Lögberg - 19.02.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.02.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19 FEBRÚAR, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Geflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAEGBNT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Ársþing Þjóðræknisfélagsins Á mánudagsmorguninn kemur, verður ársþing Þjóð- ræknisfélags fslendinga í Vesturheimi, hið þrítugasta og fjórða í röð, sett hér í borg og er þess að vænta, að aðsókn verði góð, því nú bendir eitt og annað til þess, að sól sé að hækka á lofti á vettvangi þjóðræknismála vorra, og veldur því fleira en eitt; fyrst rr}á þó telja starfsemi prófessors Finnboga Guðmundssonar, sem þegar hefir skotið djúpum rótum vítt um bygðir vorar og grætt mörg kalsár, sem nauðsyn var á að losast við; þetta er ekki mælt út í hött, því jafnaðarlegast verða það verkin, sem tala hæst; nýr góðhugur hefir skapast og bilið milli hinna eldri og yngri að mun færst saman. Stofnun Leifs Eiríkssonar félagsins, er fylking æskulýðs af íslenzkum uppruna stendur að, og Gestur Kristjánsson stjórnar, verður að teljast góðs viti og er sú tilraun meira en lítið þakkarverð. Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd þá ertu á framtíðarvegi. Þjóðræknisfélagið hefir haldið sæmilega í horfi á ný- liðnu starfsári, sem þó var allmiklu styttra, en venja hefir verið til, með því að síðasta ársþing félagsins var haldið í júnímánuði í fyrra; engar nýjar deildir, svo vér vitum til, voru stofnaðar á starfsárinu og ekki heldur höfum vér orðið þess varir, að gerðar væri tilraunir til að endurvekja þær deildir, er látnar voru í friði deyja fyrir nokkru drottni sínum, svo sem deildirnar í Riverton og Mikley; úr þessu, og vafalaust ýmsu fleira, þarf að bæta á starfs- árinu, sem nú fer í hönd. Forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Valdimar J. Eylands, eins og fyrirrennarar hans í embætti hafa gert, varð ærið víðförull á nýliðnu starfsári og flutti margar og mergjaðar ræður um þjóðræknismál; þetta ber að þakka og meta, og þá ber ekki síður að meta heim- sóknir þeirra Finnboga prófessors, dr. Tryggva J. Olson og Heimis Thorgrímssonar til deildanna, þar sem þeir fluttu vekjandi erindi og sýndu kvikmyndina The Northern Story, er hvarvetna vakti djúpa hrifningu og þrungin var dramatiskri fegurð. ' Félagið The Icelandic Canadian Club átti giftusam- legt starfsár og nýtur forustu mikils áhugamanns þar sem W. J. Lindal dómari á í hlut. Deildin Frón í Winnipeg, sem er langfjölmennasta deildin innan vébanda Þjóðræknisfélagsins, leysti af hendi mikilvægt og þakkarvert starf árið, sem leið, fjölgaði með- limum sínum og jók bókasafn sitt; núverandi formaður hennar er Jón Ásgeirsson; hagur annara deilda, að því er vér bezt vitum, mun einnig standa í blóma. Vér fylkjum liði á þjóðræknisþing vegna ræktar vorrar við sameigin- legar menningarerfðir, tunguna, söguna og bókmentirnar, þótt sáttmálsörkin verði fyrst og fremst tungan sjálf. Hittumst heil á þingi og látum anda vaxandi eindrægni auðkenna alla vora starfsháttu. ☆ ☆ ☆ Holl og þakkarverð landkynning Blaðið Scandinavian American, sem gefið er út í borg- inni Seattle í Washingtonríkinu, lætur þess getið, að hinn víðkunni sænski kvikmyndatökumaður, Hal Linker, sem nú er á ferðalagi víðsvegar um Bandaríkin, hefði nýverið sýnt kvikmynd sína af íslandi “Frost and Fire”, Frost og funi í Seattle og Everett; aðgöngumiðar seldust upp á svip- stundu, enda margt norrænna manna í hvorri borginni um sig og í Seattle eiga Islendingar hreint enga smáræðis ný- lendu. Hal Linker er kvæntur íslenzkri konu og er hún á ferðalaginu með honum ásamt kornungum syni þeirra og kemur fram á leiksviðið í íslenzkum þjóðbúningi. Lögberg hefir eigi alls fyrir löngu endurbirt úr blaði á Islandi frá- sögn af þessum ágætu hjónum ásamt nokkurri lýsingu af kvikmyndinni; myndatökumaðurinn skýrir sjálfur einstök atriði kvikmyndarinnar í þeirri röð, sem þau birtast á tjald- iml; getur þar að líta myndir frá Reykjavík, Mývatni, Siglufirði um síldveiðitímann og hvalveiðum landsmanna ásamt mörgu öðru markverðu og tilkomumiklu; þá flytur myndin og kveðju til Ameríkumanna frá herra Sveini Björnssyni forseta, en Hal Linker heimsótti hann á Bessa- stöðum árið, sem hann tók kvikmyndina. Hér er um mikilvæga og þakkarverða landkynningu að ræða, og væri þá vel ef slík starfsemi færði sem allra mest út kvíar í Vesturvegi, því margt er þar ófróðra manna um íslenzka menningu, sem naumast vita hvar ísland er í sveit sett á hnettinum. Mrs. Guðlaug María Johnson F. G. ágúst 1865 — D. 14. ágúst 1951 „Gegnum dauðans dimma skugga dýrðar bjarmi skín; því ég veit, að leiðin liggur, lífsins herra, upp til þín.