Lögberg - 04.12.1952, Síða 3

Lögberg - 04.12.1952, Síða 3
LOG.BERG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952 3 í ÖÐRUM HEIM Það mun ekki markvert fyrir mann að bregða sér vestur að hafi. Það er orðið svo vanalegt, eins og að ganga í næsta hús, og þó getur naumast farið hjá því að það ferðalag vekji ýmsar hugleiðingar; minsta kosti reynd ist mér það þannig. Ég lagði því upp í þá ferð, en hafði hvorki nesti né nýja skó; ég fól C.P.R. „plögg“ mín og farangur. Líka fékk ég herbergi út af fyrir mig með öllum nú- tíma þægindum og hentugleik- um; þar bjó ég sem einvaldur eins og sá sem á mikið undir sér, og leyfðist engum að troða mér um tær. Eftir að hafa lesið mig þreytt- an fór ég að horfa út; sléttlendið mikla, nær takmarkalausa, eins og yfirborð hafsins, blasti við. Væn er sléttan til matfanga og fögur í sumarskrúði, en alt þetta getur þó valdið hugarþreytu ef til lengdar lætur; því veldur til- breytingarleySð og að því er virðist svipleysi, eins langt og augað eygir; það sjást fáar skógarreinar, dalverpi engin, vötn eða grænar hlíðar. Að vísu bregður heimilum fyrir á nokkr- um stöðum, en það bætir lítið úr skák, því húsakynni öll virð- ast steypt í sama móti, þó sést skjólvíðir á einstaka sta§. Um mikla svipbreyting er ekki að ræða. Það má mikið vera ef þetta ómælilega sléttlendi elur upp mörg skáld eða andleg stór- menni; það virðast svo fá skil- yrði fyrir því að geta hafið hugann „yfir moldina." Skáld alast bezt við fjöll, fossa og skóga; það er engin tilviljun um skáldhneigð Islendinga eða frændaþjóða þeirra. Satt að segja er ég hálfhræddur við þetta sléttlendis bákn, ég óttast hin andlegu dáleiðsluáhrif þess. — Ekki efast ég um það, að „viðlit“ Klettafjallanna hefir heillað fram marga hugsun í Andvökum Stephans G. Stephanssonar. Þar sem þetta mikla sléttlendi er svo víðáttumikið og sviplítið geta smáviðburðir og fyrirbrigði vakið athygli og hugsun. Eitt sinn er mér varð litið út sá ég tvær lifandi skepnur, sem hvíldu hlið við hlið — tvö hross flat- möguðu sig í grængresinu; þeim leið auðsjáanlega vel yfir á- nægjulegum kjörum sínum; þau virtust með öllu áhyggjulaus. Hvort þau hafa þekt til mann- legrar harðýðgi veit ég ekki, en þó vil ég halda, að þeim hafi ekki verið það ljóst, hvernig menn troða skóinn hver af öðr- um, eða berast á banaspjótum út af ímynduðum órétti. Ég tel víst að þau hafi ekkert vit'að um slysfarir, vígaferli og manndráp. Hólgirnd þekkja þau ekki né nafnbótaglans. Mér lá við að öf- unda þessi börn náttúrunnar af öllum þessum hlunnindum. Nú tók útlitið að breytast; hár skýjabakki reis í lofti, að því er virtist. Ég vil ekki reyna til að lýsa undrun minni þegar mér varð ljóst, að þetta var ekki ský heldur himinhátt fjall, sem þoka huldi að nokkru. Ég hafði gert mér í hugarlund svip og útlit hárra fjalla, en ekkert svipað þessu. Sumstaðar voru fjöllin nokkru lægri, en hátignarsvipur yfir öllu. Þar sem fjöllin voru lægri, gat maður ímyndað sér að þar hefðu tröllahendur verið að verki, en orðið að ganga frá hálfunnu verki. Eitt fjall bar af öllum öðrum; er það talið vera þúsundir feta á hæð og nefnist „Robsmountain". Nafn það þótti mér alt of til- komu lítið fyrir svona merki- legt fjall. Fór ég að leita í fórum mínum; mintist ég þess að hafa heyrt getið um fjall á íslandi, sem „Tröllakirkja“ nefnist. Þetta fanst mér heppilegt nafn, með því líka að fjall þetta líktist mjög frábærlegri kirkjubygg- ingu. Það var mikið til ferkant- að með reisulegu þaki, hátt til lofts og vítt til veggja. Þakið var skreytt hvítum geirum, sem vel hefði mátt vera silfurbúnaður. Hvað verður úr hinum heims- frægu stórhýsum mannanna í samanburði við byggingu þessa. Musteri Gyðinganna, gert af skygðum marmara, skreytt gulli og dýrum steinum, er fyrir löngu fallið til