Lögberg


Lögberg - 04.12.1952, Qupperneq 5

Lögberg - 04.12.1952, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952 5 *************************** ÁHUCAHAL UVCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON GENGUR SIGRIHRÓSANDI AF HÓLMI Á mánudaginn fóru fram bæjarkosningar í mörgum borg- um í Ontario, þar á meðal í höfuðborg landsins, Ottawa; þar háði hin mikilhæfi borgarstjóri, Miss Charlotte Whitton, harða kosningavaráttu við andstæðing sinn, Len Coulter, um sætið, en hún hefir verið borgarstjóri í eitt ár og hefir þótt allaðsóps- mikil og ekki skorta einurð; hefir hún því ekki átt alhliða vinsældum að fagna. Hún hlaut 32.000 atkvæði, en Mr. Coulter 29.000; er talið að kvenna-sam- tök borgarinnar hafi átt stóran þátt í sigri hennar. ☆ -5 ÞVÍ EKKI AÐ SETJj Um langt skeið var leiklist iðkuð allmikið í byggðum ís- lendinga og þótti það hin upp- byggilegasta skemtun, ekki sízt fyrir þá, sem tóku þátt í leik- starfseminni, og eiga margir á- nægjulegar minningar frá þeim dögum. Eftir að kvikmyndirnar og útvarpið komu til sögunnar dofnaði yfir þessari menningar- viðleitni, en nú virðist sem á- hugi fyrir leiklist sé að vakna á ný og er það vel. Eitt af því sem dregið hefir úr því að fólk reyni að setja leikrit á svið er hve erfitt er að finna hentug leikrit, sem eru hæf fyrir þá leikkrafta, sem á er að skipa; kennarar eru til dæmis oft í stökustu vandræðum þegar þeir byrja að undirbúa nemenda- Miss Charlolle Whiiton ' ☆ i LEIKRIT Á SVIÐ? samkomur sína vegna þess að þeir hafa ekki við hendi hent- ugar leikrita- eða söngbækur. Fyrir þessa ástæðu leyfi ég mér að benda á verzlun hér í borg, þar sem hægt er að fá slík- ar bækur, en mörgum mun ekki kunnugt um hana; það er músik- og bókaverzlun Miss Margaret Toohey að 481 Portage Avenue, Winnipeg. Aðallega kaupir hún og selur gamlar og nýjar músik- bækur og blöð og hafa margir, sem hafa verið að leita eftir gömlum söngvum fundið þá hjá henni; hefir hún haft þetta starf á hendi í 18 ár. Hún hefir líka mikið úrval leikrita og bóka með smáleikjum og söngvum og leita kennarar oft til hennar eftir efni fyrir barnasamkomur sínar. ☆ ☆ ☆ KÚGUN KVENNA í SOVÍETRÍKJUNUM Það myndi vekja mikla undr- un og hneyksli hér í borg og hvar sem er annars staðar í þess- ari álfu, ef að konur sæjust vinna við vegagerð, strætis- hreinsun, kolaflutning og önnur slík stritverk; það myndi þykja hinn mesti ósómi og skömm fyrir mannfélagið að leggja konum slík verk á herðar. Öðru máli virðist vera að gegna handan járntjaldsins svonefnda; þar er það talið sjálfsagt að konum séu úthlutuð hin erfið- ustu verk án tillits til þess að þær eru líkamlega veikbyggðari en karlmenn. Um þessar mundir birtist í Winnipeg Free Press ferðasaga til Peiping á hið svokallaða friðarþing kommúnista; er hún eftir Gerard Filion, ritstjóra franska blaðsins Le Devoir, sem gefið er út í Montreal. Hann er ekki kommúnisti en er nokkuð róttækur í skoðunum. Honum var boðið á þingið og sá hann enga ástæðu til að hafna því boði, því fremur sem honum myndi þannig veitast tækifæri til að athuga að nokkru það, sem er að gerast í kommúnista heim- inum, en að honum eiga fáir vestrænir blaðamenn aðgang. Segir hann allnákvæmlega frá því, sem fyrir augu bar, og ættu sem flestir að lesa sögusögn hans með athygli. Samkvæmt fréttabréfum ís- lenzka útvarpsins, sem birtast að staðaldri í Lögbergi, þágu nokkrir íslendingar boð á þing þetta; vænta má