Lögberg - 19.02.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.02.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tnne-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 19 FEBRÚAR, 1953 Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs NÚMER 8 Vegna trúnaðar við uppruna og œtt fjölmenna Islendingar í þjóðrœknisþing Hópferð til íslands í sumar, flogið beint bóðar leiðir Eins og mörgum mun kunnugt, hef ég frá því er ég kom hingað kallsað það við ýmsa, hvort þeir mundu til í Islandsferð sumarið 1953, ef hægt yrði að útvega flugvél til fararinnar, er flygi beint milli Winnipeg og Reykja- víkur. Hef ég að undanförnu verið að athuga möguleika á slíkri för og skrifað heim til ís- lands í því skyni. Vill svo til, að annað íslenzka flugfélagið, Loft- leiðir, fer vikulegar áætlunar- ferðir til New York. Datt mér því í hug að leita til Alfreðs Elíassonar, flugstjóra hjá Loft- leiðum, og spyrja hann, hvort þeir mundu geta fellt ferð héðan saman við ferðir sínar milli Reykjavíkur og New York. Miðaði ég við 7 vikna ferð, þannig að farið yrði héðan frá Winnipeg um 10. júní og komið aftur um eða upp úr mánaða- mótunum júlí — ágúst. Kæm- umst við þá til Islands fyrir þjóðhátíðina 17. júní, en hingað aftur að líkindum fyrir íslend- ingadaginn á Gimli. Flogið skyldi beint milli Winnipeg og Reykjavíkur í báðum leiðum og líklega komið við í Goose Bay í Labrador eða Gander á Ný- fundnalandi. Hefur nú Alfreð sent ákveðið tilboð í eftirfarandi símskeyti: Getum farið umræddar ferðir New York — Winnipeg — Reykjavík sömu leið til baka fyrir 2 dollara per mílu eða 20 þúsund báðar leiðir. Hluti greið- anlegur í íslenzkum krónum. 50 farþegar í ferð. Þetta bundið staðfestingu ykkar fyrir 30. mars. —Alfreð, Loftleiðir. Við sjáum, að miðað er við 50 farþega og fargjaldið alls 20 þúsund dalir eða 400 dalir á mann báðar leiðir. 1 stuttu máli sagt: vijdarkjör. Trúi ég því ekki fyrr en ég tek á því, að ekki muni fást 50 menn úr gjörvöllum byggðum Vestur-íslendinga til að fara slíka för. Og takist hún vel, ryður hún brautina fyrir öðrum ferðum milli landanna í framtíð- inni. Þyrfti þá að afchuga, hvort ekki mætti skiptast á hópum héðan og frá íslandi, en slíkt þarf auðvitað lengri undirbúning en komið varð við í þetta sinn. En hvað um kostnað á íslandi? Því get ég ekki svarað að svo stöddu, fer og nokkuð eftir því, hve mikið menn vilja hreyfa sig þar og hvort þeir eiga fólk að á íslandi, er greiða mundi götu þeirra að einhverju leyti. Á ég von á upplýsingum frá íslandi um dvalarkostnað þar, fargjöld o. s. frv. Sjálfsagt verð- ur að koma á ódýrum hóp- ferðum um landið fyrir þá, er það vilja, en sjá einnig um, að menn séu sem frjálsastir ferða sinna. Eflaust mundu menn þó' halda hópinn fyrstu dagana, meðan verið væri að skoða Reykjavík og nágrenni hennar, fara til Þingvalla o. s. frv. Um vegabréf er það að segja, að þeir, í Canada, sem eiga ekki gilt vegabréf, verða að sækja um það til Ottawa (Passp'ort Officer, Ottawa). Síðan verða þeir að fá vegabréfsáritun hjá ræðismanni íslands í Winnipeg, þ. e. Gretti L. Jóhannssyni, 910 Palmerston Ave. Þurfa menn fyrst að skrifa til hans eftir sérstöku eyðublaði (Beiðni um vegabréfsáritun), sem þeir að svo búnu útfylla