Lögberg - 12.02.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.02.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. FEBRÚAR, 1953 5 ÁHLGAMÁL LVCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON UM ÞJÓÐRÆKNISMÁL Finnar sjálfstæð þjóð í 35 ár Þann 23. febrúar hefst þrítug- asta og fjórða ársþing Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi, og í hvert skipti er eins og nýtt líf færist í hið íslenzka mannfélag hér í bænum, því þingið sækja fulltrúar utan úr bygðum íslendinga og menn fagna því að hittast einu sinni enn til að ræða þjóðræknismál- in, sem öllu fólki af íslenzkum stofni eru svo hjartakær. Auk þess eru þá haldnar samkomur þrjú kveld í röð, sem vandað er mjög til, meðal annars með því, að fá kunna ræðumenn langt að, og þá beztu söng- og hljómlistar- krafta, sem völ er á meðal ís- lendinga til að skemta. Þjóðræknisfélagið hefir gert lítið að því að auglýsa sjálft sig eða telja upp afrek sín á opin- berum vettvangi, enda fer jafn- an bezt á því. En þeir, sem lesa Þingtíðindin í Tímaritinu, eða fundargerninga stjórnarnefndar félagsins, komast fljótt að því, að starf félagsins á síðastliðnum 34 árum, síðan það var stofnað 15. marz 1919, er orðið geysi- mikið. Ekki skal nein tilraun gerð til þess hér, að rekja starfsferil fé- lagsins, enda er það of mikið efni í stutta grein, en hins*vegar skal reynt að hrinda nokkrum misskilningi, sem virðist sums staðar eiga sér stað, en hann er sá, að félagið hafi bundið sig við það, að nota íslenzka tungu eingöngu við öll sín félagsstörf, eins og við fræðslu- og útbreiðslu mál. Vitaskuld er einn aðaltilgang- ur félagsins sá, að styrkja og styðja íslenzka tungu og bók- vísi hér í landi, og að því hefir félagið og deildir þess unnið dyggilega með stofnun íslenzku skóla, hvar sem hægt var að koma því við; með því að halda vakandi í fjölda mörg ár áhug- anum fyrir stofnun íslenzku- deildar við háskólann, og með fjárframlögum félagsins og með- lima þess til þeirrar stofnunar. Þótt íslenzkan eigi að vísu að skipa öndvegi hjá félaginu, datt hinum vísu mönnum, sem stofn- uðu félagið og sömdu löggjöf þess aldrei sú firra í hug að úti- loka tungu landsins, enskuna; ef til hennar þurfti að grípa, var sjálfsagt að gera það. Fer hér á eftir kafli úr 14. lagagrein fé- lagsins, er fjallar um ársþingið: . . . „skal forseta heimilt að leyfa félagsmönnum að ræða málin á ensku, ef hann álítuK nauðsyn- legt, en annara þjóða mönnum skal svarað á þeirri tungu, sem þeir skilja." Félagsmönnum var strax ljóst á fyrstu árum félagsins, að margt fólk af íslenzkum stofni naut sín ekki á íslenzkunni og að slíku fólki myndi fara fjölgandi eftir því sem árin liðu, og væri því nauðsynlegt að fræða það um uppruna sinn og ætt á enskri tungu. Fyrir þessa ástæðu mun félagið hafa ráðist í að styrkja útgáfu sögu íslands á ensku árið 1924. Kennari einn við Luther College, Decorah, Iowa, Knut Gjerset að nafni, hafði ritað á enska tungu allstó'ra bók um sögu íslands; einnig var í henni kafli um flutninga íslendinga vestur um haf og fyrstu nýlend- ur þeirra hér í