Lögberg


Lögberg - 18.06.1953, Qupperneq 3

Lögberg - 18.06.1953, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. JÚNÍ, 1953 3 „Fjársjóður Rommels" 30 miljarðar franka á mararbolni Um nokkur ár hafa Frakkar haft brennandi áhuga á því að reyna að bjarga hinum svo- nefndu fjársjóðum Rommels, sem sagt er að liggi á marabotni í Bonifacio-flóanum á Korsíku. Hér er um að ræða verðmæti, sem nema að sögn 30 miljörðunj franka og er þetta ránsfé og málafé þýzka hersins, sem var í Norður-Afríku undir stjórn Ro- mels. Þegar herinn fór halloka fyrir bandamönnum, voru þessi auðæfi send til Korsíku til þess að reyna að koma þeim undan.— Og hér kemur svo hin ævintýra- lega saga um það Jivað varð um þennan fjársjóð. Fyrir fjórum árum koi^þýzk- ur SS-maður öllu í upnám í Frakklandi. Hann hét P e t e r Fleig. Hann lýsti yfir því að hann gæti vísað á 30 miljarða fr. fjársjóð, sem fólginn væri á botni Miðparðarhafsins, og kom- inn frá þýzka hernum í Afríku. Þessi fjársjóður fékk þá þegar nafnið „Fjársjóður Rommels.“ Svo trúverðug þótti saga Fleigs, að í september og október 1948 lét franska stjórnin leita að þess um fjársjóði. En sú leit bar eng- an árangur. Þó halda men enn að saga Fleigs sé sönn. Að vísu hvarf hann um þær mundir er leitin hófst, en menn ætla að það hafi verið vegna þess, að honum hafi þótt of lítill sá hlutur, sem franska stjórnin bauð honum og hafi ætlað sér að hafa meira upp úr þesu með því að snúa sér til annara. En fyrir skemmstu skaut Peter Fleig aftur upp á Korsíku og það varð til þess að þetta mál komst aftur á allra varir í Frakk landi. Hin ævintýralega saga Peter Fleigs hefst hinn 16. september 1943 í ítölsku herskipahöfninni Spezia. Þá höfðu ítalir séð sitt óvænna í styrjöldinni og beðið bandamenn um vopnahlé. Fleig hafði starfað þarna sem kafari, til þess að ná upp þýzkum kaf- bátum, sem sökkt hafði verið úti fyrir höfninni. Fleig leizt nú ekki á blikuna er Italir gáfust upp og hugsaði sér að komast á burtu hið fyrsta. En það fór öðru vísi. Að kvöldi hins 16. septem- ber fékk hann skipun um það að gefa sig fram á ákveðnum stað og hafa með sér góðan kafara- búning, því að honum væri ætl- að að kafa á miklu dýpi. Á hin- um ákveðna stað beið hans hrað- bátur, sem flutti hann um nótt- ina til Bastia á Korsíku, þar sem þá var skriðdrekahersveit úr Afríkuhernum þýzka. Þegar þangað kom var Fleig fluttur ásamt farangri sínum yfir í annan minni bát. Þar voru fjórir liðsforingjar fyrir. Síðan sigldi báturinn til hafs og sigldi í fjórar klukkustundir. Þá nam hann staðar og nú var Fleig fyrst sagt hvað hann ætti að gera. Hann átti að kafa þar nið- ur og leita uppi helli á sjávar- botni og merkja hann. Fleig kaf- aði og var lengi að leita á sjávar- botni, en loks tókst honum að finna þar helli eða skúta. Var hann þá dreginn upp, en liðs- foringjarnir merktu staðinn vandlega á sjókorti, sem þeir höfðu. Báturinn hélt nú aftur til Bastía. Var komið þangað um kvöld. Þarna beið þeirra bíll, og liðsforingjarnir fjórir og Fleig óku með honum nokkuð út fyrir borgina. Þar komu þeir að stóru húsi, þar sem SS-menn heldu vörð. Þarna gengu þeir inn og komu inn í herbergi þar sem tveir menn voru að negla aftur sex stóra kassa. Fleig komst skjótt að því, að í þessum köss- um voru auðaefi — málafé og ránsfengur þýzka hersins í Af- ríku. Liðsforingjarnir töluðu um þetta sín á milli eins og Fleig væri hvergi nærri, og hann heyrði á þeim að verðgildi þessa fjársjóðs mundi nema um 30 miljörðum franka. « Um miðnætti var kössunum ekið á flutningabíl niður að höfn og fluttir um borð í skip. Að morgni hins 18. september voru þeir félagar svo komnir á sömu slóðir og daginn áður, þar sem Fleig kafaði. Hann var nú látinn kafa aftur og í heila klukku- stund var hann að leita að hell- inum, sem hann fann