Lögberg - 07.05.1953, Síða 7

Lögberg - 07.05.1953, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. MAI, 1953 7 Samtök mjólkurframleiðenda 25 óra starfsafmæli í gær Mjólkursamlagið hefur mjög eflt ræktun og alla menningu í héraðinu. Hr. Jónas Kristjánsson mjólkurfrœðingur og forstjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga frá upphafi vega pcss, dváldi í Bandaríkjunum i vetur, sem leið, til að kyrmast helztu nyjungum varðandi mjólkuriðnað- inn; hann dvaldi um hríð hjá systur sinni, frú Guðrúmu Andersov i Glenboro og heimsóttí fleiri islenzk bygðarlög hér vestra. Jónas er hið mesta prúðmenni og eignaðist hér um slóðir fjölda vina. —Ritstj. Mjólkursamleg KEA hóf mjólkurvinnslu hinn 6. marz árið 1928, og í gær átti þessi merka stofnun því 25 ára starfsafmæli. Hefur samlagið á þessu 25 ára starfstímabili átt mjög mikinn þátt í alhliða framförum í héraðinu, skapað skilyrði til aukinnar ræktunar og annarra fram- fara í sveitum og eflt hollustuhætti og menningarlíf í bænum. Hefur því orðið mjög mikill og merkilegur árangur af starfi þess. KEA lagði grundvöllinn Mjólkursamlag KEA var fyrsta mjólkursamlagið með því sniði, sem stofnað var hér á landi. Kaupfélag Eyfirðinga lagði því þann grundvöll, sem stendur undir mjólkurbúarekstrinum hér á landi. önnur mjólkursamlög í landinu hafa tekið upp sam- vinnufyrirkomulagið héðan og það hefur alls staðar gefizt vel. ÍÞað var áreiðanlega engin til- viljun, að fyrsta samlagið með þessu sniði var stofnað hér. Eyja fjarðarhérað er mjög vel fallið til mjólkurframleiðslu, sveitin grösug og tækifæri til ræktunar mjög mikil og í hjarta héraðsins fjölmennur bær, sem bauð upp á ágæt markaðsskilyrði. For- ustumenn KEA mótuðu sam- lagið með tilliti til þessara stað- reynda beggja. Undirbúningsstarfið Þegar mjólkursamlagið hóf starf. 6. marz 1928, var lokið margvíslegum undirbúningi. — Fyrst var málinu hreyft á aðal- fundi KEA í apríl 1924, af Vil- hjálmi Þór framkvæmdastjóra KEA, sem þá var nýlega tekinn við kaupfélagsstjórastarfinu hér. Lagði Vilhjálmur fyrir þann fund ýmsar upplýsingar, sem hann hafði aflað sér um rekstur mjólkurbúa í Danmörku. Síðan var málið enn rætt á aðalfundi 1925 og þar var samþykkt að styðja Jónas Kristjánsson frá Víðigerði til mjólkurfræðináms í Danmörku. Þessu námi lauk Jónas í ársbyrjun 1927 og kom heim á öndverðu því ári og var þegar ráðinn til þess af stjórn KEA að undirbúa stofnun sam- lagsins. — Hefur Jónas Krist- jánsson alla tíð síðan unnið heill og óskiptur að þessum málefn- um til ómetanlegs gagns fyrir eyfirzka bændur og Kaupfélag Eyfirðinga. Jónas hóf undirbún- inginn með því að ferðast um fé- lagssvæðið og kynna málið fyrir bændum. Var síðan efnt til full- trúafundar hér á Akureyri í september 1927 og þar ákveðið að stofna samalagið á grundvelli tillagna stjórnar KEA og Jónas- ar Kristjánssonar. Þar með var samlagið formlega stofnað, en mikið starf var að vinna áður en mjólkurvinnzla gæti hafizt. Sneri Jónas Kristjánsson sér næst að þeim verkefnum. Mjólkurvinnslan hefst KEA var um þær mundir að leggja grundvöll að slátur- og frystihúsi sínu á Oddeyri og var ákveðið að breyta gamla slátur- húsinu í Grófargili í mjólkur- vinnslustöð. Voru verulegar breytingar og endurbætur gerð- ar á húsinu og þar hófst mjólkur- COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins vinnslan hinn 6. marz 1928, sem fyrr segir, í nýtízku, dönskum gerlisneyðingarvélum, sem Jón- as hafði keypt til samlagsins. Á þessu fyrsta ári tók samlagið á móti 600.000 kg. mjólkur. