Lögberg - 12.02.1953, Blaðsíða 6
s
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN, 12. FEBRÚAR, 1953
Snemma morguninn eftir fór Þóra fram á grundirnar milli
bæjanna að gæta að lambfénu; því að sauðburður var byrjaður,
en hún trúði ekki vinnumanninum svo vel, að hún færi ekki sjálf
á hverjum morgni og stundum oftar um fjallið og liti eftir
lömbunum.
,Þ>essi átti að vera með tvo grislinga, en nú er hún ekki með
nema einn,“ tautaði hún við sjálfa sig. „Líklega hefur hún missti
það ofan í jarðfallið.
Hún fár að leita í jarðfallinu, sem var dálítið ofar. Ærin
snerist kringum hana og rak upp jarm öðru hvoru.
„Geturðu ekki haft ögn hærra svo það heyrist til þín?“ kall-
aði hún gremjulega til ærinnar.
„Var það ég, sem átti að hafa hærra?“
Jón stóð hjá henni og hló að undrun hennar yfir nærveru hans.
„Þú kominn hingað svona eldsnemma?“ stamaði hún, rjóð og
feimin.
„Ég get nú vakað ennþá,“ sagði hann og heilsaði henni með
kossi. „Ertu reið við mig fyrir letina?“
„Nei, nei.“
„Kysstu mig þá því til sönnunar.“
Hún gerði það.
„En hvað varstu að gera með að skriða á fjórum fótum hérna
innan um jarðfallið?“
„Ég var að leita að lambi.“
„Nú, viltu láta hana eiga tvö, þessa?“
„Hún á þau tvö, en er búin að týna öðru.“
„Hvernig veiztu það?“
„Heldurðu, að ég þekki ekki ærnar okkar?“
„Ertu svona mikið búkonuefni? Það er þá líklegast réttast að
reyna að hjálpa þér. Við finnum það vonandi fljótlega.“
Þau leituðu dágóða stund.
„Ég fer að halda, að það sé hér ekki. Það hefur líklega þvælzt
í burtu með einhverjum kindum,“ sagði hún.
„Ætli það verði ekki ég, sem finn þessa fallegu skepnu,“ sagði
hann og dró skjálfandi moldarflyksu upp úr einni holunni. Lambið
lá og titraði.
„Vesalings bjálfinn! Líklega hefur það legið þarna í alla nótt,“
sagði Þóra. Hún hljóp með það til ærinnar og kom því fyrir í
góðu skjóli. Hún settist á þúfu skammt frá og horfði á, hvernig
móðurumhyggjan og næringarþráin hjálpuðust að við að endur-
lífga þennan leiruga vesling.
Jón kom og settist við hlið hennar.
„Ég læt setja hana á í haust, fyrst hún bjargaðist frá því að
deyja úr hungri,“ sagði Þóra.
„Ræður þú, búkona góð, hvað sett er á vanalega?“ spurði hann
glettinn.
„Ójá, ég fæ að ráða svo litlu.“
„Og svo þekkirðu allar ærnar, Þú getur áreiðanlega lifað með
hvaða búskussa sem væri.“
„Ég ætla ekki að taka neinn skussa að mér,“ svaraði hún og
hló. . /
„Aldrei hefðirðu fundið þetta lamb, ef ég hefði ekki komið,“
sagði hann, þegar hann sá að lambið var farið að geta staðið.
„Fyrr hefur nú farið lamb hérna ofan í jarðfallið og fundizt
lifandi. Það er víst alveg óþarfi fyrir þig að vera svona drjúgur,
vinur sæll,“ sagði hún.
„Einhvern tíma hefðirðu sagt, að ég gæti ekkið staðið fyrir
monti. En nú heyri ég, að þú ert að verða stillt stúlka, og mér
þykir vænt um það.“
„Má þér ekki standa á sama, hvernig ég er?“
„Nei; þú veizt það, að okkur stendur aldrei á sama hvort um
annað.“
Hún reytti gráa sinuna af þúfunni með þeirri hendinni, sem
snéri frá honum. „Hvers vegna komstu ekki með kærustuna?"
spurði hún, þegar þau höfðu setið þegjandi dálitla stund.
