Lögberg - 07.05.1953, Page 8

Lögberg - 07.05.1953, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. MAÍ, 1953 Engillinn og rithöfundurinn Úr borg og bygð Miss Lilia Eylands fór til Trenton, Ontario, á föstudaginn, og mun dvelja þar í sumar hjá systur sinni og tengdabróður, Mr. og Mrs. Ralph Lawler. ☆ The annual Lake Winnipeg Fishermen’s Festival will be held að the Gimli theatre on Sunday May 17, 1953, at 2 p.m. Daylight Saving Time. Broad- cast over station C.K.R.C. — Speakers: Rev. H. S. Sigmar, Rev. Philip Petursson and mayor Barney Egilson of Gimli. The Gimli Junior Choir will sing. Announcer will be Alvin Blondal. ☆ The Gym and Dancing Class of the Unitarian Church is holding its annual display in the church auditorium, corner Sar- gent and Banning, on Friday, May 8th, and Saturday, May 9th at 8 o’clock p.m. Admission: Adults, 50 cents, Children. 25 cents. TCr GEFIÐ TIL Sunrise Luiheran Camp Mrs. Ingibjörg Guðmundson, Sunland, California, sumargjöf, $50.00; Mr. og Mrs. Halldór Sig- urdson, Winnipeg, $25.00; The Tomson family, Winnipeg, $10.00; in memory of Helga Tomson; Mrs. Paul Robertson, Moosehorn $5.00; Dorcas Society, First Lutheran Church, Winnipeg, $100.00. Með innilegu þakklæti, Anna Magnússon, Box 296, Selkirk ☆ — ÞAKKARORÐ — Innilegar þakkir vottast hér með öllum þeim, sem á margvís- legan hátt veittu okkur hjálp, auðsýndu samúð og kærleika í veikindum og fráfalli móður og tengdamóður okkar, Mrs. Ingi- gerðar Sveinson. Sérílagi þökk- um við Bill Jamieson, útfarar- stjóranum í Glenboro; Mrs. B. Pétursson og Mrs. K. Þorsteins- son að Gimli fyrir hlýjar við- tökur og veitingar allar; einnig séra H. Sigmar og sér. S. Ólafs- son. Mr. og Mrs. Ingi Helgason frá Glenboro ☆ A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter IODE will.be held on Friday Evening, May 8th, at 8 o’clock, at the home of Mrs. B. S. Benson, 757 Home St. ☆ Oddný Johnson, 645 Queen- ston St., lézt að heimili sínu, 30. apríl s.l.; var hún rúmlega 87 ára að aldri; fædd að Lundar í Lundareykjadal. Maður hennar, Hinrik Johnson, ættaður af ísa- firði, dó árið 1946. Þau hjón bjuggu lengst að Ebor, P.O., en voru einnig meðal friunbyggj- enda á Lundar, og var þorpmu gefið nafn eftir fæðingarbæ Oddnýjar. ☆ Frú Marja Bjornson frá Mini- ota var í borginni í nokkra daga í fyrri viku. ☆ Meðal utanbæjargesta er sóttu Thorlakson-samsætið urðum vér vör þessara: Mr. og Mrs. Ólafur Hallson, Eriksdale; Mr. og Mrs. Kári Byron, Lundar; Séra Har- ald S. Sigmar og Mrs. Sigmar; Mrs. Kristín Thorsteinson og Mrs. H. Sigurdson ásamt dóttur sinni, öll frá Gimli, og Mr. S. V. Sigurdson og dóttir hans frá Riverton. ☆ Nærgætin og samvizkusöm miðaldra kona, getur nú þegar fengið herbergi í staðinn fyrir að gefa sig við barngæzlu. — Sími 205 687. ☆ Mr. Sveinn Oddson prentari lagði af stað suður til Min- neapolis á mánudaginn í heim- Sókn til forri-kunningja þar; þaðan fer hann til Washington, D.C., og ef til vill til New York. Gerir hann ráð fyrir að vera mánaðartíma í ferðinni. ☆ Séra Egill Fáfnis frá Moun- tain, N.D., kom til borgarinnar á þriðjudaginn til að sitja fund í framkvæmdarnefnd Þjóðræknis félagsins. í fylgd með honum voru sonur hans og