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika og kostnað, sem fylgir öllu brautryðjendastarfi, gat samlag- ið í upphafi greitt bændum gott verð fyrir mjólkina á þeirrar tíðar mælikvarða og jafnframt selt neytendum góða vöru á sanngjörnu verði. Samlagið hóf þegar í upphafi osta-, skyr- og smjörgerð og hafa þessar vörur samlagsins alla tíð notið vin- sælda neytenda og verið orð- lagðar fyrir gæði í öllum lands- hlutum. Samlagið hefur einnig ástundað meiri fjölbreytni í þessari frmaleiðslu en önnur fyrirtæki, hefur t. d. lengi fram- leitt gráðaost, sem ekki er fram- leiddur annars staðar á landi hér, o. fl. vörur. Aukning mjólkurframleiðslu og rækiunar Mjólkursamlagið örvaði þegar á fyrstu árum mjög mjólkur- framleiðslu og ræktun í hérað- inu. Hefur skilað áfram stórum Skrefum allt síðan og er óum- deilanlegt að starf mjólkursam- lagsins hefur haft mikil áhrif i þessu efni. Skipulag þess og starfsemi hefur einnig mjög ýtt undir bættar samgöngur hér innan héraðs. en af þeim hefur aftur flotið margvíslegt hagræði fyr.r fólkið og opnast nýir möguleikar til athafna. Er þessi þáttur í starfi samlagsins hinn merkasti. Þá hefur það hlynnt mjög að því að bæta afurðagetu bústofnsins, að auknu heilbrigði ’rians og bættri aðstöðu bænda. Sýna verkin merkin. Fyrir sam- starf bænda og samlagsins er nú orðið ólílct um að litast að þessu leyti og mestöll mjólk, sem hér er íramleidd, kemur í bezta flokk. Aukning framleiðslunnar er gífurleg. Árið 1929 var heild- armjólkurmagnið 994,790 kg., á árinu 1952 var þessi tala 8,227,875 kg. Fyrsta daginn, sem samlagið starfaði, tók það á móti 1600 lítrum, nú tekur það á móti 30—40 þúsund lítrum á dag. Á tíu ára afmæli samlags- ins, 1938, var að mestu lokið við nýbyggingu þess við Kaupvangs- stræti og var samlagið þá búið hinum beztu vélum, sem völ var á. Síðan hafa verulegar við- byggingar og endurbætur verið gerðar og er mjólkursamlagið í dag, að skipulagi og búnaði öll- um, eitt hið fremsta fyrirtæki á landi hér af sinni grein og þótt víðar væri leitað. Samlagið og neyíendur Fyrir bæjarmenn hefur starf- semi samlagsins haft mikla þýð- ingu. Menningarsnið á mjólkur- sölu komst hér fyrr á en í flest- um öðrum bæjum. Vörurnar hafa verið góðar og heilnæmar. Neytendur hafa hina beztu tryggingu fyrir því að mjólkin, sem þeir kaupa daglega, er fyrsta flokks vara. Þá hefur starfsemi samlagsins eflt hér at- vinnu- og viðskiptalíf. Margir menn starfa í samlaginu og það selur vörur sínar um allt land. Að öllu þessu hefur fólkinu í bænum verið hagræði. Með starfi sínu hefur samlagið bein- línis lagt drjúgan skerf til þess í Eyjafirði óttu að auka skilning milli neyt- enda og framleiðenda. Atvinnusaga íslendinga er enn að miklu leyti óskrifuð. I þeirri allsherjarsögu, er hún verður skráð, mun samvinnuskipulagið innan landbúnaðarins skipa veg- legan sess. Skipulag mjólkur- málanna og þróun er þar gildur þáttur. Hér hefur verið byggður upp frá grunni mikilvægur iðn- aður, sem snertir í rauninni hvert einasta mannsbarn á land- inu. I þeirri allsherjaruppbygg- ingu er Mjólkursamlag KEA og forustumenn þess, stór aðili. Ey- firðingar geta verið stoltir af þeim árangri, sem náðst hefur hér á s.l. 25 árum. Skylt er og rétt í því sambandi að minnast sérstaklega Jónasar Kristjáns- sonar mjólkursamlagsstjóra, sem stýrt hefur samlaginu allt frá upphafi og átt hefur drýgstan þátt í að gera það að þeirri fyrir- myndarstofnun, sem það er. Jónas dvelur nú um skeið vestan hafs í kynnisför, en er væntan- legur heim innan skamms. Ey- firðingar