„Hvaðan átti ég að koma með hana?“
„Þarna að norðan. Hún á að vera prófastsdóttir.“
„Konuefnið mitt er hérna í dalnum, rétt við hliðina á mér; en
fólkið datt það bara svona í hug, að gefa mér prófastsdótturina, af
því að ég var svo oft gestur þar á heimilinu."
„Var hún falleg?“
„Já, það var hún.“
„Og lærð?“
„Já, sprenglærð og ætlar að sigla í haust til Hafnar,“
Hún hélt áfram að reyta sinuna og leit ekki á hann. „Það er
sæmilegt konuefni.“
„Líklega,“ var það eina sem hann sagði. Svo þögðu þau bæði
dálitla stund.
„Hvenær kemur hún aftur?“ spurði Þóra. Það var auðheyrt,
að hún var alltaf að hugsa um það sama.
„Þegar hún hefur lært nóg,“ svaraði hann.
Þá leit hún hlægjandi framan í hann. „Til þess að verða
tengdadóttir Lísibetar á Nautaflötum?"
„Það lærir hún aldrei. Kaldlynd, tilfinningalaus kona á ekkert
erindi að Nautaflötum. Hún myndi sóma sér illa við hlið móður
minnar. Það er bezt, að hún velji sjálf tengdadóttur sína; en
prófastsdóttir verður hún aldrei; enda yrði hún ólík dalastúlk-
unum mínum. Konan mín verður að elska allt með mér, móður
mína, dalinn og jörðina. Og ég verð að þekkja hana vel.“
Hann tók utan um hana og hallaði henni að sér. Þóra,
mannstu hvað við sögðum einu sinni, að við ætluðum öll að vera
eins góðir vinir, þó við yrðum fullorðin,“ hvíslaði hann í eyra
henni.
„Það verðum við líka ævinlega,“ svaraði hún, og röddin titr-
aði af sælu.
KVENNAGULLIÐ
Nú var Jón kominn heim í dallnn, útlærður til sálar og lík-
ama; nú kunni hann bæði að dansa og glíma. Og nú lifnaði yfir
dalnum, því að kunningjarnir heima þurftu að læra það líka. Á
hverjum sunnudagsmorgni um vorið og sumarið, þegar sæmilegt
veður var, komu allir ungir piltar saman á eyrunum fyrir framan
Nautaflatir og glímdu. Stúlkurnar stóðu hjá og horfðu hrifnar á.
Jón lagði alla, enda var hann sá eini, sem kunni. Þórður frá Seli
stóð helzt í honum. Þeir voru líka vanir að tuskast.
Þóra í Hvammi sagði við hinar stúlkurnar: „Svei mér, ef mig
langar ekki til að klæða mig í buxur og fara að glíma.“ Hún gat
lítið skilið í Önnu vinstúlku sinni, sem vanalega ranglaði meðfram
ánni og tíndi blóm eða hún sat inni í stofu og spilaði á orgel.
Seinni part sunnudaganna var svo stiginn dans inni í stof-
unni. Lísibet lét rýma öllu úr stofunni, þótt það væri æði mikil
fyrirhöfn. Allt vildi hún gera syni sínum til ánægju. Fyrst var
spilað fyrir dansinum á orgelið, en svo fékk Jón sér harmoniku.
Hann kenndi Erlendi á Hóli að spila á hana. Anna spilaði líka.
