Lögberg - 04.12.1952, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952
Lögberg
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED,
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáakrift rltatjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 21804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and pubiished by The Columbia Prees Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Afreksmaður af íslenzkum æftum
Sir William Samuel Stephenson
Lífsferill þessa manns er svo einkennilegur og
merkilegur að til einsdæma má telja, en starfi hans
hefir verið þannig háttað að hljótt hefir verið um nafn
hans fram að þessu; í síðasta hefti Maclean’s tímarits-
ins birtist nú í fyrsta sinn ýtarleg greinargerð um ævi-
störf hans, en frá ætterni hans er þó ekki skýrt.
Móðir Sir Williams var íslenzk og hét Guðfinna
Jónsdóttir, en faðir hans var af írskum og skozkum
ættum, William Stanger að nafni; bjuggu þau hjónin á
Point Douglas í Winnipeg í nágrenni við Sigfús Stefáns-
son af Skógarströnd í Snæfellsnessýslu og konu hans
Kristínu Guðlaugsdóttur frá Kóngabrekku í sömu
sýslu. Um ættir Guðfinnu er ekki kunnugt,. en henni
fæddist þessi sonur 11. janúar 1896 og faðir hans dó
skömmu síðar, en ekkjan, er átti ennig tvær dætur,
fékk þá drenginn Stefánssons hjónunum til fósturs;
var hann þá tæpra tveggja ára; þau gengu honum í
foreldrastað og þeirra nafn ber hann.
í Minningarriti íslenzkra hermanna, er Jóns Sig-
urðssonar félagið, I.O.D.E., gaf út er sagt:
„William gekk í verl^ræðideild Canadahersins
1915, og sigldi til Englands snemma árs 1916; lærði þar
fluglist og var skipaður flugstjóri í atlögum á vígvelli.
Fyrir áræði, dugnað og skothæfni var hann talinn í
fremstu röð flugmanna brezka hersins; skaut til jarðar
18 þýzkar flugvélar. Hann var sæmdur kapteinstign og
„Military Cross“, „Distinguished Flying Cross“ og
„Croix de Guerre“. Þessi merki eru eingöngu veitt fyrir
afburða hreystiverk. Capt. Stephenson særðist af skoti
í fótlegginn í Aisne-Marne-orustunni í júlí 1918. Aftur
kominn til Canada í marz 1919, þá sem næst vinnufær.
Er nú umsjónarmaður Stephenson-Russell félagsins í
Winnipeg.“ —
Þetta var aðeins upphaf að hinum ævintýralega
og merka ferli þessa sérstæða manns. í fangabúðunum
í Þýzkalandi hafði hann tekið eftir nýju tæki, sem
notað var til að skera lokið af tindósum; vegna stríðs-
ins hafði það ekki náð útbreiðslu. Hann endurbætti
þetta tæki, sótti um einkaleyfi á því í flestum löndum
heimsins og framleiddi það. Af þessu auðgaöist hann
svo að hann gat farið aftur til Englands og sneri hann
nú huga sínum að uppfinningum og alls konar fram-
leiðslu. Hann átti mestan þátt í því að hægt varð að
senda myndir með símskeytum og spáði fyrir að sjón-
varpið yrði innan fárra ára almenningseign. Hann var
oröinn miljóneri áður en hann varð þrítugur; hann
hafði þá einnig staðfest ráð sitt; kona hans, Mary
Simmons, er af auðugum ættum, dóttir tóbaksframleið-
anda í Springfield, Tennessee; er hjónaband þeirra
mjög ástúðlegt og farsælt — en engin börn hafa þau
eignast.
Meðan William var á Bretlandi gerðist hann all-
umsvifamikill og eftir 1930 varð hann stjórnandi í
Merit, sem er æðsta heiðursmerki þeirrar þjóðar og
sjaldan veitt útlendingum.
Stephenson var orðinn ákaflega þreyttur, því hann
hafði unnið stundum dag og nótt meðan á styrjöldinni
stóð og hlíft sér lítt. Hann reisti sér heimili í Jamaica,
lét af störfum að mestu og dvaldi þar í fimm ár. En
árið 1951 lét hann aftur til sín taka á athafnasviðinu.