álfu. Útgáfufé- lagið MacMillan Co. hafði lofað að taka að sér útgáfu bókarinn- ar með því skilyrði, að það fengi tryggingu fyrir því, að 1000 ein- tök yrðu keypt af bókinni í einu lagi og átti eintakið að kosta $4.00 í lausasölu. Þótt Þjóð- ræknisfélagið væri ekki auðugt fé, tókst það á hendur þessa ábyrgð og bókin kom út. Bókin fékk ekki alls staðar góða dóma, eins og gengur, og salan gekk ekki vel í fyrstu, en nú mun þessi bók uppseld. Munu marg- ir hafa haft mikið gagn af henni, og fleiri myndu nú vilja greiða meira en hið upphaflega verð til að eignast hana. Fyrir nokkrum árum var Þjóð- ræknisfélaginu ljúft að eiga sam- vinnu við Icelandic Canadian Club um að stofna kveldskóla — Icelandic Canadian Evening School — í þeim tilgangi að kenna íslenzku og flytja fyrir- lestra um sögu íslands og ís- lenzkar bókmentir á ensku fyrir íslenzk ungmenni, er ekki gátu notið slíkrar ffæðslu á íslenzku. Voru fyrirlestrarnir allvel sóttir. Átti félagið seinna samvinnu við ofannefndan klúbb um að gefa út fyrirlestrana í bókar- formi — Iceland’s Thousand Years — og bjó próf. Skúli Johnson bókina undir prentun, og lagði á sig mikið verk í því sambandi. Er auðséð að Þjóð- ræknisfélagið lá ekki á liði sínu í þessu máli, því níu fyrirlestrar af þrettán í bókinni eru eftir stjórnarnefndarmenn félagsins. Þó að vafalaust megi finna ýmislegt að þessari bók, því sumir höfundar fyrirlestranna eru engir sérfræðingar í þeim efnum, er þeir fjölluðu um, þá hefir hún vafalaust orðið nokk- ur fræðslulind fyrir marga og víst hefir hún náð allmikilli út- breiðslu og er það aðallega að þakka dufnaði formanns útgáfu- nefndarinnar, frú Hólmfríðar Danielson. Þjóðræknisfélagið hefir látið sér mjög ant um að fræða aðra þjóðflokka hér í landi um Is- lendinga, sögu þeirra og bók- mentir. í þeim tilgangi hafa stjórnarnefndarmenn félagsins, einkum forsetar þess, flutt ótelj- andi erindi á ensku í borgum og bygðum þessarar álfu. Vafa- laust hefir Dr. Richard Beck verið afrekamestur þeirra allra á þessu sviði; hann hefir borið hróður Islendinga og Islands vítt um þessa álfu ekki einungis með óþreytandi ræðuhöldum á ensku og á Norðurlandamálun- um; hann hefir gefið út, eða verið ritstjóri að mörgum bók- um: þýðingum íslenzkra ljóða og skáldsagna, og hefir samið sögu íslenzkra bókmenta, auk þess sem greinar hans um þessi mál og um íslenzka forvígis- menn, er birzt hafa í mörgum öndvegisritum álfunnar, hljóta að skipta mörgum tugum, e. t. v. hundruðum. Dr. Beck á ekki margan sinn líka. Vitaskuld hafa hvorki Dr. Beck né aðrir félagsmenn unnið að þessum íslenzku fræðslumál- um eingöngu né aðallega á veg- um Þjóðræknisfélagsins, en það sem hér hefir verið sagt, ber þess vitni að forustumenn félagsins og þá félagið í heild hefir frá upphafi vega verið fylgjandi og hefir starfrækt fræðslustarfsemi um íslenzk mál á enskri tungu. Það er síður en svo að engir aðrir en meðlimir Þjóðræknis- félagsins hafi unnið að þessum málum. Góðu heilli hafa menn og konur af íslenzkum ættum, búsett víðsvegar um álfuna, reynt á einn eða annan hátt að fræða meðborgara sína