munu á þessum tíma- mótum senda honum hlýjar kveðjur og þakka mikið og merkilegt starf. —DAGUR, 7. marz Hinir ódauðlegu ... Framhald af bls. 2 vist. En í stað þess að breyta svo, myrtu Indverjar Gandhi, hinn mikla andlega leiðtoga og máttuga guðsmann. Ameríku- menn skutu Lincoln, sinn bezta mann, og Gyðingar krossfestu Krist og lílétu spámennina. Við semjum reyfara og látum snúa þeim á mörg tungumál, en æskulýðurinn kann naumast Faðir-vorið, hvað þá fjallræð- una, og hann er fróðari um kvikmyndaleikara og dansfífl, en listaverk mesta snillings þjóð- arinnar, Einars Jónssonar, þar sem reistur er í heimi listarinn- ar sannkallaður himnastigi. Þar stendur í berg hans ritning rist, öll rituð í sannleiks nafni. Hvert orð er spámanns og spekings list í spakmála dýru safni, og innblásið lífsins anda þeim, sem öll reisir þroska merki, og skapar dásemda heilan heim og himinn í skáldsins verki. Mestu snilldarverk Kjarvals og annarra listamanna okkar á því sviði, ættu líka að vera okk- ur heilög ritning, sem tengir einn göfugasta þátt lífs okkar — elskuna til fegurðarinnar — þeim jarðneska unaði, sem göfg- ar og gefur andanum vængi til flugs um hásali hinnar skapandi listar. Mannshugsjón höfuðskáldanna og mestu spámannanna, nálgast mjög vaxtartakmark Krists- fyllingarinnar; „Verið þér því fullkomnir, eins og yðar him- neski faðir er fullkominn.“ Spá- maðurinn Jesaja gefur okkur mælxkvarðann: „Hver af oss má búa við eyð- andi eld (Guð er eyðandi eldur), hver af oss má búa við eilíft bál? Sá sem framgengur réttvíslega og talar af hreinskilni, sá sem hafnar þeim ávinningi, sem feng- inn er með ofríki, sá sem hristir mútugjafir af höndum sér, sá sem byrgir fyrir eyru sín, til þess að heyra ekki morð ráðin, sá sem afturlykur augum sínum, til þess að horfa eigi á það, sem illt er. Hann skal búa uppi á hæðunum, hamraborgirnar skulu vera vígi hans, brauðið skal vera fært honum og vatnið handa honum skal eigi þverra. Augu þín skulu sjá konunginn i ljóma sínum, þau skulu horfa á víðáttumikið land.“ Hér er prófskjalið, hér er mælikvarðinn á þann mann, sem skal standast. Hvernig mælist hreinleiki og siðferðileg stærð okkar? —EINING YFIR FJÖLL OG FYRNINDI Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON í Vancouver-borg Þá hefi ég mætt tveim vin- stúlkum mínum frá fyrri tím- unum, þeim Sigrúnu Johnson og Salome Daníelsson. Þær hafa ekki verið aðgerðarlausar síðan við sáumst síðast. Báðar gifst og eiga uppkomin og myndarleg börm Við Sigrún áttum heima um tíma, ásamt mörgum öðrum ungum stúlkum, hjá þeim Vil- hjálmi og Jóhönnu Olgeirsson, á Point Douglas, Winnipeg. Við gátum ekki annað en brosað að breyttu útliti okkar, jafnvel hlegið. En svo hættum við að hlægja. Það vantaði svo margar í hópinn. Sigrún var ljóðelsk og ég hygg að í djúpi sálar hennar sé skáld, fagurfræðingur og humoristi, sem kraftar og kring- umstæður leyfðu ekki uppgöngu á yfirborð lífsins. Frú Sigrún býr í dýrðlega fallegri íbúð ásamt dóttur sinni, Sigrúnu, sem mér virðist vera elskuleg stúlka. Ég spurði vinkonu mína að því, hvernig henni hefði litist á að aka yfir Klettafjöllin — hún var í bifreið með John syni sínum, mjög myndarlegum manni. Hún svaraði í hrifningu með orðum skáldsins: „Mér fanst ég elska allan heiminn, og enginn dauði vera til.