Lögberg - 26.03.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.03.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MARZ, 1953 TAKMARK ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISSTOFNUNARINNAR: Öruggar varnir gegn næmum sjúkdómum og útrýming sem flestra þeirra Frá fræðsluíundi stofnunarinn- ar í Vín Arinbjörn Kolbeinsson laeknir sat nokkru fyrir jól, ásamt Páli A. Pálssyni dýralækni, fræðslu- fund í Vín, sem Alþjóða heil- brigðisstofnunin gekkst fyrir. Hefur Mbl. snúið sér til Arin- björns Kolbeinssonar og leiiað fregna hjá honum af fundi þess- um. Fer frásögn hans sér á eftir: Um mánaðamót nóv.-des. s. 1. gekkst Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin fyrir fræðslufundi í Vín um sjúkdóma þá, sem nefn- ast Zooonoses, en það er tiltölu- lega nýtt nafn á stórum flokki sjúkdóma, sem hættulegir eru bæði mönnum og dýrum, enda eru þeir sameiginlegt viðfangs- efni lækna og dýralækna. í þess- um flokki eru um 80 sjúkdómar, sumir þeirra útbreiddir um all- an heim og hinir þýðingarmestu frá heilbrigðisfræðilegu og efna hagslegu sjónarmiði. Sem dæmi má nefna berkla, gin og klaufa- veiki, sullaveiki o. s. frv. Aðrir eru eingöngu bundnir við hita- beltislönd og finnast ekki Evrópu. Alþj óðaheilbrigðisstof nunin skipulagði þennan fund og ann- aðist allan kostnað við undirbún- ing og framkvæmdir. Greiddi t.d. ferðakostnað þeirra, sem boðnir voru á fundinn. Öllum londum í Evrópu, sem aðilar eru að heilbrigðisstofnuninni var boðið að senda fultrúa og vegna eðlis þeirra viðfangsefna, sem tekin voru til meðferðar, var svo ráð fyrir gert, að jöfnum hönd- um kæmu læknar og dýralækn- ar. — Alls voru þáttakendur um 70 frá 21 landi í Evrópu. Fræðsla og skipulagning samstarfs Aðaltilgangur fundarins var að veita fræðslu um viðurkennd- ar aðferðir og nýjungar, sem lúta að greiningu, meðferð og vörnum nokkurra þýðingarmik- illa sjúkdóma, sem sýkja bæði menn og dýr. Annað megin við- fangsefni fundarins var að skipu leggja samstarf lækna og dýra- lækna á þeim sviðum heilbrigð- ismála, þar sem leiðir þeirra liggja saman. En margir sjúk- dómar, sem berast frá dýrum til manna, eru þess eðlis, að náin samvinna lækna og dýralækna er skilyrði fyrir því, að fullur árangur náist. En loka takmark í hverju landi er alger útrýming þessara sjúkdóma. Á fundinum voru ræddir fimm flokkar sjúkdóma: Voru það nautaberklar, rabies eða hundaæði, vissir lifrarsjúkdómar er gormsýklar valda (Leptospir- osis) brusellosis eða öldusýki en þannig nefnist*sjúkdómur þessi, er hann kemur fram hjá mönn- um og loks veirusjúkdómur er nefnist „Q-fever.“ Geiur borizt með fuglum Tveir hinir síðastnefndu sjúk- dóma hafa aldrei fundizt hér á landi, en nauðsynlegt er að vera á verði gagnvart þeim, því að þeir gætu auðveldlega borizt hingað hvenær sem er, ekki sízt þar sem vitað er að fuglar geta sýkzt af „Q-fever“ og flutt þann sjúkdóm. Álitið er að hundaæði (rabies) hafi borizt hingað til lands. Ijað var um 1765 á Austfjörðum. — Sjúkdómurinn náði ekki veru- legri útbreiðslu, en mun þó hafa orðið nokkrum mönnum að bana en hundar þar eystra eyddust með öllu. Einnig drapst allmikið af búpeningi. (Þetta er einn þeirra sjúkdóma, er veirur (virus) valda, og skæð- astur