um ætt- land sitt. Og ekki má gleyma því virðingarverða þjóðræknis- starfi, er Icelandic Canadian Club hefir int af hendi; þó ekki sé minst á annað en útgáfu árs- fjórðungsritsins, Icelandic Can- adian, er það nóg til að sýna, að það félag hefir nú í síðastliðin tíu ár, síðan ritið hóf göngu Gífurlegar framfarir hafa orðið í landinu þrátt fyrir þung örlög Eftir SIGURJÓN GUÐJÓNSON Margt er á huldu, eins og ætla má, um uppruna þess fólks, er Finnland byggir. Höfðu Skand- inavar lengi lítil mök við þeð, nema þá helzt Bjarma, þjóð- flokk finnskan við Hvítahafið. Fóru Norðmenn í ránsferðir til Bjarmalands vegna g r á v ö r u þeirra, er þótti mjög góð, en tóku síðar upp friðsamlegri ,verzl unarviðskipti við þá. Þegar Finnland kemur fyrst fram í dagsljós sögunnar, eru verulegir hlutar þess bygðir, ó- 1 í k u m þjóðflokkum. Má þar nefna s æ n s k a n kynstofn, er hafði numið land í strandbyggð- um Finnska flóans ,er kallaðar hafa verið Nýland. Er hann tal- inn hafa komið frá Svíþjóð og Álandseyjum. Þá voru þar finnskir þjóðflokkar, er flutzt höfðu að líkindum til Finnlands frá Eistlandi og Eystrasaltslönd- unum, og benda hin nánu mál- tengsl finnsku og estnesku til að svo hafi verið. Það voru hinir eiginlegu Finnar, er settust að í Ábohéruðunum og Satakunta. Tavastar, er tóku sér bólfestu í hinum skógauðugu, vatnasælu miðbyggðum landsins, þar sem nú er kallað Tavastland Kyrjál- ir, sem ætla má að komið hafi frá Rússlandi og blandast hafa Rússum allmikið, bæði fyrr og síðar. Milli Tavastanna og Kyrjál- anna varð til einn kynstofninn enn, Savolalksarnir, er byggja Savolalkshéruðin. Ber ú 11 i t þeirra þess vitni, að þeir eru blóðblandaðir Tavastar og Kyrj- álar. — Nyrzt í Finnlandi voru loks lappneskir þjóðflokkar sem höfðu aðsetur langt suður eftir landinu lengi vel, eins og ör- nefni enn í dag benda til, en urðu smám að lúta í lægra haldi fyrir finnsku þjóðflokkunum, er sóttu fast norður á bóginn. Eru sína, afrekað miklu þjóðræknis- legu starfi. Það var brýn þörf á slíku riti og í því hafa birzt margar ágætar greinar. Vitan- lega hefir félagið haft margt fleira með höndum þó það verði ekki hér upptalið. Eins og fyr er sagt, hefir Þjóðræknisfélagið aldrei einskorðað sig við ís- lenzkuna í starfi sínu; Icelandic Canadjan Club ætti heldur ekki algerlega að binda sig við enskuna í sínu starfi, að minsta kosti yrði það vel þegið af mörgum, ef rit félagsins flytti af og til hvatningarorð þess efnis, að foreldrar kendu börnum sín- um íslenzku og að íslenzk ung- menni legðu stund á þessa fögru tungu feðra sinna. •Það var mikið fagnaðarefni öllum þeim, sem íslenzkum mál- um unna þegar það fréttist að ungt námsfólk af íslenzkum ættum ætlaði að stofna félag sín á meðal; þetta er nú orðið að ’veruleika og heitir það Leifs Eiríkssonar félagið. Það var glæsilegt unga fólkið úr félag- inu, er sótti samkomu Icelandic Canadian Club fyrir tveimur vikum, og manni hlýnaði um hjartarætur að kannast við margt af því, frá því á dögum Laugardagsskóla Þjóðræknisfé- lagsins. Frá tilgangi félagsins hefir áður verið skýrt hér í