og senda ræðismanninum aftur á- samt tveim ljósmyndum, áritun- argjaldi ($3.50) ’og vegabréfinu sjálfu. Þeir, sem koma til farar þess- arar sunnan úr Bandaríkjum, afla sér að sjálfsögðu nauðsyn- legra skilríkja eftir þeim leiðum, sem þar tíðkast. Mega menn af þessu sjá, að talsvert umstang er við þetta, og því nauðsynlegt, að þeir snúi sér að því hið bráðasta. I tilboði flugfélagsins var þess getið, að það væri bundið stað- festingu okkar fyrir 30. marz, þ. e. 50 manns þurfa að hafa skuldbundið sig til fararinnar helzt ekki síðar en 15. marz, ef vel á að vera. Hef ég hugsað mér fyrirkomulagið þannig, að væntanlegir þátttakendur sendi mér (Heimilisfang: 30 Cavell Apts., 449 Kennedy St., Winni- peg) allt fargjaldið eða helming þess, ef þeir kjósa að greiða það í tvennu lagi, fyrir 15. marz. Yrði það að vera óendurkræft, því að hver ætti að borga skað- ann, sem hlytist af því, ef menn hættu við förina, eftir að samn- ingurinn væri genginn í gildi? Þeir, sem greiða fargjaldið í tvennu lagi, mundu síðan senda seinni helminginn fyrir 15. apríl. Eins og menn sjá, er hér um að ræða fargjaldið rétt og slétt. Verði einhver smávegis kostnað- ur af undirbúningi fararinnar bæði hér og heima, yrði að jafna honum niður á eftir, en hann hlyti ætíð að verða hverfandi. Fyrir miklu er, að þátttaka í för þessari verði sem víðast úr byggðum Vestur-lslendinga, og áskil ég mér rétt til að taka sér- Séra Valdimar J. Eylands Forseli Þjóðræknisíélagsins W. J. Lindal dómari Forseli Iclandic Canadian Club stakt tillit til þeirra, sem lengra eiga að sækja, ef þátttaka verður svo mikil, að allir, sem þess óska, komast ekki með. Ég vona svo að lokum, að mér hafi tekizt að leggja málið ljóst fyrir og nú sé ekki annar kostur betri en láta til skarar skríða. Er hér um litlu stærri hóp að ræða en farið hefur til íslands undanfarin sumur, en sá munur- inn, að menn hafa þar verið að tínast einn og tveir eftir ýmsum leiðum og oft með ærnum kostn- aði. Er ekki nær, að menn slái saman pjönkum sínum og spari sér þannig bæði kostnað og fyrirhöfn, jafnframt því sem þeir njóta ferðarinnar betur í félagi, að ógleymdum þeim á- hrifum, sem hópferð hefur fram yfir ferðir einstaklinga til víð- tækra kynna milli Islendinga vestan hafs og austan. Látum nú sjá, að okkur sé al- vara og fyllum þessa vél í hvelli! Finnbogi Guðmundsson Gera með sér sammnga Stjórnarvöld Bretlands og Egyptalands hafa nú gert með sér samninga um framtíð Sudans og stjórnmálaviðhorf landsins, en eins og vitað er, hefir lang- varandi ágreiningur átt sér stað milli þessara tveggja þjóða varð- andi lausn málsins; nú hefir það verið fastmælum bundið, að Sundanbúar fái aukið þjóðfrelsi, að stofnað verði til þjóðþings og að almennar kosningar fari fram í landinu við allra fyrstu hentug- leika; verður þá að sjálfsögðu myndað ráðuneyti, er beri fulla ábyrgð gagnvart þinginu; að þremur árum liðnum verður svo Sudanbúum það í sjálfsvald sett hvort þeir vilja stofna sjálfstætt ríki, ganga í stjórnmálabandalag við Egypta, eða gerast meðlimir í brezku þjóðafylkingunni. Jón Ásgeirsson Forseti deildarinnar Frón Gestur Kristjánsson Forseti Leifs Eiríkssonar félagsins Hann ávarpar lokasamkomu þjóðræknisþingsins bæði á ís- lenzku og