daginn áður, en gat hvergi fundið hann. En hann fann þar annan skúta, og þegar hann hafði verið dreg- inn upp, sagði hann að allt væri í lagi. Og nú varð hann að kafa hvað eftir annað með kassana og koma þeim fyrir í þessum skúta. Þegar því var lokið merkti hann staðinn með fjórum duflum, sem mara þar í kafi. Svo var hann dreginn upp og þessu verki var lokið. Nú hófst allmikill ágreiningur milli liðsforingjanna um það hvert halda skyldi. Einn vildi fara til Bastia aftur, en hinir vildu fara til Spezia. Að lokum urðu þeir ásáttir um að fara til ítalíu. Komu þeir þangað að kvöldi hins 18. september og voru handteknir um leið og þeir stigu á land. Voru þeir ákærðir fyrir það að hafa stolið fjármun- um afríkanska hersins. Fleig kom þetta alveg á óvart. En hann varaðist að segja að hann vissi nokkuð um það hvar fjár- sjóðurinn hefði verið fólginn. Hann sá að eina vonin til að sleppa úr þessari klípu var sú, að látast ekki vita neitt. Liðsfor- ingjarnir sögðu líka að hann hefði aðeins verið viljalaust verkfæri í höndum sínum. Liðs- foringjarnir voru allir skotnir, og mánuði seinna komst Fleig aftur til herdeildar sinnar. Hann særðist í loftárás og þegar stríð- inu lauk lá hann í sjúkrahúsi og kom þaðan slyppur og snauður. • Annar þáttur þessarar sögu gerðist svo vorið 1948. Þá hafði Fleig komist að þeirri niður- stöðu eftir mikil heilabrot, að heppilegast væri fyrir sig að segja frönsku stjórninni frá þessum auðæfum. Hann var sjálfur félaus maður og gat því ekki af eigin ramleik reynt að bjarga fjársjóðnum, og hann þorði ekki að trúa neinum fyrir þessu þar sem hann óttaðist að þá mundi sér máske verða bolað algjörlega frá og aðrir sæti að fengnum. Hann hafði því bezta trú á frönsku stjórninni. Honum veittist ekki erfitt að fá stjórnaherrana til að trúa sér. Frakkar stóðu þannig að vígi að þeir gátu prófað sögu hans. í skjalasafni þýzku herstjórnar- innar fundu þeir skjöl, þar sem talað var um að fjármunum þýzka-Afríkuhersins hefði verið sökkt í sæ. Frakkar fundu einn- ig málsskjöl hinna fjögurra liðs- foringja og dómþin yfir þeim, þar sem skýrt var frá hvað þeir hefði til saka unnið. Þess vegna tóku menn mark á sögu Fleigs og ákveðið var að verja nokkr- um milljónum franka til þess að finna þessa 30 miljarða. En þeir fundust ekki. Var þá saga Fleigs uppspuni einn? Það er hreint ekki víst. Hann hafði krafizt þess að fá þriðjung auðæfanna í sinn hlut, en franska stjórnin vildi ekki greiða honum nema lítinn hundraðs- hluta. Og þegar leitin hófst lézt hann svo ekki muna neitt hvar kössunum hefði verið sökkt. Auð vitað hafði hann ekkert upp úr þessu, en ætlaði nú að komast til Þýzkalands. Náði hann sér í nokkra sjónauka og myndavél, sem hann ætlaði að selja fyrir ferðakostnaði, en var þá gripinn og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Hann var látinn laus hinn 7. des. 1948 og leyft að fara til herbergis síns í Bastia, en var bannað að yfirgefa borgina. Samt sem áður hvarf hann þetta sama kvöld og vissi enginn hvað af honum hefði orðið. Nú hefði mátt gera ráð fyrir því að sögunni um „fjársjóð Rommels“ væri lokið, En svo var ekki. Hinn 15. ágúst í sumar kemur gamall brezkur liðsfor- ingi, Mr. Pears, á lystiskipi sínu „Romany Maid“ og fer að leita að fjársjóðunum. Um sama leyti skýtur Fleig aftur up í Bastia. Vildi hann hafa spurnir af því, hvernig þesi leit gengi, en er hann fékk að vita á hvaða slóð- um „Romany Maid“ hafði leit- að, varð honum hughægra og hvarf aftur á jafn dularfluuan hátt og hann var kominn. • Margir fjársjóðir aðrir en „Fjársjóðir Rommels“ hafa horf- ið með skipum í sjávardjúp. Am- erískur maður, sem Riesenberg heitir, hefir lengi fengizt við að safna skýrslum um skip, sem farizt hafa með miklu fé. Hefir hann komizt að þeirri niður- stöðu, að áttundi