þeirra allra, þegar hann nær að breiðast út. Hver einasti meður eða dýr, er dauðadæmt, venjulega eftir tæpa viku frá því að fyrstu einkenni veikinda koma fram. Bóluselning gegn hundaæði Engin lækning er til, sem að haldi kemur, eftir að sjúkdóm- urinn hefur borizt út. Hins veg- ar er unnt að koma í veg fyrir hann með sérstakri bólusetningu hún framkvæmd fljótlega se ser eftir að smitun hefur átt staðí vegna bits af óðum hundi, en það er næstum emgöngu á þann hátt, sem menn smitast af þessum sjúkdómi. Langur tími, venjulega marg- ar vikur eða mánuðir, líður frá smitun, þar til sjúkdómsein- kenni koma í ljós. Engin ástæða er til að óttast þennan sjúkdóm hér, ef strang- ar gætur eru hafðar á innflutn- ingi hunda til landsins. Berklar í naulgripum fátíðir hér Aðeins örsjaldan hafa berklar fundizt í nautgripum hér á landi. Ekki hefur verið sannað að þar hafi verið um nauta- berkla að ræða, heldur er miklu sennilegra að nautgripir hafi sýkzt af mannaberklum, enda er vitað að slíkt hefur átt sér stað í nokkrum tilfellum. Mjög lítil hætta er á að nautaberklar 1 berizt hingað til lands. Eins og áður var vikið að, var ræddur á fundinum sérstakur flokkur sjúkdóms, sem gorm- sýklar valda, en slíkir sýklar finnast oft hjá nagdýrum, eink- um rottum, einnig finnast þeir hjá hundum, nautgripum o. fl. dýrum án þess að valda áberandi sjúkdómi. Rotlur hættulegir sýklaberar Frá þessum dýrum berst sjúk- dómurinn til manna og eru rott- ur sérlega hættulegar í því sam- bandi. Hjá mönnum getur sjúk- dómur þessi verið allskæður og haft í för með sér illkynjaða gulu, sem stundum leiðir til bana en mörg tilfelli eru þó væg. Ekki er vitað með vissu, hvort sjúkdómur þessi hefur komið fyrir hjá mönnum hér á landi, en þegar rottuherferðin mikla fór fram í Reykjavík, fyrir nokkrum árum, þá fundust gorm sýklar af áðurnefndri tegund hjá reykvískum rottum. — Þetta er eitt dæmi af mörgum um það hversu hættulegar rottur eru heilbrigðisöryggi manna, og sýnir einnig að útrýming þeirra er mikilvægur liður í almennri heilsuvernd. Eru hér með upptaldir þeir sjúkdómar, sem ræddir voru á fundinum. cx Þáltur í slarfsemi heilbrigðis- stofnunarinnar Fundur sem þessi er aðeins lít- ill þáttur í starfsemi heilbrigðis- stofnunarinnar. — Slíkir fundir eru alloft haldnir víðsvegar um heim og er áformað að halda því starfi áfram, til þess að útbreiða gagnkvæma þekkingu á heil- brigðismálum og eila samvinnu þjóða á milli, í öllu því, er lýtur að vörnum næmra sjúkdóma. Alþj óðaheilbrigðisstofnunin hóf starfsemi sína fyrir 6 árum, og stóðu þá að henni 26 þjóðir. Aðalbækistöðvar voru í Genf. Síðan hefur stofnunin vaxið ört. Nú eru 82 þjóðir meðlimir henn- ar og starfsemin svo margþætt, að varla er nokkurt það svið heilbrigðismála, er stofnunin lætur ekki til sín taka. Sumir álíta, að lítill árangur sé af starfsemi stofnunar sem þessar- ar, og miklu fé sé varið til einsk- is. En auðvelt er að benda á dæmi, sem sýna hið gagnstæða. Baráltan gegn berklaveikinni Má þar fyrst nefna baráttuna gegn berklaveikinni, þar sem milj. manna hafa verið bólusett- ir í þeim löndum, þar sem sjúk- dómur þessi er enn mjög skæð- ur vágestur. Annað glöggt dæmi um árangur af starfsemi stofn- unarinnar er