“ Lárus Halldórsson Það hefir dregist alt of lengi að minnast þessarar sannmerku konu og góðu móður. Skulu hér rakin í fám dráttum helztu ævi- atriði hennar. Guðlaug var fædd að Straumi í Hróarstungu, 6. ágúst 1865. Faðir hennar var Sigfús Þor- kelsson af Njarðvíkurætt hinni yngri, var hann gáfaður maður og mikilhæfur talinn. Kona Sig- fúsar en móðir Guðlaugar var Björg Eiríksdóttir bónda á Vífilsstöðum Bjarnasonar bónda á Ekru. Er sú ætt talin fjöl- menn á Austurlandi, en einnig hér í Vesturheimi. Guðlaug ólst upp með foreldrum sínum og varð aðnjótandi haldgóðrar heimi'lismenningar þeirra tíma, og bar merki hennar til elli fram. Annan dag ágústmánaðar 1888 giftist hún Jóni trésmið Jóns- syni. Var Jón faðir hans mikill athafnamaður og smiður, síðast búsettur að Torfastöðum í Jökulsárhlíð, og kona hans Rannveig Jónsdóttir bónda í Gunnhildargerði, Vigfússonar bónda í Fremraseli. Var Rann- veig af ætt séra Ólafs skálds Guðmundssonar á Sauðanesi komin, mikilhæf kona og orð- lögð fyrir dugnað og drengskap. Jón maður Guðlaugar hafði stundað trésmíðanám í Kaup- mannahöfn og tók þar sveins- bréf 1 húsgagnasmíði 1885. Eftir að hann kom heim til átthag- anna stundaði hann kirkju- og húsasmíðar. Guðlaug og maður hennar bjuggu um hríð í tví- býli við föður hans á Torfastöð- um, en fluttu svo að Ketilsstöð- um í Jökulsárhlíð og bjuggu þar nokkur ár. Þaðan fluttu þau vestur um haf árið 1893; fyrsta árið vestra dvöldu þau í Win- nipeg, en fluttu þá til Selkirk og áttu þar heima þaðan af. Börn þeirra eru hér talin: Sigfús, f. 4. okt. 1889, d. 2. febr. 1918, stundaði lögfræðmám við Manitobaháskólann. Rannveig, er dó barn að aldri á íslandi. Björgvin Eiríkur, kvæntur Annie Mowat, Selkirk. Jón Axel, kvæntur Freda Atiah, Victoria Beach. Málfríður Ragnheiður, Mrs. L. B. Polloch, Keswick, Ont. Guðmundur Helgi, kvæntur Ria Thorne, New Westminster, B.C. Eyjólfur, læknir í Selkirk, kvæntur Thoreyju Hinrikson. Gustav Haraldur, kvæntur Guðrúnu Elíasson, Selkirk. Rannveig Lilja, er dó barn að aldri. — Barnabörn þeirra eru 16 og eitt barnabarnabarn. „Ævintýri landnámsins," eins og það stundum hefir verið nefnt, reyndist Guðlaugu og manni hennar all-erfiður lang- róður. En þau einbeittu góðum kröftum sínum fyrir hag heim- ilis síns og einkar mannvænlegra barna sinna. Öll nutu börn þeirra venjulegrar barnaskóla- menntunar. Tveir synir þeirra luku löngu og erfiðu námi við ágætan orðstír. Dóttir þeirra náði kennaramenntun. Ættgeng snilli í höndum samfara smíðis- gáfu og verklagni mun ein- kenna flest börn þeirra. Urðu börn þeirra þeim til gleði og hjálpar. Ávalt var heimili þeirra veitandi og gott þar að koma. Ýmsir áttu þar athvarf um lengri eða skemmri tíma. — Jón, maður Guðlaugar, andaðist 24. jan. 1941, þá aldurhniginn mað- ur. Hann hafði lokið miklu ævi- starfi í þarfir lífsins helgu skyldu og reynzt köllun sinni trúr. Guðrún var gædd mörgum þeim hæfileikum er göfuga Mrs. Guðlaug María Johnson konu mega prýða. Hún reyndist manni sínum hin sanna' og styrka stoð í margþættri reynslu ævidagsins. — Trú hennar var einlæg og djúp, en laus við allt yfirlæti. Hún þekti af eigin reynd uppsprettu hins varanlega máttar í sorgum lífs og breyti- legri reynslu þess. Börnum sín- um var hún skilningsrík og sönn móðir og mun hafa mótað djúpt hugi þeirra, að hætti góðra íslenzkra mæðra á öllum öldum. Ástarmild var móðurtungan, er mælti til ungra og vaxandi barna sinna, góð og fögur orð þeim til lærdóms og leiðbein- ingar. Með djúpri þökk taka börn hennar undir orð íslenzka skáldsins, er kvað: — „Gullið þíns hjarta gafstu mér, get ég það aldrei launað þér.