Lögberg - 04.12.1952, Page 7

Lögberg - 04.12.1952, Page 7
Jónas Stefónsson fró Kaldbak F. 31. marz 1879 — D. 3. sepi. 1952 Minningarrœða flutt við útför hans 5. september 1952 Eftir séra EIRÍK S. BRYNJÓLFSSON Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og drottni Jesú Kristi. Amen. — Krisinu vinir! Hér er í dag kvaddur hinztu kveðju hjartkær eiginmaður og faðir. Eftirlifandi eiginkona og börn þakka af hjarta fyrir lið- inn dag. Heima á íslandi eru systkini hins látna og frá þeim flyt ég kveðjur og þakkir. Jónas Stefánsson Kaldbak var fæddur að Kaldbak í Suður- Þingeyjarsýslu 31. marz 1879 og var því á 74. aldursári er hann lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í bæ aðfaranótt síðastliðins miðvikudags eftir nokkurra mánaða legu, bæði heima og á sjúkrahúsinu. Foreldrar hans voru bændahjónin að Kaldbak Stefán Guðmundsson og Jónína Jónasdóttir. Þar ólst Jónas heit- inn upp í systkinahópi og lýsir hann fagurlega bernsku- og æskustöðvunum og þeim fögru unaðsstundum, er hann naut þar, einkum um bjarta vor- og sumardaga. Þegar landið klædd- ist skrúðgrænu klæði og loftið ómaði af fuglasöng var him- neskt að lifa. Veturnir voru oft langir og kaldir og snjóþyngsl- in gífurleg kringum lítinn bæ fram til heiða. Þess vegna urðu dagar og nætur í dýrðarbirtu vorsins ógleymanlega yndis- legir tímar. — Ungur mun Jónas heitinn hafa verið, er hjá hon- um kom í ljós fróðleiksþrá sam- fara góðum gáfum og frábæru næmi á vísur og kvæði. Var honum þessi næmleiki í blóð borinn og skáldgáfan sem og fleiri ættingjum hans. í foreldra- húsum lærði hann að lesa og skrifa, því ekki voru barnaskól- ar í sveitum íslands þegar hann var á bernzku- og æskuskeiði. En hann gekk í þann bezta og hollasta alþýðuskóla á góðu, fróðleiksfúsu heimili. Þar voru sögur og ljóð og hvers konar annar andlegur fróðleikur um hönd haft seint og snemma. Kyæði voru lesin og lærð, sálm- arnir, og þá einkum Passíu- sálmar Hallgríms Péturssonar, elskaðir og virtir; rímur eftir ‘Sigurð Breiðfjörð og fleiri rímnaskáld voru ásamt íslend- ingasögunum andlegar fróðleiks- lindir og vöktu til umhugsunar og athygli um fjölmörg torskil- in málefni og jók þetta víðsýni og þroska ungra og gamalla. — Sveitin, þar sem Jónas var fæddur óg uppalinn, er alkunn meðal íslendinga fyrir alþýðu- menningu og vakandi áhuga almennings á margvíslegum þjóðfélags og mannréttindamál- um, svo á unga aldri mun Jónas hafa drukkið í sig víðsýni og frjálslyndi í þjóðfélagsmálum og ævilanga andúð á ranglæti í samfélagi einstaklinga og þjóða og misskiptingu á gæðum þessar- ar fögru og frjósömu jarðar. — Snemma vaknaði hjá honum hugsjón jafnréttis og bræðra- lags. Af heilum huga tók hann undir þessi orð Einars Bene- diktssonar skálds: „Allt skal frjáls, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn allt frá vöggu að gröf.“ Þessari trú sinni á fullkomið réttlæti í mannfélagsmálum hélt hann óskertri allt til hinztu stundar og kemur það vel fram í öllu, sem hann ritaði og kvað. Heima á íslandi leitaði Jónas sér menntunar eins og efni og ástæður leyfðu frekast, jafn- framt því sem hann vann fyrir sér. í tvö ár stundaði hann nám í Hólaskóla, sem var og er bún- aðarskóli. Þar voru kennd bók- leg fræði og einnig höfð nám- skeið í verklegum efnum, eink- um búvísindum og jarðrækt. Mun Jónas hafa kynnst þar greindum og þroskuðum mönn- um, er voru kennarar hans og skólabræður og haft ómetanlega gott af því. Einnig stundaði hann nám í Kennaraskóla