“ Við Salóme Daníelsson vorum ekki í sama húsi en við kynt- umst nokkuð fyrir því. Salóme var líka reglulega fín stúlka og dréymdi heilbrigða drauma um bóka iðnað, en hún sleppti þeim lítt á vettvang. Salóme giftist Jóni Johnson frá einum af þeim góðu, gömlu heimilum í Argyle, og er svo lánsöm að eiga mann sinn á lífi enn. Þau bjuggu um skeið í Argyle en fluttu fyrir nokkrum árum til Vancouver, gengu í gegnum erfiðleika breyt- inga og atvinnuleysis. En auk eigna sinna í Argyle þá eiga þau prýðilega fallegt heimili í Van- couver. Við því blasir eitt af þessum dýrðlegu útsýnum, sem Vancouver-borg á svo mikið til af. En tíðrætt verður Jóni um Argyle-bygðina; ræður maður af því að hún sé mikið í huga hans. Við höfum komið til beggja þessara vinkvenna minna og notið ánægjulegra stuiida með þeim og fólki þeirra. Ung hjón, Mr. og Mrs. Philip Ealey, buðu okkur heim til sín fyrir kveldverð og fluttu okkur til baka í bifreið sinni, eitt fallegt kveld hér í vetur. Konan er Edith Johnson dóttir þeirra Mr. og Mrs. George Johnson við Leslie, þau búa í fjarska fallegri íbúð í fjölhýsi, eru glöð og kát og una lífinu í bezta máta, enda sýnist ekki að þeim ama. Þau eru ung, hraust og vel vinnandi — og það sem er máske bezt af öllu, kunna að meta það. Það var mjög ánægjulegt að koma til þeirra. tr \ Á meðal margra, sem við höf- um mætt og talað við og eitt- hvað kannast við, er Carl Niel- sen frá Leiðarhöfn í Vopnafirði og dóttir hans, Mrs. Anderson, Mr. Nielsen er við aldur, hinn prúðmannlegasti maður í við- móti. Dóttir hans vinnur við kvenfataverzlun í Vancouver- borgmni, en sonur hans vinnur á skrifstofum Richardson’s korn- félagsins í Winnipeg. Alþekt félag bænda á meðal í Vestur- landinu. Vopnfirðingar nú við aldur eiga góðar minningar um he!milið í Leiðarhöfn frá tímum Andrésar útvegsbónda þar, föður Cajrls og systkina hans. Prúður heimilisbragur, fallegt og vel hirt heimili og góð ástund- un í störfum. Sjór var mikið sóttur þaðan á þeirri tíð. Ætt Mr. Nielsen mun vera að nokkru leyti dönsk. Þessi aldurhnigni sómamaður nýtur góðrar um- önnunar dóttur sinnar og dóttur- sonar hér í borginni. Við heimsóttum Mr. og Mrs. Sigurð Johnson, fyrrum við Wynyard. Þau eiga fallegt heim- ili nokkuð utan til í borginni. í kringum hús þeirra má segja að sé aldingarður. Þar eru fimm til átta tegundir af aldintrjám sem af sér gefa, rétt fyrir utan húsið. Af sumum tegundum er meira en ein sort. Upp við gluggann hvílist peach-tré, einnig rósvið- ur, svo stundum kemur það fyrir, að rós horfir inn um glugg- ann hjá Mrs. Johnson henni að óvörum. Og þegar hún lítur út, sér hún peaches af beztu tegund drjúpa við vegginn. Cherry-tré, núna í öllum sínum dýrðlega blóma, getur þar að líta. Þau tré eru eins og tárhreinum snjó sé hlaðið á þau af náttúrunnar hendi. Fjarska dýrðleg sjón. Þá er gamalt en virðulegt eplatré, sem gefur af sér fullan ávöxt enn, svo er annað sem gefur af sér aðra tegund. Plómur, perur og fleira stígur þarna alt saman Á sumardaginn fyrsta 1953 í kirkju vorsins Gleðilegt sumar gefi þér vor Guð frá ljóssins hæðum, sitt orð sem öllu ofar er í andans dýru fræðum. í kirkju þá ég kem í dag mig kallar vorsins sólin, hvar upprisunnar lífsins lag lýsir upp ræðustólinn. Ég geng hér um með glaða lund gróandans mold við fætur. . Og stráin hækka, grænkar grund, gleðin á djúpar rætur. Sáð var í brjóstið sæði því — er sól og daggartárin, Guðs heilagt ljós og harmaský, höndluðu gegnum árin. Eitt tungumál er talað hér til vor frá algæzkunni, og sannleikurinn sýndur er frá sjálfri náttúrunni. Lofgjörðin vorsins andar inn um auðlegðina ræðir. Hún sagði: Föðurforsjónin hún fæðir alt og klæðir. Lögmáli drottms lútum vér, alt lífið undir tekur. Því áfram haldið eilíft er, sem æðsta hugsjón vekur. Vítt er til