Nú rak hvert ballið annað. Það var eins og fólkið þreyttist
aldrei á að dansa. Alltaf var það Jón, sem var foringi alls gleð-
skaparins. Allt þótti líflaust, ef hann var ekki. Kvenfólkið dáðist
að honum og dýrkaði hann. Hann var^læsilegur í sjón og síglaður
og fyndinn.og gerði þeim öllum jafnhátt undir höfði, hvort sem
þær voru ríkar eða fátækar, og kallaði þær ýmsum gælunöfnum,
náttúrlega í gamni, og allar öfunduðu þær þá stúlku ,sem hann
dansaði mest við á þessu og þessu ballinu.
Elli á Hóli hafði alltaf verið hörmulega leiðinlegur, allur í
herðunum, og líka svo voða brúnaþungur; en eftir að hann fór að
spila á harmonikuna, fannst stúlkunum hann bara karlmannlegur
maður. Og Þórður í Seli dansaði fljótlega bezt af öllum piltunum,
að undanteknum Jóni sjálfum. Þá sáu þær, að hann var bara mjög
myndarlegur piltur.
Anna Friðriksdóttir og Lilja frá Seli voru beztu dömurnar; en
þær voru aðeins öfundaðar af því, að þær voru alltaf á gólfinu, en
urðu ekki vitund laglegri fyrir það, enda vissu allir, að Anna var
laglegasta stúlkan í sveitinni, en hún var bara tilkomulaus krakki
ennþá. Einstaka stúlku datt það þó í hug, að það yrði Anna, sem
hlyti hnossið, sem allar girntust og yrði sælust allra kvenna.
En Jón bar þó hátt yfir allan þennan ungmennaskara. Engum,
datt það framar í hug, að hann yrði burtu kallaður úr heiminum.
Nú sáu allir, að hann var sannkallað veraldarbarn, drykkfelldur,
hestamaður og sérstakt kvennagull. Þegar hann þeysti eftir daln-
um, og það var ekkert sjaldan/stóð kvenfólkið í dyrum og glugg-
um og horfði á, hvað hann sæti vel á hesti og hvað hestarnir hans
væru fallegir. Ekkert var þar í fari hans, sem ekki var aðdáanlegt.
Og stúlkurnar gáfu honum ýmislegt, sem þær höfðu sjálfar samið:
heklaðar handstúkur, rósaleppa, útsaumuð axlabönd og beltóttá
vetlinga með stórum rósastöfum í löskunum. Hann átti fullan
lítinn kistil af þessum tryggðapöntum. Og móðir hans og Borg-
hildur gátu aldrei nógsamlega dáðst að því, hvað hann væri mikið
kvennagull.
Lísibet spurði kunningjakonur sínar oft að því, hvort þeim
fyndist honum ekkl fara vel að smakka vín. Jú, þær sáu það og það
sáu allir, að honum fór það prýðisvel. Það var Anna Friðriks-
dóttir sú eina, sem vogaði sér að segja, að lyktin af honum var
óþolandi.
En Jón var líka dugnaðarpiltur. Hann vann eins og víkingur,
gekk til allrar vinnu með hinum piltunum. Stundum reri hann
tímunum saman til fiskjar. Móðir hans þótti það óskemmtilegt
fyrir svo fínan pilt, en hafði þó ekkert á móti því, frekar en
öðru, sem Jóni datt í hug. En Anna litla tók fyrir nefið, þegar
hann kom heim frá sjónum, og sagði, að það væri svo mikil sjóar-
lykt af honum, að sér yrði óglatt.
Það var ekki frítt við, að konurnar í dalnum færu að svipast
um eftir konuefni handa öðrum eins manni. Það var ekki ósjaldan,
að þessi vandsvaraða spurning var borin fram yfir rjúkandi kaffi-
bollum: „Hver skyldi þá verða konan hans Jóns á Nautaflötum?"
Það er nú talsverður vandi fyrir hann að velja í sætið hennar
móður sinnar,“ var vanalega svarað. Sumar gátu þess til, að hann
myndi bíða eftir Önnu Friðriksdóttur.