grunna; fáeinir undirstöðusteinar eru sýnilegir; þangað sækja Gyðingar, telja sér harmatölur og trega forna frægð og velgengni. En þetta veglega fjallbákn, sem er vottur um hátíðleik guðlegs sköpunar- verks, hefir staðið frá ómuna- tíð, og mun líklega standa til ómuna-aldurs. Aldrei held ég mynd þess líði mér úr minni. Næsta morgun reis ég snemma úr rekkju; ég vildi ekki missa af hinni indælu fjallasýn. Nú kom ég auga á indæla mynd. Það var hnjúkur eins og mynda- stytta; þetta var virkilega drottning fjallanna. Það stóð líka heima; sólin var byrjuð að lýsa hið hressandi morgunloft; „drottningin“ fór að skrýðast; fyrst setti hún upp kórónuna, síðan steypti hún yfir sig gulln- um möttli; mér virtist hún líta til mín hýrum augum; mér rann hugur til hennar, en nú mintist ég þess, að það er ekki fyrir aðra en konunga og konungssyni að verða hugfagnir af konungleg- um hefðarkonum. Nú tóku fjöllin að fjarlægjast og rísa lægra í lofti; smábæir og þorp í skjólsælum hvömmum og dalverpum liðu fram hjá. Menn voru byrjaðir að vinna, allir sýndust eiga annríkt. Landið okkar er mikið framtíðarland. Ótal auðuppsprettur eru fundn- ar á ári hverju, og enginn hefir hugmynd um auðæfi þeirra. — Bandaríkin eru auðugt land, en nú er svo komið, að auðsupp- sprettur þeirra sumar eru að ganga til þurðar, þá verður að leita til Canada til þess að bæta úr skortinum. Útsýnið á þessu svæði þýtur fram hjá í óslitnu samhengi. „Alt á ferð og flugi var, fjöllin hrærðust stóru, hólar, borgir hæðarinnar, á hlaupi allar vóru.“ Dag þennan náði ég til áfanga staðar í Vancouver. Nú var ég kominn í nýjan heim og óþekt umhverfi. Gengin er ég nú af hjátrú sumra, sem halda því fram að talan „13“ sé óhappatala. Það var 13. júlí, sem mér var boðið til skemtifundar á fyrrum heim- ili frænda míns, Sigurðar Christophersonar. staður sá nefnist „Cresent." Vil ég kalla hann „Sunnuhvol." Þar er slétt og prýðileg grund annars vegar en ilmsæll og glitgrænn skógur, en fram undan blasir við hið mikla Kyrrahaf þakið smáeyj- um og skerjum, og sólin speglar sig í djúpi þess. Staður þessi er hlýr og vistlegur. Það fanst fjallaskáldinu St. G.Stephans- syni: „Hér er hlýtt á þinni strönd. Hér er blítt í veðri. Hafið vítt með boðabönd. Belti prýtt með eyjabönd." Oft sannast það: „Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur, þá gleðin skín á vonarhýrri brá.“ Fólkið, sem hér var saman komið, var frjálslegt, mannbor- legt og glatt. Mönnum hafði komið saman um að eiga saman gleðistund á þessum stöðvum þennan bjarta og indæla dag; þar rakst ég á vini, yngri og eldri, fleiri en mig dreymdi um; góðsemi þeirra naut ég í svo rík- um mæli, að mér finst að ég hafi lifað minn blíðasta dag ævinnar, þannig er það ávalt í hvert sinn þegar ég minnist þessa dags. Hjartans þakkir fyrir daginn þennan og fleiri; megi allir dag- ar reynast ykkur hagkvæmir og blessunarríkir. Eitt sinn var farið upp í fjöll- in sunnanvert við Vancouver; voru keyrðar margar krókaleið- ir þar til komið var í hvamm um fimmtán hundruð fet yfir sjávarmál. Má svo heita að þar sé völdunarhús fjallanna. Þar eru björg svo stór og hnullung- ar, að ég hygg, að Gretti As- mundssyni hefði þótt nóg um að lyfta þeim; þar sjást trjástofn- ar um sjö fet í þvermál. Á ein- um stað þegar gengið er fram á fjallsbrúnina sjást smábollar, lengst niður á undirlendinu; smáflugur að því er virtist flutu á vatninu í bollunum, en við nánari athugun kom í ljós, að þetta voru stöðuvötn og mann- legar verur voru þar á ferð. Mynd þessi sýnir býsna skýr- an svip af mannlegu lífi. Margir hafa mikið fyri stafni og ryðj- ast um allmjög og kunna vel við að vera settir niður í „heldra“ dálkinn, en þegar í harðbakka slær, reynast þeir með litlum burðum og smáir í athöfnum. — „Þektu sjálfan þig,“ sögðu Grikkir. Það er nauðsynlegt að menn athugi líf sitt í ljósi þess háa og heilaga; þá kemur mann- leg smæð í ljós. Ýmsir láta sér nægja að sitja á sömu þúfunni alla ævi; þess vegna verða menn andlega smáir og óþroskaðir. Þrátt fyrir alt annríkið, sem er á mönnum, og sem snýst að mestu um sjálfa þá, ríkir þó andlegt logn og framfaraleysi. „Lognið, þar sem lífið er letimók í blóma sínum, er varla í draumi veit af sér, vil ég reka úr huga mínum.