ensku. Próf. Finnbogi Guðmundsson Aðalræðumaður á lokasam- komu þjóðræknisþingsins í Fyrstu lútersku kirkju hinn 25. þ. m., kl. 8 að kveldi. Hann talar um Gest Pálsson Á miðvikudagskveldið í fyrri viku hélt söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar samkomu, er var afarfjölsótt, enda var skemti- skrá all-frábrugðin venju. Flest- ir, er þátt tóku í skemtuninni, voru búnir á þann hátt, er tíðk- aðist um aldamótin og sungnir söngvar bæði á íslenzku og ensku, er þá voru vinsælir; brugðið var upp lifandi mynd- um (tableaux) og sungnir við- eigandi söngvar: einsöngvar, tvísöngvar og kórsöngvar í sam- bandi við þær; var varpað mis- munandi litum á myndirnar og þótti alt þetta bæði fallegt og skemtilegt. Mrs. Guðrún Blondal var samkomustjóri, en aðal- sögvarar flokksins, Mrs. Pearl Johnson, Mr. Alvin Blondal, Miss Ingibjörg Bjarnason og Miss Lilja Eylands sungu einsöngva og svísöngva; söngstjórinn, Mrs. Björg V. ísfeld, /ar við hljóð- færið. Mrs. Paul Bardal, M.L.A., rakti í stórum dráttum sögu söngflokksins; Mrs. H. F. Daniel- son las upp kvæði og próf. Finn- bogi Guðmundsson las upp ný- lega prentað bréf frá Rannveigu Briem Jónasson til bróður henn- ar Eggerts Briem, þar sem hún lýsti safnaðarlífinu í Winnipeg nokkru fyrir aldamótin. Var að öllu þessu gerður hinn bezti rómur. Mrs. Hawcroft, einn af fulltrúum safnaðarins þakkaði með hlýjum orðum öllum þeim, er að samkomunni stóðu. Hon. Valdimar Bjornson Svo hafði veríð til ætlast, að Skúli prófessor Hrútfjörð yrði aðalræðumaður á næsta Fróns- móti, en vegna embættisanna fékk hann því miður eigi komið því við; í hans stað flytur Hon. Valdimar Björnsson fjármála- ráðherra Minnesotaríkis aðal- ræðuna. Séra Harald S. Sigmar ASalræðumaður á samkomu Ice- landic Canadian Club í fyrstu lútersku kirkju að kvöidi hins 24. þ. m. Umræðuefni: “The Family of Icelandic Canadians“. Söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar hefir frá upphafi vega staðið í brjóstfylkingu þeirra manna og kvenna, er helgað hafa krafta sína söngmenningu ís- lendinga í Winnipeg. Fyrrihluta vikunnar, sem leið, snjóaði lítið eitt, en þó svo mikið sunnanuands og vestan að nokk- rir fjallvegir urðu ófærir bifreið- um, m.a. vegurinn yfir Hnlta- vörðuheiði, en Krísuvíkurleioin er fær. Þung er færð víða í kringum Hvalfjörð og uppi í Borgarfirði, og ófært um Bröttu- brekku og Fróðarheiði. Talsvert frost hefir verið að undanförnu, 1 fyrradag til dæmis 10 til 11 stiga frost yfirleitt og mest í Möðrudal 26 stig, og í gærmorg- un var yfirleitt 8 til 10 stiga frost á landinu. ☆ Fjárlög fyrir árið 1953 voru afgreidd á Alþingi á þriðjudag- inn var og eru niðurstöðutölur á rekstrarreikningi sem hér segir: Tekjur eru áætlaðar 418.685.000 krónur, en gjöld 380.163.000, og er rekstraraf- gangur þá 38^4 miljón króna. N iðurstöðutölur á sjóðsyfirliti eru þessar: INN 423.645.000 krónur, ÚT 422.055.000 krónur. Greiðslujöfnuður er þannig hag- stæður um 1.590.000 krónur. ☆ Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, birti ný- lega áramótahugleiðingu og seg- ir þar, að sennilega hafi skilning- ur þjóðarinnar á starfi kirkjunn- ar aldrei verið meiri en nú. Kirkjan sé févana, eignir henn- ar hafi smám saman verið lagð- ar til