. Jacob Hansen, Mrs.
Martha Norlen, Helge Pearson
and S. R. Rodvick.
Tickets are: $2.00 for dinner
and dance and 75 cents for the
dance alone and must be sé-
cured early from members of
the executive (see above).
Telephone reservation may be
made, not Iater than Thursday,
November 27th from: —
Mrs. M. Norlen, 288 Beverley
St. Phone 3-3962,
H. Jacob Hansen, 725 Grain
Exchange Bldg. Phone 92-2940
and after 4 p.m. 225 Empire
Hotel Phone 92-5307.
☆
The Women’s Association of
the First Lutheran Church will
meet next Tuesday, Nov. 25th,
at 2.30 in the church parlors.
☆
GEFIÐ TIL
Sunrice Lulheran Camp
Mr. P. R. Johnson, Manager
Windsor Theatre, St. Vital,
$50.00 í minningu um foreldra
sína Mr. og Mrs. Guðmundur
Jónsson frá Reykjum í Geysis-
bygð.
Með innilegu þakklæti
Anna Magnússon
Box 296, Selkirk, Man.
Mr. John Thorsteinsson frá
Steep Rock, Man., var staddur í
borginni um miðja fyrri viku.
☆
Miss Sæunn Bjarnason frá
Gimli hefir dvalið í borginni
undanfarinn vikutíma.
☆
Carl Hanson leggur af stað á
föstudaginn suður til Santa
Monica, California, þar sem
hann ráðgerir að dvelja í vetur.
☆
Dánarfregnir
Magnús Jóhannesson, er fyrr-
um bjó að Vogar, Manitoba, lézt
á miðvikudaginn 12. nóvember
í Vancouver, B.C.; hann var 76
ára að aldri. Auk ekkju sinnar
lætur hann eftir sig einn son,
Joe; fjórar dætur, Mrs. J. Ind-
riðason, Mrs. O. L. Scramstad,
Mrs. Melvin Heidrick og Mrs.
Gunnar Holmes; ennfremur tíu
barnabörn. Hann var jarðaður í
Vancouver.
Halldór Guðjónsson dó á elli-
heimilinu Betel á Gimli á sunnu-
daginn 9. nóvember, 88 ára að
aldri. Hann fluttist frá Islandi
tií Canada árið 1902 og settist þá
að í grend við Wynyard, Sask.,
og bjó þar í 45 ár, en á • Betel
dvaldi hann í fimm ár. Hann
lætur eftir sig einn son, Sam;
tvær dætur, Mrs. Emily Eyjólf-
sðn og Miss Guðrúnu Guðjóns-
son; fimm barnabörn og fimm
barnabarna-börn; ennfremur
eina systur, Mrs. J. O. Björnson.
Útförin fór fram frá Betel og
jarðað var í Lúterska grafreitn-
um á Gimli.
Jónína Sigríður Vigfússon,
ekkja eftir Víglund Vigfússon
frá Úthlíð í Biskupstungum,
lézt á Betel, Gimli, á föstudag-
inn 14. nóvember, 87 ára að
aldri. Áður en hún fluttist að
Gimli átti hún heima á 528
Maryland Street, Minnipeg, og
hafði hún dvalið í borginni í 26
ár áður en hún fór til Betel fyrir
6 árum. Hún lætur eftir sig þrjár
dætur, Mrs. M. F. Knott, Mrs. J.
Volberg og Mrs. J. Anderson.
Útförin fór fram frá Bardals út-
fararstofunni á mánudaginn. —
Séra Valdimar J. Eylands jarð-
söng með aðstoð séra Guttorms
Guttormsson frá Minneota,
Minnesota; jarðað var í Brook-
side grafreit.
Mrs. Thora Ásmundson frá
Eston, Sask., dó á laugardaginn,
8. nóvember, á Misericordia
spítalanum hér í borg; hún var
63 ára að aldri. Hún lætur eftir
sig eina dóttur, Mrs. G. Blood;
tvo sonu, Harvey og Gerald;
þrjár systur, Mrs. John Sigurd-
son, Mrs. M. Sigurdson og Mrs.
G. W. Daugherty. Jarðarförin
fór fram í Eston.
THE VIKING CLUB
TENTH ANNIVERSARY DINNER
EMPIRE HOTEL
FRIDAY, NOVEMBER 28th, 6.30 p.m.
Tickets for Dinner $2.00 Admission to Dance 75c
Tickets may be obtained at The Electrician's, 685 Sargent Ave.