Hann hafði fyrir löngu verið orðinn þeirrar skoðunnar
að kapítalismi lýðræðislandanna ætti ekki framtíð
fyrir höndum nema því aðeins að hagur fólks á hinum
fátækari svæðum í heiminum væri bættur; íyrir nokkr-
um árum reyndi hann í félagi við Aga Khan að bæta
kjör fólksins í Austurlöndum — Middle East — og Ind-
landi. Smallwood forsætisráðherra fékk hann fyrir ári
síðan til að beita sér fyrir því, að stór brezk og banda-
rísk félög stofnuðu til nýrra iðnaðarfyrirtækja í fylk-
inu og hefir það starf borið mikinn og góðan árangur.
Hann hefir nú í félagi með öðrum miklum athafna-
mönnum, svo sem Edward Stettinus, Joseph C. Grew
og Maj. Gen. Donovan, stofnað félag, er nefnist World
Commerce; reynir það að greiða úr viðskiptahömlum
og stofnar ný iðnaðarfyrirtæki í hinum snauðari lands-
hlutum; eitt mesta fyrirtæki þess er stofnun hinnar
fyrstu Cements-verksmiðja í Jamaica 1949.
Sir William Stephenson reyndist fóstui'foreldrum
sínum, sem bæði eru látin, góður og tryggur sonur;
uppeldissystir hans, Júlíanna, sem honum þótti mjög
vænt um, er einnig látin, en uppeldisbræður hans tveir,
Guðlaugur L. Stephenson og Guðmundur K. Stephen-
son, eru báðir búsettir hér í borg, kunnir atorkumenn.
Fréttir frá Borg, Mountain, N.D.
29. NÓVEMBER
í haust eru liðin fimm ár síðan
byrjað var að starfrækja þetta
elliheimili og hefir sú starf-
ræksla tekizt mjög vel. Sannar-
lega hefir þessi stofnun komið að
tilætluðum notum, þar sem
heimilið hefir nú um langa tíð
verið fullskipað gamalmennum,
um fjörutíu talsins; þar að auki
vinnandi fólk átta til níu
er
mörgum félögum, svo sem kvikmyndafélaginu, er fram-
leiddi meira en helming allra brezkra kvikmynda;
General Aircraft Ltd., sem framleiddi hinar ágætu
Monospar-flugvélar; Earl’s Court Limited, sem byggði
hinn mesta sýningarvöll heimsins í London; Pressed
Steel Company Ltd., er framleiddi bíla, og Catalina
Limited, er fyrst framleiddi plastic á Bretlandi, o. fl.
Vegna þessa umsvifamikla starfs og víðtækra við-
skipta var Sir William í nánu sambandi við bankana,
hráefnaframleiðsluna og stóriðnaðinn í öllum álfum
heimsins, og vegna þessara sambanda varð honum
snemma ljóst um vígbúnað Nazista á Þýzkalandi. Hann
reyndi að vara stjórnarvöld Bretlands við stríðshætt-
unni, en eins og kunnugt er, daufheyrðust þeir for-
sætisráðherrarnir Baldwin og Chamberlain við öllum
aðvörunum. Hins vegar var Winston Churchill vakandi
fyrir því sem fram fór á Þýzkalandi og er staðhæft í
Maclean’s að hann hafi fengið mest af upplýsingum
sínum um framferði Nazista frá Sir William Stephen-
son. Eitt er víst að eftir að Churchill tók við gtjórn
sendi hann Sir William til New York til að taka við for
ustu stofnunar er nefndist British Security Co-ordina
tion; starfaði hún í samráði við sams konar ameríska
stofnun, og var það starf aðallega fólgið í því að gæta
öryggis þessara þjóða gegn spæjurum, skemmdarvörg-
um og leynibrögðum óvinanna og ennfremur að reyna
að komast að ráðagerðum þeirra og veikja á allan hátt
aðstöðu þeirra.
Sir William réði aðallega canadiskt fólk í þessa
leyniþjónustu og hafði kim eitt skeið 3000 manns við
þessi störf, auk leynisambanda við fólk um allan heim.
Eru honum þökkuð mörg og mikil afrek á þessu sviði,
sem ekki verða hér talin. Sagt er að hann hafi notið
algers trausts þeirra Roosevelts og Churchills og gert
greiðari samskipti þeirra.
Að styrjöldinni lokinni sæmdi George VI. Breta-
konungur hann „Sir“ nafnbót. Þegar konunginum var
sendur listi af nöfnum þeirra, er heiðra átti, þá skrifaði
Churchill við nafn Stephensons: „Þessi maður er mér
hjartakær.“ Bandaríkjastjórn sæmdi hann og Medal of
manns, flest kvenfólk, sem vinna
að því seint og snemma að láta
fara vel um gamla fólkið og sjá
um að því geti liðið sem bezt.