“ I fjarlægð sást til enn hærri fjalla, skrýddum geirum og hjálmum vetrar-ríkisins. Fjöll þessi búa einvöld að töfrum sínum og leyndardómum. Þar ríkir hið heilaga þagnarmál guðs náttúru. Á heimleiðinni dýfði ég hönd- um í hið mikla Kyrrahaf með þeirri hugsun, að það minnir á hið óendalega mikla djúp eilífð- arinnar. Hinu megin við Kyrra- hafið eru lönd, þjóðir og at- hafnir; mun ekki það sama eiga sér stað hinu megin við hið mikla djúp eilífðarinnar? Þar hygg ég yfrið verkefni og mörgum á að skipa. Ekki vil ég reyna að nafn- greina alla þá, sem ég sá í þess- ari ferð; þó vil ég geta eins vinar míns, sem ávalt er unun að eiga samræður við. Það er Finnbogi Hjálmarsson, sem á heima hjá dóttur sinni í Vancouver. Hann er ávalt hress og ungur í anda, eins og nýgræðingur vorsins. Hann er hagmæltur vel í bundnu og óbundnu máli, fróður og minnugur vel. Ér ávinningur að eiga samræður við hann. Elliheimilin bæði þar vestra heimsótti ég; var mikil ánægja að líta umhverfið og ágæta að- búð gamla fólksins; má segja með sanni um elliheimili þessi, eins og um hin íslenzku elli- heimilin, að þar sé haft um hönd hið himneska mál kærleikans. Ég hefi iðulega verið spurður hvernig mér litist á Vancouver. En ekki varð ég svo kunnugur bænum, að ég treysti mér til að segja mikið um það; til þess að geta það, var ég ekki nógu lengi, því bærinn er stór og dreifður; landslag er mishæðótt og nokkr- ar öldur með köflum. Gaman var að horfa á ljósin að kvöldlagi; það var eins og stjörnunar hefðu flutt sig til jarðar og stað- næmst á þessum hæðum. Blóma- ríki mikið er um allan bæinn; nálega við hvert heimili er mik- ið af blómum. Það er ekki vana- legt í stórbæjum, í það minsta ekki eins alment og á sér stað í Vancouver; ef til vill gerir lofts- lagið fólki létt fyrir með að stunda blómarækt. Það mætti segja, að Vancouver sé svipmikill bær, það gera hin miklu fjöll og hafið. Yfirborð hafsins er vanalega hljótt og kyrlátt, vegna þess að hvass- viðri eru þar fremur fátíð. Ég var meir en þrjár vikur í Van- couver, voru það alt kyrrir dagar; þótti mér það allmerki- legt. Lítið eitt vil ég lýsa þeim á- hrifum, sem ég varð fyrir þegar ég heimsótti Stanley-skemti- garðinn. Þar var margmenni, frjálslegt, prúðbúið og léttklætt fólk, það var glaðlegt og blátt áfram; skemtisnekkjur margar runnu um sjóinn; alt þetta skap- aði hugarhlýju. Ekrur voru al- þaktar hinum yndislegustu blómum með öllum hugsanleg- um litum og gerðum. Mér kom til hugar að á þessa leið myndi hið himneska aldingarðs um- hverfi Guðs vera. Vafalaust mun staður þessi bæjarmönnum kær; mun ekkert látið ógert til að auka fegurð hans. Það má með réttu segja, að landið okkar kæra — Canada — sé prýðilegt land; staðfestist sú sannfæring enn betur við þetta ferðalag. Það er með öllu óþarft að leita að fögru landslagi til annara landa. — Hér eru lendur miklar og stöðuvötn, fjöll og dalir, greniskógur og grænar hlíðar, straumvötn mörg og fagrir fossar. Hér virðist ekki skortur á prýði til þess að geta fullnægt fegurðarlöngun manna. Að endingu vil ég senda hug- hlýjar hjartans kveðjur vinum og vandamönnum í Vancouver og á heimleið minni, sem létu ekkert ógert til þess að skemta mér og til að hjálpa mér til að eignast gleðilegar endurminn- ingar, sem munu endast'mér til daganna enda. —s. s. c. Dánarfregn Ingibjörg Sigurdson lézt að heimili