blaðinu. Eiginlega vinna öll þessi félög að sama marki, Þjóðræknisfé- lagið og deildir þess, Icelandic Canadian Club og Leifs Eiríks- sonar félagið; milli þeirra ætti því jafnan að vera sátt og sam- lyndi, og sem nánust samvinna. Nú fer þjóðræknisþingið í hönd, hið eina þing, sem háð er um þessi mál; væntanlega taka öll þessi félög þátt í því, og nota tækifærið til að kynnast, skiptast á skoðunum og leita leiða í framhaldsstarfinu. nú leifar Lappanna aðeins tvö þúsund manns. Lifa þeir á hrein dýrarækt og veiðiskap, sem frændur þeirra í nágrannalönd- unum. Talið er nokkurn veginn víst, að forfeður þeirra hafi búið í landinu á steinöld. Það segir sig sjálft, að á langri þjóðarævi hafa þessar ólíku kyn kvislir landsins blandazt veru- lega. Þó hafa hinar tvær ólíku höfðutungur, finnska og sænska er þjóðin talar, átt sinn þátt í að draga úr því. Oft hefur verið, einkum á seinni hluta 19. aldar, hreint málstríð í landinu, þjóð- inni stundum til verulegs tjóns. Finn-Finnar og Finn-Svíar Við íslendingar köllum lands- menn Finna. Réttara væri að kalla þá Finnlendinga. Sænsku- mælandi Finnar vilja ekki láta kalla sig Finna, og telja sig ekki vera það, heldur sænska Finn- lendinga. Hugtakið Finnar á þar a ð e i n s við finnskumælandi hluta þjóðarinnar. Ef við viljum kalla alla þjóðina Finna, eins og við höfum gert hingað til, en ekki Finnlendinga, þá skulum við okkur til glöggvunar kalla þá Finn-Finna, er eiga finnsku að móðurmáli, en hina, er á sænsku mæla, Finn-Svía. Oft hef ég orðið mikils mis- skilnings var meðal Islendinga, hvað við kemur tungu þeirra, er Finnland byggja. Halda margir, að landsmenn tali sænsku því nær einvörðungu. En það er öðru nær. — Níutíu af hverju hundraði íbúanna tala finnsku, sem er firna fjarskyld voru máli og öðrum Norðurlandamálum, og þykir býsna erfitt að nema hana. Mun enginn íslendingur ennþá hafa lært finnsku svo neinu nemi. Níu af hundraði tala sænska tungu, og breytast þó hlutföllin sí og æ sænskunni í óhag. — Þá tala Lapparnir eigin tungu, sem svipar dálítið til finnsku, svo og Sígenar, sem eru því nær fimm þúsund talsins. 1 æðri skólum læra Finn-Finn ar sænsku, en margir þeirra týna henni fljótt, og þá einkum þeir, er hafa búsetu í finn-finnsk um byggðum. Og í verulegum hluta Finnlands og þá sér í lagi í sveitunum, kemur sænskan að engu haldi. Enginn skilur hana. — Allir Finn-Svíar læra finnsku, þar eð hún er hið drottnandi mál í landinu. Þjóðin á langa sögu, sem hef- ur verið raunsaga með köflum. — Við minnumst orða J.L. Rune- bergs í þjóðsöng Finna (þýðing Matth. Jochumssonar): Hver reiknar allt það raunatal, er reyndi lands vors þjóð? Er styrjöld fór um fold og dal, og frost og hungur gjörði val, hver hefur Finnans metið móð, og mælt hans úthellt blóð, „Heijuþjóð norðurlanda" Ferill Finna sem sjálfstæðrar þjóðar er ekki langur, aðeins 35 ár. En á því tímabili hafa orðið gífurlegar framfarir í land- inu, þrátt fyrir þung örlög, er þeir hafa átt við að stríða, þrjár styrjaldir, eins og alkunna er. Finnar lutu Svíum í sjö aldir. Tók það Svía langan tíma að leggja landið