Is- lands, þar sem afburða gáfu- menn og unnendur íslenzkrar sögu og íslenzkrar tungu voru kennarar og leiðtogar nemend anna. Að afloknu námi stund aði Jónas kennslustörf á ýmsum stöðum á íslandi. Hann hafði verið góður og áhugasamur kennari, enda hafði hann til þess starfa góða hæfileika og það sem er mest um vert: hann unni börnunum og var góður við þau. Svo er það 1913 að mestu þáttaskiptin og örlagaríkustu verða í lífi hans, er hann ákveð- ur að flytjast af íslandi til Vesturheims. ,Um sérstakar á- stæður til þeirrar ákvörðunar er mér ekki kunnugt. En hann átti frændfólk í Argylebyggð, þar á meðal var móðursystir hans. Hinn gagnmerki Islend- ingur Thomas Johnson var einn- ig náskyldur Jónasi. — Mun það sannast vera, er hann segir sjál'fur í einu kvæða sinna á þessa leið: / Með sigurvonum hins síleitandi ég sigldi vestur um haf, því ævintýri í ókunnu landi útþránni vængi gaf. Útþráin hefir verið og er enn voldugur þáttur í Islendings- eðlinu. Löngunin að kynnast öðrum þjóðum, að sjá ný lönd, komast í snertingu við menn- ingu annarra þjóða, hefir fylgt Islendingum allt frá upphafi ís- landsbyggðar til þessa dags. Jónas settist fyrst að í blóm- legu og fögru Argylebyggðinni í Manitoba og stundaði þar land- búnaðar- og akuryrkjustörf um skeið og svo gjörði hann víðar í Sléttufylkjunum. Árið 1917 flytzt hann til Mikleyjar í Win- nipegvatni og stundaði þar bæði búskap og fiskiveiðar. Þar gekk hann að eiga eftirlifandi eigin- konu sína Jakobínu Sigurgeirs- dóttur prests frá Grund í Eyja- firði. Fluttist hún barn að aldri með móður sinni og bræðrum frá íslandi til Mikleyjar. Voru þau systkinin vel gefin, dugleg og framúrskarandi söngvin og sönggefin svo sem þau áttu ætt til. Þau hjónin, Jónas og Jakob- ína, bjuggu í Mikley í 26 ár og þar fæddust þeim þrjú börn, sem nú í dag fylgja ástríkum föður til hinztu hvíldar. Dæturnar, Sigurbjörg og Selma, eru baðar lærðar hjúkrunarkonur og stunda það starf, en hafa um skeið dvalið með foreldrum sínum, og Haraldur, sem er handverksmaður, dvelur einnig á heimili foreldra sinna. Árið 1944 flytur fjölskyldan hingað til Vancouver og byggði sér lítið hús en snoturt í Burna- by. Þar er friðsælt og fagurt, þar blasa við augum skógiklædd fjöll, sem sveipast mjúkum töfrablóma kvöldsins og klæðast gullnum skikkjum morgunroð- ans við sólarupprás. — Jónas Stefánsson var prýði- lega hagmæltur og afkastamik- ill á því sviði. Hann unni Islandi og íslenzkri tungu af fölskva- lausri ást og einlægni. Ég hefi verið að blaða í ljóðabók hans og lesa kvæðin eftir hann, sem bæði eru prentuð og óprentuð. Tveir megin straumar virðast mér birtast þar. Annar er ástin til íslands. Hann segir á einum stað: Þó viljinn sé góður mér varnað er máls. 1 vöku og draumi ég ber þá löngun, sem orð lýsa eigi til hálfs, LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952 að lifa og deyja hjá þér. Því aðeins þá huggun í útlegð ég fann að elska þig, vera þér trúr. Mitt hugtal við þig frjóvgar hjarta míns rann sem haglendið gróðurskúr. Svona var undiraldan í kveð- skap hans. Margar blaðagreinar ritaði hann og þótti öllum hann vera góður rithöfundur og hafa mjög snjallan stíl, og þar lýsti hann einnig ættlandi og ættþjóð af ást og hrifningu. Annað, sem skín út úr kvæðum hans og ritgjörðum, er ást hans á réttlæti og sannleika. Honum þótti það sárt að sjá ranglætið hrósa sigri yfir réttlætinu og kærleikann og sannleikann fót- um troðinn. Ég veit ekki af eigin viðkynhingu, um