hlutinn af öllu því gulli, sem unnið hefir verið úr skauti jarðar síðan árið 1500, liggi á sjávarbotni. í hverju ein- asta skipi, sem ferst, er meira og minna fé, því að skip, sem sigla landa milli hafa til skamms tíma haft með sér fé til að greiða öll gjöld. Annar Ameríkumaður, 1 Richardson Glover skipherra, j sem einu sinni var starfsmaður ameríska flotamálaráðuneytis- ins, sagði að á öldinni sem leið hefði 217,200 skip farizt. Mörg- um sokknum skipum hefir verið reynt að bjarga, og í fæstum til- fellum hefir það verið gert vegna .skipanna sjálfra, heldur vegna þeirra fjármuna, sem hafa verið innan borðs. Það var til dæmis ekki lítil auður um borð í spönsku skipunum, sem sigldu frá Ameríku hlaðin gulli Aztek- anna, en komu aldrei fram. Meðfram öllum ströndum liggja skipsflök og í mörgum þeirra er stórfé. Þetta hefir f r e i s t a ð margra manna til þess að reyna að ná í þetta fé. En það er hæg- ar sagt en gert, og hvergi nærri jafn vænlegt til gróða eins og í fljótu bragði virðist. Rieseberg hefir til dæmis komist að þeirra niðurstöðu, að í fæstum tilfell- uná muni það borga sig að fást við björgun slíkra fjársjóða, því að kostnaðurinn við það muni gleypa allan afraksturinn, þótt vel gengi. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Hours: 2:30 - 8:00 p.m. Thorvaldson Eggertson Bastin & Slringer Barristers and Solicitora 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlee: 74-7451 Bes.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 328 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur likkistur og annast um Ot- farir. Allur fltbflnaCur sá. be*U. StofnaC 1894 Slmi 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospltal Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Lesið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, Oruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viB, heldur hita frá aö rjúka öt meS reykum.—Skrifiö, simlC U1 KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in aU its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Re«. 403 480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. ! RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE ' J. M. INGIMUNDSON Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 ; Dr. ROBERT BLACK SérfræÖlngur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS RLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Helmasími 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave., Winnipeg PHONE 74-3411 I Arislocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations without obligation, write phone or call 302-348 Main Street, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wHl be appreciated Minnist DETEL í erfðaskrám yðar. ----------------------------j Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 ConfederaUon Life Buildlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanaaon 500 Canadlan Bank of Conuatrct Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3501 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Sími 92-5227 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorúed Home Appliance Dealers General Electric McClary Electric Moffat Admiral Phone 3-4890 — LESB. MBL. Fimmt-íu manns gistu á sveitabæ — hjónin ein með ótta börn ung Það bar til 2. þ. m. á skírdag, að allmargir áætlunarbílar voru á leið úr Reykjavík vestur um Snæfellsnes með fjölda farþega. Ætluðu sum- ir í Stykkishólm aðrir í Ólafsvík og víðsvegar um sveitirnar. Var veður hið versta, norðaustan rok og stórhríð. Gekk ferð þeirra því mjög seint, þar sem illt var að sjá til að aka og auk þess voru sumstaðar snjó- driftir á veginum. Bifreiðastjórarnir voru þó all- ír þaulvanir ferðagarpar og héldu ótrauðir áfram ferðinni eftir því sem aðstæður leyfðu, en það er skemmst af að