Lögberg - 04.12.1952, Side 1

Lögberg - 04.12.1952, Side 1
Phone 72-0471 BARNEY#S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories Repairs 24-Hour Service Phone 72-0471 BARNEY#S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories Repairs 24-Hour Service 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952 NÚMER 4|C? Hrygnandi síld finnst í reginhafi Reknetaskipin, sem stunda veiðar austur í hafi, hafa nú lagt á land um 2700 tunnur, þau sem hæst eru. Munu þau halda veiðunum áfram enn um sinn. Snæfell kom í fyrradag til Akureyrar með 600 tunnur af fullsaltaðri síld úr fimm lögnum. Frétta ritari blaðsins á Akureyri átti tal við Egil Jóhannsson, skipstjóra á Snæfelli, um veiðarnar. Veiðin hefir verið jöfn og stöðug, og virðist síldin nú halda kyrru fyrir á sömu slóðum líkt og þar væru heimkynni hennar. Hrygnandi síld Þá skýrir Egill svo frá, að sjó- menn hafi orðið varir við hrygn- andi síld á þessum slóðum úti í reginhafi og á miklu dýpi, og telur hann það merkilegt fyrir- brigði. Síldin er sæmilega feit, en áta, sem var í maga hennar í byrjun veiðanna, virðist nú vera horfin. Hrygningarstöðvar víða? Eins og kunnugt er af frétt- um, fóru fram allvíðtækar at- huganir og leit að hrygningar- stöðvum síldarinnar við suður- Ráðherrafundur í London Þessa dagana stendur yfir ráð- herrafundur í London, er allir forsætisráðherrar brezku sam- veldislandanna standa að; til fundarins er fyrst og fremst kvatt í því augnamiði, að reyna að liðka til um viðskipti innan vébanda hinnar brezku veldis- heildar og útiloka, að svo miklu leyti sem auðið má verða þá á- rekstra, sem stafa frá notkun sterlingspunda og dollara í hlut- aðeigandi þjóðlöndum; að auð- ráðið verði fram úr þessum vanda þarf víst enginn að gera sér í hugarlund, þó vera megi að einhverjum bráðabirgðaráð- stöfunum í umbótaátt, takist að hrinda í framkvæmd. Auk hins canadiska forsætis- ráðherra, Mrs. St. Laurent, situr fundinn fjármálaráðherrann, Mr. Abbott, og nokkrir sérfræðingar hans; frá sendinefnd Canada er enn fátt að frétta annað en það, sem þegar mátti ganga út frá sem gefnu, að hún hefði krafist afnáms á tollhömlunum því með þeim hætti einum mætti þess vænta, að nýtt líf færðist í við- skiptin innan veldisheildarinnar. Sat ársþing bræðralagsfélaga í Norður-Dakota Dr. Richard Beck sat ársþing sambands bræðralags- og lífs- ábyrgðarfélaga í Norður-Dakota (North Dakota Frateranl Con- gress), er háð var í borginni Dickinson þar í ríkinu laugar- daginn þ. 15. nóvember. Er hann fyrrv. forseti sambandsins og sótti þingið að þessu sinni, eins og oft áður, sem fulltrúi alls- herjarfélags Norðmanna vestan hafs (Supreme Lodge, Sons of Norway). Flutti hann á þinginu kveðjur þess víðtæka félags- skapar og eina af aðalræðunum, jafnframt því að hann stjórnaði innsetningu hinna nýju em- bættismanna. og vesturströnd landsins og fundust þar hrygningarstöðvar. Ef slíkar stöðvar er einnig að finna austur í reginhafi og á miklu dýpi, þá virðist auðsætt, að síldin sé ekki bundin við á- kveðnar stöðvar til hrygningar, ákveðin sjávarskilyrði, þar gotstöðvar hennar er að finna bæði upp við strendur og í reginhafi. —TÍMINN, 23. okt. ne sem Afmæli Churchills Síðastliðinn sunnudag átti hin mikla bardagahetja, Winston Churchill forsætisráðherra Breta 78 ára afmæli og eyddi hann deginum að Nr. 10 Dawning Street með fjölskyldu sinni og gæddi sér að vild á kökum og öli, að því er brezkum blöðum segist frá, og naumast þarf að gera því skóna að hann hafi ver- ið vindlalaus um daginn. Þess verður eigi vart, að árin bíti á Mr. Churchill, því auk stjórnarforustunnar og þing- starfanna situr hann eina veizl- una eftir aðra, veitir