tengdadóttir. ☆ W. J. Lindal dómari fór austur til Toronto og Ottawa á laugar- daginn var í embættiserindum og bjóst við að verða hálfsmán- aðartíma að heiman. Mrs. Lindal lagði af stað í dag til fundar við mann sinn. ☆ The Glee Club of the First Federated Church presented a charming operetta entitled “A Rose Dream” before a capacity audience April 27th. Success of the play was so marked that a repeat perform- ance will be given Tuesday, May 12th at 8.15 p. m. Leading roles were as follows: Linda Smith, fairy queen, played her part with dignity. The part of Little Rose, a girl who goes to sleep and wakes up in fairy- land, was done with outstanding acting ability and sweet singing by Ingrid Gislason. Lynne As- geirson as Hop o’ my Thumb, the mischievous elf, did an out- standing pelformance also. Other parts, Rose-bud by Mar- lene Claney; Giant forgot, Lil- lian Bjarnason; the twins Can and Can’t, by Joanne and Caro- line Wilson, were capably done. Choruses and dances bv the roses, elves and fairies and color- ful costumes added much to the success of the performance. A group of folk songs by the Glee Club preceded the operetta. Guest artist was Lynne Riley tap dancing. The accompanist was Jona Kristjanson. Elma Gislason directed. ☆ Mrs. Anna Ottensen, fyrrum til heimilis að 1112 Parker Ave., lézt 30. apríl, eftir langa van- heilsu. Hún var fædd að Ferju- koti í Mýrararsýslu 28. nóv. 1865; kom til Winnipeg 19 ára gömul og átti hér heima ávalt síðan. Hún var gift Nikulási Össurarsyni (Ottensen), sem lifir hana, ásamt þremur börnum þeirra. Útförin fór fram frá Bardal’s, á þriðjud. 5. maí að við- stöddu fjölmenni. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. Mig dreymdi draum, hénra um nóttina, ekki fyrir löngu síðan. Það var hér um bil tveim- ur vikum fyrir jól. Ég var í her- bergi mínu í Lundúnaborg og svaf. Mig dreymdi að ég liði út um svefnherbergisgluggann og út í geiminn. Ég var léttur á mér og sveif eins og á vængjum upp í himingeiminn. Mér fanst í huganum að ég vera ánægður, og einkum var það mér gleði- efni, að ég var á leiðinni upp. Mér hefir sannarlega verið veitt eftirtekt, hugsaði ég — lík- lega verið altof örlátur og grand- var til þess að fá að lifa lengur. En það verður ekki á alt kosið, hugsaði ég. Jörðin minkaði og fjarlægðist og það síðasta,' sem ég sá til hennar var bjarminn af ljósun- um meðfram Thames-ánni, og svo hvarf hann. Þegar hér var komið, varð ég þess fyrst var, að ég var ekki einn á ferð. Á ,bak við mig heyrði ég hægt vængjatak. Ég leit við og sá, að það var Gabríel engill og mér virtist vera raunasvipur á and- liti hans. Hann er líklega þreytt- ur, hugsaði ég, og það var alveg eins og engillinn hefði heyrt þá hugsun mína, því hann svaraði: „Já, jólahaldið á meðal ykkar manna er mér raunatíð.“ „Mig furðar ekkert á því,“ svaraði ég. „Mig furðar meira á því, hvernig þú getur haft auga á öllu vafstrinu, sem á okkur kemur, því, eins og þú veist, þá hrífur sú einstakasta gjafmildis- þrá alla menn og konur. Er það ekki yndisleg tilhugsun?