segja, að undir miðnætti um kvöldið voru þeir staddir skammt austan við bæinn Dalsmynni í Eyja- hreppi og var þá svo komið, að vélar bílanna neituðu að ganga lengur, því þær blotnuðu mjög af snjó, er dreif á þær. Veður- ofsi var geysilegur og frost mikið. Nóg að gera í Dalsmynni Var nú ekki nema um tvennt að velja: Annað hvort að halda til í bílunum um nóttina eða brjótast heim að bænum í Dals- mynni og reyna að koma fólkinu þar í húsaskjól. Var seinni kost- urinn valinn. Ekki voru nema nokkur hundruð metrar heim að bænum, en þó var það með herkjum, að fólk komst þessa leið, enda margt kvenfóik meðal farþeg- anna. Þarna var samankomið fólk úr fjórum bifreiðum, pær 50 tals- ins. Og hvernig var hægt að koma því öllu fyrir á einu sveita- heimili? mun margur spyrja. Það urðu engin vandræði. I Dalsmynni eru rúmgóð húsa- kynni og mikil hjartahlýja hjá húsbændunum og var allt látið í té sem hægt var. Var húsfreyj- an alla nóttina að elda mat og kaffi til handa gestunum. Fengu allir mat og flestir eða allir sváfu nokkuð. En eins og gefur að skilja var ferðafólkið uppfennt og kalt, er það kom inn úr hríðinni. Þurfti því jafnframt að þurrka föt og þrífa húsið jöfnum höndum. Engin þóknun þegin Undi ferðafólkið þarna í góðu yfirlæti til hádegis næsta dag, svo fært var að halda ferðinni áfram. Ekki vildu húsbændur taka þóknun fyrir veittan greiða. Þarna var að verki þróttmikil íslenzk gestrisni. Þetta er svo einstæður atburð- ur, að hann má ekki falla í gleymsku. Húsbændur í Dals- mynni eru Guðmundur Guð- mundsson frá Kolviðanesi og Margrét, kona hans. Eiga þau 8 börn, hið elzta 12 ára. Annað heimilisfólk er þar ekki. Bifreiðarstjórarnir í ferð þess- ari voru: Ágúst Ásgrímsson, Borg, Gísli Kárason og Svan- laugur Lárusson, Stykkishólmi, og Hjörtur Gíslason, ölkeldu. Þess skal getið, sem gert er. Og þess helzt sem meira er en hversdagslegt. Það má fullyrða, að í Dalsmyhni vinna hjónin jafnan meira en meðalmanns- verk, en sjaldan þó meira en þennan sólarhring, er þau hýstu 49 gesti. —TÍMINN, 26. apríl Nr. 9 I upplýsingaflokki Þetta er ein þeirra greina, sein sérstaklega eru ætlaðar nýjum Canadamönnum. Canadísk þegnréftindi MeS það fyrir augum afi öfilast canadlsk* þegnréttindi, þarf útlendingur, er um slíkt sækir afi leggja fram yfirlýs- ingu I hérafisrétti þess um- daemis, sem hann býr I þess efnis, afi sá sé ásetningur sinn afi gerast canadískur þegn og búa framvegls I Canada: slíka yfirlýsingu má leggja fram I rétti nær, sem vera vill eftir afi hlutafieig- andi fluttist inn I landiS gegn því skilyrCi þó, aS hann hafi fengiC löglegt landvistarleyfi og sé 18 ára eSa þar yfir. Hann þarf aC hafa búiS fimm ár í Canada áSur en hann fær fullkomin þegnrétt- indi, þú þess sé ekki krafist. aS slík búseta hafi veriC ðslitin allan þann tlma. AC þessu loknu skal um- sókn um borgarabréf fengin I hendur ritara hérafisréttar. Og þegar umsækjandi mætir þar, verCur hann aC full-. nægja þeim kröfum réttar- ins, aS hann búi yfir nægi- legri þekkingu I ensku efia frönsku, nema hann hafi dvalifi tuttugu ár samfleytt I Canada og er þá gerS undan- tekning. Hann verSur aC geta sýnt og sannaB, aC h|inn sé heiCvirfiur maCur, hafi sett sér þaS afi gera Canada afi framtlarheimili og aS hann viSurkenni þær skyldur og þau forréttindi, sem samfara eru canadlskum þegnrétt- indum. Sé umsökn hans viStekin, verSur hann látinn sverja drottningunni hollustueiS og afsala sér meS ritaSri yfir- lýsingu þegnréttindum annars lands. IJppástungur varðandi framhald þossara greina verða þegnar með þökkum og þeim verður komið á fram- færi hjá Calvert House af rit- stjóra þessa blaðs. f næsta mánuði MNDBCNAÐCR Cálvert DISTTtltRS Cm aMherstburo, ontario Business and Professional Cards

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.