hins opinbera með lögum, en hún hafi mikla þörf fyrir starfsfé og ekki sé það að vilja almennings að fjárveitingar til hennar séu skornar við nögl. Margs sé þörf, og fyrir Alþingi það, er nú situr, muni verða lagt frumvarp um kirkjubyggingar. Það þurfi að byggja kirkjur í Reykjavík, endurreisa Skálholts kirkju og Skálholtsstað, og enn fremur þurfi að byggja upp 28 prestsetur á landinu og sum prestaköll sé alls ekki hægt að veita, fyrr en þar komi einhver húsakynni fyrir prestinn. Hvet- ur biskup söfnuði og presta til starfa og segir að lokum: ,iÞjóð- in vill sterka, sameinaða og starf andi kirkju, þar sem af víðsýni og skilningi, bjartsýni og bróður Úr borg og bygð Miðsvelrarmói „Fróns" Eins og þegar hefir verið getið í blöðunum, efnir Þjóðræknis- deildin „Frón“ til hins vinsæla miðsvetrarmóts síns í G. T.- húsinu, mánudagskvöldið 23. þessa mánaðar kl. 8 stundvíslega. Aðalræðumaður kvöldisins að þessu sinni átti að vera Skúli Hrútfjörð, en á síðustu stundu sendi hann skeyti þess efnis, að hann gæti af ófyrirsjáanlegum ástæðum ekki komið, en í sinn stað kæmi • Valdimar Björnsson, fj ármálaráðherra Minnesotarík- is. Það er óþarfi að kynna Valdi- mar fyrir lesendum blaðsins, því þeim er öllum kunnugt um hver ágætismaður hann er og ræðu- snilli hans efast enginn um. — Hér verður skemtiskrá mótsins eigi frekar rakin, heldur vitnað til auglýsingar, þar sem skemmti skráin er birt í heilu lagi, á öðr- um stað í blaðinu. Aðgöngumiðar fást í bókabúð Davíðs Björnssonar, 702 Sargent Avenue, og við innganginn; — en fólki skal þó ráðlagt að tryggja sér miða tímanlega. THOR VIKING, ritari Fróns hug er starfað í anda Krists.“—í grein sinni getur biskup þess, að Strandakirkju hafi borizt sam- tals 160.000 krónur á árinu í gjöfum og áheitum. ☆ Menntamálaráðherra hefur skip- að Vilhjálm Þ. Gíslason skóla- stjóra útvarpsstjóra frá og með deginum í dag. Vilhjálmur Þ. Gíslason er þaulkunnugur mál- um útvarpsins, enda hefur hann starfað fyrir það meira eða minna frá því að það tók til starfa 1930. Hann lauk meistara- prófi í íslenzkum fræðum við Framhald á bls. 6 Stjornmala- samband rofið Þau tíðindi gerðust nýverið, að sprengja orsakaði meiðsli fjögra manna og einnar konu í sendi- sveitarbústað Rússa í höfuðborg ísraelsríkis, og var það kona sendiherrans, sem hlut átti að máli; yfirvöldin létu þegar rann- saka allar aðstæður og handtóku á annað hundrað manns, er grunur lá á að átt hefðu upptök að tilverknaðinum í hefndar- skyni fyrir hinar ósvífnu árásir kommúnista á Gyðinga, sem bú- settir eru austan járntjalds; rannsókn er enn eigi lokið. Atburðir þeir, sem nú hafa nefndir verið hafa leitt til þess, að Rússar hafa kvatt sendisveit sína heim og rofið með því stjórn málasamband við Israelsríki. Gyðingar staðhæfa að Rússar hafi notað áminstan atburð sem átyllu til að ná sér enn betur niðri á þjóðflokki þeirra. Gerist heiðursverndari Með bréfi dagsettu hinn 27. janúar síðastliðinn, hefir His Exellency the Right Honourable Vincent Massey, C.H., Governor- General of Canada, gerzt heiðurs verndari Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi. Falleg og lærdómsrík samkoma Fréttir fré ríkisútvarpi íslands

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.