Má í því sambandi geta þess,
að ýmsar húsmæður og annað
fólk í Mountain og grendinni er
alltaf reiðubúið að hlaupa undir
bagga og hjálpa til þegar þörf
gerist. Kvenfélögin í bygðunum
gera mikið til að styrkja heimil-
ið, og skiptast þau á um að heim-
sækja gamla fólkið til að
skemta því á ýmsan hátt og færa
því kaffi og pönnukökur og
annað góðgæti. íslenzk lestrar-
félög, sem haldist hafa við fram
að þessum tíma hafa nú flest
gefið Borg bókasöfn sín. Einnig
hafa heimilinu verið gefin bóka-
söfn fráfallinna íslenzkra frum-
byggja, og svo hafa einstakling-
ar víðsvegar frá gefið bækur og
rit, og er nú þetta orðið allálit-
legt bókasafn — um 2000 íslenzk-
ar bækur og 500 enskar. Má þar
finna margar fornar og sjald-
gæfar íslenzkar bækur. Bóka-
vörður er John H. Bjarnason,
einn af okkar mörgu heiðurs-
gestum. Leysir hann það starf
vel af hendi eins og allt annað,
sem hann gerir. Er hann sívinn-
andi og lætur sér annt um að
allt sé í sem beztu lagi, bæði ut-
an húss og innan. Gerir hann
þetta endurgjaldslaust og stönd-
um við í stórri þakklætisskuld
við hann. Er mikið dáðst að
þessu heimili af þeim sem heim-
sækja það lengra að og er fólk
undrandi yfir því að finna jafn
veglega byggingu s'em þessa út
í sveit meðal íslendinga, enda
táknar hún ekki neitt smáræðis
Grettistak hvað kostnaðinn
snertir, ekki sízt þegar þess er
gætt, að meðal þess fólks, sem
kostnaðinn hefir borið, er ekki
um marga auðkýfinga að ræða.
Eft alt væri metið til verðs, auk
peninga, sem lagt hefir verið til
°g gefið til þessarar stofnunar,
þá er sú upphæð nú orðin yfir
125 þúsund dollarar. Þetta hefði
reynzt ókleyft ef fólkið alment
í íslenzku byggðunum sunnan
línunnar og aðrir vinir og vel-
unnarar fyrirtækisins víðsvegar
hefðu ekki gefið jafn ríflega og
sýnt jafn mikinn áhuga fyrir að
láta þetta ekki misheppnast. Þó
að enn hvíli nokkur skuld á
heimilinu, þá býst stjórnar-
nefndin við að geta grynnt á
henni í nálægri framtíð, því alt-
af berast að gjafir, smáar og
stórar. Er flest af þeim minning-
argjafir, og langar mig til að
♦geta um eina slíka að þessu sinni.
Þann 5. júlí síðastliðinn af-
henti H. T. Hjaltalín heimilinu
að gjöf búð sína og lóð í Moun-
tain í minningu um móður sína,
Guðbjörgu Þorsteinsdóttur frá
Flögu í Hörgárdal í Eyjafirði á
íslandi. Er þetta stór gjöf, þvi
búðin er allstór bygging og
fylgdu henni margir innanstokks
munir. Þann 7. júlí heimsóttu
nefndarmenn Hjört til þess að
þakka honum fyrir þessa höfð-
inglegu gjöf og einnig til að
flytja honum heillaóskir sínar,
því að þetta var áttugasti og
annar afmælisdagur hans. Er
Hjörtur enn við bærilega heilsu,
nema hvað hann þjáist af sjón-
depru, sem stöðugt ágerist. Voru
þarna komnir nokkrir af „Báru“
mönnum í sama tilgangi og
einnig til að þakka honum fyrir
vel unnið starf í þágu Þjóð-
ræknisdeildarinnar „Bárunnar".
Mun það vera eitt af aðalein-
kennum Hjartar hvað hann er
öflugur og óskiptur stuðnings-
maður þeirra málefna eða fyrir-
tækja, sem hann á annað borð
veitir sitt fylgi og má vel um
hann segja að þar sé maður —
„þéttur á velli og þéttur í lund.“
Ég held það séu ekki orðnir
margir, sem efast lengur um
hvað þessi elliheimili fá áorkað.