svo að segja daglegt viðtal sendiherr- um margra ríkja og heldur fjöl- sótt heimboð í ráðherrabústaðn- um; hann rís árla úr rekkju, fær sér jafnaðarlegast dúr um há- degisleytið, en starfar tíðum á skrifstofu sinni fram um mið- nætti. Stundum er Mr. Churchill spurður að því hvort hann sé eigi farinn að finna til þreytu og hvort hann myndi eigi heils- unnar vegna fara að draga sig í hlé af vettvangi stjórnmálanna, og hefir svarið þá undantekning- arlaust verið á þá leið, að því fari víðsfjarri, að sér hafi nokkru sinni komið það til hugar að setjast í helgan stein. Samvinnubúskapur á Egilsstöðum Tuttugu menn i Egilsstaða- þorpi hafa í sumar byggt tuttugu kúa fjós, sem er sameign þeirra og ætla þeir sér að reka þarna naut- gripabú í sameiningu og sjá þorpinu farborða með mjólk. Sameignarfélag þetta braut í vor þrjátíu dagsláttur lands og sáði í það, og varð heyfengurinn tíu kúa fóður, og í haust keypti það tíu snemmbærar kýr og ætlar að kaupa aðrar tíu að vori. Nýiízkubygging Byggingar félagsins eru hinar fullkomnustu. Eru það auk fjóssins sjálfs hlaða, tveir vot- heysturnar, áburðargeymsla, mjólkurhús, klefi fyrir súgþurk- un og fóðurbætisgeymsla. Sjálf- brynningartæki eru í fjósinu, og mjaltavélar eiga að koma í það. Þetta mun vera 1 fyrsta skipti hér á landi, að slík samtök eiga sér stað til þess að fullnægja mjólkurþörf kauptúns. Hefir þetta framtak vakið talsverða athygli á Austurlandi, og mun jafnvel hafa komið til orða í sumum austfirzku sjóþorpanna, hvort ekki væri hyggilegt að fara að fordæmi íbúa Egilsstaða- þorps. —TÍMINN, 5. nóv. Sir William Stephenson, víðfrægur uppfinningamaður og iðjuhöldur af íslenzkri ætt. Sjá bls. 4. \ Kunnur stjórnmála- maður látinn Á mánudaginn var lézt í Róm Vittorio Emanuele Orlando, einn hinna kunnustu stjórnmála- manna ítölsku þjóðarinnar og forsætisráðherra hennar meðan á senni heimsstyrjöldinni stóð; hann var 92 ára að aldri. Orlando varð langlífastur þeirra forustumanna, er stóðu að Ver- salasamningunum, þar sem sam- inn var nafnfriður við Þjóð- verja. Fréttir fró ríkisútvarpi islands 23. NÓVEMBER „Úr blómóðu aldanna sagnaþætlir eftir GuSmund G. Hagalín /# Komin er út ný bók eftir Guð- mund Gíslason Hagalín og nefn- ist hún „Úr blámóðu aldanna“. Eru þetta fimmtán sagnaþættir, er höfundurinn hefir skráð eftir munnlegum heimildum. Útgef- andi bókarinnar er Bókaútgáfan Norðri. í formála fyrir bgkinni segir Verða íslenzkir tómatar útflutningsvara? Þykja betri en erlendir tómatar Þess verður ef til vill ekki langt að bíða, að íslenzkir gróðurhúsatómatar 1 e g g i undir sig heiminn. Að minnsta kosti er sigurför þeirra meðal erlendra manna í varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli vbyrjuð. Þar hafa íslenzku tómatarnir áunnið sér mikla viðurkenningu og álit, sem svo virðist að þegar sé farið að spyrjast til annarra heimsálfa, nefnilega Vestur- heims. En þaðan hafa borizt fyrirspurnir um kaup á íslenzk- um tómötum í stórum stíl. Herinn hefir keypt af Sölu- félagi garðyrkjumanna töluvert magn af támötum, um 200 kassa á viku, og auk þess allmikið af gúrkum, meðan þær voru fáan- legar, gulrætur og gulrófur. Hafa þessi viðskipti numið 12— 16 þúsund krónum á viku hverri. En einkum eru það íslenzku tómatarnir, sem farið hafa sigurför á þennan markað. — Grænmetisneyzla er mun meiri hlutfallslega á flugvellinum en almennt gerist hérlendis, því að íslendingar standa flestum þjóð- um að baki um grænmetis- neyzlu. En í viku hverri er flutt inn mikið af grænmeti handa varn- arliðinu, þrátt fyrir það, þó nokkuð sé keypt hérlendis. En vegna aukinnar innanlands- neyzlu á tómötum og öðrum gróðurhúsaávöxtum, hefir stund