Guest Speaker:
DR. RICHARD BECK
Heimsækið Evrópu í vor!
Takist nú á hendur ferðina, er dregist hefir
á langinn. Finnið umboðsmann ferðaskrif-
stofunnar þegar í stað, og hann mun skýra
yður frá lækkuðum fargjöldum og veita
yður ókeypis leiðbeiningar . . . um það,
hvernig bezt megi verja „SPARNAÐAR-
ARSTÍÐUM“.
Vegna frekari upplýsinga skrifið
Icelandic Consulate General
50 Broad Street
New York 4, N. Y.
European Jravel £ommission
Evrópisku ferðaskrifstofunnar
Sameinuð Evrópa vegna aukinna vináttusamninga og
og þróunar vegna ferðalaga
SAMKOMURÆÐA
FRÓN heldur ársfund sinn á
mánudagskveldið, 8. desember,
nánar auglýst síðar.
☆
GIFTINGAR
framkvæmdar af séra Sigurði
Ólafssyni í Selkirk:
1. nóv. í sóknarkirkjunni:
Verner Alvin Meger, Selkirk,
Man., og Lena Lazaruk, Lock-
port, Man. Veizla í Memorial
Hall, að giftingu afstaðinni.
7. nóv. á prestssetrinu:
Jane Thurston Law, Selkirk,
Man., og Edna Margaret Good-
man, sama stað.
10. nóv. í sóknarkirkjunni:
Aubrey Charles Peel, R.R.
No. 1, Selkirk, og Emily Krist-
rún Stefánson, Selkirk. Vitni
að giftingunni voru: Mrs.
Louise Jones og Mr. Robert
William Peel. — Veizla var
setin í samkomuhúsi safnað-
arins að giftingu afstaðinni.
GAMAN 0G
ALVARA
Faðirinn: — Þú kynnist sannri
hamingju þegar þú giftist.
Sonurinn: — Er það satt,
pabbi?
Faðirinn: —,Já, en þá er það
orðið of seint.
☆
Hershöfðingi og ofursti gengu
saman eftir götunni. Þeir gengu
fram hjá mörgum hermönnum
og í hvert skipti, sem ofurstinn
heilsaði hermannakveðju hinna
óbreyttu hermanna, sagði hann
í lágum hljóðuni: — Sömuleiðis.
Hershöfðinginn undraðist og
spurði hvers vegna hann gerði
þetta. Þá svaraði ofurstinn: —
Ég hef sjálfur verið óbreyttur
hermaður og veit hvað þeir
hugsa!!!
Jóna: Ég giftist honum af því
að mér fannst hann vera eins og
grískur guð.
Gunna: — Nú, reyndist hann.
ekki vera það?
Jóna: — Jú, að vísu, en mér
finnst hann líkjast helzt Bakk-
usi!
☆
Fulltrúinn: — Hvers vegna
hlóstu ekki að fyndni forstjór-
ans?
— Það var búið að segja mér
upp frá 1. ágúst.
Er þer sendið
Peninga
yfir hafið
Sendið þá
• GREIÐLEGA
• AUÐVELDLEGA
• TRYGGILEGA
Með
CANADIAN
PACIFIC
EXPRESS
Erlendar greiðslur
Sérhver C a n a d i a n
Pacificskrifstofa send-
ir fyrir yður peninga
yfir hafið . . . fljótt.. .
. . . ábyggilega.
Minnist þessa er þér
næst sendið peninga
frændum, vinum eða
viðskiptavinum.
GoMtuíLoAi (Pacific
Framhald af bls. 7
þar farsæll netaafli nema rétt
á meðan loðna er í göngu.
Ég minntist áðan á ræskna-
vertíðina gömlu. Hún lagðist
niður, sem slík, árið 1903 (að
minsta kosti á Suðurnesi) var
þá stjóralegum hætt og færin
hengd upp í hjall, en ræksnun-
um beitt á lóð, var það ólíkt
skemtilegra og afli drjúgum
meiri.