undir sig, því að bæði var landið stórt og erfitt yfirferðar. Var einkum erfitt að brjóta Tavastana til hlýðini. — 1 mörgum styrjöldum er Svíar háðu við Rússa á þessum öldum, voru Finnar brimbrjóturinn, er flóðaldan skall yfir frá austri. Var þá oft mikið mannfall úr þeirra liði, ekki aðeins á vigvöll- um, heldur af völdum hungurs og hallæris, er kom ævinlega í kjölfar styrjaldanna. En í öllum þessum stríðum fór ífægðarorð af hreysti Finna og harðfengi, hugrekki og þraut- seigju. Allra þessara sömu eigin- leika hefur gætt á vorri öld. Rafa þeir hlotið viðurnefnið „hetjuþjóð Norðurlanda.“ í byrjun 19. aldar féll Finn- land undir Rússa, og laut þeim til 6. des. 1917, er Finnar lýstu yfir sjálfstæði sínu. réttum mán uði eftir rússnesku byltinguna. Var sambúðin allgóð fram undir aldamót, en þá tóku Rússar að þrengja kosti Finna og ganga á lagalegan rétt þeirra og þjóð- ernislegan. — Helzti stjórnmála maður Finna, er þeir lýstu yfir fullveldi sínu, var P. E. Svín- hufud. Höfðu Rússar áður dæmt hann og sent í Síberíuvist fyrir skelegga baráttu í þágu þjóðar sinnar. Hann varð síðar forseti Finnlands 1931-1937. Upp úr fullveldisyfirlýsing- unni dró til grimmilegrar borg- arastyrjaldar, ef Finnar kalla frelsisstríðið, og lauk því með sigri hvítliða, undir stjórn Man- nerheims marskálks, þjóðhetju Finna. Eftir styrjöldina varð mikil nauð í landinu, en fyrir atorku, samheldni og dugnað rétti þjóðin fljótt við, og fyrir stríðsárin 1939-1944 var velmeg- un í landinu, framkvæmdir miklar og þjóðin skuldlaus. En þá dundi á élið dimma, fyrst „vetrarstríðið“ 1938-1940 og stríðið 1941-1944, og þarf ekki því að lýsa, hver hlutur Finna varð, þrátt fyrir afrelc þeirra, er lengi munu lífa. Enn sem fyrr klifruðu þeir upp á ný, og hafa nú greitt Rúss- um hinar gífurlegu skaðabætur að fullu. Hafa Finnar á síðustu árum skrifað merkasta kapitul- ann í ævisögu sinni. Margir hugðu, að Finnar gætu a 1 d r e i innt greiðslurnar við Rússa af hendi. En það fór öðru- vísi. Að þeim var það kleift staf- aði ekki aðeins af ötulleik og fórnfýsi þjóðarinnar sjálfrar, þó að það hafi ráðið mestu, heldur var það einnig að þakka skóga- auði landsins. Finnar kalla skóg- ana „grænagullið," og nema af- urðirnar af þeim 80-90% af út- flutningsverðmætunum. S k ó g - arnir hafa átt sinn ríka þátt í því, að Finnland er mikið iðn- aðarland, og lifir því nær fjórði hluti þjóðarinnar á iðnaði, og er hann næststærsti atvinnuvegur landsmanna. ----- Landbúnaður einn er þar ofar, en á honum byggir helmingur þjóðarinnar afkomu sína. Hann er í mestum blóma í Nýlandi, Ábohéruðun- um, Austurbotnum og sunnan- verðu Tavastlandi. Stendur naut gripabúskapur Finna á háu stigi, svo og kornyrkjan í frjósömustu héruðunum. — En víða er rækt- unin mjög dýr sakir grýtts jarð- vegs, skóga og vatns. Fiskveiðar þeirra eru smávægilegar borið saman við Islendinga, einkum síðan þeir töpuðu Petsamó, og um leið beinum aðgangi að Norð ur-íshafinu. Séreinkenni ýmissa fylkja Þó að þjóðin sé töluvert blönd uð, eins og áður gat, halda samt íbúar ýmsra fylkja, og þá að sjálfsögðu