„Nei, hann bíður aldrei svo lengi, óðinshaninn sá. Svo er hún
svo roluleg. Hann vill sjálfsagt hafa hana duglega, eins og hann
er sjálfur. Nær væri að það yrði Þóra í Hvammi. Hún er myndar-
stúlka og feikna búkonuefni, og þau hafa leikið sér saman síðan
þau voru börn. Eða þá María á Hrafnsstöðum. Hún var stærsta
heimasætan í dalnum. Valgerður, móðir hennar var vön að segja,
þegar talað var um, að María væri orðin há stúlka: „Já, ég býzt
við, að hún sé orðin jafnhá henni Lísibetu á Nautaflötum.“ Og
hún var ekki vonlaus um, að dóttir hennar settist í sæti þessarar
miklu konu.
Jón var vel kunnugur á Hrafnsstöðum og kom þangað oft, því
að hann átti sjálfur jörðina. María hafði saumað falleg axlabönd
og gefið honum þau einu sinni, þegar hann kom þar. Og hún hafði
sagt móður sinni, að hann hefði kysst sig fjóra vel fyrir þau. Það
fannst húsfreyju góð byrjun. María var líka fín stúlka.
Hrafnsstaðir voru neðsti bærinn í dalnum og rétt hjá kaup-
staðnum, og hún lagði klæðnað sinn eftir því, sem þar var fínast.
Föður hennar þótti hún taka nokkuð mikið út af „kraminu" á
vorin. María flýtti sér að komast sem fyrst ofan eftir, þegar nýtt
„kram“ var komið í skápana. Svo var það einu sinni, þegar hún,
var búin að rífa út tvo stóra böggla og var í vandræðum með að
flytja þá heim, að Anna Pétursdóttir frá Brekku vendir sér að
henni og býður henni að bera annan böggulinn. María þá það, en
samt voru þær langt frá þyí að vera vinkonur.
Flestum stúlkunum í dalnum var kalt til Önnu. Hún var kom-
in út af bláfátækum foreldrum, sem höfðu þegið af sveit. Lísibet
á Nautaflötum hafði tekið hana til sín og haft hana hjá sér í þrjú
ár, þegar hún var smábarn, og síðan var hún oft tímunum saman
framfrá. Þess vegna var hún skammarlega kumpánleg við Jón á
DÖllum og þær voru rangeygðar yfir því. Hún var líka lagleg og
hafði það til að vera stríðin og dálítið tannhvöss. Enginn átti svar
ijá Önnu.
Eitt sumarið hafði hún verið á Hrafnsstöðum og passað kýr
og kindur. María hafði látið hana finna til þess svikalaust, hver
munur er á að vera efnuð heimasæta eða vandalaus krakki, alinn
upp á sveit. Síðan var henni illa við Maríu og reyndi að stríða
henni með ýmsum hætti. Og nú bauð hún henni að bera fyrir hana
kramböggulinn í þeim tilgangi að geta strítt henni eitthvað á
eiðinni.
Þær mösuðu fyrst um kramið og verðið. Anna hélt sér í skefj-
um, þangað til María spurði hana, hvað hún væri búin að kaupa
fallegt utan á sig.
„Ég hef nú heldur lítið til að kaupa fyrir, eins og vant er, en
Lísibet gaf mér í kjól og svuntu. Ég fer frameftir einhvern daginn
og sauma það hjá henni.“
María setti upp óviðfelldinn svip. „Það held ég, að mér þætti
eiðinlegt, að láta gefa mér leppana utan á mig.“
Anna hafði ekki tíma til að svara, því að Jón á Nautaflötum
kom þeysiríðandi á móti þeim. Þær gengu spölkorn ofan við
veginn.