að þeir færi þjóð sinni eins óhlutdræga frá- sögn af ferðalagi sínu eins og þessi canadíski ritstjóri. Hér fer á eftir kafli úr frá- sögn hans: „Hinn vestræni ferðamaður, sem kemur til Moskvu í fyrsta skipti, verður sennilega högg- dofa þegar rússneskar konur bera honum fyrir sjónir; einu götusópararnir, sem ég sá í Moskvu, voru konur; einu verka mennirnir, sem ég sá gera við strætin, voru konur; Steinsnar frá Lenin-kapellunni á Rauða torginu sá ég sex konur vinna að vegabótum nálægt hinum miklu áhorfendapöllum, er voru þéttskipaðir gestum 1 tilefni hinna miklu Sovíet-skraut- gangna; ein konan ók vörubíl, tvær affermdu efnið og þrjár unnu að vegagerðinni. í almennings skemmtigarði bak við Kremlinhöllina sá ég þrjár konur aka mold í hjólbör- um í blómagarða, en formaður- inn — karlmaður — stóð afsíðis með hendur í vösum og veitti þeim gætur. Á flugvöllunum við Irkutsk og Omsk sá ég konur vera að endurbæta rennibraut- irnar með steinlími — cement. Fyrirbrigði þessum lík eru al- geng í Sovíet-Rússlandi; enginn veitir þeim eftirtekt, en fólki frá Vesturlöndum getur ekki annað en hnykkt við þessari sjón.“ — — Ætli íslenzku gestirnir hafi veitt þessu eftirtekt? — — Sáu þeir konur úti við erf- iðisvinnu, sem eingöngu er falin efldum karlmönnum í öllum siðmentuðum löndum? — Ennfremur segir Filion rit- stjóri: „Konur eru nauðbeygðar til að taka að sér hina erfiðustu vinnu; þú sérð þær við vinnu í stál- verksmiðjunum og í kolanám- unum. Undir yfirskyni jafnréttis hefir Marxisminn niðurlægt kvenþjóðina; kommúnistar ásaka okkur um að hafa gert konuna að leikbrúðum, en við getum svarað því til, að þeir hafa gert konuna að vinnuþræl." — Á sama veg er frásögn Lydíu- Kirk í bréfum til dætra sinna, er hún sendi þeim meðan hún dvaldi í tvö ár í Moskvu með manni sínum Alan Kirk, banda- ríska sendiherranum þar. Hún hefir nú tekið saman efni úr Ný sútunaraðferð, sem gerir íoðskinnin endingarbetri Gjafir til Betel Meðfylgjandi er listi yfir gjaf- ir til Betel, er meðteknar hafa verið í síðari tíð. Féhirðir Betel vottar innilegustu þakkir fyrir þær, og minnir fólk vort á, hversu mjög að Betel þarfnast gjafa almennings: Mr. and Mrs. H. Martin— Wynyard, Sask..........$50.00 Mr. and Mrs. Sveinn Olafson, and Jon Olafson— Foam Lake, Sask. $10.00 Til minningar um sæmdarkon- una Halldóru Helgason, sem andaðist í Foam Lake, Sask., 27. júní 1952. RCAF Officers’ Wives Auxiliary, Gimli, Man.—Treat for all in Home, delicious small cakes and Cake, Emma Sölvason, 441 Jarvis St., Toronto, Ont., Bók, Undir- búningsárin, Friðrik Friðriksson. Miss Diana Baldwinson— • Wynyard, Sask. $10.00 Mr. J. Freysteinson— Churchbridge, Sask. $10.00 Langrill Funeral Home— Selkirk, Man. 1 Case Oranges. 2 Dozen Bananas. Mrs. Sigridur Kjartanson— Reykjavik, Man.—3 Books. Augu mannanna eftir Sigurð Róbertsson; Litið til baka (2 bindi) eftir Matthías Thord- arson frá Móum. Mrs. Goodmundson— Elfros, Sask.—3 Large Boxes Books. Lestrarfélagið “Tilraun”— Keewatin, Ont. Hand wrought solid oak book case. Library size. Mrs. Goodmundson— Elfros, Sask. 1 large carton Ice- landic books, 3rd received. Arni Sigurdson— Pine Falls, Man. 1—Argang— Lesbók Morgunblaðsins. Mrs. Halldor Sigurdson— Winnipeg. 3 Vinartertas, 1 box candy for residents. Gimli Ladies Aids—2 jointly— Ham and Cake for residents. Mr. G. F. Jonasson— Winnipeg. 