Lögberg - 26.03.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.03.1953, Blaðsíða 1
#Phone 72-0471 BARNEY#S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 26. MARZ, 1953 Phone 72-0471 BARNEY#S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs NÚMER 13 Enn um hópferðina tii íslands Hennor hótign María ekkjudrotning látin Síðastliðinn þriðjudag lézt í svefni að heimili sínu, Marl- borough House í London, Hennar hátign María, ekkja Georgs konungs hins fimta, 85 ára ag aldri; hún hafði legið rúmföst síðustu þrjár vikurnar, án þess að þjást að mun; opinber sorg ríkir við hirðina í mánuð; útförinni er enn eigi að fullu ráðstafað. Hin lálna ekkjudrotning var mikilhæf kona og kunn að skapfestu; hún undi því illa að skuggi félli á nafn hinnar brezku konungsf jölskyldu, og þess vegna vildi hún ekki mæla tengdadóttur sinni, konu Edwards fyrrum konungs, sem áður hafði skilið við tvo eiginmenn. Maríu ekkjudrotningar verður nánar minst í næsla blaði. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Þegar ég ætlaði að segja í síð- asta blaði, að alvarleg hreyjing væri komin á menn í íslands- fararmálinu, var það mislesið 1 prentverkinu, svo að úr því varð alvarleg breyting. En kannske var þetta ekki svo fjarri lagi, því að segja má, að alvarleg breyting hljóti að verða á mönnum, áður en alvarleg hreyfing kemst á þá í nokkru máli. Ég hef verið að fylgjast með þessari breytingu á mönn- um að undanförnu og séð hana verða að alvarlegri hreyfingu, sem ég vona, að endi á þann hátt fyrir flestum, að þeir sláist í Leikur inn á plöfur fyrir ##His Master's Voice" Dr. Páll ísólfsson tónskáld er á förum til Bretlands innan skamms, þar sem hann leikur nokkur verk eftir Bach inn á hljómplötur, á vegum hins heimsþekkta fyrirtækis „His Masters Voice“. Þá hefir dr. Páli og verið boðið að halda sjálfstæða orgelhljóm- leika í brezkum borgum, meðal annars í Birmingham, en óvíst er, hvort hann getur komið því við, sökum annríkis, en hann mun aðeins hafa þriggja vikna viðdvöl í Bretlandi. „Það tekur sinn tíma að leika inn á hljómplötur,“ segir dr. Páll. „Hálfu erfiðara en að halda hljómleika." —AB. 28. febr. Flýgur fiskisaga Blaðið London Times frá 20. þ. m., flutti þá frétt, að brezkur viðskiptafrömuður, Mr. George Dawson, væri þá nýkominn heim til London eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík þar sem hann hefði gert samning við ís- lenzka togaraeigendur um kaup á 50.000 tonnum á ári af íslenzk- um fiski, er hann síðar myndi iselja um þvert og endilangt, England; kvaðst Mr. Dawson mundu hefjast handa um byrjun þessara viðskipta í næstkomandi ágústmánuði og landa fiskinum ýmist í Grimsby, Liverpool eða London. Mælt er, að fiskverðið hafi þegar verið ákveðið. Téð blað lætur þess jafnframt getið, að hr. Björn Thors'fram- ’kvæmdarstjóri hinna íslenzku stórútgerðar samtaka líti þannig á, að lánist Mr. Dawson að sín- um hluta að fullnægja samning- unum, verði leystir að miklu leyti þeir erfiðleikar, er togara- eigendur áttu við að etja vegna löndunarbannsins í brezkum höfnum. Dr. P. H. T. Thorlakson, sem istaddur er í London um þessar mundir, sendi Lögbergi úrklippu úr áminstu blaði og skal honum hér með þökkuð