“ „Jú,' þið eruð öfundsverð,“ svaraði engillinn. „Já,“ svaraði ég. „Það er fjöldi fallegra mynda, sem jólin vekja upp í huga mér. Ein er af stúlk- Unni aðdáanlegu, sem stendur í loðkápunni sinni dýru og deilir soðinu með hvítu höndunum sínum á meðal götu Arabanna. Önnur af landeigandanum með rauða andlitið, þar sem hann er að rétta jólabrauðið að leigu- liðunum sínum fátæku, sem hópast í kringum hann. Þegar ég hugsa um þetta og fleira, sem kemur mér í hug, þá get ég varla setið á mér, að fara ekki á stað sjálfur og safna saman nokkr- um skildingum. Og það er ekki ég einn sem bý yfir þessu veg- lyndi, því ég er ekki eini góði maðurinn í veröldinni — og það er það, sem mér þykir vænst um í sambandi við jólin, að þau vekja veglyndi allra manna. Gleðin og gæðin streyma frá okkur og góðverkin frá því rétt fyrir jólin og segjum til loka janúarmánaðar og það hlýtur að vera sérstök ánægja fyrir þig, að færa þau inn í bókina þína.“ „Já,“ svaraði engillinn: „Góð- verkm gleðja mig ávalt.“ „Þau eru okkur öllum gleði- efni,“ svaraði ég. „Ekkert gleður mig meira en góðverkin mín. Ég hefi oft verið að hugsa um að skrifa þau í dagbókina mína, dag frá degi, svo að börnin mín geti lesið um þau.“ Engillinn sarqsinnti, að það gæti verið nógu gott. »Ég býst við að þú hafir bókað öll góðverkin, sem við mennirnir höfum verið að gjöra í síðast- liðnar sex vikur.“ (Ég sá, að engillinn hafði stóra bók undir annari hendinni). „Já,“ svaraði engillinn. „Þau eru öll færð inn í bókina.“ Ég hélt áfram að vera englin- um samferða, af því mér geðjað- ist vel að honum, og um ein- lægni hans og umhyggju efaðist ég ekki, og svo er það ævinlega skemtilegt að heyra talað um sjálfan sig. „Ég býst við, að þú hafir fært inn fimm skildingana, sem ég gaf í vinnuleysingjasjóðinn, sem blaðið „Vakan“ var að safna fyrir?“ spurði ég. „Já,“ svaraði engillinn. „Það er bókað.“ „Ég man það núna, að það voru tíu skildingar, sem ég gaf í þann sjóð. Það var éinhver ruglingur í fyrra skiptið á nafn- inu í blaðinu.“ „Báðar gjafirnar hafa verið færðar inn í bókina“ svaraði engillinn. Svo minnti ég engilinn á, að ég hefði tekið þátt í fjórum át- veizlum, sem haldnar voru til styrktar fátæku fólki. „Ég man ekki í svipinn til hvers átti að verja ágóðanum, en ég man, að ég var dauðveikur dagana á eftir, og sérstaklega eftir þá síð- ustu, því kampavín á illa við mig, en ef maður hefir það ekki á takteinum, þá halda menn, að það sé af því, að maður hafi ekki efni á að kaupa það. Það er samt ekki svo að skilja, að mér þyki það ekki nógu gott, en lifrin í mér þolir ekki of mikið . . . .“ Lengra komst ég ekki, því engillinn greip fram í fyrir mér og sagði: „að öllu þessu hefði verið veitt eftirtekt." „I vikunni, sem leið, sendi ég tólf myndir af mér með eigin- handaráritun til hjálparnefndar, sem stóð fyrir útsölu (barzar) til hjálpar einstæðingum." Engillinn sagðist muna eftir því. „Látum okkur sjá,“ hélt ég áfram. „Ég fór á tvo almenna dansleiki. Mér þykir nú reyndar ekki mikið varið í að dansa sjálfum. En við spilum Bridge nokkrir til þess að bæta upp á ánægjuna, svo fór ég á einn dansleik, eins og Sir Walter Raleigh, þar sem allir voru prúð- búnir, en það eru ekki allir, sem mega við því, að sýna á sér fæt- urna, því segi ég, að þeir, sem eiga því láni að fagna að geta sýnt nettar fætur, hví skyldu þeir ekki gjöra það? Það er ekki svo oft sem manni gefst kostur á að sýna glæsimennsku sína.