frá Egyptalandi. Þar gelsaði 1947 hin skæðasta kólerufarsótt, sem um getur á síðustu áratugum. Þúsundir manna veiktust dag- lega. Nær helmingur þeirra er sýktust, dóu og farsóttin breidd- ist út með geysi hraða. Fyrir at- beina Alþjóðaheilbrigðisstofnun arinnar sameinuðust 20 þjóðir og sendu á véttvang lækna og hjúkr unarlið, og lögðu fram lyf, bólu- efni, áhöld og fleira, sem með þurfti í skipulagðri baráttu gegn farsóttinni. Á sex vikum var fullkominn sigur unnin og far- sóttin var horfin. Aldrei hefur í sögu heilbrigðismála jafn skæð og mikil farsótt verið stöðvuð og útrýmt á svo skömmum tíma. Það er þó ekki aðal hlutverk stofnunarinnar að vera viðbúinn til hjálpar, þegar í óefni er kom- ið. Megin takmarkið eru öruggar varnir gegn næmum sjúkdóm- um og alger útrýming sem flestra þeirra.—Fullkomið skipu lag í heilbrigðismálum allra þjóða, þannig, að hver einstakl- ingur, hvar sem hann er í heim- inum verði aðnjótandi fullkom- ins öryggis fyrir heilsu sína, dýr- mætustu eign hvers manns, og það án tillits til þjóðernis eða kynþátta. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna vinnur ör- ugglega að því að þessu marki verði náð. — MBL. 8. febr. Veglega minnst 25 ára afmælis Menntaskólans á Akureyri Afmælishálíð í heimavisi skól- ans, ræður og skemmtiatriði flutt af nem. og kenn Hinn 29. okt. í haust voru 25 ár liðin síðan menntaskóli þeirra Norðlendinga á Akureyri öðlað- ist réttindi til að útskrifa stúd- enta. Af sérstökum ástæðum var ekki hægt að minnast þess at- burðar á viðeigandi hátt þá, og var því frestað. Fór afmælishá- tíðin fram á föstudaginn var. Heiðurgestir gátu ekki komið Sérstaklega var boðið á af- mælishátíð þessa sem heiðurs gestum þeim frá Halldóru Ólafs- dóttur, ekkju Sigurðar Guð- mundssonar skólameistara, og Jónasi Jónssyni, fyrrv. mennta- málaráðherra, sem færði skólan- aum réttindi þau, sem minnzt var. Svo fór þó, að hvorugt þeirra gat komið á hátíðina, og urðu það aðstandendum skólans vonþrigði. Fróðlegt og ýtarlegt erindi Þórarinn Björnsson, skóla- meistari, setti samkomuna og stjórnaði henni. Flutti hann ýtar legt erindi og fróðlegt um skól- ann. Minntist hann sérstaklega Jónasar Jónssonar og þakkaði hinn mikilsverða skerf, er hann hefði lagt skólanum. Hann minntist einnig hins stórmerka starfs Sigurðar skólameistara og frú Halldóru konu hans. Var hinum fjarverandi heiðursgest- um sent þakkarskeyti. Á eftir skólameistara flutti Steingrím- ur Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti, ágæta ræðu, þótt hann sé 85 ára gamall. Minntist hann einnig sérstaklega Jónasar Jónssonar. Steindór Steindórsson kenn- ari, flutti síðan ræðu fyrir minni Jónasar Jónssonar, lýsti hann baráttu hans fyrir skólanum og ræddi stefnu hans í skólamálum landsins almennt Jónas Lárus Jónasson í 6. bekk flutti ræðu. Ásgeir Valdemarsson verkfr. formaður Stúdentafélags Akur- eyri flutti ræðu, Hjörtur Jónas- son í 6. bekk flutti kvæði og Indriði Einarsson flutti gaman- vísur. Kór skólans söng undir stjórn Björgvins Guðmundsson- ar. 843 stúdentar í ræðu sinni rakti Þórarinn skólameistara sögu skólans í stórum dráttum. Gat hann þess, að Þorsteinn M. Jónsson hefði fyrstur flutt frumvarp um menntaskólaréttindi skólans. Á