Með sexmannaförunum hófst
nýtt tímabil í útgerðarsögu Mið-
nesinga; afli varð meiri en áður
og vaxandi áhugi með batnandi
hag. Sjósókn var mjög mikil á
þessum árum, um og eftir alda-
mótin. — Voru um þetta leyti
margir af sjómönnum á Miðnesi
innan flóa menn, allt frá Reykja-
vík til Keflavíkur — (því ringul-
reið nokkur var þá á útgerð við
Faxaflóa vegna netasamþyktar-
innar, sem nokkrir elztu menn
muna enn, og svo byrjuðu ensk-
ir togarar að skafa beztu fiski-
miðin þar um 1890 og ætíð
síðan) — margir þessara manna
voru þaulvanir siglingum á
opnum skipum með Engeyjar-
lagi, sem frægt er fyrir góða
siglingahæfileika, en einmitt
þau skip voru Miðnesingar nú
að taka upp, sem vertíðarskip,
kenndu þeir ungu formönnun-
um margt í lagi og útbúnaði
segla og fleira er að siglingum
laut. Enda hófst nú mesta sigl-
ingatímabil opinna skipa á Mið-
nesi. Barningar lögðust niður,
iiema ósiglandi væri fyrir öldu-
sjó, en sífellt var slagað, af
hvaða átt, sem vindur blés, ef
ekki var einstefnu leiði heim.
Við höfum nú dvalið dálítið
á sjónum og er því bezt að sigla
til sama lands. — Við erum fram
í Stafnesdjúpi, Vörðufellið og
Keili um Klofninga. Það er
landnyrðingsstormur, við höf-
um náð allri lóðinni og fengið
hálffermi í skipið, það er góð
kjölfesta, en þó fært í flestan
sjó. Við setjum upp, greiðum úr
; seglum og siglum með öllu.
Skipið tekur á rás og öslar á-
fram. En við verðum að muna
að við erum á opnu skipi, enda
taka austurrúms-menn trogin og
hafa tilbúin, því ágjöf hlýtur
að verða. Formaður beitir vök-
ulum augum á bæði borð. Það
má ekki taka hlésjó, en það má
sjóða á keipum, og það er undra-
vert hve skipið liggur stöðugt
á listanum á hlé, en gutlar öðru
hvoru upp á keipstokkinn. Og
með lítilli hreyfingu á stýris-
sveifinni, sem varla er af öðr-
um tekið eftir, getur laginn for-
maður afstýrt áföllum á kul-
borða, og skipið leikur í hendi
hans eins og vel taminn gæð-
ingur, en fjörugar ægisdætur
og gáskafullar fá engum kinn-
hestum viðkomið. Svo fimleg
var stjórn gömulu formannanna
á þessum opnu smáfleytum.
Við náum upp á Þórshafnar-
hraun, rétt fyrir sunnan Staf-
nes, og vendum út um, en tök-
um niður stagfokkuna í vend-
ingunni, því nú verður nasa-
kvika fyrir Stafnestanga — það
er eins og kvikan beygi ætíð
fyrir nes og tanga. — Ef við.
siglum með báðum fokkum í
nasakviku (það er þegar kvikan
kemur beint á móti) rennur
skipið á mikilli ferð upp á kvik-
urnar svo barkinn verður á lofti
er skipið hleypur fram af, og er
þá tvöföld hætta, næsta kvika
gín fyrir framan og skipið
stingur sér í hana með því afli
að það tekur hlésjó, — sem get-
ur orðið of stór — á hnútuna,
veldur stagfokkan þar mestu
því hún þrykkir niður. Hin
hættan er í því fólgin, að hálsar
í barka geta rifnað eða sprungið
frá stefni (eru þess dæmi). Var
þá nauðsynlegt að klýver-mað-
urinn kynni vel sitt verk,
þannig, að gjöra klýverinn á-
hrifalausan á réttu augnabliki,
með því að gefa eftir á klónni
svo hann var við það að blakta,
það dró úr skellinum, ekki mátti
klýverinn þó taka högg, þá gat
útleggjarinn hrokkið sundur.
Ætíð var haldið í klýverkló í
stormsiglingu, eða hafður laus,
eins og það var orðað. — Við
siglum nú út með Urð og Rifi
og nokkuð út og norður, en ekki
er vert að hafa slaginn mjög
langan, því kvikan stækkar er
dýpra kemur, við vendum því
upp aftur og komum þá upp
sunnan við Hvalsnes, því norður-
fall er komið, við vendum enn
og siglum norður með strand-
klöppinni og Æðarflös. Nú þarf
ekki langan slag, við vendum í
síðasta sinn og drögum upp
fokkuna, því ekki er nasakvika
á uppslag og stefnum nú heim.
Allt hefir gengið slysalaust.