1 Box Whitefish. Mrs. G. Fredrikson— Brandon, Man. I large Ice- landic Bible. Langrill Funeral Home— Selkirk, Man. One case Pears. Mrs. Gudrun Olafson og sonur Johann Olafson— Foam Lake, Sask. $15.00 Til minningar um eiginmann og föður Svein Ólafsson, sem andaðist 5. sept. 1952. Mrs. Sesselja Sigurdson— Foam Lake, Sask. 5.00 Líka til minningar um fyrr- nefndan látinn Svein Ólafsson. Mrs. O. S. Brynjolfason— Vancouver, B.C.........10.00 Sólskin Ladies Aid— Foam Lake, Sask. ......50,00 Mr. and Mrs. W. H. Olson— Winnipeg. In memory of Dr. Baldur H. Olson .......50,00 Lutheran Ladies Aid— Selkirk, Man. 35.00 Mrs. Henrietta Johnson— Betel 5.00 Mrs. Asdis Henrickson— Betel 5.00 Mr. Henry Sigurdson— Buffalo, N.Y. Treat for staff at Betel. Appreciation for their Kindness to his mother...5.00 Mrs. Jorgenson— Selkirk, Man. 4.00 Mrs. Sesselja Olson— Winnipeg, Man. 2.00 Mrs. Thruda Goodman— Elfros, Sask. 1 carton books. Mrs. Sigridur Kjartanson— bréfunum og gefið það út í bók- arformi og heitir bókin, Post- marked Moscow; útdráttur úr henni birtist í nóvemberhefti Reader's Digest. Segir þar enn ítarlegar frá þessari þrælkun, er konur þar eiga nú við að búa. Staða kvenna í þjóðfélaginu hefir jafnan verið talin mæli- kvarði á menningarstig hverrar þjóðar; með hliðsjón af þessum frásögnum og öðrum þeim lík- um, er naumast hægt að tala um menningu 1 Sovíet-ríkjunum. Reykjavik, Man. 8 Islenskar bækur. Baldwinson’s Bakery— Winnipeg. 10 loaves brown bread, 10 doz. rusks. Robertson House— A full collection of groeeries, including 27 loaves bread, canned vegetables, peanut but- ter, etc. Lutheran Church— Langruth, Man. 8 sacks vege- tables, 5 boxes pickles, jellies, canned foods and home pre- serves. Lutheran Ladies Aid— Geysir, Man. 3 copies Ardís. Mr. Egill Egilsson— Betel. In memory of his wife ..................50.00 Mr. G. Gislason— Lundar, Man. In memory of his mother, Holmfriður Gislason. 25.00 Mrs. S. Hjartarson— Steep Rock, Man..... 6.00 J. J. Swanson— Estate ............. 1000.00 Johanna Benson— Estate 124.01 Hrolfur Sigurdson— Estate 1000.00 Icelandic Lutheran Ladies Aid— Langruth, Man. 15.00 Jon Sigurdson Chapter IODE— Winnipeg.............. 50.00 Lutheran Ladies Aid Memorial Wreath Fund— Glenboro, Man. In memory of Mrs. Gudrun Paulson 20.00 ☆ Any donations to the Betel Old Folks Home should be sent to the Home at Gimli, Man., or to Mr. O. B. Olsen, 78 Queenston St, Winnipeg, Man. Officers of Betel Old Folks Home President— Rev. Sigurdur Olafsson, Box 701 Selkirk, Man. Secretary— Mr. Valdimar Sigvaldson, Box 73 Arborg, Man. Treasurer— Mr. O. B. Olsen, 78 Queenston St., Winnipeg. Matron— Mrs. J. Augusta Tallman, Gimli, Manitoba. Kennari: — Hefurðu nokkurn tímann séð brekkusnígil, Tumi? Tumi: — Já, einn skreið fram úr mér, þegar ég var á leiðinni í skólann í morgun. Vinnufaíagerðin rekur nú sútunarverksmiðjuna Vinnufatagerð íslands hefir nú framleitt skinnfóðraðar skjólúlpur í fimm ár, og skipta þær orðið þúsundum. Nú hefir fyrirtækið fengið umráð yfir Sútunarverk- smiðjunni og tekið upp nýja aðferð í sútun loðskinna, sem gerir skinnin mun endingar- betri, og þola þau nú bæði bleytu og þurrkun við snarp- an hita. Hefir Vinnufata- gerðin notið aðstoðar austur- rísks efnafræðings, Zabo að nafni, og munu skinnin, sem sútuð verða eftir hans að- ferð, bera nafn hans, og er vörumerkið „Zabo-sútun.