trúarskoðanir Jónasar heitins eða afstöðu til kirkju og kristindóms, en.innst í hjarta bar hann djúpa lotningu fyrir Kristi, konungi sannleik- ans, og segir um hann í kvæði: Hann leiðina til ljóssins fann á lífsins ólgusjó og fyrir kærleik fyrstur vann og fyrir sannleik dó. Þetta er fallega sagt. I ljóðum Jónasar má rekja samúð hans með öllum, sem eiga bágt og bera sorg í hjarta, og börnin áttu góðan vin þar sem hann var. Því.segir hann: Ei orð fá lýst hve elska ég þig, mitt yndislega barn, þín ljúfa vitund leiðir mig um lífsins eyðihjarn. Þótt sólin hverfi, ég sé það nú, mitt sólskin verður þú. Frá jörð til himins býggir brú og breytir efa í trú. Hann þýddi einnig hið ódauð- lega kvæði: „Deyjandi barn“ eftir H. C. Andersen, og sýnir þetta að hann átti viðkvæman og hljómþýðan streng á hörpu sinni. Ég er þess fullviss, að Jópas Stefánsson hefir með ljóðum sínum, ritgerðum og hugdettum yljað mörgum um hjartarætur, glætt ástina til Islands og vit undina fyrir réttlæti og sann- leika. — En hann gleymdi samt ekki eða vanræti skyldur sínar við þetta land, fósturland sitt. Hann árnaði Canada allra heilla í tilkomumiklu ljóði og vildi MINNINGARORÐ Kristin Soffía Lambertsen Hansson F. 20. nóv., 1882 — D. 22. okl., 1952 Lilið til baka Lít ég yfir liðinn veg — ljúf í huga mínum er þín minning, elskuleg, öllum vinum þínum. Þessar hendingar komu í huga minn þegar mér varð litið yfir þann mannfjölda, sem fyllti kirkjuna til að kveðja þig, Kristín mín, í síðasta sinn, þar sem þú hvíldir í miðjum ylmandi blómagarði. Hin ytri fegurð er því sorglega lögmáli háð, að fölna og falla til jarðar fyr en skyldi. — Það er lífsins saga. — Eftir tuttugu og fimm ára stríð við kveljandi sjúkdóm, sem smám saman krepti líkama hennar, þar til honum tókst að spenna hið lífseiga hjarta helj- argreipum. — En jafnvel á þeirri stundu, var það hún, sem vann sigur, því hinn miskunnarlausi óvinur náði aldrei að snerta við hennar innri fegurð. Það er hún, sem lifir áfram í minningu henn- ar mörgu vina. Það er sú fegurð, sem sjötíu ára löng ævi fékk aldrei breytt. Ég minnist Kristínar fyrst fyrir hér um bil 50 árum á Akureyri. Hún var ung og falleg, með afar mikið og fagurt liðað hár, sem náði henni ofan fyrir mitti. Hún var yndislega feimin, — en aug- un og brosið var hið sama, sem alla ævi hefir speglað.hennar innri fegurð, svo dásamlega laus við alla sjálfselsku. Með geislandi einlægni hefir hún mætt öllum, sem hafa kynnst henni á lífsleiðinni, en þó með þeirri mildi og ráð- vendni, sem aldrei hallmælti neinum, hve sem í hlut átti. Hún var framúrskarandi fund- vis á kosti annara, — annað heyrðist aldrei af hennar vör- um. Og hvernig henni heppnað- ist að leiða athygli þeirra, sem heimsóttu hana frá sinni eigin þjáningu, var svo dásamlegt, að öllum leið vel í návist hennar. Mér varð oft á að bera saman framkomu hennar og margra annara, karla og kvenna, sem sí og æ eru kvartandi yfir smá- andstreymi líkamlegu og and- legu og ætlast til vorkunnar. Ég dáðist því meir að Krist- ínu, sem ég kynntist fleirum, er kenna í brjósti um sjálfa sig og gera sér far um að draga annara athygli að sér. I fimmta tölublaði Heims- kringlu þann 29. okt. síðastlið- inn var vinsamlega minnst á ætt Kristínar. — Það er áreiðanjega mikils virði að vera kominn af góðum stofni, og það var Krist- ínar arfgeng undirstaða, en þó Krislín Soffía Lambertsen Hansson engu síður hitt, að hún var svo lánsöm — þegar hún, barn að aldri missti foreldra