“ Engillinn sagði, að dansleik- irnir allir hefðu verið færðir inn í bókina. „Svo efast ég ekki um, að þú kannast við Tilraunafélagið og sjónleikinn, sem það sýndi um daginn til aðstoðar drengjunum okkar; en ég veit ekki, hvort þú tókst eftir því, sem Vakan sagði . . . .“ Engillinn greip aftur fram í fyrir mér og minnti mig á, að það, sem maðurinn í Vökunni hefði sagt, kæmi honum einum við og hefði verið fært inn í hans reikning, og næði þess vegna ekki til mín. Ég samþykkti það og bætti við: „Ég held annars, að félagið hafi ekki borið mikið úr býtum. Það er ærið kostnaðarsamt þegar kaupa þarf mat til góðgerða og hitt og annað. En ég held, að fólkinu hafi yfirleitt líkað leik- urinn vel.“ Engillinn sagðist hafa séð leik- inn og hefði þegar sagt meiningu sína um hann. Ég minti engilinn á leiksýn- inguna, sem haldin var undir umsjón konungsins í stóra leik- húsinu til arðs fyrir allslausa Englendinga í Jóhannesborg, og að ég hefði keypt fjóra að- göngumiða, eða fjögur sæti á veggsvölum leikhússins. Auð- vitað voru ekki nærri allir nafn- kunnustu leikararnir, sem leik- skráin sagði að taka ættu þátt í leiknum, viðstaddir, en þeir höfðu allir sent boð eða bréf með ósk um að leikurinn heppn- aðist vel og að arðurinn yrði mikill, sem náttúrlega hjálpaði mikið. En allir hinir leikend- urnir, sem enginn hafði heyrt nefnda, voru þarna með tölu. En þrátt fyrir þetta var leikurinn fyllilega virði peninganna, sem ég borgaði fyrir sætin og þess vegna ástæðulaust að kvarta. Fleiri góðverk voru það, sem ég hafði unnið, sem ég mundi ekki eftir í svipinn. — Já, þau voru ekki svo fá, góðverkin mín. Ég hafði gleymt því í svipinn, að ég gaf einu sinni gömul og slitin föt, sem ég gat ekki lengur notað sjálfur til kvenna, er stóðu fyrir sölu á slíkum gjöfum, en með fötunum, sem ég gaf, slæddist óvart yfirhöfn, sem var hvergi nærri útslitin og ég hefði getað notað sjálfur miklu lengur. Engillinn sagði, að ég mætti vera alveg rólegur, því að öllu þessu hefði verið veitt eftirtekt, og öðru fleiru, sem ég kynni að hafa gleymt. Mér og englinum hafði komið vel saman, að því er mér virtist, og ég var farinn að verða dá- lítið forvitinn, svo að ég spurði engilinn, hvort ég mætti ekki líta í bókina hans. — Hann sagð- ist ekki sjá neitt því til fyrir- stöðu og opnaði haná, þar sem reikningur minn var skráður, og ég lyfti mér ofurlítið upp svo að ég gæti lesið yfir öxlina á honum. Ég get ekki enn skilið að mig hafi dreymt aðra eins fjarstæðu og þar stóð. Það var alt öfugt. í staðinn fyrir að færa góðverk- in mér til inntekta, þá stóðu þau öll í skuldadálknum, og þar var þeim hrært saman við hræsnis-, hégóma- og síngirnisskuldir mínar. í allar þessar sex vikur var það aðeins eitt góðverk, sem fært var inn í reikninginn mér til inntekta, og góðverk það var, að standa upp úr sæti mínu 1 sporvagni seint um kvöld, sem var þéttskipaður fólki og gefa það gamalli og þreytulegri konu, sem inn í vagninn kom, og sem ekki hafði einu sinni rænu á að þakka mér fyrir kurteisina. — Eftir dómi engilsins var allt annað — allir peningarnir, allur tíminn og allt hátíðatal mitt einskis virði. Ég reiddist ekki fyrst í stað, því mér skildist, að englum gæti yfirsést eins og öðrum. „Þú hefir auðsjáanlega fært öll góðverkin mín inn í bókina,“ sagði ég. „En þér hefir heldur en ekki yfirsést. Okkur hendir það alla stundum. Þú hefir fært þau inn röngu megin í bókina. Ég vona að það komi ekki fyrir aftur.