veggja, hvelíing há, í helgri kirkju þinni; þar lampa drottins logar á, sem lýsir veröldinni. upp á yfirborð jarðarinnar, í hendur þessa fólks. Þess utan eru himinhá tré af öðrum teg- undum, sum aðeins til prýði svo sem eins og “Dogwood“-tréð. Það framleiðir falleg blóm og er talið merki fylkisins. Undrar mig að því skyldi vera gefið þetta nafn fyrst svo er. Við undum okkur fjarska vel að tal- ast þarna við, þó aldrei hefðum við talast við áður nema fáein orð á Sólskms samkomunni í vetur. Við töluðum mikið um Búa-stríðið. Við fræddumst nokkuð um hagi manna þar syðra og um Góð Verk, sem Bretar gerðu þar, er í skarst með bænd- um og þrælum. Mr. Johnson gaf sig nefnilega fram í sjálfboðlið Canada til þessarar herfarar. Hann sýndi okkur líka nokkuð frá þessum tímum, sem mun vera nokkuð fágætt í Canada nú orðið. Það eru sex peninga- ávísanir, sem hann sendi fólki sínu heim frá ýmsum stöðum þar syðra. Alt upp á gullpund, skrifaðar á þýzku og ensku. Seðlarnir eru orðnir lúðir, en eru vel læsilegir. Hlýtur Sig- urður Johnson að hafa farið vel með fé sitt þar, að hann skyldi geta sent svo mikið heim, móður sinni og systkinum. Ungur hefir hann verið þegar hann gekk í þennan her og maður getur ekki búist við að launin væru mjög há á þeim tíma. En svona var það samt. Upphæðin á seðlun- um var 16, 20 og 25 pund hver fyrir sig. Þá var gullpundið rúmir fimm dalir. — Hjómn eiga sjö börn uppkomin og þau hafa gefið þeim öllum æðri skóla- mentun. Það var reglulega gaman að skrafa við þessi hjón um heima og geima, og svo fengum við að smakka á þeim indælu kirsi- berjum, sem þau framleiða á eigin eign sinni þarna. Sonur hjónanna ók með okkur heim um kveldið. Framh. — Þú ættir að giftast, sagði giftur maður við álkulegan pip- arsvein. — Mig langar ekkert til þess að giftast, sagði piparsveinninn. — En hjónabandið er alveg dásamlegt, sagði sá gifti, — og þó sérstaklega forleikurinn að því. — Hugsaðu þér bara hvað það er dásamlegt að fara á litlum bát í tunglsljósinu eftir læknum, sem rennur í gegnum skóginn, og syngja ástarljóð eftir Davíð. — Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt, jg hef reynt það sjálfur og róið á litlum bát í tunglsskininu eftir læknum í gegnum skóginn og sungið ástar- ljóð eftir Davíð......Nei, mér finnst það ekkert skemmtilegt, og piparsveinninn varð enn álku legri á svipinn. — Auðvitað er öll skemmtun- in undir stúlkunni, sem er með manpi, komin! — Nú-ú-ú, verður maður að hafa stúlku með sér, THIS HANDB00K FOR AMBITIOUS MEN FHtt Have you had your copy? 120 pages of guid- ance to best-paid positions. Up-to- the-minute infor- mation for men who want to climb to the top. Tells how to get promo- tion, security and better pay through home study courses. This hand- book "Engineering Opportuni- ties” is free and entirely with- out obligation. Send the cou- pon. Make this your big year! Describes over ninety courses including: Civil Mechanical Electrical A.M.I.C.E. A. M.I Mech.E. B. Science Structural Aeronautical A.M.Brit.l.R.E, Electronics A.F.R.Ae.S. Building (-----SEND COUPON TODAY--------------- I Canadian Institute of Science and Tech- ■ nology Limited, Garden Building, I 263 Adelaide Street West, Toronto, I Pleose forward free of cost or obligation I your handbook, "ENGINEERING OPPOR I TUNITIES". I Name................................ . Address............................. * ............................. Course I interested in...................Age Ingibjörg Guðmundsson 293

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.