hugulsemin. Fyrir fyrstu snjóa Forsætisráðherrann, Mr. St. Laurent, hefir lýst yfir því í sambandsþinginu, að almennar kosningar fari fram í landinu fyrir fyrstu snjóa næstkomandi haust; kosningadagur verður ekki kunngerður fyr en um leið og þing verður rofið; framboð til þings hafa þegar farið fram í ýmissum kjördæmum. förina. Telji ég bæði þá, sem búnir eru að tilkynna þátttöku, og hina, sem eru að kalla ráðnir í að fara, þó að þeir hafi ekki tilkynnt mér það endanlega, er þar kominn dágóður hópur og eins víst, að takist að fylla vél- ina fyrir tilskilinn tíma. Vænti ég þess nú, að allir, sem ráðið hafa við sig að fara, dragi ekki lengur að hafa samband við mig. Farartíminn er nú nokkurn veginn ákveðinn, þ. e. flogið verður frá Winnipeg þriðjudag- inn 9. júní og kömið þangað aftur mánudaginn 27. júlí eftir réttra 7 vikna för. Farangur hvers farþega má vega 66 pund (30 kg.). Þegar upp í flugvélina er komið, eru farþegar að öllu leyti á vegum Loftleiða bæði um fæði og annan viðurgjörning. Yrði barn í förinni, á aldrinum 2ja til 12 ára, reiknaðist það sem hálfur farþegi. Þetta er þá allt, sem ég hef að segja í bili. Vil ég og á þessu stigi þakka öllum þeim, sem þegar hafa tilkynnt þátttöku, og öðrum, er haft hafa samband við mig, áhuga þeirra og góð orð. Leggjumst svo öll á eitt um, að förin megi ráðast sem fyrst — og síðar takast sem bezt, þegar til hennar kemur. F. G. Minni hæita á drepi Dr. Thorvaldur Johnson starfs maður efnarannsóknarstofu sam bandsstjórnar í plöntusjúkdóm- um, telur drjúgum minni hættu á drepi í korni næsta sumar en í fyrra; byggir hann þessa skoð- un sína að miklu leyti á því, að í Suðurríkjum Bandaríkjanna. séu horfur í þessu efni með bjartara móti, en þaðan sæki sýklarnir venjulega hingað norður. Vaxandi tillög Með degi hverjum vaxa tillög Manitobabúa í flóðsjóðinn til styrktar Bretlandi, Hollandi og Belgíu; nemur sú upphæð, sem þegar hefir s^ifnast freklega tveimur hundruð þúsundum dollara; má þetta óneitanlega kallast vel að verið, og mun sjóðurinn vafalaust enn aukast allverulega áður en yfir lýkur. Til ritstjóra Lögbergs Ég veit að þú skilur að alt, sem ég á er íslenzkum minningum vafið. Sendu mér Lögberg að sigla á svo ég sökkvi ekki í enska hafið. John Hjörison East Lansing, Mich. Ægilegt tjón af völdum landskjálfta Á miðvikudaginn hinn 18. þ. m., gerði landskjálfti hin ægi- legustu spjöll í vesturhéruðum Tyrklands; að minsta kosti tvö þorp jöfnuðust við jörðu og gizkað er á, að manntjón nemi þúsundi eða rúmlega það; um tíu þúsund fermílur frjósams lands gengu alveg úr skorðum svo að sézt ekki stingandi strá og ranghverfan varð að yfir- borði; engin tök hafa verið á því að meta eignatjónið enn, sem komið er, þó víst sé að það sé gífurlegt; neyðarástandi hefir verið lýst yfir á svæðum þessum og hefir her og lögregla tekið að sér helztu aðgerðir. Rauði krossinn kom þegar á vettvang til líknar þeim, sem harðast voru leiknir af völdum hinna tryltu náttúruafla. Mikilvæg þingsamþykt Síðastliðinn fimtudag sam- þykti þingið í Bonn þátttöku Vestur-Þýzkalands í hernaðar- bandalagi Vestur-Evrópu með 224 atkvæðum gegn 165. Sam- þykt þessi var gerð í Neðrideild og hefir nú verið fengin