“ Það sem mér gramdist meira en nokkuð annað, var alvöru- svipurinn á andliti engilsins, er hann leit til mín og svaraði: „Það er ekki um neina yfirsjón að ræða.“ „Ekki um neina yfirsjón að ræða!“ hrópaði ég. „Þú meinar þó aldrei . . . .“ Engillinn lét aftur bókina og stundi við. Ég var orðinn svo reiður við engilinn, að ég reyndi til þess að grípa af honum bókina. En honum sýndist hvergi bregða. Hann virtist ekki einu sinni veita því tiltæki mínu eftirtekt. En í staðinn fyrir að ná bókinni á mitt vald, þá fór ég að hrapa og bráðlega fór að bjarma fyrir ljósunum í Lundúnaborg, og svo, eftir því sem nær dró jörðinni, virtust þau blátt áfram fljúga á móti mér. Þegar að ég kom ná- lægt byggingum borgarinnar sá ég, að ég stefndi beint á turninn á Westminster. Ég reyndi að mjaka mér ofurlítið til og tókst Séra Valdimar J. Eylanda Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. "Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — Argyle Presiakall — Rev. J. Fredriksson Sunnudaginn þ. 10. maí, Mæðradagur: Baldur, messa á íslenzku, kl. 11 f. h. Grund, messa á íslenzku, kl. 2 e. h. Brú, messa á ensku, kl. 4 e. h. Glenboro, messa á íslenzku, kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 10. maí Minningardagur mæðra Ensk messa kl. 11 árd. For- eldrar fjölmenna ásamt börnum sínum, Enginn sunnudagaskóli. Islenzk messa kl. 7 síðdegis. S. Ólafsson Bréf til ritstjórans Miniota, Man, 30. apríl 1953 Mr. E. P. Jónsson, Columbia Press Ltd., Winnipeg. Kæri vinur: Ég var rétt að fá Lögberg núna og þótti það óvenjulega þunnt í roðinu. Úr því kom svo vísan: Lögberg orðið einfalt blað! Ekki er það nú verðskuldað. Skyldi það vera af því, að Ég hefi gleymt að borga það? Og nú sendi ég ávísun fyrir ársgjaldinu og bið afsökunar á drættinum. En ég átti alltaf hálft í hvoru von á því, að mér yrði auðið að heimsækja höfuðstað- inn upp úr sumarmálunum og hafði þá í huga að borga skuldii; mínar um leið. Nú getur ekkert af þessu orðið; en þetta má nú ekki dragast lengur með borgun fyrir blaðið. Bið ég þig þá að koma þessu til skila fyrir mig. Beztu kveðjur. Þinn einl. S. E. Björnsson það, svo ég kom niður í Thames ána og þá vaknaði ég. Ég á von á, að draumur þessi fyrnist og gleymist. En ég gleymi aldrei hrygðar- og raunasvipn- um, sem var á andliti engilsins. J. J. B. þýddi DREWRYS M.D.334 Fyrsta lúterska kirkja Sameiginleg guðsþjónusta fyrir allan söfnuðinn, vini hans og velunnara, verður haldin kl. 7 næstkomandi sunnudagskvöld, 10 maí, og fer fram á ensku. Sérstakur hátíðasöngur. Móðurdags- efnið verður rætt í prédikunarstól. Kaffiveitingar í samkvæmisalnum eftir messu. ÞINGBOÐ Hið tuttugasta og níunda ársþing Bandalags Lúterskra Kvenna, The Lutheran Women’s League of Manitoba (Icelandic) verður haldið í Riverton, Man., dagana 12., 13. og 14. júní næstkomandi. HELGA GUTTORSSON skrifari

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.