þessum 25 árum hefði skólinn útskrifað 843 stúdenta, þar af 557 úr máladeild og 286 úr stærð fræðideild. Fæstir voru þeir fyrsta árið, 5 að tölu, en flestir 1952, þá 69. Kvenstúdentum fjölgar Skólinn hefir útskrifað alls 118 kvenstúdenta og athyglis- vert er hve þeim hefir fjölgað á seinni árum. Fyrstu 20 árin voru útskrifaðar 48 stúlkur en síð- ustu fimm árin 70. Flestir eru stúdentar skólans frá Akureyri 182, þá úr Eyja- firði 89, Suður-Þingeyjarsýslu 78, Skagafirði 57, Reykjavík 47 og færri úr öðrum héruðum. Langflestir stúdentanna eru bændasynir eða 260, en af gömlu embættismannastéttunum um 100, og milli 80 og 40 úr hinum fjölmennari stéttum öðrum. 328 stúdentar frá skólanum hafa lok- ið háskólaprófi, og eru flestir lögfræðingar eða um 80. Um 250 eru nú við nám. Af þeim sern lokið hafa háskólaprófi, eru að- eins 8 konur, og sést á því, hve þær heltast úr lestinni. 48 kven- stúdentar skólans eru giftar. Vegleg skreyting Nemendur höfðu vandað vel til þessarar hátíðar með skreyt- ingu. Stiginn milli skólahússins og heimavistarhússins, svonefnda Heimavistarbraut, höfðu þeir skreytt, 1 a g t rafmagnsstreng með honum og fest á mislitar perur. Einnig voru mislit ljós á burstum skólahússins. í skólan- um sjálfum hafði verið skreytt og stofur búnar sem kvikmynda hús, „tívólí,“ veitingastofur, og dansstofur. Var þar hin bezta skemmtun eftir að samkvæm- inu lauk í heimavistarhúsinu, og mátti segja, að þessi hátíða höld öll settu svip sinn á Akureyri á föstudaginn. — TÍMINN, 8. febr. Gyðingaofsóknir Kremlstjórnarinnar hófust þegar ó órinu 1948 ísraelskur írétiamaður leiðir rök að því Allur heimurinn stendur nú á öndinni vegna hinna víðtækú Gyíingaofsókna kommúnista, enda er þess skemmst að minn- ast, að önnur ofbeldisstefna 1 heiminum, nazisminn, notaði þær einnig óspart á sínum tíma, eins og mönnum er í fersku minni, og líflétu nazistafor- sprakkarnir milljónir Gyðinga í Evrópu á örfáum árum. — Nú hafa kommúnistar tekið við af nazistum, og enda þótt almenn- ingi hafi ekki verið það almennt ljóst fyrr en með Slanski-réttar- höldunum frægu, þá má leiða að því rök, að Gyðingaofsóknir kommúnista hafi raunverulega hafizt þegar á árinu 1948.----- Hefur fréttamaður Chrislian Science Moniior í Tel Aviv, Francis Ofnerí lýst því í grein, h v e r n i g Gyðingaofsóknirnar hafa þróazt í Sovétríkjunum allt frá 1948: Menningarbarália Gyðinga barin niður I tilefni af Prag-réttarhöld- unum, nú fyrir skömmu, segir Ofner, hafa menn hér í Tel Aviv reynt að grafast fyrir um það, hvenær kommúnistar hafi fyrst sýnt lit á Gyðingaofsóknum. — Hafa niðurstöðurnar orðið þær, að sannanir eru fyrir því, að Kreml-búar hafi fyrst hafið slík- ar ofsóknir 1948. Var það um líkt leyti, sem stjórnmálasam- band milli Israelríkis og Sóvét- ríkjanna hófst. Tóku menn þá eftir því, að Sovétstjórnin reyndi að hafa nokkurn hemil á menn- ingarbaráttu Gyðinga í Rúss- landi og hefta trúarstarfsemi þeirra eftir beztu getu. Voru þessar ráðstafanir Kreml-stjórn- arinnar einkum afleiðing á- nægju og hrifningar rússneskra Gyðinga yfir stofnun hins nýja Gyðingaríkis í ísrael. Gyðingablöðin tvö, sem enn voru gefin út í Rússlandi (áður höfðu komið þar út um 80 Gyð- ingablöð) síðari hluta