sína — að vera tekin til fósturs af þeim elskulegu hjónum Kristjáni og Ólöfu í Fagrabæ við austur- strönd Eyjafjarðar, og þar ólst hún upp til fullorðins ára, er hún flutti til Akureyrar og giftist þar eftirlifandi manni sínum, Þorleifi Hanssyni, nýút- lærðum trésmið á Akureyri. — Til Winnipeg fluttu þau 1910. I því nær fimmtíu ár hefir ástúðleg sambúð þeirra hjóna verið til fyrirmyndar og aðdá- unar öllum þeim, sem voru svo lánsamir að kynnast þieim. Þor- leifur er að mörgu leyti líkur henni; hjá honum mætir þú hinni sömu einlægni, ástúð og glaðværð. Hvar sem heimili þeirra var reist, hafa þau alltaf búið í „Fagrabæ“ og þangað hafa margir lagt leið sína. „Hún var eins og ljós í glugga,“ sem lýsti inn á bjartara viðhorf lífsins; öllum gleymd- ust eigin vandræði eftir að gista „Fagrabæ.“ Hennar lyndiseinkenni var sá Fagribær, sem vinir og vanda- menn munu lengi minnast — og hennar góði eiginmaður og tveir synir blessa minningu sinnar ástkæru eiginkonu og elskulegu móður. Ég vil enda þessi fátæklegu minningarorð mín með tveimur erindum, sem Páll Guðmunds- son skáld orti við andlátsfregn Kristínar: „Þó hún yrði þreytt að ganga þrautastigu sjúkra manna, lagði birtu og bros af vanga bæjarleið til vina og granna. Þó að drægi af hennar hreysti hún var eins og ljós á glugga: Alltaf glóði ’inn glaði neisti gegnum lífsins harmaskugga." —A. S. gefa Canada gengi í öllum greinum. Hér í Vancouver þótti honum gott að vera. Fjöllin og sjórinn minntu hann á margt hugljúft frá liðnum árum. Þess vegna orti hann fallegt kvæði til Kyrrahafsstrandarinnar og segir þar: „Nú húmar að kvöldi, ég þakka vil þér, að þú hefir gistingu ákvarðað mér.“ Nú er hann fluttur héðan til æðra lífs og ódauðlegra heima. Vafalaust hefir hann, eins og allir vel gefnir menn, hugsað um það, sem við tekur að jarð- lífinu loknu. Ég þekkti ekki skoðanir hans í þeim efnum, en hann óskar þess í einu kvæða sinna, að strönd eilífa landsins megi líkjast ströndum gamla ættlandsins; þá mun hann fagna því nýja lífi handan við gröf og dauða. Jónas var einlægur vinur vina sinna, ráðhollur og öruggur vin ur, sem treysta mátti í einu sem öllu. Hann brást ekki þeim, er eitt sinn höfðu eignast traust hans og tryggð. Því leituðu vinir hans ráða hjá honum og þau reyndust vel. Hann var elsku- legur faðir. Börn hans leituðu til hans með gleði og sorg og vanda- mál og fundu, að hann vildi leysa úr þeim af víðtækum og næmum skilningi og gefa þeim það bezta og sannasta úr sinni eigin lífsreyslu og lífsþekkingu. Af trúmennsku og skyldurækni vann hann störf sín og annaðist um heimili sitt af árvekni og umhyggju svo lengi sem heilsa hans leyfði. Þar naut hann sinn- ar góðu konu, sem rækti sínar húsmóður- og móðurskyldur af frábærri trúmennsku og inni- legum kærleika. — Ég flyt að loknum Jónasi heitnum Stefánssyni þakkir og kveðjur frá öllum vinum hans, skyldfólki og tengdafólki nær og fjær. Hans mun lengi verða minnst, en lengst í hjörtum ykkar eiginkonu og barna. Þá minningu blessið þið í dag um leið og þið kveðjið hann og hann kveður ykkur með hjartans þakklæti fyrir liðnu samveru- árin. — Guð blessi minningu Jónasar Stefánssonar frá Kaldbak, og í anda fylgjum við sál hans til eilífra landa, sem ósýnileg eru augum vorum. Guð blessi ykk- ur eiginkonu og börn og gefi ykkur þá huggun, sem er allri huggun æðri. —Amen. Dánarfregn Björg Christopherson var fædd þann 23. ágúst 1864 í Vopnafirði í Norður-Múlasýslu. Hún andað- ist á sjúkrahúsinu að