einkum þeir, er af- skekkt búa, ýmsum greinilegum sérkennum, bæði að ytra útliti og skaphafnareinkennum. Og verulegur munur er á Finn-Finn um og Finn-Svíum. — Yfirleitt eru Finn-Svíar heldur hávaxn- ari og grennri, ljóslitaðri og mjóleitari (langhöfðar), og hafa fallegra hörund. Finn-Finnarnir eru breið vaxnari, grófbyggðari, miklu eru þeir ljósari og nor- rænni í útliti en ég hafði látið mér koma í hug. I Tavastlandi og Savolaks er fjöldi manna gló- hærður, með grá eða ljósblá augu. Virtust mér þeir miklu ljósari en íslendingar, en nokk- uð er þetta misjafnt eftir héruð- um. Kyrjálarnir eru hins vegar margir dökkir yfirlitum. Þá eru skapgerðareinkennin eigi síður ólík. Krjálar eru léttlyndir, og lifa oft fyrir liðandi stund, að því er öðrum löndum þeirra finnst. Eru geðbrigðamenn, geta grátið og hlegið í senn. Þeir unna söng, kvæðum og dansi. Úr þeirra hópi voru flestir hinna frægu kvæða- manna, Kalevala, er Elias Lönn- rot safnaði á sínum tíma. Var minni þeirra alveg undravert. Nágrannar þeirra og frændur, Savolaksarnir, hafa prð á sér fyrir það, hve fyndnir og snar- orðir þeir eru. K u n n a þeir manna bezt að segja frá brosleg- um atvikum. Þeir eru gæddir ríku ímyndunarafli og sköpun- argáfu til skáldskapar og lista fram yfir flesta aðra Finnar; hafa yndi á bókum og lesa manna mest. Nágrannar Savolaksanna að vestan og frændur eru Tavast- arnir. Hefur þeim stundum ver- ið jafnan við Dalakarlana í Sví- þjóð um margt. Mun vart annar kynþáttur kjarnmeiri í Finn- landi. Þeir eru alvörumenn mikl ir og seinteknir, en manna trygg lyndastir, er trausti þeirra eru engin takmörk sett, skapfastir og íhaldssamir nokkuð, hafa í heiðri trú og siðu feðra sinna. Fastlyndir og þrályndir, og hið fræga, finnska „sisu“ einkennir þá öðrum landsmönnum frem- ur. Seinþreytir eru þeir til vand- ræða, en ekki þykir gott að verða fyrir reiði þeirra. Búhöld- ar þykja Tavastar góðir og for- sjálir atorkumenn. Aust-Botningar eru dugandi menn og sjálfglaðari en aðrir Finnar, sem ég hef kynnzt. Rík útþrá er þeim í brjóst lagin, og hafa þeir flutt að heiman í stór- um stíl í seinni tíð, enda er þröngt um þá, bæði til Svíþjóð- ar og Kanada, og þykja hvar- vetna þegnar góðir. — MBL. 5. des. GAMAN 0G ALVARA Sorgin ag gleðin — Sástu hvað hún frú Ander- son varð glöð, þegar ég sagði að að hún hún liti ekki einum degi eldri út, heldur en dóttir hennar? — Nei, ég var of niðursokkin í að sjá, hvað dóttirin varð rasandi. ☆ — Hvað sagði hann Pétur þegar þú skilaðir hrífunni, sem þú hafðir brotið skaftið á? — Og hann bölvaði og ragn- aði! — Hvað er að heyra þetta. — Næst fáum við þá bara lánað hjá prestinum. ☆ — Frissi, þú mátt ekki hlægja upphátt í skólastofunni. — Ég gerði það ekki heldur. Ég brosti bara, en brosið breidd- ist of mikið út. Jón á Strympu eftir GUNNSTEIN EYJÓLFSSON Bókin kostar í bandi $5.00, en óbundin $3.50 Fæst í Riverton Drug Store, Riverton og í Björnsson's Book Siore, 702 Sargent Ave., Winnipeg Einnig í Arborg Cafe, Arborg, og Arnason Self-Serve Store, Gimli.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.