“ Frá því vinnufatagerðin hóf frameliðslu á skinnfóðruðum kuldaúlpum, hafa þær mjög rutt sér til rúms og hefir fram- leiðslan aukizt ár frá ári. Hefir fyrst og fremst verið stefnt að því að fullnægja innanlands markaði, en kunnugt er um, að gefnar hafa verið margar úlpur út úr landinu, og hafa vinnu- fatagerðinni borizt pantanir víða að í úlpurnar. Forráðamenn fyrirtækisins hafa þá til þessa ekki reynt að afla þessari fram- leiðsluvöru markaða erlendis, þar eð þeir töldu, að sútun skinnana væri töluvert áfátt, en undanfarið hefir fyrirtækið skipt við ýmsar sútunarverk- smiðjur hér. Það, sem aðallega hefir verið að skinnunum, er það, a ðþau hafa illa þolað vatn og hita, því ef blautar úlpur hafa t. d. verið lagðar við mið- stöðvarofna, hefir skinnið skorpn að og molnað. Þetta hefir valdið framleiðendunum miklum á- hyggjum og kaupendunum tjóni, en nú er fyrir þetta byggt. Með hinni nýju sútunaraðferð, sem sútunarverksmiðja vinnu- fatagerðarinnar hefir tileinkað sér, verða skinnin þannig úr garði gerð, að þau þola vel vætu og allt að 60 stiga hita. Hafa til- raunir með þetta staðið yfir á annað ár, og er nú fullnaðarár- angur fenginn. Allar kulda- úlpur, sem framleiddar verða frá vinnufatagerðinni frá þess- um degi, verða með skinnum, sem sútuð eru eftir hinni nýju aðferð, en þrátt fyrir þessa nýj- ung verða úlpurnar ódýrari en áður og stafar það af lækkuðu verði á gæruskinnunum. Þá hefir sútunarverksmiðjan fengið „ekta“ liti til þess að lita skinnin, og telur vinnufatagerð- in, að nú fyrst sé framleiðsla loðúlpanna komin á það stig, að tímabært sé að hefja markaðs- leyfa.. —AB, 8. nóv. Fóein þakklætisorð Framhald af bls. 4 Mrs. Ásgeir Gíslason, Mr. og Mrs. Helgi Eyjólfsson, Mr. Páll Guðmundsson, Mr. og Mrs. Renton Dunlop, Mr. og Mrs. Þorsteinn Guðmundsson, Mr. og Mrs. Lawrence Heistad, Mr. og Mrs. Fred Johnson, Mr. og Mrs. A1 Bjarnason og sonur þeirra ungur drengur Lee að nafni, sem söng svo yndislega vel, Mr. og Mrs. Narfi Narfason, Miss Kristín Josephson, Mr. Joseph Josephson, Mr. John Josephson, Mr. og Mrs. Lárus Gíslason, Mr. og Mrs. Einar Thorsteinsson, Mrs. Arndís Johnson og Harold, Mrs. Johnson var ekki viðstödd, en við kvöddumst yfir símann stuttu áður og hún sendi sína þátttöku þó hún væri í fjarlægð. .Önnur grannkona og vinkona, Mrs. Gyðríður Anderson, Gimli, sendi sína kveðju. Það jók mikið á gleði þessa samsætis að dætur okkar allar þrjár, Sigríður, Guðrún og Jó- hanna voru viðstaddar. Einnig tengdasynir okkar William Dun- lop og Charles Inglehart og barnabörn okkar fimm. Aðeins kjördóttir okkar Hrefna Alice og maður hennar voru í fjar- lægð, en þau tóku á móti okkur, er við komum vestur. Bræður okkar Sigurbjörn og Jóhann og Sofía kona Jóhanns voru einnig þarna. Það var mikið skarð fyrir skildi að Anna kona Sigbjörns var ekki, en hún hafði verið kölluð til æðri heimkynna fyrir misseri síðan. Að öðru leyti var mannfagnaður þessi stórvin- gjarnlegur og mun verða ógleym- anlegur þeim er við tóku. Aftur! Hjartans þökk fyrir það alt. Og hittumst heil síðar meir. 601 West 12th Avenue, Vancouver 9, B.C. 29. nóvenber, 1952 Rannveig K. G. Sigbjörnsson Sigurður Sigbjörnsson Gjafir handa öllum Canadamönnum! Vegna hátíðanna, sem nú fara í hönd hefir City Hydro á boðstólum gjafir, sem ávalt eiga við. Er þér veljið gjafir, þá látið eigi undir höfuð leggjast að afla yður rafur- magnsáhalda, því þau eru bæði falleg og gagnleg. Veljið vinum og frændum rafmuni . . . slíkar gjafir gleymast eigi auðveldlega!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.