Eru þau nú orðin fjögur: Betel,
Stafholt, Höfn og Borg, sem
Vestur-lslendingar hafa hjálpað
að við að stofna, og finnst mér
það bera vott um mikla mannúð
og ræktarsemi þess fólks, sem
hefir tekið þátt í að útbúa þessa
staði, þar sem aldrað fólk, er þess
þarf með, getur fundið skjól og
athvarf, þegar fjör og lífskraftar
eru farnir að dvína.
Theo. Thoreifson
ítalskir fasistar ætluðu að fara
að skjóta mann, sem hafði verið
þeim andvígur. Samkvæmt venju
var maðurinn spurður, hvort
hann óskaði nokkurs áður en
hann dæi.
— Já, færið þig mig í svarta
skyrtu af einhverjum ykkar,
sagði sá dauðadæmdi.
Fasistarnir urðu forviða og
einn þeirra spurði, hvort fanginn
væri nú loks að taka sinna-
skiptum.
— Nei, engan veginn, svaraði
hann, — en þegar ég er kominn
í svarta skyrtu, ætla ég að hugsa
mér, að ég sé fasisti, og það er
svo yndislegt, að deyja í þeirri
trú, að fækkað hafi um þó ekki
sé nema einn fasista á jörðinni.
☆
Faðirinn (við dóttur sína): —
Það, sem mér sárnar mest við
þennan unga mann, sem er að
draga sig eftir þér, er, að hann
tekur alltaf með sér morgun-
blöðin, um leið og hann fer frá
þér.
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
Framhald af bls. 1
sagt hafa upp samningum og
krefjast hærra kaups. Aðal-
krafan er 15% grunnkaups-
hækkun.
☆
í haust hefir verið einmunatíð
hér á landi, stöðugar hlýjur,
fjallvegir nær allir færir, grænn
litur í túnum fram til þessa og
víða í sveitum unnið að jarða-
bótum. Fé, sem gengur í góðu
beitilandi, hefir safnað holdum
til þessa. í gær var frost um allt
land en bjart veður. I dag er
víða 5 stiga frost.
☆
Akureyrarkirkju hefir borizt
skírnarfontur að gjöf, gerður úr
hvítum marmara. Gefendur eru
hjónin Baldvin Ryel og Gunn-
hildur kona hans. Þau fengu til
þess ítalskan listamann að gera
eftirmynd af skírnarfontinum
eftir Bertel Thorvaldsen í Frú-
arkirkju í Kaupmannahöfn. —
Gjöf þessi var afhent við guðs-
þjónustu í Akureyrarkirkju á
sunnudaginn var, og veitti séra
Friðrik Rafnar skírnarfontinum
viðtökú og þakkaði gjöfina.
Taldi hann þetta einhverja veg-
legustu gjöf, er íslenzkri kirkju
hefði verið gefin í lúterskum sið.
☆
Nú er langt komið smíði út-
varpsstöðvar á Akureyri og
standa vonir til þess að endur-
varp geti hafizt þar rétt fyrir
jólin. Þar á að setja upp 80
metra háa stöng fyrir loftnet, en
afgreiðslu efnis frá verksmiðju
hefir seinkað og verður því
reynt að nota loftnet á lágum
stöngum til bráðabirgða. Akur-
eyrarstöðin hefir 5 kílóvatta
orku og útvarpar á 407,1 metra.
Þaðan er hægt að útvarpa sér-
stakri dagskrá fyrir Akureyri og
nálægar sveitir, þegar henta
þykir. — Þá er að ljúka upp-
setningu endurvarpsstöðvar í
Höfn í Hornafirði, en þar hafa
hlustunarskilyrði verið mjög
slæm, bæði vegna þess að Horna
fjörður er langt frá sendistöð-
inni í Reykjavík og endurvarps-
stöðinni á Eiðum, og erlendar
útvarpsstöðvar trufla þar.
☆
Á vinnuheimili Sambands ís-
lenzkra berklasjúklinga að
Reykjalundi er nú unnið að
smíði vinnuskála í stað þeirra,
sem notast hefir verið við hing-
að til. Fyrsti skálinn er nú fok-
heldur og verður tekið þar til
starfa í vor, ef allt gengur eins
og ætlað er. Þetta er 600 fer-
metra bygging.
☆
Slysavarnafélag íslands verð-
ur 25 ára í janúarmánuði næst-
komandi. Síðasta landsþing fé-
lagsins ákvað að fela félags-
stjórn að minnast afmælisins
m. a. á þann hátt, að láta semja
og gefa út sögu félagsins, þar
sem lýst sé störfum þess og ár-
angri þeim, sem orðið hefir af
starfseminni, að því leyti sem
hann verður með orðum rakinn
eða í tölum talinn.