Efri- deild til umræðu og úrslita; með samþykt þessari er ráðgert, að Vestur-Þýzkaland leggi fram hálfa miljón manna til sameigin- legra varna hinna lýðfrjálsu Evrópuþjóða. Ríkiskanzlarinn Konrad Adenauer barðist kappsamlega fyrir framgangi samþyktarinn- ar og taldi hana hvorki meira né minna en lífsnauðsyn fyrir fram- tíð þýzku þjóðarinnar. Hinn einbeitti ríkiskanzlari, sem nú er 77 ára að aldri, leggur innan skamms af stað í heim- sókn til Bandaríkjanna í boði Eisenhowers forseta og ame- rísku ríkisstjórnarinnar. Vikuna sem leið skiptist á vestan og sunnanátt hér á landi og var stundum allhvasst, en alls staðar var milt veður og suma dagana mjög hlýtt á Norð- ur- og Austuflandi, t.d. 14 stig á Akureyri á miðvikudaginn. Grasflatir í görðum grænka klaki er víða úr jörðu og öðru hverju eru fréttir sagðar af út- sprungnum blómum í görðum. Tíðarfar hefur hvar vetna verið hagstætt í vetur, sauðfé verið létt á fóðrum og á sumum stöð- um mun því naumast hafa verið gefið hey, svo nokkru nemi, en fóðurbætir með beitinni. í hitun- um og úrkomum í vikunni, sem leið hljóp mikill vöxtur í Ölfúsa og varð yfirborð hennar hjá Sel- fossi um 360 metrum hærra en venjulegt er, þegar hæst varð í, og komst þá vatn í kjallara nokk urra húsa, sem lægst standa. Uppi á Skeiðum var svo mikið flóð í Hvítá að nokkrir bæir voru alveg umflotnir vatni. í fyrri- nótt tók að lækka í ánni. ☆ Búnaðarþing lauk störfum á hádegi í gær. Hafði það staðið 23 daga og haft 50 mál til með- ferðar. Hlutu 49 þeirra fullnað- arafgreiðslu. Ákveðið var m.a. að kjósa þriggja manna milli- þinganefnd til þess athuga með hverjum hætti hestaútflutningi verði bezt hagað til þess að tryggja markað fyrir íslenzka hesta erlendis, stjórn Búnaðar- félags íslands var falið að beita sér fyrir því að upp verði tekin kennsla í fjármennsku á vegum búnaðarsambandanna, enn frem- ur að láta fara fram athugun um allt land á því, hve 'töðufengur sé orðinn mikill á hverju býli og gerð verði efnagreining á töðu á sem flestum stöðum á landinu árlega til að fá úr því skorið, hvaða steinefni skorti helzt í heyfóðrið. ☆ í tilefni af andláti Klement Gottwald forseta Tékkóslóvakíu, hefur forseti íslands sent ríkis- stjórn Tékkóslóvakíu samúðar- kveðjur og utanríkisráðherra vottað utanríkisráðherra Tékkó- slóvagíu samúð íslenzku ríkis- stjórnarinnar. 15. MARZ Hinn 7. marz sl. var undirrit- aður í Budapest viðskiptasamn- ingur milli íslands og Ungverja- lands fyrir árið 1953. Viðskipta- samningurinn heimilar sölu til Ungverjalands á 600 lestum af hraðfrystum fiski og auk þess öðrum íslenzkum vörum fyrir rösklega eina miljón króna. Á móti er gert ráð fyrir kaupum á ýmsum ungverskum vörum. — Af hálfu íslands önnuðust samn- ingana þeir Pétur Thorsteinsson deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu, dr. Oddur Guðjónsson varaformaður fjárhagsráðs og dr. Magnús Z. Sigurðsson verzl- unarfulltrúi í Prag. ☆ Heildarfiskafli landsmanna í janúarmánuði sl. varð 12.800 lest ir, eða um 1700 lestum minni en á sama tíma í fyrra. Rúmlega 6000 lestir voru frystar, 4500 saltaðar og um 2000 lestir hert- ar. ☆ 1 skýrslu um starfsemi Ferða- skrifstofu ríkisins á liðnu ári segir m.a., að á því ári