um verið allt að því hörgull á þessum vörum í sumar og þær selst allar svo til jafnóðum og á markað hefir komið. Á Keflavíkurflugvelli, þar sem hægt er að velja milli ís- lenzkra og erlendra tómata, eru það þeir íslenzku, sem sigra. Þannig ganga þeir alla jafnan fyrst út, þar sem þeir þykja stinnari og betri en þeir inn- fluttu. Hagalín, að þegar hann hafi ver- ið að semja bókina „Ég veit ekki betur“, hafi rifjazt upp fyrir sér fjöldi sagna, sem hann hafi ekki getað fellt inn í þá bók. Sumar þessar sagnir séu af samtíðar- mönnum, eða fólki, sem sögu- menn sínir mundu, en aðrir fjalla um löngu liðinna tíma karla og konur, sem legið hafi manns- aldra og jafnvel aldir í gröf sinni. Þættirnir í bókinni heita: Blóðbönd og vébönd, Þórhildur bændakona, Ásbjörg geitasmali, Ástir dísa og manna, Kóngsríkið og garðshornið, Þórkatla í Lok- inhömrum, Árni fyglingur, Dranga-Bárður, Brandur hinn rauði, Klængur smiður, Álfa- kaupmaðurinn í Stapanum, Dauði-Páll, Syndagjöldin og „Hér hefir móðir mín verið.“ Bókin er 208 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, og er frágangur allur hinn prýði- legasti. Tyeir ráðherrar af íslenzkum stofni endurkosnir Valdimar Björnsson Endurkosinn fjármálaráðherra Minnesotaríkis með 161.000 at- kvæðum umfram gagnsækjanda sinn. Valdimar er einn hinna kunnustu íslendinga vestan hafs. Elmo Christianson Endurkosinn dómsmálaráðherra North Dakotaríkis með miklu afli atkvæða; íslenzkur í báðar ættir. Undirritað hefir verið í París samkomulag um viðskipti Is- lands og Frakklands, sem gildir fyrir tímabilið 1. október 1952 til 31. marz 1953. Samkvæmt sam- komulagi þessu munu Frakkar leyfa innflutning á samnings- tímabilinu á fiski frá íslandi, nýjum og frystum, fyrir um 9,3 miljónir króna, og á ýmsum öðr- rum vörum, svo sem niðursuðu- vörum, lýsi og frystum hrogn- um fyrir um 1,2 miljónir króna. Ríkisstjórnir beggja landanna munu leitast við að halda jafn- vægi í viðskiptunum eftir því sem unnt er. — Nýlega hafa ver- ið gefin út í Frakklandi inn- flutningsleyfi fyrir fiski frá ís- landi að upphæð 4,2 miljónir króna. Eru þau leyfi gefin út í samræmi við ákvæði fyrri við- skiptasamnings, og er sú upp hæð því eigi falin í fiskkvóta hins nýja samkomulags. ☆ Á mánudaginn var sátu þeir Árni Friðriksson fiskifræðingur og Hans G. Andersen þjóðrétt- arfræðingur fund í Lundúnum með brezkum togaraeigendum til þess að skýra fyrir þeim nauð synina á friðun íslenzkra fiski- miða, samkvæmt ósk brezku stjórnarinnar. Fundur þessi bar ekki tilætlaðan árangur og töldu fulltrúar Félags brezkra togara- eigenda og Félags yfirmanna á brezkum togurum að skýringar og frambornar ástæður fulltrúa íslenzku stjórnarinnar væru ekki fullnægjandi, en tóku það hins vegar fram, að þeir væru ávallt reiðubúnir að ræða við íslenzka fulltrúa um nauðsynlegar frið- unarráðstafanir til réttrar vernd unar íslenzkum fiskimiðum. — í tilefni þessa vísaði íslenzka ríkis- stjórnin til þess, sem hún áður hefir tekið fram, að hún byggi allar ráðstafanir sínar varðandi fiskveiðalandhelgina á þeirri skoðun, að þær séu innan lög- sögu íslands, samkvæmt alþjóða lögum, og meðan þeim sé ekki hnekkt á lögformlegan hátt, geti hún ekki samþykkt erlendar kröfur um tilslakanir á friðun- arsvæðinu. Viðræður um slíkar tilslakanir myndu því vera gagns lausar og aðeins til ills, þar sem þær kynnu að vekja vonir, sem ekki gætu rætzt. Morgunin eftir, þriðjudags- morguninn, kom fyrsti íslenzki togarinn til Grimsby eftir að togaraeigendur settu þar lönd- unarbannið. Það var Jón forseti, eign Alliance. Félag það, sem stofnað hefir verið til að sjá um fisklöndun í Grimsby, og ís- lenzkir togaraeigendur