„Þarna kemur þá blessaður dalaprinsinn,“ sagði María og
óskaði Önnu heim að Bakka eða eitthvað ennþá lengra. En Anna
fór ekkert, heldur kallaði ofan á veginn: „Sæll og blessaður, Jón
minn! Ósköp ertu fallegur núna. Ég vildi óska, að þú værir á
heimleið þá lofaðirðu mér líklega að ríða, eins og í fyrra. Manstu?“
Hann lyfit hattinum. „Sæll og blessuð, Anna mín Sæl,
María. Já, það var ágætur túr!“ kallaði hann á móti.
„Ætlarðu lengra en á Ósinn?“ spurði Anna.
„Nú ætla ég út á strönd.“
„Þá þýðir ekkert fyrir mig að bíða.“
Hann lyfti hattinum aftur í kveðjuskyni og þeysti áfram.
„Andskotans frekjan í þér, Anna,“ sagði María. „Ég bara
roðnaði; ég skammaðist mín svo mikið fyrir þig.“
„Ég sá, að þú roðnaðir, en hvort það hefur verið mín vegna,
er ekki víst. Það gat alveg eins verið af því, að þú sást hann,
góða-góða,“ svaraði Anna og glennti sig framan í Maríu.
„Hvaða svo túr var það, sem hann var að tala um?“ spurði
María, en tók þó nærri sér að gera það.
„Ó, það var nú reiðtúr, sem við fengum okkur í fyrravor.“
„Nú, og hvert svo sem?“
„Það var svoleiðis,“ byrjaði Anna, ákaflega glöð yfir að geta
fengið tækifæri til að segja frá þessu litla ævintýri, sem hún vissi
að myndi kvelja Maríu meira en nokkuð annað. “Ég var á leið
neðan af Ósi, náttúrlega gangandi, eins og vant er. Þegar ég var
komin upp hjá Hvammkoti, kom hann á eftir mér með tvo til
reiðar, eins og vant er, og hann kallaði til mín, hvort ég vildi reyna
að sitja á folanum, heldur en að labba. Ég lét ekki segja mér það
tvisvar. Svo dembdi ég mér bara magahlaup á hann — folann,
en ekki Jón — og svo fór allt á hvínandi flug fram eyrarnar.“
„Og þú reiðst svona berbakt og klofvega við hliðina á honum,
þessum fína manni,“ sagði María með fyrirlitningu.
„Já, auðvitað gerði ég það. Hvar átti ég að grípa upp hnakk
eða söðul? Hann sagði, að ég sæti hestinn svo prýðilega og hefði
svo laglegt taumhald, enda hef ég nú nokkrum sinnum komið á
hestbak, þegar ég hef komið fram á túnið heima hjá mér rennd-
um við okkur af baki. Hann sagði svona við mig, blessaður: „Þú
líklega kyssir mig nokkra koSsa fyrir hestlánið?" Hvort ég gerði
það. Ég hljóp upp um hálsinn á honum og kyssti hann þangað
til hann sagði að þetta væri prýðilega borgað.“
„Mér dettur ekki í hug að trúa einu einasta orði, sem þú
segir,“ sagði María, sótrauð af gremju.
„Það er nú ekki allt búið ennþá,“ sagði Anna og hló ánægju-
lega, '„Svo sníkti ég út ull hjá mömmu og bað Bínu gömlu á
Læk að prjóna tvíbandaða vetlinga. Sjálf spann ég í þá. Með þá
fór ég svo fram eftir og fékk honum þá frammi í stofu. Ekki voru
þeir færri kossarnir þar. En þú þarft ekki að ímynda þér, að mér
detti í hug að hann ætli að giftast mér. Ég er ekki eins stórhuga
og þú; enda veit ég ósköp vel, hver verður konan hans.“
„Þótt þú ímyndaðir þér það ekki, hreppstuskan þín, að þú
yrðir ríkasta konan í sveitinni; fyrr gætirðu nú vitlaus verið.“
„Gerðu þig ekki &ona merkilega, María mín! Því aldrei liti
hann við þér sem konu, þó að allar kærusturnar í dalnum segðu
honum upp. Ég gæt sagt þér margar sögur af honum, ef ég vildi.