Baldur, Man. þann 30. október s.l. 88 ára gömul. Foreldrar hennar voru Björn Björnsson Ólafssonar frá Hjaltastaðaþinghá og Herborg Jónsdóttir Sigurðssonar frá Grímsstöðum á Fjöllum. Björg heitin kom til Canada með for- eldrum sínum árið 1893. Árið 1899 kom hún til Argylebygðar og það sama ár giftist hún ekkju- manninum Hernit Christopher- son (d. 1928). Björg tók að sér heimilið með mikilli rausn og gekk fjórum xbörnum manns síns í móðurstað: Pétri, Sigurði, Jóni og Ingibjörgu. Hernit og Björg eignuðust þrjú börn: — Herbert, verkfærasali í Baldur; Jóhann, býr með tveimur eldri bræðrum sínum á föðurleifð- inni; og Sigurveig, Mrs. Chris Helgason, að Grund. Barnabörn- in eru sex. Stjúpbörnin elskuðu hana og virtu eins og sína eigin móður, og öll börnin gerðu sér far um að hún nyti ellinnar sem allra bezt, og þau báru hana á höndum sér, og öll vildu þau hafa hana hjá sér. En hugur hennar leitaði á gamla heimilið til drengjanna sinna; hjartað var bundið helgum endurminning- um í gömlu stofunni; þar naut hún sín bezt; þar hvarflaði hug- urinn yfir tímans haf; þar endur lifði hún liðnar sælustundir; þar réttu ástvinir henni hjálpar- hendi; þar var hún næst ástvin- um sínum, sem á undan höfðu farið. Björg heitin hlaut þá blessun að njóta fullra sálarkrafta fram að seinustu stundu, og svo að segja með fullri vitund að taka í hönd frelsara sínum, er hann kallaði og bauð henni hendina. Hún v$r trúuð kona, gáfuð, vel hugsandi, fróðleiksfús, elskuð og virt af öllum. Hún bað þess að ^ngin líkræða yrði flutt við út- för sína „bara söngur og bæn“. Húskveðja var flutt á heimilinu og kveðjuathöfn í Grundar- kirkju. Hún var jarðsungin af sóknarprestinum 2. nóv. í graf- reit kirkjunnar. J. Fredriksson COPENHAGEN Kaupið Lögberg Veiklaðar herðar? Ef þér finnið til veiklunar í herSum, eSa kveljandi sársauka, fariC eins aS og þúsundir annara meS góSum ár- angri. NotiS T-R-C’s, sem til þess eru gerSar aS lækna gigt, bakverk, tauga- gigt og marga aSra kvilla. Þjáist eigi aS óþörfu. FáiS T-R-C’s nú þegar. 65 c., $1.35 1 lyfjabúSum. T-837 Bezta munntóbak heimsins ,te««eie!e*ie«e«e<«íe«e««w«c<e*«e««íe!€i«íe퀫eíei«íe«i«fei«!eíe«ie«€*!eie<e«e«ew*i«íc*ie*eí5| Kærkomin jólagjöf! Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin; það eru ekki ávalt dýrustu gjafnirnar, sem veita hina dýpstu og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna, og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga- og menningarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu og fimm ára skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkrar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metnaði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgaralegum dyggðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita óskipt full- tingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafaráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg og senda það vinum bæði hér og á íslandi. FYLLIÐ UT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ: THE COTUMBIA PRESS LJMITED 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Man. Sendið Lögberg vinsamlegast til: Nafn Áritun Hér með fylgir $5.00 ársgjald fyrir blaðið Nafn gcfanda Aritun ...... StBtatatatatataiatatatataiatBtatBtatatatatasatBtBtataiatatBiataiBtataiatatBiataiBtBtataiBtatasaíaíatata tatatatstatatatatatataataiaíatatatataisatasataatatatataiatatatBtatatatatatatatatatatatatataiatBtati

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.