hafi 5800 erlendir ferðamenn komið til Is- lands eða um 2000 fleiri en árið áður. Flestir voru menn þessir frá Bretlandi eða yfir 2000, danskir ferðamenn næstflestir og þriðju í röðinni Bandaríkja- menn. Tekjur af ferðamönnum eru áætlaðar hálf tólfta miljón króna. Það, sem torveldar mest alla fyrirgreiðslu ferðamanna hér er gistihúsaskorturinn. Frá ársbyrjun 1939 og fram að árs- byrjun 1952 fækkaði gistirúm- um á öllu landinu úr 1551 í 1367 eða um 184, og í Reykjavík einni fækkaði gistirúmum á þessu tímabili um 30% á sama tíma og íbúatala bæjarins jókst um 50%. Nokkuð bætti það úr vandræð- um á síðastliðnu ári, að stúdenta garðarnir í Reykjavík voru bún- ir góðum húsgögnum. ☆ Evrópuráðið h eT u r auglýst nokkra styrki, sem úthlutað verður á þessu ári til þeirra, sem rannsaka vilja málefni, er lúta að samstarfi Evrópuríkjanna. Styrkirnir eiga að napgja til 3 til 8 mánaða og verður þeim út- hlutað frá 1. júlí, 1953. Umsókn- ir skal senda Menntamálaráðu- neytinu fyrir 1. maí næstkom- andi. ☆ Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri ánafnaði Há- skóla íslands 50.000 krónum, og skal til styrktar ættingjum hans og fleinim m. a. til jarðvegsrann sókna og gróðurathugana á sand fokssvæðum hér á landi. ☆ í vikunni, sem leið, voru kunngerð þessi framboð við al- þingiskosningarnar í s u m a r : Kjartan J. Jóhannsson læknir verður í kjöri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á ísafirði og Jón ísberg lögfræðingur 1 Vestur-Húna- vatnssýslu, og Ingimar Júlíus- son fyrir Sósíalistaflokkinn í Bárðastrandasýslu. ☆ Fyrra laugardag var nýtt fé- lagsheimili tekið í notkun á Sauðárkróki, og eiga það 6 félög í kaupstaðnum. Húsið er 300 fer- metrar, tvær hæðir, samkomu- salur, veitingasalir og stórt leik- svið, og er vel til alls vandað. Bæjarbúar voru einhuga að koma upp þessari byggingu og gáfu bæði vinnu og fé. ☆ Nýlega var haldinn aðalfund- ur hins íslenzka biblíufélags og var þar frá því greint, að sl. 5 ár hefðu verið seld hérlendis um Framhald á bls 4 Meira um heimferðina Þeir segja þú verðir að vera, — ef viljirðu fara heim, — í kjólsniðnum klæðisfötum og kunna að ganga í þeim. Svartan, harðan og háan hatt, sem að gerir „klikk“. Svo þarftu að „yðrast“ og þéra og það er nú bölvað „trikk“. En ég ætla ei hót að hika og hefja mig nú til flugs og mér finst það megi teljast að miklu leyti til „lux“. En ei er þess ólíkt getið, — þó enginn má kalla það synd — ég líti út lítið eitt hreykinn og láti' taka af mér mynd. En fari eins og fyrir K.N. að framan við lendi ó, samt ætti ég að eignast passann, því andríki hef ég nóg .... . . . . Þó alt verði upp í móti, ef ert þú á fótum tveim, þá skulum við fara, fara með Finnboga heim, heim, heim! —Rósm. Mrs. L. Blaine Clarke Á laugardaginn hinn 14. febrúar síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband í Washington, D.C., Miss Margrét Thors og Mr. L. Blaine Clarke forstjóri. Brúðurin er dóttir herra Thor Thors sendiherra íslands í Bandaríkjunum og Canada og frú Ágústu Thors; er hún, svo sem hún á kyn til, hin glæsilegasta kona og vel að sér ger. Lögberg flytur ungu hjónunum innilegar hamingjuóskir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.