’☆
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur Ferðafélags Islands. Félags-
menn þess eru um 6000 að tölu
°g eignir félagsins nema um
hálfri miljón króna og eru þar
með talin 8 sæluhús í óbyggðum,
færð til eignar á 207.000 krónur.
Nú er félagið að láta prenta upp-
drátt af íslandi í mælikvarðan-
um einn á móti 750.000 og verða
á hann settar nýjustu leiðrétt-
ingar. Ferðafélagið hefir áður
gefið út tvo uppdrætti af Is-
landi.
☆
í fyrrakvöld var frumsýning í
Þjóðleikhúsinu á sjónleiknum
Topaz eftir franska höfundinn
Marcel Pagnol. Bjarni Guð-
mundsson þýddi leikritið, en
leikstjóri er Indriði Waage, og
aðalhlutverkið, barnakennarann
Topaz, leikur Róbert Arnfinns-
son. — Leikfélag Reykjavíkur
sýnir um þessar mundir danska
gamanleikinn Ævintýri á göngu-
för eftir Hostrup.
☆
Gunnar Gunnarsson skáld er
nýlega kominn heim úr mánaðar
ferðalagi um Austurríki og
Þýzkaland, en þar las hann víða
!upp úr bókum sínum og þá sér-
staklega úr tveimur, sem nýlega
eru komnar í nýjum útgáfum á
þýzku, Sögu Borgarættarinnar
Framhald á bls. 8
Fáein þakklætisorð
Við þökkum góðum Guði fyrir
vernd hans og varðveizlu yfir
okkur og öllum okkar, í gegnum
blítt og strítt, á hinni löngu dvöl
okkar við búskap á heimilisrétt-
arlandi okkar, á Sléttunni, í
Saskatchewan. Svo viljuin við
einnig af öllu hjarta endurtaka
þakklæti okkar til allra þeirra
manna og kvenna, sem á einn
og annan hátt styrktu okkur og
glöddu, er við vorum í þann veg-
inn að leysa upp festar frá heim-
ilinu, sem við höfum dvalið á
síðan 1909. Skal maður þá fyrst
nefna prestinn, séra Guttorm
Guttormsson, sem fyrir atvik
varð til þess að flytja guðsþjón-
ustu í Leslie um lok þessa tíma-
bils. Við erum séra Guttormi
innilega þakklát fyrir komuna.
Það gladdi okkur mikið að heyra
hann og sjá.
— KVEÐJUR —
Þá erum við einnig innilega
þakklát vinum okkar og ná-
grönnum í bygðinni fyrir það
stórhöfðinglega kveðjusamsæti,
sem haft var fyrir okkur 26.
október, 1952, í Westside skóla-
húsinu með ræðum, söngvum,
blómum, gjöfum og veitingum.
Alt útlátið af góðum hug.. Um
það bar andi samsætisins vitni.
Maður vildi gjarnan nefna nöfn,
helzt allra, sem þar voru, en það
yrði of margt því húsið var fult.
En þó það sé oftast nokkur á-
hætta að nefna nokkur nöfn und-
ir þessum kringumstæðum,
vegna þess að oft vilja verða
eftir einhver þeirra sem ættu að
vera nefnd, þá skal nú á það
hætt að nefna nokkur, í þeirri
von að virt verði á betra veg ef
um eitthvað skjátlazt.
Mr. og Mrs. Helgi Helgason,
Mrs. og Mrs. Peter Howe, Mr.
og Mrs. John Goodman, Mr. og
Mrs. Magnús Magnússon, Mr. og
Framhald á bls. 5
Heimsækið Evrópu í vor!
Takist nú á hendur ferðina, er dregist hefir
á langinn. Finnið umboðsmann ferðaskrif-
stofunnar þegar í stað, og hann mun skýra
yður frá lækkuðum fargjöldum og veita
yður ókeypis leiðbeiningar . . . um það,
hvernig bezt megi verja „SPARNAÐAR-
ÁRST1ÐUM“.
Vegna frekari upplýsinga skrifið
Icelandic Consulate General
50 Broad Street
New York 4, N. Y.
EuROPEAN 7RAVEL £oMMISSION
Evrópisku jeröaskrijstojunnar
Sameinuð Evrópa vegna aukinna vináttusamninga og
og þróunar vegna ferðalaga