sínu að Baldur, Man., þann 10. nóv. s.l. Ingibjörg var fædd í Sæmundarhlíð í Skaga- firði þann 13. ágúst 1874. Faðir hennar var Sölvi Pálmason. Sá, sem þetta ritar, veit ekki með vissu nafn móður hennar, en hún var Grímsdóttir, systir Mar- grétar Grímsdóttur konu Magn- úsar Jónssonar frá Fjalli. Ingi- björg ólst upp hjá Margréti móðursystur sinni og manni hennar, og kom með þeim til Ameríku árið 1887, 12 ára gömul. Þann 31. janúar 1906 giftist Ingibjörg eftirlifandi manni sínum, Indriða Sigurðssyni. — Fyrstu sjö árin bjuggu þau í grend við Baldur, en,1913 fluttu þau í bæinn og áttu þar heima síðan. Ingibjörg var framúrskarandi falleg kona, góður nágranni, hjálpsöm og áhrifarík til góðs. Þau hjónin voru samhent, skemtileg og innileg heim að sækja. Þau eignuðust marga vini á lífsleiðinni og sú vinátta hélst og jókst með ári hverju. Ingibjörg var veik í fimmtán ár og alveg rúmföst seinustu sjö árin. Vinir og nágrannar stund- uðu hana af sérstakri umhyggju. Húsmæður og hjúkrunarkonur réttu henni hjálparhönd, auk sinna daglegu starfa. Eiginmað- urinn hlúði að henni af ást og nærgætni fram að síðustu stundu. Hún var of máttfarin til að geta talað þegar ég sá hana, en ég mun aldrei gleyma yndis- legu fallegu augunum hennar, sem sögðu svo undur margt. — Eftir stutta bænarstund ljómuðu þau af Guðs dýrð og sælu. Ég þakka henni af hjarta fyrir þá dýrmætu gjöf sem hún gaf mér. í fallegu augunum hennar sé ég ætíð Guðs nálægð, frið og sælu — Guðs náðarkraft sem ætíð nægir. Ingibjörg, við sem þektum þig erum mikið ríkari af eilífri auð- legð fyrir að þú varst með okk- ur. — „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt.“ Ingibjörg var kvödd í lútersku kirkjunni að Baldur þann 14. nóvember s.l. og lögð til hvíldar í grafreit bygðarinnar. Sóki presturinn jarðsöng. J. Fredriksson Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC . St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 i S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG v Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgB, bifreiCaábyrgö o. s. frv. Phone 92-7538 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfrœöingar i öllu, sem aö útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Öffiee 26 — Res. 230 Offlce Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 . • 4 Thorvaldson Eggerison Basiin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Dr. ROBERT BLACK SérfræBingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heimasimi 40-3794 ■ 1 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STRHæT Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Lilly Matihews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings. 38 711. Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 pjn. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaíSur sá bezti. Stofnaö 1894 Slmi 74-7474 Minnist EETEL í erfðaskrám yðar. Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Accountant 505 Confederatlon Life Building WINNIPEG MANITOBA Office 93-3587 Res. 40-5904 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Buildlng 364 Main St. WINNIPEG CANADA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viB, íteldur hita frá a6 rjúka út meB reykum.—SkrifiB, simiB til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Slm&r: 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-5227 J. WILFRID SWANSON 8t CO. Insurance in aU its branches. Re&I Estate - Mortgages - Rentala 21« POWRR BUILDING Telephone 931 121 Res. 493 499 LET US SERVE YOU BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave.. Wlnnipeg PHONE 74-3411 VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorized Home Applianc* Dealeri General Electric • McClary Electric Moffat Admiral Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.