árs 1948, voru þá með öllu bönnuð auk þess, sem tekið var algerlega fyr ir útgáfu allra Gyðingabóka þar í landi. Gyðingaleikhúsið í Moskvu var þá enn fremur lok- að, en það var eina leikhús Gyð- inga, sem var starfrækt í lok ár- sins 1948. Áður höfðu þau verið 18 talsins. Bænahúsin öll voru lokuð og ástæðan sögð sú, að þau hefðu ætíð starfað í leyfisleysi stjórnarinnar auk þess, sem þau væru miðstöðvar alls svarta markaðs í borginni. Andfasista- nefnd Gyðinga, sem mjög lét til sín taka á styrjaldarárunum, var leyst upp og öllum útvarpssend- ingum á „jiddisku“ var skyndi- lega hætt. 1 aprílmánuði 1949 hurfu fjöl- margir sovét-rússneskir rithöf- undar, sem voru af Gyðingaætt- um, og má þar m.a. nefna þá It- zig Pepper, Simon Halkin, Dav- id Bergelsson og Leib Kvitkó. Margir háskólaprófessorar af Gyðingaættum voru þá reknir úr stöðum sínum og Gyðingum bannaður inAgangur í marga rússneska háskólanna. En þrátt fyrir þessar skefjalausu Gyð- ingaofsóknir á síðustu árum, voru nokkrir Gyðingar þó látnir sitja í embættum sínum áfram við háskólana, einkum þeir, sem voru verkfræðingar eða læknar að menntun. Hafa menn í ísrael lauslega áætlað, að læknar af Gyðingaættum væru um 30,000 í Rússlandi eða um 8% af lækna- stétt Sovétríkjanna. En líklegt má þykja, að í hinni nýju herferð Kremlstjórnarinn- ar á hendur Gyðingum, verði einnig gengið milli bols og höf- uðs á þeim verkfræðingum og læknum af Gyðingaættum, sem enn eru í þjónustu stjórnarinn- ar. — MBL. 4. febr. — Það er annars voðalegt að verða, hve blöðin geta logið. — Finnst þér það virkilega? Ég er oft að hugsa um, hve voða- legt það væri, ef blöðin segðu allt satt. HITTIÐ NYJA KAPPANN í 3ja plóga flokki ÞAÐ ER MASSEY-HARRIS "33" Ný 201 ieningsþumlunga vél — fullkomið 3ja plóga afL — Margendurbæiiur carburetor — margfall meiri aíkösi fyrir gallónu af eldsneyiL Ef bújörð yðar þarfnast dráttarvélar, sem með- höndlað getur þrjá 14 þumlunga plóga eða svipaðan þunga, þá skuluð þér athuga hina nýju M-H “33.” Berið hana saman við hvaða dráttarvél á hvaða verði sem er. Þér munuð sannfærast um hinn mikla fjölda óviðjafnanlegra kosta, sem auka á sparnað eldsneytis, aukið jafnvægi í afköstum, auðveldari meðhöndlun og varanlegri ánægju við störfin. Látið M-H verkfærasalann skýra kosti dráttar- vélarinnar, sem sýnd er hér að ofan — og hefir fjölda nýjunga til brunns að bera, svo sem Roto Valves, Removable “Wet” Cylinder, Sleeve, 5 forward speeds, Depth-O-Matic vatnsorkukerfi með tvístjórn, 4-ring aluminum alloy pistons, afar sterkur hreyfill og handhæg vatnspumpa o. s. frv. Komið og skoðið nýja Kappann! Ijive P.T.O. Factx>ry installed on special order on M-H “33” & “44” tractors * Live P.T.O. gives you constant running power at uniform speed for your P.T.O. machines. You can bring your P.T.O. machine up to proper operating speed before moving your tractor for- ward — or slow the tractor down without slowing down your P.T.O. machine. Enables you to clear a choked cylinder without stopping. In short, you get the advantage of a separate mounted engine without extra cost or expense. MASSEY- HARRIS tractors COAST TO COAST MASSEY-HARRIS OFFERS MOST

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.