En ég veit vel, hver verður konan hans. Hún er heldur fallegri
en þú.“
,jÞér tekst upp að ljúga núna. Hvað skyldir þú vita, hver
yrði konan hans. Náttúrlega verður hún prófastsdóttir eða ein-
hvers embættismanns,“ sagði María og reyndi að leyna því, hversu
gröm hún var orðin.
Þær gengu þegjandi nokkra stund; svo spurði hún: „Hver
heldurðu að verði konan hans? Það er bezt að heyra, hvað þú
getur spunnið upp.“
„Það verður hún Anna Friðriksdóttir og enginn önnur. Það
máttu vera viss um. En hann hefur ekkert á móti því að kyssa
aðrar. Með öðrum orðum: hann er enginn engill, hann vinskapur
okkur, þó að hann sé fallegur.“
María hrifsaði böggulinn af henni, þegar þær voru komnar
heim að Hrafnsstöðum. Anna átti heima framar í dalnum, hinum
megin árinnar. Hún þóttist sjá, að María ætlaði hvorki að bjóða
sér inn eða þakka sér samfylgdina. Hún hljóp því af stað ofan
túnið, veifaði hendinni til hennar og hljóp svo enn meira. Neðst
í túninu settist hún niður og klæddi sig úr sokkum og skóm, braut
upp ytra pilsið og hljóp svo berfætt yfir blautar og leirugar engj-
arnar. María horfði á eftir henni með megnri fyrirlitningu. „Hún
er alltaf sama naðran, stelpukvikindið þetta.“
Móðir hennar kom út í dyrnar og setti hönd yfir auga. Hver
hleypur þarna-“ spurði hún, þegar María hafði heilsað.
,jÞað er Anna á Brekku.“
„Hvað er hún að fara? Urðuð þið kannske samferða?"
„Já. En mér datt ekki í hug að bjóða henni inn,“ svaraði
María stutt í spuna.
„Hvernig kemst hún yfir ána, greyið?"
„Hún flýtur líklega á lyginni.“
,,Óð nú eitthvað svolítið á henni núna, rétt einu sinni? Hvað
ver hún núna að þvætta með?“
María las upp það, sem Anna sagði henni. Valgerður sló á
lærið.
„Nú gengur aldeilis fram af mér. Þetta eru nú þakkirnar,
sem Lísibet fær fyrir eftirlætið, sem hún hefur haft á henni, að
ljúga lýtum og skömmum upp á son hennar. Hvað skyldi hún
segja, ef hún heyrði þetta og annað eins. En bíddu við! Ætli
það væri ekki réttlátt, að hún fengi að vita það, hvaða höggorm
hún hefir alið við brjóst sér. Hún Anna væri ekki lík honum
föður sínum, ef hún gæti ekki logið svo litlu sem þessu. Það var
það líklegasta að annar eins maður og Jón færi að bjóða henni
að ríða við hlið sér og kyssa hana. Hvað þessu dóti getur dottið
í hug. — En María! Sjáðu stelpuhálfvitann. Er hún ekki nema að
leggja út í ána á taumlausum hestinum. Nú drepur hún sig. Áin
er bara í þó nokkrum vexti.“
María sneri sér við og horfði fram eftir. „Það sæi þá líklega
enginn eftir henni; en það er engin hætta. Þarna er hún kominn
yfir um. Hún þykist hafa lært að ríða svo vel frammi á Nauta-
flötum."
,JÞað er mikið, hvað sumir fljóta á hundaheppninni," sagði
Valgerður.
Þær gengu inn í baðstofuna til að skoða kramið.
„Þér veitir ekki af að fara að sauma, dóttir góð. En næsta
sunnudag skulum við ríða fram að Nautaflatakirkju. Ég tala við
Lísibetu húsfreyju.