“ Áhrif hennar á ástvinaliðið urðu svo affarasæl sökum þess að þar fylgdist að mikil skap- festa, skilningur og samúð, sam- fará glaðri lund, er hafði lag á því að létta byrði dagsins með saklausri gleði og víðfeðmu en heilbrigðu viðhor'fi um menn og málefni. Andlegt þrek hennar gerði henni auðið að mæta vanda lífsins og sorgum þess með jöfn- um huga án umkvartana. Eftir lát eiginmanns síns átti hún indæla dvöl á heimili sínu hjá Gustav syni sínum og Guð- rúnu konu hans. Elli hennar var fögur í umönnun þeirra og ást- vina hennar, er til hennar náðu. Hún gat með hugarró litið yfir störf liðins dags, er hún hafði með sæmd af hendi leyst, — einnig hin félagslegu störf um- hverfisins, er hún hafði jafnan lagt lið og unnað af óskiptum huga, þar á meðal málefnum kirkju sinnar og safnaðar síns. En svo kom hin langa rúm- lega, er varði í nærri full 5 ár, er húri mátti ekki í fætur stíga. En einnig þá mátti segja að elli- árin væru óvenjulega fögur. Frábær var umönnunin, er hún naut af hálfu tengdadóttur sinn- ar, er hún dvaldi hjá, eigin sona og annara ástvina. Ótalin eru spor læknisins, sonar hennar, að sjúkrabeði líðandi móður. Okkur, óskylda samferðafólk- inu, er stundum áttum leið til hennar, virtist sjúkrabeð hennar vera hásæti. Sviptign hennar, friður og rósemi mun trauðla gleymast. Ávalt átti hún ný hugðarefni. Stundum var það gleðin yfir fræðslu, er ný bók íslenzk hafði veitt henni; en hún las mikið þessi síðustu ár. Ástvinir hennar gættu þess, að ávalt væri bók til staðar, er lestri einnar var lokið. Eða þá ^ð henni hafði1 borizt bréf að heiman úr ætt- högunum kæru á Austurlandi. Gleði yfir velgengni einhvers ástvinar eða vinar — eða björt minning frá liðnum dögum var stundum „sólskinsblettur í heiði,“ sem ljúft var að dvelja hugann við. — Ég minnist þess ekki, að hún hafi nokkru sinni talað um eigin líðan að fyrra bragði. Kunningjar hennar, er til hennar komu í þeim tilgangi að gleðja hana, fundu sig snortna af hugarrósemi hennar og trúar- gleði og gengu endurnærðir með upplyftum huga burt af fundi hennar. — Þannig lifir hún mér í minni. S. Ólafsson Lungnapípu mæði EigiS þér ör?Sugt um andardrátt þannig aS þaS trufli svefnværS ySar? Templeton’s töflur greiSa auSveldlega úr slíku svo aS ySur verSur hægt um öndun. Þær losa um slim í pípunum, og þér getiS sofiS og starfaS í næSi. R4Z — M.A.H. skuluS þér fá ySur straS. 65 c., $1.35 1 lyfja- böSum. R-56. íhecfuesMííRe *nf needs in 1952 During 1952, The Great-West Life made 204,396 separate benefit payments to policyholders and beneficiaries—amounting to over $38,000,000. Sharing this huge sum were elderly people who had saved for an independent retirement; widows and children to whom the payments were of vital importance; and many others whose share, often coming in an emergency, was of special significance. In addition to benefits paid out, a further $28 million was added to the funds held for the future benefit of policyholders. In every other phase of Company operations, progressive achieve- ment was apparent. Great-West Life representatives carefully planned and arranged new protection amounting to $327 million for more than 45,000 people. Great-West Life policyholders now own more than $2 billion of life insurance and annuities in the Com- pany. Assets, which are soundly invested in productive enterprise, grew to $446 million. • NOTEWORTHY COMPARISONS ■ 1952 1951 New Business_________________$ 327,900,000 $ 293,000,000 Business in Force____________ 2,131,000,000 1,891,000,000 Assets......................... 446,0j0,000 413,000,000 Paid or Credited to Policy- holders and Beneficiaries. .. 66,000,000 60,000,000 IHI ASSURANCE COMPANY YOUR FUTURE IS OUR BUSINESS TODAYI Conqratulations to the lcelandic People on the occasion t of the thirty-fourth annual gathering of the lcelandic National League, in Winnipeg, 1953. READY-MIXED CONCRETE — BUILDERS' SUPPLIES COAL AND COKE Phone 3-7251 C/^URDY CUPPLY M C BUILDERS' SUPPLIES c O. LTD. and COAL Erin and Sargent WINNIPEG, MAN. SAND AND GRAVEL PITS — BIRD'S HILL, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.