eiga hlut í, sá um uppskipun og var um þriðjungur af afla togarans seld- ur þann morgun, en afgangurinn næsta morgun. Gott verð fékkst fyrir aflann. Þegar hér var komið, héldu togaraeigendur í Grimsby fund og ræddu málið, og yfirmenn á togurum þeirra ákváðu að ganga í land, eins og um hafði verið rætt, ef íslenzkir togarar tækju að landa. Var þá um kvöldið til- kynnt, að togurum í Grimsby myndi lagt. Á fimmtudaginn voru enn fundahöld um þetta mál hjá togaraeigendum Grimsby og Hull og með fisk- kaupmönnum þar og lagt að fiskkaupmönnum að kaupa ekki íslenzkan togarafisk. Fyrir- spurnir voru bornar fram í brezka þinginu, en fiskimálaráð- herrann taldi stjórnina ekki hafa heimild til íhlutunar, en hún stæði í stöðugu sambandi við íslenzku ríkisstjórnina um málið. Á föstudagskvöldið sam- þykktu fiskikaupmenn í Hull og Grimsby að kaupa ekki fisk af íslenzkum togurum, og var Grimsby-kaupmönnum heitið nokkrum bótum vegna tjóns þess, sem þeir yrðu fyrir af þessum sökum. Aflýst var verk- falli yfirmanna á togurum og tekið að búa togarana til veiða, þá sem stöðvaðir höfðu verið. Fiskimálaráðunautur íslenzka sendiráðsins í London lét svo um mælt, að íslendingar myndu eigi hverfa aftur til þriggja sjómílna landhelgi, og óskaði Bretland eða eitthvert annað ríki að skjóta deilunni til al- þjóðadómstólsins, myndu Islend- ingar fallast á þá leið. Reykja- víkurblöðin ræða þetta mál all- ítarlega í morgun og þykir hart, að brezkir stórútgerðarmenn skuli knýja fram löndunar- og fiskkaupabann þetta. 1 ritstjórn- argrein Morgunblaðsins í morg- un segir svo um þetta mál: — „Fámenn sérhagsmunaklíka, sem heldur að áframhaldandi rán- yrkja íslenzkra fiskimiða sé henni ríkt hagsmunamál, tekur raun og veru völdin í sínar hendur. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort það sé þessi klíka eða ríkisstjórn Bretlands, sem fer nú með völd í þessu gamla höfuðvígi lýðræðis og þing- ræðis.“ — Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda hélt fund í gær og ræddi mál þetta. Ekki hefir verið skýrt frá því, hvað á fundinum gerðist. ☆ Tuttugasta og þriðja þing Al- þýðusambands Islands hófst í Reykjavík í dag. Helgi Hannes- son, forseti sambandsins, setti þingið, en síðan flytja gestir ávörp. Þingstörf hefjast á morg- un. Fulltrúar eru 300 að tölu, eða fleiri en nokkru sinni áður. ☆ Bæjarstjórar landsins komu saman á fund í Reykjavík á fimmtudaginn og daginn eftir hófst þar fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitarfé- laga. Rætt hefir verið um tekjustofna sveitarfélaga. ☆ Hinn 13. október s.l. var gerð- ur samningur milli Islands og Ástralíu þess efnis að hvort landið um sig skuli að því er vöruflutning frá hinu landinu snertir veita beztu kjör, sem það veitir öðrum löndum. Samning- urinn gildir eitt ár. ☆ Mörg verkalýðsfélög hafa sagt upp samningum við atvinnu- rekendur og hafa fulltrúar beggja aðila ræðzt við og urðu ásáttir um það á fundi í fyrra- dag, að vísa málinu til sátta- semjara ríkisins. í gær tilkynnti fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík atvinnurekendum og sáttasemjara ríkisins, að 22 verkalýðsfélög í Reykjavík hafi boðað verkfall frá 1. desember að telja, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Nokkúr félög annars staðar á landinu hafa einnig boðað verkfall, en samtals eru það um 60 félög, er Framhald á bls. 4 Klífa háfjall Nýjustu fregnir af Everest- leiðangrinum síðasta, er fræknir og djarfhuga Svisslendingar standa að, gefa í skyn, að hvort sem þeir hafi klifið hátindinn eða ekki, muni þeir þó hafa komizt hærra hærra en áður var vitað til og jafnvel alla leið.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.