Litla sigludýrið okkar hefir
stiklað létt og fimlega um ýsu-
grundina vota og þýfða. Hásetar
eru í sólskinsskapi og kveða
hátt, margraddað:
Að sigla fleyi, og sofa í meyjar
faðmi,
ýtar segja yndið mest,
og að teygja vakran hest.
Það var líka til yndi á þeim
dögum.
Um 50 ár eru liðin síðan við
sigldum í land. — Ef við lítum
nú suður á Miðnes, þá er ekkert
opið vertíðarskip að sjá, og ekki
ein einustu naust eru starfrækt
og ekkert þeirra nema svipur
hjá sjón, því ekkert opið ára-
skip er nú gert út á vertíð þar.
Gömlu sundin og gömlu lend-
ingarnar heyra sögunni til, og
gleymast að fullu nöfnin á sund-
um og boðum, svo og fiskimiðin,
sem aldrei eru nefnd á nafn
framar, fara sömd leið. Allt
þetta þarf að skrifa upp af
kunnugustu mönnum á hverjum
stað.
Ef ég lít á mínar fornu slóðir
sé ég þetta:
Sundvarðan á túninu, há og
gild, eins og gömul, siðlát sóma-
kona í krinolíni (þannig var
vöxturinn) en í seinni tíð gugg-
in og grá af mosa, er ætíð stóð
á verði og vísaði rétt sund milli
Vatnsfellsboða og Flögunnar,
stendur nú á blábakkanum með
dauðann við tærnar, því sjór-
inn er að brjóta túnið, hægt en
markvisst. Er hún hrynur niður
fyrir bakkann heyrist urg í
grjóti, það er hennar neyðaróp.
En aldrei mun hún aftur úr
ösku rísa. — Á sama stað voru
tvö lítil vik, sem nú eru orðin
að einni breiðri vík (á flóði).
Úti fyrir vík þessari er kletta-
hólmi, sem er að verða að út-
skeri. Það voru Landanaustin. 1
miðjum hólmanum er sléttur
malarkambur, það var skipti-
völlurinn. Dálítil þúfa er enn
jar, sem timburskúrinn stóð, en
byrgi sjómannanna allt í kring
fallin inn í sjálf sig, eru orðin
að grjóthrúgum. En lítið eru enn
máðar raufarnar í klöppina eft-
ir kjölför bátanna, og ennþá sést
í brúnum raufanna rauður litur-
inn eftir ryðguð drögin.
Allt ber þetta þögult vitni,
eins og blóðdroparnir, sem féllu
úr visnu höndinni í höfuð
„Valtýs á grænni treyju".
Magnús Þórarinsson
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands .
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 23. nóv.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
☆
Við guðsþjónustu í Fyrstu
lútersku kirkju á sunnudaginn
kemur kl. 7 e. h., prédikar Dr.
Rúnólfur Marteinsson.
☆
Við gugsþjónustu í Lútersku
kirkjunni á Gimli kl. 7 næsta
sunnudagskvöld, flytur séra
Valdimar J. Eylands erindi um
Lúterskt kirkjustarf í Nýja-
íslandi.
☆
Gimli Lutheran Parish
H. S .Sigmar, Pastor
Sunday, Nov. 23rd
9:00 a. m. Betel
10:00 a.m. Gimli, Sunday School
11:00 a.m. Gimli, Morning Ser-
vice
2:00 p.m. Arborg
7:00 p.m. Gimli.,Guest Speaker,
the Rev. V. J. Eylands: “The
History of the Church in New
Iceland.”
People from the entire area
are invited to attend this Special
Evening Anniversary Service
and to hear the President of our
Synod.
Ræðumaður var að útmála
ógnir helvítis fyrir áheyrend-
um. Hann sagði m. a.:
— Þið vitið öll hvernig bráðið
blý er? í helvíti borða menn það
það í staðinn fyrir rjómaís.
☆
Svartsýnismaður er bjartsýnis
maður, sem einungis neitar að
lifa samkvæmt kenningum sín-
um.
—Judge
☆
Ungur nýliði hafði verið að
æfa sig í að skjóta í mark, heilan
morgun, en aldrei hæft markið.
Að lokum sneri hann sér að lið-
þjálfa sínum og mælti:
— Stundum óska ég jafnvel
heldur eftir því, að ég verði
skotfnn, heldur en að ég þurfi
að skjóta meðbræður mína.
— Það er víst óþarfi fyrir þig
að hafa áhyggjur út af því, því
þú verður áreiðanlega skotinn
áður en varir.